Lögberg - 06.04.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.04.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. APRÍL, 1933 Högöerg QeflB ðt hvern fimtudag af TBS COLUMBIA PREBB LIMITBD 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. YtrrB 13 00 um áriB—BorgUt /i/rirfram rhe "Lögberg" ia printed and published by The Columbia Preaa, Limited, 695 Sargent Ave., Winnlpeg, Manitoba. PHONBB Sfl 3*7—8« 328 Samband kirkjufélags- ins við aðra kirkju flokka Eftir Björn B. Júnsson. F0RMÁL1 Þar eð mál þetta er nú borið undir álit og úrskurð almennings, tel eg það skyldu mína að gjöra almenningi grein fyrir við'horfi máls- ins eins og það kemur mér fyrir sjónir nú. Við það skal kannast, að *viðhorf málsins nú er ólíkt því, sem var fyrir 20 til 30 árum. Þegar “inngöngumálið” kom á dagskrá, fyrir og eftir aldamótin síðustu, var um það eitt að ræða, að ganga í kirkjuflokk þann í Bandaríkjum, sem nefndist General Council. Séra Friðrik J. Bejrgmann hreyfði málinu fyrst, en féll síðar frá því. Við aðrir prestar sumir, sem lítilsháttar höfðum litið inn í skóla hjk'Gen. Council, vildum að gengið væri í það félag, en séra Jón Bjamason, með leikmenn- ina og söfnuðina að baki sér, stóð fast á móti, og reið það baggamuninn. Stærsta kirkjufélagið í Gen. Council var Ágústana-sýnódan sænska. Hinar svnódurn- ar voru allar af þýzkum rótum runnar. Sam- búðin með Svíum og Þjóðverjum gekk ekki sem bezt, og hvað eftir annað ræddu Svíar um það á ársfundum sínum, að ganga úr Gen. Council. Árið 1918 hætti General Council til- veru sem sjálfstæð heild og sameinaðist tveim öðrum sýnódá-samböndum: “Almennu' Sýn- óduimi ’ ’ og “Sameinaðri Sýnódu Suðurríkj- anna.” Mynduðu þá þau þrenn sýnóda-sam- bönd kirk.juflokk þann, sem lieitir United Lutlieran Clmrch, og telur sem næst þriðjung lúterskra manna í Bandaríkjum. Þá neituðu Svíar að fylgjast með, og hefir kirkjufélag þeirra jafnan verið óháð síðan. Sama gildir um kirkjufélg Norðurlanda. þjóðanna hinna: Norðmanna, Dana (aðalfélagið) og Islend- inga, Norðmenn gerðu í öndverðu nokkurt samband við Þjóðverja í Missouri-sýnódunni, en hafa fyrir löngu sagt því sambandi slitið. Skal nú skýra frá því frekar, hveTnig lút- ersk kirkja í Vesturheimi skiftist og skipast sem stendur. YFIRLIT Lútersk kirkja í Vesturheimi er af tvenn- um rótum runnin. Er önnur rótin þýzk, hin norræn. Þessir innfluttu þjóðflókkar hafa vitanlega nú sniðið sig eftir háttum þessa lands og í kirkjunum er töluð ensk tunga, eigi síður en móðurmálin upprunalegu. Eígi að síður geymir hvor kynstofninn sína arfleifð, og er arfleifð sú all-ólík hvor annari bæði að hugtsunarhætti, lielgisiðum og játningum, og mun frá því nókvæmar skýrt síðar. Þjóðverjar greinast nú sem stendur í þrjá lúterska kirkjuflokka. Heita þeir: 1. Ame- rican Luthe%an Church; er það nýleg sam- steypa úr þremur áður óháðum sýnódum í miðríkjum Bandaríkja (Ohio Synod, Iowa Synod og Buffalo Synod). 2. Synodical Con- ference* er þar Missouri sýnódan voldugust og telst höfuðból félagsins í St. Louis í Missouri-ríkinu. 3. United Lutheran Church; eru í því félagi 33 sýnódur, flestar og voldug- astar í austur. og suður-hluta Bandaríkja. Höfðatalan má heita jöfn í Synodical Con- ference og United Lutheran Church, en American Lutheran Church telur fæsta með- limi. Komið hefir til tals að inn í eina þessara stórdeilda þýzk-amerísku kirkjunnar, United Lutheran Church, gangi nú kirkjufélag vort á næstunni. Kirkjufélög Norðurlanda-þjóðanna allra, að undanskildu smáfélagi einu dönsku, standa utan við öll þýzku sýnódu-samböndin stóru, og eru einnig hvert öðru óháð. Fyrir allmörg- um árum fórji forráðendur norrænu kirkjufé- laganna að tala sig saman um nokkura sam- vinnu félaganna hvert með öðru og um reglu- gerð fyrir sameiginlegum fundáhöldum, er verða mættu til að efla vináttu og bróðurþel milli frændþjóðanna norrænu. Á fyrsta sam- talsfundi um þetta mál var þáverandi forseti kirkjufélagsins íslenzka, ásamt forsetum allra annara norrænna kirkjufélag'a lúterskra í Vesturheimi, og töldu hinir víst, að Islend- ingar yrðu með ef lengra væri haldið. Leiddu þessi samtöl til þess, að árið 1929 var myndað lauslegt bandalag, sem nefnt hefir verið American Lutheran Conference. Á þann stofnfund var núverandi forseta Kirkjufé- lagsins boðið, en þá hittist svo á, að forsetinn hafði verið erlendis og náðist ekki til hans, og hafa Islendingar síðan ekki verið við það mál riðnir. Aftur á móti breiddist þessi sam- vinnu-hreyfing út til þess kirkjuflokks Þjóð- verjanna, sem aðalstöðvar hefir í sömu ríkj- um eins og Skandinavarnir, þ. e. í Mið-norð- urríkjunum: The Americcm Ltitheran Church. Svo sem nafnið ber með sér, þá er American Lutheran Conference, ekki félagsheild, sem hin einstöku félög ganga inn í, eins og er t. d. með United Lutheran Church. Það er Ráð- stefna einungis, þar sem málsvarar þeirra félaga, sem hlut eiga að máli, hittast til sam- tals um sameiginleg velferðarmál og um sam- vinnu um þau mál, er þeir sjálfir kjósa sam- vinnu um, svo sem útbreiðslumál og menta- stofnanir. Ráðstefnan hefir ekkert valdboð og engin afskifti af stjórn eða starfi félag- anna, leggur á enga skatta né maáist til fjár- framlaga. Það er einungis bróðurleg ráð- stefna og miðstöð til ráðagerða um það, sem viðkomendum kemur saman um að vinna í félagi. Þegar til tals kom, 1930, samband kirkju- félagsins við önnur kirkjufélög, virtist mörg- um, að ef um samband væri að ræða, þá lægi eðlilegast fyrir, að vera með bræðrunum í American Lutheran Conference, bæði af því, að starfsvið þeirra er næst oss, miðstöðin tal- in. í Minneapolis, og' því ekki ókleift fjarlægð- ar vegua og kostnaðar fyrir einhverja að sækja fundi stöku sinnum, og þá ekki síður ýyrir þá sök, að yfirgnæfanlegur meirihluti í því bandalagi eru jijóðbræður vorir, hinár norrænu, en þá er ekki, svo talið verði, ann- árstaðar að finna. Þá virðist það og mörgum aðgengilegra, að vera þar í bandalagi við trú- bræður, sem ekki er um afsal sjálfstæðis að ræða með “inngöngu” í annað og æðra félag. Aftur á móti er félagsskap þessum af öðrum fundið það til foráttu, að hann fullnægi ekki þörfum vorum né geti veitt oss þann styrk, sem vér æskjum eftir. Bandalag þetta, American Lutheran Con- ference, er kornungt og óreynt. Fyrst vér nú ekki urðum með þegar byrjað var, eins og norrænu félögin hin, þá fin.st mér fyrir mitt leyti, að hyggilegast sé að bíða nú um hríð og sjá hvað úr því verður. NÝTT VIÐHORF Er umræðir framtíð kirkjufélags vors og samband við aðra kirkjufloklia, þá er komið nýtt atriði til sögunnar, sem miklu máli varð- ar. Bins og mörgum mun kunnugt, þá eru í Canada mörg lútersk kirkjufélög, en öll lítil og lasburða. Eru þau félög uppsprottin bæði af norrænum og þýzkum rótum. Öll hafa þau verið liingað til að meiru eða minna leyti svo sem angar eða útibú af samskonar félögum í Bandaríkjunum,—öll nema íslenzka félagið, sem verið hefir að mestu sjálfstætt og á flQsta meðlimi sína í Canada. Nú hefir hver um annan leiðtoga lúterskrar kirkju komið auga á það, að svo búið megi ekki standa, lútersk kirkja í Canada þrífist ekki svo sem erlend “mission,” undir erlendum (amerískum) nöfnum, á erlendu (Bandaríkja) fé og undir eftirliti erlendra embættismanna. Kirkjan í Canada, hin lúterska, þurfi að verða sjálf- stæð og þjóðleg Canada kirkja. Fyrstan manna heyrði eg hafa orð á þessu forseta Norsku kirkjunnar í Ameríku. Hér nyrðra er smádeild Norsku kirkjunnar og er kölluð Canada District. Forsetinn kvað ó- hjákvæmilegt að það brot væri leyst úr tengsl- um við kirkjuna syðra og gert að sjálfstæðri canadiskri stofnun. Sama hefi eg heyrt haft eftir forseta Ágústanasýnódunnar sænsku, sem einnig á hér útibú. Norskur prestur sagði mér nýlega, að þetta mál ætti að koma fyrir á fundi Norðmanna nú í vor. Næstliðið ár ritaði merkasti leiðtogi lút- erskrar kirkju í Austur-Canada, dr. Willison, skipulega grein í blaðið Lutheran í Phila- delphia, hið enska málgagn United Lutheran Church og sýndi ómótmælanlega fram á það, að lúterskir menn í Canada ekki gætu staðið áfram í yfirfélögunum syðra. Benti hann á m. a., að blöð og bækur—sjálf sunnudags- skóla-blöðin — væru ávalt miðuð við sögu, staðhætti, siði og hugsun Bandaríkjamanna, og fólk í Canada gerði sér það ekki að góðu. Ung canadisk kynslóð krefðist canadiskrar kirkju, bæði í orði og á borði. Undir þetta tók ritstjórhameríska tímaritsins hið bezta, enda kunnugt, að sjálfur hinn virðulegi forseti United Lutheran Church lítur þessum augum á málið. 1 haust er leið, ferðuðust þrír embættis- menn úr United Lutheran Church um Canada, frá einu hafi til annars, í þeim tilgangi að kynna sér hag og horfur lúterskrar kirkju í Canada. Skýrslu sína lögðu þeir fyrir þing U.L.C. í október, og voru þeir allir sainmála um það, að ó'hjákvæmilegt væri, að kirkjan í Canada sé gerð ó- háð og sjálfstæð stofnun, og hvöttu til þess, að lúterskir menn hæfust sem fyrst handa til þess að koma því í fram- kvæmd. Er að sjá, að þingið hafi verið embættismönnunum sammála. Geta má þess, að í Winnipeg, þar sem fleiri lúterskir prestar eru búsettir en á nokkrum öðr- um stað í Canada, hafði presta- félagið þetta mál til meðferðar í vetur. 1 því eru prestar úr öllum lútersku kirkjufélögun- um, nema Missouri-sýnódunni. Það var álit allra prestanna, að það væri óhjákvæmilegt, að gera kirkjufélögin í Canada ó- háð og innlend, og mikið var talað um, hver ráð væri til þess, að deildimar gætu unnið saman að þessu og jafnframt myndað einhverskonar bandalag, Con- ference, eitthvað svipað The American Lut.he%an Confer- ence, þar sem hvert kirkjufélag varðveitti sjálfstæði sitt og sér- veru að öllu leyti og ekkert yrði öðru háð, nema að sjálfkjörinni samvinnu, en það bandalag túlkaði mál og tilveru Júterskr- ar kirkju fyrir almenningi lands, hvað sem svo upp af þessari ráðstöfun kynni síðar að spretta til einingar lúterskri kirkju í Canada. Ef til vill á þessi hreyfing enn nokkurn spöl til lands, en stöðvuð verður hún ekki, og má telja víst, að þegar um hægist með árferði, svo menn aftur fari að geta hreyft sig, verði hún að verklegri framkvæmd. Það virðist nokkuð hvað á móti öðru, að forráðendur United Lutheran Church og aðrir kirkjuhöfðingjar syðra ráðleggja oss að hugsa ekki til þess, að vera þeirra skjólstæð- ingar, heldur eiga með oss sjálfir, en jafnframt sé söfnuð- irnir íslenzku í Canada nú hvattir til þess, að ganga inn í kirkjufélag, sem allra lengst suður I Bandaríkjum. Eg er óviss um að íslenzkir bi-aöðtur í Bandaríkjum tækju neitt vel í það, að ganga inn í canadiskt kirkjufélag, með fólki þar af óíslenzkum upp- runa. Nú má þá heldur ekki ætlast til þess af Canada-búum, að þeir geri sig ásátta með að vera útibú þýzk amerískra stór- félaga. Taugin eina, sem tengir sam- an Islendinga í Baridaríkjum og Canada, er andleg séreign, sem þeir eiga hver með öðrum, arfleifð frá íslenzkri fortíð, dánargjöf landnóms-kynslóðar- innar íslenzku í Vesturheimi. Þegar ekki verður lengur um íslenzka séreign að ræða, þá er óþarfi að stritast við að halda uppi sérstöku kirkjufélagi, eða fá það gert á annara kostnað. Þá verður eðlilegast að smá- hó])arnir dreifðu gang'i, hver um sig, inn í hvern þann kirkju- legan félagsskap, sem næstur er og aðgengilegastur. Eti taug- in er óslitin enn, og sérbú um íslenzka séreign getum vér átt enn um 'hríð. Ef tiL vill verður sagt, að vér fóum haldið sér- eign vorri og stýrt sérbúi voru eins fyrir því, þótt vér göngum inn í annað félag, stórt og vold- ugt. Mjög vafasamt er það þó. Þegar yfirstjórn er komin í annara hendur og á aðra verð- ur farið að stóla en sjálfa sig, þá ai hætt við, að metnaður vor smá-hverfi hg með sjálfstæðis- afsalinu glötum vér ábyrgðar- vitundinni, sem er frumskilyrði atorkunnar. Þótt vér ekki göngum inn í einhvern hinna stóru kirkju- flokka, þurfum vér alls ekki fyrir því að einangra oss, nema síður sé. Með því að ganga í einhvern einn stórflokkinn ein- angrum vér oss frá hinum flokkunum, því háir eru veggir milli flestra þeirra. Eins og nú er búum vér í friði og vinskap við alla, megum umgangast alla jafnt og getum haft samvinnu við alla eftir þörf og vild. Þeg- ar inn er komið í einhvern flokkihn, hvort sem það er United Lutheran Church, eður annar flokkur, þá eru skorðúr settar fyrir frjálsu samneyti við aðra. Andlegt samneyti (þ. e. Altar and pulpit fellow- ship) er t. d. ekki með Norð- mönnum og mönnum í United Lutheran Church. Auka-atriði er það og raun- ar ekki annað en tilfinninga-at- riði, að eftir tvö ár fullkomnar kirkjufélagið hálfrar aldar æfi- skeið, ef það lifir. Sumum finst það heilbrigð metnaðar- sök, að ná að minsta kosti því takmarki sem sjálfstætt félag. Saga Vestur-lslendinga verður ekki leiðinlegri aílestrar fyrir því, iþótt hún geymi þá stað- reynd, að ó eigin merg, frjálst og öllum mönnum óháð, stóð hið lúterska kirkjufélag þeirra í hálfa öld. UM INNGÖNGU l U.L.C. Þótt eg ekki sjái nokkurn-veg til þess, að kirkjufélag vort gangi inn í United Lutheran Church, vil eg taka það fram, að eg ber rnikla virðingu fyrir því félagi. Eg á þar marga á-‘ gæta vini. Margt gott getum vér lært af bræðrum vorum þar, eins og líka af bræðrum vorum í öðrum kirkjufélögum, lútersk- um og öðrum. Þeir í [Jnited Lutheran Church hafa sniðið sér stakk eftir sínum vexti, og það er þeim ekki til hnjóðs, þó stakkur sá, sé ekki eftir voru vaxtarlagi. Búning-ur sá, er sérhvert fé- lag gengur í og veldur því, hvernig um það er dæmt, eru grundvallarlög félagsins. Hugsi maður til þess að ganga í eitt- hvert félag, þá vill maður að sjólfsögðu kynna sér vel lög fé- lagsins. Enginn færir það í tal við annan að ganga í félag, svo' hann ekki sýni honum fyrst, eða lesi honum lög félagsins. Enn hefir íslenákum almenn- ingi ekki verið birt grundvall- arlög Uwited Lutheran Church. Þau eru víst í fárra manna höndum innan kirkjufélagsins, og þau eru alls ekki til á ís- lenzku. Mig langar til að benda á ein þrjú mikilvæg atriði í grund- vallarlögum United Lutheran Church; sem mér virðist al- menningur í söfnuðum vorum verði að átta sig á, áður hann samþykkist inngönguna. I. Nýjar trúarjátningar 1 öðrum kafla, fjórða lið, grundvallarlaganna er þetta ákvæði: The United Lutheran Church in America recognizes the Apology of the Augsburg Confession, the Smal- kald Articles, the Large and Small Catechisms of Luther and the For- mida of Concord as in the hormony of one and the same pure Scriptural faith. Iiér er játast undir fjögur gríðarstór játningarrit, sem ís- lenzk kirkja aldrei hefir geng- ist undir og ekki eru til á ís- lenzku. Sama gildir um kirkj- urnar lútersku hinar á Norður- löndum. Játningarrit þessi eru kirkjuleg séreign Þjóðverja, orðin til ó stríðsárum þeirra ó sextándu öld. Þegar siðbótin barst til Norðurlanda, var þeim hafnað þar, sökum þess, að þau voru talin heyra til trúar- bragða-deilum Þjóðverja, sem Norðurlanda-þjóðirnar ekki ]>yrftu að láta til sín taka. Nú aíttum vér fslendingar hér úti í Vesturheimi, að fara að sam- þykkja þessi rit og taka þau upp í játningu vora, eftir öll þessi ár og aldir. Játningar-rit þessi eru: 1. Vörnin fyrir Agsborgar- játningunni (1531) 2. Schmalkalden-greinarnar (1537) 3. Fræði Lúters Hin Stóru (1529) 4. Samlyndis-reglan (1580). Eins og ílestir vita liefir ís- lenzk kirkja aldrei játast undir aðrar lúterskar játningar, en I melr en þriBjung aldar hafa Dodd’e Kidney Pills veriB viBurkendar rétta meSallB viB bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdðmum. Fflst hjú öllum lyfsölum, fyrir 60c askjan, eöa sex öskjur fyrir 32.60, eBa beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Fræði Lúters Hin Minni og Ágsborgarjátninguna. Eru það fremur smá rit og engum ó- kleift að fást við þau. En þeg- ar ritum þeim er bætt við, sem nú hafa nefnd verið, og tekin eru upp í grundvallarlög United Lutheran Church, verð- ur það safn afar-stór bók, stærri heldur en venjulegar húslestrarbækur, íslenzkar. Er sú bók nefnd á ensku Book of Concord. Eg veit ekki hvort íslenzkur almenning-ur er svo kunnugur þessuin stóru og oft torskildu guðfræðaritum Þjóðverjamia, að menn treysti sér til að greiða atkvæði nm þau. Þegar um upptekning þessara sömu játningarrita var að ræða í sambandi við inngöngu í Gen- eral Coundl forðum daga, mót- mælti dr. Jón Bjarnason því kröftuglega og taldi það óhæfu að ætlast til að almenningur í íslenzkum söfnuðum væri látinn samþykkja allar þessar játn- ingar, sem almenningur ekkert þekti til og hefði hvorki hevrt né séð. Þau mótma'li dr. Jóns Bjarnasonar urðu ekki hrakin þá; og enn verða þau ekki hrak- in. Nú verður almenningi sagt það, ef til vill, að ]vessi mörgu og miklu játningarrit, sem hann ekkert þekkir til, sé ekki annað en útfærsla og skýringar á þeim játfiing'um, sem vér þegar höf- um. Það er ósatt. Það kemur ekki svo fátt til greina í þess- um ritum, sem ekki er nefnt í Barnafræðunum né. Ágsborg- arjátningunni og sumt, sem í þeim smærri ritum er nefnt, er útfært á þá leið í hinum stærri ritum, að nokkur vafi leikur á því, að oss gengi greitt að fall- ast á það undirbyggjulaust. tJt af fyrir sig er það, hversu “loftslagið” í ritum þessum er al-þýzkt, staðbundið við land og þjóð og yfirvöld á Þýzkalandi fyrir þremur öhlum. Lotning- arfull ávörpin til “'hans keis- aralegu hátignar” geta verið skaðlaus, en geðfeld geta þau ekki verið oss. Sem söguleg arfleifð geta ritin verið Þjóð- verjum mikilsvirði, en þau ganga ekki í oss, enda þótt ekki sé tillit tekið til hins hrottalega orðalags, sem sumstaðar er á þessum bardagaritum og gat hafa verið “góð latína” á hinni heiftarfullu deilu-öld, þá þau voru samin. Það má ganga lengra. Til eru þau ákvæði í þessum fornu þýzku játningum, sem mönn- um, íslenzkum mönnum að minsta kosti, getur ekki annað en hrisið liugur við. Eg skal nefna þrjú dæmi, sitt úr hverju riti. 1. 1 Stóru Frœðunum (486 gr.) er á þessa leið að orði kom. ist um skírnina: Hátíðlega og stranglega er það fyrirskipað, að nér séum skírðir, ella getum vér ckki orðið sálu- hólpnir. 1 hinni ensku þýðingu dr. H. E. Jacobs: It is most solemnly and rigidly commanded that wc must be bap- tized, or we cannot be saved. ímyndunarafl mitt nær ekki svo langt, að eg geti hugsað mér nokkurn íslending, sem trúir því nú, að óskírð börn glatist að eilífu. Ekki heldur trúi eg því, að sú skoðun ríki

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.