Lögberg - 18.01.1934, Side 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. JANÚAR, 1934
7
A jólum hjá Jóni
Sigurðsynni
Frásögn Indriða Einarssonar
Einnaf þeim, sem setið hafa við
veizluglaðning á heimili Jóns Sig-
urðssonar forseta, er Indriði Einars-
son rithöfundur. Hann hefir sagt
blaðinu, til birtingar í Jóla-Lesbók,
frá endurminningum sínum um
heimilishagi Jóns Sigurðssonar, frá
jólaveizlum og sunnudagaglaðningi
en Indriði var boðsgestur Jóns for-
seta á fernum jólum.
Að koma heim til Indriða Einars-
sonar, í litla húsið hans niöri í bæn-
um, sem ekki er við neina götu, en
stendur í miðri húsaþyrpingunni,
sunnan Kirkjustrætis, er sem að
koma að tjaldabaki, J>ar sem enginn
sér mann, en maður er þó í návist
við leiksvið Reykjavíkurlífsins.
I samanburði við háu húsin, alt
umhverfis, er sem þetta litla hús
hafi falið sig þarna, ósnortið af öliu
umhverfinu—þáttur úr liðnum ár-
um.
En húsráðandinn, Indriði, er alt
í senn, fortíð, nútíð og framtíð,
geymir minningaf jöld síðustu 60—
70 ára, er þátttakandi í því sem ger-
ist og með hugann í framtiðinni.
Islenzka hirðin
-—Það var eins og að vera boðinn
til hirðarinnar, að vera boðinn til
Forsetans, sagði [ndriði, er þetta
bar á góma.
—Eg var þar aldrei á aðfanga-
dagskvöld, eða jóladagana. Þá daga
hafði Forseti ekki boð, nema þá fyr-
ir nánasta skyldfólk. En svo hélt
hann fjölmennari jólaboð, ýmist á
Gamlárskvöld t. d. eða á Þrettánd-
anum. Eg var boðinn þangað á
fernum jólum. 6. janúar var eg þar
1874.
—Hvaða gestum munið þér ef tir ?
■—Það voru fyrst og fremst Sig-
urðarnir tveir, Sigurður Jónsson,
uPPeldissonur þeirra hjóna, síðar
sýslumaður í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu, og Sigurður Lár-
entius Jónasson, er var aðstoðarmað-
ur Forseta við ýms störf. Hann var
skrifari í utanríkisráðuneytinu, og
S1®ar skjalavörður þar. Þeir unnu
saman vissar stundir, einkum á mið-
vikudögum, Forseti og Sigurður, við
afgreiðslu á Bókmentafélagsbókum
og bréfum, o. fl.
Þá var einn sjálfsagður gestur,
Ásgeir Ásgeirsson, eldri, kaupmað-
Ur á Isafirði. Hann var aðalum-
boðsmaður Jóns við þingkosningar,
því ekki fór Jón vestur til að tala
vlS hjósendur. Hjálmar Johnsen,
haupm. í Flatey, frú Magdalena
Lichtenberg, síðar frú Helgasen,
systir Geirs Zoega kaupmanns,
gæsileg kona á yngri árum, átti
ichtenberg kaptein fyrir mann,
s,ghli rneð honurn um öll höf, og
Vorubörn þeirra f jögur með í ferða-
volkinu. Sagði hún svo frá, að
urft hefði hún að útbúa þau oftar
e? einu sinni, til að fleygja þeim
ni Ur í björgunarbátana, ef yfirgefa
J shipið. Fröken Sigríður
e gason, matráðskona (Oldfrue) á
ru 1 iksspítala, dóttir Helga Helga-
sonar prentara á Akureyri, Markús
næ jörnsson> kaupmaður í Patreks-
>, Þorlákur Johnson kaupmaður,
fr„ ann var í Höfn. Hann var ná-
' Z!C * ru Ingibjargar, konu Jóns,
ytra Hunnarsson, er hann var
, , , . yngri mönnum man eg
Cftlr }’eim Birni Jónssyni rit
h-ívf^ i°g Kr,StÍáni Jónssyni, síðar
hayfirdomara, en þeir voru miklir
áGaXdnumlrÞJrmf0rSet!0gJfÓn
Guhna GuðniundssynUfrá Mýrum^
leifi Tækni 1 Bor?undarhólmi. Þor-
stað T^u’ Síðar presti á Skitma-
hÍá 'írú "ingib-ö^1 íH°kkra Ónáð
>ar af yneri m - Hverjir vortt
g geð^ótta husfreyjunnar.
Harðfiskboð
Heimboð hennar voru venjulega
°r8.U.ð a Þessa Jeið, er hún mætti ís-
lendmgum á förnum vegi:
— Ethð þið ekki að koma bráð-
um og fá harðan fisk ? Var þetta
boð til kvöldverðar að sunnudegi,
þar sem var harðfiskur á borðum,
góður harðfiskur. Sá Ásgeir Ás-
geirsson kaupmaður um, að af hon-
um væri nægur vetrarforði. — Með'
harðfiskinum var ætíð drukkið ein-
irberja brennivín, og fekk hver 2—3
snapsa.
—Var margt gesta undir borðum
í einu hjá Forseta?
—Eg man ekki betur, en í stof-
unni gætu borðað sextán manns, er
þeir voru flestir.
En rétt er í því sambandi að lýsa
herbergjaskipun.
* Jón Sigurðsson var til húsa, sem
kunnugt er í Östervoldgade 8, 2.
hæð. Stendur hús það enn óhagg-
að, frá því á hans dögum.
Hcrbergjaskipun hjá forseta
Iderbergi það, sem snýr út að
gatnamótum, var aðalskrifstofa eða
vinnustofa Forsetans. En þrjár
voru stoíur í íbúð hans, er lágu út
að aðalgötu, og hið fjórða herbergi,
er Sigurður Jónsson hafði til íbúðar.
Fyrsta stofan, sem komið var inn
í frá fordyri, og fjarst er hornher-
berginu, er þeirra stærst. Var sú
stofa bókastofa Foseta, en jafnframt
borðstofa, þegar gestkvæmt var til
borðhalds. Allir voru veggir þar
þaktir bókaskápum frá gólfi til lofts.
Þar var skrifborð Forseta, eða
skrifpúlt. En við það sá eg hann
aldrei vinna. Á því var gibsafsteypa
af höggmynd Bergslien, af Jóni.
Hversdagslega var slæða yfir mynd-
inni, til þess að eigi félli á hana ryk.
En á sunnudögum, og við hátíðleg
tækifæri, þegar margir voru til
borðs, varð að bera skrifpúltið og
myndina, út úr stofunni, svo hún
rúmaði gestaborðið, og olnbogarúm
væri þar til framreiðslu.
Stofan næst inn af þessari, var
víst einskonar stásstofa. En þar
staðnæmdust gestir ekki; því man
eg eigi eftir hver þar var húsbúnað-
ur. Gengið var jafnan rakleitt inn
í insta herbergið, hornherbergið,
skrifstofu Jóns.
Þar hafði hann skrifborð sitt
undir glugga gegnt dyrum. En á
vinstri liönd, er inn var komið, var
setbekkur við vegg, og sporöskjulag-
að borð fyrir framan. Þarna settust
gestir. Þarna var rabbað, spilað og
drukkið.
“Poppedreng”
Til hægri handar við innganginn
gegnt borði þessu, var fuglabúr all-
stórt, og hékk uppi í loftkrók. Þar
var páfagaukur, er nefndur var
“Poppedreng”, og var mikils virtur
á heimilinu. Er hann örfaðist af
skrafi manna og gerðist of íhlutun-
arsamur um stjórnmál, var dúkur
breiddur yfir búr hans, og féll þá á
hann værð. Dúkurinn átti líka að
hlífa “Poppedreng” við reyk. En
mikið var reykt þarna. Reykti For-
seti jafnan sérstaka tegund vindla,
langa og granna, og reyktí ákaft,
en tugði jafnan nokkuð vindilinn,
svo gárungar ýktu, og sögðu, að
hann og eldurinn mættust í miðjum
vindli.
Síðustu árin varð Forseti að neita
sér um reykingar eftir kl. 8 að
kvöldi, samkvæmt læknisráði.
Jólaveizlur.
Jólaboðin voru að því leyti með
öðrum hætti en hin venjulegu sunnu-
dagaboð, að þá voru matföng og vín
framreidd með evrópísku sniði, en
eigi hinn íslenzki matur, t. d. dönsk
jólagæs, sherry, rauðvín og portvín
með mat.
Kl. 7 komu gestirnir. Þegar þeir
fyrst komu, sat Forseti jafnan við
vinnuborð sitt í hornherberginu.
Glaður og reifur fagnaði hann gest-
um. Húsfreyja kont brátt í sömu
erindum. Fjörugar samræður hóf-
ust þegar, fyrst og fremst um síð-
ustu fréttir heiman frá fslandi.
Aldrei bar á þvi, að Forseti væri
ráðríkur um málfrið fyrir sjálfan
sig í slíkum umræðum, eða kenn-
andi og prédikandi, þó hann vildi
fræða okkur ungu mennina. Hann
var þátttakandi í samræðum, sívak-
andl °g greip inn í, til þess að
sveigja talið í þá átt sem honum bezt
líkaði, og leiðbeindi skorinort og
skýrt, þar sem honum þótti við
þurfa.
I húsbóndasæti við gestaborð var
hann fyrst og fremst “kavalér.”
Hafði hann sem borðdömu þá konu,
sem virðulegust var, að dómi hús-
freyju. Man eg frú Lichtenberg í
því sæti, og fleiri. — Húsfreyja réði
mannaskipun við borðið.
Oft man eg, að undir borðum var :
rætt um stjórnmál Dana og þá eink- ;
um um viðureign Hægri- og Vinstri- !
manna. Lagði Forseti stund á, að !
beina huga íslendinga til þess flokks-
ins er vinveittari var tslendingum.
Ekki þótti mér Forseti að öllu
leyti “radikal” á þeim árum. Hann
var t. d. ekki meðmæltur kvenrétt-
indum. Eg hafði lesið nýlega kven-
réttindarit Stuart Mill, og var gagn-
tekinn af. Ræddi eg eitt sinn um
þau við hann. En hann vildi ekki
heyra kvenréttindi nefnd.
Þá kom Ingibjörg húsfreyja til
sögunnar. Hún var á minni skoð-
un, og djarfmælt.
Þá sagði Forseti: “Nú hafið þér
fengið konuna mína með yður, og þá
er ómögulegt að “diskutera” við
yður.”
Spilaður “Goði”
Eftir borðhaldið var farið í horn-
herbergið aftur. Þar var sest við
sporöskjuborðið og spilaður “Goði.”
Það þótti íslenzkast spil í þá daga.
I “Goða” var notað kotruspil,
teningur og töflur, en kotruborðið
notað til að kasta teningnum á.
Kotrutöflur eru 16 hvítar og 16
svartar, og fengu þátttakendur í
upphafi eina hvíta og eina svarta
töflu hver, svo lengi sem þær
hrukku. Svört tafla gilti 2, en hvít
tafla 1.
Byrjaði leikurinn með því, að
varpað var teningi um það hver ætti
að vera goði. Var það gert með
því að kasta einum tening 6 sinn-
um í röð. Kæmi .upp f jórir (í ein-
hverju af 6 köstunum), var sá, sem
kastaði, genginn úr leik, að verða
goði, en kastaði hann 6 sinnum án
þess að fá 4 upp, var hann goði.
Þessi formáli var sagður áður en
maður kastaði tening, til þess að
freista þess að verða goði:
Heima ræð eg goða minn,
bæði vel og lengi,
súrt smér og rengi,
að þú sitjir hjá inér lengi,
í góðu gengi;
og nú kasta eg fyrir þig,
og var hver hending sögð um leið
og kastað var.
Sá, sem varð goði, heimtaði goða-
gjald, einn (þ. e. eina hvíta töflu)
af öllum þáttakendum.
Síðan kastaði hann teningi “upp
á þann næsta,” þ. e. sessunaut sinn
til hægri handar við sig. Ef hann
fékk 6, var borgunin 2, frá þeim,
sem kastað var uppá, ef hann fékk
einn upp, vann hinn einn, en annars
ekkert.
En þegar goði fékk 4 upp á ten-
ingnum, var hann oltinn úr goða-
tign, og varð þá að kasta um það að
nýju, hver væri goði.
Þegar að því kom, að einhver ekki
gat greitt, það sem honum bar, þá
fór hann á sveitina, hjá þeim sem
hann átti að greiða. Þótti það miklu
varða, hjá hverjum maður komst á
sveitina. Einkum lét húsfreyja sér
það miklu skifta og gerði sér manna-
mun í leiknum. Þeir, sem á sveit-
inni voru, tóku jafnt þátt í tenings-
kasti sem hinir. En þeir köstuðu
teningnum á ábyrgð sveitarhöfð-
ingja sins, og gat að leik þeirra orðið
bæði gróði og tap fyrir goða þeirra.
En leikurinn hélt áfram, uns einn
var orðinn goðinn og allir hinir á
sveitinni.
V T oddý.
Að enduðum goðaleik, var gestum
borið _ toddý. Var það koniaks-
toddy, blandað er inn kom, og veikt,
svo enginn gat orðið ölvaður af.
Voru nú teknar upp viðræður að
nýju, skrafað og skeggrætt fram til
miðnættis. — En lengur sátu gestir
ekki á heimili Forseta í þá daga,
húsráðendur það aldurhnignir, að
eigi þótti rétt að valda þeim nætur-
vökum.
Aldrei sá eg vín á Jóni Sigurðs-
syni. En sú saga gekk í Höfn, að
eitt sinn hefði það komið fyrir, að
á honum hefði sézt vín, og þóttu
þau tíðindi, að sagan geymdist í
minni manna. Var það í veizlu
einni, er honum var haldin í “Skyde-
banen,” er hann kom heim af þingi.
En þar var honum ætíð haldin
veizla, er hann kom að heiman, og
ekkert til sparað, því þátttakan kost-
aði 10 krónur, en var mikið í þann
tíma.
Þá hélt Jón ætíð pólitíska ræðu,
um leið og hann sagði þingfréttir.
Skýrði hann þar málefni þau, frá
sínu sjónarmiði, er á dagskrá voru.
Það kom fyrir, þegar við Ásgeir
Ásgeirsson urðum samferða frá
Forseta, að hann bauð inn til Gia-
nelli, veitingahúss á Kongsins Nýja
torgi. Það kölluðu landar “hjá
Njáli.” Vildi Ásgeir ábætir á
koníaks-toddý forseta.
Norðmenn
Sjaldan fór Jón Sigurðsson í
kvöldborð, og var sjaldan heiman
að kvöldi dags, nema þegar hann
fór í leikhús og á skemtanir. Eink-
um fór hann þangað sem voru
norskir listamenn; var þangað boð-
inn, því Norðmenn gerðu mikið til
þess í þá.daga, að ná vinfengi For-
seta, eins og t. d. þegar þeir skírðu
gufuskipið í höfuð honum.—Alda-
vinur Jóns var Ole Bull. Og fleiri
norskir listamenn voru í kunnings-
skap við Jón, svo sem Bergslien
myndhöggvari. En Bergslien var
í Höfn einn vetur, er steypt var þar
riddaralíkneski hans af Karli Jó-
hann, og kom þá á heimili Forseta
ásamt löndum sínum. Og upp úr
því gerði hann myndina af Jóni.
Jörundartnál.
Eitt sinn á heimili Forseta hóf eg
viðræður um Jörund Hundadaga-
konung. Hafði eg kynt mér það
mál, er eg var í skóla, lesið það sem
til náðist, og auk þess fengið um
það leiðbeiningar Jens rektors. —
En hann hafði m. a. heyrt umsögn
ekkju ísleifs í Brekku, en hún var
mjög f jandsanileg Magnúsi Ste-
phensen.
Þóttist eg mikið hafa um þessi
mál að segja, falaði djarft, og hall-
mælti Magnúsi. Jón lét mig segja
alt, er mér bjó í brjósti, án þess að
grípa fram í.
En síðan segir hann:
Tá, þetta hafið þér nú eftir Esp-
hóíín og sögusögnunum — eins og
þær ganga á íslandi.
Og hann hélt áfram:
En það var full ástæða fyrir
Magnús Stephensen að álíta, að
Englendingar stæði á bak við Jör-
und. Hann kom til landsins á vopn-
uðu bresku skipi. Hann bauð þjóð-
inni stjórnarskrá, er átti að gera
landið að sjálfstæðu ríki, undir
breskri vernd. Hefði Magnús
stuðlað að því, að þetta yrði gert,
þá vann hann patriotiskt verk. Hann
var sjálfkjörinn til þess að verða j
landstjóri á íslandi, því hann stóð
framar öllum samtíðarmönnum sín-
um.
Tveir fylgismenn Jóns.
Venja var það, að sest var að
sumbli á eftir Bókmentafélagsfund-
um.. Voru þá jafnan ræður haldn-
ar um eitt og annað, og talaði Jón
þar fyrst og fremst.
í einum slíkum fagnaði var Jón
Guðmundsson Þ j óðólf s-ritst j óri.
Hélt Forseti ræðu fyrir Jóni Guð-
mundssyni. Man eg það meðal ann.
ars úr ræðunni, að hann sagði, að
tveir landar sínir skildu sig æfin-
lega strax, er hann beitti sér fyrir
einhverri nýjung á sviði stjórnmál-
anna, þeir Jón Guðmundsson og
Hannes Stephensen að Innra-Hólmi.
Ógleymanlegt er mér það, hve
augu hans leiftruðu, er hann flutti
ræðurnar fyrir minni nafna síns.
Duttu mér þá í hug vísuorðin : “Fag-
ureygur konungur við f ólksstjórum
horfði.”
Síðasta skifti,, sem eg kom á heim-
ili Jóns, var skömmu áður en eg fór
heim í sept. 1878.
Þá var hann bilaður á heilsu og
hafði mist minni svo mjög, að hann
stansaði stundum í miðri setningu,
og mundi þá ekki hvað hann ætlaði
að segja.
—Lesb.
Frá Winnipegosis
6. janúar, 1934.
Kvenfélagið “Sólskríkjan” er nafn
á nýbyrjuðum félagsskap i þessum
bæ. Stofnendur þess eru tiu ís-
lenzkar smástúlkur, sá elzta þrettán
i ára. Sú yngsta átta ára.
Áform og ætlunarverk þessa unga
félags, er að styðja kvenfélagið
“Fjallkonuna”, sem hér hefir verið
starfandi í allmörg ár, og er líknar-
félag. Þessar litlu stúlkur kusu sér
forstöðukonu, Mrs. Guðrúnu Oliver.
Er hún vel þeim starfa vaxin, þó
nokkuð vandasamur sé.
Úr sínum eigin hóp kusu þær for-
seta, skrifara og gjaldkera. Árs-
gjald er 10 cent. Stúlkurnar tóku
það upp hjá sér sjálfum að mynda
félag þetta.
Fundir eru haldnir í hverri viku,
eru þeir settir með því að sunginn er
íslenzkur sálmur. Það er annað á-
form félagssystra, að æfa sig í ís-
lenzkunni. Forstöðukonan sér um
að fundir fari fram reglulega. Er
þeim svo slitið með því að lesið er
Faðir vor. Handavinna er unnin á
fundum þessum. Byrjað var á að
frjóna ferhyrnt stykki; skal gera úr
þeim rúmabreiðu, þegar nógu mörg
eru fengin, sem ekki verður langt
að bíða, þvi unnið er af kappi. Oft
verður að rekja upp, því forstöðu-
konan er vandlát; verkið verður að
lita vel út, og er því öllu vel tekið.
Yfir prjónaskapnum eru þessar
Vísur oft sungnar:
Sólskríkjurnar,
sólskríkjurnar
sönginn hefji fljótt,
allar einum rómi,
alt svo loftið hljómi.
Þetta lagið,
þetta lagið,
það er ekki ljótt.
Hérna prjónum,
Hérna prjónum
Hver sem betur má.
Ein hver aðra styður;
Og ef við fellum niður
upp skal rekja,
upp skal rekja
alla dræsu þá.
Allar prjónum,
allar prjónum
eins og vera ber.
Það má ei vera minna,
mikil er þessi vinna.
Okkar teppi, okkar teppi
allur heimur sér.
Forstöðukonan,
F or stöðukonan
fer að líta á.
Segir: svona íinar
sólskríkjurnar mínar,
þetta er fallegt
þetta er fallegt,
þetta vil eg sjá.
Okkur hinum eldri þykir gaman
að vera á þessum fundum. Ýmis-
legt fleira mætti segja um ungling-
ana hér. En gaman væri fyrir þá
að heyra nú fyrst úr öðrum plássum,
hvað þar væri að gerast meðal ung-
dómsins. Eg held það væri gott, ef
Sólskins-deild Lögbergs tæki þá að-
ferð upp. Þeir ungu fengju alment
meiri áhuga fyrir blaðinu en nú er.
Guð gefi öllum gott og farsælt
nýtt ár.
Guðrún H. Frederickson.
Þegar þér þarfniál
Prentunar
þá íítið inn eða skrifið til
The Golumbia Press Ltd.
sem mun fullnægja
þörfum yðar