Lögberg - 07.09.1933, Side 1

Lögberg - 07.09.1933, Side 1
46. ARGANGUR !| WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. SEPT. 1933 || NÚMER 36 KIRKJAN SUNNUDAGINN 10. sept.— Prestur safnaðarins, Dr. Björn B. Jónsson, flytur guðsþjónusturnar. kl. 11 f. h.—ensk messa. Ræðu-efni: The Captain. kl. 7 e. li.—íslenzk messa. Ræðuefni: Heimsýn. Eftir mossu um kvöldið verður skilað opmberum kveðj- um frá Islandi. — Ætlast er til að alt safnaðarfólk verði viðstatt. Útflutningur hveitis Samkvæmt niðurstööu Lundúna- fundarins um takmörkun og út- flutning hveitiframleiðslu yfir tíma- bilið 1933 til 1. júlí 1934, skal út- flutningur hveitis frá Canada nema 200,000,000 mælum; frá Bandarikj- unum 47,000,000, Argentínu iio- 000,000, en Ástralíu 105,000,000. 35 ára ríkisátjórnar afmælis Þann 31. ágúst síðastliðinn átti Wilhelmina Hollands drotning 35 ára ríkisstjórnar afmæli; kom til valda árið 1898. Drotningin er fimtíu og þriggja ára að aldri. Tuttugu dauðsföll af tut- tugu og átta tilfellum Samkvæmt yfirlýsingu frá heil- brigðisráðuneyti Minnesota ríkis, hafa 28 svefnsýkis tilfelli yerið skrá- sett þar í ríkinu siðan 1. janúar síð- lastliðinn. Af þeim hafa tuttugu leitt til dauða. Heimsmót hjúkrunar- kvenna Á ráðstefnu hj úkrunarkvenna, sem haldin var fyrir skömmu í Parísarborg, var ensk hjúkrunar- kona, Miss A. Lloyd, frá Lundún- um, kjörin til forseta þessa víðtæka félagsskapar. Voru þarna mættar hjúkrunarkonur frá flestum þjóð- um heims. Heilbrigðisráðgjafi Frakka flutti ræðu við setning móts- ins og bauð hjúkrunarkonurunar velkomnar á franska mold. Sjötíu og þriggja ára Þann 29. ágúst síðastliðinn, átti fylkistjórinn í Manitoba, Hon. J. D. Gregor, sjötiu og þriggja ára af- mæli. Hefir hann verið búsettur hér í fylkinu í síðastliðin fimtíu ár. Var hann um langt skeið einn at hinum mestu búsýslu- og búpenings- ræktar mönnum í fylkinu. Lætur af embætti Raymond Moley, aðstoðar utan- ríkisráðgjafi í ráðuneyti Franklins D. Roosevelt, hefir látið af embætti, sökum ágreinings við utanríkisráð- gjafann, Cordell Hull. Mr. Moley hefir ákveðið að gefa sig við blaða- mensku í framtíðinni. Þrjátíu barna faðir Síðasliðinn laugardag fæddist sveinn í bænum Richmond í Virginia ríki; var sá vatni ausinn samdægurs og heitinn Franklin Delano Roose- velt. Er sveinn þessi þrítugasta barn föður síns. Faðirinn, John Thomas Nall, stendur á áttræðu; hann er þrikvæntur; með þriðju konunni, sem er fjörutíu og sex ára gömul, hefir öldungur þessi eignast átján börn. Krefjaát Saar-héraðsins Nýlegar fregnir frá Berlín bera það með sér, að ríkiskanzlari Þjóð- verja, Adolph Hitler, krefst þess að Þýzkaland fái full umráð yfir Saar héruðunum eigi síðar en 1935. Hef- ir þessi krafa slegið óhug miklum á Frakka. Mrs. Ragnar Gíslason Þessi unga kona hefir nýlokið kennaraprófi í píanóspili við To- ronto Conservatory of Music með lofsamlegum vitnisburði. Mrs. Gíslason stundaði nám hjá próf. S. K. Hall og Miss Gwennda Davies; Mrs. Gíslason er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Ingólfur Árnason, að Rea- burn, Man. Er hún tekin að stunda | píanókenslu að heimili sinu 753 Mc- j Gee street hér í borginni. Afskaplegir skógareldar hafa undanfarna daga verið að brjóta um sig á svæðunum um- hverfis Whitemouth hér i fylkinu. Hefir mökkurinn hvílt yfir feikna flæmum, og það svo mjög, að jafn- vel í Winnipeg hefir mörgum súrn- að sjáldur í auga. Kosningar í British Columbia Fylkisþingiö í British Columbia hefir verið rofið, og almennar kosn- ingar fyrirskipaðar þann 2. nóvem- ber næstkomandi. Framboðsfyest- ur rennur út þann 12. október. Við völd hefir setið í British Col- umbia, frá>því í júlímánuði 1928, í- haldsstjórn, undir forustu Dr. S. F. Tolmie, þess, er um eitt skeið hafði með höndum búnaðarráðgjafa em- bætti í sambandsstjórninni. Flokk- ur hans hefir alt af verið að klofna upp á síðkastið og það svo mjög, að á síðastliðnum vetri sögðu fimm ráðgjafanna af sér embættum. Leit- aðist Dr. Tolmie þá við að koma á fót bræðingsstjórn, en mishepnaðist sú tilraun. Er nú svo komið, að í- haldsflokkurinn þar í fylkinu er horfinn úr sögunni, að minsta kosti í bráðina. Framboð hafa þegar veriö tilkynt, sem hér segir, þó gera megi vafa- laust ráð fyrir að margir fleiri bæt- ist í hópinn um það er lýkur: Frjálslyndir menn, undir forustu Hon. J. Pattullo, 41; flokksleysingj- ar (Mr. Bowser, leiðtogi), 11; C.C. F. 30; óháðir 28; United Front Workers 2; óháðir C.C.F. 3; en af hálfu hins óháða verkamannaflokks 1. Sir Herbert Samuel foringi frjálsynda flokksins í brezka þinginu, var staddur hér í borginni í vikunni sem leið. Flutti hann meðal annars ræðu í Canadian Club. Allvel lét ræðumaður af hag þjóð- arinnar brezku, og lýsti yfir því, að þrátt fyrir kreppuna, væri fleiri hendur að iðj.u á brezku eyjunum uin þessar mundir, en verið hefðu fyrir styrjöldina miklu. Af mörgu nauðsynlegu kvað hann heiminum þó umfram alt ríða mest á innbyrðis friði og auknum alþjóðaviðskiftum. Komin heim — að heiman í þriðjudagsmorguninn var komu heim úr Islandsför, þau Dr. Björn B. Jónsson og frú hans, eftir þriggja mánaða brottveru. Mestan tímann dvöldu þau á ættjörðinni, auk þess sem þau lituðust um nokkra daga i Lundúnum. Lögberg átti aðeins stutt símtal við Dr. Björn nýkominn heim, og getur þvi fátt sagt af för þeirra hjóna annað en það, að ættjörðin hafði, tekið þeim opnum örmum, og ferðin verið að öllu leyti hin yndis- legasta. Bæði fluttust þau hjón á barnsaldri hingað vestur, og má því nærri geta hvert fagnaðarefni það hefir verið þeim að líta Fjallkon- una eftir jafnlanga brottveru, ) ljósi fullorðins áranna. Mun margan fýsa að heyra jafn snjallan mann og Dr. Björn er, segja, þó ekki væri nema brot, úr ferðasögu sinni. Reykjavíkurbréf 12 ágúst Tíð hefir verið votviðrasöm síð- ustu viku, einkum á Suðurlandi. Á mánudag gekk lægð austur fyrir sunnan land, en næstu þrjá daga hélst grunn lægð yfir landinu sam- fara hægviðri um land alt. Síðasta daginn var veður þurt og víða bjart nema um miðbik Suðurlands. Á föstudag kom ný lægð suðvestur af hafi og olli þá rigningu á Vestur- landi, en á Austurlandi hélst veður þurt fram á laugardag. I Reykja- vík var hiti mestur 15.3 st. á mið- vikudag og fimtudag, en minstur 7-8 st. aðfaranótt föstudags. Samkvæmt því sem séð verður af aflaskýrslum og útflutningsskýrsl- um er nú búið að verka um 12,500 tonn af fiski þeim, sem á land kom á síðustu vertíð við Faxaflóa, að meðtöldum afla í Grindavík, Stokkseyri og Eyrarbakka. En alls er aflinn á þessu svæði í ár 39,756 tonn. Rúmlega 2/3 aflans hefir enn ekki náðst að þurka. Nýlega átti blaðið til við Jón Magnússon yfir- fiskimatsmann um fiskverkunina. Hann sagði: Aðalatriðið er, að sem stendur liggur ekkert af fiski undir skemd- um. Til þess að fullþurka þann fisk, sem nú liggur á fiskstöðvunum, sagði Jón Magnússon ennfremur, þurfa stöðvarnar 20—30 þurkdaga. En bregðist það, að svo margir þurkdagar komi verða menn að nota þurkhúsin. Þó þarf að minsta kosti alt aö hálfs mánaðar þurk til þess að hægt sé að fullþurka í húsum til áramóta það sem eftir væri af fisk- inum. Verri óþurkasumur til fiskverk- unar man Jón Magnússon, svo hann er ekki vonlaus um, að fiskverkun- in geti enn lánast sæmilega. Þó sól- argangur lækki, og þurkar verði linari, er þess að gæta, segir hann, að fiskurinn lækki þá meira staðinn orðinn. Og svo mikið hafa menn saltað fiskinn eftir þvottinn i slíkri óþurkatíð, sem í ár, að um skemdir er ekki að ræða, þó fiskurinn bíði lengi þurks. í nýútkominni ársskýrslu um salt- fiskframleiðslu og saltfiskverslun í heiminum, er gefið yfirlit yfir alla framleiðsluna undanfarin fjögur ár. Sést þar hve salfiskframleiðslan hefir verið geysilega mismunandi. Árin 1929 og 1930 var framleitt af saltfiski um 303,000 tonn á ári, en árið 1931 aðeins 210,000 tonn og 1932 219,000 tonn. Venjulega tala menn um, að salt- fiskur sé að verða úrelt fæða í mark- aðslöndunum, og fari neysla því minkandi, eða við þvi megi búast. Er vafalaust varlegt að vera slíku viðbúinn. En sem betur fer er ekki sýnilegt að neyslan sé að minka. T. d. hafa Norður-ítalir aukiö saltfiskneysluna frá 16. þús. tonnum i93o í 23,400 tonn árið 1932. í Portúgal hefir neyslan og aukist á þessum árum úr 41 þús. tonn á ári í 45 þús. tonn. Samkvæmt auglýsingu frá Stjórn- arráðinu verða fiskútflytjendur þeir, sem ætla að flytja fisk til Eng- lands eftir 21. ágúst, að sækja um leyfi til þess til Stjórnarráðsins. Þá ganga í gildi ákvæði samnings- ins við Breta um fiskútflutning vorn þangað. Samkvæmt þeim samningi mega íslendingar flytja til Englands 354,- 000 vættir af fiski á ári. Eru það um 18,000 smálestir. Af þessu út- flutningsmagni mega 250,000 vættir (12,700 smál.) vera nýr fiskur, ís- fiskur, en 104,000 vættir (5,3000 smál.) saltfiskur. Þá óska Bretar eftir því, að aldrei sé meira flutt inn á mánuði héðan frá landinu, en 2,300 smál. af nýj- um og söltuðum fiski. Stjórnarráðið hefir hjá félagi botnvörpuskipaeigenda fengið tillög- ur um það, hvernig úthlutun út- fldtningsleyfa á fiski til Bretlands skuli haga. Með umsóknum um útflutnings- leyfin eiga menn að senda skýrslur um fiskútflutning sinn síðustu 3 árin. Umsóknirnar fyrir árið í ár verða að vera komnar til Stjórn- arráðsins fyrir 20. ágúst, svo frest- urinn er æði stuttur. Óþurkarnir í sumar hér sunnan- lands munu eiga sinn þátt í því, að kartöflusýkin mun að þessu sinni valda óvenjumiklu tjóni. I þeim plássum, þar sem mest er um kart- öflurækt, svo sem á Akranesi og Stokkseyri, verða menn í ár fyrir stórtjóni af völdum kartöflusýkinn- ar. Og eins er hér í Reykjavík. Blaðið hefir átt tal um þetta við Einar Helgason garðyrkjustjóra. Hann segir, að margir garðaeigend- ur hafi reynt að verja kartöflugarða sína með því að sprauta á þá hinni venjulegu blásteins upplausn. En það hafi í ár, sem endranær, viljað brenna við, að menn hirði ekki um að sprauta í garðana fyrri en veru- leg brögð séu orðin að sýkinni, og þá er alt um seinan. Til þess að verjast veikinni næsta ár er þá þetta: Að velja heilbrigt út- sæði og síðan taka upp varnarráð- stafanir nægilega snemma að sumri. Þetta er nú búið að brýna fyrir mönnum í 30 ár, segir Einar Helga- son. Innan skamms verða tilboð þau opnuð, sem Landssíminn fær, um að koma upp talsímasambandi héð- an til útlanda. Er búist við því, að hið þráðlausa talsamband geti verið komið á eftir svo sem ár. En mjög er það enn óvist hvern- ig taltækjunum verður hagað, og þarf ýmsar tilraunir og athuganir að gera i því efni, áður en byrjað verð- ur á verkinu. Þá er það enn óráðið við hvaða borg við fáum talsímasambandið héðan. Hefir aðallega verið talað um Kaupmannahöfn eða London. Sennilegt að talsímataxtar til Nor- egs, Svíþjóðar og Þýskalands verði lægri, ef Höfn verður valin. En vafalaust hentugast, ef því yrði við- komið að geta talað héðan hvort heldur væri til London eða Hafnar. Skemtiferðalög frá Bandaríkjunum til írlands liafa aukist mjög upp á síðkastið, enda hefir Fríríkistjórnin gert talsvert til þess, að vekja eftirtekt Bandaríkj- anna á írlandi sem ferðamannalandi. Þrjár skrifstofur hafa verið opnað- ar í þessu skyni vestan hafs, í New York, San Francisco og Chicago. Minning ar (íslendingadags ræða) Þú minninga munblíðust drotning, Þú móðir í norðljósa höll, Ljúk upp þínu há-bvelfda hliði, Því heim koma börnin þín öll, —Koma hugfangin börnin þín öll! Lát forn-skáldin fagna og hvetja, —Þá farmenn 0g einvalalið, Með skjöldum er skarað, til minja, Og skartlitum tjaldað er svið, —Skarti tjaldað er minninga svið. Sem áhrif frá ódáins veigum Berst ómanna djúpúðga sál. Það drepur úr nútímans dróma Hið dáðreynda norræna stál;— —‘Skáldsins dáðreynda norræna stál. Heyr karlmensku lireiminn í kveðju, Heyr kempuna fornu að Borg! Þó harmur sé lijartanu búinn Skal liugur ei bugast af sorg, —Norrænn hugur )ei bugast af sorg. Heyr Kormák og Gunnlaug í kveðju —-Þó kvæðið sé vonbrigðum skygt Vér hyllum þá hetju sem tapar, Ef hjartað er göfugt og trygt. —Norrænt hjarta er göfugt og trygt. Frá vestfjörðum viðkvæmt er rómað, Hve vonlaus er útlegð og ströng, Þar útlaginn draumspakur orti, Og úthelti, þránni í söng. —Andans djúprættu heimþrá í söng. Eui Þormóður strýkur um strenginn, —1 styrjöldu spakur og skygn. Hann helstríðsins hugraunir skoðar Með hóglátri norrænni tign: —Deyr í hóglátri norræni tign. Vér geymum þau áhrif og óma, Það auðsafn vort minningum fest. 1 hafróti hugsjón 0g stilling, Er hugrekki sannast og bezt, —Norrænt hugrekki sannast og bezt. Jakohína Johnson. Seatle, 6. ágúst, 1933. 1 Main road to Clear Lake Riding Mountain National Park, Manitoba.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.