Lögberg - 27.04.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.04.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. APRÍL, 1933. Bls. 3 Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. ‘ ‘ Við komum hingað saman,” greip Elsa fram í, “og við förum héðan með skipinu þarna,” hún kinkað kolli í áttina til hafsins: “En nú vorum við nýbúnir að koma okkur saman um þetta,” andmælti Giles. “Hvað á þessi asnaskapur að þýða? Já, eg kalla það asnaskap,” hreytti hann út úr sér; hann gat ekki lagt dul á vonbrigði sín og óánægju y)fir þessari nýju ákvörðun. Hann hafði þegar í huganum glatt sig yfir því, að innan skamms stæði hann á þiljum skipsins og sæi eyjuna smáminka og hverfa, og gæti þá samtímis í- myndað sér, að Belmont sæti einn eftir og feldi sig í kjarrskóginum. “Einst þér eiginlega að þetta komi þér nokkuð við?” spurði Elsa fyrirlitlega “'Já, það finst mér sannarlega,” svaraði hann. “Það er ekki klukkustund síðan Belmont bjargaði lífi þínu—og það hefir hann gert nokkrum sinnum áður — bæði þínu lífi og mínu, síðan við komUm hingað. Eg get ekki hugsað mér annað, Giles, en að þér sé ljúft, að g<era alt, sem í þínu valdi stendur, til þess að liann geti horft fram á við áhyggjulítið.” “Auðvitað,” sagði Giles, og hrukkaði upp á ennið. “Það var líka þessvegna, að mér fanst liugmynd lians, um að vera liérna, svo framúrskai’andi góð.” “Hún er alt annað en góð,” sagði Elsa með ákafa. “Hún er miskunnarlaus og ósann- gjörn í fylsta máta og hann fær ekki að gera það. Iíann hefir lofað mér því, að fara með okkur, og liann mun halda það loforð.” “Hversvegn^. í ósköpunum þurfti hann að lofa þessuf ” spurði Giles gramui-. “Hvernig stendur á því, að þér er þetta svo mikið á- hugamál ? ’ ’ “Við höfum verið félagar—vinir, lir. Bel- mont og eg,” svaraði liún. “0g ekkei’t annað og meira f ” spurði Giles í lágum róm. Hann horfði illiiega ó liana, og Elsa roðnaði. “Hvaða í'étt hefir þú, til að spyrja um þaðf” spurði hún. “Hversvegna ertu að spyrja svonaf” “Eg. hefi spurt þig að þessu einu sinni áður,” sagði liann, “og þá neitaðir þxx. E;g spurði, hvoi’t þið elskuðuð livort annað, og þú svaraði neitandi! Það var lygi! ’ ’ “Eg hélt ekki, að það væri ósannindi,” sagði hún. “Þegar eg sagði það, hélt eg, að eg segði satt.” “En nú veiztu, að það er lygif ” “Giles, vertu ekki að spyrja mig þessháttar spurningum. Eg er fús að halaa heit mitt við þig,” sagði hún rólegu. “Þótt Belmont fari með okkur, getum við opinberað trúlofun okkar, þegar við komum heim aftur til Eng- lands. En auðvitað með vissum skilmálum— það veiztu vel. ” “Eg man vel samning okkax.-, ” sagði hann. “En það er ekki það, sem við eigum að tala um. Það er rangt af þér, að telja Belmont til að fara með okkur. Láttu manninn verða eftir hérna. Hérna er honum borgið—en komi liann til Englands, á hann það á hættu á hverj- um degi, að rekast á þá, sem þekkja hann. Hann getur ómögulega alt af verið í felum. ’ ’ “Hr. Belmont verður okkur samferða heim, það er aftalað mál, fyrir fult og alt,” sagði Elsa. “Hann fer héðan undir nafni því, sem þú hefir sjálfur stungið upp á,—Smith.” “Hvers vegna ertu svona áköf um, að liann fari með okkur f Maður skyldi nærri því ætla, að þú gætir ekki án hans verið! ’ ’ “Þegar eg kveð lir. Belmont, verður það fullnaðai'kveðja, ” svaraði liún. “Við sjá- umst þá aldrei framar.” “Eg skal a. m. k. sjá um það, þegar þú ert orðin konan mín,” sagði Giles harðneskju- lega.— Sólin var nú komin lágt í vestrinu, og nú var skipið orðið annað og meira en reykjar- r<xðin ein á bláu hafinu. Skipsskx'okkuxinn sjálfur hafði nú sest alllengi, og nú sáust greinilega ýmsir hlutir og útbúnaðar þess. Það stefndi beint til eyjarinnar—sjón, sem hefði átt að gleðja lijörtu skipbrotsmannanna þriggja—en samt voru tvö af þremur, sem horfðxx á skipið með einkennilega samsettum tilfinningum. Þau voru hvorki glöð né þakk- lát fyrir þessa sjón, er færði þeim boð utan úr lieiminum. Við skulum kynda bál,” sagði Giles við Belmont, sem var kominn aftur. “Það er alveg eins gott að tryggja sér, að skipið beygi ekki af á síðustu stundu. Þegar þeir sjá merkið, verða þeir hvort sem er að koma. ’ ’ Belmont kinkaði kolli. Hann hélt svo brenniglerinu yfir ofurlítilli hrúgu af þurru laufi, sem Giles hafði sópað saman í mesta flýti. Hann var nefnilega orðinn ótrúlega duglegur núna, þegar útlit var á, að útlegð hans væri senn á enda. Það leið stutidarkorn, áður en kviknaði í lauflirúgunni, en svo steig blár reykjarstrók- urinn upp í loftið og dreifðist með blænum. Reykurinn magnaðist. Giles bætti laufi og kvistum á eldinn, og innan skamms var það orðið all myndarlegt bál. Það leið heldur ekki á löngu, áður en þau urðu þess vís, að skip- verjar höfðu orðið íæyksins varir og skildu, að þetta var merki. Hvellur kvað við að utan —það var fallbyssa skipsins, sem lileypt var af í kveðjuskyni. Að lítilli stundu liðinni varpaði skipið akkerum, og nú lá það og vaggaðist á logn- skærum öldunum skamt utan við brimgarð- inn. Skipbrotsmennirnir þrír voru staðnir upp og liöfðu gengið niður á sti’öndina. “Það er vafasamt hvort þeir senda bát í land í kvöld,” sagði Belmont. “Nema þá, að þeir séu hér kunnugir og viti livernig stýra á, til þess að komast hjá rifinu. En það er ekki sennilegt að svo sé. ” Hami skygði liönd yfir auga og starði á sólarlagið. Það var eins og sólin dýfði eldrönd sinni ofan í bráðið gull. Giles var allur í því, að virða fyrir sér skipið. Ilann þreyttist aldrei á því, að brjóta heilann um ímyndanir sínar og vonir, hvert skipið myndi fara, hvernig farrými og þæg- indi myndu vera í skipinu. .“Að hugsa sér,” sagði hann, “að maður fær ef til vill í kvöld eða á morgun, að bi’agða vindil!—Það er nú annars ekki xitlit á, að það verði í kvöld,” bætti liann við. “Eg get ekki séð, að þeir hafist neitt að í þá átt að setja út bát. Jæja, þá verðum við að hýrast hér enn eina nótt— Guði sé lof—síðustu nóttina á þessari bölv- uðu eyju! ’ ’ “Blessaðri eyjunni!” livíslaði Eisa, svo lágt, að aðeins Belmont heyrði það. Hún sneri andlitinu að honum. Sólarlagsbjarminn ljómaði á andliti lians og gylti hár lians. Hún brosti til lians og Belmont skiidi bros hennar. Það var bros, er liaiin seint mundi gleyma— bros, er bar í sér alla sál hennar. “ Smith! ’ ’ Giles sagði nafnið í hörðum skip- unarróm. Hann var blátt áfram farinn að beita myndugleika gegn honum. “Það lítur ekki út fyrir, að vér komumst út í skipið í kvöld. Það er bezt, að þér sjáið um, að við fáum sæmileg legurúm í nótt. Það fór svo bölvanlega um mig í fyrrinótt. Belmont brosti. Effington lávarður var sjálfum sér líkur fram á síðustu stundu. Hann var ekki að hugsa um Elsu, he!dur um sjáif- an sig—livernig farið hefði um hann sjálfan. “Gjarna það,” sagði hann rólega, “ef þér viljið lijálpa til.” Giles heyrði að vísu, hverju Belmont bætti við, en hann leit í aðra átt með hefðarmannssvip. Belmont tók nú að búa um Elsu. En Hlsa gat ekki sofið. Skipbi’otsmennim- ir þrír sátxx lilið við hlið, alla nóttina, á strönd- inni, undir pálmati'jánum, Elsa í miðjunni. Öðru hvoru sögðu þau fáein orð, annars sátu þau hvert í sínum hugsunum. “Það er enn þá tími til fyrir yður að ákveða yður, Smitli,” sagði Giles. “Það er ekki lík- legt, að skipverjar hafi orðið þess varir, að við érum þrjú. Ef þér viljið hlýða góðu ráði, þá ættuð þér nú að “stinga af” og fela yður, áður en birtir. Eg segi þetta aðeins vegna yðar sjálfs, þetta er yður fyrir beztu.” “Þetta er mjög fallega hugsað af yður,” mælti Belmont. “En eg held annars, að þetta mál sé xxtrætt og útkljáð.” “Já, eflaust!” sagði Elsa. “Hr. Belmont hefir gefið mér loforð sitt, og eg sleppi hon- um ekki með það. Hann fer með okkur. ” “ Vinur okkar, Smith, stofnar sér í athug- unarverða áhættu,” sagði Giles 0g reyndi að malda í móinn. “Eg get ekki látið hjá líða, að vara hann við því. Eg sé lengra en nef mitt nær. Þér munuð iðrast þess, Smith.” Hvorugt þeirra svaraði honum. Jæja þá, eins og þér óskið,” sagði Giles; það var eins og hann gæfist nxx alveg upp við að telja um fyrir hinxxm. Hann stóð upp og fór nxx að labba aftur á bak og áfram í mvrkr- inu, og leit öðru hvoru á rauða Ijóskerið, er lýsti eins og stjama í myrkrinu. Skipið lá þar enn. Giles dró djxxpt andann. “Á morg- un,” hugsaði hahn, “á morgun verður maður manneskja á ný.” Hann nálgaðist hin tvö aftur. Þau sátu þögul í myrkrinu. “En þau læti, sem verða heima—hvað hald- ið þið! Eg sé fyrir mér auglýsingaspjöldin— eg heyri í blaðastrákunum, er þeir kalla upp með fréttina. Þvílík nýmæli—hvað! Lundúna- borg kemst öll á annan endann. Það er líka, eins og við séum upprisin frá dauðum—eða hvað, Elsaf” “O, jæja,” sagði hún. Hann nam staðar rétt fyrir framan hana. “Það er ekki að heyra, að þú sért sérlega hrifin,” mælti liann, og lá bein tortrygni í málrómnum. “Eg hélt, að þú yrðir alveg frá þér af fögnuði, svo himinlifandi, að þú vissir ekki í hvoi'n fótinn þú ættir að stíga. En það er ef til vill búningurinn þinn, sem þú ert leið vfir,” bætti hann við. “ Já, liann er auðvitað lieldur í tæpasta lagi. En veiztu livað, Elsa, £g gæti svei mér haft gaman af að taka mynd af þér í tuskunum þeim arna, þegar þú kemur heimaftur.” Hann skelti upp úr. “Hvernig líst þér á að láta sýna þig í glugga í þessari múnderingu! ’ ’ Uxxga stúlkaxx svaraði ekki, en Belmont gat vel ímyndað sér svipbrigði hennar á því augnabliki. Það var líklega hepixi fyrir Giles að hann sá það ekki. Belnxont sjálfur þagði. Skoðun hans á Giles hafði altaf verið sxx hin sama—haixn hafði ekki skift um þá skoðun. “Og söguixa þá, sem við skulum segja þeim xxm sjóræningjana!” hélt Giles áfram, sem nú hafði leyst frá pokanum fyrir alvöni. ‘ ‘ Hvei'nig við svínbeygðum þá, nærri því alla saman. Þxí mátt trúa því, að blöðin verða sólgiix í söguna þá! ” “Einkennilega ef þau heyrðu alla söguna,” skaut Elsa inn í; hún var orðin gröm vfir ó- svífni Giles’s og vanþakklæti við þann mann, sem hann átti líf sitt að launa fleirum sinn- um. “Eg lxeld ekki, að þxx ættir að sækjast eftir, að láta prenta alla sögana, Giles. Það vrði þér ekki til sérlegrar fi'ægðar, eiixs og þú sjálfur veist.” “Hvað áttu við? Eg hefi þó gert mitt, skyldi eg meina. Það er svo sem ekkert við það að athuga, þótt líði yfir mann. Eg er ekki vanur þess háttar átökum. Maður þarf að vera af grófara efixi til þess.” “Eins og eg t. d.,” sagði Elsa þurlega. ‘ ‘ Þó það nú væri—þú gerðir þitt—nákvæm- lega það, sem eg bjóst við af þér. Mér þætti gaman að vita, hvort þér nokkurn tíma hefir verið það ljóst eitt einasta augnablik, hvað við bæði eigum hr. Belmont að þakkaf Nú getum við haldið heim aftur, Giles, heim þangað, sem við enxm kunnug', til fjölskyldu og vina og skemtana. Það fer seimilega eins og þú segir, að blöðin muni fylla dálka sína með sögunum um okkur og æfintýri okkar; mrenn munu óska okkur til hamingju og gera sér dátt við okkur. En heldurðu þó ekki, að alt sé þetta hr. Belmont að þakka. Heldurðu að við mynduð nokkurn tíma stíga fæti á enska fold, hefði hann ekki verið með okkur, Giles. Nei, þá hefðum við nxxna legið þarna uppi í klettaskútanum og verið krabbafæða. Það var fyrir okkur báðum, sem hann barð- ist—heldurðu það ekki sjálfur?” “Við gerðum nú líka alt sem við gátum, hver og einn,” sagði Giles með niðurbældri gremju. “Auðvitað er mér ljóst, að Belmont —Snxith á eg við—gerði ansi laglegt handa- verk, og að það hefði orðið erfitt fyrir okkur, liefði hann ekki verið. En eg held nú samt ekki, að Smith kæri sig um að láta trana sér fram í fremstu röð og setja sig upp á hyllu. Honum er eflaust hollast, að draga sig dá- lítið í hlé.” “Þér hafið alveg rétt að mæla,” sagði Bel- mont. “Þér þurfið ekki að syngja mér neinn lofsöng. Mér þætti vænt um, að ekki yrði gert mikið veður út af því, sem eg hefi gert. Giles svaraði þessu engu, hann sneri sér við og gekle ofaxx að sjónum, íxam þar staðar og horfði á ljósin úti á sjónum. Þau voru honum svo mikils virði, þessi smá-ljósblik þanxa xxti. Það var honum svo mikils virði, að komast héðaix og heim aftur, til þess lífs, sem hafð að geya alt það, sem hann kærði sig um. Honum var enginn missir í því, að skilj- ast við evju þessa, sem hann blótaði í huga sínum. En hin tvö uppi í skógarjaðrinum, sátu þögul hlið við hlið. Alt í einu fann Belmont, að eitthvað kom við handlegg hans. Það var hönd Elsu, sem hún rétti honum í myrkrinu. Hann greip hana og þrýsti hana fast. Og þannig sátu þau, unz dagurinn rann upp. Grá iporguixskíman breyttist í gullinn roða og í gegnum gylta þokuna, sem lá með strönd- inni, sáu þau skipið, sem lá fyrir akkerum utan við hvíta brimröndina, er söng sinn ei- lífa söng á rifinu. (Framh.) PROFCSSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Cor. GraXiam og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tímar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manitoba DR. O. BJORNSON Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 686 Winnipog, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 HeimiU: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. HeimiU: 638 McMILLAN AVE. Talsíml 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 HeimiU 403 676 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er a5 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Simi 28 180 Dr. S. J. Johannesson ViCtalstlmi 3—6 e. h. 532 SHERBURN ST.-Slmi 30 877 Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afjjreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 Drs. H. R. & H. W. TWEED TannUeknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cpr. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 546 WINNIPEG Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Helmilis 46 064 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Simi 96 210 Helmllis 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annaat um út- farir. Allur útbúnaCur s& bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talslmi 501 562 A. C. JOHNSON 907 Coníederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur a5 sér aC ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsábyrgC og bif- reiöa ábyrgCir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraO samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur löofrœBinour Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 062 og 39 043 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 SfmlO og semjlG um samtalstíma W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir löofrœöinoar 325 MAIN ST. (á öCru gólfi) Talsími 97 621 Hafa einnig skrifstofur aO Lundar og Gimli og er þar aG hitta fyrata miflvikudag I hverjum mánuOi. J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfræöingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaöur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasími 71 7 53 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St., gegnt City HaU Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœöinour 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Offlce Phone 24 206 Phone 96 636 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- vega peningalfin og eldsábyrgO af 'illu tagi. i 3one 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.