Lögberg - 27.04.1933, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.04.1933, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. APRÍL, 1933. Bls. 7 Vigfús Aþanasíusson Eftir Guðmund Kamban í einum smáfirði á Austurlandi lifði gamall skólakennari að nafni Vigfús Aþanasíusson. Það má vel segja um hann að hann kafn- aði tvöfalt undir nafni: skírnar- nafninu íslenzk-herskáu, og föður- nafninu grísk-guðhræddu; hann var allra manna friðsamastur og hugsaði fátt um eilífðina. Vi'gfús Aþanasíusson — það hljómaði líkt og misslegin akkorða, en hinsvegar líka hið eina mis- ræmi er menn kunnu að segja frá í hans langa reglubúndna lífi. Hann var það sem vér erum vanir að kalla: “eins og hver ann- ar maður”—eigandi aldrei með því við töluvert lymska og mjög óáreiðanlega persónu, heldur þvert á móti við mann sem er ráðþægur o!g skilríkur að eðlisfari og yfir- leitt aðlaðandi í öllu líferni.. Hann var “eins og fólk er flest”—þar sem aldrei er átt við persónur, hverra hneigðir geta alt í einu snúist upp í blossandi girnd, held- ur þvert á móti þær, sem búa ekki yfir neinúm taumlausum ástríð- um, og í hæsta lagi einni eða tveimur, sem eru lítið eitt sterk- ari en allar hinar. Hin eina ástríða Vigfúsar Aþan- asíussonar sem var lítið eitt sterk- ari en hans aðrar hneigðir, var ást bans á hestum eða öllu heldur á hestinum hans sjálfs. Hann hafði miklar mætur á kenslustarfi sínu, en það var óvist að hann hefði viljað halda því áfram ef það hefði á nokkurn hátt trafalað honum þegar klukkan sló fjögur og skólinn tæmdist, svo að hann gæti ekki fenlgið sér sinn daglega reiðtúr. Hann var orðinn innlíf- ur fótvissum klárnum og lét sér hvorki brenna fyrir brjósti að hleypa honum á sund yfir lygnar ár né ríða honum gætilega út um gjótuflá hraun. Þetta frýuleysi mannsins stóð ekki á neinum öndverðum meið við þá nostursemi, er annars mót- aði alt hans far. Honum hætti ekki fremur við að gleyma að taka bómull í eyrun áður en hann tók til svipunnar sinnar að nónbaki, heldur ten honum hætti við að gleyma þvi á morgnana, eftir að búið var að raflýsa skólapn, að koma trítlandi upp að katedrunni með breiða græna augnahlíf á enninu. Það var ekki nema sjálf- sagt að koma votur o'g leirugur heim úr reiðtúr, en það var heldur ekki nema sjálfsagt, þegar hann spásseraði í gegnum bæinn, að láta ekki sjást bletti frá götunni á buxunum sínum eða gljáandi skófatnaði. Annað eins slys til dæmis og að stíga í poll hlýtur ekki aðeins að hafa valdið hon- um fagurrænum óþægindum, held- ur blátt áfram sært hans blygð- asta eðlisboð. Því að sú sa'ga gekk um hann, að eitt sinn þegar hann var á gangi um meira eða minna forugar götur bæjarins, og leðjan slettist upp á aðra skálmina hans alveg upp að hné, tók hann rakleitt drifhvítan vasaklútinn sinn og batt um annað augað. Þann veg komst hann heilu og höldnu að dyrunum hjá sér:— Allir störðu á bindið um höfuð hans, en'ginn á skálmina hans! En annars var honum það ekki aí Guði gefið að býsna náungan- um. Hann var ótvírætt vanafast- ur maður, sem vildi heldur fara á mis við talsverð hlunnindi en að sætta sig til dæmis við þann ama að sofa í nýju rúmi. Árum saman hafði hann á hverju kveldi, eftir að hann var kominn í seilamöttul- inn sinn og búinn að búa sig undir næsta dag, reykt sér langa tóbaks- pípu, sem tók alveg jafn mikið og litli kaffibollinn sem hann drakk af með, þrisvar munnfylli, og aldrei nema fyrstu munnfyllina heita. Á laugardögum skifti hann kaffinu við !glas af rjúkandi romm- toddýi, meðan hann las á milli hverrar munnfylli fimm blað&íður af einhverri Islendingasögu eða einhverjum Walter Scott’skum róman. Svokom aðflutningsbannið 1915. Hinn gamli barnakennari bjó ®ig að þrjátíu flöskum af rommi —það var það sem pyngjan þoldi —og fastréð með sér í sinni hisp- urslausu löghlýðni, að þetta skyldi endast honum það sem eftir var æfinnar. Þó að spryttsmyglun blómgaðist við allar strendur, þó að hægur leikur væri að fá sitt vikulegá “recept” hjá læknunum, og þó að Vigfús Aþanasíusson teldi bann gegn nautn á vínföngum stórum ógeðfeldan ágang á per- sónulegt frelsi—aldrei gat honum komið slíkt til hugar: að gera sig sekann í lögvarðandi athöfn. Hann taldi að hann myndi verða gamall maður, en nú ætlaði hann bara að skamta sér minni og minni skerf, sleppa sínu laugardagstoddýi til dæmis fjórðu hverja viku fyrsta árið, þriðju hverja næsta og svo framvegis, unz rommtoddý yrði orðin honum svo fágæt nautn, að hann myndi alls ekki lengur sakna þess þó að það þryti með öllu. En svo henti það þennan stóra meistara í stillingarinnar list, hið allra fyrsta sinn er hann sat með sína löngu laugardagspípu án lugardagsdrykkjar, að þe'gar hann hafði lesið fimm fyrstu blaðsíð- urnar mitt í einu bindi af Sturl- ungu, lét hann bókina liggja eitt andartak á hné sér, meðan hann tók til ósjálfrátt að soga að sér gegnum nefið eiminn af fjarver- andi rommtoddýi. Jafnskjótt og hann hafði staðið sjálfan sig að þessum veikleika, þrteif hann bók- ina í skyndi og las tíu blaðsíður i runu án þess að líta upp. En það var eins og hann bæri ekki aftur kensl á frásögnina, teins o'g sú notasæld sem var vön að stíga upp frá hinum prentuðu bókstöf- um brigðist honum með öllu. Hann komst að raun um, að hann myndi alls ekki geta endursagt það sem hann hafði lesið—hugurinn trufl- aðist látlaust af einhverjum sökn- uði. Það var ekki við það unandi. Svo stóð hann rakleitt upp af stólnum, setti ketil með vatni yfir rafristina > eldhúsinu og bjó til l sitt toddý. Svo þegar hann hafði reynt heilan mánuð að sigrast á þessari vikulega vanaástríðu, réð hann af, að svo lengi sem hann hefði romm í sínum húsum, skyldi hann ekki gera sjálfan sig að píslarvotti. Þe'gar að því kæmi að hann yrði að vera án þess, myndi það líka sjálfsagt fara svo að hann gæti það. Hann var svo sem ekki drykk- feldur maður, Vigfús Aþanasíus- son—það v^r ekki fyr en að fimm árum liðnum að birgðir hans þraut. Það bar að höndum upp úr jólunum, og hann tók því með karlmensku. Það var ekki til meira romm, og maður varð að liðka sig til eftir náttúrunni. Honum datt ekki í lifandi hug að bæta sér upp sinn purpurabrúna 'hátíðisdrykk með þessu grátæra “sníglaspritti” sem maður gat svælt sér út á apótekinu. Lön!gu síðar á árinu, einn kyrr- an laugardag síðdegis í september, lá leið Vigfúsar Aþanasíussonar heim úr reiðtúrnum fram hjá bryggjunni. Hann steig af baki og fór að rabba við búðarfólk sem stóð fyrir utan eitt af pakkhúsun- um. Skipið, 'Sem lá þarna úti á firðinum, var komið fyrir klukku- tíma og átti að vera afgreitt fyrir kveldið. Það átti aðeins að koma við á næsta firði fyrir sunnan og sigla þaðan beina leið til Leith. Vigfús Aþanasíusson reið heim o!g setti hestinn á stall. Þegar hann hafði skift um föt og borð- að til kvelds, varði hann næstu tveim klukkutímum til að fara yfir stila nemendanna, fór þar næst í hlýjann seilamöttulinn utan yfir, skorðaði langpípuna fast milli tannanna annarsvegar og stólset- unnar hins vegar, og gaf sig á vald síns kærasta lesturs, í þetta skifti Laxdælu. Hann sat þarna einmitt í einskonar fjálgri að- dáun í lýsingunni á sundrauninni milli Kjartans og Ólafs konungs Tryiggvasonar, og hinni fífldjörfu ráðagerð hins fyrnefnda um að brenna heldur konunginn inni en að láta þröngva sér til hins nýja siðar, þegar honum varð, án nokk- urra sporræka hugsanatengsla, að minnast sinna einu púnssumbla í lífinu, meðan hann var un!gur real- stúdet á Möðruvöllum. Og óðara lagði han frá sér bókina og tók til að ganlga eirarlaus um gólf, um leið og hann hvíslaði með sjálfum sér: Það væri ekki ónýtt nú að eiga rommtoddý! Alt í einu heyrði hann skips- blástur—gufuskipið! Klukkutími þangað til það fór. Hann leit á úrið. Klukkan stóð á átta. Hann gekk út að glugganum og vatt upp gardínunni. Ljósið frá skipinu var hið eina sem hann !gat eygt. Hann dró gardínuna aftur niður og gekk frá glugganum, með djúpu andvarpi. Það væri ekki ónýtt nú að eiga rommtoddý! Svo gersamlega var hann á valdi þessarar einu tilfinnintíar, að hann gerði sér það alls tekki Ijóst hve öflu'g hún var á þessari stund. Þvert á móti, hann kendi sér engis nýstáis, engis torkennis. Hann lagði frá sér seilamöttulinn, ró- lega og stillilega, tók aftur frakka og hatt og gekk niður á bryggj- una. Þar var mannautt að mestu. Hann komst' að því að tveir síð- ustu bátarnir voru farnir frá landi. Ef e!g gæti nú fengið einhvern af drengjunum hérna til að róa með mig út í skipið! hugsaði Vig- fús Aþanasíusson: Nei, nei, hvaða fjarstæða! Hann, uppeldisfræð- ingurinn! Eins og hann færi nú að hafast nokkuð það að, sem mætti verða einhverjum hans gömlu lærisveinum til vansa! Skipið blés í annað sinn, og einn af prömmunum nálgaðist land. Vigfús Aþanasíusson flýtti sér heim og fór undir eins að hafa fataskifti. Þótt milt væri í lofti o(g heiður himinn, hertýgjaði hann sig líkt og gegn hrakviðri: með olíubuxum, sem náðu honum í höku, olíustakki, sem nam hon- um við hné, kálfsskinnssokkum sem tóku honum á mitt læri. Svona gekk hann út í hesthúsið og söðl- aði klárinn. Hann þeysti út á nesið sem skagaði út í fjörðinn, og án þess að hika eitt andartak Iagði hann hestinum á sund. Hest- urinn var djúpsyndur, búningur- inn dró vatn, en ekki dró hann af sér í þetta sinn, gsoðaskepnan! Ljósið frá skipinu og au'ga hests- ins yfir vatnsborðinu, það var alt sem hann hafði að gæta. Þegar hann kom að skipsúðinni sá hann að síðasti báturinn hafði lagst frá, en að stíginn var ó- dreginn upp. Hann tylti hestin- um við stigann svo að höfuðið eitt stóð upp úr sjónum, og flýtti sér upp. Fram að borðstokknum var skip- stjóri kominn í broddi fylkingar og spurði hin kynlega gest hvað í ósköpunum væri að. Ekki neitt, eg fer strax aftur, svaraði Vigfús Aþanasíusson. í sama bili kom hann auga á húfu brytans í þrönginni, ruddist fram til hans og hvíslaði: —Látið þér mig fá eina flösku af rommi, en í Guðs bænum f 1 jótt! —Flösku af rommi, æpti bryt- inn . . . Það er bannað. —Þér ætlið þó ekki að láta skepnuna drukkna fyrir augunum á mér, æpti Vigfús Aþanasíusson enn hærra á m^jög annarltegri dönsku. Skipstjórinn rak upp hljóð, er að hálfu líktist öskri, að hálfu hlátri, deplaði framan í brytann og gaf samtímis skipun um að hala niður bát. Tveir skipverjar hlupu í bátinn, leystu hestinn frá stiganum og festu langa línu við beislið. Á undan kom einn steward þjót- andi með flösku til Vigfúsar Aþan- asiussonar, en þegar hann ætlaði að fara að taka upp peningana, stöðvaði skipstjórinn hönd hans og sagði: —Þessa flösku gef eg! Honum var í snatri fylgt 'niður í bátinn, um leið og hann muldr- aði: —Það var ekki meininginn að ómaka neinn. Sóti minn gamli myndi eins vel hafa skilað okkur heim. Honum sárnaði það, og það sém blátt áfram stygði hann voru orð skipstjpórans, sem hann þekti lítið eitt, hvísluð að skipverjunum áð- ur en þeir fóru: Þið megið ekki taka við peningum hjá honum! En þegar báturinn lagði frá skipinu með Sóta syndandi á eftir, og ný hlátursköll bar að eyrum hans ofan af þilfarinu, hugsaði Vigfús Aþanasíusson: Jæja, reið- ir eru þeir mér þó ekki, því að það er eins og maður veit, að ekkert gremst sjómönnum eins og það að vera tafðir. Alt í einu kvað við margraddað óp af skipsf jöl: —Skál! hrópuðu skipverjar á íslenzku. —Skál! hrópaði Vigfús Aþanas- íusson aftur og veifaði flöskunni. Hann sat í stafnloki og hélt í línuna sem Sóti var bundinn við, um leið og hann ítrekaði o'g ánýj- aði afsökun sína við hina greið- viknu skipverja, sem réru rösk- lega upp að nesinu: —Það var ekki meiningin að ómaka neinn. Kvartéri síðar, þegar hann stóð í hesthúsinu, og var búinn að núa klárinn allan með þurru klæði, fylla stallinn með angandi, tún- töðu, og hjúpa hestinn í þykkum ábreiðum, blés skipið í síðasta sinn. Hann klappaði Sóta á háls- inn og bauð honum góða nótt, og gekk inn. Andartaki síðar sat hann aftur í seilamöttlinum með pípuna og rjúkandi rommtoddý ! fyrir framan sig. Síðasta flaskan ! mín, muldraði hann brosandi. Það var ekki fyr en klukkan fjögur næsta dag, að Vigfús Aþan- | asíusson vaknaði upp af sælli vímu, annari og sílustu á æfi hans. Á litlu borði í herberginu j stóð rommflaskan tóm. Hann fann I með sjálfum sér, að hann hafði í eitt skifti fyrir öll unnið bug | á sinni langgrónu ástríðu, með ; því að láta undan henni. Strax á mánudaginn varð hann þess var, að sagan var kominn út ; um allan bæ. Hún hafði borist 1 með símanum frá næsta firði fyrir sunnan. Bara að eg missi nú ekki stöð- j una, huigsaði hann, fyrir þetta hafurhlaup á mínum ellidögum. I Hann hafði ekki rekist á sýslu- | manninn síðan, þegar hann var á • gangi. En næsta skifti sem hann mætti sýslumanninum, tók han neftir að j hann tók kveðju hans enn alúð- legar en að vanda. Og þe’gar hann leit um öxl nokkru síðar, sá hann að hann hafði líka staðið og horft á eftir honum. Sýslumaðurinn hélt áfram og brosti við. Hver skyldi halda, hugsaði hann, að þessi gamli kenn- ari, sem trítlar þarna svo pipurt á milli pollanna, ætti sammerkt við þá menn, sem gefa tilverunni svolítinn lit annað veifið. Og’ um leið og bros hans sloknaði, sökk hann enn einu sinni niður í hug- leiðingar um hin torráðnu rök mannlegs eðlis.— Lesb. Veldur trúin geðveikl- un? (Lauslega þýtt úr bók dr. med. H. I. Sshous “Sjælelige Konflikter*”) *) Otte Forelæsninger over praktisk Psykologi og Psykiatri for S.iælesörgere. —Gads Forlag. Köbenhavn 1931. Þegar menn eru settir á ger5- veikrahæli, má oft heyrá^ önnur eios orð og þetta: “Konan mín varð geðveik af því að fara á allar þessar guðræknissamkomur,” eða: “Dóttir min varð fyrir trúaráhrif- um og veiklaðist af því á igeði. Hún þoldi ekki þettá trúargrufl.” Er nú þessi skoðun rétt eða röng fró sjónarmiði lækna? Sé hún rétt, verða kristnir menn einn- ig að kannast við það afdráttar- laust. En sé hún röng, varðar það eigi litlu, að rutt sé úr vegi göml- um hleypidómi, sem veldur tjóni hjá vissum mönnum og hafður er að átyllu til þess að sneiða hjá trúmálum. Það eru einkum tvær leiðir, sem fara má til þess að leita svars við spurningunni um það, hvort trúin valdi geðveiklun. Fyrri leiðin er sú, að rannsaka ársskýrslur geðveikrahælanna, en Losnið við þennan ótta Lf Þú gerir eins og aðrir góðir menn og konur, þá er engin þörf á þvi, að ganga með taugaveiklun og þetta mátt- leysi og uppdráttarsýki. Mikill lyfja- fræðingur hefir sett saman meðal, sem nú er notað af þúsundum manna. pað fæst hjá lyfsölum og heitir Nufía-Tone Hver flaska er ábyrgst — einn dollar borgar fyrir mánaðarforöa. Fáið flösku strax í dag—lifið ekki aðra andvöku- nótt. Ef þú ert ekki ánægður eftir að hafa reynt meðalið í tuttugu daga, get- ur þú fengið peninga þína aftur—þú átt ekkert á hættu. hin síðari sú, að rannsaka ummæli frægra geðveikralækna um þessi efni. I Danmörku kemur út á ári hverju smákver, sem heitir: Skýrslur frá geðveikrahælum rík- isins og St. Hans spítala. í því er meðal annars skýrt frá orsök- unum að geðveiki sjúklinganna. Fjörutíu af 100 hafa tekið veikina að erfðum, 15 orðið vitskertir upp úr líkamlegum veikindum, 5 af áfengisnautn, en aðeins —1 af 100, þ. e. 1—2 af 200, “af óhollum trúaráhrifum.” Þessi reynsla í dönskum geð- veikrahælum bendir þannig engan veginn til þess, að trúarreynsla sé mjög hættuleg fyrir geðsmun- ina, að minsta" kosti veldur hún aðeins tiltölulega fáum geðsjúk- dómum. Hin leiðin var sú, að kynna sér dóma helztu geðveikralækna. Skulu hér tilfærð ummæli nokk- urra þeirra. Oppenheim prófessor skrifar: “Læknisreynsla mín hefir kent mér það, að trúarskortur sé mjög óhollur hverjum manni. Mér virð- ist trúin vera mikill styrkur í baráttunni við þaú öfl, sem leita á að vinna taugakerfinu tjón, enda þótt sá styrkur sé ekki æfinlega nógur,—Þróttmikil og örugg trú ver menn flestum þeim geðshræring- um, sem umskiftin o!g byltingarnar í lífinu vekja í brjóstum þeirra, sem hana vantar.” Krafft-Ebing, geðveikralæknir- inn nafnkunni, sem nú er látinn, skrifar: “Yfirleitt verða menn að líta svo á, sem sönn trú og hreint siðgæði göfgi mannsandann og beini stefnu hans að hærra marki, veiti huggun í andstreymi og dragi úr hættunni á því, að menn verði geðveikir.” Dr. Hyslop, yfirlæknirinn við Betlehemsgeðveikrahælið í Lon- don, ritar: “Það er skoðun mín sem geðveikralæknis og manns, er hefi alla æfi fengist við andlegar þjáningar, að stöðug og barnsleg bænagerð sé bezta læknisráðið gegn sturlun, þunglyndi og öllum hinum sorglegu afleiðin'gum sálar- kvala.” P. D. Koch, doktor í læknisfræði, skrifar á þessa leið: “Eg get ekki út frá reynslu minni fundið eitt einasta dæmi þess, að trúaráhrif eða trúarhræring hafi valdið geð- veiki. En geðveikissjúklingarnir eru um 2,000, sem eg hefi haft af náin persónuleg kynni í starfi mínu og eru þeir margir trúmenn. —Ef vér ætlum að gera eitthvað af gagni til þess að hefta út- breiðslu geðveikinnar, þá mun það stoða meir að reyna að draga úr ofdrykkju og sárasótt héldur en að fara að ráðast á trúna.” Þessi ummæli gefa nú ekki trú- rækninni sök á geðsjúkdómunum, heldur benda þau til hins gagn- stæða, að trúræknin sé vörn á móti geðveiki. Vera má, að um- mæli finnist, cr fara í aðra átt, en mér hefir ekki tekist að finna þau, þótt eg hafi lesið sæg af rit- um um þessi efni, og það er sér- staklega athýglisvert, að kenslu- bækurnar stóru í sálsýkisfræði nefna ekki trúarreynslu meðal andlegra orsaka geðveikinnar. Það er því óhætt að segja að helztu geðveikralæknarnir halda því ekki aðeins fram, að andlegri heilsu manna sé engin hætta bú- in af trúnni, þ. e. af heilbrigðu og sönnu guðssamfélagi, heldur sé slík trú heilsulind. En nú vaknar spurnin'gin: Hvernilg stendur þá á því, úr því geðsjúkdómar eru svo fáir runn- Var betri í bakinu eftir að hafa tekið úr tveimur öskjum Maður í Saskatchewan fær trú á Dodd’s Kidney Pills Mr. A. V. Sebelius, sem þjáist af nýrnaveiki og blöðrusjúkdómi batnar af Dodd’s Kidney Pills Vantage, Sask. 24. apríl (Einka- skeyti). Frá öllum hlutum landsins koma þau góðu tíðindi, að þeir, sem veikir hafa verið, eru ekki lengur veikir heldur sterkir og hraustir, fyrir hin- ar góðu verkanir Dodd’s Kidney Pills. Fólki hefir skilist hve afar áríð- andi það er, að nýrun séu í góðu lagi og gefi því öllum nýrnasjúk- dómum nánar gætur. Það reynir strax Dodd’s Kidney Pills, því það veit að þar er meðalið sem læknar slik veikindi. Eftir-fylgjandi bréf kemur frá Vantage, Sask. og er frá Mr. A. V. Sebelius: “Síðastliðið vor þjáðist eg af bak- verk svo eg gat varla gert það, sem eg þurfti að gera. Nýrun og blaðr- an voru í slæmu lagi. Eg gat ekki fengið hvíld á nóttunni, svo eg af- réð að reyna Dodd’s Kidney Pills. Eftir að hafa tekið úr tveimur öskj- um, leið mér betur. Eg hefi mikla trú á þeim.” ir af trúarrótum, að margir menn skuli vera á gagnstæðri skoðun? Einhver sálfræðileg skýring hlýt- ur að vera á því, þótt skoðun þeirra sé röng. Ein lítil fjöður skyldi mega ætla að fyndist af hænsnunum fimm. Þessari spurningu er auðvelt að svara. Ástæðan er sú, að menn blanda saman orsökum og afleið- ingum. Þeir koma með ranga skýrin'gu á þeirri staðreynd, sem í sjálfu sér er afar merkileg, að trúarhugmynda gætir mjög hjá geðveiku fólki; það má jafnvel segja, að engar aðrar hugmyndir séu eins algengar á geðveikrahæl- um—nema ef vera skyldi kynferð- ishugmyndirnar. Það er þetta sem villir leikmennina o!g leggur þeim á varir gamla glamuryrðið, að “trúin geri menn geðveika.” Þeir snúa þessu við. Það er geð- veikin, sem vekur vissa tegund guðrækni og leysir úr læðingi trúarþrár og trúarhugmyndir. Hvers vegna eru trúarhu'gmynd- ir og trúarreynsla svo algeng hjá geðveiku fólki?—Þeirri spurningu má svara á fleiri en einn veg. Það er hægt að líta þannig á, að í kristnu þjóðfélagi hafi heim- ili og skóli, fermingarundirbún- inígur og kirkjuganga innrætt mönnum svo trúarhugtökin, að þau séu orðin einn frumþátturinn í meðvitundarlífi þeirra. Þau komi upp á yfirborðið, þegar lifið verði mönnum andstætt, og með þau sé farið eins og verndarþulur, þegar að syr(i. Ef til vill er þetta rétt, ef til vill rangt. Það sem mælir á móti því er rótgróin vanþekk- ing hjá miklum þorra fólks á trú- málum og kristindómi, og það er ósennilegt, að skólafræðslan ein sé fullnægjandi skýrin!g á trúar- blænum á geðveiki þeirra manna, sem áður virðast hafa lítt hirt um trúmál. Sennilega er það, að trúarhvöt- in og trúarþráin séu eitt af frum- öflum sálarlífsins og komi í ljós, þegar hugurinn sé í uppnámi. Flestir geðsjúkdómar birta það mjög, sem býr í djúpum meðvit- undarlífsins. Þeir svifta frá hul- unni, sem menn eru sveipaðir dag- lega meira eða minna. Sálsýkin flettir vægðarlaust ofan af oss. Alt, “sem í manninum býr,” kem- ur upp á yfirborðið, o!g það verður opinbert, sem engan rendi grun í áður. Þannig fer einnig á trúar- sviðinu. Trúaraflið verður við geðveikina þróttmikið og ofsafeng- ið, af því að það er frumstætt; það er frumhvöt, eðlisþrá og ó- sjálfráð krafa, sem margir geta bælt niður í daglegu lífi sínu, en við geðveikina verður það þrótt- mikið og ofsafengið, ósveigjanlegt og óstjórnlegt.—Prestafélagsritið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.