Lögberg - 08.06.1933, Síða 1

Lögberg - 08.06.1933, Síða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 8. JÚNÍ 1933 NÚMER 23 Séra Hjörtur J. Leó (•Endurminningar og æfisöguslitur) Eftir Guttorm Guttormsson. Miss Signy Stephenson Við gleÖjumst æfinlega þegar einhver af okkar fámenna þjóöarbroti getur sér góÖs eÖa er heiÖraÖur á einn eÖa annan hátt. Hinn 16. maí s.l. hlaut íslensk stúlka þann heiður að ganga fyrir brezku hirðina í Lundúnum og vera kyní konungshjónun- um. Þessi unga stúlka er fædd og uppalirijhér í borg. Hún er Miss Signý Stephenson dóttir Mr. og Mrs. Fred Stephenson að 694 Victor St. Hún er, þftir ])ví sem eg veit bezt, fyrsta islenzka konan, sem gengiÖ hpfir fyrir konung. AÖ ganga fyrir konung þótti heiÖur til forna bg svo er enn. Miss Stephenson er fríðleiks stúlka, prýðilega vel gefin, prúð og hæversk í allri framkomu og verður ætíð sér og sínum til sóma. Miss Stephenson var nemandi við Daniel Mclntyre skól- ann og útskrifaðist þaðan með heiðri vorið 1929. Síðan hefir hún stundað nám við Manitoba háskólann. í vetur sem leið ferðaðist hún um Evrópu ásamt Lady Eaton frá Toronto. Er Miss Stephenson unnusta John D. Eatons, syni Lady Eatons og Sir John C. Eaton (nú látinn fyrir nokkrum árum). Var Sir John Ea(on forseti hins alþekta Eaton's verslunarfélags. /. G. J. § ; Fyráta lúterska kirkja i Winnipeg Séra N. S. Thorláksson prédikar bæði við morgun-gnðsþjónustuna og kveld-guðsþjón- ustuna næsta sunnudag, hinn 11. júní. I 1 í Orður og titlar Til Islands VI. Lögmenskunám—til reynslu. í minningargreinum um séra Hjört sáluga Leó, þeim, sem áður voru birtar í Lögbergi, hefi eg skýrt nokkuð frá ætt hans og uppruna; frá æskuárum hans í Nýja íslandi; frá fyrstu för hans úr foreldrahús- um og út á mentabrautina; frá fyrstu viðkynningu okkar á Gimli þegar hann var kennari þar í fyrra skiftið; svo og frá afrekum hans ýmsum í mentunar-leitinni, og siðari skólastjórn hans á Gimli. Síðasti þátturinn endaði þar sem Hjörtur hafði verið kvaddur til að bera vitni við lítilf jörlegt réttarhald í Winnipeg og komist í hálfkærings orðakast við Bonnar lögmann, sem þá var einna mest rómaður á méðal almennings af öllum þeirrar stéttar mönnum í fylkinu. Hafði Bonnar viljað “impónera” þessu vitni, eins og hann var vanur að gj öra; en að þessu sinni brást honum bogalistin, og sumum þótti hann fara heldur halloka í orðaskiftum við Hjört þar fyrir réttinum. En eftir réttarhaldið kom Bonnar til Hjartar og hældi honum heilmik- ið fyrir einurð og skarpleika; og litlu síðar var Hjörtur kominn í vist á skrifstofu Bonnars og tekinn að stunda þar laganám af alefli. Hugur hans hafði stundum hvarflað i þessa átt áður; enda var hann mörgum þeim hæfileikum bú- inn, sem koma sér vel í lögmanns- stöðu og einkum við málaflutning. Mátti það því virðast all-liklegt, að á þessum vegum lægi frægð og vellíð- an framundan honum. En það fór alt á aðra leið; Hjörtur varð aldrei lögmaður. Atvikin, sem vörnuðu honum framsóknar á þessu sviði og gjörðu hann afhuga öllum lög- menskudraumum, virðast mér vera frábærlega upplýsandi um lundar- far Hjartar og innræti, og vil eg því skýra frá þeim i fáum orðum hér. Hjörtur undi sér all-vel við laga- námið hjá Bonnar fyrst um sinn, enda þótt hann sæi fyrir sér ýmis- legt í því umhverfi, sem hann gat alls ekki felt sig við. Bonnar mun hafa fengið býsna gott álit á þess- um nýja lærisveini og hugsað sér að gjöra úr honum duglegan mála- færslumann. Þegar Bonnar hafði mál að flytja fyrir rétti, tók hann Hjört með sér alla jafna, að sjálf- sögðu til að kynna honum mála- rekstur og réttarfar, en líklega þó með fram í þeirri von, að læri- sveinn gæti orðið sem allra kunn- ugastur lögmensku-snild meistara síns og léti þá kynningu ekki verða til ónýtis. Hjörtur kannaðist fylli- lega við frækleik Bonnars og lög- kænsku, en þó vantaði mikið á það, að honum líkaði fyrirmyndin að öllu leyti. Svo kom það fyrir einu sinni, að Bonnar var fenginn til að verja Galiciumanh—að mig minnir—sem átti sök að svara í heitrofsmáli og barneignar, en sækjandi var ungl- ingsstúlka fremur táplítil af sömu þjóð. Bonnar varði málið af mestu rögg eins og búast mátti við af hon- uni ; og þegar kallað var á sækjanda til að bera sínum málstað vitni, þá beitti lögmaður vitnaprófunar-snild sinni svo óvægilega, að Hirti var nóg boðið; og leikslokin urðu þau, að hlutur stúlku-aumingjans var miklu verri eftir en áður en harns- faðirinn gekk frá réttinum hróðug- ur og laus allra mála. Annað eins gat Hjörtur með engu móti' leitt hjá sér mótmælalaust. Hann tók sig til og sagði Bonnar hreinskilnislega, hvað sér fyndist um málsvörn hans og um úrslitin. Hon- um fanst, að hér hefði verið illa traðkað á rétti lítdmagnans og á- byrgðarhlutanum slælega skift með tveimur persónum jafn-sekum. En Bonnar bar auðvitað í bætifláka fyrir sina frammistöðu ; hann kvaðst ekki hafa farið lengra í málsvörn- inni, heldur en lög stóðu til og rétt- argögn. Og ekki veit eg um nokkra ástæðu til að rengja það. En Hjört- ur var alls ekki ánægður með þá réttlætingu. Ef landslögin breiddu sinn verndarvæng yfir annað eins, þá vildi hann ekki helga slíkum laga- setningum æfiár sín og starfskrafta. Litlu síðar gekk hann úr vistinni hjá Bonnar og fékst ekki við laga- nám eftir það. • Sagan er ekki sögð hér í þeim til- gangi, að varpa neinum skugga á minningu Bonnars lögmanns, og ekki heldur til að niðra landslögum og réttarfari yfirleitt, eða lögmanna- stéttinni—sem alt hefir sínar veiku hliðar að sjálfsögðu. En mér finst atvikið lýsa Hirti svo vel, að það megi með engu móti gleymast. VII. A Wesley. Eg veit ekki með vissu hvenær Hjörtur gekk í þessa vist hjá Bon- nar; en þó hygg eg að það hafi ver- ið í einhverju sumarfríinu, þegar hann stjórnaði miðskólanum á Gimli, eða þá á næsta sumri eftir að hann lét af þvi embætti.— Hjörtur var forstöðumaður Gimli skóla í þrjú ár. Hann fór alfarinn frá Gimli vorið 1903, og tók að sér forstöðu North Ward skólans í Sel- kirk næsta vetur; en þeirri stöðu sagði hann lausri vorið eftir. Mun hann þá hafa verið fullráðinn í að byrja nám við háskóla fylkisins og freista gæfunnar í þeirri átt, eins og kunningjar hans sumir höfðu gjört áður. Ekki mun það þó hafa verið fyr en á þessu sumri miðju,—1904—að Hjörtur tók fyrir alvöru að búa sig undir háskólanámið. Mentunar-fer- illinn, sem þar lá fyrir honum, myndi hafa orðið honum nokkuð tafsamur, ef hann hefði orðið að byrja það nám sem nýsveinn og fikra sig áfram stig af stigi til fulln- aðarprófs þess, sem Bachelor of Arts nafnbótin er kend við. Nám- skeiðið alt náði venjulega yfir sex eða sjö ár; tvö eða þrjú í undirbún- ingsdeild og fjögur í sjálfum há- skólanum. En Hjörtur var fyrir nokkrum árum búinn að ljúka fyrsta flokks prófi í kennarafræðum, eins og áður hefir verið skýrt frá í end- urminningum þessum; en það mentastig samsvaraði að mestu leyti próf-skilum fyrsta bekkjar í há- skóladeildinni. Undantekningin var latína, sem Hjörtur hafði aldrei numið, og ef til vill ein eða tvær námsgreinar aðrar. Að minsta kosti var latinan honum örðguasti hjall- inn eins og á stóð. Til þess að geta byrjað annars árs lestur í háskóla- deildinni og verið jafn-gildur bekkjarnautum sínum þar, þurfti Hjörtur að fleyta sér í gegn um fyrirskipaðan latínu-lærdóm bekkj- anna þar á undan—málfræði, stíla- leiðsögn og rómversk rit—og standa skil á þeim fræðum öllum við' auka])rófin um haustið. Vill hann nú reyna þetta; en tími var naum- ur, einar sex vikur, minnir mig, til haustprófanna. En ekki dugir ó- freistað, finst honum. Hann tekur því til óspiltra mála við þriggja ára latinuforðann, rífur sig einhvern veginn í gegnum þann vísdóm allan á þessum sex eða sjö vikum, og stenzt prófið. Hvort hann tók það examen með “láði,” er mér ekki kunnugt, en það var sannarlega vel (Framh. á bls. 7) Slys Stúlka í Þingvallasveit brcnnist mikið og er flutt til sjúkra- vistar í Rcykavík. Á fimtudaginn vildi það *slys til á Brúsastöðum í Þingvallasveit, 6r Sigrún Jónsdóttir, kjördóttir bónd- ans þar, Jóns Guðmundssonar veit- ingamanns í Valhöll, var að fást við útungunarvél sem þar er, að eldur komst í hitagjafa útungunarvélar- innar og sprakk hann. Laust þar upp miklum eldi beint framan í and- lit stúlkunnar og kviknaði sam- stundis í hári hennar og klæðum. Brendist hún mikið í andliti, hálsi og á herðum, og náðu brunasárin nið- ur á bak og brjóst. Svo heppilega vildi til að Árni Pétursson læknir var staddur á Þingvöllum þennan dag og var þeg- ar náð i hann. Tók hann sjúkling- inn með sér í bíl sínum til Reykja- víkur, og var stúlkunni komið fyrir hjó Ásu Ásmundsdóttur ljósmóður í Tjarnargötu 35. Brunasár henn- ar eru mjög alvarleg, sérstaklega brunasárin í andlitinu, en þó er ekki talið að liíi hennar sé hætta búin. Þegar Morgunblaðið talaði í gær við hjúkrunarstofu Ásu Ásmunds- dóttur var sagt „ að stúlkunni liði ekM mjög illa. f'lysið vildi til um sexleytið á fnutudaginn, en ekki komst bíllinn með sjúklinginn hingað til Reykja- víkur fyr en kl. 2 næstu nótt. Olli því vond færð á nýja veginum til Þingvalla. Mátti hann heita alófær á kafla fyrir ofan Svanastaðý. Mbl. 7, maí. Framfærslu styrkur Sambandsstjórnin hefir nú fallist á að leggja fram þriðja hluta þess fjár, sem til þess þarf að veita at- vinnulausu fólki i Sléttufylkjunum lífsframfæri. Er þar lítil hreyting á frá því sem verið hefir. Höfðu samningar um þessi efni gengið úr gildi, en verið endurnýjaðir til næstu ársloka. Voru margir hrædd- ir um að sambandsstjórnin væri að draga að sér hendina hvað þennan styrk snertir, en nú lítur ekki út fyrir að svo sé, eða ekki í bráðina. Það litur ekki út fyrir að neitt ætli að verða af því, nú í bráðina að minsta kosti, að Canadamenn fái nokkrar konunglegar orður eða titla. Afmælisdagur konungsins hinn 68. var á laugardaginn í vikunni, sem leið, og veitti hann þá nokkrum þegnum sínum ýmsar nafnbætur, eins og siður er til, en þar á meðal eru engir Canadamenn. Þessu titla- máli var heldur illa tekið á sam- bandsþinginu af mörgum og heldur Bennett liklega að það sé bezt að eiga ekkert við það í bráðina. Tveir nýir dómarar Fyrir fáum dögum hafa tveir ný- ir héraðsdómarar (county court judges) verið skipaðir í Manitoba. Annar þeirra er Harry Whitla, K.C., og kemur hann í staðinn fyrir Stubbs, sem hefir verið vikið frá embætti. Hinn er Joseph Bernier, fyrverandi fylkisþingmaður, sem kemur í staðinn fyrir MacPherson dómara, sem hefir náð aldurstak- markinu, sem nú er 75 ár, og hefir því orðið að segja af sér. Báðir | hafa þeir lengi verið tryggir íhalds- menn. Svala þorátanum Bandaríkjamenn drukku 1,500,- 000 tunnur af bjór í aprílmánuði, eftir því sem C. D. Williams, ritari ölgerðarmannanna skýrir frá. Mundu þeir hafa meira drukkið, ef nóg hefði verið til af ölinu. Mun það fráleitt lengi vera, að þar verði ölfangaskortur. Frá Islandi Útfluttar ísl. afurðir frá áramót- um til aprílloka á þessu ári nema samkvæmt skýrslu gengisnefndar kr. 9,796,480. Á sama tima í fyrra nam útflutningurinn kr. 13,989,630, árið 1931 kr. 13,108,640 og árið 1930 kr. 13,603,700. Fiskaflinn á þessu ári til aprílloka er samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins 41,870 þurrar smál. (eða sem því svarar). Afli á sama tíma var 31,- 985 smál. í fyrra, 35,072 smál. árið W31 °g 4°»3°i smál. árið 1930. Fiskibirgðir i landinu voru 1. maí s. 1. sem svarar 37,936 þurrum smál. í fyrra um sama leyti voru fisk- birgðirnar 23,772 smál. Árið 1931 voru þær 34,369 smál. en 32,132 smál. árið 1930. Frú Kristín Jónsdottir frá Arnar- nesi hefir málað glæsilega mynd af Stefáni Stefánssyni skólameistara og gefið hana Mentaskólanum á Ak- ureyri. Ásgeir Sigurðsson ræðis- maður hafði áður gefið þangað mynd af Jóni Hjaltalín fósturföð- ur sínum. Sigurður skólameistari hefir hin síðari ár keypt eitt mál- verk árlega til skólans. Er það góð- ur siður og ættu fleiri skólar að fylgja fordæminu Sigurður Eggerz er farinn til ísa- fjarðar. Þar á hann að verða bæj- arfógeti. í dag, 8. júní, eru þau séra Björn B. Jónsson, D.D., prestur Fyrsta lúterska safnaðar i Winnipeg og frú hans að leggja af stað til íslands. í þessum mánuði verður Dr. Jóns- son fullra 63 ára að aldri og í þess- um mánuði eru liðin 40 ár síðan hann var vígður prestur. Öll þessi fjörutíu ár hefir hann stöðugt til- heyrt kirkjufélaginu lúterska og is- lenzka, og og þrettán ár var hann forseti þess og tuttugu og fimm ár var hann ritstjóri Sameiningarinn- ar. Fyrsta árið eftir að Dr. Jóns- son varð prestur, ferðaðist hann meðal prestslausra safnaða íslenzkra hér i landi og prédikaði fyrir þá og gerði önnur prestsverk. Eftir það var hann prestur íslenzku safnað- anna í Minneota og grendinni i 20 ár, en siSustu 19. árin hefir hann verið prestur Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg. Dr. Jónsson hef- ir því í full 40 ár verið einn af prest- um kirkjufélagsins og allan þann tíma verið þjónandi prestur meðal íslendinga hér í landi. Enginn ann- ar hefir bæði tilheyrt kirkjufélaginu ávona lengi og stöðugt þjónað meðal I íslendinga. Hversu prýðilega Dr. Björn B. Jónsson hefir staðið í stöðu sinni öll þessi mörgu ár, skal hér ekki farið mörgum orðum. Sem prestur og kirkjuleiðtogi hefir hann unnið sér það álit og traust meðal Vestur-lslendinga, sem mun stöðugt standa. Með alt þetta fyrir augum, þótti fulltrúum Fyrsta lúterska safnaðar vel við eiga að bjóða Dr. Jónsson að taka sér þriggja mánaða hvíld frá embætti sínu, nú á þessu sumri. Hefir hann þegið það og ákveðið að nota tímann til að heimsækja föður- landið, sem hann hefir aldrei séð, síðan hann á barnsaldri fluttist með foreldrum sínum til Canada. Engu að síður er Dr. Jónsson ágætur ís- lendingur og prýðilega vel að sér í islenzkri tungu og íslenzkum fræð- um yngri og eldri. Vér minnumst ekki afi hafa séð mikið orð á þessu haft opinberlega, en satt er það engu að síður. Svipafi má segja um frú Jónson, eins og mann hennar, að hún fór á ungum aldri til Canada og hefir ekki síðan komið heim til íslands fyr en nú. En þeir, sem hún nú kynnist heima þar, munu komast að raun um, að vel hafi hún varðveitt móð- urmálið, þrátt fyrir langa útivist frá föðurlandinu. Dr. Björn B. Jónsson prédikaði í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudag- inn var, i síðasta sinn áfiur en hann og kona hans leggja af stað til ís- lands. Kirkjan var alskipuð við háðar guðsþjónusturnar. Dr. Jóns- son prédikaði bæði að morgni og kveldi. Við morgun guðsþjónust- una fermdi hann 45 ungmenni og um kveldið tók hann fjölda fólks til altaris—svo hundruðum skifti. Nokkur vottur virðingar og kær- leika sýndi Fyrsti lúterski söfnuður þeim Dr. og Mrs. Jónsson um það leyti að þau voru að leggja af stað, ' og munu þau hafa vel fundið, að þeim fylgja hinar heztu óskir sem ^afnaðarfólkið á í eigu sinni. Lögberg óskar Dr. og Mrs. Jóns- son allra fararheilla.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.