Lögberg


Lögberg - 21.12.1933, Qupperneq 4

Lögberg - 21.12.1933, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FÍMTUDAGINN 21. DESEMBER, 1933 \ Íogbcrg OeflB öt hvern fimtudag af T B E OOLUMBIA P R E 8 B L I M I T E D 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utan&skrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. TerfT *S.OO um drirJ—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The ColurnMa n »■■. Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Manitoba PBONE8 M S27—86 S28 Hátíð hátíðanna 1 hvert sinn og jólin eru hringd inn, líður um sálu sérhvers þess manns, er eigi hefir með öllu steinrunnið hjarta, heitur straumur djúps fagnaðar; honum dylst þá ekki lengur hver er á ferð; ihonum dylst ekki að það er höfundur fjallræðunnar, sem er sjálfur á ferð með sættina miklu við lífið og eilífðar-vissuna í jólagjöf. Sennilega verður ekki um það deilt, að óþarflega miklum tíma og óþarflega miklu fé sé oft og einatt varið til hins ytra undir- búnings í sambandi við jólahaldið. Flestir g>efa gjafir, og það margir um efni fram; margir gefa aðeins fyrir siðasakir, eða vegna tízkunnar. Fjarstæðara getur þó ekkert ver- ið megintilgangi jólanna, en það. E;kki skift- ir það miklu máli, hversu ríkmannleg jólagjöf kann að vera; • en hitt er meira um vert, í hvaða anda hún er gefin. Sé hún gefin í sgma anda og Jesús frá Nazaret gaf sínar gjafir, getur ekki hjá því farið, að eilífðar-hlessun hljótist af. Jesús frá Nazaret á engu síður nú, en fyr á tíð, erindi til allra mannanna barna; hvar sem umkomuleysingi er á ferð, er hann einnig sjálfur á ferð, því kærleiksfaðmur hans lykst um alt og alla. Gleðileg jól í nafni hans, sem var, og er, vegurinn, sannleikurinn og lífið! Jólahugsanir Eftir séra Knút Arngrímsson. Enn berast klukknahljómar jóla yfir borg og bygðir. Enn lýsa þessir mildu ómar guðs- friði yfir löndum og lýðum.—Forn jól og ný kalla menn til sín. — Hátíð ljósa í húmi skammdegis drepur á dyr í hugum manna og hjörtum. — Ljós tendrast þar sem áður var myrkt. — Gleði flytja þau öllum í einhverri merking. Menn bjóða velkomna blessun jól- anna með friðsælli, barnslegri gleði,—frelsari er fæddur á jörð.— —1 augum fulltíða, hugsandi manna eru jólin tákn, tán þess, að fagnað er minningu stórviðburðar á Jörð, afdrifaríks stórfeng- legs viðburðar, sem markaði sögu vestrænna þjóða stefnu fram á þenna dag, viðburðar, sem var uppspretta. þeirra lífshugsjóna, sem beztu menn á öllum öldum síðan hafa talið sér háleitasta skyldu að keppa eftir. — Sá viðburður var það, að Kristur fæddist í mann- heim og Kristnar hugsjónir urðu kunnar lýðum Jarðar. — Elin fagna menn jólum í þakklátri minning þeirra staðreynda, að ekk- ert hafi mannkyninu verið gefið dýrmætara, kærara, fegra eða hærra en gjöfin Jólanna fyrsta, Kristur og alt, sem hann var og er.— Eins og jólahátíðin kemur með ljósadýrð til vor, þegar skammdegið skyggir, sem svartast, kom “ jólabarnið ’ ’ í heiminn á húmnótt hnign- unaraldar og orð mannssonarins bárust til eyrna þjóðum, sem gerðu sér óljótear, reikular hugmyndir um tilganga og takmark mannlegs einstaklings. Vantandi tákn, sem vissu gæfi um verðmæti hærri í heim en velsæld hverf- ullar stundar, leituðu margir frá einum trú- arbrögðum til annara, frá einni lífsskoðun til annarar. Menning fomþjóðanna lét ellimörk á sér sjá. — Aldir umróts og eyðinga, aldir hamstola hernaðar, misréttis og þrælkunar gengu yfir þær þjóðir, sem áður höfðu borið í brjósti þrá eftir fegurð, sannleika og dygð. —Þá bárust frá austri orð þess er jólin fagna, —blíð eins og blær af himni, heit af elsku til alls, sem hrærist líkt og geislar sólar, friðsæl og auðug af innsýn eins og heiður pæturhim- inn, — himnesk orð. — Þau boðuðu hverri mannssál eilífðartrú, þau gerðu kunnugt, að til er óendanlegt æðra líf, að hver mannssál á áframhald fyrir höndum, þótt falli til jarðar 'það, sem jörðin gaf. Þau gjörðu kunnugt, að andleg fegurð og dygð eru æðstu verðmæti lífsins. Þau snurtu hjörtu ánauðugra manna og bentu 'þeim á frelsi í vændum, þeim, er hlekki báru og þraut með þolgæði. Þau kveiktu bál í brjósti þeim, er mist höfðu trúna á tilgang lífs síns, fagnaðarbál, sem lýsti með nýjum kappsmálum. —. Merki krossins, sem áður var ógnartákn fjörtjóns og fórnar, breyttist í sigurmerki nýrrar lífsstefnu, þar sem fjötrar, og fórn áttu nýja merking, voru sigurafl hins háa yfir hinu smáa, voru náðar- gjafir lífinu til handa til að auðga það andleg- um verðmætum. Æfi, sem hófst í jötu, en átti hinstu stund á krostý hafði megnað að sann- færa þjóðimar um nýtt mat allra verðmæta. —Gildi lífsins varð að afla sér þess, er um eilifð stendur. Gildi valds varð að veita vernd. Gildi vits að vitka aðra. Gildi hreysti og kraftar að hjálpa veikum og styrkja þá. Gildi sælu, að veita öðrum sælu. Gildi gleði, að gleðja aðra. Gikli auðlegðar, að gefa þeim er skortir. — Gildi mannsins á jörð að vaxa við að veita, hækka við að Iúta. -— Hvar sem krossinn Krists var reistur, voru þau sann- indi boðuð, og mannmanna börnum veittur kostur að nema þau og reyna þau í lífi sínu eigin.---- Klukkur kristinna kirkna hafa boðað jól um löndin öld eftir öld, boðað guðs frið yfir borgii' og bygðir, þegar myrkur hvíldi yfir heim. Þær hafa fylt loftið friðsælum ómum, þegar stormar og stríð settu hugi manna í uppnám. — Andvíg öfl berjast í sál hvers manns. And\úg öfl berjast um örlög heilla Jijóða. Sagan geymir minningar margs þess, er miður fór. — Aldrei hafa sannindi verið flutt meðal manna, er eigi væru af einhverjum úr lagi færð. — Merki friðarins varð ekki forðað frá að vera borið sem gunnfáni blóð- ugra styrjalda. — Fagnaðarerindi frelsis varð ekki forðað frá að vera greypt í stein- runnið mót sálarlausra kennisetninga. Trúin, traustið til miskunnarríkra frumlögmála allr- ar tilveru, átti fyrir sér að verða nefnd guðs- ótti og guðhræðsla. Þráin Jil að fegra líf mannfélagsins í samnrmi við eilíf markmið, sveigðist í þá andhverfu átt, að flýja lífið, leita sér griða.staða á eyðimörkum og innan klausturmúra. — Orð og dæmi meistarans hlutu óhjákvæmilega að enduróma með margs- konar hljómblæ í hjörtum ólíkra lærisveina af margskonar þjóðemum, margskonar menn- ingarstigi, margskonar landsháttum, fortíð- ararfi, óendanlega fjölbreyttu einstaklings- eðli. — Nútíminn lítur með geig til baka á þau tímabil, er þjóðir bárust á banaspjótum út af ólíkum skilningi á orði friðarins, er bálkestir voru reistir þeim mönnum, er brutu í bága við ríkjandi skoðanir samtíðar sinnar, er valdfíknir harðstjórar notuðu trúarbrögðin sem vopn gegn frjálsri og óháðri hugsun þegnanna. — En bak við leiksvið ásælninnar eftir veraldlegu valdi og metorðum, sem löng- um er framsviðið, gerist saga hinna kyrlátu í löndunum, þeirra, er lítið létu yfir sér, unnu verk sín í kyrþey, bundu um sár þeirra, er óvígir félllu (í valinn, græddu upp auðnir, reistu að nýju borgir, sem ibrendar vom með hernaði, hjúkruðu sjúkum, hýstu þreytta veg- farendur, gáfu ölmusur af fátækt sinni, fóstr- uðu í brjósti sér lífsskoðun Krists, fómar- lund, ástríki og eilífðarvissu. Slíkra manna og kvenna liefir ætíð verið margt í öllum kristnum löndum, á öllum öldum kristninnar, í öllum stéttum þjóðanna. Saga þeirra um allar aldir er hin eiginlega kristni-saga. Þar hefir minstu skift, hverju var trúað og hvað játað. Kristni hjartans hefir verið kristni þeirra, lotningin fyrir lífinu, viljinn til þarfra og' bætandi athafna af ást á eilífum afleiðing- um þeirra. — Fagnaðarerindið um frið á Jörð hefir ætíð um sérhver jól átt hljómgrunn í einhverjum hjörtum. Kynslóð hefir arfleitt kynslóð að kristnum verðmætum; göfgandi hugsanir vaxnar upp úr kristnu hjartalagi liafa hrifið hugi með sér á sérhverri öld. Nýj- ar og nýjar spumingar fá ný og ný svör bvgð á kristinni lífsskoðun. Nú koma jólin enn til vor og minna oss á þann arf kristinna verðmæta, sem vér höf- um tekið á móti. — Ýmsir munu segja, að sá arfur sér lítils nýtur, henda réttilega á hin mörgu mein, er samtíð vor stynur undir. Ýmsir munu segja, að hátíð vor sé barnaleik- ur einn, sem haldist aðeins við sem heimilis- venja börnum gerð til geðs. — Kristin lífs- skoðun hafi reynst gjakJþrota með samtíð vorri, þar sem hún megni ekki að bæta úr neinu því, er veldur einstaklingum og þjóðum mestra vandkvæða um þessar mundir. — Sú menning, sem kristnar þjóðir hafa alið og eflt, setji núlifandi kynslóð í sjálfheldu, sé nú næstum að því komin að ráða sjálfri sér bana. —Þess verði ekki langt að bíða, að kristin lífsskoðun falli úr gildi að fullu og öllu og menning kristinna þjóða hrynji í rústir. — En minnumsit 'þess, ajð hrakspár hafa verið til á öllum öldum. Og vitum það einnig, að oft hafa gengið yfir heiminn tímabil marg- víslegra örðugleika. Kveðjur torveldustu vandamála hafa vafist kynslóðum fjötur um fót, svo flest sund hafa virst lokuð. — En samt hafa fundist ráð, er leitað var. Fávisari aldir og fátækari en vor hafa sigrast á örðug- leikum, sem voru engu léttari að tiltölu. — HÁTIÐAKVEÐJUR Skólaráð og kennarar við Jón IBjarnason gfcaDemp óska öllum vinum og velunnurum skólans gleðileg'ra Jóla og gifturíks komandi árs, með þökk fyrir samúðarfullan stuðning í liðinni tíð. 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá ölium Iyfsölum, 'fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. En kristin lífsskoðun á enga sök á þeim meinum, sem menning nútím- ans á í fórum sínum. Nei, meinin eru flest tilkomin af því, að allmikill hluti síðustu kynslóða hugðist geta lifað lífinu án þess að taka tillit til annara verðmæta en þeirra, er gáfu stundarhag. Efnishyggjan, von- leysið um lífið eftir dauðann, trú- leysið á raunverulegt gildi sjálfs- fórnar í lífinu, trúleysið á hinn unga guð í eðli hvers einasta mannsbarns hefir valdið þvi, að kristin lífsskoð- un var ekki spurð ráða, þegar margt það var bygt, sem nú riðar á grunni. Þess vegna hafa jafnvel dásamleg- ustu framfarasporin snúist í ógæfu- átt, svo sem notkun vélkraftarins á ýmsum sviðum. Þess vegna hafa risið upp stétt gegn stétt, og þjóð gegn þjóð. Þess vegna horfir nú margt það til vandræða, sem gert gæti mannkynið frjálsara og sælla, | ef því væri beitt í jiágu eilífra mark- miða. — Kristin lífsskoðun á þvi það verk að vinna með samtíð vorri, að brúa þær torfærur, sem gera leiðina ó- greiðfæra um sinn. Trúin á eilíft gildi hvers einstaklings þarf að gagntaka sem flesta hugi og lotn- ingin fyrir lífinu og háleitum til- gangi þess þarf að fylla hvert hjarta. —Enn sem fyr eru kristin öfl að verki. Enn sem fyr eru hógværir menn í landi hverju að vinna aS eflingu hins fagra og sanna. En þörfin fyrir fleiri og fleiri hugi og hendur hrópar á oss til lífs og starfs í kristnum anda. — Klukknahljóm- ur jólanna megi vekja oss til slíkra starfa. Ljómi jólanna í myrkri skammdegis megi vekja hjá oss þrána til að vera hver sem má ljós í myrkri sem fórnar kröftum sinum til að efla frið á Jörð.— —Mbl. Hinn íslenzki laugar- dagsskóli Þjóðræknisfélagsins, er próf. J. G. Jóhannsson veitir forstöðu hélt síðustu kenslu stundina fyrir há- tiðar, á laugardaginn var þ. 16. þ. m. Hefir skólinn náð miklum vinsæld- um og hepnast ágætlega, aðsóknin farið fram yfir það sem búist var við, er byrjað var á skólanum. Skól- inn var upphaflega byrjaður með 5 kennurum, en brátt varð að bæta viS þeim sjötta. Aðsóknin hefir verið jöfn og góð, eða til jafnaðar á allar kenslustundir, 86% innrit- aðra nemenda. Til samanburðar má geta þess að bezta aðsókn við al- þýðuskóla bæjarins er innan við 90%, og er skólasókn þar lögskip- uð. Innritaðir eru við skólann nú 160 nemendur; flestir viðstaddir sama dag 149. Skrásetning í bekkj- um er þessi: Yngstu börn, kennari Vilborg Eyjólfsson............33 Annar bekkur, kennari Inga Bjarnason ..............25 Þriðji bekkur, kennari Salóme Halldórsson ..........41 Fjórði bekkur, kennari Vala Jónasson ................15 Fimti bekkur, kennari Séra Runólfur Marteinsson ..21 Sjötti bekkur, kennari Jóh. G. Jóhannsson .........25 Alls.....................160 Við uppsögnína á laugardaginn, var hverju barni gefinn aðgögnu- miði að einu hreyfimyndahúsi bæj- arins. Verður það endurtekið er skólanum lýkur í vor. Skólinn hefst aftur eftir hátíðar á sama stað, í Jóns Bjarnasonar skóla, kl. 9.30 f. h. laugardaginn 6. janúar. Börn og ungmenni öll velkomin. Óþarft er að minna á að almenningur ætti að nota tækifæri þetta, sem skólinn býður, sem allra bezt, því það liggur of í augum uppi. Engum getur dul- ist, að hér er um þjóðþrifa fyrir- tæki að ræða. Sérstaka þökk ber kennurunum fyrir hið drenglynda og óeigingjarna starf er unnið er af fúsleika og góðvild án alls endur- gjalds. Stjórnarncfnd Þjóðrœknisfél. Úr bænum Senior Hockey Wallie Fridfinnson og flokkur hans unnu á móti úrvalsliði Selkirk- inga. Er það fyrsta fall fiskimanna síðan byrjað var í haust. Frægastir í sveit Fálkanna voru H. Benson, “Bun” Stephenson og Ingi Thorar- inson. “Bun” Stephenson, hinn þraut- seigi liðsmaður Fálkans hafnaði vinnings markið á síðustu stundu. Leikslok voru þannig: Fálkar 2, Selkirk 1. Búist er við að Bjarni A. Bjarna- son, stud. theol., frá hinum lúterska prestaskóla í Minneapolis, messi á þeim stöðum og á þeim tíma, um komandi hátíðir, sem hér segir: Jólamessa í Keewatin á jóladaginn kl. 2 e. h. Messa i Brandon sunnu- daginn þ. 31. des., kl. 2 e. h., og messa í kirkju Melanktonssafnaðar, í Upham, N. Dak., á nýársdag, kl. kl. 7.30 e. h.—Viðkomandi fólk er beðið að veita þessu athygli og að fjölmenna svo vel sem kringum- stæður leyfa. Gjafir til Betel Kvenfélag St. Pauls safnaðar, Minneota, Minn..........$25.00 Kvenfélagið “ísafold”, Minneota, Minn.......... 10.00 Innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot, Wpg. Miss Guðrúnu Bildfell, kenslu- konu hér í borginni, barst nýlega í hendur bréf með undirskriftinni “ófróður.” Henni er ant um að höfundur bréfsins komi fram í dags- ljósið, og segi til síns rétta nafns. Nýlátin er í Selkirk, Man., Mrs. Guðbjörg Goodman, hin mætasta kona, 86 ára að aldri. 1 Hátíðarkveðjur Vér óskum öllunn vorum. íslenzku viðskiftavinum gleðilegra jóla og fo,rsæls nýárs, með þökk fyrir j, viðskiftin á liðnu ári. I Canadian Co-operative Liveátock (Weátern) Ltd. /. INGALDSON, Manager 3. fe. parbal og þeir, sem hjá stofnun hans vinna, óska öllum íslendingum hjartanlega Gleðilegra Jóla og farsœls nýárs! JH. á£>. parbal . Funeral Directors 843 SHERBROOK STREET Simi—86 607 í

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.