Lögberg - 24.08.1933, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.08.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. ÁGÚST, 1933 Fertugaáta og níunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Veáturheimi Haldið i Argylebygð í Manitoba frá 23. til 27. júní 1933 Fyrir nokkrum árum, þegar skólinn var í mikilli fjár- þröng, fékk skólanefndin $2,000.00 lán hjá manni, er ekki vill láta nafn síns getið. í ár gaf þessi göl'uglyndi og góði maður skólanum upp alla skuldina. Hafði hann áður gefið skólanum stóra gjöf, svo að öllu samanlögðu, hefir enginn fslendingur gefið skólanum jafnmikið. Ekki er hann skóla- genginn maður, en hann virðist hafa gleggri skilning á þessu máli en sumir sem skólagengnir eru. Eitt er víst, að hann getur unt öðrum þess, að njóta mentunar, þótt hann ætti ekki kost á því sjálfur. Og hann telur það ekki eftir sér að styrkja þessa einu kristilegu mentastofnun, sem vér Vestur- fslendingar höfum komið á fót. Með frábærlega fögru for- dæmi og fórnfýsi vekur þessi dánumaður hjá oss aukinn á- huga og trú á málefninu. Það sæmir oss ekki, sem yngri erum, að láta helgustu og göfugustu hugsjónir hinna eldri lenda í kalda koli, ef við með nokkru móti fáum þess varnað. Skólaráðið vottar þessum gjafmilda og hógværa vin skólans hjartans þakklæti fyrir allar gjafirnar. Einnig þakk- ar það af alhug öllum, sem rétt hafa skólanum hjálparhönd, bæði fyr og nú. Og það þakkar sömuleiðis öllum kennurum skólans, sem hafa lagt sig alla fram til að lijálpa nefndinni og skólanum og hafa unnið verk sitt af stakri trúmensku og velvilja. Winnipeg, Man., 22. júní 1933. Fyrir hönd skólaráðsins, J. Stefánsson, ritari. Nokkurar umræður urðu um málið. Tóku ýmsir til máls, þar á meðal dr. Richard Beck, prófessor í norrænum fræðum, við háskóla Norður Dakota rikis, er flutti skarpa, hvetjandi ræðu um skólann og þá mikilvægu þýðingu er hann hefði fyrir viðhald íslenzks þjóðernis í Vesturheimi.—Var um leið samþykt í e. hlj., að dr. Beck hefði málfrelsi i þinginu. Að þessum umræðum loknum var skólamálinu, með ein- róma samþykt, vísað til ö manna þingnefndar. í nefndina voru skipuð þau J. G. Jóhannson, Theodore Sigurðsson, Mrs. G. Freeman, Guðni Thorleifson og Mrs. C. P. Paulson.— Þá lá fyrir 10. mál á dagsskrá: Sameiningin og gjörðabók kirkjuþingsins Samþykt var að vísa því máli til 5 manna þingnefndar. I nefndina voru skipuð: C. P. Paulson, Dóra Benson, Valdi- mar Bjarnason, J. S. Gillis og Jakob Westford. Þá var tekið fyrir 11. mál á dagsskrá: Breyting á auka- lögum, að því er snertir kosning embættismanna kirkjufé- lagsins. Skrifari las upp þá breyting er framkvæmdanefnd mælir með til þings, er snertir þetta efni, og er að finna í 6. gr. aukalaganna. Greinin, eins og hún nú hljóðar, er þannig: “Embættis- menn skulu kosnir í þinglok. Skal kosning fara fram skrif- lega, sé fleiri en einn í kjöri, og þarf meirihluta greiddra at- kvæða til þess að embættismaður sé kosinn. Sé aðeins einn í kjöri til einhvers embættis, skal forseti lýsa hann kosinn í e. hlj., án atkvæðagreiðslu.” Greinin, eins og framkvæmdrnefndin mælir með að hún nú sé, er á þessa leið: - “Embættismenn skulu kosnir í þinglok. Kosning forseta, skrifara og féhirðis skal ætíð fara skriflega fram, án útnefn- inga, og þarf meirihluta greiddra atkvæða til þess að embætt- ismaður sé kosinn. Sé að eins einn í kjöri, til vara-embættis, skal forseti lýsa hann kosinn í e. hlj., án atkvæðagreiðslu. Sé fleiri en einn í vali, fer atkvæðagreiðsla fram skriflega.” Forseti skýrði frá hvað framkvæmdarnefndin hefði í huga, með því að mæla með þessari breyting, sem væri það, að gera kosningar embættismanna sem allra frjálsastar og réttlátastar. Séra N. S. Thorláksson lagði til og S. O. Bjerring studdi, að tillaga framkvæmdarnefndarinnar sé samþykt. Árni Eggertson gerði þá breytingartillögu og J. G. Jó- hannson studdi, að embættismanna kosningar fari fram að morgni síðasta þingdags, en ekki í þinglok, eins og er í til- lögunni. Urðu nokkrar umræður um málið, þar til breytingartil- lagan var borin upp og samþykt. Var síðan aðal-tillagan, með áorðinni breytingu, borin upp og samþykt. Með þessu var hið 11. mál á dagsskrá afgreitt af þinginu. Rætt var næst um endurskoðun á lögum og reglum kirkjufélagsins. Málið var innleitt, með ræðu, af séra G. Guttormssyni. Séra N. S. Thorláksson gerði þá tillögu, er S. O. Bjerring studdi, að væntanlegri framkvæmdarnefnd sé falið þetta efni á milli þinga. Var það samþykt. Forseti skýrði frá, að Pembinasöfnuður hefði tilkynt, að hann treystist ekki lengur til að halda áfram starfi, og vildi afhenda kirkjufélaginu eign sína. í því sambandi las skrifari tillögu framkvæmdarnefndar, er snertir þetta efni, og hljóðar á þessa leið: “f tilefni af því að Pembínasöfnuður hefir tilkynt kirkju- félaginu, að hann treysti sér ekki lengur að halda áfram safnaðarstarfi, og vill þar af leiðandi afhenda kirkjufélginu kirkjueign sína, þá leggur nefndin til, að framkvæmdarnefnd þeirri, er kosin verður á þessu þingi, sé falin afgreiðsla þessa máls og að skrifari sé beðinn að skrifa Pembinasöfnuði og þakka, í nafni kirkjufélagsins, fyrir það sæmdarboð, að vilja afhenda því kirkjueign sína.” Var ráðstöfun þessi samþykt, um Ieið og forseti skýrði frá, að hann hefði, eftir að þetta var rætt í framkvæmdar- nefnd, fengið þær upplýsingar, að miklar likur væru nú til, að Pembinasöfnuður, með breyttu fyrirkomulagi gæti haldið á- fram störfum og notað áfram kirkjueign sína. Þá var tekið fyrir á ný 2. mál á dagsskrá: Kristniboð meðal heiðingja Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði K. V. Björnson fram þessa skýrslu: Skýrsla þingnefndar í kristniboðsmálinu Nefndin leggur til: 1-. að kirkjuþing þetta lýsi yfir samúð sinni með séra S. O. Thorlákssyni og konu hans í þeirri hrygð og vonbrigð- um, sem þau urðu fyrir við endurkomu sína til starfsins. Vonum við og biðjum að Guð opni þeim dyr að ávaxtaríku starfi í framtíðinni, og beini til sannrar trúar hjörtum þeirra sem afvegaleiddir hafa orðið. 2. Ennfremur að tillag, sem nemur $500 sé veitt til er- lends trúboðs á þessu fjárhagsári og að sú upphæð borgist eftir hentugleikum, samkvæmt ráðstöfun féhirðis við forseta. Á kirkjuþingi í Argyle, 26. júní, 1933. K. Valdimar Björnson, S. O. Bjerring Ásbj. Sturlaugson. Samþykt var að taka skýrsluna fyrir, lið fyrir lið. . 1. liður var samþyktur. Við 2. lið gerði séra H. Sigmar þá bréytingartillögu, er margir studdu, að í stað $500.00, komi alt að $1200.00, eins og samþykt var í fyrra. Urðu talsverðar umræður um liðinn. Loks gerði J. S. Gillis þá breytingar-tillögu, við breytingu, er J. A. Walterson studdi, að tillag kirkjufélagsins sé $800.00 Urðu enn nokkrar umræður um tillögurnar er fyrir lágu, þar til breytingartillagan við breytingu, var borin undir atkvæði og feld. Því næst var breytingartillagan borin upp og sam- þykt. Var nefndarálitið síðan, með áorðinni breytingu, í heild sinni samþykt. Málið þar með afgreitt á þessu þingi. Tilkynt var að Ottó Anderson, þingmaður frá St. Páls- söfnuði væri í þann veginn að fara af þingi, og að Bjarni Jones kæmi í hans stað. Skrifaði hann síðan undir skuld- binding þingsins og tók sæti sitt sem fulltrúi St. Pálssafnaðar. S. O. Bjerring vakti máls á því, að séra Jóhann Friðriks- son, er ,verið hefði í þjónustu kirkjufélagsins í fyrra, með lágum launum, hefði stundum haft meiri kostnað við ferða- lög en áætlað hefði verið. Gerði hann þá tillögu, er margir studdu, að honum væri greidd $50.00 uppbót, og var það samþykt í e. hlj. Þá lá fyrir á ný 5. mál á dagsskrá: Samband kirkjufélagsins við önnur últ. kirkjufélög Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði Gamalíel Thor- leifsson fram þetta nefndarálit: f kirkjuþingi i Minneota árið 1930, og fram á þenna dag, hefir kirkjufélagið haft með höndum málefni, sem í upp- hafi var orðað: samband kirkjufélagsins við önnur lútersk kirkjufélög. Á síðari tímum hafa umræður og athafnir aðal- lega horfið að sainbandi við United Lutheran Church in America. Brátt kom í ljós að menn greindi mjög á, hvort ráðlegt væri og heppilegt að festa það samband. f liðinni tíð, hafa bæði fylgjendur málsins og andstöðuflokkurinn, lagt fyrir almenning nytsemi þess og afföll, vinninga þess og töp, bæði á þingum og í opinberum blöðum, og eftir vorum skilningi, mjög rækilega. Meðhald og mótstaða virðist ekki enn að hafa færst saman, og veldur þar hvorttveggja, að i meðferð málsins, og í hugum margra, verður það bæði tilfinningamál og þjóð- ernismál. Þannig stóðu sakir, þegar samþykt var á þinginu að taka prófsatkvæði'um málið. Með því eina móti var komist sem næst ábyggilegri vissu hvernig hugur og vilji allra þingfull- trúa stæði. Við atkvæðagreiðslu kom í ljós nokkuð öflugur meiri- hluti, sem var mótfallinn sambandinu, eða nokkuru í þá átt á yfirstandandi tímum, og bendir það til þess, að óþarft sé og óheppilegt að halda þvi við á dagskrá kirkjuþinga að minsta kosti í nálægri framtíð, og vonast nefndin eftir, að hafa þar til stuðnings bestu manna yfirsýn. Nefndin getur ekki gengið frá máli þessu án þess að viðurkenna þakklæti kirkjufélagsins fyrir það bróðurþel, sem hið virðulega kirkjufélag United Lutheran Church in America, hefir ávalt sýnt félagi voru, og þann styrk, sem það hefir veitt stofnunum vorum í liðinni tíð. Vér vonum að það vinsamlega sapiband haldist. Ræður nefndin nú til, að þetta sambandsmál sé tekið út af dagskrá þingsins, og þvi frestað um óákveðinn tíma. Á kirkjuþingi að Baldur, 26. júni 1933. G. Thorleifsson, K. Valdimar B iörnson, C. B. Jónsson, S. E. Jóhannson, Árni Eggertson. Þá er nefndarálitið hafði verið lesið var komið rétt að hádegi. Var því samþykt, að fresta frekari aðgerðum í mál- inu, þar til síðari hluta dags. Sunginn var sálmurinn No. 28, “Drottinn blessi mig og mína, morgun, kvöld og nótt og dag.” Var fundi síðan slitið kl. 12 á hádegi. Næsti fundur ákveðinn kl. 2 e. h. sama dag. SJÖUNDI FUNDUR kl. 2 e. h. sama dag. í fundarbyrjun var sunginn sálmurinn 170, “Ó hversu sæll er hópur sá sem herrann kannast við.” Fyrir lá, á ný, 5. mál á dagsskrá: Samband kirkjufélags- ins við önnur lútersk kirkjufélög. Eftir lítilsjiáttar umræður gerði W. C. Hillman þá til- lögu, er Philip Johnson studdi, að nefndarálitið sé samþykt í einu lagi. Var tillagan borin undir atkvæði og samþykt.— Séra R. Marteinsson Iagði fram þessa yfirlýsing, frá sjálfum sér, er hann óskaði að væri bókuð í þingtíðindum kirkjufélagsins: Eg finn mig til þess Jtnúðan að lýsa yfir hrygð minni út af þeirri aðferð, sem framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins að- hyltist að byrja, á þessu þingi, málið um samfund kirkjufé- lagsins við önnur lútersk kirkjufélög með . prófsatkvæða- greiðslu og á þann hann loka frjálsum umræðuin um málið sjálft. R. Marteinsson. Var með þessu málið afgreitt á þessu þingi. Þegar hér var komið voru engin önnur nefndarálit reiðu- búin. Var þá samþykt að hafa einnar klukkustundar fund- arhlé, til þess að gefa þingnefndum færi að vinna þau nefnda- störf, er fyrir lágu á þingi.— Þegar fundur kom saman aftur var sunginn sálmurinn No. 17, “Hve yndislegt er æ til þín að snúa, hve yndislegt, minn Guð, hjá þér að búa.” Forseti gerði kunnan þinginu séra W. B. Allison, prest sameinuðu kirkjunnar á Baldur, er væri einn af embættis- mönnum Manitoba-deildar í United Church of Canada. Myndi hann ávarpa þingið með stuttri ræðu. Flutti séra Allison bróðurkveðju og árnaðarorð frá kirkju sinni til kirkjufélags- ins. Var fyrir það þakkað af forseta. Að því búnu skýrði forseti frá að séra J. P. Sólmunds- son, frá Gimli, væri staddur á fundi og æskti hann eftir að fá að ávarpa þingið, viðvíkjandi sérstöku efni er honum væri mikið áhugamál. Var samþykt að hann fengi 15. mínútur, er síðan var lengt í 20 mínútur. Flutti séra J. P. Sólmunds- son erindi um efnið: “Kirkja íslands og viðhald íslenzks þjóðernis í Vesturheimi.” Að ræðu þeirri lokinni tók til máls séra Sigurður ólafsson. Fór hann hiýjum orðum og vingjarnlegum um málefni það, er ræðumaður hafði þarna með höndum. Þá er hér var komið, var kl. nær 4 e. h. Var því samþykt að hafa fundarhlé til að gefa þingmönnum pg gestum færi á að þiggja kaffiveitingar í fundarsal bæjarins. . Þá er fundur mætti aftur var sunginn sálmurinn 119, “Ó, lofa skaparann, lífsins hjörð, lofið, prísið hann alla vegu.” Þá lá fyrir, á ný, 4 mál á dagsskrá: Fimtíu ára afmæli kirkjufélagsins Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði séra G. Gutt- ormsson fram þessa nefndarskýrslu: Tillaga til þingssamþyktar frá nefndinni í afmælis-mál- inu: Á fimtudaginn næsta á undan Jónsmessu árið 1885, gjörðist sá stórviðburður í sögu Vestur-íslendinga, að erinds- rekar frá nokkrum söfnuðum í Manitoba-fylki og ríkinu North Dakota komu saman á fund í Winnipeg, og stofnuðu þann kristna félagsskap, sem síðan hefir borið nafnið Hið evangeliska lúterska kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi. En fundur til undirbúnings undir þessa félagsstofnun hafði verið haldinn að Mountain í North Dakota í janúarmánuði sama ár. Með Guðs leyfi verður því kirkjufélag vort réttra 50 ára á kirkjuþingi árið 1935. Með þetta í huga, og með djúpri tilfinningu fyrir þeirri ósegjanlegu þakklætisskuld, sem vér stöndum í við almátt- ugan Guð fyrir margfalda náð hans og hlessun, svo og við dug og trúmensku stofnendanna og annara brautryðjenda þessa félagsskapar, sem flestir eru gengnir til hvíldar á undan oss, lýsir þetta kirkjuþing yfir því, að það sé vilji vor allra, að efnt verði til viðeigandi hátíðarhalds á kirkjuþingi árið 1935. Og til þess að hugmyndin komist í framkvæmd, skal kosin hér í þinginu 5 manna milliþinganefnd, er annist málið á komandi ári og leggi fram tillögur sínar um hátíðarhaldið á næsta kirkjuþingi. B. Jones, G. Guttormsson, R. Marteinsson, Klemens Jónasson. Nefndarskýrslan var rædd lítið eitt en var síðan sam- þykt. Þar með var málið afgreitt á þessu þingi.— Þá var tekið fyrir, á ný, 6. mál á dagsskrá: Betel. Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði Sigurbjörn Sig- urðsson fram þetta nefndarálit: Vér, sem áttum að yfirfara efnalegar ástæður og starf- rækslu elliheimilisins Betel, lýsum ánægju okkar yfir því hversu vel að forstöðunefndin hefir leyst það mikla og góða verk af hendi. Að þá leyfum vér oss að leggja til að þingið: 1. Greiði forstöðúnefndinni þakklætis atkvæði fyrir hennar umfangsmiklu stjórn á heimilinu Betel á liðnum árum. 2. Kirkjuþingið þakkar af hjarta því starfsfólki heim- ilisins, sem nú hefir, aldurs vegna, lagt niður störf sín þar, en sem hefir frá byrjun þeirrar stofnunar unnið með óviðjafn- anlegri samvizkusemi og fórnfýsi, og ineð þvi óunnið heiinil- inu undraverða tiltrú almennings og aðdáun. Þar af leið- andi finnur kirkjufélagið sig í stórri þakklætisskuld við Mrs. Ásdísi Hinriksson og Eleanoru Júlíus, sem leystu svo vel af hendi störf sín sem forstöðukonur heimilisins. 3. Og ennfremur ber þinginu að þakka ráðsmanni stofnunarinnar ólafi W. ólafssyni, sem nú hefir einnig lagt niður starf sitt sem forráðamaður heimilisins, en sem hefir sýnt annálsverða trúmensku í þvi vandasama verki, einnig viljum vér draga athygli að því að okkur er það kunnugt að sá maður hefir sýnj flestum íslendingum fremur frábært örlæti með sínum stórgjöfum til stofnana kirkjufélagsins. Þetta ber þinginu að þakka. 4. Að þingið lýsi ánægju sinni yfir því að stjórnarnefnd Betel bar gæfu til að ráða Miss Ingu Johnson fyrir forstöðu- konu, sem hefir óskifta tiltrú almennings. 5. Þinginu ber að minnast með þakklæti og aðdáun vors framliðna vinar og göfugmennis Stefáns Eyjólfssonar, sem fyrstur varð til að leggja fram stórfé til stofnunar Braut- ryðjenda sjóðs íslenzkra gamalmennaheimilisins Betel, og um leið leggjum vér til að framkvæmdarnefnd kirkjufélags- ins sé uppálagt að mynduð sé óyggjandi reglugerð til vernd- ar og viðhalds sjóðsins, fyrir alla framtíð. Þingið treystir því að hinn sanni andi kristindómsins sýni ávalt í verkinu óþreytandi umhyggju og farsæla framtíð fyrir okkar hjartkæru stofnun. Á kirkjuþingi í Baldur, Man., 26. júní 1933. Gunnl. Jóhannsson, Sig. S. Christopherson S. Sigurdson. Nefndarálitið var tekið fyrir, lið fyrir lið. 1. liður var samþyktur. 2. liður sömuleiðis. 3., 4. og 5. liður sömuleiðis. Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt, og málið þar með afgreitt af þinginu. Þá var tekið fyrir, á ný, 7. mál á dagsskrá: Jóns Bjarnasonar skóli Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði J. G. Jóhannsson fram þessa nefndarskýrslu:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.