Lögberg - 18.01.1934, Síða 6

Lögberg - 18.01.1934, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR, 1934 KAUPIÐ AVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551. Úr gömlum dagbókum Þýðingin eftir séra Sigurð S. Christopherson. Úr dagb. Elsu, Wittenberg, í febrúar, 1618. Kristófer bróðir minn var að koma frá torginu. Hann var við það með fleiri skólamönnum að brenna varnargreinar Jóhanns Tet- zels. Svo stóð á greinum þessum, að Jóhann fór með umboð páfa um mikinn hluta Þýskalands og boðaði mönnum aflausn allra synda unn- inna og óunninna, gegn vissri pen- ingaborgun. Var nálega enginn á- herzla lögð á betrun hugarfarsins, ef peningarnir fengust; reis Mar- teinn Lúter gegn þessari villu. Tet- zel reyndi að hlífa sér i skjóþ páfa, og lét það heita svo, að árásir hans væru í garð páfa, en ekki á sig, og vandaði Lúter lítt kveðjurnar. Skólamenn snerust til fylgis við Lúter, og tóku sig til og brendu varnarskjöl Tetzels á torginu í Wit- tenberg. “Hver getur efast um hvor hliðin sigrar,” sagði Kristófer. “Annars vegar er sannleikur, réttlæti og þekk- ing; hins vegar fáeinir fyrirlitlegir munkar, fullir af ágirnd.” Hann fór að segja frá brennunni og um- mælum manna, sem létu í ljós að nú myndi Tetzel úr sógunni og og aðr- ir syndakvittunar mangarar. En Lúter er ekki jafn viss um sigurinn. Sumir af vinum hans hafa sagt skilið við hann, vegna mót- spyrnu hans gegn aflátssölunni. En Lúter heldur, að ef páfi fær að vita um aðferð Tetzels, að þá muni hann vera nógu einlægur til þesg að aft- urkalla fyrirskipanir sínar fyrir af- látssölunni. Vandaðir menn sjálfir, álíta og aðra vandaða þar þeir standa þá að óvöndun. Það er mikil f jár- þörf í páfagarði, en aflátssalan er arðsöm. Friðrik skrifar í Mainze klaustri i nóvember 1517 Það eru sjö ár síðan að eg hefi skrifað nokkuð í dagbókina mina. Nú er eg aðnjótandi þagnar og ró- semi klaustursins, og opna þvi dag- bókina. Skriftin á fyrstu blaðsíð- unum er farin aS upplitast af elli. Það er samt eins og einhver þægileg tilfinning grípi hugann, þegar litið er yfir línurnar, ekki ósvipað því, þegar maður verður snortinn af blíð- angan vorsins. Minningar æskuár- anna birtast í sínum óviðjafnanlega einfaldleik; með sínum æskudraum- um, blíðu vonum og léttlyndi. Æsku- tíðin blasir við manni eins og frið- sælir dalir, klæddir grænum, angandi skógum og fagurgrænum völlum. Æskuárin líkjast veg, sem liggur um þennan fagra dal. Þau leiða mig í háskólann í Erfurt. Fanst mér eg þá vera staddur á hæð nokkurri, þaðan, sem eg fékk litið yfir veröld- ina, og sá styrjarvöll ótal sigurvinn- inga; ótal æfintýri og þekkingar; ótal tækifæri til að vinna gott og göfugt æfistarf. Næsti áfanginn er það, þegar hið lítilfjörlega heimili mitt' við Eisenach varð mér dýrmætara en heimurinn allur. Veröldin virtist vaxa á allan hátt og verða að helgi- reit. Þetta voru áhrif, sem streymdu eins og skært ljós frá helgu og hreinu brjósti óspiltrar ungmeyjar. Aldrei síðan hefir mér litist neitt eins yfirnáttúrlegt og fagurt. En vegir okkar skildust. Mörg ár liðu svo að eg forðaðist að hugsa til Elsu. Eftir suðurgöngu mina til Róma- borgar, vogaSist eg stundum til þess að láta hugann hvíla við minningu hennar. Daglega lofa eg Guð fyrir það, að eg mun ætíð fá geymt þenn- an helgidóm hjartans. Eg hefi lifað öll þessi ár, falinn af blekkingum þess sýnilega. Múnk- ur, svo lítilmótlegur, að nálega eng- inn hefir talið mig viðlits verðan. Eg hefi eytt mörgum stundum i það að hlusta á synda játningar, og ver- ið margar stundir í helgidóminum áður en kvöldmáltíSin var frambor- in, var þá iðulega þar á eftir veizla innan klausturveggja. Aftur og aftur hefi eg eytt mörgum mánuð- um í Rómaborg, sem er talin hjarta- punktur kristinnar kirkju. Þar er aflátssölunni hrundið af stað. Arð- inum er varið til þess að reisa kirkju hins heilaga Péturs postula, eða til þess að standa í helgistríði við Tyrki. En Guð veri lofaður. Loksins er mótrödd hafin gegn þessari hræði- leegu himinhrópandi lýgi. ÞaS er hin falslausa rödd Marteins Lúters._ Rödd hans kveður nú við um alt landið, og gerir mikið rót á orð og hugsanir manna. Sumir halda taum Lúters, en aðrir telja hann villu- trúarmann. Eg var nætursakir að prestsheim- ili nokkru, fyrir stuttu. Kona stóð þar fyrir beina. Hún var fremur ungleg á svip, en sýnilega svekt. Hún var hæg og prúðmannleg í framgöngu. Eg fór að minnast á Martein Lúter. En húsráðandi gaf mér bendingu um að hreyfa ekki við þvi máli, og sneri hann talinu að öðru. Konan gekk út og gat hann þess, aS liann hefði fengið konunni peninga fyrir fáum dögum, til þess að kaupa af Tetzel skjal f\TÍr syndaaflausn. Hún var óvanalega glöð, þegar hún kom aftur. Eg gat ekki fengið mig til að svifta hana þessari ánægju, hvort heldur sem hún er bygð á réttu eða röngu. Seinna, þegar eg var einsamall, kom konan inn til mín og mælti með föstu augnaráði: “Þú varst að segja á þá leið, að sumir væru vantrúaðir á þessa aflátssölu. Efast þú líka um gildi hennar?” Eg hikaði viS að svara. Eg vildi ekki gera mig sekan í ósannsögli; og það í návist við hin rannsakandi augu konunnar, sem horfðu inn í sál mína. Hún mælti: “Þú trúir þvi ekki að skjal þetta geti orðið mér til liðsinnis á neinn hátt. Eg trúi því ekki heldur.” Hún gekk hægt upp að arninum með skjalið í hend- inni; reif það í smátætlur og henti þvi á eldinn. “í öllum bænum, segðu ekki prest- inum frá að eg hafi brent þetta skjal, því hann heldur að þaS gefi mér hugarrósemi og fullvissu um fyrir- gefningu. En það er öðru nær. Það huggar mig alls ekki neitt. Else ritar, Wittenberg, 10. desember, 1520. Marteinn Lúter steig stórt og þýð- ingarmikið spor í dag. Hann safn aði saman ýmsum lagaákvæðum páfa og gömlum máldögum, sem eiga að staðfesta hirðréttindi Róma- borgar. Nú eru máldagar þessir dæmdir falsbréf ein. Líka tók Lúter bannfæringarbréf páfa, stílað gegn honum sjálfum. Brendi hann öll þessi skjöl á opinberum stað. Menn komust að grun um hvers væri að vænta, og risu árla úr rekkju og söfnuðust með eftirvænt- ingu á þann stað, sem brennan átti að fara fram. Þar voru skræður páfa og skilríki brent til ösku. Síð- ast af öllu lagði Lúter bannfæring- arbréf páfa á eldinn og mælti: “Þú hefir bakað þrenging guðs útvöld- um, þess vegna skalt þú- brenna í eilífum eldi.” Alger þöfn ríkti yfir mannþrönginni meðan skjölin voru að brenna. Sneru menn síðan til heimkynna sinna alvarlegir og á- nægðir. Tekla skrifar, Wittenberg, 2. apríl, 1521. Dr. Lúter er farinn úr bænum. Okkur finst við öll vera munaðar- laus, eftir burtför hans. Helztu borgarar bæjarins, kennarar og skólapiltar söfnuðust saman fyrir framan dyr klausturs Ágústínusar, til þess að kveðja Lúter. Um leið og hann steig upp í kerruna mælti hann til Melanktons: “Ef eg kem ekki aftur, og óvinir mínir svifta mig lífi; gættu þess kærasti bróðir, að láta ekki af að kenna og standa óbifanlegur til varnar sannleikanum. Vinn þá það sem mér bar að vinna. Verði þér hlíft, gerir minst til hvern- ig fer um mig.” Svó var lagt upp. Lúter brosti til okkar um leið og hann fór fram hjá heimili okkar. Svipurinn var alvarlegur og festu- legur. Amma gamla sá líka þegar Lúter fór fram hjá, og mælti eftir að hann var horfinn fyrir hornið.” “Já, svona báru þeir svip, sem voru leiddir að höggstokknum í mínu ung- dæmi.” Þegar eg heyrði þetta, fyltust augu min tárum og leitaði eg til her- bergja minna. Og Dr. Lúter farinn—farinn til Worms, sem er aðseturstaður óvina hans — farinn, ef til vill, eins og amma segir, til'aö líða píslarvættis- dauða af höndum óvina hans. Hver verður þá til þess að halda hlífi- skildi yfir hinni dýrlegu opinberun, um kærleiksrikan og fyrirgefandi Guð ? Melankton getur unnið þetta að nokkru leyti, en hann er ekki megnugur að koma í staðinn fyrir Martein Lúter. Hver vill á jafns við Lúter koma okkur í skilning um það, að trúin er ekki aðeins kenn- ingakerfi, heldur líf í Guði. 15. apríl, 1521 Kristófer bróðir minn er rétt kom- inn frá Erfurt. Hann sá til ferða Lúters á leiðinni til Worms-borgar. Var engu líkara en þar væri kon- ungssonur á ferð, sem væri að leggja út í styrjöld. Bændur og búalið skipaði sér við veginn; menn báðu Lúter að hætta sér ekki í hendur óvinanna. Prestur einn gamall kom með mynd af Savonarola, presti þeim, jem páfi lét brenna á báli í Florence á ítalíu, fyrir rúmum fjörutíu árum. Sýndi hann Lúter myndina. Ekkja gömul sagði honum, að foreldrar sínir hefðu sagt sér að Guð myndi vekja upp mann, sem myndi frelsa þjóðina þýzku undan ánauðaroki Rómaborg- ar. Þakkaði hún Guði fyrir það, að hafa fengið að líta augum þann mann. I Erfurt fór stór hópur manna á móts við Lúter og fylgdu honum inn til bæjarins. Strætin voru alskipuð fólki, sem fagnaði honum sem frels- ara sínum undan valdi lyga-kenn- ingar og andlegrar harðstjórnar. Margir löttu Lúter að fara til Wormsborgar. Mintu hann á af- drif Jóhannesar Húss, sem var þar brendur fyrir nálega hundrað árum, VEITIR HREYSTI OG HUGREKKl ÞEIM SJÚKU Fólk. sem vegna aldurs, eða annara orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða heilsu við að nota NUGA-TONE. NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið fólk. Meðalið eykur vinnuþrekið til muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða, þá reynið NUGA-TONE. lnnan fárra daga munið þór finna til bata. NUGA TONE fæst í lyfjabflðum. Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við NUGA-TONE. þótt honum væri heitið griðum. Á nokkrum stöðum voru fest upp bannfæringarskjöl páfa gegn Lúter. Þegar hann leit skjal þetta, mælti hann: “Jafnvel þótt eg verði sviftur lífi, er sannleikurinn samt alls ekki eyðilagður.” Þegar dr. Lúter talar, finnur mað- ur til þess, að hann er að tala um lifandi verur, en ekki um dauða hluti. Við finnum til þess, að satan er hinn hræðilegi óvinur; Guð sá, sem elskar okkur; frelsarinn dáinn fyrir syndir okkar. Hann leiðir okkur í anda fram fyrir Guð. Sem nálgast okkur í mjög nánu sambandi og sem þráir það heitt að við getum orðið hans hjálpar aðnjótandi. —Framh. SAGA MALARANS hið alkunna kvæði eftir Zakarías Nielsen, er nú komið út á íslenzku í þýðingu Guðm. heitins Guðmunds- sonar, skálds, prýtt ljómandi falleg- um myndum eftir Knud Larsen. j Ólafur P. Stefánsson gefur kvæðið | út og hefir vandað til eftir föngum. , Myndir eru framan við kvæðið, bæði af þýðanda og höfundi, Sem sýnishorn kvæðisins skal hér birt fyrsta erindið og hið síðasta: Við bjuggum í koti hjá klifi’ út við sjó, í kærleik við ylinn vona. Hann pabbi minn gerði mpnnum skó, hún mamma var þvottakona. Með tárunum alþítt það illa’ úr mér rann, sem ármjöll á vordegi nýjum. Það var ástin hennar, sem á því vann með endurminningum hlýjum. POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR II. PORTER Þau voru öll úti á tennis-leikvellinuru. Sadie hafði setið þar um stundarkorn ein síns liðs; en rétt í þessari andránni kom Jimmy til hennar nokkuð hvatlega. “Hver spilar næst við Pollyönnu!” spurði hann. Sadie hristi höfuðið. “Pollyanna spilar ekki leng- ur tennis í dag.” “Því?” Sadie svaraði ekki undir eins. Bn eftir stutta þögn mælti hún á þessa leið: “Pollyanna lét það í ljós við mig í gær- kveldi, að við eyddum alt of miklum tíma í tennis-spil, og fanst henni "það því fremur óviðeigandi, sem kunnugt var að Mrs. Carew hafði aldrei lært þann leik.’’ “Eg veit það,’’ sagði Jimmy, en . . . . , lengra komst hann ekki. Hann var eins og í hálfgerðum draumi, er Sadie dauflega kom út úr sér eftirgreind- um orðum: “Hann vill ekki að hún hætti við tennis- spil; honum er það öldungis um megn, að hugsa til þess að fólk skifti um venjur sín vegna. Þetta veldur honum sársauka, þó Pollyanna skilji það ekki; þó heldur hún að hún sé eina veran, er skilji hann til hlítar. Jimmy kendi ákafs hjartslátts; hann leit til Sadie rannsakandi alvöruaugum; hann ætlaði að spyrja hana einhvers, en orðin dóu jafm harðan á vörum hans. Loksins náði hann þó aftur jafnvæginu og spurði: “Miss Dean? Svaraðu mér nú alveg hreinskilnislega og krókalaust. Heldurðu að þau Jamie og Polly- anna unni hvort öðru hugástum?’’ “Hvar hefirðu haft augun?’’ spurði Sadie, með nokkrum hita í röddinni. “Hún beinlínis til- biður hann; eða réttara sagt, þá tilbiðja þau hvort annað.” Nú var Jimmy nóg íboðið; hann vék sér til hliðar, og var svo að segja að vörmu spori horfinn úr augsýn. Svo brátt bar þetta að, að hann veitti því enga eftirtekt hve annars hugar Sadie var líka, þar sem hún eins og í leiðslu laui^til moldar og tíndi blóm. Jimmy PendípTon reyndi að telja sér trú um, að það sert/padie hefði sagt honum, eða gefið í skyn; a'æti í raun réttri ekki verið annað en hugarburður; þó fylti huga hans kvíði, sem ekki var unt að losast við. Það var eins og einhverjir dulrænir skuggar flyktust að sál hans úr öllum áttum, og söfn- uðust saman í eitt órjúfanlegt flókaþykni, þar sem vonbjört heiðríkjan hafði áður spegl- að sína óútmálanlegu dýrð. Þessu líkt var viðhorfið ávalt, er hann hitti þau Pollyönnu og Jamie saman. Hann reyndi að skilgreina út í æsar hvern andlitsdrátt þeirra, hverja einustu svipbrevtingu, 0g drakk í sig hitann í rödd þeirra; hann sannfærðist smátt 0g smátt með sjálfum sér um það, að þau Pollyanna og Jamie hlyti að unnast hugástum; honum þyngdi fyrir hjarta; honum fanst engu líkara en hjartað í sér væri að verða að blýkúlu, og hann sjálfur að steingervingi. En Jimmy var ávalt í samræmi við sjálfan sig. Staðráðinn í áformum sínum, gekk hann eins og karl- menni burtu, ákveðinn í því að ryðja sér braut, hvað sem það kostaði, þó hann yrði einn síns liðs æfina á enda. Teningunum var kastað; Pollyanna var ekki sköpuð fyrir hann; einhver annar en hann átti að verða ástar hennar 0g umhyggju aðnjótandi. Jimmy var eins og á nálum næstu dagana á eftir; helzt af öllu hefði hann kosið að stíga aldrei fæti framar inn fyrir þröskuld á Har- rington heimilinu; það var samt sem áður engan veginn auðgert, án þess að vekja með því grun, eða ljósta jafnvel leyndarmálinu sjálfu upp. Nærvera hans við Pollyönnu gat úr því sem komið var, ekki orðið annað en bitrasta, andleg þjáning; honum fanst jafn- vel hann ekki geta liðið Sadie Dean lengnir; þó var hún ekki um neitt sek annað en það, ef sekt skyldi kalla, að opna augu hans fyrir sannleikanum í því viðkvæmasta máli, er hann nokkru sinni á æfinni hafði verið aðilji að. Hvert gat hann þá flúið með harma sína. Hvert var þeirrar sönnu samúðar að leita, er létt gæti honum byrðina og endurglætt með honum traust á lífinu—0g sjálfum sér. Grat nokkur önnur manneskja komið í þessu tilliti til mála, en Mrs. Carew? Jimrny var ekki í nokkrum minsta vafa um það, að Mrs. Carew væri góð og göfuglynd kona. Svo mátti heita að á sama stæði hvernig á Mrs. Carew lá, hvort hún var grátin eða glöð; í samveru við hana varð hann ávalt einhvers þess aðnjót- andi er vakti traust 0g göfgaði hugsunarhátt hans. Það var líka nærri því óskiljanlegt, hve glögt skyn hún bar á brúarsmíði, og það einna helzt þær tegundir af brúm, er hann hafði hugsað sér að byggja. Það var jafnvel einu sinni komið svo langt, að hann segði lienni frá leyndarmáli sínu, eða umslaginu, sem ekki mátti opna nema undir vissum kring- umstæðum og með vissum skilyrðum. En rétt í því rakst John Pendleton þangað, eins og venja var til, ef Jimmy ætlaði að opinbera einhverjum leyndarmál sín. Jimmy varð hálf sár í svipinn; alt í einu rann það þó upp fyrir honum hve óumræðilega margt og mikið það var, er hann átti John Pendleton áð þakka, og við það sefuðust geðsmunir lians. Að því er Jimmy bezt vissi til, átti umslagið, eða leyndardómur sá, er það fól, sögu sína að rekja til bernskuára hans; aldrei hafði verið á það minst, utan einu sinni frá þeim tíma, er John Pendleton tók hann í fóstur, og þá aðeins lítillega. Umslagið var í rauninni ekki ýkja mikið frábrugðið öðrum umslögum; það var í stærra lagi og lakkað vandlega með stóru innsigli; hann fékk það frá föður sínum, og utan á það var skrifað á þessa leið: “Til .Jimmy sonar míns. Eigi skal umslag þetta opna fyr en á þrítugasta afmælisdegi sonar míns, að því tilskildu, að beri dauða hans fyr að, skal það þá umsvifalaust opnað verða.” Oft og einatt hafði Jimmy lagt heilann í bleyti yfir ])ví, hvað umslag þetta hefði að geyma; stundym gleymdi hann því þó alveg laiigtímum saman. Á bernskudögum hans á munaðarleysingjahælinu, hafði hann iðulega borið fyrir því nokkurn kvíðboga, að það kynni að glatast; var það þá venjuloga falið í fóðrinu á treyju hans. Nokkur seinustu ár- in hafði það, samkvæmt uppástungu frá Jolin Pendleton, verið geymt í öryggisskáp. “Eng- inn getur gert sér í hugarlund, hver verðmæti umslag þetta hefir að geyma,” sagði John Pendleton þráfaldlega við Jimmy; “að minsta kosti er víst um það, að föður þínum var ant um að það glataðist ekki.” “Eg vildi heldur ekki tapa af því fyrir nokkurn skap- aðan hlut, ” var Jimmy vanur að segja, er umslagið, ásamt leyndardómi þess, kom til umtals. “Eg geri nú samt ekki ráð fyrir,” sagði Jimmy, að í umslaginu sé falin mikil verðmæti; faðir minn var ekki ríkur af þessa heims gæðum. ” Vel gat verið að það hefði verið fyrir beztu, að mér lánaðist ekki að skýra Mrs. Carew frá umslaginu, eins og á- statt var; hún gæti auðveldlega hafa fengið einhverjar grillur í liöfuðið út af því, að ef til vill hefði ekki alt verið með feldu um líf- erni föður míns, og þá hefði eg sízt af öllu viljað særa hana með því.” Um þetta var Jimmy að hugsa á leiðinni heim; þessar hugs- anir skipuðu fyrirúm fyrir öllu öðru. XXV. Skömmu fyrir miðjan september, hafði Carew fólkið 0g Sadie Dean, horfið aftur til Boston. Þó Pollyanna væri sjálfri sér þess ljóslega meðvitandi, að liún hlyti tilfinnan- lega að sakna þeirra, þá fanst henni þó á hinn bóginn sem létt væri af sér þungu fargi; ó- sjálfrátt fann hún til þess, að í raun og veru ætti hún ekki að hugsa svona, en samt sem áður fékk hún ekki að því gert. “Að sjálf- sögðu þykir mér undurvænt um þessa horfnu gesti, ” sagði hún við sjálfa sig. Eg kenni ávalt á öllum tímum í brjósti um Jamie. Samt finn eg til þess, hve nær mér stendur að njóta sjálfrar mín í kyrlátri samveru við Jimmy. Það var engu að síður alt annað en kyr- lát samvera við Jimmy, er framtíð Pollyönnu bar í skauti sínu að minsta kosti fyrst um sinn. Það bar örsjaldan til að Jimmy kæmi inn fyrir þröskuld á Harrington heimilinu; og þá sjaldan það var, virtist hann eirðar- lítill 0g fámáll. Áður en langt um leið, var hann lagður af stað til Boston; eftir það gat Pollyanna litla sem enga von gert sér um sam- fundi við hann. Hún saknaði hans mjög; jafnvel mikið meira en hún vildi viðurkenna; henni skildist það nú betur en nokkru sinni fyr, hvern fögnuð það hafði vakið í sál henn- ar áður, að vita af honum í bænum, jafnvel þó hann ekki einu sinni liti inn. Hún átti í bitru stríði við sjálfa sig; alt í einu herti hún þó upp hugann, og sagði: ‘ ‘ Ekki nema það þó, Pollyanna Whittier. Fólk mætti ætla, að þú værir hvorki meira né minna en foálskotin í Jimmy. Því ætti hann að vera aðalumhugs- unarefni þitt. Því ekki að stryka hann fyr- ir fult og alt út úr bók endurminninganna ? ”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.