Lögberg - 08.06.1933, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.06.1933, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNI, 1933. Bls. 7 Séra Hjörtur J. Leó (Framh. frá 1. bls.) af sér vikið, eins og sakir stó'ðu, bara að hafa sig í gegn. Ekki var Hjörtur þó alveg ánægð- ur með þennan tímasparnað. Hann langaði til að komast á tveimur vetrum yfir allan fræðalestur þriggja bekkjanna, sem eftir voru. Fór hann fram á þetta við háskóla- ráðið, og hafði víst fulltingi surnra i þeim hópi; en mentamálagarpur- inn alkunni, doktor Bryce frá Mani- toba College vildi ekki heyra slíkt. SagSi karl, að það mundi verða reglulegt niðurdrep fyrir menning- aráhrif og mentalíf háskólans, ef námsmönnum væri leyft að snara sér á öðrum eins handahlaupum yfir skólafræðin. Urðu hans ráð yfir- sterkari, og Hjörtur mátti sætta sig við að verja þremur vetrum til námsins sem eftir var. Hjörtur byrjaði þá nám sitt um haustið í öðrum bekk háskóladeild- ar, eins og til stóð, og innritaðist á Wesley College, sem var grein af háskólanum. Wesley var þá nokk- urs konar miðstöð eða höfuðból ís- lenZkra námsmanna í Vestur-Can- ada, og hafði verið, síðan séra Frið- rik Bergmann tók að sér að kenna þar íslenzk fræði. Við urðum sam- bekkingar á W|esley, Hjörtur og eg; því að mér hafði skilað þetta áfram á meðan hann var við kenslustörfin. Tókst nú með okkur ágætur kunn- ingsskapur af nýju; við lásum oft saman, það sem báðum heyrði til af námsgreinum; bjuggum í sama húsi síðustu árin tvö, og höfðum flest í samlögum, sem á daginn kom hjá okkur utan skóla, bæði skemtið og alvarlegt. Fundum við fljótt, að hugir okkar höfðu tekið nokkurn veginn sömu stefnu á árunum, sem liðin voru, síðan hann var kennari minn á Gimli. Ekki áttum við þó samleið við náinið, nema að litlu leyti, því að Hjörtur lagði fyrir sig stærðfræði, en eg hélt mér að fornmálunum. En latínuna, sem var skyldunámsgrein í öðrum bekk, lásum viö stundum í samlögum. Það var fljót-fundið að Hjörtur var frábærlega vel fallinn til tungumálanáms og hafði mikla nautn af þeim lærdómi, jafnvel þótt hann hefði lengst af lagt annað fyr- ir sig. En hér þarf eg að skilgreina. Tungumál eru þrí-þætt fræði, finst mér. Fyrst er orðanámið. Enginn getur komist fljótt eða vel niður í nokkurri tungu, nema hann sé næm- ur og minnugur á orðin sjálf. Þessa sérstöku gáfu hafði Hjörtur þegið í mjög rikum mæli; eitt af sérkgnn- um hans var einmitt orðgnóttin, sem hann hafSi sífelt á takteinum, nærri því fyrirhafnarlaust. En það er þó ekki þetta, sem eg á við, þegar eg segi, að hann hafi verið góður tungu málamaður. — “Hvað er tungan? Ætli enginn, orðin tóm séu lifsins forði,” segir Matthías. Orða-þuln- ingin ein út af fyrir sig gefur lítið i aðra hönd, nema safn af nýjum táknum yfir gamlar hugmyndir. Annar þáttur er málfræðin. Ein- stöku menn eru að eðlisfari hæfir fyrir þá vísindagrein. Þeim er bæði nautn og einhvers konar uppbygg- ing, að því er virSist, í iðju þeirri sem hér heyrir til—að komast yfir ósköpin öll af beygingum, ættartöl- um orðstofna, málmyndalýsingum, málskipunarlögum, og svo framveg- is; en fyrir allan þorra námsfólks er sú þekkingartegund í meira lagi strembin, og varla gróðavænleg, nema sem inngangur að öðru meira. í þessari grein var Hjörtur vel hæf- ur til náms, en ekki sérstakt ofur- menni, nema mér skjátlist. Eg man það, að ýmislegt í latínsku málfræð- inni vafðist nokkuð fyrir honum þennan fyrsta vetur—sem ekki var reyndar mót von, eftir sex vikna hraðlesturinn um sumarið. En tungumálanám er meira en þetta tvent, sem nefnt var: orða- þulning og málfræði. Miklu meira. Tungan er lífstegund út af fyrir sig, sprottin beint út úr andlegu lífi þeirra manna, þeirrar þjóðar, sem hún heyrir til. Að læra tungumál einhverrar þjóðar eða kynslóðar, er eins og maður hlusti á málróm henn- ar i útvarpi; og meira en það, því að ef vel er hlustað, þá má heyra þar einhvern óm, eitthvert bergmál, af öllu, sem hreyfir sér í því þjóðlífi. “Oft má af máli þekkja, manninn, hver helzt hann er,” segir Hallgrím- ur; og það er jafn satt um þjóðir og kynslóðir, eins og um einstakl- inga. Og megingróðinn í þeirri lær- dómsgrein liggur í því að vakna til vitundar um þetta—að geta fundið sannar og lifrænar myndir af einni þjóð, af háttum hennar lífskjörum, sögu og svipbrigðum öllum, í sjálfu málinu. Náin kynni við fjarlægar þjóðir eða kynslóðir fást ekki með öðru móti. Hjörtur var áreiðanlega gæddur þessari kend á mjög háu stigi. Það var til dæmis auðfundið, eftir sex vikna latínulesturinn, að sú tunga var honum þá þegar eins og lifandi rödd, en ekki dauður bókstafur; hann hafði fundið þar lífsmagn eitt- hvert, sem örvaði hjá honum í- myndunaraflið. Mun það hafa hjálpað til, að séreðli latínunnar átti frábærlega vel við hann. Hjörtur var hetjudýrkari heilmikill; hann hafði miklar mætur á flestu, sem þróttmikið var, en skömm á “fín- heitum” öllum og tepruskap; og fyrir þvi var honum sérlega vel við tvö tungumál: latínu og forn-ís- lenzku. Mér hefir alt af fundist þessar tvær tungur vera karlmann- legustu málin, sem eg hefi nokkuð fengist við um dagana; og eg held, að Hjörtur hafi haft eitthvað svip- að á tilfinningunni. Hann fór oft með kjarnmikil vísuorð eftir Egil og önnur forn-skáld, eða kvæði eftir Matthías, þau sem forn-íslenzkust eru að anda og búningi, eða mergj- uð orð, sem kend eru við Gretti, Skarphéðinn, Ófeig í Skörðum og aðrar fomhetjur íslenzkar. Og fljótlega varð honum latínan í svip- uðu gildi; hann fór að leggja sig eftir merg málsins þar, eins og i íslenzkunni. Á þessurn fyrsta vetri snemma, vorum við Hjörtur að lesa í bún- aðarkvæðinu mikla, Georgica, eftir Virgil skáld. Komum við þar að lýsingu skáldsins á suðrænum þrumustormi. Hún var kraftmikil í rneira lagi; en mér fanst hún hljóta að vera nokkuð erfið aflestrar fyrir byrjanda. En Hjörtur var svo hug- fanginn af skáldskapnum, að það var eins og hrifningin fleytti honúm yfir alla örðugleika í sambandi við málið sjálft. “Ruit arduus aether (‘hrynur himinn hár’)”, sagði Hjörtur, “það er kraftur í þessu hjá gamla Virgil.” Mér virtist hann fá undir eins miklar mætur á þessu skáldi; einkenni Virgils áttu vel við hann; efnið svo hreint og fagurt æfinlega, og framsetningin svo list- feng og þróttmikil. Honum gast ekki nærri eins vel að Hórazi. Snildinni gat hann varla neitað ; en honum fanst Rómverjinn fara nokkuð aftan að siðum í efni kvæðanna stundum, eins og til dæm- is í vísuorðunum alkunnu: Nunc est bibendum, nunc pede libero Puls- anda tcllus (nú skal drukkið, nú skal fold slegin frjálsum fæti!”), og öðrum þaðan af klárgengri. Siða- vendni Hjartar var söm og áður, eða meiri jafnvel, heldur en þegar eg þekti hann fyrst á Gimli. Þótt hann væri dálítið glettinn x orði stundum, þá var það einkenni að- eins á yfirborðinu. Undir niðri var hann strangur hreinlifismaður bæði fyrst og síðast. Og sér í lagi var honum illa við daður, dans og vín- drykkju. Honum fanst það ganga guðlasti næst, að nota skáldgáfuna til að fegra slíka óhæfu. Hjörtur hafði oi'ð á því við séra Jón Bjarnason einu sinni, að sér fyndist Horaz skáld vera fremur blandinn í siðgæðinu. “Við hverju var að búast af honum, hundheiðn- um Epikúrista?” sagði séra Jón. Þó vissi eg til þess, að séra Jón sjálfur hafði mætur ekki svo litlar á smákvæðum Hórazar. Á saur- blöðum í “Bandalags-kveri,” sem mér var gefið eftir séra Jón látinn, eru skrifaðar með hendi hans nokkr- ar hugleiðingar út af slysinu voða- lega, þegar gufuskipið Titanic fórst með mörgum hundruðum manns úti á Atlfintshafi. Þetta voru víst efni- viðir í ræðu, sem hann mun hafa flutt á Bandalagsfundi. í “punkt- um” þessunx eru tvö eða þrjú erindi úr kvæðinu Sic te diva, eftir Hóraz skáld: Illi robur et aes triplex—og svo framvegis. (Allgóða þýðingu á kvæði þessu geta menn lesið í ljóð- um Matthíasar). En þetta er víst nóg um latínuna. —Hjörtur kxgði fyrir sig stærð- fræði sérstaklega, eins og áður var sagt. Eg var lítt gefinn fyrir þá vís- indagrein og sagði skilið við hana svo fljótt senx reglugjörð háskólans leyfði. Öll sú stærðfræði, sem Hjörtur hafði til meðferðar síðustu tvo veturna, var bví algjörlega ofan við mína þekkingu. Það vissi hann eins vel og eg. Þó kom það fyrir hvað eftir annað, þegar hann hafði unnið sigur á sérstaklega þungu verkefni, að hann hleypur með reikningsblöðin inn til min, frá sér nurninn af sigurfögnuði, eins og hann hefði fundið gulnáxnu, 6g tek- ur að útlista fyrir mér alla viður- eignina og þau hin dásamlegu stærða-lög, sem honum höfðu birst- í þeim útreikningi. Og alt af þegar við vorum úti á gangi okkur til hressingar, fór hann að skýra fyrir mér kjarna-atriðin í strembinni reikningstegund, senx calculus nefn- ist. Eg auðvitað skildi hvorki upp né niður í þeim fræðum, og reyndi ekki að skilja, en það gjörði hvor- ugum okkar hið allra minsta til. Mitt interesse við þau tækifæri var ekki stærðfræðin, heldur maðurinn sjálfur. Hann var auðsjáanlega fæddur kennari; var sífelt knúður til að veita öðrum mönnum “hlut- deild með sér í öllum gæðum,” á vegum þekkingarinnar, og gat með engu móti legið á mentun sinni eins og ormur á gulli. Engan mann hefi eg þekt, sem hafði nokkurs staðar nærri því eins sterka hneigð í þessa átt, eins og Hjörtur. Margar ágætar gleðistundir átt- um við í samlögum þessa þrjá vetur, þó hvorugum væri mikið gefið um “sport” eða gleðskap námsmanna- lifsins í skólanum. íslenzkir náms- menn voru yfirleitt fremur tregir til að “slá sér út” á þeim sviðum fyr á árum, eins og eg hefi skýrt frá áður. Auk þess var Hjörtur búinn að fást við kenslu og skóla- stjórn í mörg ár, og honum var orð- ið tamt að líta á skólalífið frá sjón- armiði kennarans fremur en nem- endanna. Hann var auðvitað í góð- um kunnugleikum við skólabræður sína; en þótti víst fremur spar á fylgi sitt, ef eitthvað var á seiði. En í okkar hópi höfðum við margt til upplyftingar, Hjörtur, eg og Jóhann G. Jóhannsson, sem hafði komið í sambýlið með okkur. Hjörtur hafði gaman af skáktafli, tefldi við hvern sem hann náði í, og var held eg býsna góður skákmað- ur. Það var einkennilegt við tafl- mensku Hjartar, að hann gat gjört sér einhvers konar hressandi gaman- leik úr íþrótt þessari, svo þögul og þungbúin sem hún er þó í eðli sínu. Kosninga rimma mikil stóð yfir annan veturinn sem við vorum sam- an. Roblin var að berjast við Liber- ala. Það tækifæri létum við ekki ónotað; við sóttum marga fundi og komum á ýmsar herstöðvar beggja flokka; og var ekki sparað að nota röddina, þegar Liberalar virtust þurfa þess við. Hjörtur réð þeim ferðum oftast. Hann gat orðið nokkuð tanhvass i kappræðum um pólitíkina eins og við ýms önnur tækifæri; ,en þegar hann tók á orð- gnóttinni, duttu mér oft i hug um- mæli Bjarna skálds um Odd lækni Hjaltalín: “Gadd-hörðum rudda- stáls reddum Raddar hann, engan þó skaddar.” — Stundum gengu kviðlingar eins og gráir kettir um hús hjá okkur; en ekki var það “skáldskapur Kolbeinn” nema þá hjá Hirti. Hann var fljótur að koma saman smellnum vísum. Og síðast, en ekki sizt, ber mér að nxinast á heimsóknir Hjartar til landa sinna út um bæinn. Hjörtur átti nxarga kunningja og hafði mjög mikið gaman af að sækja þá heim. Oft var hann í þeim ferðum fram eftir vökunni, og kom þá heim ná- lægt háttatíma, settist við skólaverk- ið og las fram á nótt. Stundum fór eg með honum, einkum þegar við heimsóttum íslenzku leiðtogana, séra Friðrik Bergmann og séra Jón Bjarnason. Séra Friðrik var skemtilegur heim að sækja. “Log- andi er þetta skýr maður,” sagði Hjörtur við mig einu sinni, þegar við komurn frá honurn. Alt urn það hneigðust hugir okkar meir og rneir að séra Jóni og stefnu hans—því að það var þá orðið augljóst, að þeir áttu ekki samleið, foringjarnir. Við konxum heinx til hans nokkuð oft, og íengum því meiri mætur á honum, sem við kyntumst honum betur; það var eitthvað við manninn frábær- lega heilt og hetjulegt. En sérstak- lega bárum við lotningu fyrir trúar- stefnunni — þessari óbilandi trygð hans'við látlausa kristindómskenn- ingu nýja testamentisins. Hugir okkar beggja höfðu stefnt að þessu nxarki um allmörg ár, i gegn um alls konar örðugleika. Það var því meira en skemtun, meira en andleg nautn, að heimsækja séra Jón og tala við hann; það var eins og við kæmum þar að föstu landi eftir útivist langa og erfiða og mikið sjávarvolk. Hjörtur var í alvöru farinn að hugsa til guðfræðináms og kenni- mannsstöðu þennan síðasta vetur, sem við vorum í háskólanum. Hann flutti ræður í kirkju séra Jóns nokkrum sinnum urn þann vetur og vorið eftir. Þessar fyrstu stólræður hans voru mælskar og hrífandi—eg get vel borið um það, því að hann las þær allar yfir höfuðmótunum á mér áðúr en þær voru fluttar í kirkjunni. En eg býst við að kenn- ingin hafi þó verið nokkuð viðvan- ingsleg, því að enginn verður veru- lega góður kennimaður fyr en með aldri og reynslu. Og svo vék hann stundum burt frá gömlum • reglum að forminu til. Eg man sérstaklega eftir einni prédikun, sem var kraft- mikil og háfleyg í meira lagi. Átti Hjörtur að prédika í kirkju séra Jóns á sunnudagskvöld, og litlu fyr- ir messutíma var hann búinn að reka smiðshöggið á þessa ræðu. Þegar við vorum albúnir til kirkjuferðar og áttum ekki eftir nerna fáeinar mínútur til að ná i siðasta strætis- vagninn, sem gæti skilað okkur til kirkjunnar í tæka tið, þá sezt Hjört- ur alt í einu niður við skrifborð sitt og fer í ósköpum að blaða í biblí- unni. “Hvað gengur að ?” spurði eg. “Eg var næsturn búinn að gleyrna því,” segir Hjörtur. “Eg þarf að finna einhvern texta við þessa ræðu.” — En kenningin hreif, ekki vantaði það. Hjörtur útskrifaðist með fyrstu einkunn vorið 1907 og hlaut verð- launapening fyrir kunnáttu sína í stærðfræði. Skildust þá vegir með okkur um sinn. Eg fór vestur til Churchbridge, en Hjörtur var urn tíma norður í Álftavatnsbygð, ef eg man rétt. Við höfðuin þá ekki sleg- ið neinu föstu um guðfræðinámið. En rétt áður en eg lagði af stað til Winnipeg um haustið, fekk eg skeyti frá Hirti; hann spyr, hvað eg ætli fyrir mér, og var á honum að skilja, að honum fyndist bezt að við létum eitt yfir báða ganga. Og eftir tvær eða þrjár vikur vorum við komnir af stað frá Winnipeg áleið- is til Chicago, til að lesa guðfræði á prestaskólanum lúterska í þeirri borg. (Meira). Danir og Sljesvík Nazistasigurinn 5 Þýskalandi hef- ir valdið all-mikilli ókyrð í Sljesvík, | beggja megin dönsk-þýsku landa- nxæranna. Á minningarhátið í Sljes- vík h. 24. marz hélt formaður Schelswig-Hblsteiner-Bunde, dr. Siewers borgarstjóri í Eckernförde, ræðu, þar sem hann krafðist þess, að dönsk-þýsku llandamærunum verði breytt.—“Þjóðverjar vilja fá Norður Sljesvík aftur,” sagði borg- arstjórinn. “Hér i Sljesvík verðum við fyrst að beita meitlinum, sem á að sprengja hlekki Versalasamnings- ins.” I byrjun apríl hélt einn af Nazistaforingjunum í Sljesvík, Peperkorn prestur, ræðu og krafð- ist hann einnig, að dönsk-þýsku landamærunum verði breytt. Þarna er ekki eingöngu um að ræða kröfur borar fram af tveimur einstökum Þjóðverjunx. Málið er langt um alvarlegra. Þarna er nefni- lega urn að ræða víðtæka hreyfingu í Sljesvík-Holstein, hreyfingu, sem er studd af stjórnarflokknum (Naz- ZAM-BUK Græðir fljðtt og vel BRUNASÁR og ÖNNUR SÁR istaflokknum) þar í landi. Og þar við bætist, að þýska þjóðarbrotið í Norður-Sljesvík (Suður-Jótlandi) og fulltrúi þess í danska þinginu, Schmidt prestur, styður kröfurnar um breytingar á dönsk-þýsku landa- mærunum. Schmidt lýsti því nýlega yfir, að markmið hans sé það, að Norður-Sljesvík verði aftur samein- uð Sljesvík-Holstein. Og skömmu seinna sanxþyktu kjósendur hans á- lyktun sama efnis. En hvaða leið ætla íbúarnir í Sljesvík að fara, til þess að fá framgengt breytingum á laffdamærunum ? I framannefndri ræðu skýrði Peperkorn frá áform- um Sljesvíkurbúa. “Við erum mót- fallnir bæði stríði og nýju þjóðar- atkvæði í Norður-Sljesvik,” sagði Peperkorn. “En sá dagur mun konxa, þegar íbúarnir í Norður- Sljesvík neyða stjórnina í Kaup- mannahöfn til að sernja við stjórn- ina í Berlin urn breytingar á landa- mærunum. “Nazisnxinn mun þjóta eins og elding um alla Norður- Sljesvík. Að minsta kosti 80 Naz- istafélög verða stofnuð þar i landi.” Hugmyndin er sú, að gera íbúana í Norður-Sljesvík að Nazistum og skapa þannig alnxennar kröfur rneðal þeirra um landamærabreytingar og neyða Dani til að sernja við Þjóð- verja. Nazistafélög hafa þegar ver- ið stofnuð í Norður-Sljesvík tíg þýskir Nazistar í einkennisbúningi hafa farið hópum sarnan til Norður- Sljesvíkur.—Af þessunx ástæðunx hefir danska þingið nýlega samþykt lög, þar sem meðlimum pólitiskra félaga er bannað að bera einkennis- búninga. Bannið bitnar ekki ein- göngu á Nazistum i Danmörku heldur líka á ungmennaliði komm- únista, sósíalista og hægri manna. Innan þessara flokka hafa upp á síðkastið verið stofnuð ungmenna- félög, að meira eða nxinna leyti með hernaðarlegu fyrirkomulagi.— Þótt flestir Þjóðverjar í Sljesvík hugsi sér að þýsk-dönsku landamær- unum verði breytt á friðsamlegan hátt, hafa þó heyrst aðrar raddir. T. d. talar “Nordschleswigsche Zeitung” um að landanxærin verði ef til vill flutt áeinni nóttu. Það hefir verið talað um þann mögu- leika, að Naz'staliðið kunni að ráð- ast inn í Norður Sljesvík og leggja hana undir Þýskaland, eins og póli- tiskt sjálfboðalið la^ði Wilna undir Pólland og ítalskt sjálfboðalið lagði Fiume undir Italiu skömmu eftir heimsstríðið. Þessi möguleiki liggur þá vafalaust ekki nærri. Það leið alllangur tími áður en stjórnin í Berlín lét í ljós afstöðu sina til viðburðanna í Sljesvík. En nú fyrir skömrnu hefir Rosenberg forstjóri utanríkismálaskrifstofu Nazista birt yfirlýsingu þess efnis, að stjórn Nazista standi ekki bak við kröfurnar um breytingar á dönsk- þýsku landamærunum. Nazista- stjórnin óskar yfirleitt samvinnu milli Norður- og Suður-Germana, henni er því ant um að sambúðin milli Þjóðverja og Norðurlanda- þjóða verði sem best. — Yfirlýs- ing Rosenbergs hefir vafalaust dreg- ið úr baráttunni fyrir landamæra- breytingu í Sljesvík, en þó langt frá bundið enda á þessa baráttu. Það vakti gleði alstaðar á Norð- urlöndum, þegar Danir fengu aftur ÍNorðurSljesvík að heimsófriðnum loknum. Gleðin var ekki eingöngu af því sprottin, að Danir fengu það senx var danskt, heldur lika af hinu, að þáverandi stjórn í Danmörku, stjórn Zahles, var svo forsjál, að þiggja ekki nxeira, þótt henni stæði það til boða. Dönsk-þýsku landa- mærin byggjast á vilja íbúanna í Sljesvik, vilja, sem látinn var í ljós við þjóðaratkvæði árið 1920. Um 7 5% atkv. í Norður-Sljesvík voru þá dönsk, aðeins 25% þýsk. Og við þingkosningarnar í nóv. í fyrra fékk þýski flokkurinn í Sljesvík aðeins 13% af atkvæðunum. Yfirgnæfandi meirihluti íbúanna í Norður-Sljes- vík er þannig stöðugt dansksinnaö- ur. K.höfn í apríl 1933. P. —Mbls. Það er ekkert verra en bakverkur Konu í Manitoba batnar af Dodd’s Kidnev Pills. Mrs. J. Pottinger hefir ávalt öskjur í húsinu. Overton, Man., 5. júní (Einka- skeyti). “Fyrir fáeinum árum þjáðist eg af bakverk,” segir Mrs. J. Pottinger, góðkunn kona sem hér á heima. “Eg vissi ekki hvað að mér gekk og fór til ýmsra lækna, en plástrar var það eina, sem þeir létu mig hafa. Eg gat aldrei notið góðrar hvíldar. Einu sinni var eg aö líta í Dodd’s Alma- nac og réði eg þá við nxig að reyna Dodd’s Kidney Pills. Eftir að hafa tekið úr þremur öskjum var mér batnað og hefi ekki haft bakverk síðan. Eg hefi ávalt öskjur í hús- inu.” Aðrir, sem liðið hafa af bakverk, segja frá því, að þeim hafi batnað og þeir hafi losnað við bakverkinn með þvi að nota Dodd’s Kidney Pills. Þær styrkja nýruji og halda þeim í því lagi að þau geti unnið sitt verk, að hreinsa öll óholl efni úr blóðinu. Dodd’s Kidney Pills eru nýrnameðal og hafa aðeins áhrif á nýrun. Svaf eins og steinn Bn þó snýr heilbrigður maður sér t rúminu alt að 25 sinnum á nóttu. Rannsóknir svefns og drauma er alveg ný vísindagrein, sem enginn veit enn hvað birta muni oss. \ Er það ekki alvanalegt að maður heyri einhvern segja: “Eg svaf eins og steinn í nótt”—og á þá við að hann hafi legið alveg rólegur alla nóttina, aðeins sofið, sofið? En þetta er alveg rangt. Menn sofa oft fast og i einurn blundi alla nóttina—en þeir liggja ekki kyrrir; þeir eru altaf að snúa sér og bylta sér í rúminu, án þess að vita af því. Þýskir, og þá sérstaklega ame- rískir vísindamenn, hafa verið að rannsaka þetta, og þeir hafa komist að þeirri niðurstööu að heilbrigður maður snúi sér í rúminu alt að 25 sinnurn á nóttu. Ástæðurnar til þessa eru taldar margar og mismun- andi hjá flestum. Það getur stafað af taugaósyrk, starfsemi heilans, undirvitund mannsins, eða draum- lífinu a s. frv. I háskólanum í Pittsburg í Bandaríkjum hafa verið gerðar mjög nákvæmar vísindalegar til- raunir um það hve oft menn snúi sér í svefni, án þess að vita af. Rannsóknirnar voru gerðar á rnörg- um alheilbrigðum stúdentum við há- skólann. Þær fóru þannig fram að “hreyfingateljari” var settur í sam- band við rúm þeirra, og hann aftur í samband við myndavél. I hvert sinn sem maður hreyfði sig í rúm- inu, taldi “teljarinn” hreyfinguna, og opnaði um leið fyrir ljósmynda- vélina, sem tók augnabliksmynd af manninum, eins og hann þá lá i rúm- inu. Á þenna hátt mátti sýna þeim, sem “sofið hafði eins og steinn,” hve oft hann’ hefði hreyft sig urn nóttina, og á hvern hátt hann hefði snúið sér í hvert skifti; það sýndu ljósmyndirnar. Eftir að þessar tilraunir fóru fram er það ljóst að það er engin sönnun þess, að maður hafi “sofið eins og steinn” þótt hann vakni í sömu stellingum og hann var þegar hann sofnaði. Hann getur hafa snú- ið sér og bylt sér á alla vegu alla nóttina, og það er aöeins hending að hann vaknar í sömu stellingum og þá hann sofnaði. Rannsóknir þessar hafa einnig leitt það í ljós, að mismunandi vöðvaafl kernur til greina við hverja hreyfingu í svefninum. Er þetta skýrt þannig að líkaminn hvílist aldrei allur í einu rneðan maður sef- ur, held sé sérstakt vöðvakerfi altaf “vakandi,” en til þess að öll fái að hvílast jafnt, verði maður að snúa sér sitt á hvað. Væri þá um nokk- urskonar ‘vaktaskifti’ i líkamanum að ræöa. —Lesb.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.