Lögberg - 07.09.1933, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.09.1933, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1933. Bls. 5 Ferð í Hallormsstaða- skóg Á seinni árurn hafa ferðalög um bygðir landsins og óbygðir farið mjög í vöxt. Til þess liggja ýmsar ástæður, en þessar veigamestar: Bættar samgöngur á landi, bílvegir, þar sqn áður voru lélegar götur eða troðningar, brýr„ þar sem áður voru torfærur eða ófærur, betri útbún- aður í ferðalög en áður þektist, vaknandi áhugi fyrir því að kynn- ast landinu með eigin augum, fleiri frístundir, einkum i kaupstöðum, og vaxandi meðvitund almennings um það, að landið eigi yfir að ráða fjöl- breyttari, stórfenglegri og máttugri fegurð en flest önnur lönd, og sé þvi útþránni enn betur fullnægt í faðmi íslenzkrar náttúru en þótt komist sé út fyrir pollinn, með ærn- um kostnaði; til þess að sökkva sér um stund í hringiðu stórborgalífsins eða þeysa fram og aftur milli nokk- urra höfuðbóla Evrópu. Að vísu er það enn svo, að langflest þessara ferðalaga um landið eru bundin við vissan hluta þess, suðvestur héruðin og öræfin, sem að þeim liggja. Staf- ar það að nokkru leyti af því, að það eru höfuðstaðarbúar í sumar- leyfi og svo erlendir ferðamenn, er til Reykjavíkur koma flestir, en með stutta viðdvöl, sem ferðast— og þá helzt um nærliggjani héruð— og þó fremur af því, að samgöngur eru beztar á þessu svæði. En það er fjarri því, að sá maður þekki landið til hlítar, sem aðeins hefir farið urn Suðurlandsundirlendið eða Borgarfjörð, þó að mikið sé um fegurð á báðum þessum svæðum. Það er annar svipur yfir sunn- lenskri náttúru en vestfirskri, norð- lenskri eða austfirskri. Ferðafélag Islands hefir, þótt ungt sé, leyst af hendi þarft verk með útgáfu árbók- ar sinnar, en árbók þessi hefir nú kojpið út í 5 ár og flutt mikla fræðslu um landið, þó aðeins enn sem komið er um Suður- og Vestur- land og öræfin þar í grend, en að- eins fátt eða ekkert frá Vestfjörö- um, Norðurlandi og Austfjörðum. Verður vafalaust úr þessu bætt smám saman. Það er öðru nær en t. d. norð-austur- og austurhálendið sé kunnugt orðið landsmönnum. Þá má telja á fingruin sér, sem kannað hafa Ódáðahraun eða farið Vatna- jökulsveg. Hve margir Reykvíking- ar hafa komið í Hvannalindir eða fariö um Fagradal norður af Brúar- jökli og gengið Grænlandshnúka ? En af Grænlandshnúkum segir Daniel Brunn að sé “dýrðlegt og óviðjafnanlega viðáttumikið út- sýni.” Erlendir ferðamenn hafa lagt mikið í sölurnar til að kynnast ör- æfum landsins. Ferðum þeirra hef- ir oft ráðið frægðarlöngunin ein, en einnig vísindalegur áhugi og þörfin til að kanna ókunna stigu. Þegar Englendingnum W. L. Watts loks tekst árið 1875 að brjótast meS 5 íslenzkum fylgdarmönnúm yfir Vatnajökul, frá Núpsstað í Skafta- fellssýslu að Kistufelli við norður- brún hans, eftir tvær árangurslaus- ar tilraunir (árin 1871 og 1874), þá leynir sér ekki af frásögn hans, að hann er meira en lítið hrifinn af þessu þrekvirki sínu, að hafa kom- ist yfir jökulinn. Hann er óþekt jörð, terra incognita, sem alt til þessa árs hefir reynst ófær yfir- ferðar öllum, sem reynt hafa, segir ir hann í ferðabók sinni. Gætir í þessum orðum hans meira fordildar yfir brautryðjendastarfinu en strangrar sögulegrar nákvæmni, enda segist hann ekki geta að sér gert, þótt hann finni til sín yfir þvi að hafa afrekað svo mikið verk og hugsar gott til samfundanna við fé- laga sina í Alpa-klúbbnum enska, sem hann veit að muni öfunda hann af ferðinni. En þó er önnur til- finning ríkari í huga hans. Hann hefir orðið heillaður af öræfunum. Áhrif þeirra ,hafa margendurgoldið fyrirhöfnina. Svipaða sögu af á- hrifum öræfanna hafa flestir að segja, sem komist hafa inn að hjartarótum landsins. Björn Gunn- laugsson og Þorvaldur Thoroddsen eru þeir tveir Islendingar, sem vér eigum að líkindum mest að þakka fræðslu þá, sem fyrir er um öræfi landsins, en nú láta menn sér ekki lengur nægja þeirra frásagnir eða annara. Á hverju sumri streymir fólk í tuga- og hundraðatali út um bygðir og óbygðir, til þess að kynn- ast þeim af eigin sjón og reynd. Sumir leita til nærsveitanna og kunnra fjölsóttra staða, aðrir upp til f jallanna og inn til heiðanna, til afskektra staða, þar sem kyrðin er svo seiðmögnuð að hún fjötrar og dregur- ferðamanninn lengra og lengra, fastara og fastara í arma öræfanna. Þessi kyngi er mjög mjsmunandi, eftir því hvert leitað er. Það eru nokkrir staðir tiltölu- lega skamt undan, þar sem þessi segulmagnaða þagnarorka eða — geislan f jallanna er mjög sterk. Svo er t. d. í Brúarskörðum upp af Biskupstungum og í dal þeim aust- an Flagavatns, sem liggur upp í Langjökul. Nú er svo komið að unt er að ferðast með bíl alla leið frá Reykja- vík norðurleiðina alt austur að Grímsstöðum á Fjöllum. Eftir ör- fá ár verður orðið bílfært alla leið austur á Fljótsdalshérað. Með þess- um bættu samgöngum á landi kemst hið einangraða Austurland í nýtt samband við aðra hluta landsins, og ferðafúsu fólki munu opnast nýir heimar. Þegar bílvegakerfið er komið um. alt land, mun ferða- mannastraumurinn frá útlöndum enn aukast, en auk þess munu lands- menn sjálfir fjölga innanlandsferð- um sínum, í stað þess að leita til út- landa sér til skemtunar og kosta til miklum tíma og miklu fé, sém rennur út úr landinu. Mývatnssveit, einhver fegursta sveitin á landinu, er nú þegar komin í samband við bílvegakerfi landsins. Fljótsdals- hérað kemst það áður en langt um líður. Fljótsdalshérað hefir löngum ver- ið talin fegust og blómlegust sveit Austurlands — og Hallormsstaða- skógur við Lagarfljót fegursti blett- ur þess fagra héraðs. Hallorms- staðaskógur hefir verið helgistaður Austurlands að sumrinu. Menn hafa farið þangað einskonar pílagríms- ferðir af öllu Austurlandi um helg- ar hvert sumarið eftir annað, og á flötinni við Atlavik er einn aðal- samkomustaður þess landshluta. Eftir nokkuð ár verður Fljótsdals- hérað eitt af fjólsóttustu héruðum landsins, og Hallormsstaður ekki síður takmark og aðdáunarefni öll- um náttúruvinum, erlendum sem innlendum, en Gullfoss, .Fljótshlíð, Ásbyrgi eða jafnvel Þingvellir eru nú. Til héraðs liggja leiðir úr öll- um Austfjörðum. Fyrir Reykvik- inga mun sem stendur fljótfarnast sjóleiðina til Reyðarf jarðar eða Seyðisf jarðar, síðan frá Reyðarfirði með bil, en frá Seyðisfirði ríðandi, til Héraðs. Landleiðin um Vatna- jökulsveg mundi þó ef til vill fljót- farnari. Fræg er ferð Árna Odds- sonar lögmanns, árið 1618, sem* sag- an segir að riðið hafi af Jökuldal og á Þingvöll, um fjallveg og Sprengisand, á þrem dægrum (Þjóðsögur Jóns .írnasonar II, bls. 122-5). Kofoed-Hansen skógfræð- ingur fór þessa leið árið 1912 og var aðeins rúma 4 sólarhringa frá Brú á Jökuldal að Skriðufelli í Þjórsárdal. En ekki mun þessi fá- farna leið, enn sem komið er, öðr- um hæf en vönum ferðamönnum og röskum. Vér skulum leggja af stað frá Seyðisfirði, og þá auðvitað á hest- um, og nú er förinni heitið í Hall- ormsstaðaskóg. Um tvær leiðir er að velja: Fjarðarheiði og Vestdals- heiði. Vér veljum að þessu sinni Fjarðarheiði. Það er um miðjan júlímánuð, rétt um það leyti serh aðeins er tekið að bregða birtu um lágnættið, meðan sólin hraðar för sinni í norðri að baki Grýtu og Brimnesf jalls og er áður en varir komin upp i norðaustri. Snemma er vaknað og hugað að veðri, því mikið er undir því komið að veður- útlit sé gott þenna hátíðisdag, sem ef til vill er eini ferðadagurinn á sumrinu og eini dagurinn, sem öll venjuleg störf, sveitar- og sjávar, eru lögð á hilluna. “I morgunljómann er lagt af stað. Alt logar af dýrð, svo vítt sem er\ séð.” Engin farartæki, sem mannlegt hyggjuvit hefir enn upp fundið, jafnast á við fákana, “hina lifandi vél,” sem “logar af f jöri undir söð- ulsins þófum.” Og þó að fjarða- fákarnir hafi ef til vill ekki sérstakt orð á sér fyrir vekurð eða flýti, þá gætir þess ekki í samreiðinni þenna fagra sumarmorgun, því orð skálds- ins eiga við um alla fáka, þegar veðrið er gott og lundin létt: “Nú hrífur eðlið hvern hlaupa- gamm. Hóftökin dynja fastar á vang. Sveitin hún hljóðnar og hallast fram. Hringmakkar reisa sig upp í fang. Það hvín gegnum nasir og hregg- snarpar granir. Nú herðir og treystir á náranna þanir. Það þarf ekki að reyna gæðingsins gang, þeir grípa til stökksins með f júkandi manir. Það er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir af brjóstinu dægursins ok. Jörðin hún hlakkar af hófadyn. Sem hverfandi sorg er jóreyksins fok. Lognmóðan verður að fallandi fljóti; alt flýr að baki í hrapandi róti. Hvert spor er sem flug gegnum foss eða rok, sem slær funa í hjaríað og neista úr grjóti.” Þeir sem ó.ttast að skáldfrægð Ein- ars Benediktssonar muni vegna tyrfni hans skammæ verða, ættu að hafa þetta kvæði alt yfir, og önnur slík, sem oftast. Ljóð eins og Fákar munu lifa um aldir í íslenzkum bók- mentum, og hvergi hefir betur verið komi að orðum að því að lýsa hlut- verki fáksins í íslenzku lífi og hin- um órofa tengslum milli hans og fólksins í landinu eins og í þessu kvæði. Og enn munu maður og hestur um langt pkeiS fylgjast að —og saman “teyga í loftsins laug lífdykk af morgunsins gullroðnu skálum” bæði um bygðir og öræfi þessa lands. Vegurinn úr Seyðisfjarðarkaup- stað inn eftir dalnum að Neðri- Stöfum svonefndum, þar sem lagt er á hina eiginlegu Fjarðarheiði, er greiðfær vel með fram Fjarðará, sem rennur eftir grónum eyrum eða milli grasivaxinna bakka út til sjáv- ar. Á hægri hönd rís Bjólfurinn, stórvaxinn og hrikalegur, en hvergi nærri eins gneypur eins og frá kaupstaðnum séð. Til vinstri hand- ar að baki gnæfir Strandartindur viö loft og lokar fyrir útsýn alla til hafs. Framundan eru “Stafirnir” og fossarnir í Fjarðará — og svo heiðin. Svo kvað Matthías : “Stikað höfum vér “Stafina tvo og stórniðinn fossa berum sem eilífðar óm upp yfir háfjallsins brún.” Heiðin sjálf er harla gróðurlítil og snjófannir víða. Matthías nefn- ir hana “nauðljóta” og deilir þung- lega á hana fyrir ófærur hennar og þungar búsifjar þeim, sem orðið hafi að fara hana i misjöfnum veðr- um og á ýmsum tímum árs. En heiðin 'bregst illa við og svarar í sama tón úr steindyrum sínum: “Saklausa sakar þú mig sauðheimska mannaheima barn! Hefði’ eigi hugsað sem flón og hornreka þjóðanna orðið, fimm sinnum hefði þitt Frón fjöllin með akvegum rutt! Hér hef eg þúsund ár þrokað, og þeirra, sem vitinu hrósa, beðið í böndum, að þeir barnæsku stauluðust frá!” Enn er ekki kominn akvegur yfir Fjarðarheiði, en svo virðist þó sem nú sé fyrir alvöru að koma skrið á það mál. Annars virðist mér heið- in allmiklu skemtilegri yfirferðar en Mosfellsheiði og þó einkum Holta- vörðuheiði. Útsýni af vesturbrún Fjarðar- heiðar, yfir Fljótsdalshérað, er ■eitt- hvert hið fegursta, sem getur að líta hér á landi. I góSu skygni sér yfir Velli, inn í Skriðdal og Skóga, til Fljótsdals, um Fellin og til Jökul- dals, svo og allvel um Hróarstungu og víðar um Úthérað. I vestri má eygja Herðubreið. I suðvestri gnæfir Snæfell í þögulli tign sinni, en fjall þetta er að líkindum hæst fjall á íslandi, þótt Öræfajökull sé hinn opinberlega viðurkendi kon- ungur íslenzkra f jalla. Þá gefúr og að líta í norðri Smjörfjall og fjölda annara fjalla i grend við Vopna- fjörð og Héraðsflóa. En um Hér- aðið endilangt liðast Lagarfljót, breitt eins og f jöröur og glampandi í sólskininu, því í dag er heiður himinn og sólstafir um láð og lög. Skógur er allmikill í heiðarbrekk- unum í grend við Miðhús, efsta og fyrsta bæinn, sem komið er að, er heiðinni sleppir. Skógurinn breiðir úr sér um brekkurnar norðan Ey- vindarár (Miðhúsaskógur) og sunn- an árinnar niður á sléttlendið (Egilsstaðaskógur). Þegar niður á Vellina kemur er land grösugt og skógur mikill á Egilsstaðalandi. Egilsstaðaskógur er að vísu miklu lágvaxnari en Hallormsstaðaskógur, en þó eru þar innanum allhá tré. Heim að Egilsstöðum halda flestir, sem um Hérað fara á leið í Hall- ormsstaðaskóg, og eiga þar viðdvöl. Egilsstaðir er miðstöð Héraðs og myndarbragur þar á öllu. Þar er greiðasala, símastöð og póstaf- greiðsla. Vegurinn liggur rétt við túnið og örstutt heim aS bænum. Frá Egilsstöðum liggur leiðin inn Velli um Ketilsstaði yfir Grímsá, sem nú er brúuð, en hafði áður orð- ið mörgum að bana, um Vallanes og síðan meðfram Lagarfljóti -til Skóga, en svo kallast lönd sjö fremstu bæjanna í Vallahreppi, og eru Hallormsstaðir fremstur þeirra að austanverðu Lagarfljóts á tak- mörkum Norður- og Suðurmúla- sýslu. Þegar nálgast Skóga verSur gróður f jölbreyttari. Einkum ber mikið á allskonar blómjurtum, og er umfeðmingurinn fyrirferðarmestur í útjöðrum skógarins. Er nú kom- ið í eitthvert fegursta og gróður- mesta hérað landsins—og sem horf- ið sé inn í völundarhús mikið eða austurlanda-musteri, með ótal súl- um, leynistígum og göngum, þar sem er skógurinn, er ilmurinn, sem stígur upp frá brjóstum jarðar, eins og reykelsi upp frá altari, hefir ein- kennilega höfug, en hressandi áhrif. Yfir hvelfist himinn blár og heiður, en sólin hellir geislum sínum um greinar og laufskrúð, lundi og rjóð- ur, og vefur alt í margbreytilegan litaljóma. Lagarfljót liggur, eins og geysistór spegilflötur, á aðra hönd, en skógi klæddar hlíöar á hina. Fljótið er hér tvo og hálfan kíló- metra á breidd og er miklu líkara firði eða stöðuvatni, en fljóti eða á. Vart getur að líta fegurri sveit en Skóga í sólskini og kyrru veðri. Svo kvað Matthías: Sit eg og sé, hvernig sólin sindrar,— sit hér í skóginum viö Hallormsstað. Ljómandi fegurð ! í ljósi tindrar limið á kvistunum, en skelfur blað! Op niðr að Leginum þarna—þarna! þar fann eg lund, sem mér geðjast að. Sit því og sé, hvernig sólin sindrar, sit hér í skóginum viö Hallormsstað. Og þó er hér ef til vill aldrei fegurra en um húmaðar nætur í júlí. Hallormsstaðaskógur er nú um 600 hektarar að flátarmáli og breið- ist út með hverju ári, síðan hann var friðaður árið 1905. Eftir því sem Guttormur skógarvörður Páls- son skýrir frá í 25 ára minningar- riti sínu um skóginn, sem út kom 1931, eru elstu trén í skóginum um og yfir 100 ára gömul. Hefir skóg- inum yerið skift eftir aldri i þrjá flokka: Þessi gömlu tré, miðaldra skóg, 40—70 ára, og nýræktarskóg eða ungviði 15—25 ára, en í síðasta flokki er sá skógur, sem vaxið hef- ir upp á þeim svæðum, er skóglaus voru árið 1905, þegar friðun hófst. Skógurinn er víða 6 til 9 metrar á hæð, og hæstu trén munu vera um 10 metrar. Miðaldra skógurinn er víða orðinn alt að því jafnhár og gamli skógurinn og sumstaðar hærri, og nýræktarskógurinn vex það örara en eldri skógur, að hæðar- tnunur á miðaldra skóginum og ung- viðinu er ekki ýkja mikill. Eins og í öðrum skógi hér á landi er það birkið, sem er langútbreiddast, en reynir og víðir aðeins á stöku staö. Græðireitur var undirbúinn í skóg- inum á árunum 1903—1904 og þar aldar upp plöntur af erlendum trjá- tegundum. Eru sum þessi tré nú orðin allstórvaxin. Þarna er skóg- arfura og hvítgreni, lævirkjatré og barrfellir, fjallfura, bláfura og ein- hverjar fleiri erlendar trjátegundir. Hæsta tréð af erlendum trjám þarna er skógarfura, sem er orðin nálega 4 betrar á hæð. Utan um græðireitinn er skjólband úr birki- skógi, og eru trén 18—22 fet á hæð. Græðireiturinn er í þeim hluta skóg- arins, sem nefnist Mörkin, og er hún friðuð fyrir öllum gripum. Skógarvörður hefir sjálfur lýst henni þannig í minningarritinu: “Þar er þroskameiri grávíðir en nokkursstaðar annarstaðar á land- inu.------Gras er með afbrigöum mikið, þar sem skógurinn er ekki mjög þéttur. Lágskógurinn, sem var þá er girt var, er orðinn jafn- hár gömlu trjánum. Þarna er frið- ur og einkennileg og laðandi kyrð yfir náttúrunni. Fuglarnir una sér vel, og alt ber vott um gróðursæld ðg vöxt þann, er einungis þróast í skjóli friðarins.” Hallormsstaða- skógi er öllum skift í 8 svæði eða skógarreita, og er hver reitur af- markaður af lækjum og giljum. Reitarnir eru þessir: 1. Ljósárkinn, 2. Vörðuhraun, 3. Atlavík, 4. Mörk- in, Lambhóll og Hádegisfjall, 5. Hólar, 6. Flatiskógur, 7. Lýsishóll og 8. Partur. Skógurinn báðum megin við þjóðveginn meðfram fljótinu hefir jafnan verið nefndur Gatnaskógur, og er svo enn. Gatna- skógur og Mörkin eru taldir elstu hlutar skógarins. Atlavík er öllum kunn, sem komið hafa á samkomur Héraðsbúa. Fljótsströndin liggur þar í fagurlega gerðum boga, og eru umhverfis víkina skógi vaxnar brekkur, en niður við ströndina stór, grasi vaxin flöt, sem er ágæt- ur samkomustaður. Eru þar ræður fluttar, íþróttir háðar, samsöngvar haldnir og loks danz stiginn, unz menn taka að týgjast til heimferðar. Þeir, sem hafa nægan tíma til umráða, munu varla láta sér nægja einn dag i Hallormsstaðaskógi. Þeir munu og vilja fara upp í Fljótsdal sem einnig er annálaður fyrir nátt- úrufegurð, koma að Hengifossi og jafnvel eitthvaö inn á öræfin. Úr afréttum Fljótsdæla er stutt að Snæfelli, en .þaðan mun víðsýni mikið og fagurt um að litast. Sveinn læknir Pálson er sá fyrsti, sem menn vita að reynt hafi að ganga á f jallið. Það var 2. september 1794. En hann komst ekki alveg upp. Guð- mundur Snorrason frá Fossgerði, þá í Bessastaðagerði í Fljátsdal, komst fyrstur manna svo vitað sé alla leið upp á tindinn. 23. ágúst 1880 fóru nokkrir Fljótsdælir o. fl. upp á fjallið, og síðan hafa menn stöku sinnum klifið fjallið. Kunn- ust er ferð þeirra Þorsteins Gísla- sonar, Emils Jónassonar og Bene- dikts Jónassonar frá Seyðisfirði í síðarihluta júlímánaðar 1925. Þeir lögðu upp frá Seyðisfirði 20. júlí, og á Héraði bættist við í hópinn Sveinn Jónsson á Egilsstöðum og í Fljótsdal Friðrik bóndi Stefánsson að Hóli. Þeir félagar höfðu með sér tvo hæðarmæla, og reyndist þeim Snæfell 2,130 metrar á hæð yfir sjávarmál eöa 11 metrum hærra en Öræfajökull, sem er talinn 2,119 metrar eins og kunnugt er. Ef mæl- ing þessi reynist rétt, er Snæfell hæst fjall á íslandi, en úr því ætti til fulls að verða skorið á sínum tíma af mælingamönnum þeim, sem eru að mæla landið. Skýrsla um ferð þeirra félaga á Snæfell er prentuð í vikublaðinu Hænir, árg. 1925, 32., 33. og 35. tbl., og er fróð- leg fyrir þá, sem kynnu að hafa í huga að ganga á Snæfell. Að þessu sinni er ekki tími til lengri ferðalaga. Nú verður að kveðja Hallormsstaðaskóg og halda heim á leið.—Að morgni er virkur dagur og nógum störfum að gegna. Sólin er gengin undir, og húm næt- urinnar tekur að falla á láð og lög. Fljótið glampar í skuggaskiftum himins, hlíða og fjalla, en dularfull (Framh. á bls. 8) Angus School of Commerce Specializing in training well-educated young men and young women of the right business type for business careers. Enroll at any time for Day or Evening classes. Angus School of Accountancy AND BUSINESS ADMINISTRATION Specializing in Advanced Accountancy, Business Administration, Business Law, Economics, and Coaching for C.A., and A.C.I.S. degrees. Lecture staff of eight Chartered Accountants. NEW TERM COMMENCES TUESDAY, SEPT. Sth Our system of individual instruction permits students to enroll at any time for Day or Evening , classes. It is, however, the policy of the Manage- ment to limit the enrolment to not more than one hundred students. Night THE ANGUS SCHOOL OF COMMERCE Sixth Floor, New Telephone Building Day School Cor. Portage Avenue and Main St. School $5.00 WINNIPEG, MANITOBA Phone 9-5678 $15.00 a Month a Month “ NO TIME LIKE THE PRESENT ” Eftir STORM JAMESON Hreinskilnisleg, hressandi og lokkandi sjálfs-ærisaga eftir merkan söguhöfund. Yfirlit yfir æsku hennar i Yorkshire og háskólanám I London. Lífið í London eftir striðið, er pó hvað mest heillandi, eða lýsingin á þvi. B6k þessi kostar $2.75. “THE HOUSE OF EXILE ” Eftir NORA WALN Hrifandi bók eftir Nora Waln, kvekarastúlku I Philadelphiu, er varð kjördóttir auðugrar, kinverskrar fjölskyldu. Hana svipar að ví leyti til Gertrude Bell frá Arabíu, að hú-n getur þegar samið sig að siðum erlendra þjóðflokka og unnið samúð þeirra. , Bókin með litmyndum kostar $3.50 —Book Section, Main Floor, Donald <?T. EATON C?,»nE. í . f n*: ( íti'hiffftjY l. •'HH . •

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.