Lögberg - 20.04.1933, Page 8

Lögberg - 20.04.1933, Page 8
Bls. 8 LíÖGB'ERG. FIMTUDAGINN 20. APRÍL, 1933 +■ --------------------— ------—+ Úr bœnum og grendinni +■-------------—— ------—.— -----—+ BOKBAND! BOKBAND! Bækur halda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, að þær séu vandlega bundnar inn.—Við leysum af bendi greiðlega, vandað bókband við sanngjörnu verði. The Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man. Skuldarfundur á hverju föstu- dagskvöldi. Mr. og Mrs. Maurice John Page, í Hnausa, Man., urSu nýlega fyrir þeirri sorg aÖ missa ungan son, Rodney Keith aÖ nafni, er andaÖist þann 31. marz,—fagur lítill sveinn. KveÖjuathöfn fór fram- frá Page heimilinu þann 4. apríl, að viÖstödd- um ástvinum’ og nágrönnum. Lík barnsins var lagt tii hvíldar í River- ton grafreit. Sóknarprestur jarÖ- söng. ÁætlaÖar messur í norðurhluta Nýja íslands næstu sunnudaga:— 23. apríl, Hnausa, kl. 2 síÖd.; 30. apríl, Geysir, kl. 2 síðd.; 7. maí, iRiverton, kl. 2 síðd.; 7. maí, Ár- borg, kl. 7 síÖd. (ensk messa). Samtal viÖ fermingar-ungmenni á þremur fyrstnefndu stööum. Mrs. S. C. Thorsteinsson (hair- dresser) verður stödd á Gimli í eina viku, frá 24. apríl til 1. maí, n.k., til þess aÖ gefa “Permanent Waves”. Mrs. D. Thordarson, Gimli, Man. gefur frekari upplýsingar. Two large rooms and kitchenette on first floor, to let. Phone 29 746. Mrs. Oliver, 854 Home St. ATHYGLI—St. Hekla I.O.G.T. heldur Tombólu og dans til arðs fyrir sjúkrasjóð sinn, mánudaginn 8. maí. Oft er þörf en nú er nauð- syn að styrkja slík fyrirtæki. Nán- ar auglýst síðar. Kona óskar eftir ráðskonu stööu, helst í Alberta eða Saskatchewan. Hún er alvön húsverkum og kann mjög vel til matreiðslu og annara innanhússverka. Ritstjóri Lögbergs gefur frekari upplýsingar. Mr. og Mrs. O. Finnbogason frá Gunnworth, Sask., komu til borgar- innar í vikunni, sem leið, og á þriðjudaginn var lögöu þau af stað héðan áleiðis til íslands. Gera þau ráð fyrir að dvelja þar um þriggja mánaða tíma. Foreldrar Mr. Finn- bogasonar eru búsett á Akureyri. Þau eru Jón Finnbogason og kona hans, sem eitt sinn voru í Winnipeg og margir hér munu síðan kannast við. G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $1. Vinnendur þessa viku: Mrs. Stib- bard, I. Hamel, Miss C. Garrett, Mr. Stackurski, E. Burns, L. V. Elliott. , Sérá H. Sigmar messar sunnu- daginn 23. apríl að Hallson kl. IX f. h. og Gardar kl. 2 e. h.. Allir velkomnir. Mr. Jakob Sigvaldason frá Víðir, Man var staddur í borginni í síðustu viku. Mr. J. J. Bíldfelí er umboðsmað- ur C.P.R. félagsins og línufélag- anna hinna, sem fólksflutninga annast milli Canada og Evrópuland- anna, þar á meðal íslands. Gerðu þeir landar, sem kynnu að hafa í hyggju að ferðast til Evrópu, vel í því að finna Mr. Bíldfell eða skrifa honum, áður en þeir kaupa sér far- bréf. Er hann reiðubúinn að veita allar nauðsynlegar upplýsingar því ferðalagi viðvíkjandi. Mr. Bíldfell er að finna að 1101 McArthur Building, Winnipeg. Sími 95 952. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag þ. 23 apríl n. k., eru fyr- irhugaðar þannig, að morgunmessa verður í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., en kvöldmessa í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 e. h., ensk messá. —Mælst er til að fólk f jölmenni.— Samkoma verður haldin í fund- arsal Fyrstu lútersku kirkju á mið- vikudagskveldið í næstu viku, undir umsjón kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar. Hefir verið vandað til samkomunnar eins og æfinlega þeg- ar kvenfélagið á hlut að máli. Má þar sérstaklega minna á stuttan sjónleik i einum þætti, sem sumar af kvenfélagskonunum taka þátt í Samkoman byrjar kl. 8.15. Að- gangur 25 cents. Munið eftir sumarmálasamkom- unni í Fyrstu lútersku kirkju í kveld, fimtudag. Mr. S. G. Hafsteinn frá Pikes Peak, Sask., var staddur í borginni á miðvikudaginn í þessari viku. Jón Bjarnason Academy Gjafir S. S., Winnipeg.............$15.00 Icel. Chess Club (A.S.B.).. 10.00 Vinur skólans í Langruth.... 5.00 og fyrir árbók skólans: Sigurður Antoniusson, Baldur 5.00 B. T. Isberg, Baldur......... 1.00 Mrs. K. Thorsteinss., Baldur 0.50 O. Anderson,. Baldur........ 2.00 Með vinsamlegu þakklæti, S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. On Saturday Eve., April I5th the Jon Sigurdson Chapter of the I.O.D.E. paid a surprise visit to Mrs. Thorsteinn Borgford, who has been Regent of the chapter for 6 years, and is just recovering from a very severe illness, and presented her with a lifemembership certifi- cate and pin. The presentation was made by Mrs. J. Hughes and Mrs. B. J. Brandson. Mrs. Hart gave a paper on the year’s work of the Provincial Chap- ter; the remainder of the evening was spent in Bridge. The prize winners were Mrs. Jac. Kristjan- son and Mrs. E. Hanson. Veðráttan í Júlí Votviðrasamur mánuður Eftir mánaðaryfirliti Veðurstof- unnar. Loftvægið var í júlímánuði 1.6 mm. fyrir neðan meðallag á öllu landinu, frá 0.9 mm. á Rauðarhöfn til 2.0 í Reykjavík og Vestmanna- eyjum. Hitinn. Lofthiti var 0.2° yfir meðallag á öllu landinu, tiltölu- lega hlýjast sunnanlands, því að þar var hitinn rúmlega 1° yfir m'eðallag (mest 1.6° á Eyrar- bakka)\. Á vestanverðu landinu og suðaustanverðu var lofthitinn víð- ast í góðu 'meðallagi, en norðan til á Vestfjörðum tíg á Norður- landi og Norðausturlandi var kald- ara en venjulega í þessum mán- uði—kaldast var á ísafirði, 1° undir meðallagi.—Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.1° fyrir neðan meðallag, mestur við Vest- mannaeyjar (1.3° yfir meðall.) og minstur við Teigarhorn eystra (1.7° fyrir neðan meðallag). — Jarðvegshitinn var hjá rafstöð- inni við Elliðaárnar 10.6° á met- ersdýpt og 7.8° á tveggja metra dýpt. Á Sámsstöðum í Fljótshlíð var hann 7.9° á metersdýpt. Úrkoman var mikil, 75% yfir meðallag, eða sinnum meðal- úrkoma á öllu landinu. Tiltölu- Ie!ga var hún mest á Norðurlandi og Austurlandi, á Akureyri 270% umfram meðallag, og þar næst á Höfn í Bakkafirði. Úrkomudagar voru fleiri en venjulega, frá 1—8 eftir landsfjórðungum. Mest mán- aðarúrkoma mældist eins og venjulega, í Hveradölum á Hellis- heiði, 219.8 mm. Þar var líka mest úrkoma á sólarhring, 77.7 mm. Á Grænhól vestra var óvenjulega mikil rigning og vatnágangur að- faranótt 2. júlí og hlupu þá skrið- ur úr fjöllum.— Þoka var mjög tíð norðan lands og austan, en annarsstaðar kring um meðallag. Vindátt. Norðan og norðaust- an átt var tíðust. Veðurhæð tæp- lega í meðallagi en logn sjaldnar en í meðallági. Stormdagar eru aðeins taldir fjórir. Snjólag. Flestar stöðvar telja fjöll í þessum mánuði alauð upp í 600 m. hæð. Um snjókomu í bygð er þó getið á Hornströndum fyrst í mánuðinum. Jarðskjálftar. Jarðskjálftamæl- arnir í Reykjavík sýndu hræringu hinn 12. júlí og voru upptök henn- ar skamt frá Reykjavík. Tvær hræringar aðrar sýndu mælarnir hinn 7. júlí og áttu þær báðar upptök sín í Mexico.—Mbl. WONDERLAND THEATRE Fri. - Sat.— “SIGN OF THE CROSS” Mon. - Tues.— “HALFNAKED TRUTH” “Penguin Pool Murder” Wed. - Thurs.— “MY WIFE’S FAMILY” Borðbúnaðar verðlaunakvöld, miðv. og fimtud. Einnig fimtud. nónsýning Open every day at 6 p.m.—Saturdays 1 p.m. Also Thursday Matinee. Véibátur ferst med fimm mönnum. ísafirði, 30. marz. Vélbáturinn Páll frá Hnifsdal hefir farist i fiskiróðri í fyrradag, geríji snarpa norðankviðu um kvöld- ið og var sjór á lóðamiðum. Fjórir vélbátar héðan leituðu hans í gær, en leitin bar engan árangur. Á bátnum voru fjórir menn: Haldór Pálsson, formaður, eig- andi bátsins, 54 ára, kvæntur. Á mörg börn. Flest uppkomin. Jón Helgason úr Hnífsdal, 20 ára. Gunnar Guðmundsson, 19 ára og Guðfinnur Einarsson, 20 ára, báðir úr Grunnavíkurhreppi. Jón, Gunnar og Guðfinnur voru allir ókvæntir. Halldór Pálsson var einn af fremstu formönnum hér vestra, al- kunnur dugnaðarmaður og sjósókn- ari. Hafði verið óslitið formaður frá tvítugsaldri og aldrei hlekst neitt á. —Mbl. Islandingasögur á dönsku Að frumkvæði Gunnars Gunnars- sonar skálds var ráðist í það fyrir nokkrum árum að gefa íslendinga- sögur út á dönsku. Hafa þær komið út í heftum og er nú 21 og siðasta heftið nýlega komið út.— Alls eru sögurnar í þrernur stór- um bindum og hefir verið vandað svo til útgáfunnar, sem kostur hefir verið á. Þýðendur hafa verið : Vilh. Anderson, Johs. Bröndum-Nielsen, Gunnar Gunnarsson, Knud Hjortö, Ludvig Holstein, Johannes V. Jen- sen, Tom Kristensen, Hans Kyrre og Thöger Larsen. Um útgáfuna hafa þeir séð Gunnar Gunnarsson, Johs. V. Jensen og Hans Kyrre. Prófessor Jón Helgason dr. phil. hefir haft eftirlit með þýðingunum að því er frummálið áhrærir, en Johs. Bröndum-Nielsen háskólapró- fessor að því er dönskuna áhrærir. Margar myndir af sögustöðunum eru í bókinni. Eru þær gerðar af málaranum Johannes Larsen, sem ferðaðist hér um land tvö sujnur til þess að teikna þær. Ennfijemur fylgja ættartölur, sem dr. Jón Helgason hefir tekið saman, og kort af þeim stöðvum þar sem helstu sögurnar gerast, teiknað af mælinga- manni C. Anderson. Gyldendal hefir gefið sögurnar út og fengið til þess styrk, bæði frá ríkissjóði Dana og sáttmálasjóði. Enn fremur hefir Ny Carlsbergs- sjóðurinn lagt fram styrk til þess að gera myndirnar. —Mbl. AkureyrardeiJunni lokið Akureyri 25. marz. Samningar hafa tekist i deilunni um tunnusmíðina. Vinna skal að tunnusmíðinni í ákvæðisvinnu, þannig, að verkamennirnir beri úr býtum alt það, er inn kemur, að frádregnum kostnaði og greiðslu til verksmiðjueigenda. í lok hverrar vinnuviku skal greiða verkamönn- um eina krónu á klst., miðað við að unnið sé í 10 klst. vöktum, en það er 25 aurum undir stundakauptaxta. V erkamannafélagið hafði áskilið, að tveir menn væri útilokaðir frá vinnu við tunnugerSina, en bæjarstjórnin neitaði að verða við þeirri kröfu, og féll þá félagið frá henni. Niður skulu falla skaðabótakröfur og máls- höfðanir í sambandi við deilu þessa. —Mbl. Ivar Kreuger goðum- líkur Síðan Ivár Kreuger féll á “svind- ilbraski” sínu, hafa Ameríkumenn gert alt sem þeir hafa getað til þess að útbásúnera það hver viðsjáls- gripur hann hafi verið í viðskiftum, og vara alla menn við því að skifta við þau firmu, sem hann hafi verið viðriðinn. Þetta hefir nú máske haft tilætluð áhrif í Ameríku, en í Austurlöndum er alt öðru máli að gegna. Því með allri sinni þekkingu á viðskiftalífi og “bluff” hefir Ameríkumönnum eigi tekist það enn að setja sig inn i hugsunarhátt Austurlandaþjóða. Og þvi segja nú Persar, Indverj- ar, Kínverjar og Tapanar, að úr því að Kreuger hafi verið svo mikill snillingur í viðskiftum, að hann hafi getað leikið á sjálfa “Yankeeana,” þá hljóti hann að hafa verið goðbor- inn og haft styrk til þess frá æðri verum. Fer álit Kreugers því dag- vaxandi meðal þessara þjóða. Lesb. Alheimsmanntal Á árinu, sem leið hefir í fyrsta skifti verið gefin út opinber skýrsla um manntal i öllum heimi. Það er þjóðabandalagið, sem hefir gefið skýrsluna út og er manntalið tekið á tímabilinu 1931—1932. Sýnir það, að á jörðunpi búa 2,012,800,000 menn og vantar þó eflaust fjöldaj villimanna í Afríku, á Suðurhafs-1 eyjum og Suður-Ameríku. Eftir heimsálfum skiftist mannkynið þannig: Asía 1,103 miljónir; Evrópa 506 miljónir; Amerika 252 miljórtir; Afríka 142 miljónir; Ástralia 10 miljónir. En meðal þessara 2,000 miljóna manna, er ekki einn einasti, sem get- ur bent á það hvernig mannkynið á að lifa bærilegu lífi, segir þýskt blað. —Lesb. Bústaður Amundsens verður þjóðareign. Merman Gade hefir boðið norska ríkinu að gefa því “Uranienborg” í Svartskog í Oppegaard-héraði, sem var bústaður Roald Amundsens. Hann hefir sett þau skilyrði fyrir gjöfinni, að í bústaðnum verði geymdir þeir munir, sem Amundsen hefir átt og að stofa hans verði lát- in óhreyfð eins og hann skildi við hana. Hann hefir líka óskað þess, FALCON CLEANERS &DYERS 680 Sargent Ave. Dresses, Coats, Men’s Suits Dry Cleaned and Pressed 85c Hats Cleancd and Blocked Phone 39 877 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norinan Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg að einhver, sem var með Amundsen á ferðum hans, yerði látinn búa þarna og hafa umsjón með bústaðn- um. Gert er ráð fyrir að ríkið þurfi að leggja fram 6,000 krónur til þess að endurbæta bústaðinn og leggja þar inn rafljós, en viðhaldið kosti v um 800 krónur á ári. Lesb. Reynsluhjónaband og doktorspróf Tveir kvenstúdentar í Simons College í Boston, Jeanne Converse og Elisameth Harrington, báðar af góðum ættum, hafa ákveðið það að yfirgefa háskólann um tveggja ára skeið, til þess að ganga í reynslu- hjónaband. Þær auglýsa nú eftir ungum mönnum, sem vilja búa með þeim í hjónabandi i tvö ár, en ekki lengur, þvi að þær ætla að nota reynsluna til þess að skrifa doktors- ritgerðir um hjónabandið. Enginn karlmaður hefir enn gefið sig fram. —Lesb. Vortíska í París Vorið er að byrja í París og með því kemur ný tíska. Kvenfólkið er orðið leitt á því að ganga í loð- kápum sínum. Það er sífeldur straumur um göturnar af konum, sem ekki sýnast gera annað en horfa í búðarglugga, og ekki tala um ann- að en hver vortískan muni nú best, sú sem Patou kemur með, Chanel eða Lanvin. En vortískan er þegar byrjuð að ryðja sér til rúms. Nú eru stráhatt- ar það allra besta—og kvenskart úr kopar. Nú vill kvenfólkið ekki sjá aðra skartgripi en þá, sem gerðir eru úr kopar, þessum gljáandi, eld- lita málmi. Hálsfestar, armbönd, belti, skóspennur, töskulásar, já jafnvel baugar, verður alt að vera úr kopar. Vorblóm EASTER LIEIES, Cut or in Pots, ROSE BUSHES, ÚYDRANGEAS, All Cut Flowers. Verö lægra en niðri í bœ * Sargent Florists 678 SARGENT AVE. (við Victor) SlMI 35 676 N O T I C E IN THE matter of the ESTATE of MAGNUS JOHNSON, late of the town of Selkirk in Manitóba, la- bourer, deceased. All claims against the above Estate must be sgnt to the undersigned at 801 Great West Permanent Building, Winnipeg, Manitoba, on or before the 16th day of May, A.D. 1933. Dated at Winnipeg in Manitoba, this 5th day of April, A.D., 1933. T. E. Thorsteinson and S. Sigurdson, Executors. Per Joseph T. Thorson, their Solicitor. íslenska matsöluhúsið Par sem íslendingar I Winnipe* og utanbœjarmenr, fá sér máltlBir og kaffl. Pönnukökur, skyr, hangikjö* og rúllupylsa á taktelnum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Slml: 17 464 RANNVEIG JOHNSTON, elgandl. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greíölega um alt, aem a8 • flutningum lýtur, smáum eöa »tór- um. Hvergi sanngjarnara verö. Heimili: 762 VICTOR STREET Stml: 24 500 4 CARL THORLAKSON úrsmiður 6J27 Sargent Ave., Wlnnipeg Heima3imi 24 141 EARN By Day— LEARN By Night (I Dominion Business Gollege ) II QheMalI. WINNIPEG. > \ —------ —-------mv \ V Our Evening Classes offer you the opportunity to make profitable use of your spare time for increasing your earning power. Clerks can become Stenographers; Stenographers can be- come Private Secretaries; Bookkeepers can become Ac- countants, Auditors or Office Managers, and so on up- ward. The tuition fees for our Evening Classes are only seven dollars a month. It is a small investment that pays enorm- ously in increased ability and earning power. ENROLL MONDAY DAY and EVENING CLASSES EVENING CLASSES Monday and Thursday DOMINION BUSINESS G0LLE6E — ON THE MALL Branch Schools in Elmwood, St. John’s and St. James

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.