Lögberg - 07.09.1933, Side 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1933.
Högtiers
GeflB út hvern fimtudag af
THE COLVMBIA PRE88 LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans.
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
rhe "Lögberg” is printed and published by The Columbia
Press, Limited, 695 Sargent Avs., Winnipeg, Manitoba.
PHONEB S6 327—86 328
Öldin önnur
Fram á hin síðari ár mátti svo að orði
kveða, að allur þorri fó'ts væri að iðju frá
morgni til kvölds, annað iivori í verksmiðjum
eða á skrifstofum; um útihressingar eða
skemtanalíf, var þá jafnan lítið að ræða. En
þó erfiðistíminn væri stundum helzti langnr,
var þar þó ólíku til að dreifa og athafnaleysi
því hinu skaðvænlega, er öfugstreymi stjórn-
arfars og iðnreksturs hefir jiröngvað upp á
vinnugefið fólk.
Starfsgleðinni er samfara sú sæla, er
ekkert annað á þessari jörð kemst í hálfkvisti
við.
Alsiða var það á Fróni, að fólk væri að
iðju myrkranna á milli; réði þar hvorttveggja
miklu um, bæði aldarháttur og aðstaða. Að
kasta frá sér orfi fyrir sólarlag, þótti lítt
sæmandi góðum og gegnum dreng. Nú er
mönnum samt víðast hvar farið að skiljast,
að ekki sé alt undir því komið hve lengi sé
unnið á dag, heldur velti meira á hve rösk-
lega og fimlega sé að verki gengið.
Þetta sýnist framsýnum iðjuhöldum vera.
að verða æ ljósara og ljósara, með hverju
líðandi ári. Og þessvegna er það að í mörg-
um voldugum verksmiðjum víða um lönd,
hefir vinnutími verið styttur jafnvel þó meira
en nóg verk væri fyrir hendi.
Vinnuvísindi nútímans eru jafnt og þétt
að taka eitt risaskrefið öðru meira. Óþarfir
og óverjandi erfiðismunir við dagleg störf,
hljóta núorðið óumflýjanlega að lúta í lægra
haldi fyrir hagfeldari starfsaðferðum en
þeim, er áður gengnst við. Jafnvajgið í hlut-
föllunum milli orku og afkasta, er nú svo far-
ið að ryðja sér til rúms og skýrast, að ekki
verður lengur fram hjá því gengið. Þó vinn-
an sé í eðli sínu uppspretta velfarnaðar vors
á þessari jörð, þá má misbeita henni, eins og
reyndar flestu, éða öllu öðru. Þrælmannleg
vinnukúgun brýtur óhjákvæmilega í bág við
nytsemis og helgunartilgang vinnunnar
sjálfrar. Maðurinn lifir ekki af einu saman
brauði.
Sálarlíf hvers andlega fullveðja manns,
krefst annars og meira en brauðþrælkunar
einnar; sjálfsvirðing einstaklingsins krefst
þegnréttinda í samfélaginu, óhindraðs ítaks-
réttar í sérhverju því, er í áttina miðar til
samræmis og jafnari heildarþroska.
Látlaust strit myrkranna á milli, er að
hverfa úr sögunni, hvort sem mönnum fellur
betur eða ver. Af því leiðir að sjálfsögðu
það, að margur maðurinn á yfir meiri tíma
að ráða, en ella myndi verið hafa, og veltur
þá vitaskuld mikið á hvernig þeim stundum
er varið. Vafalaust ver þorri fólks þeim til
nytsamra iðkana og uppbyggilegra athafna
í sambandi við heimili sín og umhverfi.
Landeyðurnar svala sér við gatnamóta slúðr-
ið eftir sem áður.
Fyr á tíð var víða ógreitt um aðgang að
hókum; nú eru víða við hendi ágæt og full-
komin bókasöfn, er almenningur á aðgang að.
Þangað má sækja marga lífræna hollstrauma,
þegar verk sleppur úr hendi, og brúa með
þeim ýms þau fljót, er staðið hafa í vegi lif-
andi skilnings-sambands fortíðar og sam-
tíðar.
Lengi vel hagaði þannig til, að yfirstétt-
irnar svonefndu, höfðu einar aðgang að úti-
hressingum, íþróttalífi og afgangstíma frá
daglegum önnum. Nú er þó góðu heilli far-
inn að komast á meiri jöfnuður í þessum efn-
um. Almenningur er farinn að krefjast rétt-
látrar hlutdeildar í þeim gæðum, er lífið hef-
ir að bjóða, og þær raddir verða aldrei um
aldir kæfðar niður.
Skilningur almennings á gildi lífrænnar
listar í ljóði og söng, er mjög tekinn að skýr-
ast. Útvarpið hefir, meðal annara undra nú-
tímans, opnað þorra fólks aðgang að mörgum
dásamlegustu helgidómum fegflrðarinnar, er
yfirstéttirnar einar fyr meir áttu aðgang að.
Aðeins auðmenn gátu og geta enn, keypt mál-
verk hinna ýmsu snillinga og notið
heima fyrir hinna margbrotnu litbrigða,
er þau höfðu, eða hafa til brunns að
bera. Nú eru víða ótal málverka-
söfn við hendi, er almenningur með litlum
tilkostnaði á aðgang að. A flestum, ef ekki
öllum sviðum, er það ný öld, sem blasir við,
öld mannréttinda og gheddrar samúðar. »
Skilningurinn á sanngildi vinnunnar, er
jafnt og þétt að þokast í rétta átt; misskiln-
ingurinn furðulegi á verðmætum þrælkunar-
innar myrkranna á milli, á sér ekki framar
viðreisnarvon.
Fólkið á heimtingu á vinnu og heimtingu
á réttum hlutföllum milli hvíldar og starfs;
það hefir öldum saman kyst á vöndinn; sá
tími er nú um garð genginn; í framtíðinni
tekur það hvorki með þegjandi þögninni
vinnuþrælkun né athafnaleysi því, er öf-
ugstreymið illu heilli hefir þröngvað upp á
það.
r
Merkisrit um Njálu
Eftir prófessor Richard Beck
Lærdómsmenn vorir heima á Islandi láta nú
skamt stórra höggva milli í fræðistörfum.
Þeir hafa nýlega auðgað bókmentir vorar að
tveim óvenjulega eftírtektarverðum ritum um
íslenzk fræði. Annað þeirra, hina prýðilegu
útgáfu dr. Sigurðar Nordals af Egils sögu,
liefi eg þegar gert að umtalsefni hér í blað-
inu; liitt er doktarsritgerð Einars Ólafs
Sveinssonar Um Njálu, sem rædd skal nokkru
nánar. Er það skemst frá að segja, að þeir,
sem unna íslenzkum fornbókmentum og
fræðimensku, munu telja hana mikinn feng
og góðan. Það eitt, að Háskóli íslands sæmdi
höfundinn doktorsnafnbót í heimspeki fyrir
rit þetta, er ótvíræður vottur um fræðigildi
þess; en háskólinn er, eins og vera ber, vand-
ur að virðingu sinni um veiting doktorsnafn-
bóta.
Hinn nýi doktor er maður ungur; þó
fer fjarri, að þetta sé frumsmíð hans; hann
er kunnur orðinn fyrir merkar ritgerðir í er-
lendum fræðiritum og hinum helstu tímarit-
um vorum. íslendingum vestan hafs mun
hann kunnastur af einkar fróðlegri og fjör-
lega skráðri yfirlitsritgerð um íslenzkar bók-
mentir, sem prentuð var í Tímariti Þjóð-
ræknisfélagsins 1930. Hann er í senn ágæt-
ur fræðimaður og prýðilega ritfær.
Mest hefir hann samt, enn sem komið er,
færst í fang með þessu riti sínu um Njálu.
Það er stærðar bók, 378 blaðsíður að lesmáli,
auk formálans. En vferkefni höfundar er
þetta: “að sýna, að Njáls saga sé ein listar-
heild, sköpuð af einum manni á ákveðinni
stund og stað.” 1 fljótu bragði kann svo að
virðast, sem hér sé um að ræða lítið viðfangs-
efni og auðleyst. Hið gagnstæða verður
fljótlega ofan á þegar lesandinn fylgir höf-
undi í spor í margþættri rannsókn hans.
Gíldi slíkrar rannsóknar verður einnig auð-
særra af þessum formálsorðum hans:
“1 öðru lagi er þess að gæta, að af því,
sem fræðimenn hafa lagt til málanna um
Njáls sögu, hefir ekki óverulegur hluti mið-
að að því, að liða hana í sundur, sýna, að hún
só frásagnasyrpa, til orðin við forsjárlausar
viðbætur og samtíningsstarf margra manna
á ýmsum tímum og stöðum. Þessa skoðun
ætla eg ranga. En ekki einungis það, heldur
einnig til skaða: hún villir þann, sem les sög-
una sjálfrar hennar vegna, leiðir huga hans
frá því, sem er í einu virkilegt og undravert,
sagan eins og hún er með hinum mikla skáld-
skap sínum, til þokuheims ímyndunarinnar,
þar sem hinar áætluðu, týndu sögur drotna.
Þannig er þá þetta verkefni töluvert mikil-
vægara en virðast mætti í fljótu bragði, og er
nærri sjálfgefið að hefja rannsókn sögunnar
einmitt á því.”
Islenzkir og erlendir fræðimenn eru sam-
mála um ágæti Njáls sögu hvað ritsnild snert-
ir og mannlýsingar, og er það orðið ærið safn
bóka og ritgerða, sem skrifað hefir verið um
hana. Skoðanir fræðimanna um tilorðningu
hennar eru hinsvegar harla skiftar og ekki
ætíð sem ljósastar. Á síðari árum hefir allur
þorri ritskýrenda fylgt skoðunum Finns pró-
fessors Jónssonar um þetta efni.
Var það upprunalega skoðun Finns, sem
átt hefir miklu gengi að fagna,' að Njála sé
brædd saman, með ýmsum breytingum og við-
aukum, úr fornri Gunnars sögu og fornri
Njáls sögu, sem færðar hafi verið í letur á
seinni hluta tólftu aldar, eða í byrjun hinnar
þrettándu. Síðar er Finnur horfinn frá því,
að til hafi verið forn Gunnars saga, og telur
hann uppistöðu Njálu vera að finna í fornri
Njáls sögu, sem síðan hafi smám saman tek-
ið miklum breytingum og verið aukið við;
hafi ýmsir menn hér að verki verið.
Skoðanir Finns og annara fræðimanna
um uppruna Njálu rökræðir höfundur um-
rædds rits ítarlega; styðst hann við eldri
rannsóknir í ýmsum greinum, en fer þó mjög
sinna ferða. Höfuð niðurstöður hans eru
merkilegar og líklegar til að koma af stað
miklum umraíðum. Hann leiðir að því mörg
rök og þung á metum, að Njáia sé verk eins
höfundar og hafi hann við samningu hennar,
auk munnmælasagna, notfært sér þessar rit-
aðar heimildir:—fornan Kristniþátt, Brjáns
sögu, ættartölurit og lagahandrit. Jafnframt
heldur hann því fram, að skoða beri Njálu
“sem eina óslitna heild, sem ekki
hafi orðið fyrir innskotum eða öðr-
um breytingum, sem orð sé á ger-
andi, frá því hún varð til.” Kenn-
inguna um forna Gunnar sögu og
forna Njáls sögu álítur hann alger-
lega bygða á sandi. Rúm leyfir eigi,
að rekja hina rækilegu rökfærslu
lians um stærri og smærri atriði,
sem hér koma við sögu. Má geta
nærri, að ágreiningur verði um ýms-
ar ályktanir höfundar, en sú mun
reyndin, að aðal niðurstöður hans
verða ekki auðhraktar; þær standa
víða fótum. Einnig varpa þær mik-
illi birtu á það fyrirbrigði, hvernig
Njála varð það listaverk, sem raun
ber vitni. Á hinn bóginn er ekki
auðvelt, að gera sér grein fyrir því,
hvernig hún gat orðið slík samræm
listarheild, væri hún ávöxtur fram-
haldandi sambræðslu og viðauka-
starfsemi. Þar sézt alstaðar hand-
bragð ritsnillingsins.
Hér hefir dvalið verið við niður-
stöður höfundar um tilurð Njálu,
því að þær eru kjarni rannsóknar
hans og miklu merkastar ályktana
hans. En stórum fleira er hér eft-
irtektaverðra athugana, ekki sízt við-
víkjandi aldri sögunnar og heim-
kynni, en um það f jalla tveir síðustu
þættir ritsins.
Rit þetta er í hvívetna með vís-
indasniði,»en engú að síður auðles-
ið, því að frásögnin er jafnan
greinileg og hin liprasta. All-víða
bregður þar ,fyrir frumlegum og
kjarnmiklum orðatiltækjum og sam-
líkingum, leiftrum sannrar stílsnild-
ar, svo sem í eftirfarandi málsgrein:
“Forníslenzkur sagnastíll líkist að
mörgu snævi þöktu eldfjalli. Undir
niðri logar glóð sterkra tilfinninga,
en ytra borðið er kalt og rólegt.
Tilfinningalífið virðist einfalt og ó-
klofið, en ákaft. Hjúpurinn, sem
hylur það, er skrautlaus og hreinn,
hann svarar ekki til litauðugra né
svipalla tilfinninga, hann á sér ekki
mörg blæbrigði. Þannig er þessi still
óvenjulega eðlilegur og einfaldur,
rólegur að sýnd og þróttmikill.”
Skarplegur og prýðilega ritaður
er einnig kaflinn “Mannlýsingar”
(bls. 205-218); þarf ekki lengi að
leita fleiri slíkra dæma.
Að öllum frágangi er rit þetta
vandað vel, enda er það gefið út af
Menningarsjóði. Er slíkt þakka-
vert, og munu allir mæla, að vel hafi
að þessu sinni tekist um bókarvalið.
Verðið má einnig mjög sanngjarnt
kallast; kostar ritið 10 krónur ó-
bundið, en 14 krónur í góðu skinn-
bandi.
Samverkamenn höfundar í vín-
garði íslenzkra frægða mega vera
honum sérstaklega þakklátir fyrir
þetta rit hans; það er honum og
Háskóla íslands til sæmdar. Má
ætla, að það geri Njálu enn ástsælli
af lesendum, þar sem það bregður
nýju ljósi og skæru á f jölþætta snild
hennar. Munu margir taka undir
þá ósk, að framhalds þessa verks,
sem um getur í formálanum, verði
ekki langt að bíða.
Hvaladrapið í Ólafs-
firði
Eftirfarandi fréttabréf hefir blað-
inu borist:
Ólafsfirði, 10. ág. 1933.
í gærmorgun fóru nokkrir bátar
til fiskjar að vanda. Var sjór þó
all-úfinn og nokkur gráði.—Tóku
bátverjar á einum “trillu”-bátnuih
þá eftir gríðarmikilli marsvína
torfu, sem ólmaðist í fjarðarmynn-
inu. Báturinn var einn síns liðs,
en þeir bátverjar brugðu við og
sigldu bátnum fyrir torfuna og
hugðust að reka “svínin” inn í
fjörðinn,—með hávaða og ýmsum
illum látum. Tókst þetta vonum
betur. Hvalirnir tóku á rás inn í
fjörðinn og var nú tekið eftir þess-
um hamförum úr landi. Brugðu
menn við skjótt og hlupu í alla
“trillu”-báta og mótorbáta, sem hægt
var að koma af stað, og hafði hver
með sér það sem hendi var næst, til
hávaðaauka og vígbúnaðar, svo sem
byssur og barefli, grjót og ljáblöð.
En aðalærslin gerðu karlarnir sjálf-
ir, með því að æpa og grenja alt
hvað af tók, þegar út var komið.
Komust nú allir bátarnir fyrir
hvalatorfuna, skipuðu sér í veg fyr-
ir hana og ráku síðan á undan sér
inn eftir firðinum. Dýrin urðu
trylt og reyndu hvað eftir annað að
komast út, fram hjá bátunum, og
tvisvar sýndist okkur, sem í landi
stóðum, að þau vera að sleppa úr
greipum veiðimannanna. í bæði
skiftin tókst þó bátunum að komast
fyrir þau aftur. Var þá stundum
all-ægilegt að sjá aðfarirnar, því
að margir voru bátarnir litlir og
lentu sumir í miðri “svína”-þvög-
unni og gengu á ýmsum endum
Ein “trillan” varð t. d. eftir fyrir
innan torfuna miðja, þegar hinir
bátarnir voru komnir út fyrir.
Varð þessi litla skel fyrir, þegar
hvalirnir voru reknir til baka og
ruddust þeir á hana og undir hana
svo að hún tókst á loft hvað eftir
annað, en ekki varð henni hvolft.
Þegar nær dróg landi fór rekstur-
inn að ganga treglegar, en þá tóku
nokkrir hvalirnir sig út úr hópnum,
og brunuðu beint upp í sand, og
strönduðu þar í flæðarmálinu. Var
nú hert á hávaðanum og óhljóðun-
um og rekið fast á eftir og um kl.
ellefu f. h. voru allir hvalirnir
strandaðir í sandinum, niður undir
instu húsunum í þorpinu. Ruddust
nú þeir sem í landi voru* fram, með
byssur, barefli, ljái og sveðjur og
óðu fram í þvöguna. Var það mesta
mildi að ekki skyldi hljótast af
meiðsli eða slys, því að nú réði
vígahugurinn meiru en forsjálnin.
Stóðu menn í þvögunni miðri, í sjó
upp undir hendur, og lögðu til hval-
anna með vopnum sínum á báða
bóga. Var bæði gaman og grátlegt
að sjá aðfarirnar. Einn náunginn
var kominn dýpra en svo að hann
treystist að bjara sér. Þreif hann
þá í bægsli á einum hvalnum og hóf
sig á bak og reið hvalnum klofvega,
en hvalurinn stefndi til hafs. Eftir
þessu var þó tekið í tíma og var
reiðskjóti þessi rekinn á land með
harðri hendi, og “knapann” sakaði
ekki.
Öðrum manni varð fótaskortur,
þar sem þó var stætt, og fór í kaf,
en þegar hann var að reyna að ná
jafnvæginu aftur, fekk hann hnykk
af jívalsporði og keyrðist í kaf öðru
sinni og fór svo þrisvar eða fjórum
sinnum, og mun honum hafa verið
farið að þykja nóg um, þegar hon-
um varð loks bjargað.—
Þetta er fádæma mikils verður og
merkilegur fengur, sem Ólafsfirð-
ingum hefir fallir hér í skaut, því
að hvort tveggja, kjötið og spikið
af þessum smáhvölum er afbragðs
gott til manneldis. Komu þarna á
land um 3O0 hvalir, frá 6—25 fet
að lengd og giskað á að muni vega
500—2,000 pund, og eru flestir af
meðal stærð. — Var símað héðan í
næstu þorp og sagt frá björginni og
mönnum boðið að sækja hingað það
sem þeir vildu, fyrir lítið verð. Er
utangveitarmönnum seldur hvalurinn
á 10—20 krónur, eftir stærð, og af
handahófi. En Ólafsfirðingar
þurfa ekki annað fyrir að hafa en
að helga sér hver sinn hvalinn,
hjálpast síðan að því að draga þá
upp á malarkambinn og þar eru þeir
skornir. Hafa nú allir nægilegt kjöt
til vetrarins og vel það — því að
1 melr en þriðju ng- aldar hafa Dodd’s
Kidney Pills veriS viðurkendar rétta
meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum öðrum sjúkdðmum. Fást hjá
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
flestir salta það, og “súrsa” spikið,
—það sem ekki er notað nýtt.
Síðari hluta dags í gær og gær-
kvöldi komu bátar úr ýmsum áttum
til þess að sækja “svín” og er hér
margt manna í dag. Siglfirðingar,
Svarfdælingar, Hríseyingar og Hús-
víkingar. Og er búist við að alt
verði notað—og eru það ódýr mat-
arkaup að fá t. d. 1,000 pd. af kjöti,
sem líkast er nautakjöti af vetur-
gömlu, fyrir 15 krónur,—og jafn-
vel ekki neitt.—Hefir komið til orða
að senda skip til Reykjavíkur með
eitthvað af þessari miklu björg,—
svo að ekkert fari til spillis.
Slys urðu engin og lítil meiðsli.
Theódór Árnason.
Mbl. 16. ágúst.
Mussolini og
Roosevelt
Samkvæmt símfregnum frá Wash-
ington 28. júlí er fastlega búist við
því, að Mussolini fari í opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna i haust.
Mælt er, að Roosevelt hafi látið þá
ósk í ljósi, er rætt var um undirbún-
ing viðskiftamálaráðstefnunnar í
vor sem leið, að hann myndi fagna
því mjög, ef Musolini gæti komið
vestur, til skijafs og ráðagerða. Mælt
er að Mussolini hafi áður ráðgert
að fara vestur, en eigi orðið af,
vegna afstöðu margra ítala í Banda-
ríkjunum til Fascistastjórnarinnar.
Vesturför Balbo hefir hinsvegar
leitt í ljós, að ástæðulaust er að ótt-
ast, að vandræði muni hljótast af
þótt Mussolini færi vestur um haf.
Pólverjar
hafa gefið öðrum þjóðum gott for-
dæmi, segir í ritstjórnargrein eins
ameríska stórblaðsins í s. 1. mánuði.
“Þeir hafa dregið til mikilla muna
úr útgjöldum á síðari árum og farið
mjög gætilega við samningu fjár-
lagafrumvarpa. Laun opinberra
starfsmanna og verkalaun hafa ver-
ið lækkuð um 35 % og öðrum spayn-
aðaráformum hefir verið komið í
framkvæmd. í stuttu máli hefir hið
nýja Pálland og leiðtogar þess gef-
ið gott fordæmi um góða stjórn, ör-
ugt sjálfsvald og dómgreind, sem
alt mætti vel vera öðrum þjóðum til
fyrirmyndar. Af þessu hefir leitt, 4
að staða Póllands í ríkjakerfi Evr-
ópu hefir eflst til mikilla muna.”
til Islands
MEÐ
CANADIAN PACIFIC
STEAMSHIPS
er fljðt og ðdýr
Siglingar frá Montreal og Quebec dag hvern um hina stuttu
St. Lawrence leið
Voldug "Empress of Britain,” hraðskreiðar "Duchesses” og hin
gððkunnu “Mont” eimskip
Hafa öll priðja og Tourist farrými
Hraði og þægindi ábyrgst. Gott farrými, gott fæði. Margar skemtanir.
Sanngjarnt verð.
Annast um öll nauðsynleg skilriki, vegabréf og
skýrteini, er nægja til þess að fá landgöngu aftur
I Canada.
Spyrjist fyrir hjá næsta umboðsmanni eða skrifið
W. C. Casey, Steamship Gen’l. Passgr. Agent
372 Main Street, Winnipeg, Man.