Lögberg


Lögberg - 06.04.1933, Qupperneq 8

Lögberg - 06.04.1933, Qupperneq 8
Bls. 8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. APRÍL, 1933 +•---------------------------—+ Ur bœnum og grendinni +-——--———.. — ----------— ---—+ Skuldaríundur á hverju föstu- Æagskvöldi. HeimilisiÖnaðar félagiÖ heldur næsta fund sinn miðvikudagskvöldið 12. april, að heimili Mrs. Gísla Johnson, 906 Banning St. KRISTUR VORT LIF Prédikanir eftir Jón Helgason Dr. Theol., bisl>up yfir Islandi. Verð í skrautbandi $5.00.—Ólafur S. Thor- geirsson, 674 Sargent Ave., Winni- peg- Tvær deildir úr kvenfél. Fyrsta lúterska safnaðar Nr. 2 og Nr. 4 hafa sölu á heimatilbúnum mat á laugardaginn kemur, 8. apríl, í verzlunarbúð hr. Carls Thorlaks- sonar, 627 Sargent Ave. Konurnar hafa þar nægtir af rúllu- pylsu, lifrarpylsu og allskonar bakningum. Það er einkar hentugt svona rétt fyrir hdgidagana sem í hönd fara, aÖ byggja sig upp með þesskonar.' Komið og lítið á það, sem konurnar hafa. Á föstudagskv. í þessari viku (7. apríl) flytur Mrs. A. Buhr erindi í G. T. húsinu á Sargent stræti. Byrj- ar kl. 8. Allir ættu að kosta kapps um að heyra það þjóölega erindi, sem þar verður flutt, því vér þekkj- um Mrs. Buhr að þvi, að vera í fremstu röð íslenzkra kvenna vest- anhafs. Er hún bæði skýr og skemti- leg á ræðupalli. Komið því og fyll- ið húsið. Aðgangur ókeypis. G. J. Stefán Sigurðsson rakari á árið- andi bréf á skrifstofu Lögbergs, sem mun vera frá föður hans á íslandi. Var Stefán eitt sinn í Winnipeg og síðar í Wynyard, Sask. Hver sem sér þessar línur og kann að vita hvar hann er nú, gerði vel í því að láta Lögberg vita þaö, svo hægt sé að koma þessu bréfi til skila. Mr. og Mrs. O. J. Thorgilson, Oak Point, Man., urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa mjög efnilegan dreng, sjö ára gamlan, Óskar Júlíus að nafni. Hann dó 11. marz í Grace Hospital í Winnipeg. Jarðarförin fór fram þ. 18. marz í kirkju Lúters safnaðar, Otto, Man. Séra Jóhann Friðriksson jarðsöng. G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $1. Vinnendur þessa viku : Mrs. Garrett, Jennie Erickson, Emma Kuzmak; Mr. W. Stachurski, S. Strychorski, Bill Simpson. Mr. Finnur Stcfánsson á Toronto stræti hér í borginni, kom heim á sunnudaginn, vestan frá Vancouver, B.C., þar sem hann hefir verið um tima, að heimsækja son sinn, sem þar býr. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur sinn næsta fund í dag, fimtudag, kl. 3 e. h., í fundarsal kirkjunnar. Næsti fundur barnastúkun^ar “Æskan” sem haldinn verður i Goodtemplarahúsinu á laugardag- inn kemur, kl. 1.30, fer fram á ensku. Fer þar fram myndasýning börnunum til skemtunar. KAFLAR OR BRÉFUM TIL LÖGBERGS “Loksins sá eg, þegar eg las síð- asta blað Lögbergs, hvernig eg hefi staðið í skilum við það. Skal það fúslega játað, að það er fyrir mér, eins og máske fleirum, að það er að- eins hugsunarleysi, að vera altaf á eftir með að borga blaðið, sem mað- ur vill þó ekki án vera. Legg hér með $3.25, sem borgar fyrir Lögberg til 1. janúar 1934.” “Sendi hér með $6.00 fyrir Lög- berg. Sé í síðasta blaði, að eg er ekki sú eina, sem skuld^ fyrir Lög- berg. Hika þó ekki viÖ að segja að það er nálægt því að vera glæpsam- leg vanræksla. Vona að geta sent meiri peninga bráðlega, svo blaðið verði borgaö fyrirfram.” “Beztu þakkir fyrir Lögberg. Sendi hér ftieð $3.00 fyrir blaðið 1932. Því miðuj' leyfa ástæður mín- ar mér ekki að borga fyrir 1933 í þetta sinn. Skal gera það eins fljótt og eg get.” EARN By Day— LEARN By Night Business Gollege Mall. WlNNIPEG. 3 Our Evening Classes offer you the opportunity to make profitable use of your spare time for increasing your earning power. Clerks can become Stenographers; Stenographers can be- come, Private Secretaries; Bookkeepers can become Ac- countants, Auditors or Office Managers, and so on up- ward. The tuition fees for our Evening Classes are only seven dollars a month. It is a small investment that pays enorm- ously in increased ability and earning power. ENROLL MONDAY DAY and EVENING CLASSES EVENINQ CLASSES Monday and Thursday 1 DOMINION BUSINESS COLLEGE —OIM THE MALL Branch Schools in Elmwood, St. John’s and St. James Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar er að láta undirbúa ágætan leik, sem búist er við að verði sýnd- ur 11 og 12. maí í Goodtemplarahús- inu. Leikur þessi “The Manacled Man”, var leikinn á sama stað undir umsjón Dorkas félagsins fyrir fimm árum síðan og þótti mikið til koma. Hafa margir óskað eftir að hann væri endurtekinn. Munið eftir dög- unum 11. og 12. maí. Séra Jóhann Friðriksson messar á eftirfylgjandi stöðum: Foam Lake, Sask., sunnudaginn 9. apríl, kl. 3 e. h. Lúters söfn., föstudaginn langa, 14. apríl, kl. 2 e. h. Lundar, Man. á páskadag, 16. apríl, kl. 2.30 e. h. Langruth, Man. sunnudaginn 23. apríl kl. 2 e. h. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur sína árlegu sumardags- samkomu 20. apríl. Gleymið ekki deginum. Allir Velkomnir. Gott prógram. Veitingar. Um páskaleytið eru áætlaðar messur í prestakalli sr. Sigurðar Ólaíssonar sem hér segir: Skírdag, Hnausa, kl. 2 e. h. ( barnaspurning). Föstudaginn langa, Geysir, kl. 2 e. h. (Barnaspuring). Páskadag, Árborg, kl. 2 e. h. Annan Páskadag, Víðir, kl. 2 e. h. Guðsþjónusta boðast i kirkju Konkordía safnaðar á páskadaginn þ. 16. apríl, kl. 1 eftir hádegi. Látum oss f jölmenna við þetta há- tíðahald. — “Herrann lifir höldum páska.” S. Á. C. Jóns Sigurðssonar félagið heldur sinn næsta mánaðar fund á heimili Mrs. Sivertz, 497 Telfer St., St. James á Föstudagskveldið, 7. apríl, kl. 8. Félagið er mjög þakklátt öll- um þeim, er hjálpuðu til að gjöra afmælissamkomu félagsins svo skemtilega sem raun varð á. Arður- inn af þeirri samkomu var um $30. Mr. Halldór Halldórsson, fast- eignasali frá Los Angeles, Cal. er staddur í borginni. Kom hann aö sunnan á föstudaginn í vikundi sem leið. Messur í Gimli presakalli næsta sunnudag, á pálmasunnudag, eru á- ætlaðar þannig, að morgunmessa verður í Betel, kl. 9.30 f. h., og kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimli- safnaðar. Mælst er til að fólk fjöl- menni. Á pálmasunnudag verður stutt bænar-guðsþjónusta í kirkjunni á Mountain; þar flytur séra N. S. Thorlaksson föstu-erindi á ensku. Allir velkomnir. Yngra fólkið einkum hvatt til að koma. Séra H. Sigmar messar á pálma- sunnudag á Gardar kl. 11 og í Pét- urs kirkju aÖ Svold kl. 3 e. h. Allir velkomnir. Á föstudaginn langa messar séra H. Sigmar í Fjallakirkju kl. 2 e. h. Islendingasamkoma í Grand Forks, N. D. Laugardagskveldið 25. marz s. 1. héldu íslendingar í Grand Forks, N. D., skemtisamkomu, fyrsta sinni um margra ára skeið. Sóttu hana milli 60 og 70 manns, nær alt íslend- ingar, og var það ágæta aðsókn að tiltölu við fjölda þeirra þar í bæ. Einkum var ánægjulegt, að sjá þar samankomið margt yngra fólksins. Skemtiskráin var fjölbreytt: ræð- ur, söngur og upplestur, og fór, að kalla mátti öll, fram á íslenzku. Prófessor Richard Beck s'kipaði forsæti og setti samkomuna með stuttri ræðu um gildi slíkra gleði- móta og um ættararfinn íslenzka. Einnig las hann upp frumort Is- landsminni, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Miss Sylvía John- son, fyrverandi skólaumsjónarkona í Pembinahéraði, flutti kjarngott erindi um hlutdeild Islands í bók- mentum og menningu alment, og hvatti yngra* fólkið til að reynast WONDERLAND THEATRE Föstu- og laugard. 7. og 8. Apríl— “The Mask of Fu Manchu” Einnig— “Between Fighting Men” Mánu- og þriðjud. io. og 11 Apríl— “No Man of Her Own” Miðv. og fimtud. 12. og 13. Apríl— “The Maid of the Mountains” BorSbúnaðar verðlaunakvöld, miðv. og fimtud. Einnig fimtud. nónsýning Open every day at 6 p.m.—Saturdays 1 p.m. Also Thursday Matinee. ekki ættlerar. Dr. G. J. Gíslason hélt fjöruga tölu um ýmislegt, sem fyrir augun bar i Islandsferðinni í 93°; vék meðal annars að fegurð landsins og framförum síðari ára. Góöur rómur var gerður að ræðum þessum. Með fögrum söngvum skemtu þau systkinin, Mrs. G. J. Gíslason og Dr. G. G. Thorgrimsen, en systir þeirra, Mrs. A. Hulteng, lék undir á slag- hörpu. Einnig sungu menn saman íslenzka úrvalssöngva undir stjórn Dr. Thorgrimsen og jók það eigi lítið á gleðskapinn.—Mrs. M. F. Björnson las upp íslenzka sögu og kvæði, og þótti vel takast. Yngsta kynslóðin—þrjár smá- meyjar — áttu einnig sinn þátt í skemtuninni og komu svo fram að sómi var að. Sigríður og Laura, dætur Mr. og Mrs. G. G. Jackson, sungu tvísöng á íslenzku, en Sigrún, dóttir Mr. og Mrs. H. B. Grimson, fór með íslenzkt kvæði. Það setti einnig íslenzkari blæ á samkomuna, að tvær konur voru þar klæddar íslenzkum þjóðbúningum. Miss Louise Arason kenslukona var á skautbúningi, en Mrs. Vigfúsína Beck á peysufötum. Varð mörgum starsýnt á íslenzku búningana og þóttu þeir sérkennilegir og glæsilegir áliturn. Að lokinni skemtiskránni settust menn að rausnarlegum veitingum og rammíslenzkum — skyri o'g öðru góðmeti. Er leiö að miðnætti bjugg- ust menn til heimferðar, léttari í lund, betri íslendingar,—og betri Ameríkumenn en áður. Var sam- þykt í einu hljóði, að efna-til sams- konar gleðimóts næsta ár. Auðsætt er því, að Grand Forks Islendingar eru ekki dauðir úr öllum æðum. R. Beck. Felt frá annari umrœði Frumvarp til laga var fyrir Mani- toba-þinginu í vikunni sem leið, sem var þess efnis að gefa strætisbrauta- félaginu í Winnipeg undanþágu frá að greiða bænum 5 per cent. af tekj- um sínum. Nemur sú upphæð hér um bil $300,000 á ári. Eru þetta samningar milli bæjarins og félags- ins. Hafði félagið farið fram á þetta við bæjarstjórnina og borið því við, að félagið gæti ekki staðiö sig við að borga þessa upphæð. Fjárhagur þess leyfði það ekki. Vildi bæjar- stjórnin ekki ganga inn á þetta og leitaði félagið þá til þingsins. Áður en þetta frumvarp komst til annarar umræðu, var það felt með 27 atkvæðum gegn 19 atkvæð- um. Féllu atkvæðin hér ekki eftir neinni flokkaskiftingu, nema að þvi leyti, að allir verkamannaflokks- mennirnir voru þessu frumvarpi andvígir. Það var Mr. Ralph Maybank, ungur lögfræöingur og einn af fylkisþingmönnum Winnipeg-bæjar, sem bar fram þá tillögu, að fella þetta mál af dagskrá þingsins. Flutti hann all-langa ræðu í því sambandi og færði ýms rök fyrir því, að frum- varpið ætti ekki að ná samþykki þingsins, og ekki einu sinni að koma til annarar umræðu. Sagði 'Mr. Maybank, að hér væri tim það að ræða, hvort þingið ætti að ónýta samning (contract) milli tveggja aðila, samkvæmt beiðni BOKBAND! BOKBAND! Bækur halda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, að þær séu vandlega bundnar inn.—Við leysum af hendi greiðlega, vandað bókband við sanngjörnu verði. The Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man. annars þeirra, en í óþökk hins. Væri það alveg óþekt, að nokkur einstakl- ingur heföi áður farið frarn á slíkt. I Hér væri um gróðafélag að ræða annarsvegar, sem í mörg ár hefði grætt mikið fé á þeim samningum við Winnipeg, sem þetta atriði væri einn hluti af. Nú væri sama að segja um þetta félag eins og öll önnur viðskiftafélög, að þar væri harðara i búi en áður, og þá væri farið frarn á það við þingið, að það notaði vald sitt til að breyta þessum samningi, félaginu í hag, en íbúum Winnipeg- borgar í óhag. Það sem hér væri farið fram á, sagði Mr. Maybank, að væri óþekt í þingsögu brezkra landa. Þá gat Mr. Maybank þess, að Winnipeg hefði líka gert samninga við félag, sem væri í raun og veru alveg sama félagið eins og strætis- brautafélagið í Winnipeg, nema bara að nafninu til, um að kaupa af því raforku og borga fyrir hana hvort sem hún væri notuð eða ekki. Nú væri þessi raforka ekki notuð, því ekki þyrfti á henni að halda, en bærinn héldi áfram að borga félag- inu engu að síður, samkvæmt samn- ingnum, um $350,000 á síðasta ári. Ekki mundi félagið kæra sig um að þingið færi til og ónýtti þá samn- inga, sem ekki væri heldur von. Margar fleiri ástæður færði Mr. Maybank fram, máli sinu til stuðn- ings, en sem hér yrði of langt upp að telja, eða skýra frá. En úrslitin urðu þau, sem fyr segir og mun mörgum þykja að Mr. Maybank hafi hér unnið þarft verk. Manitoba-þingið Þess var getið í síðasta blaði, að Hon. E. A. MacPherson, fjármála- ráðherra Manitobafylkis,.hefði lagt fjárlagafrumvarp sitt fyrir þingið á mánudaginn í síðustu viku. Á á- heyrendapöllunum var eins margt fólk eins og þar komst fyrir og' menn hlustuðu með mikilli athygli á það sem ráðherrann hafði að segja. Allir vita að fjárhagur fylkisins er erfiður mjög og ckki undarlegt þó fólkinu sé áhugamál að vita, hvaða nýja eða hækkandi skatta það eigi nú að borga þetta árið, því altaf fara þeir hækkandi í Manitoba, eins og annarsstaðar í landinu. Þaö var einu sinni búist við að skattar mundu ekki verða hækkaðir mikið þetta ár, í Manitoba, eða í landinu í heild, vegna þess að það þætti ekki fært, en raunin er að verða alt önn- ur. Ráðherrann flutti ræðu sína skýrt og skipulega og var fljótur að því, ekki nema svo sem f jörutíu mínútur. Hann gaf stutt yfirlit yfir fjárhag fylkisins og bar hann sam- an við fjárhag landsins í heild og hinna fylkjanna. Hann sagði frá ýmsu, er fólkið hefði notið á undan- förnum árum, af hálfu stjórnarinn- ar, en sem þaö yrði nú án að vera, að meiru og minna leyti, vegna pen- ingaskorts. Og hann sagði frá nýj- um sköttum, sem nú yrðu lagðir á íbúa þessa fylkis, en gaf enga von um nokkra skattlækkun að sinni. Ekki var annað að sjá eða heyra, en þingmenn og áheyrendur tækju þessu yfirleitt vel og með mikilli stillingu, þó það sé vitanlega ekkert þægilegt, að hlust’a á þann boðskap, að nú verði maður að ganga margs á mis, sem maður áður hafði og greiöa enn hærri skatta, ekki betri ástæður en flestir hafa nú til þess. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Flestir menn líta svo á, að stjórnin sé að reyna að gera það bezta, sem hún getur. W. Sanford Evans tók fyrstur þingmanna til máls um fjárlaga- frumvarpið. Hann var samþykkur þeirri stefnu stjórnarinnar/ að láta tekjurnar mæta útgjöldununl. En til að ná því takmarki, vildi hann held- ur draga úr útgjöldunuin, heldur en auka skattana. S. J. Farmer þótti mjög slæmt ef draga þyrfti úr framkvæmdum eða lækka laun, en var mjög mótfallinn hærri sköttum ef þeir kæmu niður á fátækara fólkinu að einhverju leyti. LEIFS-VARDA MALID Ef til' vill er engin nauð, —eða viljið þessu leyna— hungraðir þá hrópa’ á brauð, þið hreyfið máli um bautasteina. VETUR Hér er kuldi, hauðrið frýs, höggin Skuldar margan beygja. Hjá veggnum buldrar vetrar dís, sem vilji hulda dóma segja. Hann vetur ber sitt vetrarfar, velur sér hin breiðu spjótin; af list þó vefur voðirnar og vorinu gefur undir fótinn. Þér víkingsgerfið virðing bjó, veglegt erfi hæft þér getur. Eitthvað sverfur að hér þó, oss þó hverfir, mikli vetur. VÉLA SKALDID Þú hreyfir enga hjartans- glóð (pn herðir öll bönd. Þín nísta ljóö sem neyðar óp frá norðurhafs strönd. LOFTFÖRIN Marga grætir menningin, magnast læti og undur; lítið bæta loftförin, þau limina tæta í sundur. JARDSKJALFTINN Eru brotin Ýmis bönd, enginn kostur vona. Hefir drottins harða hönd hölda lostið svona. R. J. Davíðsson. Sveitakona er komin til borgar- innar og ferðast með strætisvagni. Fargjaldið kostar 15 aura. Rétt á eftir kemur drengur inn í vagninn og borgar ekki nema 10 aura fyrir farið. Konan snýr sér að vagnstjór- anum og spyr: —Hversvegna borgar hann ekki nema 10 aura? —Hann ferðast með barnafar- miða; sjáið þér ekki að hann er í stuttum buxum? —Ja, ef það er undir buxunum komið, ætti eg ekki að borga mikið, sagði konan. íslenska matsöluhúsið par nm tslenðlngax I Wlnnlpeg oe utanbœjtLrmenr, fá sér málUCir og kaffi- Fönnuköltur, skyr, hanElkJÖ* og röllupylsa & taktelnum. WEVELCAFE 892 SARQENT AVE. Siml: 17 414 RANNVEIG JOHNSTON, elgandl. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaift grelölega um alt, aem aS flutningum lýtur, smáum eöa etór- um. Hvergl sanngjarnara verö. Hoimlli: 762 VICTOR STREET Slml: 24 600 CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Wlnnipeg Heimasími 24 141

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.