Lögberg - 16.11.1933, Side 8

Lögberg - 16.11.1933, Side 8
Bls. 8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER, 1933. Úr bœnum og grendinni G. T. spil og dans á hverjum þriÖju- og föstudegi í I.O.G.T. hús- inu, Sargent Ave. Byrjar stundvís- lega kl. 8.30 að kvöldinu, $23.00 í verðlaun. Gowler’s Orchestra. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 19. nóv., og á þeim tíma dags er hér segir: í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h., og í kirkju Gimli safnaðar kl. 7 að kvöldi, ensk messa.—Mælst er til að fólk fjöl- menni. Séra Jóhann Friðriksson messar í Lundar söfnuði kl. 11 f. h., sunnu- daginn þ. 19. nóv., og í Mary Hill skólahúsinu sama dag kl. 3 e. h. Sunnudaginn 19. nóv. messar séra H. Sigmar í Gardar kl. 2 e. h. íslenzkukensla sú, sem getið var um í síðasta blaði, að Þjóðræknis- félagið hefði stofnað til, hófst í Jóns Bjarnasonar skóla á laugardags- morguninn var. Sjötíu og sex nem- endur á ýmsum aldri, sóttu fyrstu kenslustundirnar. Kennarar við skólann eru: Séra Rúnólfur Marteinsson skólastjóri, Jóhann G. Jóhannsson, Miss Salome Halldórsson, Miss Inga Bjarnason og Miss Vilborg Eyjólfsson. Á laugardaginn kemur hefst ís- lenzkukenslan á ný í Jóns Bjarna- sonar skóla klukkan 9.30 f. h. og er þá búist við enn meiri aðsókn. Veitið athygli! Dr. Richard Beck, prófessor við ríkisháskólann í Norður Dakota, flytur fyrirlestur í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudags- kvöldið þann 21. þ. m. Á undan fyrirlestrinum verður framreidd máltið, og sezt að borðurn kl. 6.30. Umtalsefni Dr. Becks er: Old Norse Philosophy of Life. Karlaklúbbur Fyrsta lúterska safnaðar gengst fyr- ir þessu mannamóti. Dr. Beck er orðinn víðkunnur sem fyrirlesari, og er ávalt bæði fróð- legt og skemtilegt að hlusta á hann. Umræðuefni hans í þetta sinn er þannig vaxið, að það hlýtur að vekja athygli meðal íslendinga. Ýmsar tegundir af heimatilbúnum mat, verða seldar í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju á föstudaginn kem- ur, þann 17. nóvember, síðari hluta dags og að kveldinu. Enn fremur verður þar selt kaffi. Tvær deildir úr eldra kvenfélagi Safnaðarins eiga frumkvæði að þess- ari sölu. Vonast er eftir f jölmenni. Souris Kol Deep Seam Lump and Cobble $6.25 Upper Seam Lump and Cobble $5.50 Af þessum kolum eru margar tegundir. Við seljum þá beztu. Halliday Bros. Símar 25 337—25 33§ JOHN ÓLAFSON umboðsm. Heimili: 250 Garfield St. Sími 31 783 Sparið peninga með því að nota Lignite Coal Dominion Lump ......$6.25 Dominion Cobble.....$6.25 — McCurdy Supply Compaoy Limited 49 NOTRE DAME E. Phones: 94 309—94 300 - Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Von á góðri skemtun. Á öðrum stað í blaðinu er auglýst samkoma; þess er getið að Arin- björn Bardal, stórtemplar, segi ferðasögu , sýni myndir og skemti með hljómplötutn. Arinbjörn var á hástúkuþingi í Hollándi, fór til Is- ands og víðar ; hefir hann frá mörgu að segja, sem skemtilegt verður að hlusta á. Myndirnar eru víðsvegar að af landinu, úr öllum landsfjórðungum og flestum sýslum. Flestir gera sér far um að sjá myndir af æskustöðv- um sínum og þess mega allir vænta sem þessa samkomu sækja. Hvort sem þangað koma Sunnlendingar, Norðlendingar, Austfirðingar eða Vestfirðingar—hvort sem þeir eru Borgfirðingar, Eyfirðingar, Rang- vellingar, ísfirðingar eða eitthvað annað, þá mega þeir eiga von á að férðast í anda til átthaga sinna og bernskustöðva. Munið eftir þessu og látið ekki bregðast að sækja sam- komuna 22. þ. m. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur engan fund í þessari viku. Næsti fundur félagsins verð- ur á fimtudaginn þann 23. þessa mánaðar, klukkan 3. Þetta eru fé- lagskonur beðnar að festa i minni. Mr. Th. Breckman, sem búið hefir undanfarandi að Lundar, Man., er nú fluttur hingað til borgarinnar og á heima í Ste. 15 Corinne Apts., á Agnes stræti. Föstudaginn, 10. nóv., voru þau John Valdimar Halldórson frá Win- nipeg og Júlíana Valgerður Vogen frá Selkirk, Man., gefin saman i hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður í Winnipeg. Þriðjudaginn, 7. nóvember, voru þau Perry Delores Whitesell og Caroline Elisa Frederickson, bæði til heimilis í Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að 493 Lipton St. Heim- ili þeirra verður í Winnipeg. John J. Arklie, gleraugna sér- fræðingur, verður á Eriksdale Hotel á fimtudaginn þann 23. en á Lundar Hotel á föstudaginn þann 2.f. þessa mánaðar. Sunnudaginn 19. nóv. messar séra Sigurður Ólafsson eingöngu í Hnausa-kirkju, kl. 2 síðd. Fólk er vinsamlega beðið að athuga áorðna breytingu. Jóns Bjarnasonar skóli hefir á- formað að halda “Silver Tea’’ í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju fimtudagskvöldið 30 nóv. Nakvæm- ar getið um þetta síðar. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg á fimtudaginn þann 23. þessa mánaðar. Mr. Jónas Iíelgason frá Baldur Man., hefir dvalið í borginni nokk- urn undanfarandi tíma. “Sjálfsvernd er , ýmsum í brjóst Xagin, er ekki verðskulda hana.” Firth Bros. Yfirhafnir, nýjar I Winnipeg, $19.50, $21.50 og yfir hver um sig frá $5.00 til $10.00 meira virði. Kostar ekkert að skoða þær. Ósðtt föt og yfirhafnir $2 5.00 til $35.00 vjrðj fyrir $15.00 Reynið Firth Bros. handsaumuð Budget alfatnaði á $18.50 Firth Bros. Ltd. ROY TOBEY, Manager 417 >4 PORTAGE AVE. Sími 22 282 WINNIPEG SYMPHONY ORCHESTRA Fyrsti Concert 2 6. nðvember Aðgöngumiðar $1.00, 75c, 50c, 25c á verði, er veita einn aðgöngu- ' miða ókeypis. Aðgöngumiðar yfir veturinn Fást nú á fyrsta g’ólfi í Great West Permanent Bldg., 356 Main St^eet. Vill sá, er hefir að láni frá séra Sigurði Ólafssyni Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilsson, (fyrri hluta) gera svo vel og skila bókinni sem fyrst. Hinn 28. okt. s. 1. andaðist, eftir stutta legu, ekkjan Þlólmfríður Ól- afsdóttir Johnson. Hún var fædd 15. okt. 184B í Suður-Þingeyjarsýslu á íslandi. Hún var dóttir ólafs Ól- afssonar og konu hans Rannveigar Sveinbjörnsdóttur. Mann sinn misti Hólmfríður á íslandi, eftir fárra ára sambúð. Hún fluttist fyrir 40 ár- um til þessa latids, og börn hennar einnig. Hefir hún altaf dvalið hjá dóttur sinni Kristínu, er gift er W. C. Christopherssyni, bónda að Grund í Argylebygð, og þar andað- ist hún. Jarðarför hennar fór fram frá heimili þeirra hjóna mánudaginn 30 okt. s. 1. að viðstöddu skyldmenni og vinum, og hvílir hin látna í Grundargrafreit, ósamt svo mörgum öðrum, er fyrstir sóttu þessa bygð og hafa lifað og þroskast í sólskini og sælu sveitarinnar. Síðastliðinn 5. nóv. andaðist að heimili sínu í Glenboro, öldungur- inn Björn Einarsson, eftir stutta legu í lungnabólgu. Fæddur var hann að Núpskötlu á Sléttu í N. Þingeyjarsýslu á íslandi árið 1867. Hann var sonur hjónanna Einars Einarssonar og Ólafar Einarsdóttur, hjón þar búandi. Hér mun Björn hafa verið búinn að dvelja um 50 ár, og allan þann tima starfað með elju og einhuga er einkendu mann- inn. Hann lætur eftir sig ekkju, Sigur- laugu Einarsdóttur, er var seinni kona hans og svo einn son af fyrra hjónabandi, Williatn Helga, er bú- settur er í Winnipeg. Jarðarförin fór fram frá Glen- boro-kirkju til Brú grafreits, þriðju- daginn 7. nóvember að viðstöddum nánustu skyldmennum og virium. Hans verður nánar minst síðar. VEITIÐ ATHYGLI! I fyrsta sinn í sögu Winnipeg- borgar hafa kvenfélög haft samtök til að koma konum í bæjarstjórn- ina, “Local Council of Women” (systra samband sextíu kvenfélaga) gekst fyrir útnefningu tveggja kvenna í þetta sinn—Mrs. R. F. McWilIiams fyrir Ward 1 og Dr. M. Ellen Douglass fyrir Ward 2. Báðar eru konur þessar fæddar og uppaldar í Canada; báðar há- mentaðar og báðar kunnar bæjar- búum fyrir þátttöku í ýmsum opin- berum störfum. Mrs. McWilliams hefir látið sig miklu skifta velferðar- og mentamál samborgara sinna, sérstaklega yngri kynslóðarinnar, og hefir gegnt ýmsum vandasömum störfum fyrír þetta fylki og þjóð. bæði utanlands og innan. Hún var útnefnd af : Mrs. W. T. Allison, Mrs. H. M. Speechly, Mrs. Maude Dagg McCreery, Mrs. A. M. Campbell, Mrs. Claude Nash, E. J. Tarr, K.C.; Dr. Harvey Smith, W. J. Bulman, E. D. Martin, Daniel Mclntyre og Duncan Cameron Dr. Douglas hefir stundað læknis- störf í. Winnipeg í nærri fjórðung aldar,- utan tveggja ára, sem hún stýrði sjálfboðasveit “skjaldmeyja” í stríðinu. Svo ráðagóð og fram- kvæmdarsöm þótti hún að hlaðið var á hana sæmdarorðum og medalíum, sem hún þó skartar lítið með. Á íferð umhverfis hnöttinn fyrir nokkr- um árum kynti hún sér ítarlega sjúkrahúsa- og heilsuhæla-skipulag annara þjóða og aflaði sér á því sviði víðtækrar þekkingar. Dr. Douglas var útnefnd af Mrs. W. T. Allison, Miss Isabel McElheran, Mrs. G. G. White, Mrs. Max Stein- kopf, Mrs. B. Pucci, Major G. G. White, Dr. R. M. Simpson, James Berg, Frank Metcalfe, A. Marzola, Mrs. Claude Nash og iss Jennie Johnson. Kosninganefnd ofangreindra kvenna. Funeral Designs and Sprays SARGENT FLORISTS Nellie McSkimmings 678 SARGENT AVE., við Victor St. Búðin opin að kveldi og á sunnudaga. Sími 35 676 CARL THORLAKSON úrsmiöur Peningar fyrir gamla gull- og silfurmuni, sendir með pósti um hæl. • 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasimi 24 141 Steini Vigfússon STE. 14 ALLOWAY COURT Annast um alt, er að aðgerðum á Radios lltur. Airials komið upp fyrir $2.50. Vandað verk. Sann- gjant verð. Sími 39 526. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaert greiðlega um alt, »em að flutningum lýtur, smáum eða »tór- I um. Hvergi sanngjarnara verð. HeimiU: 762 VICTOR STREET Slmi: 24 500 FERÐASAGA. Arinbjörn Bardal segir ferðasögu sína um Island og önnur lönd Evrópu, miðvikudaginn 22. þ. m., kl. 8 e. h. í Goodtempl- arahúsinu. Hann sýnir nýjar myndir úr ýmsum héruðum Is- lands; hefir einnig nýjar hljómplötur með úrvalslögum. Aðgangur að þessari skemtun er aðeins 25C. Ágóðinn fer til liknarstarfa. v Ákjósanlegt eldsneyti í kvaða veðri sem er MONOGRAM COAL Lump or Cobble . . $5.50 Stove............... $4.75 Ekkert aukreytis fyrir kol þó þau sé í pokum WOOD’S COAL COMPANY, LTD. 590 Pembina Highway 45 262 - PHONE - 49 192 West End Order Office: W. Morris, 679 Sargent Avenue PHONE 29 277 Leitar endurkosningar í 2. kjördeild PAUL BARDAL Hann þakkar íslendingum hið eindregna fylgi i síðustu kosn- ingum, og væntir sama stuðn- ings þann 24. þ. m. Greiðið Mr. Bardal No. 1 Endurkjósiö ]6 Fred H. Davidson sem bæjarf ulltrúa fyrir 2. kjördeild / Greiðið honum No. 1 I kjöri til bæjarátjórnar Kjósendur í 1. kjördeild, greiðið No. 1 með Mrs. R. F. McWILLIAMS Kjósendur í 2. kjördeild, greiðið No. 1 með Dr. M. ELLEN D0UGLASS Umræðufundur í Walker leikhúsinu á föstudagskveld þann 17. þ. m., kl. 8 HEMSTITCHING leyst af hendl flótt og vel. Pant- anir utan af landi afgreiddar með mjög litlum fyrirvara. 5c | yardið Helga Goodman 809 ST. PAUL AVE„ Winnipeg (áður við Rose Hemstitching) WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. PHONE 37 464 par hittast Islendingar, utan sem innanbæjar, við máltíðir og hið nafntogaða þjóðrækniskaffi. Soffia Schliem, Thura Jonasson. Distinguished Gitizens Judges, Formcr Mayors, Noted Educationists, Editors, Leading Laicyers. Doctors, and many Vrominent Men of Affairs—send their Sons and Daughters to the DOMINION IH’SINKSS COLIÆGE When men and women of keen discernment and sound judgement, after full and painstaking enquiry and investigation, select the Dominion Business College as the school in which their own sons and daughters are to receive their training for a business career, it can be taken for granted that they considered the many ad- vantages offered by the Dominion were too important to be over- looked. Thc DOVIINION BUSINESS COI.IÆGE today offers you the best business courses money can buy, and that at a cost that brings it easily within your reach. An ordinary business course no longer fills one's requirements. It is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do- minion Training that singles one out for promotion in any modern business office. It has always been a good investment to secure a Dominion Train- ing—bút today, more than ever, it is important that you secure the best obtainable in order to compete worthily in the years to come. Our Schools are Located 1. ON THE MALL. 3. ST. JOHNS—1308 Main St. 2. ST. JAMES—Corner 4. ELMWOOD—Comer College and Portage. Itelvin and Mclntosli. JOIN ISOW Day and Evening Classes 2 <>u May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect Oonfidence. I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.