Lögberg - 21.12.1933, Síða 2

Lögberg - 21.12.1933, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER, 1933 Jól á Grœnlandi Grein þessi er eftir danskan lœkni, sem lengi var í Godthaab, höfuð- borginni í Vesturbygð, og lýsir hann því hvernig jólin voru lialdin þar. A lýsing þessi að sjálfsögðu við enn í dag. Löngu fyrir jól fara grænlensku konurnar aÖ vinna af kappi aÖ jóla- skartinu. Þar er lika sjón að sjá ungu stúlkurnar þegar >ær koma til kirkju á aðfangadagskvöld í nýja skrúðanum. Þær eru kvikar á fæti og framúrskarandi fótnettar. Og klæðnaður þeirra er afbragðs falleg- ur. Ilvergi í heimi er til jafnfall- egur skófatnaður og þeirra. Elti- skinns stígvél, sem ná upp að hné, hvít blá eða rauð, brydduð með dökku hundsskinni og oft útflúruð. Að ofan eru þær í treyju úr fugla- hömum og annari þar utan yfir úr silki, eða bómullardúk, en á öxlun- um er hinn stóri og fagurlega mis- liti perlukragi. Þær vita líka af því stúlkurnar, að þær ganga í augun! Mestum stakkaskiftum taka þó börnin á jólunum. Þá er þeim þveg- ið úr heitu vatni, með sápu, og síð- an færð i ný föt. Og þá verða þau gersamlega óþekkjanleg. En feim- in verða þau þá og kunna alls eigi við fötin né hreinlætið. Jólaösin byrjar nokkru fyrir jól, en við skulum ganga niður í “kram- búðina,’’ svona um kl. 10 á aðfanga- dagsmorgun. Þar er alt á ferð og flugi. Úr næstu verum eru komnir nokkrir veiðimenn. Einn þeirra hefir veitt sel á leiðinni og kemur með hann i eftirdragi. Þá verður nú fjör á ferðum. Ótal hendur hjálpast að því að draga selinn á land og gleðisköHin kveða við i sí- fellu. Svo byrjar slátrunin. Nokkr- ar grænlenskar konur ráðast á sel- inn með hnífa í höndum. Á stuttri stundu flá þær hann og rista af hon- um spikið í lengjur. Svo er hann ristur á kviðinn. Blóðinu ausa þær úr holinu með höndunum og inn- volsinu er velt út í snjóinn, sem er rauður af blóðí vitt um kring. Einni konunni skrikar fótur í innýflunum og dettur hún ofan á selinn, og þá reka allar upp skellihlátur, en hún skeytir því engu, en heldur áfrain að lima sundur selinn. Umhverfis standa börnin, horfa löngunaraug- um á þessar allsnægtir og vona að fá spikbita í munninn. Nýr veiðimaður rennir kajak sin- um inn á vikina. Það er einn af veiðikóngunum frá Sarlok. Hann er kominn um tveggja mílna veg og kemur ekki tómhentur, því að bæði framan og aftan við hann eru stór- ar hrúgur af selspiki og stór kippa af æðarfuglum, sem hann hefir skot- ið á leiðinni. Nú er hlaupið niður að sjó til þess að taka á móti honum og allir vilja hjálpa til að koma kajaknum á land og bera veiði hans upp í búð. I Godthaab eru flestir karlmenn starfsmenn verzlunarinnar og því er lítið um veiðiskap þar. Þess vegna þykir það alt af tíðindum sæta, þeg- ar einhverjir af veiðimönnunum í útverunum koma þangað með spik og selakjöt. Og sérstaklega er það kærkomið svona rétt um jólin að mega eiga von á því að fá að smakka selbita og hrátt spik. Veiðimaðurinn selur verzluninni mestan hlutann af spikinu og svo er nú um að gera að “taka út á það alt saman.” En það er enginn hægðar- leikur að brjótast í gegnum þröng- ina, sem er bæði utan við búðina og inni. Og svo þegar hann hefir að lokum rutt sér braut fram að búð- artiorðinu, þá er nú eftir að vita, hvað liann á að kaupa. Kaffi, syk- ur, tóbak og nokkur pund af hinu dýra skonroki þarf hann nú fyrst að fá; þetta eru því miður orðnar nauðsynjavörur Skrælingja. Og svo eru jólagjafir handa konu og krökk- um. En meðan hann er að hugsa um þetta, hrinda aðrir honum frá, þeir, sem peninga hafa, og vilja kaupa rósaklúta, silkibönd og eitt- hvaS af bómullartaugum þeim, sem verzlunin hefir geymt til jólanna, sem agn handa hinum fáfengilegu stúlkum. Það glamrar óaflátanlega í vog- unum á borðinu. Kaffi og sykri er ausið af vogarskálunum hverju innan um annað, í klúta kaupend- anna, og einnig grjónum og baun- um, því að hér eru ekki notaðir bréf- pokar né umbúðarpappir. Alt í einu hendir afgreiðslumaðurinn hönk af munntóbaki yfir hö’fuðin á þeim næstu og fram við dyr er hún gripin á lofti af manni, sem stöðugt hefir verið að kalla á tóbakið sitt, en eigi komist nær vegna þrengsla. Allir tala og hlæja hver í kapp við annan, standa í fæturna á víxl í krapinu á gólfinu, til þess aS halda hita á fótunum. En andgufan er eins og mökkur alt hið efra. Veiðimaðurinn hefir nú keypt fyrir sinn seinasta eyri. Hann kink- ar kolli til kaupmannsins og kveður með “judlime inuvdluaritse” (gleði- leg jól!) og ryður sér braut út úr búðinni. Hann heimsækir nokkra kunningja sína og labbar svo niður í fjöru. Raðar hann varningi sín- um vandlega inn í kajakkinn og leggur svo á stað í hina löngu heim- ferð. Grænlenska verslunin hefir feng- ið skinn hans og spik. Hann hefir í staðinn fengið nokkuð af búSat vörum. Bara að hann hafi nú eigi skaðast á skiftunum! Börnin byrja jólahátíðina. — Nokkrum stundum áður en guðs- þjónustan hefst, safnast þau öll saman, jafnvel þau, sem ekki eru komin á legg. Eru það þá annað hvort foreldrar eða eldri systkini, sem l>era þau. Og svo fer allur skarinn til húsa hvítu mannanna. Fyrst til nýlendustjórans og fá hjá honum gráfíkjur, sveskjur og þess háttar góðgæti. Og svo er haldið frá einu húsinu ti( annars. Vei þeim húsmæðrum, sem ekki eru vel undir þá heimsókn búnar, því að krökk- unum dettur ekki i hug að fara aftur fyr en þau eru öll ánægð með góð- gerðirnar. Klukkan 5 er byrjað að hringja kirkjuklukkunum og hvert manns- barn streymir þá til kirkju. Það marrar og ýlir í snjónum undir fót- um þeirra, því að frost er mikið. Loftið er heiðríkt og stjörnurnar tindra með slíkum ljóma, er hvergi NUGA-TONE STYRKIR LÍFFÆRIN Séu líffæri yðar lömuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljðnum manna og kvenna í síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll liffærin. Alt lasburða fólk ætti að jota NUGA- TONE. Fæst í lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. þekkist nema í heimskautalöndunum. Norðurljósin þjóta í löngum og skínandi bandasveiflum þvert yfir loftið, eða þau blossa í háum og marglitum röðum, er stöðugt skifta lit og lögun. Stundum eru þau margar mílur uppi í loftinu, stund- um alveg niðuf við jörð. En svo ltverfur þetta ljósaskraut máske alt í einu, og stjörnurnar blika einar á hinum djúpbláa himni. Inni i kirkjunni er bjart og hlýtt. Kennifaðirinn er forsöngvari, en flestir taka undir. Hægt og hátíð- lega hljóma hin gömlu sálmalög, ýmist sungin á dönsku eða græn- lensku. Að lokinni messu er svo safnast * um jólatréð. Að vísu er ekki hægt að hafa hér reglulegt jólatré og verða menn að sætta sig við tilbúið jólatré, og það gerir sama gagn. Snemma á jólamorgun, kl. 6—7, vaknar maður við Igöing. Kenni- faðirinn er kominn mgð flokk barna og hefir laumast inn í húsið. Svo syngja börnin jólasálma utan við svefnherbergisdyrnar. Ljúft og þýðlega blandast söngurinn inn í drauma manna, þangað til maður vaknar og minnist þess, að nú er jólamorgun. Þegar söngnum er lokið, laumast hópurinn burtu aftur jafn hljóðlátlega og hann kom og heldur til næsta húss og svo koll af kolli. Getur maður hugsað sér að vakna við betri drauma á jólamorgni en þennan fagra barnasöng? Grænlenska orðið “ pularpok” þýðir að heimsækja. Og það nota 'Skrælingjar sér rækilega um jólin, enda hefir þeim verið komið upp á það. Þar er enginn ákveðinn heim- sóknartími. Húsin standa gestum opin frá morgni til kvölds, eða svö lengi sem nokkuð er til af kaffi og sykri, eða öðrum góðgerðum. Skræl- ingjar eru námfúsir. Við höfum kent þeim að halda jólin hátíðleg, og þeir eru orðnir slyngari i því en kennarar þeirra. Eg spurði einu sinni vinnukonu, sem var hjá okkur, hvað hún liefði drukkið marga bolla af lcaf fi á jóladaginn. “Asuiak (eg veit það ekki)” svaraði hún fyrst. “Tuttugu bolla?” “Nagga! amalu! (sussu, miklu fleiri),” svar- aði hún. Á annan eða þriðja í jólum hélt nýlendustjórinn átveislu fyrir alla starfsmenn verzlunarinnar og nokk- ra beztu veiðimennina. Veizlan var haldin í sjúkrahúsinu því að þar var sjaldnast neinn sjúklingur. Á borð- inu voru ertur og flesk og “ epla- skífur” á eftir. Svo var þar öl og brennivín. Ríkulega var á borð bor- ið, en því, sem gestirnir gátu eigi torgað, stungu þeir í vasa sina, eða réttu út til kvenna sinna og krakka, sem stóðu með diska og skálar úti fyrir meðan á hófinu stóð. Jólafagnaðinum lýkur venjulega með dansleik. Danssalurinn var vinnustofa beykisins. Var þar rutt svo til, sem hægt var. Leikið var á eina fiðlu«og skáru hinir skæru tón- ar hennar oft upp úr gleðiglaumn- um. Birtan var verst, þvi að þar var ekki nema eitt kertaljós, og bar það auðvitað ekki tirtu nema rétt aðeins á fiðlumanninn og þá, sem næstir stóðu. Dansfólkið var alt í myrkrinu í einni bendu, og rakst því þráfaldlega hvað á annað. En það varð að eins til þess að auka gleð- ina og fjörið. Fjöldi áhorfenda hafði tylt sér á tómar tunnur, sem hlaðið var upp undir loft, án þess að hugsa neitt um, hve valtar þær voru. Það kom þvi ekki ósjaldan fyrir, að maður heyrð ómurlegt braml og gauragang, óp og óhljóð. Tunnu- staflinn hafði hrunið. Dansinn hætti í svip. Fiðlarinn tók skarið af ljós- inu og svo var farið að ryðja salinn að nýju. f fyrsta skifti, sem maður sér svona dansleik, sver maður og sárt við Ieggur að taka aldrei þátt þar í. En í annað eða þriðja skifti smitast / maður af hinni óstjórnlegu kæti og er kominn á fleygiferð inn í hina dansandi hringiðu áður en maður veit af, og hættir ekki fyr *en maður er kominn að niðurfalli af þreytu. Því að grænlensku stúlkurnar sleppa manni ekki eftir nokkra snúninga; maður verður að minsta kosti að hoppa og stökkva með þeim svo sem hálfrar enskrar mílu vegalengd, áður en maður getur verið þektur fyrir að skilja við þær. En það þarf góð lungu til þess að þola þetta; loftið er kæfandi af hita, andgufu og svita- gufu og kryddað lyktinni af svita- VOtum skinnklæðum. En ef þú treystir þér til þess að þola þetta andrúmsloft, þá skaltu djarflega ryðja þér braut inn í salinn og ná þér í “dömu.” Ekki skaltu láta þér detta í hug að hneigja þig fyrir henni, því að það skilur hún ekki. Dragðu hana bara út á gólfið, en vertu ekki svo grænn að halda að þú getir dansað þangað til hún er orðin þreytt. En viljir þú kunna þig og auka fjörið og gleðin, þá gefðu öllum bolla af kaffi og þá verður þú á- trúnaðargoð allra. —Lesb. Snjóköggullinn Grein eftir Olfert Ricard (í lauslegri þýðingu eftir séra Knút Arngrímsson). Eg kyntist vestur í Ameríku manni einum glöðum í bragði, sem Sayforth hét. Hann var með svart alskegg og gullspangagleraugu og leit út fyrir að vera um fimtugt. Hann var mjög vinsæll maður, eink- um meðal stúdenta, enda þótt hann væri ekki stúdent sjálfur. Þegar hann talaði, urðu menn snortnir af óvenjulegum krafti, sem fylgdi orð- um hans, og þegar hann hafði lokið máli sínu, brást það ekki, að einhver bæði um að fá að tala við hann eins- lega, þegar samkomunni væri lokið. Eg var þessum manni samtíða um viku tíma uppi í sveit, og þá sagði hann mér dag einn sögu þá, sem hér fer á eftir; “Faðir minn stundaði verzlun og átti eg að taka við verzluninni eftir hans dag. Kristindómur var mér f jarri skapi; einu trúarbrögð mín voru í því fólgin að standa við orð mín. Aftur á móti hafði móðir mín verið ástrík og guðrækin, kristin kona; eflaust hefir hún oft beðið fyrir mér. Og undarlegt er það, að því meira sem aldur færist yfir mig, því ákafar langar mig oft og tíðum að eiga hana við hlið mér og mega tala vjð hana; því nú gætum við tal- að saman. Farandsali einn, aldurhniginn, kom oft til okkar, þar sem við verzl- uðum. Hann hét Graves. Hann var að selja umbúðarpappír og þerripappír og pöntuðum við oft mikið hjá honum. Enn i dag sé eg hann greinilega í huga mér, þennan ljúfmannlega, gamla mann, sem virt- ist biðja alla afsökunar á því að hann væri til, enda þótt við kæm- umst öll í gott skap, jafnskjótt og hann kom inn úr dyrunum; hann bar það svo utan á sér, hve góður hann var, að það var ekki annað hægt en að vera góður af því að líta á hann. Fyrripart einn um tíu- leytið kemur hann til okkar og höfð- um ’ við þá lokið við afgreiðslu feiknamikillar sendingar með morg- unpóstinum. Við ætluðum að fá okkur eitt eða tvö glös af öli og þótti okkur við hafa unnið fyrir því. Þá mætti eg honum í stiganum; hann nemur staðar í stiganum og spyr mig, hvort við hefðum nokkuð handa honum að gera í dag. “Komið þér eftir hálftíma,” segi eg, “eg ætla hérna yfir um til þess að fá mér ölglas með nokkrum góð- um vinum mínum; ef til vill má bjóða yður með.” “Nei, þakka yð- ur fyrir,” segir hann, “eg drekk aldrei öl, en heyrið þér,” bætir hann við og stingur hendinni i brjóstvasa sinn, “bíðið þér andartak! Eg hefi hérna ofurlitla bók, sem mér þætti vænt um að þér vilduð lesa. Eg hefi borgað þessar bækur úr eigin vasa og er þess vegna tregur til að gefa þær öðrum en þeim, sem vilja í raun og veru lesa þær, en það viljið þér vissulega gera?” Það var eitt- Allar hinar margbreyttustu tegundir af Ice Cream fyrir iólin og nýárið. Pantið nú þegar frá kaupmanni yðar, \ \ eða beint frá CRESCENT CREAMERY COMPANY LIMITED J hvað svo fallegt við hann, bros hans og það, hve eðlilega og ánægjulega hann sagði þetta, að eg gat ekki annað en svarað á þessa leið: “Já, ef eg get gert yður ánægju með því.” Eg tók við bókinni og leit á nafn- ið. Hún hét “Drykkjuskapur.” Andartaki seinna var eg kominn ínn í kaffihúsið, þar sem vinir mín- ir biðu nú eftir mér. Eg sagði frá þessu, sem síðast hafði komið fyrir mig, og vakti það all-mikla kæti, og var það ákveðið, að eg skyldi lesa þarna upphátt eitthvað úr bókinni. Glösin voru fylt á ný í tilefni af því, að eg stóð við það, sem eg hafði lofað. Eg læs litlu bókina. Við skemtum okkur svo við það að ræða um það fram og aftur, hvernig eg ætti að mótmæla “trúboðanum,” sem við nefndum svo,' þegar hann kæmi aftur. Hann kom, en nokkru seinna, en eg hafði búist við, og þá stóð svo á, að eg hafði mikið að gera. Hann fékk pöntun sína, við skiftumst á nokkrum orðum um daginn og veg- inn, og fór hann þá burtu án þess að minnast með einu orði á litlu bókina sína, og kom mér það hálf- gert á óvart, en mig langaði ekki til þess að minnast á hana sjálfur að fyrra bragði. Hann kom aftur á sama tíma árs ins og hann var vanur. Þegar við- skiftunum var lokið spyr hann: “Meðan eg man, eg gaf yður ofur- litla bók, þegar eg kom hérna sein- ast; eruð þér búinn að lesa hana?” “Já, hvort eg er búinn,” sagði eg, “eg las hana sama daginn, og eg var hissa á því að þér skylduð ekki minn- ast neitt á hana, þegar við sáumst siðast.” “Nú, það var nú ekki urntalsins vert,” sagði gamli Mr. Graves, en eg hefi aftur á móti aðra litla bók, sem niig langar mjög til að þér læs- uð. Þér hafið sjálfsagt ekkert ilt af að lesa hana.” “Eg hafði nú ekkert gott af hinni heldur,” svaraði eg, og það er nú vafamál, hvort eg hefi það heldur af þessari.” Hann sagði að við læsum nú svo margt, sem við hefðum ekkert gagn af, en það væri ekki nema andartak verið að lesa þessa, og um leið og hann kvaddi, kinkaði hann vingjarn- lega kollinum og rétti mér bókina og sagði: Lofið þér mér einhvern- tíma að heyra, hvernig yður þótti hún. Eg lofaði að gera það afdráttar- laust. Þegar hann var farinn, sá eg að þessi bók hét “Heimslund” (eða: Eftirsókn þessa heims gæða), og nú grarh'dist mér satt að segja. Hvað kom eg og mínar venjur yfirleitt honum við, þessum kátlega karl- fugli ? Hann gat séð um sína verzl- un og eg um mína, en að fara að hræra trúarbrögðum saman við við- skiftin, það fanst mér nú vægast sagt miður smekklegt. Samt hafði eg nú lofað að lesa bókina og eg var vanur að standa við loforð mín.; eg las hana lauslega og eiginlega hafði eg ekkert sérstakt út á hana að setja. Jólin voru að koma, þegar Graves gamli kom næst. Það höfðu farið bréf á milli okkar áður, svo viðskift- in voru skjótt útkljáð. En þá féll mér nú allur ketill í eld, þegar hann sagði við mig: “Mr. Savforth, haf- ið þér tíma til að tala við mig eins- lega ?” Við fórum inn í einkaskrif- stofu mína og þá fórust honum þannig orð: “Góði, ungi vinur minn, eg hefi nú selt föður yðar vörur í mörg ár, áður en eg fór að verzla við yður. og af viðræðum við hann hefi eg fengið ýmislegt að vita um móður yðar. Hún hlýtur að hafa verið ein- staklega guðrækin kona. í gær var faðir yðar að segja mér lát hennar og af þeim sigri, sem hún vann með trú sinni í dauðanum.” Þarna var eg nú snortinn þar sem eg var veikastur fyrir. Þegar ein- hver mintist á móður mína, sérstak- (Framh. á bls. 7) 4- & sdí l)ní><íini<> 15att dampnni. __________ INCORPORATED MAY 1070. JOLA ÖSKIRi til Islendinga í Winnipeg 0 Megi góðhugur sá,erríkthefirmeðal vor í margar kyn- slóðir, ríkja um alla ókomna tíð.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.