Lögberg - 18.01.1934, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANtJAR, 1934
5
Sigurður Ingjaldsson
Pœddur 10. apríl 1845—Dáinn 26. dcscmbcr 1933
Sigurður rithöfundur Ingjaldsson, frá Balaskarði, var fædd-
ur að Ríp í Skagafirði þ. 10. apríl 1845. Voru foreldrar hans
Ingjaldur bóndi Þorsteinsson og kona hans Guðrún Runólfsdóttir,
er þá bjuggu á Ríp, í tvíbýli við séra Jón Reykjalín.—
Áður höfðu þau hjón, Ingjaldur og Guðrún, búið í Stóru-
gröf. Voru öll börn þeirra þar fædd, nema tvö þau yngstu, Sig-
ríður og Sigurður, er voru tvíburar.—
Þau hjón eignuðust tíu börn. Sex af þeim komust til full-
orðinsára: Sveinn, Þorsteinn, Ingveldur, Valgerður, Ingjaldur
og Sigurður. Var hann vngstur systkina sinna, þeirra er alsystkin
voru.
Fjórar dætur dóu í æsku, sumar nokkurra ára gamlar, er hétu
Guðrún, Valgerður, Ingibjörg og SigríSur.
Þau foreldrar Sigurðar bjuggu þrjú ár á Ríp í sambýlinu við
Jón prest Reykjalín, en fluttu þá að Víðivöllum, og svo þaðan að
Eyhildarholti. Eftir tiltölulega fárra ára búskap þar fluttu þau
að Balaskarði i Laxárdal í Húnavatnssýslu og bjuggu þar til
dauðadags. Komu þau þangað vorið 1851. Var Sigurður þá
sex ára gamall. Eru flestar æskuminningar hans tengdar við
Balaskarð og kendi hann sig jafnan við þann bæ.
Þegar Sigurður var smábarn að aldri var hann um tveggja
ára skeið, eða vel það, í fóstri hjá Hannesi bónda og Snjólaugu
konu hans, er bjuggu í Beinagerði í Hegranesi, en var tekinn heim,
er foreldrar hans mistu Sigríði dóttur sína, er var tvíburi Sigurðar.
Minnist Sigurður Snjólaugar fóstru sinnar, og þeirra hjóna beggja,
í æfisögu sinni, með kærleika og þakklæti.
Eftir andlát konu sinnar hafði Ingjaldur bóndi Þorsteinsson
ráðskonu þá er hét Sigurlaug og var Guðmundsdóttir. Eignaðist
hann með henni tvær dætur. Er önnur þeirra Guðrún kona Þor-
geirs bónda Simonarsonar, er býr í grend við Blaine, Washington,
en hin hét Ingunn Ágústa og andaðist vestur á Kyrrahafsströnd
fyrir nokkrum árum. Þær systur miklu yngri en áðurnefnd hálf-
systkini þeirra.
Kona Sigurðar Ingjaklssonar var Margrét Kristjánsdóttir.
Um ætt hennar er mér ekki kunnugt.
Þau hjón munu haía flutt vestur um haf árið 1887. Fluttu
nærri strax eða mjög snemma á tíð til Gimli og áttu þar heima
jafnan síðan.
Um svipað leyti fluttu og vestur þau Ingjaldur Ijróðir Sig-
urðar og Þóra kona hans. Börn þeirra eru Ingibjörg (Mrs. J. D.
Banker) búsett í Califoríu, Guðrún (Mrs. S. Oliver) í Winni-
peg, Kristófer úrsmiður í Winnipeg. Á fyrir konu Guðmundínu
Jóhannsdóttur, frá Húsabakka í Skagafiröi, og Sigríður, (ógift),
er til skamms tíma hefir veitt forstöðu líknarheimili vestur við
Kyrrahaf. — Þóra Ingjaldsson, móðir systkina þessara, mun hafa
andast i febrúarmánuði 1912, en Ingjaldur faðir þeirra um haust-
ið 1915. —
Margréti konu sína misti Sigurður um jólaleyti 1908. Fór
jarðarför hennar fram á Gamlársdag það ár. Varð hún sjötíu
og sex ára gömul. Var þrettán árum eldri en Sigurður.—
Eftir andlát konu sinnar fór Sigurður að fást við ritstörf
þau, er eftir hann liggja. Tók hann það fyrir meðfram af þeirri
ástæðu, að hafa af sér lífsleiðindi er að honum sóttu. Skrifaði
hann æfisögu sína í þrem bindum, fyrsta bindað 1911, annað
bindið nokkrum árum seinna, en hið þriðja á síðustu árum sínum.
Auk þessara bóka er nýkominn út eftir hann “Gísla þáttur Brands-
sonar,” sem prentaður er um sama leyti og þriðja bindi æfisögu
hans.
Sigurður var maSur stálminnugur, létt um orðfæri og fróður
um margt. Er æfisaga hans full af ýmiskonar alþýðlegum fróð-
leik. En aðal tilefnið að hann skrifar æfisöguna er að bera per-
sónulega vitni um kraft og blessun kristilegrar trúar og um sigur-
afl bænarinnar í Jesú nafni. Án þessa mikla tilefnis taldi hann
sig naumast geta réttlætt þann tilkostnað er æfisagan hafði í för
með sér.
Sigurður Ingjaldsson fékst mikið við formensku á sjó viS
ísland og lánaSist vel. Hann var og frábærlega vel hagur maður
á ýmiskonar smíði. Lagði fyrir sig að smíða spæni og göngustaíi,
er þóttu um það bil vera gersemi.
Á síðustu árum Sigurðar, eftir að öll alsystkini hans voru
dáin, svo og kona hans, var ástvinahópurinn aðallega hálfsysturn-
ar tvær og svo börn Ingjaldar bróður hans. Þótti honum frábærlega
vænt um þau öll. Voru þau honum og mjög góð, skrifuðu honum
og glöddu hann á ýmsa lund og getur hann um sum þau atvik i
þriðja bindi æfisögu sinnar.
Sigurður hélt góðri sjón til æfiloka, en átti erfitt með heyrn
hin siðari árin. —
Bústað sinn hafði hann einn i húsi út af fyrir sig, á Gimli, í
mörg ár, hin síðustu æfinnar. Var í nábýli við þau hjón Sigurð
múrara Sveinsson og konu hans Sigríði Ingimundardóttur. Mun
þeim hjónum hafa farnast það eftirlit hið bezta. Taldi Sigurður
sér líða ágætlega og var sífeldlega glaður og ánægður.
Siguröur Ingjaldsson lá enga banalegu. Hafði verið ofur-
lítið lasinn á annan í jólum. Hafði lagt sig fyrir í rúmi sínu að
kvöldi þess dags og var andaður þegar að var komið. —
Jarðarförin fór fram frá kirkju Gimlisafnaðar þ. 28. des.
Bæði Mrs. S. Oliver og Mr. Kristofer Ingjaldsson, frá Winni-
peg, vorii þar viðstödd og sáu um útförina, er að öðru leyti fór
fram undir umsjá Bardals. Kveðjuorðin flutti sá, er línur þessar
ritar. — Með Sigurði Ingjaldssyni burtkölluðum, er horfinn sá
maður er margreynt hafði ágæti og kraft kristilegrar trúar og lifði
hvern dag í blessunarríku samfélagi við Krist, frelsara mannanna,
og sóttist stöðugt eftir ljósi og leiðslu Heilags Anda. Fann harn
þar alla blessun og huggun, er mannsandinn jafnan þráir.—
Jóhanri Bjarnason.
Dr. Guðmundur J. Gíslason
21. jan. 1877—3. jan. 1934.
Fjárhagur Breta og atvinnulíf
blómgast.
Fjármálaráðherra Breta skýrði
frá því í neðri málstofu enska þings-
|ns þ. 16. þ. m. að fjárhagur ríkis-
ms væri 42 miljónum sterlingspunda
hagstæðari nú, en á sama tíma í
fyrra. Þá skýrði hann frá því, hve
atvinna hefði aukist og athafnalíf
*!***" Margar námur hafa bætt
Vl sig starfsfólki, og nokkrar nám-
nr, sem höfðu verið lokaðar alt að
v> 3 ár, hafa verið opnaðar aftur.
siðastliðinni viku tóku altur til
• arta tvær námur í Wales, og inn-
an f&rra daga verður vinna hafin á
ný i tveimur námum í Northumber-
land, sem lokaðar hafa verið i 2 ár.
Percival, síðasti musterisriddar-
inn, er nú nýkominn út í ísl. þýð-
ingu eftir Friðrik J. Rafnar. —
Hafa riddarasögur löngum þótt ein-
hverjar skemtilegustu bækur aflestr-
ar hér á landi.
Þýzkur togari fór frá Seyðisfirði
15. des. með 890 síldartunnur.
Tunnuverð er kr. 5.50. Netjasíld
fer þar vaxandi.
MINNINGAR OG KVEÐJUORÐ
Mínir vinir fara fj 'óld,
fcigðin þcssa heimtar köld;
eg kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálni og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
Þetta snildarlega og dagsanna er-
indi Hólu-Hjálmars hvarf mér ó-
sjálfrátt í hug þegar mér barst
harmafregnin um hið skyndilega, lát
góðvinar míns dr. Guðmundar J.
Gíslasonar. Að vísuorðunum þeim
skaut upp i huga minum, mun bæði
hafa verið því að kenna, að skáldið
lýsir hér eftirminnilega, með sinni
sérkennilegu málsnild, óvæntum
vinamissi; og þá eigi síður hinu, að
dr. Gíslason hafði snúið nefndu er-
indi prýðilega á enska tungu. A
þessari sorgarstundu flyktust að mér
minningarnar um samvinnu og
skemtilegar samverustundir okkar
vinanna.
Eg heyrði Guðmundar læknis að
góðu getið, og hafði lesið með á-
nægju ýmislegt eftir hann, mörgum
árum áður en leiðir okkar lágu sain-
an. Fyrstu bein kynni mín af hon-
um var einkar hlýlegt bréf, sem
hann sendi mér austur í ríki, þá er
fréttist, að eg væri væntanlegur til
Grand Forks; var það sem útrétt
vinarhönd, og fann eg brátt, að hug-
ur fylgdi máli. Eftir að við urðum
sambæjarmenn, og um skeið ná-
grannar, gerðist með okkur góð vin-
átta og vorum við saman mörgum
stundum, enda áttum við sameigin
leg áhugamál. Lærði eg þannig af
náinni persónulegri kynningu, að
meta góðar gáfur og mikla mann-
kosti þessa landa míns. Mundi sá
hinn sami vitnisburður annara vina
hans, ef eftir væri leitað.
Dr. Gíslason, sem hét fullu nafni
Gísli Guðmundur, var Skagfirðing-
ur að ætt og uppruna, sonur Jóns
bónda Gíslasonar að Flatatungu, þar
í sveit og síðari konu hans Sæunnar
Þorsteinsdóttur frá Gilhaga; áttu
þau til góðra að telja og voru hin
mestu merkishjón. Var dr. Gísla-
son fæddur í Flatatungu og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum þar til þau
fluttu búferlum vestur um haf sum-
arið 1883; nam Jón faðir hans land
í grend við Hallson í Norður Dak-
ota nýlendunni íslenzku.
Á alþýðuskólum þeirrar bygðar
hlaut dr. Gíslason fyrstu fræðslu,
en snemma hneigðist hugur hans til
frekara náms, og braust hann í því
að afla sér æðri mentunar, mest af
eigin ramleik, þar sem lítil efni voru
fyrir hendi. Stundaði hann um
þriggja vetra skeið (1897—1900)
nám í Wesley College í Winnipeg;
en hélt haustið 1900 suður til Chi-
cago og las læknisfræði við Illinois
Medical College unz hann lauk em-
bættisprófi, við góðan orðstír, sum-
arið 1904. Er hann einn þeirra
mætu íslendinga, sent komu barn-
ungir til þessa lands, en hafa aukið
á hróður þjóðar sinnar með brenn-
andi mentaþrá og ötulleik á erfiðri
námsbraut.
Að loknu skólanámi settist dr.
Gíslason að í Grand Forks, Norður
Dakota, og var í byrjun samverka-
maður dr. J. E. Engstads, eins hins
kunnasta og vinsælasta læknis þar
um slóðir. Leið þó eigi á löngu áð-
ur dr. Gislason setti á stofn eigin
Iæknastofu, og hafði um hríð ýmsa
aðstoðarmenn; fékst hann framan af
við almennar lækningar, en gerðist
snemma á árum sérfræðingur í
augna- eyrna- og hálssjúkdómum.
Hann varð brátt vinsæll læknir og
uxu vinsældir hans eftir því sem
árin liðu; bar margt til þess. Hann
var rnaður framúrskarandi skyldu-
rækinn, samvizkusamur og hjálp-
samur; og að auk viðfeldinn og
stiltur í framkomu. Einnig fylgdist
hann ágætlega með í fræðigrein
sinni; var þar st-nemandi. Gerði
hann sér þrjár ferðir til Norðurálfu
til framhaldsnáms, í þrem höfuð-
setrum læknavísindanna, Vínarborg,
Berlín og Edinborg. Meðal stéttar.
bræðra sinna var hann mikils met
inn. Árin 1919—1922 var hann
forseti læknafélags Grand Forks
héraðs, og 1919—1920 fyrsti for-
maður félagsskapar Norður Dakota
sérfræðinga í augna- eyrna og háls-
sjúkdómum, en hann hafði átt frum-
kvæðið að stofnun félags þessa.
Hann var einnig félagi í ýmsum öðr-
um læknafélögum Bandaríkja, með-
al annars “Fellow” í hinum áhrifa-
mikla og virðulega félagsskap, “The
American College of Surgeons.”
En dr. Gíslason tók einnig góðan
þátt í starfi margra félaga utan
stéttar sinnar, og þótti hvarvetna
hinn nýtasti liðsmaður. Kirkju sína
studdi hann með ráðum og dáð. Um
langt skeið heyrði hann til Fyrstu
lútersku kirkju í Grand Forks og
gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf-
um ; en er kirkja þessi sameinaðist
fyrir nokkrum árum tveim öðrum
söfnuðum undir nafninu “United
Lutheran Church” gerðist hann á-
hrifamaður í hinum nýja söfnuði;
átti hann um langt skeið sæti í full-
trúaráði hans, og þóttu tillögur hans
jafnan hollar og hagsýnar.
Að eðlisfari var dr. Gíslason
gæddur mörgum eiginleikum vís-
indamannsins, sannleiksást, sjálf-
stæði í hugsun og vandvirkni; kom
það fram í læknistarfi hans; en
jafnhliða hneigðist hugur hans mjög
að bókmentalegri iðju, einkum hafði
hann tekið ástfótri við skáldskap-
inn. Ungur að aldri fór hann að
yrkja, og voru kvæði hans frá fyrri
árum orkt á islenzku; las hann mér
eitt sinn nokkur þeirra; voru þau
þýð og lipur og lýstu vel tilfinninga-
næmleik höfundarins; ekki er mér
kunnugt uffl, að neitt kvæða þessara
hafi birst á prenti. Svo mikinn á-
huga hafði Guðmundur læknir á
ljóðlistinni, að hann stundaði bréf-
lega nám í þeirri ment við einn af
helztu háskólum Bandarikja, Col-
umbia University, enda var hann
smekkvís og dómbær vel á ljóðagerð.
Kvæði hans frá síðari árum voru öll
kveðin á ensku, og voru prentuð
víðsvegar i blöðum og tímaritum,
t. d. í f jórðungsriti því, “Quarterly
Journal,” sem Norður Dakota há-
skólinn gaf út. Eitt af fegurstu
kvæðum hans á enska tungu, sem
margir rómuðu, var orkt til íslands
(“Iceland”) og kom út i tímarit-
inu “Scandinavia,” og víðar.
Kemur þar greinilega fram rík
ást höfundarins á íslandi, islenzkri
þjóð og íslenzkum fræðum; en ekki
er of mælt, að fátt hafi verið hon-
um hugstæðara eða hjartfólgnara.
Samræður okkar hurfu tiðum að
þeim miðdepli. Minningarnar frá
bernskuárunum loguðu glatt í huga
hans og sveipuðu sagnauðugt ætt-
land hans æfintýraljóma; honum
varð og að þeirri ósk sinni, að heirrv
sækja langþráð land drauma sinna.
Hann sótti Alþingishátíðina 1930,
sem fulltrúi ríkisstjóra Norður Dak-
ota og ferðaðist þá allvíða sunnan
lands og norðan, meðal annars á
æskustöðvarnar'í Skagafirði. Varð
ferðin honum yfirleitt hin ánægju-
legasta og minningarríkasta; leit
hann ísland að visu nokkuð öðrum
augum eftir ferðina en hann hafði
áður gert úr f jarlægðinni; en ís-
landsást hans var enn ríkari en áð-
ur, og hugði hann gott til að heim-
sækja ættjörðina öðru sinni; en sá
draumur hans fékk eigi að rætast.
Eins og fleiri sann-þjóðræknir Is-
lendingar, sem ala aldur sinn er-
lendis, fann dr. Gíslason sárt til þess,
hve fáfróður allur þorri hérlendra
manna er um Island og íslendinga,
menning landsins og sögu. Var
honum þvi sérstaklega hugleikið, að
kynna land vort og þjóð hérlendis
og vann ýmislegt í þá átt. Má þar
fvrst telja þýðingar hans af íslenzk-
uml kvæðum á ensku, sem eru marg-
ar meðal hins bezta er fram hefir
komið í þeirri grein, og hið merk-
asta, sem eftir hann liggur á prenti.
Voru þær birtar i blöðum og tíma-
ritum, svo sem hinu ágæta og víð-
kunna mánaðarriti “The American-
Scandinavian Review”; en flestar
þeirra er að finna i þýðingasafninu
“Icelandic Lyrics”; hlutu þessar
þýðingar Guðmundar læknis verð-
skulduð lofs)'rði hinna dómbærustu
manna, eins og Halldórs prófessors
Hermannssonar, Þorsteins ritstjóra
Gíslasonar, dr. Björns B. Jónsonar,
Steingríms læknis Matthíassonar, og
Sveins ritstjóra Sigurðssonar; aðrir
hafa einnig lofsamlega á þær minst
í ritdómum og bréíum.
Að sama marki og þessi þýðinga-
starfsemi dr. Gislasonar miðaði starí
hans í þá átt, að komið yrði á við
Háskóla íslands rumarnámsskeiði í
islenzkum fræðum fyrir erlenda
kennara og nemendur; var honum
fullljóst, eins og öðruny þeini, sem
hafa beitt sér fyrir þessu máli, að
hér væri um að ræða stofnun, sem
orðið gæti Islendingum hin bezta
auglýsing út á við og stórum myndi
auka erlendis þekking á þjóð og
landi. Hafði hann mikinn áhuga á
þessu máli og ritaði um það ítarlega
og eftirtektarverða grein í “Stefni,”
tímarit Magnúsar prófessors Jóns-
sonar, er síðar var einnig prentuð i
“Tímariti Þjóðræknisfélagsins.”
Hefir þeim tillögum Guðmundar
Jæknis verið nokkur gaumur gefinn
á íslandi, þó ekki hafi enn orðið
af framkvæmdum i þessu þarfa máli.
Loks er þess að geta,, að dr. Gísla-
son hafði kynt sér rækilega rit þau
sem lúta aS Ameríkufundi íslend-
inga hinna fornu, og var honum
mjög ant um, að þekkingin á þess-
um merkilega landafundi þrýstist
fastar inn í meðvitund hérlendra
manna en orðið er. Með það fyrir
augum, varði hann til þess tóm-
stundum sínum síðustu árin, að
safna til alþýðlegrar bókar um Leif
Eiríksson, eftir hinum beztu heim-
ildum; vann hann af kappi að þessu
verki síðustu mánuðina; las hann
fyrir mig fyrstu kaflana, og var
auðsætt, að hér var í smíðum skemti-
legt rit og fróðlegt; en dauðinn sló
pennann úr hendi höfundar að þessu
verki hálfnuðu; mega unnendur ís-
lenzkra fræða og framfara harma,
að því varð eigi lokið.
Má því rauplaust segja, að Guð-
mundur læknir hafi vprið sannur Is-
landsvinur, enda var hann islenzkur
mjög í skapi og háttum, kvistur er
bar þess merki, að hann var sprott-
inn úr jarðvegi þeirrar J)jóðar, sem
vígð hefir verið í langri baráttu við
eld og ís.
Ekki væri dr. Gíslasyni rétt lýst,
ef gleymt væri, að minnast þess, hve
góður heimilisfaðir hann var, og
fór það að vonum um svo þjóðræk-
inn mann og ættrækinn. Hann var
einnig kvæntur myndar- og ágætis-
konu, Esther dóttur séra Hans B.
Thorgrimsens og fyrri konu hans,
er var systir hins mikilhæfa kirkju-
höfðingja Norðmanna í Vestur-
heimi, dr. Hans G. Stub. Lifir frú
Esther mann sinn, ásamt fimm efni-
legum börnum þeirra, seml öll eru
enn á æskuskeiði. Er þeim þungur
harmur kveöinn, sem og systkinum
dr. Gíslasonar, er lifa hann, Odd-
pýju, Þorsteini, og Jóni, sem öll eru
búsett í Brown-héraði í Manitoba.
Sá, sem þetta ritar, getur um það
borið, hver gestrisni og hugarhlýja
ríkti á heimili þeirra Gislasons hjóna
í Grand Forks; enda voru þau bæði
samhent í þvi, að gera þeim, sem að
garði bar, heimsóknina sem allra
ánægjulegasta.
Dauði dr. Gíslasonar kom sem
reiðarslag úr heiðskiru lofti; hann
var enn á bezta skeiði og sýndist
langt til dagseturs æfi hans. Eiga
hinir mörgu vinir hans því erfitt
með að átta sig á þvi, að hann sé
horfinn úr hópnum; en þeim og
skyldmennúm hans má vera það
nokkur huggun, að hann hafði þegar
lokið drjúpu dagsverki. Hann hafði
reynst hinn bezti þegn borgar sinn-
ar og ríkis og dyggur málssvari ætt-
jarðar sinnar. Eiga hér við orð
Jakobs skálds Thorarensen:
‘ Margs er þörf,—en fremstur fengur
friðsæl iðja göfugs manns,
hvar sem starfar dáðadrengur
dregur þjóð um liðsemd hans.”
Vinir dr. Gíslasonar munu verða
lang-minnugir á drenglyndi hans og
trygglyndi, því að hann átti í ríkum
mæli J)á gömlu og góðu íslenzku
dygð, að vera vinur vina sinna. En
á sjálfan mig hefir ])essi hugsun
sótt þráfaldlega síðustu dagana:—
Hver ræðir nú við mig um sameig-
inleg áhugamál, islenzk fræði, menn-
ingu íslands og framtið, á löngum
kvöldvökum ?
Richard Beck.
samvinnubyggingafélag
reykjavikur
I gær var samþ. á bæjarráðsfundi
að taka upp i atvinnubótavinnu götu-
gerð á svonefndu Jóhannstúni, þar
sem að Samvinnubyggingarfélag
Reykjavíkur hefir fengið lóðir undir
hús sín. Er búist við því, að fé-
lagið bjóði bráðlega út til bygging-
ar þrjátíu hús á þessum stað. Er
þá loks komið svo langt þessu nauð-
synjamáli, að byrjað verður á fram-
kvæmdinni, en hún hefir tafist meir
en góðu hófi gegnir.
Nýja Dagbl. 18. des.
Frá Vopnafirði er símað: Hér er
né öndvegistíð og gengur fé sjálf-
ala. Heilsufar manna er gott. Ný-
bygt er í Krossavik steinsteypuhús,
og er það hið vandaðasta. Yfir-
smiður var Jón Grimsson, Norð-
firðingur. — Leikritið Apaköttur-
inn hefir nú verið leikið hér þrisvar.
Nýja Dagbl. 18. des.
REYNDUR STYRKLEIKI
Hin mikla brú stendur stöðug á stólpum,
sem bygðir eru á kletti. Vatnsmagnið, sem
leikur um stólpana sannar aðeins styrkleika
þeirra. Royal bankinn er traustlega bygður
á heilbrigðri æfingu og reynslu. Breyting-
ar áranna hafa fullkomlega sannað styrk-
leika hans.
THE
ROYAL BANK
O F CANAD