Lögberg - 12.10.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.10.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. OCT. 1933 NÚMER 41 FRtr SIGRÍÐUR OLSON er meÖ aðstoð ungfrú Snjólaugar Sigurdson heldur söng- samkomu í Riverton á þriðjudagskvöldið þann 17. þ. m., til arðs fyrir lúterska söfnuðinn þar i bænum. Joseph Walter Svo sem skýrt var frá í blaðinu síðast, þá er nú að minnast Joseph Walters látins. Joseph Walter var fæddur í Prestshvammi i Reykjahverfi í S. Þingeyjarsýslu 13. apríl 1858. Var því vel hálfáttræður, er hann lézt. Foreldrar hans voru Sigvaldi Magnússon og Valgerður Björnsdóttir. Föður sinn misti Joseph þá er hann var tveggja vetra, og var þá tekinn til fósturs af Hóseasi Björnssyni móður- bróður sínum og konu hans Guðbjörgu Gísladóitur, er bjuggu í Jórvík í Breiðdal. Var hann hjá þeim til fullorðins aldurs, eða þar til hann tvítugur, hélt til Vesturheims, 1878. Nam Joseph fyrst staðar í landnámi íslendinga i Nova Scotia og dvaldi þar í þrjú ár. Kvæntist hann þar árið 1879 Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Unastöðum í Víðidal, og fluttust þau hjón skömmu síðar til Winnipeg. Til Gardar í N. Dakota fluttu þau hjón 1883 og höfðu nú búið þar í rétta hálfa öld., Rúnaðist þeim vel og var Joseph um langt skeið einn mestur búhöldur þeirrar blómlegu bygðar. Var Joseph löngum athafnamaður um öll héraðsmál. Oddviti sveitar- innar var hann um langt skeiS, skólaráðsmaður lengi, sóknarnefnd- armaður mörgum sinnum, sat tiðun*. kirkjuþing, og þingmaður var hann á ríkisþingi Norður-Dakota árin 1904—1906. Jyseph og Ingibjörg eignuðust ellefu börn. Eru nú fjögur þeirra á lífi: Hóseanna Guðbjörg, gift Jóhanni Hall, bónda að Gardar; Hannes Sigurður, bóndi i sömu bygð; Valgerður Þor- björg, eiginkona Þorsteins Hallgrímssonar í Argyle-bygð; Jón Magnús Brandur, bóndi í Dakota. Lifandi systkini Josephs eru: Halldóra, Karolina, Jóhannes og Páll, öll í Argyle. Joseph Walter er áreiðanlega einn þeirra landnámsmanna, sem trauðla gleymist. Auk þess hver athafnamaður hann var, var hann þeim mannkostum búinn, sem aldrei gleymast. Drengskapar- maður var hann í hvívetna, vinafastur og trygglyndur. Raungóður var hann og svo hjálpsamur, að oftast var fyrst leitað á fund Josephs, er liðsinnis þurfti við. I minningarorðum yfir moldum hans var svo að orði komist: “Joseph Walter var á stundum hrjúfur á yfirborði, en inn við hjarta var hann hreinn og blíður sem barn.” Síðasti áfangi æfinnar varð Joseph erfiður. Nær tíu ár var hann því nær blindur. Var og svo bilaður á heilsu, að hann lá rúmfastur hin síðari ár og síðast svo hrumur, að hann fékk sér sjálfum enga björg veitt. En þá var sú likn með þraut, að hans trygglynda kona naut náðar og krafta til þess að stunda hann með þeirri nærgætni og þolgæði, sem einungis fáar hetjukonur hafa til að bera. Jarðarför Joseph Walters þann 4. þ. m. var afar-fjölmenn og virðuleg. Voru, auk bygðarmanna, ekki svo fá skyldmenni og vinir frá Winnipeg og Argyle við útförina. Sóknarprestur hans, séra Haraldur Sigmar, jarðsöng hann. Séra Björn B. Jónsson frá Winnipeg tók og þátt í athöfninni. Sjáumst aftur, Island / sumar kom hingað belgiskur kyikmyndaleiðangur, 4 menn, sem dvöldu hér nokkrar vikur og fóru víða um lil að taka kvikmyndir af landi og þjóð. Myndin verður sýnd í vetur víðsvegar urn Belgíu innan þess félagsskapar, setn mennina sendi og rekur slíka fræðslustarf- semi í stórum stíl. Tveir þeirra manna, sem hér voru—forseti fé- lagsins og framkvœmdarsjtjóri þess —munu flytja erindi myndinni til skýringar. Ennfremur verður hún sýnd í belgiskum skólum og loks lánuð til útlanda í skiftum við aðrar slíkar. Höf. eftirfarandi greinar er einn leiðangursmanna, ungur rithöf- undur, sem þegar hefir getið sér góðan orðstír. Mun hann bráðlega gefa út nýja skáldsógu, sem gerist á Islandi. Síðasta kveðja mín til þín, ísland, hljómar í hjarta mínu sem “sjáumst aftur^” þrungið gleði og von. Eg skildi við þig og fletti um leið— ekki án saknaðar—nýju blaði í bók míns reikula lífs. En augu min og sál eru hlaðin endurminningum, líkt og skip fullfermt erlendum gersem- um. Og för mín um hið forna land guðanna fyllir mig kynlegri sælu- kend .... Hinn 7. ágúst síðastliðinn, þegar stóra skipið gráa og hvíta (J. G. fór héðan með belgiska skipinu “Leo- poldville”) fór frá Reykjavík, þá beið eg lengi—lengi— á þiljum uppi til þess að horfa á þig, ísland, hverfa rökum sjónum mínum, afmást smátt og smátt úti við sjóndeildarhring reginhafsins, líkt og hillingar á brennandi sandauðnum Afríku. Og á morgni hverjum, er eg reis úr rekkju, og á kvöldin, þegar skipið kvað við af glaumi og gleði og þil- farið var mannlaust, þá gekk eg aft- ur í skut til að lauga augu mín í kjöl- farinu, sem glóði í silfri og smar- ögðum og bjó huga mínum dýrðlega braut til þín aftur, ísland. ísland, kynjaeyja við hið mikla Norðurheimskaut jarðar, raddir frá forneskju kölluðu mig til þín með ómótstæðilegum töfrakrafti. Og þegar í stað fékk eg ást á þér. Eg elskaði þig líkt og hafið, hafið ]>ar sem menn berast ekki á banaspót, líkt og hina miklu eyðimörk Sahara, þar sem rósir dafna í gullsandi í blárri forsælu pálmatrjáa. Líkt og hafið og eyðimörkina elsk- aði eg þig, þú ísland með fálkann hvíta í himinbláum feldi. Eg er þess viss, að maðurinn og landið skiftast á dulskeytum. Eg veit, að ókunnugt land getur á svip- stundu gripið sál vora, gegnum skynfæri vor, og náð henni á vald sitt fyrir fult og alt. Eg veit enn- fremur, að maðurinn leitar til slíks lands eins og hann leitar til konu, knúður af óljósri óbrigðulli eðlis- hvöt. Og þess vegna hélt eg af stað til að kynnast þér, ísland, full- viss þess að verða ekki vonsvikinn. Eg hafði þegar sótt þig heim nokkrum sinnum áður með óhefluð- um sjómönnum frá ættjörð minni, Flæmingjalandi, sem koma svo langt að til að varpa netum sínum djúpt í fiskauðugt haf stranda þinna. Af stjórnpalli togarans “O. 99 Jeanne” — (sem brotnaði í fyrra á skerjum við Skotlandsstrendur)—horfði eg á þig, ísland, með augum sem brunnu af þrá. Dimm og drungaleg ský grúfðu yfir Snæfellsjökli og virtust háma í sig glampáhdi, æva- gamla jökulbunguna. Fyrirheitna land, þú færðist undan, er eg nálg- aðist, svo að eg varð að gefa þér þá mynd, sem þú hafðir i draumum mínum. Og í hvert sinn, er eg hvarf á burt án þess að stíga á land, þá sá eg jafnan með sárum trega eftir síðasta netinu, sem upp var dregið. En í þetta sinn blés hagstæður byr í segl mín. Og för mín um hið forna land guðanna fyllir mig kynlegri sælukend .... Þegar eg steig fæti mínum á jörð þína, ísland, var eg bara nafnlaus ferðalangur, útlendingur frá suðri kominn, og þú gast ei vitað, að eg bar í brjósti mikinn kærleik til þín. Hinar einföldu, en hjartanlegu við- tökur, sem biðu mín hjá þér, munu mér seint úr minni líða. Og mér er sem hafi eg alt af þekt þá, mennina, sem veifuðu hönd sinni—lengi—við burtför mína. Carl Olsen, Björn Jónsson, Pétur Gunnarsson, Guðm. Sigmundsson, Snæbjörn Jónsson og þér, K. Stef- ánsson, kæri leiðsögumaður og vin- ur, í ykkur öllum heilsa eg hinum fögru íbúum Norðursins, þar sem gestrisnin er enn í hávegum höfð sem heilög dygð, gestrisnin, sem er hið æðsta aðalseign frjálsra og ó- háðra þjóða. f Fimtugs afmæli Síðastliðinn laugardag átti Mr. T. E. Thorsteinsson, bankastjóri við Royal Bank of Canada, fimtugs af- mæli. I tilefni af því var hann heiðraður með samsæti á St. Regis hótelinu að kveldi afmælisdagsins. Milli fjörutíu og fimtíu manns tóku þátt í samsæti þessu, er var i alla staði hið ánægjulegasta. Veizlu- stjóri var Mr. Friðrik Bjarnason, og bauð hann gesti velkomna með all- itarlegri ræðu, þar sem hann lýsti sinni margþættu kynningu við heið- ursgestinn. Kvaddi hann veizlu- gesti óspart til ræðuhalda, og mun svo hafa farið að lokum að tala ræðumanna og veizlugesta, það er allra þeirra, er samsætið sátu, stæð- ist nokkurn veginn á. Allar lýstu ræðurnar, þó stuttar væri, virðingu og hlýhug til hins prúða heiðurs- gests. En á milli þeirra skemtu menn sér við söng, undir forustu Paul bæjarfulltrúa Bardal. Dr. B. H. Olson afhenti heiðurs- gesti, fyrir hönd viðstaddra vina, og ýmsra annara, er ekki fengu komið því við að sitja mannamót þetta, vandað úlnliðsúr til minja um at- burðinn, er heiðursgestur þakkaði með viöeigandi hlýyrðum. Mr. Thorsteinsson hefir gegnt bankastjóra sýslan við útibú téðs banka á mótum William og Sher- brook stræta í tuttugu og þrjú ár, og mun það ekki ofmælt, að vin- sældir hans hafi farið vaxandi með ári hverju; enda má hann óhikað teljast í röð hinna allra mætustu Vestur-ísendinga. Auk síns um- svifamika starfs við bankann, hefir Mr. Thorsteinsson gefið sér tíma ti! þess að sinna félagsmálum íslend- inga hér í borg, bæði sem ötull og ó- sérhlífinn meðlimur Fyrsta lúterska safnaðar og á mörgum öðrum svið- um. Mr. Thorsteinsson er ættaður úr Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Kona hans er Svafa, dóttir Mr. og Mrs. Olgeir Frederickson, er um langt skeið bjuggu rausnarbúi í Argylebygð, en dvelja nú hér i Win- nipegborg. Þau Mr. og Mrs. Thorsteinsson eiga fimm mannvænleg börn. 1. Og nú hefir ræst hin heita ósk rnín um að kynnast þér, ísland, þránni til þín hefir nú verið full- nægt. Og þegar i stað fékk eg ást á þér. Hlustið á: bjúpu vötnin þín, sem sparsöm sólin skrýðir bláma ítölsku vatnanna, tæru vötnin þín, þar sem spegla sig fannhvítir svanir; víðáttumiklu slétt- urnar þinar og dalirnir, þakin rauðu, grænu, svörtu hrauni, þar sem lífið sigrar í líki örsmárra, dásamlegra blóma; hreinlæti hýbýla þinna og lítilmótlegustu sveitabæja; litlu dug- legu hestarnir þímr; björtu næturn- ar þínar, litaðar daufum morgun- roða; aðdáun þin á fortíðinni og virðingin fyrir fornum þjóðarvenj- um; iðjusama fólkið þitt; þraut- seigja þeirra, sem vinna að ræktun óþjáls jarðvegar; litlu garðarnir þín- ir, þar sem allskonar blóm, úr öllum áttum, skapa hrífandi sumar, ennþá yndislegra en “Vor” Griegs; skært og hispurslaust augnatillit dætra þinna; smávöxnu skógarnir þinir, þar sem toppar hins angandi laufs strukust við kvið litla hestsins míns ; firðirnir þinir, þar sem hafið hefir höggvið margar furðulegar myndir; ósnertu jöklarnir þínir; fossarnir þinir, hinir fegurstu í heimi, sem regnboginn þenur sig yfir eins og marglit brú; ljóðagerð þín, sem er undur mannúðleg, þótt alin sé í ó- frjóvum jarðvegi; þinar dýrðlegu, breytilegu auðnir, þar sem maðurinn gengur í hrifningu til móts við hina síðustu guði, á snævi þöktum f jalla- tindum, í ríki órofinnar þagnar; reikulu hjarðirnir þínar; kalda og þétta regnið þitt, sem þvær burt öll óhreinindi hnignandi menningar; alt þetta varð mér kært, ísland, öll þín glæsta og eyðilega jörð .... Og það var þetta, sem eg vildi segja þér. Hljómþýð nöfn allra þeirra staða, sem eg kom til, juku mjög á unað þeirra nýjunga, sem dagur hver bar í skauti sér. Þau óma enn í eyrum mér sem töfraþulur, er seiða mig aftur til þín....... Víst er það, að meðan eg skrifa, skilja mig 2000 rastir frá “Ultima Thule,” þar sem hugur minn reik- ar í draumi á þessu augnabliki. Mað- urinn ber með sér óró í hjarta, hvar sem hann fer, og enginn er sinna örlaga smiður. En fyr eða síðar mun eg sjá þig aftur, ísland. í himinsins óvíga stjörnuher hefi eg af ráðnum hug valið þá, sem örugg- ust reynist víðförlum sjómönnum: Pólstjörnuna. Og eg hefi trú á stjörnunni minni. Og nú þegar sé eg í anda litlu höfnina í Reykjavík, þar sem marg- ar hendur eru á lofti til að fagna mér. En þangað til mun eg vegsama fegurð þína, ísland, og syngja þér margfalda dýrð. Þótt rödd mín sé veik, þá mun hún finna leið að sumra hjörtum. Þegar skáldið hefir söng sinn, þá hlustar nó'ttin, og í nóttunni hlusta útvalin hjörtu. “Sjáumst aftur, Island.” Brussel, 14. ágúst, 1933. José Gers. Mbl. 12. sept. Tollhækkun í Italíu ítalska ríkisstjórnin hefir fallist á tilskipun um aukning innflutnings- tolla á varningi frá þeim þjóðum, sem hafa felt gjaldeyri sinn í verði. Skemdir á brúm og vegutn í flóðunum námu um 50—60 þús. kr. segir vegamála- stjóri. Samkvæmt lauslegu yfirliti, er gert hefir verið, á tjóni því, sem varð á vegum og brúm í flóðunum um daginn, er talið, að tjónið hafi alls numið 50—60 þús. kr. á mannvirkj- um þessum, segir vegamálastjóri. Hefir hann skýrt blaðinu frá ýms- um ráðstöfunum, er gerðar hafa verið og gerðar verða vegna skemd- anna. Á Norðurlandsveginum kvað mest að brúarskemdunum á Bjarna. dalsá. Brýr voru þar tvær, sem kunnugt er. Önnur brúin skeiflaðist af stöplunum, og sentist á hvolfi 15—20 metra niður eftir ánni, og grófst þar í aur, en stöplarnir steypt- ust niður í hyl, sem áin gróf á brú- arstæðinu. Hin brúin lafir á öðrum stöplinum. Verður hægt að lyfta þeim enda, er niður féll, og gera nýjan stöpul undir þann endann. En viðbúið er, að lengja þurfi brúna um leið. Á Litluá hjá Hvammi þarf að gera nýja brú nokkru lengri en brúin var, sem tók af í flóðinu. Er óvíst enn hvort ráðist verður i þessar brúarsmíðar í haust. Ef því verður frestað til vors, þarf að styrkja þær bráðabirgðabrýr, er gerðar hafa verið á ám. Jökulsá á Sólheimasandi, gerði talsverðan usla, eins og kunnugt er. Fór kvísl úr henni vestur úr far- veginum fyrir ofan brúna, og fyrir endann á fyrirstöðugarði þeim, sem þar er gerður. Rann kvísl þessi inn- an við garðinn og gróf sig gegnum vegginn, sem liggur upp á brúna, rétt vestan við brúarsporðinn. Auk þess seig einn brúarstöpull- inn nokkuð. Að athuguðu máli, J verður auðvelt og kostnaðarlítið, að | lyfta brúnni, þar sem hún seig með stöplinum, hækka stöpulinn, og koma brúnni þannig í samt lag. Pall er nú verið að setja yfir skarðið í veginn við brúarsporðinn, og önnur brúðabirgðarbrú verður sett á kvísl, sem enn rennur vestur úr þessari útbrotakvísl úr ánni. Síð- an verður hlaðið í þessa kvísl, svo áin falli öll í sinn gamla farveg. Verða aðgerðir þessar ekki sérlega kostnaðarsamar. Vegna reynslu þeirrar, sem nú fékst, um vatnavexti í Klífanda, verður Klifandabrúin lengd, Hún var því nær fullgerð, er hlaupið kom um daginn. Hún átti að verða 100 metrar á lengd. Brúaropið fyltist nær alveg, og þó rann helmingur ár- innar vestan Péturseyjar, meðan á flóðinu stóð, en eyrarnar allar aust- an Péturseyjar voru einn vatns- flaumur austur undir Steigarháls. Hafursá á að veita í Klifanda. Skemdi sú á talsvert aðstöðuna til fyrirhleðslunnar, gerði hana kostn- aðarsamari. Þó verður haldiý við fyrra áform i því efni. Klifandabrúin hangir uppi, þó einn stauraokinn færi undan brúnni í flóðinu. Okann rak á land, skamt eðan við brúna. Hann verður sett- ur í samt lag á sinn stað aftur. Bakkakotsáin undir Eyjafjöllum gróf sig nokkuð inn i veginn vestan brúarinnar, og er sennilegt að horf- ið verði að því að lengja brúna nokkuð, 10—20 metra á lengd. I flóði þessu breyttust farvegir á Mýrdalssandi þannig, að alt jökul- vatnið hefir nú aftur lagast í Múla- kvisl, en horfið úr Leirá, og Þver- kvíslum, en þær ár hafa frá því snemma i sumar tept alla bilaumferð um austurhluta Mýrdalssands. Mbl. 16. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.