Lögberg - 08.06.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.06.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNÍ, 1933. Bls. 3 Sólskin é ^oooooooooooooeooooooooooooooooo* Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. Og smám saman liægt og hægt, tók Belmont að renna grun í, hvernig í öllu lá. Hann hafði ætíð hugsað sér, að Griles væri trúandi til alls þess, er miður var og ódrengdlegt. Hann vissi vel, að þessi hefðarlegi herramaður .var lygari og óábyggilegur náungi frá hvirfli til ilja. Gile.s hafði sennilega grun um, að Elsu væri kunnugt um, hvar hann Ralph Belmont væri niðurkominn, og nú væri hann hræddur um, að hún myndi ná tali af honum. Það væri því sennilega Giles, sem sent hefði þefara á liæla henni með það fyrir augum, að hún myndi fyr eða síðar heimsækja Belmont. A þann hátt gæti Giles einnig komist að, hvar Belmont héldi til. En hvað gæti Giles kært sig um að vita það? Belmont var í engum vafa um það, að Effington lávarð myndi meira en lítið langa til þess að affhenda hann lögreglunni; en það gat hann samt ekki gert án þess að rjúfa lof- orð sitt við Elsu. Nei, Giles myndi eigi sjálfur ljósta upp um hann, en hann væri vís til að fá einhvem þriðja mann til að taka það að sér. Nokkru síðar kom annar maður, er að ytra útliti svipaði til hins fyrra. Hann rölti um götuna og virtist ekki heldur hafa neitt á- kveðð fyrir safni. Fyrri njósnarinn kinkaði kolli til hans, yrti á hann fáeinum orðum, og fór síðan burt í skyndi. Belmont stóð stundarkorn og hugsaði sig um. Svo ásetti hann sér að ganga í humátt á eftir nr. 1 og sjá svo, hvernig færi. Hann sá nú á eftir manninum sem skálmaði áfram beinn í baki og brattur á velli alveg laus við flækingssvipinn, sem á honum var áður. Mað- urinn gekk og gekk hverja götuna á fætur anari og gegum lystigarðinn, og Belmont hélt alt af auga með honum, en gætti.þess vel að koma ekki of nærri lionum. Svo komu þeir að Charing-Cross-stöðinni, maðurinn beygði inn í Strandgötu, og Belmont á eftir honum. Á horninu á Curtis-stræti mi.sti Behnont alt í einu sjónar á manninum. Hann hafði ekki tekið eftir, að maðurinn beygði inn í þrönga og dimma hliðargötu. En hann kom samt auga á kann aftur í tæka tíð og flýtti sér nú ofan. eftir götu þessari, er sennilega var enda- markið á þessum eltingaleik þeirra. Maður- inii gekk að nr. 7 og hvarf þar inn um dyrnar. ‘ ‘ Hawkson og King, leynilögreglumenn, ’ ’ las Belmont á óhreinni látúsnplötu. “ Jú, jú,” sagði kann við sjálfan sig og hélt burt þaðan; “það var einmitt það, sem eg bjóst við, 0g eg er svo sem ekkrt liissa á því. Hví ætti herra Giles að vera orðinn' að nýjum og betri manni, þó hann sé kominn til Lundúna! ’ ’ XXXI. 1 heljargreipum. Skipstjórinn á “Oriana” hafði haldið lof- orð sitt. Áður en Belmont fór í land, hafði brytinn greitt honum fjárupphæð þá, er hann hafði innunnið sér, með því að aðstoða við frammistöðuna, og auk þess litla f járupphæð, sem skotið hafði verið saman lianda honum meðal farþeganna á þriðja farrými. Belmont hafði því einar 50—60 krónur, er hann steig á land. Það var eigi stórvægilegt fé, en þó nægilegt til þess, að hann gat keýpt sér ódýr- an fatnað tilbúinn og haíði fáeinar krónur afgangs. Hann gekk nú aftur inn í Strandgötu og hélt spölkorn áfram eftir henni, beygði síð- an inn í þvergötu, og fann bráðlega það sem hann leitaði að, einfalt og óbrotið veitinga- hús. Þar gekk liann inn. Það var orðið áliðið dags, og hann liafði varla bragðað mat allan daginn. Hann liafði enga lyst haft á máltið þeirri, sem frú Grace hafði borið honum um morguninn. Hann vissi vel, að það var “ölmusa,” og, honum fanst hver bitinn standa í sér. Honum var það ekki gefið, að geta lifað á góðgerðarsemi annara. Hér gat hann borgað það, sem hann neytti, og hann pantaði því kjötsnúða. Meðan hann beið eftir matnum, bað hann frammistöðu- stúlkuna um ritföng og settist niður við að skrifa. Það var hérumbil mannlaust í veitingasaln- um um þetta leyti, og hann bar því engan kvíðboga fyrir því, að nokkur myndi kannast við hann. Hann sat nú og hugsaði sig um. Hvað átti hann annars að skrifa? Það var ekki svo auðvelt. Hann byrjaði því á utaná- skriftinni: “Ungfrú Elsa Ventor, 12 Down- fort Street.” Hann varð að taka tillit til þess, að svo gat farið, að bréfið lenti í hönd- um annara. Giles gæti t. d. á einn eða annan hátt séð svo um, að Elsa fengi ekki neitt bréf, sem hann ekld hefði athugað, áður en það kæmi í hennar hendur. Þetta var því áhætta; en hjá henni varð samt ekki komist. Hann skrifaði á þessa leið: Það er haldið njósmmn um yður. ...Leyni- lögreglumaður frá Hawkson og King hefir vakandi auga á húsinu, þar sem þér eigið heima, og fylgir óefað eftir yður, hvert sem þér farið. Maður sá, er þér hafið sýnt svo göfuglyndan velvilja, fer frá Lundúnum um hríð. Er hann kemur aftur, þarf hann eigi framar að fara huldu höfði, þar eð hann hefir ákveðið að breyta á þann veg, sem hcmn telur sér bera skyldu til. Kaupmenska sú, er þér hafið gengið inn á, getur ekki staðið í gildi. Hann n&itar að scetta sig við það. Hann mót- nœlir eindregið því, að þér leggið svo mikið í sólurnar. Ilans auma líf er eigi þess 'virði, að þér fórnið svo miklu fyrir það. Er hingað var komið bréfinu, hætti hann að skrifa. Það var svo margt, sem hann lang- aði til að skrifa—alt, alt annað en þetta, en hann lagði skyndilega pennann frá sér og braut sama bréfið. ‘ ‘ Svona er bezt að það endi, ’ ’ liugsaði hann með sér. Hann stakk bréfinu í umslagið og borðaði síðan miðdegisverðinn með góðri lyst. Alt hik hans og efi, er áður hafði fvlt huga hans, var nú gersamlega horfinn. Nú var liann alveg staðráðinn í áformi sínu. —Annað sinn á æfi sinni hafði Ralpli Bel- mont ákveðið að fórna sjálfum sér. Hann taldi peninga sína, er hann fór út úr veitingahúsinu, og gekk inn í pósthús og sendi bréfið af stað. Síðan stefndi hann til járn- brautarstöðvarinnar. Yorkslliire liggur langt frá Lundúnum, en þangað ætlaði hann sér nú. Peningar hans nægðu rétt til ferðarinnar. Um ferðina þaðan aftur hugsaði hann ekkert ákveðið. Og auk þess var alls eigi víst, að hann kæmi aftur. Heima fyrir í fæðingarsveit lians voru margir, er myndu þekkja hann aftur, og hann átti því á hættu að verða kærður íyrir lög- reglunni. Jæja, hann var annars ekkert að brjóta heilann um það. Það var svo sem al- veg sama, þótt einhver annar yrði til þess að kæra hann, úr því hann hafði ásett sér að gera það sjálfur. t E11 hann var að liugsa um Maríu systur sína. Hann varð að fá vissu sína fyrir því, að lienni liði vel. Hann bjóst ekki við að sjá hana. Og hann óskaði þess heldur ekki. Hún var líka sennilega flutt þaðan úr sveitinni þar sem glæpurinn hafði verið framinn, og þar sem nafn hans liafði verið bendlað við svo hræðilegt ódáðaverk. Það var því ósköp skiljanlegt, að María kærði sig ekki um að eiga þar lieima. Hann vonaði innilega að María væii nú gift Arthur Jamieson og væri nú hamingju- söm í einhverri annari sveit undir lians vernd og- forsjá. Hann langaði til að fá vissu sína um þetta. Hann varð að fá vissu sína um það, hvernig systur lians elskulegu liði, þeirri systur, er hann hafði elskað svo innilega. Um sjöleytið átti járnbrautaiiest að fara frá Lundúnum. Um ellefuleytið átti hún að koma til Carfew. Frú Carfew var 'hér um bil tveggja stunda ganga heim á gamla heimilið hans. Það var einmitt heppilegt fyrir hann að koma þangað um nótt. Þá átti hann ekki á hættu að rekast á kunnuga, fyr eu hann væri búinn að grenslast eftir því, sem hann langaði til að fá að vita. Þegar því væri lokið, var honum sama, hvað um hann yrði. Lífið var honum einskisvirði framar, en hann vildi heldur gefa sig sjálfur fram við lögregluna, en að aðrir skyldu verða fyrri til að kæra hann. Klukkuna vantaði tíu mínútur í ellefu, er liann steig út úr lestinni í Carfew. Það var dálítil úrkoma. Farþegarnir þangað voru fremur fáir og hann fór frjáls ferða sinna fyrir þeim. Hestvagnar og bílar voru komnir á stöðina til að sækja flesta þeirra, en enginn sendur eftir honum. Honum bjóst enginn við. Rigningin var beint á móti honum og liann varð gagndrepa á skammri stundu, er hann hraðaði sér áfram í myrkrinu í áttina til Bar- bridge. Ralph Belmont gekk þannig hina löngu leið til bernskustöðva sinna í helli-rigningu. Hann gekk í djúpum hugsunum. Hann gleymdi al- gerlega nútímanum, en dreymdi aðallega um þann liðna, en þó hvarflaði hugur hans öðru hvoru til ókomna tímans. Hann var svo nið- ursokkinn í liugsanir sínar, að hann gleymdi bæði stund og stað, og áður en varði, var hann kominn á leiðarenda. Hann nam alt í einu staðar. Tunglið óð í skýjum og kom nú fram milli svartra regnskýja, er stormurinn þeytti áfram, og milli hans og tunglsbirtunn- ar reis nú dökk skuggamynd af húsi því, er eitt sinn hafði verið allur heimur hans: Shuttlefields, bernskuheimilið, er hann hafði dreymt um á eyjunni langt, langt í burtu, sem hann hafði vitjað svo títt í draumum sín- um og hugsunum. Nú var það hérna rétt fyrir framan hann, alveg raunverulega. Hann lyfti klinkunni á hliðinu litla, er var rétt utan við rimlahliðið mikla, sem lokaði akveginum upp að húsinu. Hann opnaði hliðið, sem ýskraði á lömun- um. Það var að líkindum ekki opnað oft nú um stundir. Eftir útlitinu að dæma í myrkr- inu, var alt úr sér gengið og vanrækt. Dyravarðaríbúðin litla rétt við aðalhliðið var galtóm. Gluggarnir, sem sneru út að veg- inum, voru brotnir, og það liöfðu þorps'börnin líklegast gert. Hérna hafði Jerome gamli haldið til, umsjónarmaður frænda hans. Bel- mont mundi svo vel eftir þessum grálvnda leiðindasegg. Hann hafði aldrei getað felt sig við liann. Frá blautu barnsbeini hafði hann alt af sneitt hjá Jerome gamla. Það var eins og ilskan streymdi í allar áttir út frá þessum geðilla, krókbogna karlskrögg. Belmont hafði haft fylstu ástæðu til að liata þenna karl. Það var Jerome, sem bar slúður- sögur til frænda hans—sögur um stráka, sem höfðu hnuplað ávöxtum eða troðið í einhverju blómabeðinu—eða verið á fiskveiðum á sunnu- degi. Alt af var það Jerome, sem bar þessar sögur. Og svo hafði gamli maðurinn, — Austery Barling, frændi Belmonts—varpað öndinni mæðilega og lyft augunum til liimins í mótmælaskyni 0g síðan tekið spansreyrinn fram úr skápum. “Mér þykir fyrir að verða að hegna þér, Ralph, en það er skylda mín. Það væri mikjl vanræksla af mér bæði gagnvart þér og þjóð- félaginu, ef eg léti þessháttar brot óhegnt. ’ ’ Og það hafði liann heldur ekki gert. Ralph Belmont hafði aldrei gleymt þeim höggum. Ætíð er hegningin byrjaði, voru liöggin, ef til vill, ekki svo ýkja þung né hörð, en smám saman var hert á þeim. Það var eins og liið blíða andlit frænda hans gerbreyttist, og bláu augun hans hógværu loguðu nú af djöfullegri grimd og hörku, og hann beit saman tönnun- um eins og villidýr í heiftaræði, og svo hafði gamli maðurinn látið höggin dýnja á drengn- um, þangað til hann var steinuppgefinn og varð að hætta til þess að ná andanum. Ralph Belmont stóð kyr og studdist upp við hliðið og sá fyrir sér alt þetta, eins og það hefði verið í gær. Hann minntist þess, að Jerome gamli liafði venjulega verið viðstadd- ur \úð þessar æðistryltu hegningar-atliafnir, og þá hafði liann brosað andstyggilega eins og skemti liann sér vel við þessa sjón. Þarna hafði Ralph alist upp og orðið stór og sterkur, svo frænda hans tók að standa beygur af honum. Ralph var svo sendur á mentaskóla og honum hafði aldrei dottið í liug, að hýðingar þær, er Austery gamli Barl- ing hafði rétt honum, gengju nú í arf til lítill- ar varnarlausrar stúlku, Maríu systur Ralphs sem nú var alein eftir heima. En samt var því nú svona varið. María hafði að vísu ekki sagt honum það sjálf-—það hafði liún ekki þorað, af ótta við frænda sinn, sem eflaust mundi hefna sín, er Ralph væri farinn aftur í skólann. En hann liafði samt komist að þessu af tilviljun. Þótt gamli maðurinn lægi nú í gröf sinni og hefði verið myrtur, gat Ralph Belmont enn þá þann dag í dag krept hnefana í bræði og hatri til þessa illmennis, í hvert sinn, sem houm varð hugsað til þess, að María, veslings uppburðarlitla María sysir hans hefði verið það fórnai’lamb, er varð að sæta þvílíkri mis- kunnarlausri meðferð. Að lokum hafði María risið gegn böðli sínum og drepið hann. Hver gat láð lienni það ? Gat nokkur krafið hana til ábyrgðar, er hún var rekin beint út í örvænt- inguna. Ralph liafði sjálfur aldrei hugsað niðrandi til hennar fyrir þetta. Hann hafði aldrei álasað henni í huga sér. Hún hafði ef- laust ekki verið með sjálfri sér kvöldið það. Eins veikluð og kraftalítil og hún var þá, hefði lienni verið það allsendis ómögulegt að greiða annað eins högg og það, sem lauk æfi gamla mannsins, nema því að eins að hún hafi verið viti sínu fjær. Ralph var kunnugt, að undir þeim kringumstæðum gátu jafnvel veiklaðir og kraftalausir skyndilega orðið heljarmenni að burðum. Hann gekk liægt upp að húsinu. Einhversstaðar langt úti í myrkrinu sló klukka eitt. Hann vissi að það var kirkju- klukkan. PROrESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Offlce tlmar 2-J Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Wlnnlpeg, Manitoba Símið uantanir yðar Roberts Drug Stores Limited ÁbyKgilejfir lyfsalar Fyrsta flokks afirreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögtrœtHngur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 96 062 og 39 043 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED TannUeknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 646 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (á Ö8ru gólíi) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrifstofur a8 Lundar og Gimll og er þar a8 hltta fyreta miðvikudag í hverjum mánu81. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manltoba Dr. A. B. Ingimundson TannlasknW 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Simi 22 296 Helmilis 46 064 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœöingur 801 Great Weat Perm. Bldg. Phone 92 765 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 8S4 Stundar augna, eyrna, nef og kvöfka sjúkdóma.—Er aB hitta kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h. Heimlii: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 DR. A. V. JOHNSON lslenzkur Tannlceknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Heimllis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslml 71 768 Dr. P. H. T„ Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur sá. bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. Skrifstofu talsiml: 86 607 Heimilis talslmi 601 662 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City HaU Phone 97 024 DR. A. BLONDAL A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. E. G. Baldwinson, LL.B. 602 Medical Arts Buildmg ' íjítundar sérstaklega kvenna og Annast um fasteignir manna. tslenzkur lögfrœOingur barna sjúkdóma. Er a8 hitta Tekur a8 sér a8 ávaxta sparifé frá kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. fólks. Selur eldsábyrg8 og bif- Residence Phone 24 206 Office Phone 22 296 reiða ábyrgBir. Skriflegum íyrir- Heimili: 800 VICTOR ST. spurnum svara8 samstundis. 729 SHERBROOKE ST. Slmi 28 180 Skrifst.s. 96 767—Heimas. 33 328 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED NuddUeknir 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Viðtalstími 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja hú». Ot- Phone 36137 vega peningalán og elds&byrgO at 632 SHERBURN ST.-SImi 30 877 'IUu tagi. Sfml8 og semjl8 um s&mtalsUma 1 S»one 94 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.