Lögberg - 24.08.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 24.08.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. ÁGÚST, 1933 +—-— ——----------—-----——- *• Or bœnum og grendinni 4-------------------------------—+ KIRKJAN Næsta sunnudag verður haldin sameiginleg ensk messa í English Lutheran Church, Mary- land og Ellice. Guðsþjónustan þar síðastlið- inn sunnudag, var áhrifamikiil og uppbyggi- leg. Rev. Theodore S. Rees prédikar. Um- ræðuefni: “The Value of a Righteous Life.” Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar á ís- lenzku í Fyrstu lút. kirkju, kl. 7 að kveldi. G. T. spil og dans á hverjum þriðju- og laugardegi í I.O.G.T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stund- víslega kl. 8.30 að kvöldinu. Góð hljómsveit og ágæt verðlaun. Séra Carl J. Olson, prestur við Central Lutheran Church í Seattle, Wash., biður þess getið, að á sunnu- daginn þann 27. þ. m., verði út- varps guðsþjónusta frá þeirri kirkju sem hér segir: Seattle Daylight Saving Time, 1.30 e. h.; Winnipeg Standard Time, 2.30; Regina Stand- ard Time 1.30, og i Nevv York, Standard Time 3.30. Mr. F. Stephenson, framkvæmd- arstjóri Columbia Press Ltd., kom heim siðastliðinn föstudag, ásamt frú sinni, austan írá Toronto, þar sem þau höfðu dvalið um hálfsmán- aðartíma í gistivináttu Lady Eaton, og setið brúðkaup Signýjar dóttur þeirra, er giftist þann 9. þ. m. John David Eaton. Mr. M. M. Jónsson frá Árborg, Man., kom til borgarinnar snögga ferð um miðja vikuna sem leið. “pcgar sagt cr að maður hafi tap- að öllu, er hann máskc að öðlast hin mestu auðœfi” Firth Bros. Alfatnaðir með tvennum buxum, fyrir aðeins $22.75 Sniðnir eftir máli Pöntuð, ótekin föt, eftir máli, Vanaverð $25.00, $30.00, $35.00 Seld fyrir $14.68 Firth Bros. Ltd. ROY TOBEY, Manager 417 PORTAGE AVE. Sími 22 282 Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Mr. Gísli Árnason, frá Brown, Man., kom norðan frá Riverton x fyrri viku, þar sem hann hafði dval- ið í nokkra daga. Hann hvarf heim- leiðis um helgina. Gjöf til Betel—Kvenfél. Herðu- breiðar safnaðar, Langruth, Man., $25.00. Innilega þakkað. / J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave. Karlakór íslendinga í Winnipeg söng á C.P.R. járnbrautarstöðinni, við þeimför þeirra Kvarans hjón- anna á miðvikudaginn í vikunni sem leið. Hr. Brynjólfur Thorláksson stýrðí söngnum. Mr. Paul bæjar- fulltrúi Bardal, söng þar forustu- rödd í laginu “Heim til blárra himin fjalla.” — Þeir séra Egill H. Fáfnis og stud. theol. B. A. Bjarnason, komu vest- an frá Argyle á mánudaginn. Sjaldgœf kosta- boð! Til sölu nú þegar Scholarships við fullkomnustu verzlunar- skóla Vesturlandsins. Leitið frekari upplýsinga á skrifstofu Lögbergs, það margborgar sig! Ryður sér braut í borginni Juneau í Alaska, starf- ar kornungur prestur af íslenzkum stofni, séra Erlingur K. Ólafson, sonur séra K. K. Ólafson, forseta kirkjufélagsins. Séra Erlingur flutt- ist þangað ásamt frú sinni í júní mánuði 1931, eftir að hafa verið kvaddur til prestsþjónustu við Re- surrection Lutheran Church á þeim stöðvum. Hefir hann þjónað þeim söfnuði jafnan síðan og aflað sér í hvívetna trausts og virðingar. Með- al annars hefir hann veriS kosinn forseti prestafélags borgarinnar. Mr. J. B. Johnson, frá Gimli, var staddur í borginni fyrir síðustu helgi. Mr. og Mrs. Guðjón Hjaltalin, sem dvalið höfðu í borginni um hrið, lögðu af stað vestur til Van- couver, B.C. fyrir helgina, þar sem framtíðarheimili þeirra verður. Séra H. Sigmar messar í sam- komuhúsinu að Brown, Man., sunnudaginn 27. ágúst, kl. 2 e. h. Messur í Argylebygð 27. ágúst, 1933 :—Baldur kl. 11 a.m.; Grund kl. 2.30 p.m.; Glenboro kl. 7 p.m. Dr A. V. Johnson, tannlæknir, verður staddur í Riverton á þriðju- daginn þann 29. þ. m. Hin árlega sjúkrasjóðs tombóla St. Heklu er í undirbúningi og verð- ur haldin seinni part september mánaðar. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli, næsta sunnudag, þ. 27. ágúst, og á þeim tíma dags er hér segir: I gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h.; í kirkju Árnessafnað- ar kl. 2 e. h., og í kirkju Gimli-safn- aðár kl. 7 að kvöldi. Þess er æskt að fólk fjölmenni.— Séra Jóhann Friðriksson messar á Lundar, sunnudaginn 27. ágúst kl. 2 e. h. og í Mary Hill skólahúsinu sama dag k'l. 4 e. h. Að öllu forfallalausu fer séra Jó- hann FriSriksson norður til Bay End, Man. og uppfræðir börn þar til fermingar frá 28. ág. til 10. sept. Messað verður á Bay End báða sunnudagana, 3. og 10. sept., á þeim tíma, sem safnaðarnefndin tiltekur. Mr. B. J. Lifman, sveitar-oddviti í Bifröst, var staddur í borginni í fyrri viku. Miss Anaa Bjarnason, hjúkrunar- kona frá New York er stödd í borg- inni um þessar mundir i gistivináttu foreldra sinna, Mr. og Mrs. Halldór Bjarnason, 704 Victor Street hér í borginni. Önnur dóttir þeirra hjóna, Mrs. John Vopni frá Davidson, Sask., dvelur einnig hjá foreldrum sinum um þetta leyti. Sunnudaginn 3. sept. messar sr. Sigurður Ólafsson kl. 2 e. h. í Hnáusakirkju, kl. 8.30 síðdegis í Framnes Hall. This is a heavy All-Wool Sweater and comes in colors, Black Fawn and Garnet.—Sizes 36 to 44 —A very special price at $2.95 Our Monthly Special Sale Will Run From Saturday, August 26 to Saturday, September 2 SILK STOCKINGS Tested quality silk H o s i e r y — Louis Brand — 100% pure silk—every pair test- ed for strength and wear— Full-fashion- ed—toe and heel re- inforced — g a r t e r hemmed with smart narrow heel. Large variety Fall and Win- ter shades. Price — 75c 9-oz. Red Back Blue D e n i m Bib Overall. This garment is exact- ly as ilustrated—Extra large and roomy and wears well—at ^ Sizes 32 to 46 THE GROCERY LIST IS EXCEPTIONALLY ATTRACTIVE Mail Orders Given Special Attention SIGURDSON, RIVERTON Phone 1 THORVALDSON CO. ARBORG Phone 1 MANITOBA LTD. HNAUSA Phone 51-14 Jóns Bjarnasonar Academy 652 HOME ST., WINNIPEG. TALSÍMI 38 309 Miðskólanám að meðtöldum 1 2. bekk Hið 21 • átarfsár hefát fimtudaginn 14. sept. R. MARTEINSSON, skólastjóri Gefin saman íhjónaband af séra Sigurði Ólafssyni, þann 16. ágúst, Halldórs Eastmann og Herdís Aðal- heiður Þorbergsson, frá Riverton, Man. Brúðguminn er sonur H. J. Eastmann, póstafgreiðslumanns í Riverton, og Önnu Sigmundsdóttur eiginkonu hans, sem nú er látin. Brúðurin er dóttir hjónanna Einars og Margrétar Þorbergsson í River- ton. Giftingin fór fram á heimili Mrs. E. White, í St. Vital í Win- nipeg, er hún föðursystir brúðgum- ans. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Riverton.— Hlýtur verðlaun I ljóðasamkepni þeirri, er fram fór nýverið í Manitoba fylki, og I.O.D.E. félagsskapurinn átti frum- kvæði að, vann Mr." Gordon Paul- son, lögfræðingur hér í borginni, verðlaun fyrir kvæði er “The Last Leaf” nefnist. Er. Mr. Paulson sonur þeirra Mr. og Mrs. C. P. Paulson að Gimli, og bróðir Mrs. I. Ingaldson, er getið hefir sér góð- an orðstír fyrir smásagnagerð. CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasími 24 141 Leiðrétting I seinasta Lögbergi hefir orðið prentvilla á þakkarávarpi því, er þar birtist frá mér. Þar stendur frá Norðheimi $1.00, á að vera $4.00. B. Eggertson $1.00, á að vera $2.00. Hjálmar Johnson. Síðastliðinn sunnudag, lézt að Foam Lake, Sask., Gísli Jónsson Breiðdal. Á mánudaginn komu hingað sunnan frá Minneapolis, Minn., til þess að vera við útförina, Mr. og Mrs. E. L. Ledding. Er Mrs. Ledding dóttir Gísla heitins. Þau hjón héldu vestur til Foam Lake að kveldi hins sama dags. Steini Vigfússon STE. 14 ALLOWÁY COURT Annast um alt, er at5 at5gerðum á Radios lltur. Airialá komið upp fyrir $2.50. Vandað verk. Sann- gjant verð. Sími 39 526. Stundar málafarslu í Arborg Mr. Björn M. Paulson, lögfræð- ingur, hefir tekið sér fyrir hendur að setja á stofn lögmannsskrifstofu í Árborg, Man., og hygst að stunda þar málafærslustörf í framtíðinni. Mr. Paulson fór alfarinn þangað norður síðastliðinn þriðjudag. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaat grreiðloga um alt, sem aS flutningum lýtur, sm&um eCa utAr- um. Hvergi aanngjarnara verð. HeimiU: 762 VICTOR STRJEET Stmi: 24 500 Four [4] Dominion Business Colleges In Greater Winnipeg ON THE MALL — — — — AT ST. JAMES AT ELMWOOD — — — — AT ST. JOHNS All fully equipped and staffed by well chosen, capable and sympathetic teachers ready to cope with the advancing tide of increasing business. The trend is to the DOMINION Which has stood the test throughout the years. The Dominion has weathered the storms of three depressions, as well as the 1918 epidemic when , all schools were ordered closed. Today—the Dominlon Stands supreme in the field of Business Training —not only in Winnipeg and Manitoba but throughout the nine provinces where hundreds are studying Dominion Courses hy mail in pre- paration for the positions now becoming avail- able. ENROLL WITH ONE OF THE FOUR DOMINION Business Colleges And Make Sure Your Services Will Be in Demand. PHONES: THE MALL, 37 181 ST. JAMES, 61767 ELMWOOD, 501923 ST. JOHN’S 55 377

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.