Lögberg - 07.09.1933, Side 6
Bls fi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1933.
Fréttir frá Betel
Heimsóknir hafa nokkrar farið
fram frá því fréttir héðan birtust
síðast í blöðum. L’m eina þeirra,
heimsókn kvenfélags Fyrsta lút-
erska safnaðar, hefir sérstaklega
verið getið. Verður hennar því ekki
aftur minst hér. Sú heimsóknar-
ferð var þ. 19. júli s. 1.
Hér um bil viku fyr, eSa þ. 12.
júlí, kom kvenfélagiÖ “Djörfung”,
frá Riverton, í heimsókn til Betel.
Voru í þeirri för margar konur og
nokkrir karlmenn. Þar á meðal var
,h hann Briem, einn at fyistu land-
námsmönnum í Fl; jtshygöínni, og
einn af hinum merkustu mötmum
íslendinga vestan hafs, nú 87 áta
gamall. Hann er enn við bærilega
heilsu. Hefir futðu góða sjón, á
þeim aldri, nokkurn veginn heyrn og
fylgist með atburðum samttðarinn-
ar eins og hann hefir verið vanur.
Var ýmsum vistmönnum og öðrúm,
er til Betel komu þennan dag, á-
nægja af að sjá hann svo hressan
og með í þessari för. Eru þeir nú
tveir einir eftir af þeim mörga syst-
kinum, frá Grund í Eyjafirði. Jó-
hann og Jakob Briem bróðir hans,
er oft hefir skrifað fréttabréf frá
Betel. Lengi var það þó, að fjórir
bræðurnir, af átta, voru á lífi. Hin-
ir tveir voru þeir Valdimar biskup
Brient og Ólafur, er var smiður og
átti lengst af æfinnar heima í Skaga-
firði, en andaðist í Reykjavík fvrir
tiltölulega skömmu síðan, er hann
var nýfluttur þangað.
Formaður kvenfélagsins “Djörf-
ung” hefir löngurn verið, og er enn.
Mrs. Guðrún Briem, kona Jóhanns
Briem. Var hún fyrir þessari för.
Hefir kvenfélag hennar, eða þeirra
starfssystra, oft áður komið í heim-
sókn til Betel. Er þá æfinlega
KLAÐI, RISPUR
og aðrir húðsjúkdómar
Lœknaál fljótt með Zam-Buk:
Ointment 50c — Medicinal Soap 25c
veizla, eins og raunar er í hvert
sinn, er kvenfélög heimsækja Betel.
Á eftir veitingum fóru fram stutt
ræðuhöld, með söng iqn á milli. Til
máls tóku Mrs. Briem og Mrs. Ás-
dís Hinriksson, fyrrum forstöðu-
kona á Betel, er mintist margra ára
vináttu, trygðar og gjafa, kvenfé-
lagsins í Riverton. Bar hún fram
þakklæti til þeirra aðkomnu kven-
félagssystra og árnaði þeim heilla
og hamingju i störfum þeirra. —
Til þess að þakka fyrir hönd
Betel, tilnefndi Miss Inga Johnson,
forstöðukonan, Mrs. Guðrúnu
Goodman, sem er blind kona í vist-
mannahóp heimilisins. Er hún bæði
greind og vön að taka til máls. Átti
hún áður fyrrum heima í Riverton.
Var aðkomni hópurinn, vinir hennar
og kunningjar. Gat hún þvi minst
eigin reynslu um leið og hún mælti
fram góð þakklætisorð fyrir Betel.
Sömuleiðis talaði Lárus Árnason,
greindur, hagorður vistmaður, um
leið og hann las upp úr sér nokkur
ljóðmæli sín, kveðin áður fyrrum,
en sem mintu á störf og fórnfýsi
góðra kvenna. Góður rómur var
gerður að ræðunum öllum.
Þ. 3. ágúst s. 1. höfðum vér aðra
góða heimsókn. Þann dag heimsótti
oss dr. Richard Beck. Kom hann
norðan frá Arborg, Riverton og
Hnausum, þar sem hann hafði flutt
ræðu fyrir minni íslands daginn
áður. Mátti vistfólk velja um hvort
það víldi heldur, að hann flytti
erindi um eitthvert efni, eða læsi
upp eitthvað af kvæðum sínum. Var
farið fram á að hann gerði hvort-
tveggja: Flytja Islendingadags ræðu
sina og lesa upp talsverðan hóp af
kvæðum sínum. Varð hann við hið
bezta. Dr. Beck flytur mál og les
ágætlega. Gaf hann öllum viðstödd-
um mjög ánægjurika stund. Fékk
hann dynjandi lófaklapp að lokum-
auk þess sem allir þökkuðu honum
fyrir með handabandi um leið og
kvatt var. Með dr. Beck var séra
Jóhann Bjarnason, er í bili þjónar
á Gimli. Mintist hann hóflega og
öfgalaust þess hve mikill merkis-
maður að dr. Beck er, um leið og
hann fengi alment orð fyrir að vera
hinn bezti drengur. Mun það hafa
?ótt rétt mælt af þeim er við voru.—
Enn aðra heimsókn höfðum vér
hér þ. 19. ág. s. 1. Þá var það kven-
félag Geysisafnaðar er kom. Fór
alt fram með svipuðum hætti og
venjulegt er við heimsókn kvenfé-
laga. Konurnar fyltu borðin með
alls konar sætabrauði og kaffiveit-
ingum. Að veizlu þeirri lokinni fór
fram prógram, er konur sjálfar
höfðu undirbúið. Fyrst var sung-
inn sálmur og séra Jóhann Bjarna-
son las kafla úr ritningunni og flutti
bæn. Að því búnu flut'ti hann stutta
tölu, þar sem hann mintist starfs
þessa kvenfélags, er hafði sýnt sér-
stakan dugnað og áhuga, þá er
kirkja Geysissafnaðar var í smíðum.
Er kirka sú mjög lagleg, með ný-
tízkulagi, vígð sumarið 1929.
Fór þá fram á víxl söngur og
hljóðfærasláttur. Fyrir söngnum
spilaði á orgel heimilisins Miss Lilja
Guttormsson kennari, dóttir Jósefs
bónda Guttormssonar á Brekku í
Geysisbygð, bróður séra Guttorms
og þeirra systkina, en þau sem spil-
uðu á hljófærin við hljófærasláttinn,
voru Stefáh Guttormsson, bróðir
Lilju, og þau systkin, Jóhannes og
Lilja Jónasína, börn Jóns bónda
Pálssonar. að Geysir, bróður Jó-
hannesar læknis Pálssonar og þeirra
systkina. Spiluðu piltarnir á fiðlur,
af list, en stúlkan á slaghörpu. Mátti
það alt heita afbragðs vel gert. Þeir
bændur Jón og Jósef eiga sína syst-
urina hvor; kona Jóns er Una Frið-
ný, en kona Jósefs er Jóhanna Guð-
finna. Þær eru dætur Jónasar sál.
bónda Þorsteinssonar í Djúpadal i
Geysisbygð og konu hans Lilju
Friðfinnsdóttur. Þau hjón fluttu
vestur úr Skagafirði. Jónas lézt
fyrir fáum árum í góðri elli, en
Lilja er enn á lífi og er við góða
heilsu. Var hún í för þessari. Sömu-
leiðis María systir hennar og Jón
Sigurðsson maður hennar. Systir
þeirra, Salbjörg, eldri en þær og
blind orðin fyrir nokkru, er nú í
hópi vistmanns^á Betel.—Alt þetta
gott fólk og vel kynt í bygð sinni.—
Þegar söng og hljófæraslætti var
lokið, flutti forstöðukonan, Miss
Inga Johnson, stutta tölu, þar sem
hún þakkaði heimsóknina. Mintist
þess hve vetrar væru langir og oft
kaldir í Manitoba, og væri þá líf
eldra fólks oftast fremur tilbreyt-
ingalítið. Þess vegna væru heim-1
sóknir, sem þessi, um sumartimann,
sérstaklega kærkomnar. Árnaði hún
sytrunum í kvenfélaginu framtiðar
blessunar í veglegu starfi þeirra.
Að því búnu var sungið “Eld-
gamla ísafold,” og “God Save the
King,” — þjóðsöngvar íslands og
Breta, sem eru með sama lagi, eins
og kunnugt er.—
Með söng afbragðs góðum hefir
skemt oss Jiópur af íslenzku söng-
fólki, í fremstu röð, nú fyrir
skemstu. Flest af því kom þó til
að sjá heimilið, eða fólk þar, en var
svo gott um leið, að skemta gamla
fólkinu með list sinni. Þetta fólk
er Mrs. Sigriður Olson, kona dr.
B. H. Olson, Paul Bardal, Mrs.
Fríða Jóhannesson og Mrs. Pearl
Johnson. Minnist heimilisfólkið
þeirra ánægjustunda, er þetta list-
ræna fólk veitti, með innilegu þakk-
læti.—
Þá má og minnast tveggja manna
er heimsóttu Betel svo að segja ný-
lega. Var annar þeirra Friðrik
Reykjalín, er las upp kvði sín og
söng fyrir gamla f ólkið. Hinn mað-
urinn var Sigurður Sveinbjörnsson,
sem flutti gott og uppbyggilegt trú-
boðserindi.—
Nú er Betel alskipað vistfólki.
Nokkrar umsóknir eru fyrirliggj-
andi, sem ekki er hægt að sinna, en
verður sint eins fljótt og mögulegt
verður.
—Fréttaritari Lögb.
Hæsti maður í heimi heitir van
Albert, og er Hollendingur. Hann
er 2Ó4 sentimetrar á hæð. Hann
ferðast um og sýnir sig. Mágur
hans er í fylgd með honum. Hann
er nákvæmlega 2 metrum lægri, eða
64 sentimetrar.
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPBR
(Framh.)
“Ralph!” hvíslaði hún—“Ralph!"
“María litla, vesalings, vesalings
María litla ! Elsku systir mín !”
Hann gekk til hennar og tók hana
í sterkan faðm sinn og þrýsti henni
að sér lengi, lengi.
“Til hvers vildirðu vera að koma
hingað? Eg bað Fielding að aftra
þvi. Til hvers á að vera að valda
þér annari eins geðshræringu ? Þú
hefir orðið að líða svo mikið, María,
að þú hefðir átt að hlífa sjálfri
þér við þessu.”
“Eg varð að koma. Það var al-
veg óhjákvæmilegt fyrir mig,
Ralph,” mælti hún. “Það er nokk-
uð, sem eg verð að segja þér.
Sannleikurinn, Ralph, sannleikur-
inn. Sá sem þú þekkir ekki, en sem
eg þekki—og einn til.”
“Þú átt ekkert að segja mér.”
Hann tók fast utan um hana. “Þú
átt alls ekki að leggja þig fram í
málið núna. Þú getur heldur engu
um þokað nú. Þú hefir engar sann-
anir. Ef þú ferð nú að segja frá
einhverju þessu viðvíkjandi, mun
almenningur halda, að það sé að-
eins óráðsrugl, og að þú sért ekki
með öllum sönsum. Eg mun nefni-
lega mótmæla þvi, sem þú segir. Þú
sérð þvi, að það er vonlaust fyrir
þig að fá nokkru áorkað.”
“Þú getur ekki mótmælt því,”
mælti hún.
“Eg ætla að játa fram á síðustu
stund, að það sé eg, sem er hinn
seki,” mælti hann rólega. “Það var
eg sem drap Austery Barling.”
“Já, en það varst ekki þú,” sagði
hún. “Það varst ekki þú frekar en
eg sjálf, sem gerðir það.”
POLLYANNA ÞROSKAST
Eftir ELEANOR H. PORTER
—— -----------—
Kæra Mrs. Chilton. Mér er það öldungis
um megn, að klæða kugsanir mínar í þann
búning, er réttilega gæti lýst þakklæti mínu
til þín. En eg vona samt sem áður, að þess-
ar sundurslitnu hugleiðingar mínar, berist
að einhverju leyti beina boðleið til hjartans
með ævarandi þökk til ykkar Pollyönnu.
Della Wetherby.
“Eg fæ ekki betur séð en alt hafi breyst
til hins betra,” sagði Dr. Chilton brosandi,
þegar kona hans hafði lokið lestri bréfsins.
Honum til undrunar bandaði hún út hendinni
eins og í mótmælaskyni. “Hvað er að? Ertu
ekki ánægð yfir því að alt fór eins og til var
ætlast ? ’ ’
Mrs. Chilton hnipraði sig niður í stólinn,
hálf vandræðalega.
“Því ertu að þessu, Thomas,” sagði hún
og varpaði þreytulega öndinni. “Að sjálf-
sögðu er mér það mikið fagnaðarefni, að þessi
einmanalega kona skyldi vakna til fullrar
sjálfsmeðvitundar og læra að skilja á ný af-
stöðu sína til lífsins pg samferðafólksins. Og
mér virðist það óumræðilegt fagnaðarefni, að
Pollyanna skyldi einmitt verða til þess. Þó
fellur mér það ekki sem bezt að um Polly-
önnu sé ávalt talað sem ósjálfbjarga barn,
eða brothætt meðalaglas. Geturðu ekki skil-
ið það ?’ ’
“Flónska! Hvað ætli það svo sem geri
til?”
“Thomas Chilton! Hefirðu aldrei hugs-
að út í það að stúlkan er að þroskast á degi
hverjum; hún er einmitt á þeim vegamótum
stödd, þar sem anðvelt er að hnekkja vexti
hennar og viðgangi, ef svo mætti að orði
kveða. Fram að þessum tíma er hún sér öld-
ungis ómeðvitandi um þann sjaldgæfa kvngi-
kraft, er hiín á yfir að ráða. t því er fólginn
hinn mikli leyndardómur um þroska hennar
og sigurvinninga. Á sama augnablikinu og
hún ásetur sér að hafa áhrif á einhvern, dug-
ir engin mótspyrna framar. Þessvegna bið
eg einkis heitara en þess, að sú hugmynd, að
hún geti linað þjáningar allra, læknað alla,
hjúkrað öllum, og hljmt að þeim, skjóti aldrei
föstum rótum í hugskoti -hennar.
‘ ‘ Ekki mundi eg lengi br jóta heilannn um
því um líkt,” sagði læknirinn hlæjandi.
“Eg er alveg á annari skoðun,” sagði
frúin, með hátfgerðan örvæntingarhreim í
röddinni. “Gleymdu því ekki hverju hún
þegar hefir áorkað,” sagði Dr. Chilton.
“Hugsaðu þér muninn á Mrs. Snow og John
Pendleton, og mörgum fleirum, að ógleymdri
Mrs. Carew. Og þetta er alt saman Polly-
önnu verk. Guð blessi hana fyrir hennar
góða og göfuga hjartalag!” “Mér er kunn-
ugt um alt þetta, ” mælti Mrs. Chilton með
nokkurri áherzlu. “Og mér er engu síður ant
um, að Pollyanna verði sér þess ekki meðvit-
andi að alt þetta sé í raun og veru hennar
eigið verk. Hún hefir nú að sjálfsögðu óljóst
hugboð um það samt. Það getur ekki fram
hjá henni farið, hvernig hún með léttlyndi
sínu kveikti hjá þeim nýja glaðværð og birti
íþeim nýtt og fegurra lífsviðhorf. Þetta er
hennar verk; það verður ekki af henni tekið.
E,g skal hreinskilnislega játa það fyrir þér, að
Pollyanna, blessaða litla Pollyanna, hefir
prédikað yfir okkur voldugustu prédikunina,
er eg minnist að hafa nokkru sinni verið vitni
að. Og nú ætla eg ekki að dylja þig þess leng-
ur, að eg hefi afráðið að fara með þér til
Þýzkalands í haust. Lengi vel hafði eg ætlað
mér að vera heima. Mér fanst eg undir eng-
um kringumstæðum geta skilið Pollyönnu
eina eftir; eg ætla heldur ekki að gera það;
hún fer með okkur; á því er enginn minsti
ef i. ’ ’
“Fer með okkur! Ja, því ekki það. Þetta
er alt saman eins og það á að vera. Eg vildi
helzt mega dvelja í Þýzkalandi nokkur ár.
Pollyanna má til með að komast burt frá
Beldingsville um hríð, hvað sem tutar. Eg
vil mega njóta hennar enn um nokkurt skeið,
eins og hún er, njóta sakleysis hennar eins og
það er. Eg get ekki undir nokkrum kringum-
stæðum sætt mig við að hún fái hinar og þess-
ar flugur inn í höfuðið, er villa henni sýn og
hamla henni eðlilegs þroska í framtíðinni.
‘ ‘ Mér fellur hugmyndin um Þýzkalands-
förina mæta vel í géð,” sagði Dr. Chilton
góðlátlega. “Að sjálfsögðu kemur Pollyanna
með. Eg hlakka óumræðilega til ferðarinnar;
eg get haldið áfram viðbótarnámi,' jafnframt
því sem eg stunda algengar lækningar. Ang-
urblítt bros færðist vfir andlit Mrs. Chilton;
ferðaþráin vaggaði henni á vængjum dún-
mjúkra drauma.
XII.
Svo mátti að orði kveða að alt væri á tjá
og tundri í Beldingsville; fólk mintist þess
ekki að annað eins hefði staðið til frá þeim
tíma, er Pollyanna Whittier kom gangandi
heim frá heilsuhælinu. Allir töluðu; það var
engu líkara en steinarnir töluðu líka. Einu
sinni enn snerist alt um Pollyönnu; einu sinni
enn var Pollyönnu von, þó heimkoman að
þessu sinni væri næsta frábrugðin því, sem
áður gekst við.
Nú var Pollyanna tvítug. Hún hafði
dvalið sex síðastljðna vetur í Þýzkalandi, en á
sumrin hafði hún verið á ferðalagi með þeim
Dr. Chilton og frú hans. Aðeins einu sinni
hafði hún komið til Beldingsville á því tíma-
bili; hún haifði dvalið þar í mánaðartíma um
sumarið, sem hún varð sextán ára. En nú var
hennar von heim ásamt frænku sinni, og nú
var gert ráð fyrir að hún dveldi heima um
óákveðinn tíma.
Læknirinn ætlaði auðvitað að koma heim
líka. Bex mánuðum áður en hans var von,
flaug sú frétt út um bæinn, að hann hefði orð-
ið bráðkvaddur. Fólkið í Beldingsville hafði
samt sem áður búist við því, að ekkjan myndi
koma heim ásamt Pollyönnu. Þær komu þó
ekki; heldur flaug sú frétt fyrir, að þær hefðu
ákveðið að dvelja erlendis um hríð. eða jafn-
vel í langan tíma. Fylgdi það sögunni, að
Mrs. Chilton hefði afráðið að reyna að
drekkja sorgum sínum á ferðalögum. Ekki
leið þó á löngu, þangað til sá kvittur gaus upp
í Beldingsville, að ekki væri alt sem vænleg-
ast um f járhag Mrs. Chilton. Að minsta kosti
þótti það sýnt, að hlutabréf, er námu allmik-
illi fjárhæð í vissu járnbrautarfélagi, væri
ekki sem arðvænlegust, en í það félag höfðu
læknishjónin lagt álitlega fúlgu. Svipað var
að segja um ýms önnur gróðafyrirtæki, er þau
höfðu lagt fé í. Af fasteignum þeim, er Dr.
Ohilton lét eftir sig, var ekki mikilla tekna að
vænta; liann hafði aldrei verið auðugur mað
ur, þó nokkuð hefði hann að jafnaði handa á
milli; útgjöldin höfðu líka verið mikil og
margvísleg síðustu árin. Það fékk því fólk-
,inu í Beldingsville engrar sérlegrar undrun-
ar, er sú fregn barst því til eyrna, eitthvað
sex mánuðum eftir dauða læknisins, eða svo,
að ekkjunnar væri bráðlega von heim, ásamt
Pollyönnu.
Ejinu sinni enn mátti þess vænta að Har-
ringtop býlið, er staðið hafði í eyði undan-
farin ár, opnaði dyr sínar, og tæki á móti
gestum. Og núna var Nancy—Mrs. Timothy
Durgiu, önnum kafin við að þvo húsið hátt og
lágt, og dusta af gamalt ryk.
Mrs. Durgin hafði lyklavöldin. Ekki
vildi hún játa, að sér hefði verið skipað fyrir
um þetta verk, heldur lét hún í veðri vaka, að
hún hefði óljóst hugboð um að Mrs. Chilton
væri von heim á næstunni. Nú hafði heilni
þó borist í hendur bréf um það, að Mrs. .Chil-
ton kæmi heim á föstudaginn; hún hafði
meira að segja verið beðin um að skilja hús-
lykilinn eftir undir dyramottunni. “Ekki
nema það þó! Skilja lykilinn eftir undir
dyramottunni, ” tautaði Mrs. Durgin’s við
sjálfa sig. ‘ ‘ Og nú er hún að koma heim eftir
allan þennan óratíma, skildingalítil, eða jafn-
vel skildingalaus, blessuð sálin. Var það ekki
ógnarleg tilliugsun. Og Pollyanna á hjarni
líka, já fyr máttu nú vera ósköpin. ’ ’
Á fimtudagsmorguninn mætti Nancy
ungum laglegum manni, og varð henni næsta
skrafdrjúgt við hann. “Herra Jimmy! Herra
Bean, nei herra Pendleton, átti eg við,” stam-
aði Nancy út úr sér. Ungi maðurinn veltist
um af hlátri.
‘ ‘ Við skulum láta kylfu ráða kasti, ’ ’ ságði
hann eins og út í höít. Eg hefi fengið fulln-
aðarvitneskju um það sem eg var að leita að.
Nú veit eg að þær Mrs. Chilton og Pollyanna
koma heim á morgun. ‘ ‘ Þær gera það, ’ ’ sagði
Nancy óþolinmæðilega. ‘ ‘ Auðvitað koma þær
heim. Eg er samt sem áður áhyggjufull út
af ástaáðum þeirra. Mig grunar að þær séu
ekki sem hagfeldastar.”
“Eg skil það,” greip ungi maðurinn
fram í um leið og hann hvarflaði augunum
um húsið, gamla Harrington heimilið. “Úr
því verður samt líklegast ekki bætt að sinni,”
sagði hann í hálfum hljóðum við sjálfan sig.
“Mér þykir undur vænt um það, sem. þú ert
að vinna, Nancy, til þess að gera heimilið vist-
legt og búa undir ánægjulega heimkomu,”
sagði ungi maðurinn brosandi, um leið og
hann reið út á hliðargötuna. Nancy horfði
undrunaraugum á eftir hinum laglega unga
m'anni. Var hann ekki beinlínis fallegur,—
og hesturinn líka?
“Mig undrar það sízt, þó svona maður
láti sér ant um hag Pollyönnu og spyrji eftir
henni,” sagði Nancy við sjálfa sig. “En hvað
Jimmy Bean, nei, Pendleton, ætlaði eg að
segja, hefir breyzt, tekur þó út yfir alt.”
Eitthvað þessu svipað virtist hafa flogið
um huga Johns Pendleton sama morguninn,
er hann sá son sinn nálgast heimilið. Það var
engu líkara en sama undrunar glampanum
brigði fyrir í augum hans, og þeim, er fram
kom hjá Nancy. En hvað þau eru tilvalin
hjónaefni hugsaði hann með sjálfum sér, en
hann sá þau bæði þjóta út að hesthúsinu.
Fimm mínútum seinna kom sonurinn heim að
húsdyrunum. Hann gekk hálfhikandi upp
tröppurnar, og settist á hægindastól í anddyr-
inu.
“Ja'ja, drengur minn! Eru þær í raun
og veru að koma,” spurði faðirinn. “Já,
þær koma alveg áreiðanlega á morgun. John
Pendleton varð hugsi um stund og djúp al-
vara færðist yfir andlitið. Hann leit hálf
hvasskeytlega til sonar síns. ‘ ‘ Gengur nokk-
uð að þér, drengur minn,” spurði liann.
“Nei.” “Undanliald kemur engum að liði.
Fyrir klukkustund eða svo héldu þér engin
bönd; þú lagðir við æstasta fákinn, sem til
taks var og raukst út í buskann, en nú hniprar
þú þig niður í stól. Eg hélt þú myndir fagna
því af öllu hjarta, að vina okkar var von
heim. ” Jimmy skellihlÓI. Vitaskuld þótti
honum vænt um heimkomu þeirra Mrs. Cliil-
ton 0g Pollyönnu. “Eg hélt þú hugsaðir ekki
um nokkuð annað en Pollyönnu,” sagði fað-
irinn. ‘ ‘ Þú hefir helzt aldrei um annað talað
síðan hún kom frá Boston. Eg hélt þú þráðir
hana öllu öðru fremur.” “Eg þrái hana
enn,” svaraði pilturinn. 1 gær hefðu engin
öfl getað stíað okkur í sundur.