Lögberg - 16.11.1933, Page 2

Lögberg - 16.11.1933, Page 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER, 1933. Frá Rómaborg liftir Kristinn Armannsson I. Á aniculushæðinni, fyrir handan Tiberfljót í nýrri hluta Rómaborgar, liggur undurfagur skemtigarður vaxinn allskonar suðrænum trjá- gróðri, með vinalegum rjóðrum og skrautlegum gosbrunnum. Frá að- alinngangi garðsins liggja fögur pálmaviðargöng upp að snotru húsi í miðjum garðintim. Húsið og garð- urinn nefnast ýmist Billa Sciarra eða V illa Wurtz; síðara nafnið er heiti auðugs, þýsks Ameríkana, sem átti alla þessa eign. Við dauða hans ánafnaði ekkja hans alla eignina ítalska ríkinu í djúpri lotningu fyrir Mussolini, eins og stendur á mar- maraplötu, er greypt er inn í hús- vegginn. Lét ekkja svo ummælt, að garðurinn skyldi vera opinn öllum Rómalýð,—enda er hann einna mest sóttur af hinum mörgu og fögru skemtigörðum borgarinnar, — en húsið skyldi notað til eflingar ger- manskrar menningar, skyldi vera miðstöð hennar í Rómaborg. Eg skoðaði stofnun þessa í sumar, þeg- ar eg var í Róm; hafði eg meðmæla- bréf frá sendiherra ítala í Kaup- mannahöfn til forstjóra stofnunar- innar. Tlann heitir Gabetti og er prófessor við háskólann í Róma- horg í germönkum fræðum. Talar hann auðvitaö þýsku ágætlega, en Ies auk þess flest Norðurlandamál, hefir hann m. a. þýtt á ítölsku öll rit danska skáldsins I. P. Jacobsen. Einnig hefir honum oft verið boð- ið að halda fyrirlestra við ýmsa há- skóla bæði á Þýskalandi, Hollandi og Norðurlöndum. Kvaðst hann hafa kynt sér dálítið forníslenzk, en lítið nýíslenzk fræði, en sig hefði lengi langað til að koma til íslands og mundi hann láta verða úr því við fyrsta tækifæri. Þótti honum gam- an að fá heimsókn af íslendingi, og sýndi hann mér alt húsið hátt og lágt. Fórum við að lokum upp á þak hússins, og þaðan er hið feg- ursta útsýni yfir borgina, sem hugs- ast getur, yfir 400 kirkjur hennar, f jölmörgu söfn og hallir, breiðu torg og fögru garða, og yfir Tíberfljót- ið, sem liðast í mörgum bugðum gegn um borgina; en beint framund- an í f jarska blasa við Albanaf jöll og til vinstri Soractef jall, sem latneska skáldið Horatius kveður um. Mest- an hluta hússins fyllir þýska bóka- safnið, sem er stórt og fullkomið safn, þar á meðal er sérstakur salur fyrir þýska músík. — Svo er all- stórt danskt bókasafn og dágott voru sumir ítalskir háskólar heims- frægir þegar á miðöldum. Slík í námskeið eru nú haldin á hverju sumri í helstu háskólaborgum ítalíu. Háskólinn i Rómaborg hélt eitt slíkt námskeið i sumar, mánuðina júlí— ágúst. Voru þátttakendur óvenju- lega fáir bæði vegna kreppunnar (gengi ýmsra landa Iækkað, en italska líran hækkað stórum) og mikils sumarhita. Samt voru þar um 40—50 manns frá einum 17—18 þjóðum; þar af voru 2 frá Norður- lönduttV: danskur rektor einn og eg. Þótti mönnum íslendingurinn vera fáséður fugl þarna, en alstaðar var mér sýnd hin mesta vinátta og kur- teisi. Eftir að Balbo og flugmenn hans komu hingað var við'kvæðið oft, þegar eg var kyntur einhverjum ítala: “Nú, þér eruð frá landinu, þar sem Balbo okkar er nú, og þar sem hann og menn hans hafa fengið svo góðar viðtökur.” Námsskeiðið var haldið í heim- kynnum ítalsk-ameríska félagsins í fagurri höll við aðalgötu borgarinn- ar. Héldu helztu prófessorar há- skólans þar fyrirlestra um róm- versk fornfræði, bókmentir og sögu og veittu kenslu í ítölsku; fór alt fram á því ntáli, og áttu |)átttakend- ur að tala það má1 sín á milk. þegar þeir komu saman, en það gekk reyndar misjafnlega vel. Svo fóru til þess valdir prófessorar með okk- ur um borgina til þess að svna okk- ur söfn og ýmsar fornleifar, en á sunnudögum fórum við í skemti- og fróðleiksferðalög um nácrrennið, var það ágætlega fallið til þess að auka viðkynninguna milli fulltrúa hinna ýmsu þjóða. Því miður gat eg aðeins tekið þátt í fyrri hluta námskeiðsins (júlí- mánuð).. En þrátt fyrir alt of stuttan tíma og alt of mikinn hita (30—35 stig í skugganum og aldrei ský á lofti) er mér þessi timi ó- gleymanlegur vegna viðkynningar minnar bæði við stórfelda menningu, yndislegt land og ástúðlega þjóð. III. “Róm var ekki reist á einum degi” er málsháttur, sem sannast, þegar gengið er um götur Róma- borgar. Engin borg gefur eins glögga hugmynd um þróun sina og breytingar gegn um aldirnar. Engin borg á sér auðugri og stórfeldari sögu. í engri borg mætast fornöld, miðaldir og nýi tíminn eins og i henni; rústir veglegra hofa og annara stórhýsa fornaldarinnar standa við hliðina á kirkjum og aðalshöllum miðaldanna og skraut- hýsum nútimans. Og fáar borgir hafa orðið að sæta jafn miklum um- sænskt safn og vísir að norsku skiftum að veg og valdi og Róma- borg. Á blómatímum sínum á keis- araöldinni, þegar hún var höfuð- borg og miðdepill heimsins, voru \- búar hennar alt að tveimur miljón- um, en á verstu niðurlægingartím- um miðaldanna komst sú tala niður í 13 þúsund! Nú er íbúatalan rúm ein miljón og eykst mjög ört. Á síðustu árum hefir verið gert afar mikið til þess að skreyta og fegra borgina, og hefir Mussolini sýnt bæði vilja og getu í þeim efnum. Ný stórhýsi hafa risið upp, en gömul, og safni, en próf. 'Gabetti átti von á stórri bókasendingu í haust frá Noregi. En einna mest var honum hugleikið að fá dálítið íslenzkt safn. Hafði hann beðið ítalska ræðismann- inn í Kaupmannahöfn um að vera sér hjálplegur, og fyrir atbeina hans, Sigfúsar bókavarðar Blöndals, Guð- mundar landsbókavarðar Finnboga- sonar og góðvild íslenzkra stjórnar- valda og islenzkra bókaútgefenda og fleiri, mun ósk próf. Gabetti ræt- ast innan skamms. Er vel farið, að fsland verði hrörleg hús rifin niður- >ar sem ekki eitt Noröurlanda þar út undan, því að Rómaborg er, eins og kunn- ugt er mikil menningar miðstöð, margir stunda nám við stofnun þessa, og þeir, sem germanskri og norrænni menningu unna, heimsækja hana, þegar þeir koma til Rómaborg ar. Próf. Gabetti kvaðst ætla að sjá svo um, að ítalska fræðslumála- stjórnin sendi íslandi dálítið ítalskt bókasafn. Ætti þeirri gjöf að vera vel tekið hér, enda hafa íslendingar svo mikil viðskifti við ítalíu, að þeir hafa fulla ástæðu til þess að kynnast menningu hennar. II. Á síðari árum hafa ýmsir háskól- ar í helstu menningarlöndum tekið upp þann sið að halda sumar nám- skeið aðallega fyrir erlenda kenn- ara, vísindamenn og aðra menta- menn, sem vilja verja sumarleyfinu til þess að kynnast menningu annara þjóða, eða nýjungum og framför- um í sinni sérgrein. ítalir hafa ekki verið eftirbátar á því sviði, enda þess þurfti með, og ný torg og nýj- ar götur lagðar. Sem dæmi má nefna hina nýju, breiðu og skrautlegu götu, Ríkisgötuna (Via dell’Im- pero), sem liggur á milli Colosseum, stórkostlegra rústa af feiknarstóru hringleikhúsi frá tímum Títusar keisara, og skrautlegs minnisvarða yfir Viktor Emanúel konung, fyrsta konungs hinnar sameinuðu ítalíu. Þar voru áður þröngar göt- ur og hrörleg hús, en nú er alt rifið niður og i þess stað komin afar- breið gata með blómreitúm og myndastyttum; standi maður miðja vegu á þeirri götu, sést á aðra hönd Colosseum, tákn fornaldarinnar, og á hina Viktor Emanúel minnisvarð- inn, tákn nýja tímáffs. Sá, sem kemur til borgarinnar í fyrsta sinn, og þýtur um götur hennar í ferðamannabil, finst hann ef til vill hafa séð hana alla fyrsta daginn. En gefi hann sér tíma til þess að halda heimsókninni áfram eina viku, skilst honum, að þá fyrst er hann að byrja að sjá hana; til þess að kynnast borginni og ótæm- andi menningarfjársjóðum hennar til fullnustu mundi varla nægja heil mannsæfi, því að hún er heil veröld, eins og Goethe kemst að orði: “Eine Welt zwar bist du, o Rom!” IV. Það er seinni hluti dags, og steikjandi sólarhiti. Eg reika út frá Corso Umberto Primo inn á aðal- torg borgarinnar, Venezíutorgið (Piaza Venezia), þar sem Venezíu- höllin, embættisbústaður Mussolini stendur. Eg heyri ys og þys og hljóðfæraslátt, er nálgast, og sé brátt, að eitthvað er á seiði. Hundr- uð og þúsundir pilta og stúlkna, öll í einkennisbúningi ungra fascista, streyma inn á torgið í þéttum fylk- ingum og með hljóðfæraslætti, en nema öll staðar fyrir framan höllina og hefja þar ópið “duce! duce!” (foringi! foringi!) og fascistasöng- inn, “giovanezza” (æska). Eg hugs- aði með sjálfum mér, að nú gæfist mér sennilega færi á að sjá hinn mikla mann og heyra, því að unga fólkið mundi ekki hætta, fyr en hann kæmi fram á svalirnar. Reynd- ist þáð rétt, þó að nokkur bið yrði á því. Eftir drykklanda stund opnuðust hurðirnar út að svölunum og fram á þær gangur í hvítum ein- kennisbúningi sjóliðsforingja, frek- ar lágur maður, en samanrekinn, andlitið ákaflega svipmikið og höfð- inglegt, og skein vilji og orka út úr því; þetta var MuSsolini. Þegar hann kom fram, ætlaði fagnaðar- ópunum aldrei að linna; loks lyfti hann upp endinni í kveðjuskyni að rómverskum sið. Datt þá alt i dúna- logn. Mælti hann því næst nokkr- um hvatningarörðum til unga fólks- ins, og var þeim tekið með ógurleg- um fögnuði; hefi eg aldrei séð eða heyrt aðra eins hrifningu. Mus- solini er eflaust höfðinginn, foring- inn, sem allur þorri þjóðarinnar ber óbifandi traust til. — —Lesb. Islenzkar ætijurtir Sölin eru þurkuð vel og rifjuð sem hey. Þau eru geymd á þurr- um stað, oft troðið í tunnur eða skjóður, stundum dregin upp á band “Sölvabönd,” þannig voru þau flutt langar leiðir. Sölvabönd komu inn á Skógarströnd vestan undir Jökli. Eftir nokkurn tíma slær út úr sölvunum hvítu efni, ekki ólíkt sykri, það er kölluð “hneita,” verða þá sölin sæt á bragðið og lyktin “eins og af bezta tei,” segir Eggert Ólafs- son. Hann segir að sölin séu mikið borðuð með harðfiski og smjöri. Sölin eru að jafnaði ekki soðin, heldur borðuð eins og þau koma fyrir. — Bjarni Pálsson segir, að söl hafi oft haldið fjölda manna við lífið í Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Þó það sé algengast að eta sölin hrá, þá eru þó sagnir um, að sölin hafi verið soðin a. m. k. við Breiða- fjörð. “Soðin í þykka grauta, og hnoðað mjöli upp í, þóttu það ágæt brauð.” (Sölvabrauð borðaði kona úr Reykjavík í Búðardal í Dala- sýslu á s. 1. sumri og þótti henni það mjög ljúffengt). “Það voru líka húnir til grautar úr sölvum og haft mjöl saman við, en þeir þóttu ekki góðir.” Þetta er frásögn greina- góðrar konu frá Breiðafirði. Þess eru lika dæmi að söl voru soðin og fergð, látin ofan í súrt sem sulta. í’ótti það góður matúr. Sölin þarf að “yrkja”: það verð- ur að hirða þau, skera þau af stein- unum, þá vaxa þau að nýju, annars ekki,” segir Jón Pálsson, banka- gjaldkeri, sem er þessum málum öll- um vel kunnugur, frá margra ára veru sinni á Eyrarbakka. (Aftur má gæta þess, hvort heldur er um æti- jurtir, lækninga- eða litunarjurtir að ræða, að taka þær hyggilega, upp- ræta þær ekki). Maríukjarninn er þriðja plantan að næringargildi í þessrai þörunga- röð. “Kjarninn” hefir lítið verið notaður til manneldis hér á landi, en þess meira handa kúnum. Þeim var jafnaðarlega gefin “kjarnahönk” til mjólkur, segir mér gömul, greina- góð kona úr Grindavík. Skepnurnar kunna að meta f jörugróðurinn, þó mennirnir séu að mestu búnir að týna niður notkun hans. “Þarinn GIGTVEIKI Skjótur bati með reyndu lœknis- lyfi. 7Sc öskjur gefins Pa<5 er engin áatætSa til að dragast með gigt og allar þær kvalir og 6þæg- indi, sem henni fylgja, þegar svo auð- velt er að fá meðal, sem læknað hefir þflsundir manna af gigtveiki. Hvað vqnd sem gigtin er ættir þú ekki að hætta að gera þér vonir um bata. Jafnvel þó engin önnur meðul hafi gagnað, þá get- ur vei verið að Oelano’s Rheumatic Conqueror, sé einmitt rétta meðalið fyr- ir þig, og til þess þú getir reynf það þér að kostnaðarlausu,- bjóðum vér að senda þér ókcypis 75e pakka, fulla stœrð. Hraðaðu þér og sendu strax nafn þitt og utanáskrift til F. H. Delano, 1814-J Mutual Life Bldg., 455 Craig Street W. Montreal. Ef þér þóknast, getur þú sent lOc eða frímerki til að hjálpa til að borga póstgjaldið. var notaöur handa hestum,” seglr sama kona, og “rekasöl handa fénu.” “Fjörugrösin, segir Bjarni land- læknir, eru seld á Eyrarbakka í kvartila- og tunnumæli, kostar hálf- tunnan fjórÖung smjörs. Afvötnuð eru þau góður matur í graut, fest með mjöli.” Fjörugrös eru enn borðuð í Eng- landi og ganga þar kaupum og söl- um. öll fjröefni (vítamín) eiga, að dómi vísindamanna, rót sína að rekja til jurtaríkisins. Fjörefnin, sem fiskarnir safna í lifrina, sækja þeir í sjávargróðurinn. Þegar þar að kemur, að íslendingar, eins og aðrar menningarþjóðir, fara að taka upp aftur notkun f jörugróðursins, til manneldis, væri þeim alveg óhætt að styðjast við aðferðir feðra sinna í því efni, þær reyndust vel. Trú þjóðanna á ágæti matjurt- i anna er gömul, það sýna ummæli Daníels spádómsbókar í Biblíunni, þar sem skýrt er frá því, að 4 ungl- ingar af Gyðingaættum, sem Nebú- kadnesar konungur lét ala upp á ríkiskostnað, fengu leyfi til að nær- ast á kálmeti, því þeir vildu ekki saurga"sig á fæðu Babýloniumanna. Að þessari tilraun lokinni sýndi það sig, að þessir unglingar voru “fegurri ásýndum og feitari á hold en þeir, sem átu við konungsborð. Og þar sem viturleik og skilning þurfti við að hafa, voru þeir öllum fremri.” Það liggur utan við verkahring þessarar ritgerðar að skýra frá því, hvernig viltar jurtir hafa verið not- aðar, bæði til lyfja og til litunar í okkar þjóðfélagi frá fyrstu tíð. Hver einasti íslendingur, sem kom- inn er til vits og ára, þekkir a. m. k. af orðspori, að hve miklu gagni jurt- irnar hafa verið í því efni. Að öllu samanlögðu er það áreið- anlega ekki ofmælt, sem ein “grasa- konan” okkar gamla og góða sarði nýlega í viðtali, að vístt fremur við sjálfa sig en við gest sinn: “Blessuð grösm okkar. blessuð grösin!” Hér á íslandi hafa ætiiurtir ef- laust verið notaðar meira og almenn- ara en hiá nágrannaþióðum okkar á Norðurlöndum. Við höfum litla sem enga kornrækt, við erum afskekt. og höfum af ýmsum ástæðum átt örð- uet með að afla oss brauðkorns, við höfum því neyðst til að nota það sem við höfum fundið ætilegt í land- inu sjálfu. At útlendum ætijurtum hefir lítið verið ræktað alt fram á þennan dag, bæði vegna kunnáttuleysis og vegna trúlevsis á landið. F.f tilraunirnar mistókust t. d. vegna óhagstæðrar veðráttu í eitt skifti, þá var alt talið ómögulegt og árar lagðar í bát.— Af þessum ástæðum og fleirum, hefir fram á vora daga talsvert ver- ið notað af siálfsánum ætiiurtum, sem menn höfðu við hendina og I þektu góð skil á af reynsluni. Hin síðari árin hafa landsmenn lifað “í vellystingum praktuglega” og vilja engir grasbítar vera. Það er erfitt að kenna þeim átið, þó vís- indin standi með ótal sannanir í höndum um fiollustu ætijurtanna og búdrýgindin, sem af notkun þeirra leiðir. Garðyrkjukonur og menn, sem uin héruðin fara, þurfa að benda alþýðu manna á notkun íslenzku ætijurt- anna, um leið og þeir kenna ræktun hinna erlendu jurta; sem til allrar hamingju heppnast fram yfir allar vonir hér á landi. Á seinni árum hefir íslandi mikið aukist álit hjá landsmönnum sjálf- um. Þaö eru, að eg held, mestu framfarirnar. Við trúum því nú, að landið okkar sé gott land, ef vel er við það búið, og manni verður æfinlega að trú sinni. Ef við elsk- um landið, trúum á möguleika þess og notum afurðir þess, gefur það þúsundfalda uppskeru og miðlar af gæðum sínum ótakmarkað. Halldóra Bjarnadóttir. —Hlin. Tilkynning frá forsætisráðherra 14. okt. Þann 13. apríl s. 1. var v.b. “Fræg- ur,” formaður Eiður Jónsson frá Vestmannaeyjum, í nauðum staddur í fiskiróðri vestur af Vestmannaeyj- um. afði báturinn uppi neyð- armerki en samt fóru fiski- skip- fram hjá honum án þess að sinna merkinu. Kom þá að lok- um breskur botnvörpungur, “For- tuna” frá Grimsbv og tók bátinn í eftirdrag. Vegna aftaka veðurs lið- aðist báturinn í sundur, svo að skipshöfn hans, 6 manns, varð að yfirgefa bátinn. Komust þeir við VEITIR HREYSTI OG HUGREKKI ÞEIM SJÚKU Fólk. sem vegna aldurs, eða annara orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða heilsu við að nota NUGA-TONE. NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið fólk. Meðalið eykur vinnuþrekið til muna. Ef þqr eruð gömui eða lasburða, þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra daga munið þér finna til bata. NUGA TONE fæst I lyfjabúðum. Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við NUGA-TONE. illan leik yfir í togarann, er síðan flutti skipshöfnina til Vestmanna- eyja.—Bátnum varð aftur á móti ekki bjargað og sökk hann á rúm- sjó úti. — Þar eð augljsót var, að breski togarinn hafði bjargað skips- höfninni af v.b. “Fræg” frá yfir- vofandi lífshættu, vildi ráðuneytið votta skipstjóra togarans þökk is- lensku stjórnarinnar með viðeigandi minningargjöf, eins og jafnan er gert í slíkum tilfellum. Þótti við eiga, að gefa skiostjóranum vindl- ingaveski úr silfri og var grafið inn- an í það eftirfarandi: “Awarded to Mr. J. Brown, master of the steamtrawler Fortuna, with the appreciation of the Ice- landic Government of his prompt and valuable assistance in rescuing the crew of the Icelandic fishing boat Frægur on April I3th 1933.” Fór afhending vindlaveskisins fram samkvæmt breskri venju með hátíðlegri viðhöfn í ráðhúsinu í Grimsby þ. 16. f. m., að viðstöddum, auk togaraskipstjórans J. Brown, borgarstjóranum í Grimsby, þing- manni kjördæmisins, ræðismanni ís- lands í Grimsby, og forstjóra útgerð- arfélagsins. — Skipstjóri þakkaði gjöfina með hlýjum orðum og lét þess meðal annars getið, að hann teldi sig ekki hafa gert annað en það, sem sérhver annar Breti mundi hafa gert undir svipuðum kringum- stæðum. — Þessarar afhendingar er hlýlega getið í “Grimsby Evening Telegram” þann 16. sept. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS t Akra, N. Dakota Árborg, Man. Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man ! Blaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dak®ta Churchbridge, Sask Cypress River, Man Dafoe, Sask J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota.... Elfros, Sask ... Goodmundson, Mrs. J. H: GarCar, N. Dakota 1' Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man... .• Hallson, N. Dakota Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Hove, Man...* Húsavík, Man G. Sölvason Ivanhoe, Minn. Kandahar, Sask J. G. Stephanson Langruth, Man læslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dakota... Mozart, Sask Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man Point Roberts, Wash Red Deer, Alta Reykjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash Selkirk, Man ! Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man.. . Winnipegosis, Man Wynyard, Sask

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.