Lögberg - 12.10.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.10.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGRERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER, 1933 HosíJcrg Geflð út hvern fimtudag af THE OOLUMBIA PRES8 LIMITBD 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um driO—Borgist fyrirfram rhe "Lögberg” is printed and published by The Columbia t*rees, Lámited, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Manitoba. PHONES Sfl 327—88 328 Við Goðafoss Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna tionum einum. Lúk. 4,10. Það er til að útskýra þessa miklu megin- reglu, sem gildir fyrir líf hvers kristins manns, að það mál er flutt, sem hér fer á eftir. í gióandi sólskini var eg staddur við Goðafoss í Bárðardal einn dag í júlí. Veðrið var svo hlýtt og gott, að við sátum í örlitlum hvammi, grasivöxnum, rétt við rætur fossins, horfðum á litadýrðina og hlustuðum dreym- andi á nið fossins. Fossinn er mikill og fagur og að mörgu leyti í laginu eins og væri hann eftirmynd síns stóra bróður í Ameríku, Niagara. Eitt af því, sem kom í hug mér, er eg dvaldi hugfanginn hjá Goðafossi, var það, hversvegna hann bæri þetta nafn, því hann væri kallaður Goðaíoss. Þetta hefði eg sjálf- sagt átt að vita, en svo var ekki, og því varð eg nú að spyrjast fyrir um það. Það fékk eg þá að vita, hjá fróðum manni, að fossinn héti Goðafoss, af því, að þegar Þorgeir Ljósvetn- ingagoði, sem bjó þar á næstu grösum í forn- öld, kom heim af Alþingi árið eitt þúsund, þar sem hann í umboði alþjóðar hafði kveðið upp þau lög að Lögbergi, eftir þriggja daga þunga þanka undir feldi í búð sinni, að kristin trú skyldi viðtekin í landinu og allir Islendingar vera menn kristnir, tók, þegar heim kom, sín gömlu goð, skurðgoð, af stöllum þar í heima- hofinu á Ljósavatni, bar þau út í gilið og kastaði þeim í fössinn, svo þau týndust að eilífu. Það gerast stundum þau átök í sálarlífi einstakra manna, að ekki má fram hjá þeim ganga án frekari greinargerðar. Svo er með þetta átak Þorgeirs Ljósvgtningagoða, ef saga sú er sönn, er nú var hermd. Eins og kunnugt er af kristnitöku-sög- unni, þá var Þorgeir ekki í tölu kristinna manna, er hann var kvaddur til þess af hvoru- tveggja flokkunum, kristnum og heiðnum, að leggja úrskurð á um það, hver vera skyldu trúarbrögð landsmanna, þegar útleit að þjóð- félagið klofnaði út af trúmáladeilunum. 1 einveru hans, sólarhringana þrjá, má gera ráð fyrir, að í sálu hans hafi samverkað hans eigin orðlögðu vitsmunir og heilagur andi Guðs. Hann lagði á úrskurðinn og allir hlíttu úrskurðinum drengilega. Svo fer Þorgeir heim af þingi, dagleiðir margar norður í land. Ekki er ólíklegt, að á heimleiðinni hafi hann riðið í þungum þönkum, ábyrgðin legið þungt á huga hans og áhyggjur út af því, hvernig nú mundi fara í landinu. Hann hefir fundið til þess, að hvað sem öðru liði, yrði hann nú sjálfur að halda vel þá trú, er hann leitt hafði í lög. A undan öðrum varð hann að ganga og gefa öðrum gott dæmi til eftirbreytni. Hann hafði lagt á þann úrskurð á alþingi, að allir menn í landi þar, skyldu “trúa á einn Guð, föður, son og anda helgan, en láta af heiðnum siðum. ” Og svo kemur goðinn heim. Hann var goði, eða prestur, þeirra Ljósvetninga, og þar með héraðshöfðingi þeirra. Á bæ hans hefir staðið goðahof bygðarinnar. Við goða- stallinn hafði hann tekið eiða af mönnum og en þá borið stallhringinn helga á hönd sér. Þar stóðu guðir feðra hans. Þeim hafði hann marga fórnina fært. Þar voru og húsgoð sjálfs hans, er hann hafði heitið á til árs og friðar margt erfitt frumbúa ár. Hvað á hann nú, orðinn kristinn maður, að gera við gömlu goðin sín? Það þarf ekki skarpan skilning til að skynja, að nú var sárs- auka tíð. Ef til vill hefir hann vitað augu héraðs og lands horfa á sig. íívað skyldi hann gera við goðin. sín, Ljósvetningagoðinn sjálfur. En sárbeittast hefir verið augna- ráð hans eigin sálar. t augum eigin 3amvizku las hann spurninguna: “Þorgeir, Þorgeir goði, sem gerst hefir nú opinberlega krist- inn maður, hvað ætlar þú nú að gera við heimagoð sjálfs þín? Ætlar þú að vera krist- inn maður á alþingi, en heiðinn maður í héraði heima? Ætlar þú, Ljósvetningur, að vera kristinn maður í orði, en heiðinn í hugarfari og breytni?” Sennilega hefir Þorgeir ekki verið kunnug upphrópun Páls postula, er hann stóð í svipuðum sporum og óttaðist það mest fyrir samvizku sinni, að hann, sem hafði kent öðrum, yrði sjálfur rækur; en svipað liefir að líkindum verið með hugsanir og til- finningar Norðlendinga höfðingjans. Svo gengur Þorgeir að goðum sínum, hinum gömlu, og tekur þau upp á arma sína. Hve mörg líkneskin hafa verið veit maður ekki. En af því er greinir í liinum fornu sög- um um átrúnað landsmanna, má það víst telja, að það hafi verið fyrst og fremst Þór, bardaga-guðinn og Freyja, ástargyðjan. Hann leggur af stað með goðin sín. Sporin eru þung. Hann er í hver ju spori að slíta upp gamlar og fastar rætur úr sjálfs sín hjarta. Hann stefnir upp í gilið. Hann nemur staðar uppi yfir fossinum mikla. Á einhverju máli, í einhverjum orðum, fer sá hljómur gegn um sálu hans: “Drottin Guð þinn átt þú að til- biðja og þjóna honum einum.” Svo steypir hinn sterki maður goðunum sínum í fossinn. Síðan heitir fossinn tíoða- foss. Eg get ekki öðru trúað, en að þessi saga, hvort sem hún er sannsöguleg eða þjóðsaga, fái bergmál í huga okkar margra, sem erum að leitast við að vera kristnir rnenn. Það er áreiðanlega lýst hér miklu af reynslu sjálfra okkar. Að því leyti, sem okkur kann að hafa heppnast það, að til'biðja Drottin Guð vorn og þjóna honum einum, höfum við steypt skurð- goðum okkar í fossinn. Sennilega het'ir oss lánast misjafnlega að framkvæma það. Senni- lega eigum við öll eftir í fari okkar eitthvað af skurðgoðum, sem við þyrftum að koma í fossinn, til þess að við getum Verið alkristnir menn. Og áreiðanlega er farsæld okkar, full- komnun og frelsi, undir því komið, að við steypum í fossana syndsamlegum ástríðum okkar, hvort sem þær eru í sálu okkar eða holdi. Þetta verður ekki gert á einu vetfangi. Alla æfi sína verður maður sífelt að gera sér ferðir upp í gilið til að steypa skurðgoðum sínum í fossinn; því oft koma önnur í stað þeirra, sem borin eru út. Og sú ætti að vera æfisaga hvers kristins manns, að með hverju ári liafi fækkað hjá honum skurðgoðin; og sæll er sá, er kemst á efri ár og að æfilokum, með það í vitund sinni, að nú sé hann búinn að koma öllum skurðgoðum sínum í fossinn, og liafi ekki annað að lifa og deyja fyrir en það, að tilbiðja Guð sinn og þjóna honum ein- um. 1 einum fögrum haustsálmi í sálmabók- inni okkar eru þessi bænarorð: ‘ ‘ Tak alt það, Drottinn minn, frá mér, sem mér kann snúa burt frá þér, svo okkur enginn skilji.” Mér er það augljóst, að ekki sé auðfarið með svona bæn, ef hana á að biðja hræsnislaust. Eg er ekki frá því, að mesta þrekraun kristins manns sé það, að steypa sumum goðunum sín- um í fossinn. Eg man ekki betur, en þegar Jesús Krist- ur var hér á jörðinni og kvaddi menn til fylgd- ar við sig og hét þeim himnaríki að launum, þá væri prófspumingin ávalt svona: “Ertu við því búinn að kasta skurðgoðum lífs þíns í fossinn?” Þeim veitti það mörgum erfitt, að bera út goðin sín. Þeim sem hepnaðist það með tilstyrk Jesú, þeir urðu sannir menn og sælir. Það er engum vafa undirorpið, að ef við hugsum til að lifa með Jesú Kristi, bæði nú og í eilífðinni, þá megum við ekki sjá í það að steypa skurðgoðum okkar í foss- inn. En svo sem goðin hans voru Þorgeiri kær og honum það andleg þrekraun að steypa þeim í Goðafoss, svo er það líklega enn með okkur alla. Eg veit ekki hvort þið, góðir áheyrendur, vilduð nú svipast um heima hjá ykkur, inni hjá ykkur, og veita því eftirtekt, hver skurð- goð standa þar á stalli enn. Eg veit ekki, hvort ykkur finst, að nú ættuð þið að ganga upp í gil og steypa þeim í fossinn. Eg veit ekki hvort þið treystið ykkur til þess. Eitt er víst, þið getið ekki tekið uppáhaldsgoðin ykkar niður af stalli og kastað þeim út í foss, nema með tilstyrk Guðs og hans heilaga anda. Sum goðin okkar eru ef til vill orðin gömul, hafa setið á stalli í lund okkar eða hjarta mörg ár, sum máske alla æfi. Sum eru jafnvel eríðagóss ættar okkar. Það er farið fram á nokkuð mikið við okkur að vjð berum þau nú út og steypum í foss. En það er nú svona: Ef við viljum vera kristnir, þá verð- um við að útrýma skurðgoðum öllum, hvort sem þau hafa verið í sálu okkar eða holdi, því ritað er: Drottin Guð þinn útt þú að tilbiðja og þjóna honum einum. Máske ykkur þyki þetta hörð kenning. Máske okkur finnist, að við ættum að vera miskunnsöm við goðin okkar. Ekki er það að heyra á Kristi. Munið þið ekki hvað liann sagði: “ Ef liægra auga þitt hneykslar þig, þá ríf það út, og kasta því frá þér, því betra er þér að einn lima þinna tortímist, en öllum líkama þínum verði kastað í Gehenna-eldinn. Og ef hægri hönd þín hneykslar þig, þá sníð hana af og kasta henni frá þér, því betra er þér, að einn lima þinna tortímist, en að allur líkami þinn lendi í Gehenna.” Við verðum að gera okkur grein fyrir því sjálf, hvað í okkur er af skurðgoðum, sem hneyksla okkur. “Hneyksla” þýðir fella,— fella okkur frá Guði og þjónastu hans. Okkur hættir líklega mörgum til að afsaka goðin okk- ar, telja það saklaust þó þau séu kyr, ellegar að okkur eru þau svo kær, að við getum ekki séð af þeim, eða steypt þeim í fossinn. Ef til vill látum við okkur nægja að fela þau, geyma þau í leyndum stöðum í okk- ur sjálfum. Svo vitur maður var Þorgeir Ljósvetningagoði, að honum skildist, að það myndi alls ekki gagna sér að bera aðeins goðin sín út fyrir bæjarvegginn, eða stynga þeim nið- ur í kistil í svefnhúsi sjálfs sín. Hann hefir grunað, að með því lagi myndi oft svo fara, að hann leynd- ist til þeirra og blótaði þau á laun. Hann steypti þeim því í fossinn, svo hann aldrei gæti framar fundið þau eða séð. Svo er og farið með okk- ar goð, okkar ástríður, okkar lund- arlags-bresti, okkar holdsfýsnir til víns eður muna, okkar leynilegu hjartaþrár, okkar vanrækt við skyld- una, okkar ónot og afbrýði, okkar ófrið og ónærgætni, okkar ótal skurðgoð; það nægir ekki annað en að sökkva þeim í fossinn, svo þau týnist til fulls. Nú skyldi maður þó ekki skiljast svo við þetta mál, að maður liti svo á, að kristindómurinn sé í því einu falinn, að týna saman goð sin og kasta þeim í fossinn. Upphaf krist- indómsins er ást á Guði og löngun til að líkjast Jesú og þjóna honum. Það er hjarta og kjarni kristindóms- ins. En einmitt fyrir það, að maður elskar Guð og fær heilagan anda frá honum, kemur bæði viljinn og mátt- urinn til að útrýma skurðgoðunum úr sjálfum sér. Ekki heldur megum við lita svo á, að maður skaðist á þvi að tortíma skurðgoðum sínum og að því sé mikil þvingun og þjáning samfara, að vera kristinn maður í breytni sinni. Þvert á móti. Þorgeir hefir þá fyrst fundið sig frjálsan og ró- legan mann, þegar hann var búinn að steypa skurSgoðunum i fossinn. Og Jesús segir sjálfur um þetta efni: “Sannlega segi eg yður, enginn er sá, er hefir yfirgefið heimili, eða bræður eða systur, eða móður eða föður, eða börn eða akra vegna mín og vegna fagnaðarerindisins, að ekki fái hann hundraðfalt, nú á þessum tíma heimili og bræður og systur og mæSur og börn og akra, og í inum komanda heimi eilíft líf.” Eg veit ekki hvað sárt það er, máske Guð þinn einn viti það, hvað það er mikill sársauki, að steypa nú hofgoði hjarta þíns, eða skurðgoði holds þins í fossinn. En undir því er komin velferð þín hér í lífi og sæla annars heims, að þú innir þá þrekraun af hendi. En í þeim þrekraunum vill Guð gjarnan vera með okkur og styrkja okkur með heilögum anda. Drottinn vor og frelsari Jesús Kristur einn getur hjálpaS okkur til að fara upp í gilið með syndir okkar og steypa þeim í goðafoss. Drottinn Jesús hefir kent okkur að fullkomnun og sæla mannlegs lífs sé í því falin, að tilbiðja Drott- in Guð vorn og þjóna honum einum. Látum oss biðja: “Tak alt það, Drottinn minn, frá mér, sem mér kann snúa burt frá þér, svo okkur enginn skilji; En gef mér aftur, Guð minn, það, sem getur mér þér snúið að; gef vilja þinn eg vilji. Guð minn, Guð minn, verndin þín sé vörnin mín á vegferð minni. Aldrei, Drottinn, lof þitt linni.” —B. B. J. Smámyndir sem eg eignaðist úr enskri ferðabók 1. Landsýn til Heklu Dauðalag og logn á sjó.— Langt er síðan Hekla dó. Hlaut fyrir löngu heljarfró. En hvenær fáum við hinir ró? 2. Lingvcllir. Silkimjúkt er sólskinsbrosið. Silfurtært er daggarbað. En hvergi hafa hjörtun frosið harðar, en á þessum stað. 3. Þórsmörk. Hér er mynd af Mörkinni, menn og fé í náðum. Eins og fyr i Örkinni, alt mun stranda bráðum. 4. Goðafoss. Goðafoss! Hér íékk eg koss fyrir mörgum árum. Var það kross—eða var það hnoss, sefn varð þar oss að tárum? 5. Stapi. Stapi Steingrím ól. Steingrim ungan kól. Steinkast, stríð og hatur— Steinvör: frægð og matur. 6. Markarfljót. Markarfljót varð mörgum skætt, sem maðurinn þarna ríður. Annað fljót er engum stætt— allra dauðinn bíður. 7. Urðir í Eyjum. Þessar Urðir þekti eg. Þá var björg í sjónum. Svo fór alt á annan veg— uppurið af dónum. 8. Kotbœr. Lágt er þetta litla kot, léleg þykir stofan. En héðan má samt hafa not af himninum fyrir ofan. Sigurður Sigurðsson, frá Arnarholti. Flug umhverfis hnöttinn Það er svo að sjá, sem þeim flug- mönnum, er vilja vinna sér til frægð- ar, þyki nú einna mest varið í það að fljúga “umhverfis jörðina.” Met í þessu flugi áttu þeir Post og Gatty. Þeim tókst að fljúga umhverfis jörðina á 8 dögum og 16 klukku- stundum.—Þegar Mattern lagði upp í heimsflug sitt, valdi hann sömu leið og þeir höfðu farið. En hver er þessi leið? Hún er um 23,000 kílómetra löng og ef teygt er úr öllum hlykkjum, sem á henni eru og menn hugsa sér hana allsstaðar jafn langt frá Norður- pólnum, þá myndi hún liggja á sömu breiddargráðu og Hamburg. En er þá hægt að kalla hring- flug á þeirri breiddargráðu “flug umhverfis jörðina?” Er þetta hug- tak “umhverfis jörðina” ekki dálítið hæpið? Með sama rétti hefði mátt kalla það hnattflug hjá þeim Post og Gatty þótt þeir hefði flogið norðar, t. d. á sömu breiddargráðu og Ósló er. En þegar reiknað er með meðalf lughraða þeirra, 110 km. á klukkustund, þar með taldar hvíd- ir, þá hefði þeir ekki verið nema 7 daga og 14 klukkustundir að fljúga þessa leið. Ef þeir hefði valið að fljúga meðfram heímskautabaugn- um, þá hefði “hnattflugið” ekki þurft að taka lengri tíma en 6 daga og tvær klukkustundir. Eftir því, sem norðar dregur, eftir því styttist leiðin mikið. Og þegar þess er gætt, að á skemri leið þurfa flugmenn minni hvíld, þá ætti að vera hægt að fljúga skemri leiðirnar á tiltölu-lega skemri tíma. Ef flogið væri álíka norðarlega og Nord Kap er, þyrfti flugið ekki að taka meira en 4 daga og 22 klukkustundir. Og væri flogið álíka norðarlega og Franz Jóseps land er, þá þyrfti það ekki að taka meira en 2 daga og 16 klukkustund- ir. Og sé farið alla leið norður und- ir Norðurpól, þá gætum vér hæg- lega gengið “umhverfis jörðina” á fáum klukkustundum, já, jafnvel fá- einum mínútur ef nógu nærri póln- um væri farið. Þetta þykir máske hártogun á 1 hugtakinu “umhverfis jörðina,” en það sýnir þó hversu teygjanlegt þetta hugtak er. Þegar Jules Verne lét Phileas Fogg fara umhverfis jörðina á 80 dögurn, þá valdi hann leið handa honum, sem er 35,000 km. löng. Ef Post og Gatty hefði farið þá leið, og þeim ætlaðúr sami meðal- hraði og þeir höfðu, myndi þeir hafa verið 13 daga og tvær klukkustund- , ir “umhverfis jörðina.” Það er dá- Bezt til að ger- hreinsa mjólk- urílát ROYAL CROWN FLAKED LYE Notið teskeið af Royal Crown Flaked Lye f gallón af vatni. lítið annað en að fljúga “umhverfis jörðina” á tæpum 9 dögum. Senni- lega hefði þeir verið lengur á leið- inni vegna þess að þeir hefði orðið að taka sér lengri hvíldartíma. — Þegar “Zeppelin greifi” flaug “um- hverfis jörðina” var flugleið hans eitthvað dálítið styttri heldur en sú leið, sem Jules Verne lætur Phileas Fogg fara. En þó var “Zeppelin greifi rúmlega 21 dag á leiðinni— þar af 11% dag á flugi. Þegar þetta er borið saman, verða yfirburðir flugtækjanna yfir öðrum samgöngu- tækjum ekki jafn geisimiklar og mönnum virðist í fljótu bragði. Þeim hefir enn ekki tekist að auka ferfalt hraðann í för “umhverfis jörðina.” Lengsta leiðin umhverfis jörðina er 40,000 km., en hana hefir eng- inn maður farið. Það er lengd mið- jarðarlínunnar. Með sama flug- hraða og þeir Post og Gatty höfðu, myndi það taka 15 daga og 4 klukku- stundir að fljúga þá leið. En með því er ekki nema hálf sögð sagan. Hér bættust við lengri hvíldir og mörg þúsund km. vegalengdir vegna króka. Þess verður áreiðanlega langt að bíða að nokkur flugmaður dirfist að leggja upp í slíkt flug— eða að nokkurum manni takist það. Væri þessi leið valin, þyrfti að fljúga yfir Kyrrahafið, en þar er það 17,000 kílómetra breitt, og er leiðin yfir það því nær sex sinn- um lengri heldur en flugleiðin yfir Atlantshaf frá New York til Skot- lands. Lesb. Jóhannes matur Árið 1865 bjuggu í Staðartungu í Hörgárdal bóndi sá, er Árni Krist- jánsson hét og kona hans Margrét Halldórsdóttir. Höfðu þau mikið bú og voru orðlögð fyrir rausn. Sóttist fólk mjög eftir að komast í vist hjá þeim, vegna þess að hvergi þótti betri viðurgerningur, en þar. Um sama leiti bjó að Gæsum í Glæsibæj- arhreppi bóndi, Jóhannes að nafni. Hann var orðlagður matmaður og var sagður manna kunnugastur um matskamt á bæjum, að minsta kosti í Eyjaf jarðarsýslu, og talaði hann sjaldan um annað en mat, og þar af var hann kallaður Jóhannes matur. Eitt sinn berst það honum til eyrna, að fólkið í Staðartungu fái óvenju- lega mikið og gott að borða, og gerir hann sér því ferð þangað, en það er i minsta lagi 4 tíma gangur, til að vita hvort eins góður viðurgerningur sé jiar og af var látið. Segir ekkert af ferð hans fyr en á heimleiðinni aftur, að hann mætir Jóni Jóhannes- syni frá Myrká. Spyr Jón hann um, hvaðan hann komi. Jóhannes svar- ar því og kveðst koma frá Staðar tungu. Spyr Jón hann þá að, hvort hann hafi fengið að borða þar og hvernig maturinn hafi verið. Svar- ar Jóhannes honum þá með þessum orðum : “O, ekki finst mér nú matar- vistin í Staðartungu eins góð og af hefir verið látið. Það voru bara tvær spaðbitatægjur, nokkrar kart- öflubaunir, ein fiskstykkispjatla, fjórir fjórðupartar af brauði, á að gizka heil kaka. En vel var við því, hérna Jón. En ekkert kom kaffið á eftir.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.