Lögberg - 24.08.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.08.1933, Blaðsíða 6
Bls fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. ÁGÚST, 1933 - KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WINNIPEG, MVK. Örlög ráða Skáldsaga, eftir H. ST. J. COOPER (Framh.) “Þessa skaltu iðrast, Elsa,” fnæsti Giles meS samanbitnum tönnum. “Þér þurfiS ekki að hafa í hótun- um,” mælti Elsa kuldalega. “Eg hefi beSið ySur aS fara burt og koma aldrei aftur hingaS. Ef þér geriS þaS ekki eins og eg segi, er mér næst skapi aS biSja Lake aS vernda mig fyrir yöur. SkiljiS þér þetta.” “Eg er reiSubúinn, ungfrú,” mælti þjóninn. Giles glápti á hana. “Gott og vel,” sagSi hann. “Gott og vel. Þú ert ekki meS öllum mjalla — þú ert alveg örvita. Eg vona þín vegna, aS þú fáir vitiS aftur.” Hann snarsneri sér og gekk til dyra. Þar staSnæmdist hann stundarkorn, en er hann sá, aS Elsa hafði snúiS baki viS honum, sneri hann viS aftur, og Lake fylgdi hon- um ofan þrepin, gegnum forstofuna og út. 34. KAPÍTULI. Tekinn fastur. Þarna voru þær—hinar feitu og stórletruSu fyrirsagnir. Þær voru hiS fyrsta, sem hún rak augun i, er hún leit í morgunblöSin: RALPH BELMONT HANDTEKINN Shuttlefields-niorðinginn, sem tal- ið var að farist hefði með Albertha, var handtekinn í gœrkvöldi á hinum sama stað þar sem hann framdi glœpinn. Þá var þaS fram komiS, sem verst gat veriS. Elsa var sem steini lost- in. Hún hafSi fengiS blaSiS upp til sín, áður en hún var komin á fætur, og nú sat hún og starSi fram undan sér stórum, óttaslegnum augum.— Elsa óskaSi aSeins, aS nú væri öllu lokiS, hún vildi helst ekki lifa ein- um degi lengur. HvaS myndi lífiS færa henni héSan af nema söknuS, þrá og kvalir? Hún las greinina alveg utan viS sig. Henni fanst alt þetta vera voSalegur draumur. Hún gat ekki skiliS, aS þaS væri raunveruleiki, og aS alt þetta væri um hann um hann: Ralph Belmont, sem var kœrður fyrir ellefu mánuðum síðan og sak- aður um morðið á Austery gamla Barling í ' Shuttlefields, var hand- tekinn í gœrkveldi. Aður var alment talið, að Belmont, ásamt fangaverði sínum, leynilögreglumanninum Pryne frá Scotland Yard, hefði ver- ið meðal þeirra, er fórust við bruna eimskipsins Albertha. En nú hefir það komið í Ijós, að fanginn komst af og er á lífi. Seint í nótt var hann tekinn fast- ur í Shuttlefields, gamla húsinu, sem hinn rnyrti átti. Að svo stqddu sjáum vér oss eigi fœrt að skýra nánara frá þessu, en svo mikið er víst, að í gcerkvöld fékk Scotland Yard leynifregn um, að maðurinn væri á lífi, og fæli sig í Lundúnum. Lögreglan fékk vitheskju um hús eitt Surrey-megin við Themsá, og hópur lögreglumanna var sendur þangað til að handtaka morðingj- ann. .En þá var hann horfinn það- an. Fáum stundum síðar var hann Imndtckinn, eins og áður er getið, í Sliuttlefield í Yorkshire. Næst kom löng lýsing á glæpnum og viðburSum þeim, er skeSu rétt á eftir—flótti Belmonts, handtaka hans í SuSur-Ameríku og flutning- ur um borS í Albertha. En Elsa las ekkert af öllu þessu. Hún starSi í gaupnir sér, alveg hingluð og ótta- slégin. Handtekinn! Hún skildi vel, hvernig alt þetta hafði gengiS fyrir sér. ~ Belmont hafSi—af ásettu ráSi—fariS út í Yorkshire, þar sem hvert mannsbarn þekti hann. Hann hafSi fariS þang- aS til þess aS láta handtaka sig. Hún vissi þetta eins ábvggilega, eins og hann hefSi sjálfur sagt henni það. Hún Vissi, að liann gerSi þetta til þess aS bjarga henni frá því aS giftast Giles. “HjálpaSu mér Guð — frelsaðu hann!” hvislaSi hún. “FrelsaSu hann — frelsaöu hann! Hann er líf mitt og lán—alt það, sem eg ann ihér í heimi. Og hann er saklaus! FrelsaSu hann — hjálpaSu mér!” Litli réttarhaldsalurinn í Barb- ridge var troðfullur. María Bel- mont var þar lika. Hún sat alein í öllum mannf jöldanum, nábleik í framan; augu hennar voru full af kvíða og angist, og hún starði lát- laust á tóma rúmiS í ákærSra stúk- unni, því þar átti hún von á honum á hverri stundu. Og alt í einu kom hann fram fyr- ir augu allra þessara forvitnu sálna, sem þyrpst höfðu saman, til þess að sjá hann, glæpamanninn, morSingj- ann, Ralph Belmont, manninn, sem vikum sama hafSi verið skipbrots- maður á eyðiey. Hann var alveg rólegur til aS sjá, þótt hann væri afar fölur í andliti. Hann hneigSi sig fyrir dómaranum, svo hvörfluðu augu hans leitandi út um salinn, yfir mannfjöldann, sem fylti tvo þriðju salsins. Ósjálfrátt drógust augu hans í áttina til þessa eina andlits, sem hann leitaSi aS. Og eftir marga og langai mánuði sáust nú systkinin aftur. ÞaS varS ys og þys um allan sal- inn, er Belmont kom inn. Áhorf- endur stóðu upp úr sætum sínum og teygSu álkuna, til þess aS geta séS hann betur—þenna einkennilega mann, er virtist hafa risið upp úr gröf sinni, til þess aö gera reikn- ingsskil frammi fyrir dómstól rétt- lætisins. RéttarhaldiS var aðeins formleg- ur unclirbúningur aS þessu sinni. Ákæran um ásetningsmorS var á ný borin fram gegn honum—eins og fyrir mörgum mánuSum, er lögregl- an hóf leit sína eftir honum. AS þessu sinni var tilgangurinn aSeins sá, aS ákveða meS vissu, hver hann væri, og virtist sú ;spurning eigi ætla að valda neinum vandræðum. “Eg er Ralph Belmont,” mælti hann stutt og laggott. “Eg ætla mér ekki að neita því. Eg var meS Albertha, en komst af. AnnaS er ekki urp það aS segja. Eg kom hingaS aftur af sjálfsdáSum. Jerome —gamli þjónn hr. Barlings—þekti mig aftur og gerði lögreglunni aS- vart. Eg ætla mér ekki að leyna neinu né neita.” Hann talaSi skýrt og skorinort og horfðist í augu viS dómarann. Þetta er alt og sumt. Málinu var vísað til dómnefndarinnar, er átti að skera úr málinu og ákveSa dóm- inn um lif eða dauSa. Ralph Belmont hneigði sig aftur og leit á ný yfir mannfjöldann. Allra snöggvast staðnæmdust augu hans viS nábleika andlitið, sem var greipt í umgjörS af glóbjörtu hári; svo sneri hann sér viS og gekk út úr réttarsalnum, um dyr hinna á- kærSu. 37. KAPÍTULI. Hver . ... ? “Eg hefi enga þörf á verjanda,” mælti Ralph Belmont rólega. “EigiS þér viS', aS þér ætliS blátt áfram aS játa á ySur sökina?” Samtal þetta fór fram í fanga- klefa Belmonts í fangelsinu í Barb- ridge. MaSur' sá, er hann átti nú tal viS, var maSur, er hann hafði þekt mestalla æfi sína. ÞaS var hár maður og gildvaxinn og líktist meira góðlyndum stórbónda, heldur en skarpvitrum lögfræöingi. Og þó var hr. Martin Fielding einmitt skarpvitur lögfræSingur. Hann var málaflutningsmaSur og svo hágáfaS- ur, að þaS hefSi getað orSiS mikiS úr honum í öðru og stærra um- hverfi. ÞaS voru eflaust fáir Lundúnalögmenn, sem voru eins skarpvitrir og skygnir og þessi bóndalegi málaflutningsmaSur, sem eyddi æfi sinni og hæfileikum í þessum afkyma landsins. “Þér ætliS aS játa ySur sekan?” “Já,” mælti Belmont í föstum róm og ákveönum. Svo leiS stundarkorn, án þess aS Fielding segði nokkuS. Hann hall- aði sér upp aS veggnum og horfSi á unga manninn. “Játið þér, aS þaS hafiS veriS þér, sem myrtuS Austery gamla Barling?” Belmont svaraði ekki. “ÆtliS þér aS segja mér þaS, gömlum vini ySar, að þér hafiS framiS þetta morS? ÆtliS þér aS segja mér þaS, aS þaS sé áform ySar aS játa yður sekan í þvílikum glæp?” “Eg er búinn að segja þaS. lívers vegna getiS þér ekki sætt yður viS þaS ? ÞaS er engin ástæSa til aS ræða frekar um það mál. Jerome kærSi mig,” mælti Ralph, “en hann varS aSeins á undan mér. Eg er honum ekkert gramur fyrir þaS. Eg ætlaði hvort sem er sjálfur til lögreglunnar í morgun.” “Og játiS á ySur mofSið ?” , “AuSvitaS.” “Hvers vegna?” Fielding skaut fram þessari spurn- ingu hvatskeytlega og óvænt. Belmont hrökk viS og leit upp. “Hversvegna — af því —,” hann hikaði. “Af því þaS voruð ekki þér, sem gerðuð þetta, Ralph,” mælti mála- flutningsmaSurinn gamli og horfSi rólega á hann hvóssum augum og rannsakandi. Belmont ypti öxlum. “Eg hefi ásett mér að játa mig sekan,” mælti hann þreytulega. “Þar meS er þaS mál útrætt.” “Og þar meS öllu lokið — fyrir yöur.” “Já, þaS er þaS.” Belmont teygði úr handleggjunum. Eg vildi aðeins óska þess, aS þetta gæti geng- iS fljótt. Hve langt er til næsta dómnefndar-fundar, Fielding?” (Framh.) POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR II. PORTER “Mér er það fullljóst hvert þú ert að fara. Þetta er nákvæmlega það sama og Mrs. Carew var alt af að staglast á; hún sagði að eg væri flón, og eg skildi það ekki, að slík auð- skifting, sem eg hefði í hyggju, myndi koma henni á vonarvöl, auk þess sem hún hlyti í eðli sínu að vera bæði óréttlát og iilgjörn.” Mr. Pendleton hafði hlegið svo lengi, að Pollyanna gat ekki annað en skelt upp úr líka.— “Eg skal játa, að það er miklu fremur rödd tilfinninga. en skilningurinn á stefnum og straumum stjórnmálanna, sem ræður afstöðu minni,” sagði Pollyanna eftir nokkra um- hugsun. “Eg er hræddur um að þú skiljir það hreint ekki, lambið mitt,” sagði hinn alvarlegi og bljúgeygði maður; “við hinir skiljum það ekki heldur. ” “ En viltu nú segja mér, Polly- anna, hver þessi Jamie er, sem þér hefir orð- ið svo tíðrætt um, síðan þú komst?” Pollyanna sagði honum það. Jafnskjótt og nafn Jamie’s bar á góma, var engu líkara en Pollyanna gleymdi öllum sínum áhyggjum; þá var henni íullljóst um livað liún var að tala. Hún hafði það ein- hvern veginn á meðvitundinni að ekki gæti hjá því farið, að Mr. Pendleton hefði ánægju af að fræðast líka eitthvað um Mrs. Carew, og rækt þá hina miklu, er hún hafði lagt við þenna einkennilega dreng. Það mátti ekki til nýlundu telja, þó Polly- önnu yrði tíðrætt um Jamie; hún talaði um hann við alla, og taldi noikkurn veginn sjálf- sagt að hjá öllum kæmi í ljós sami áhuginn og hjá henni; þó duldist henni ekki, að hún varð fyrir nokkrum vonbrigðum í þessu efni. Einn góðan veðurdag kom þó nokkuð annað hljóð í strokkinn. Það var Jimmy Pendle- ton, er orsakaði veðrabrigðin. ‘ ‘ Viltu vera væn, Pollyanna, og segja mér, ’ ’ spurði Jimmy einhverju sinni, >er fundum þeirra bar saman, “hvort það eina er í raun og veru dró að sér athygli þína, meðan þú dvaldir í Boston, liafi verið þessi marg um- ræddi Jamie!” “Við hvað -áttu, Jimmy Bean,” spurði Pollyanna hálf þyrkingslega Dhengurinn hnykti höfði. “Því segirðu þetta. Nafn mitt er ekki Bean. Hg er Jimmy Pendleton. Mér hefir skilist á tali þínu að í Boston væri í raun og veru ekkert annað að finna er nokkru máli skifti, en þenna eina og yfirnátt- úrlega Jamie.” “Því segirðu annað eins og þetta, Jimmy Bean, nei, Pendleton,” sagði Pollyanna með nokkurri þykkju. Jamie er annað og meira en algengur drengur; hann er bæði góður og yndislegur. Hann er framúrskarandi vel að sér; liann les ósköpin öll af bókum, og kann fjölda ag allskonar sögum. Eg held hann búi þær til sjálfur, eða að minsta kosti marg- ar þeirra. Þó þú vissir ekki nema helming- inn af því, sem hann veit, mundir þú vera talinn vel fróður piltur. ” Jimmy Pendleton roðnaði út undir eyru, og varð eins og hjákátlega utan við sig; það var engu líkara en afbrýðissemi hans væri að ná yfirtökunum. “Eg fyrir mitt leyti er eng- an veginn upp með mér af nafni þessa átrún- aðargoðs þíns, og eg lield að eg sé ekki sá eini, er sama veg líta á-” “Við hvað áttu? 1 þessu efni duga engin undanbrögð. Hver er sá, er hendir gys að Jamie nafninu eins og þúf” spurði Polly- anna í ákefð. “Eg krefst þess að fá að vita það nú þegar.” “Það er pabbi,” svaraði drengurinn; mál- rómurinn var loðinn og hikandi. “Pabbi þinn,” sagði Pollyanna undrunar- full. Hvernig í ósköpunum gæti það verið hann? Maður, sem engin minstu deili veit á Jamie.” ‘ ‘ Hann átti ekki við þann dreng; hann átti víst við mig; hann var sjálfsagt að tala um mig.” Rödd hans var eitthvað undarlega bljúg; hún var það víst alt af, er hann talaði um föður sinn. ‘ ‘ Að tala um þig! ’ ’ “Já, það var skömmu áður en hann dó. Við höfðum dvalið því nær vikutíma á bónda- býli. Pabbi vann að heyskap, 0g eg létti víst eitthvað undir líka. Húsfreyjan var mér undur góð; liún var sárlasin, og hún kallaði mig ávalt Jamie. Aldrei vissi eg hvað í raun og veru gekk að henni,—ihenni elnaði sóttin, og hún dó. Einhverju sinni heyrði pabbi hana nefna mig Jamie, og rann honum þá mjög í skap; hann sagði að Jamie-nafnið væri ekki samboðið hraustum og velkynjuðum syni; það kæmi ekki til nokkurra mála, að slíkt yrði liðið í sinni ætt. Eg minnist þess hvorki fyr né síðar, að hafa séð hann jafn ösku, fjúkandi reiðan, eins og hann var þetta eftirminnilega kvöld. Hann var ófáanlegur til þess að dvelja á býlinu stundinni lengur; heldur tók hann mig með sér út í óvissuna, eitthvað út á þjóðveginn. Mér þótti fyrir þessu; húsfreyjan hafði verið mér svo undur nærgætin og góð.” Pollyanna kinkaði kolli í hljóðlátri samúð. Það var afar sjaldgæft, að Jimmy leysti ofan af skjóðunni á þenna hátt, og opinberaði þannig fortíð sína. “Og hvað skeði svo næst,” spurði Polly- anna. Hún hafði því nær steingleymí ágrein- ingnum út af Jamie-nafninu. Drengurinn varpaði öndinni. “Við fórum náttfari 0g dagfari, þar til við komumst að vinnu á öðru bændabýli; þar dó pabbi. Rétt á eftir var mér komið fyrir á geðveikrahælinu. “Og þú straukst þaðan, og sama daginn hitti eg þig hjá Mrs. Snow,” sagði Pollyanna viðkvæmnislega. “Og frá þeim tíma hefi eg ávalt þekt þig.” “Já, svo þú hefir ávalt þekt mig síðan, ” mælti Jimmy í djúpum 0g ókunnuglegum róm. Það var engu líkara en hans eigið ástand, eins og það í raun og veru var, opinberaðist lionum ljósar en nokkru sinni fyr. “Eg er ekki sá hinn sami Jamie, sem þú ert alt af að tala um. Svo þaut hann eitthvað út í busk- ann, og lét Pollyönnu eina um sig í æstu og ömurlegu skapi. XV. Pollyanna hafði dvalið heima eitthvað vikutíma eða svo, er Mrs. Chiltori barst í liendur bréf frá Dellu Wetherby. Mið langar til þess að opinbera þér (skrif- aði Mrs. Wetherby), þó ekki sé nema að litlu leyti, það sem frænka þín litla hefir glatt og uppörvað systur mína. En til þess að skilja það til lilýtar, þyrftirðu að geta gert þér þess nokkra grein, hvernig högum hennar var háttað; hún var afskaplega einmana; það var engu líkara, en hún væri, að eigin vild, lokuð inni í myrkrastofu. Það var eins og skorið hefði verið á þá strengi, er tengdu liana við lífið og umliverfið; hjarta hennar fyltist beizkju; hún virtist ekki geta um ann- að hugsað en hyldjúpa, eilífa sorg. Svo kom Pollyanna til sögunnar. Bf til vill gleymdi eg að segja þér frá því, að systir mín sá undir eins eftir því, að hafa lofast til að taka Pollyönnu, og ákvað þegar í stað með sjálfri sér að jafnskjótt og litla stúlkan tæki að prédika, yrði hún að hverfa heim; hún hefir þó ekki'gert það enn, að því er systur minni segist frá. Líklega væri ekki úr Vegi að eg skýrði þér frá hvers eg varð áskynja í gær. Má vera að það varpi nokkru ljósi á það, hvað þessi dásamlega, litla Pollyanna, hefir þegar afrekað. Þegar eg kom í námunda við liúsið, veitti, eg því samstundis eftirtekt, að allar glugga- blæjur voru uppi; þær höfðu oftast nær áður verið vandlega dregnar niður. Um leið og eg kom inn í anddyrið ómaði við hlustir mér töfrandi söngur. Það var úr Parsifal. Og úr dagstofunni lagði ilm angandi rósa. Og þarna sat systir mín ásamt unglingnum, er hún hafði tekið að sér, og yfir öllu hvíldi ó- útmálanleg töfrafegurð. Drengurinn var í hjólakerru eða sjúkrastól; hann var fölur yfirlits, en úr augum lians skein hamingja,— óútmálanleg liamingja. Systir mín sýndist tíu áium yngri, eða jafnvel meira en það. Kinnar hennar, sem venjulegast voru fölar, ljómuðu af æskuroða) og augun tindruðu og vörpuðu frá sér lífrænum logum. Eg talaði fyrst nokkur orð við drenginn; því næst fór eg með systur minni til herbergja hennar, og þar sagði hún mér margt og 'mikið um Jamie, —ekki litla drenginn sem dó, lieldur um fatl- aða drenginn í sjúkrastólnum. Nú varð hvorki vart andvarpa né tára, þótt Jamie- nafnið væri nefnt, heldur knúði það fram innihaldsríkan fögnuð, er ekki verður með orðum lýst. “Della, er ekki drengurinn reglulegt undra- barnf” sagði systir mín. “Það er eins og það fegursta í listum og bókmentum sé hon- um sem opin bók; þó skortir hann, eins og gefur að skilja, leikni og mentun. Þetta livorttveggja skal hann fá, og það í ríkum mæli, endist mér heilsa og líf. Á morgun kemur hingað kennari, og ekki af lakara tag- inu. Málfæri drengsins er mjög ábótavant, sem heldur er ekki að undra; á hinn bóginn hefir hann lesið mesta sæg góðra bóka, og af þeim hefir hann lært mikið og margt, er opn- að hefir honum nýja heima og skerpt fegurð- arnæmi hans. Þess verður ekki ýkja langt að bíða, að hann verði fullfær til að mæla á tungu sannmentaðra manna, og komi þannig fram, og sózt verði eftir samfélagi’ hans. Hann liefir ósegjanlegt yndi af söng og liljóð- færaslætti. Æski hann lærdóms og fullkomn- unar á því sviði, skal lionum það með glöðu geði verða látið í té. Þú hefðir átt að sjá hve andlit lians varð uppljómað, er hann í fyrsta sinn lieyrði helgimúsík. Della, eg hefi á því óbifandi trú, að með nærgætni og góðri um- önnun, megi jafnvel koma honum til slíkrar lieilsu, að liann geti gengið fullum fetum, hvert sem vera vill. Eg liefi afráðið að vitja á fund Dr. Ames,,og láta hann taka að sér þá þlið uppeldisins. ” Þannig hélt hún áfram lengi; ánægjan ljómaði úr augum liennar, og sjálf varð eg jafnframt hamingjusamari en eg hafði verið í háa herrans tíð. Mér fanst eg undir engum kiingumstæðum geta dulið þig þessa, kæra Mrs. Chilton, .svo að þú gætir sjálf gert þér þess ljófea grein hve mjög er breýtt um afstöðu, hve ómótstæðilega henni er hugarhaldið um þroska og velfarnan drengsins, og live útsýni hennar yfrr lífið hefir víkkað ag breyzt. Þunglyndi hennar gerir ekki framar vart við sig; liún er oúðin önnur kona, með annað og bjartara lífsvið- horf. Og þetta, já alt þetta, er Pollyönnu að yþakka. Pollyanna! Blessað litla barnið mitt! Þetta er alt henni að þakka, þó það sé henni öldungis óafvitandi. En eg er engn veginn viss um hvort systir mín liefir í raun og veru gert sér þess ljósa grein, hve breytingin á sálarlífi hennar er þegar orðin víðtæk, en um Pollyönnu er það að segja, að hún hefir ekki liina allra minstu hugmynd um það sjaldgæfa afrek, er liún hefir int af hendi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.