Lögberg - 08.02.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.02.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR, 1934 Mrs. Margrét Jónsdóttir Isfjörð Fædcl 14. marz, 1876—Látin 11. jan. 1934. “Un þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má; en ilur liorfinn ihnir fyrst urtabygðin hvers hefir mist.” (B. Th.) Hinn birti ljár dauðans er ávalt að verki. Meðal þeirra er faílið hafa úr hópi vor Islendinga, fyrir atlögu hans, nú þegar á þessu nýbyrjaða ári, má nefna Margréti heitina Isfjörð, sem hér skal að nokkru getið. Hún var fædd á Finnastöðum í Grundarsókn í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hennar Jón Sig- urðsson og Rósa Mikkaelsdóttir til heimilis á Skjaldarstöðum í Öxnadal, í Eyjaf jarðarsýslu. Með móður sinni ólst hún upp á íslandi, til 13 ára aldurs, en þær fluttu til Vesturheims árið 1888. Bftir að hingað kom og til þess tima að hún giftist, var Margrét mestmegnis með og á vegum móðursystur sinnar Mar- grétar Mikkaelsdóttur, er búsett var’i Winnipeg, og sem síðustu æfiár átti dvöl hjá ísfjörðs-hjónunum, og sem andaðist á heim- ili þeirra, árið 1927, að mig bezt minnir. — Eina systur átti Margrét heitin, Jónínu Sigurrósu Arason; er hún búsett á Gimli, Man.— Margrét giftist 2. marz, 1904, Þórði ísfjörð, ættuðum úr ísafjarðarsýslu, af góðum ættum kominn, þar vestra. Þau byrjuðu búskap og bjuggu jafnan í Fjóni í Minerva-bygðinni, vestanvert við Gimli, Man. Börn þeirra 6, eru á lífi: Norman Laurence, kvæntur Katie Stywka, búsettur í Minerva; Gavrose Margrét, gift Ronald Jones, Gimli* Man.; Gróa, gift Sæberg Kristjánssyni, Gimli, Man.; Sigrún Björg og Thelma Árný, ógiftar: Fanny Sigurrós, gift Ólafi Sigurjóni ísfeld, Gimli, Man.— Margrét heitin var fríð kona að ásýndum og fíngerð að eðlisfari. Heilsan var aldrei verulega sterk, og lifsbaráttan því þeim hjónum erfiðari en ella myndi. Kjör landnemanna—ís- lenzku bændanna, fyr og síðar, eru erfið og oft lætur nærri að þau séu ofurefli, einkum ef að heislubrestur og veikindi hindra framgönguna, eins og oft átti sér stað í reynslu ísfjörðs-hjón- anna á Fjóni. Störfuðu þau hjón ágætlega saman, sem einn maður, og þolinmæði og góðvilji einkendi afstöðu þeirra gagn- vart hvoru öðru i nærri 30 ára samfylgd þeirra á lífsins leið. Hin látna lét sér af frenlsta megni ant um börnin sin, og var þeim góð móðir. Einnig tók hún litlu barnabörnin sín sér að hjarta, og fórnaði veikum kröftum sínum í þarfir þeirra og þarfir heimilis síns, rrleðan æfidagurinn entist. Mun hún og þreytt til hvildar gengið hafa, þótt enn væri hún á ágætum aldri, er andlát hennar bar að höndum. Ýmsan þátt tóku þau hjón í félagsrftálum Mínerva-bygðarinnar, en einnig i félagsmálum Gimli-bæjar. Hin látna, ásamt eiginrrtanni og börnum, var tilheyrandi lúterska söfnuðinum á Gimli, störfuðu þau í þeim félagsskap af ljúfum hug og frerrtsta megm. Geymir sá er linur þessar ritar, hugþekkar minningar um samvinnu með þeim hjónum, á starfsárunum þar. Góðvilji einkendi þau jafnan. Jarðarförin fór fram þann 15. jan. Séra Jóhann Bjarna- son, sóknarprestur á Gimli, stjórnaði kveðjuathöfninni og talaði bæði á heimilinu og í lútersku kirkjunni. Sá er þetta ritar mælti einnig kveðjuorð. Þrátt fyrir grimdarfrost og hörkuveður, var magt fólk viðstatt á heimilinu og fjölmenni í Gimli kirkju; þögul samúð og þátttaka í sorg þeirra, er mist höfðu ástvin sinn, samfara þakklæti fyrir sam- fylgd liðins tíma.— Við sviplegt fráfall Margrétar heitinnar er söknuður meðal ástvina hennar, er tímans mjúka hönd og endurfundavissan ein fær bætt. Guð gleðji og styrki þá alla, er syrgja og bera harm i hjarta, og láti hrygð þeirra hverfa íyrir gleði þeirri, er guðstraustið eitt fær veitt. — Enda eg svo þessi kveðjuorð með ljóðbroti eftir Kristján Jónsson skáld: “Þeir eru sælir, er sýta og gráta, því sælunnar faðir ei breytir sér einn. Sælan er eins fyrir syrgjandi’ og káta; hann sér fyrir öllum; það gleymist ei neinn.” 1. febr. 1934. Sigurður ólafsson. Úr gömlum dagbókum Þýðingin eftir séra Sigurð S. Christoþherson. Úr dagb. Friðriks í júní 1521. Marteinn Lúter er horfinp. Eng- inn veit hvert hann hefir verið flutt- ur, eða af hverjum, eða hvort hann er lífs eða liðinn. Hann yfirgaf Wormsborg með þeim ásetning að fara til Witten- berg. Hann vay kominn í grend við þorpið Mora, og fór að heim- sækja ömmu sína og önnur skyld- menni, er bjuggu búum sínum þar i grendinni. Lúter gisti hjá ömmu sinni og lagði upp næsta morgun, og hefir ekki spurst til hans síðan. Við erum ekki vonlaus, að Lúter kunni að vera meðal vina, en við erum samt milli vonar og ótta; ó- vinir hans eru margir og grimmir viðureignar, og sjást lítt fyrir með bardaga aðferð. Var þeim fylli- lega í hug að gera atlögu að Lúter i Wormsborg, hefðu þeir þorað. Láta þeir ekkert ógert til þess að eyðileggja Lúter. Hann er bannfærður af páfa; gerður útlagi af keisaranum; brenni- merktur sem argasti villutrúarmað- ur; talinn óverjandi drottinssvikari; svivirtur að keisarans dómi, og tal- inn örvita guðlastari; talinn satan sjálfur í munkahettu. Það eru tal- in drottinssvik að hýsa Lúter eða greiða honum nokkurn beina, en dygð að lífláta hann. En á hinn bóginn geyma vinir hans hvers orðs, sem Lúter talaði, eins og hvern annan helgidóm; eins og kveðjuorð deyjandi föður. • Eg vona og bið að Lúter komi fram áður en langt unl líður. En sem stendur verð eg að leitast við að reka það starf, sem mér er feng- ið í hendur. Mér eru afhentar bækur og bréf Lúters, sem eg á að útbreiða og selja, ekki að eins um alt Þýska- land, heldur hvar sem eg get. Eg á að flytja vatn lífsins, það orð, sem gerir menn frjálsa og svalar þeim, sem þyrstir eru. Dimmaskógi í maí 1521. Eg er búinn að vera á færðinni vikulangt. Xeiðin liggur eftir eyði- legum stíg í Dimmaskógi. Eg minn- ist þess, að eg var hér á ferð með Lúter fyrir ellefu árum. Við vor- um að ganga til Rómaborgar. Bár- um munkakápur og vorum auð- sveipir þjónar páfa. Að sönnu voru þá byrjuð umbrot í sálu Lúters, sem hafa orðið opinber síðan. Við sung- um á göngunni lofgjörðarsálm Maríu, móður Drottins. Nú er þetta alt breytt. — Eg hélt leiðar minnar með bóka- bagga minn inn í næsta þorp; mætti eg gömlum presti, góðlátlegum; kvaðst hann ekki líklégur að gera mikil kaup við mig; taldi líklegt að bækur mínar væru þjóðsögur og munnmæli; opnaði hann eina bók- ina, er hann sá nafn Lúters á titil- blaðinu, brá honum ekki alllítið og mælti: “Veistu hvaða bækur þú ert að bjóða til kaups?” Eg kvað svo vera. “Er þér kunnugt um hætt- una, sem er því samfara?” hélt hann áfram. “Eg hefi heyrt að Lúter sé bannfærður af páfa, og gerður útlægur af keisaranum. Vikuna sem leið, kom farandsali með þá fregn, að hann hefði séð Lúter andvana, stunginn mörgum stungum.” “Lifandi var Lúter,” mælti eg, “fyrir þremur dögum síð- an, að því er vinir hans sögðu.” “Lof sé Guði,” mælti munkurinn. “Þorpsbúar hér standa í mikilli þakkarskuld við Lúter.” Eg seldi allmargar bækur innan þorpsins ; nokkrar skildi eg eftir hjá hinum gamla presti, sem hýsti mig með mikilli góðsemi. Hann fylgdi mér út úr þorpinu. Hann kvaddi mig og bað mér allrar blessunar, og lagði mér mörg heilræði, og sneri aftur með hrygð. Misjafnar viðtökur biðu mín á þessu ferðalagi. Flestir tóku mér vel. Embættismenn, sem vegna stöðu sinnar, ekki dirfðust að veita mér viðtöku, liðsintu mér heimulega á allan hátt. Menn þyrptust til fundar við mig, og spurðu mig frétta um Lúter. Komust menn mikillega við af frásögn minni af ferð Lúters til Wormsborgar og annara athafna. Mest fann eg þó til hinnar til- beiðsluríku lotningar, er alþýða bar fyrir nafni Lúters. Kom það fram í mörgum myndum. Bóndamaður gamall kallaði á mig með sér inn i afherbergi heimilis sins; sýndi hann mér mynd af Lúter með ljósbaug umhverfis; var tjald dregið fyrir. Hann benti mér á þilið gagnvart myndinni; benti mér á aðra mynd af kastala og mælti: “Lávarður sá, sem ræður yfir þessum kastala hef- ir gert mikið á hluta minn og minna; tveir synir mínir mistu lífið i ófriði, sem hann var valdur að af eigin- gjörnum hvötum; veiðimenn hans eyða akra og engi fyrir mér á veiði- ferðum sinum; skjóti eg dýr mér til matar, er það talin fangelsissök. En nú er veldi þeirra á förum. Eg leit þann mann í Wormsborg, sem frelsað getur mig og mína undan þessu ónauðaroki. Eg heyrði hann flytja orð sannleikans fyrir keisar- anum, biskupum og öðrum stór- mennum. Hann stóð þar frammi fyrir þeim hugrakkur eins og ljón. Guð hefir sent mann þennan til þess að leysa menn úr læðing þjáning- ar og kúgunar. Hið frelsandi rétt- læti skal ríkja um síðir, svo menn fái að njóta frelsis síns.” Eg komst innilega við af orðum þessum, og mælti: “Frelsari mann- anna er kominn fyrir fimtán hundr- uð árum, vinur minn, en frelsari réttlætisins hefir ekki enn haldið innreið sina. Frelsari mannanna var tekinn af lífi á krossinum, en lærisveinar hans hafa ekki enn tek- ið við völdum, heldur liðið miklar þrengingar til þessa.” “Guð er þolinmóður,” mælti bóndinn, “en eg trúi þvi að tið frels- isins sé í nánd.” Eg er viss um það, að Lúter kemur til þess að vitja hefnda fyrir margan órétt gegn okkur bændum. Það er mælt, að hann sé kominn af bændafólki, eins og eg og mínir líkar.” Frankonia í ágústmán. Nú er breytt um fyrir mér. Umhverfi mitt eru fangahúss- véggir og járngrindur. Get eg séð gegn um grindurnar, en óvist hve- nær eg fæ frelsi mitt. Mér kemur þetta alls ekki óvænt; bjóst fremur við, að það, meðal annars, myndi verða afleiðing þess starfs, sem eg rek, og tel ekki heldur eftir mér að líða það. Það var í gærkvöldi, að eg gekk heim að prestssetri í þessu Frank- onia þorpi. Þar bjó prestur Rub- recht að nafni. Dyrnar stóðu opnar og alt var hljótt. Litli matjurta- garðurinn virtist í vanrækslu; vafn- ingsjurtirnar fyrir dyrunum héngu i lausu lofti. Smáheimili þetta var sýnilega í vanrækt. Það hafði verið snoturt og alt í lagi. Húsgögn voru þakin ryki, og matarleifar voru á borðinu, en þó virtist húsið ekki yfirgefið með öllu. Það lá bók í einni glugga- kistunni, lögð þar fyrir stuttu. Það var útlistan Lúters á Faðir-vor. Eg hafði skilið bók þessa eftir við dyrn- ar fyrir nokkrum mánuðum. Eg fekk mér sæti við glugga; sá ! eg þá hvar presturinn var að koma í hægðúm sínum eftir garðinum. Hann hafði elst talsvert síðan eg sá hann síðast. I lann nálgaðist hús- ið án þess að líta upp; hefir vafa- laust ekki búist við gestkomu. Þeg- ar eg stóð upp að heilsa honum, glaðnaði yfir honum og greip hann hönd mína með innileik. Þegar hann sá bókina, sem eg hafði tekið úr glugganum varð hann alvarlegur, benti mér til sætis og settist gegnt mér og mælti: “Bók þessi kom því til leiðar, sem hvorki bannmæli eða hótanir hinnar eldri kenningar gátu gert. Hún kom því til leiðar, að við erum skil- in. Hún er búin að yfirgefa mig.” Þú skildir bók þessa eftir við inn- ganginn. IIún var að lesa hana eitt sinn, þegar eg kom heim. Hún sagði við mig: “Það hefir einhver ritað bók þesga handa mér; hún lá opin við innganginn, og þessi orð blöstu við: “Ef þú finnur til þess fyrir augliti Guðs, að þú ert fávit- ur, syndari, með óhreinu hugarfari og fyrirdæmdur, þá stendur þér engin hjáp né huggun til boða, nema í Jesú Kristi einum. Guð hefir ge?t Krist að vísdómi, réttlæti, helgun og endurlausn. Kristur er brauð Guðs—brauð, sem hann vill gefa börnum sínum. Að trúa á Krist er að neyta þessa himneska brauðs. Það gengur Guði til hjarta, þegar við áköllum hann sem föður. Sá sem játar, að hann eigi föður í himnum, kannast við að hann er munaðarlaus á jörðunni!” “Við þessi orð komu tárin fram í augu hennar, er hún mælti: ‘Mér finst eg vera fordæmd, Rubrecht! Mér finst eg vera muhaðarlaus, langt frá heimili mínu. Ef að eins Guð vildi taka mig í sátt nú þegar.’ ” Hún bað mig að leita uppi alla staði í Nýja Testamentinu, þar sem væri talað um að Kristur hefði dáið fyrir syndarann. Mér til stór-undr- unar varð eg þess vís, að það er hægt að finna þá staði um alt Nýja Testamentið. Hún las bókina með miklum áhuga. Eitt sinn sagði húrt við mig: ‘Rúbrecht, ef Guð er gæskuríkur, eins og bókin segir, og elskar okkur, er þá ekki sjálfsagt fyrir okkur að hlýða boðum hans?’ Eg hafði ekki kjark til að svara þessari spurningu, því eg skildi vel við hvað hún átti. Morguninn eftir þegar eg kom á fætur, beið morgunmaturinn mín, alt var sópað og fágað að vanda. Það var bréfmiði á borðinu með skrifuðum prentstöfum, sem hún hefir hlotið að skrifa upp pr bók, þvi hún kunni ekki að skrifa. Á miðanum stóð: ‘Vertu sæll. Við erum megnug að biðja hvort fyrir öðru. Guð mun vera með okkur og gefa, að við fáum aftur að sjást í húsi okkar himneska föður, án þess að styggja hann.’ Eg hefi séð hana einu sinni, án þess að hún sæi mig. Hún vinnur á bændaheimili all-langan veg inni í skóginum.” “Hjartað fær umborið miklar raunir,” mælti eg, “ef samvizkan á- sakar mann ekki.” Við féllum á knébeð; bæn okkar gekk út á það, að vilji Guðs mætti verða ríkjandi hjá sjálfum okkur og öðrum. Eg kvaddi prestinn næsta morg- un og skildi eftir nokkrar af bókum Lúters. I dag lá leið mín um engi nokk- u,rt, mætti eg þar ungum munk; hann langaði til að kynnast bókum mínum og kvaðst fullviss, að þær myndu seljast innan klaustursins; gengum við heim að klaustrinu, beið eg við dyrnar, rrteðan hann gekk inn; heyrðist brátt háreisti innan að; áður en mig varði, komu þrír eða f jórir munkar að innan; þrifu af mér bókabagga minn og fóru með mig inn i fangaklefa klaustursins. Nú hefi eg gist fangejsi þetta um hríð. Eg er ekki vonlaus um að geta sloppið. Það hefir verið hlað- ið upp i dyr á einum veggnum, er bogamynduð hleðsla efst í dyrun-j um, geri eg mér von um að geta los- að steina þessa, hefir mér nú þeg- ar orðið talsvert ágengt. Framh. Móðir Lágt sá eg leiði landnámskonu, fjarlægt firðinum hennar; mættu þó margir muna þá daga er hlúði’ ’hún að hlynviði ungum Gleymast oft gjafir og gefandinn líka, en valinn á virðingabekkinn orður sem átti auðs og valda, ærlega ynni þó sjaldan. Mörg er sú móðir, er minnast ætti; gleymt hefir guð þeim eigi, glöð eða grátin gátur leysti vona og vandamála. Mínu í minni munu geymast gleðitár margrar móður, ráðgáta ef rættist runni í hennar, svo að varð sólarmegin. Hvar er i heimi helgiljómi móðurástinni meiri; ef að þú átt þér ögn af henni, geymdu og glataðu eigi. W A. Hvað er að heyra þetta? Eru vindlarnir orðnir svona dýrir? —Já—vissuð þér það ekki fyr? —Jú-ú—en eg hefi til skamms tíma verið þjónn á höfðingjasetri. ZAM-BUK hreinsar húðina af Blettum og bólum Þýskur hagfræðingur hefir komist að raun um það, að vikan hafi sínar sveiflur, hvað vinnu manna^snerti. Til dæmis segir hann, að maður, sem vinni að því að skrifa á ritvél. skrifi minst á mánudögum, eftir það skrifi hann meira og meira, alt til fimtudags. — Á föstudag fari honum mikið aftur og á laugardag sé eins gott fyrir hann að hætta al- veg kl. 12 á hádegi. “Jón bað mig aS giftast sér og gera sig að hámingjusamasta mann- inum undir sólinni.” “Og hvort gerðirðu?” Skoti nokkur var beðinn um að láta eitthvað af höndum til mun- aðarleysingjahælis. Hann sendi börnin sín. A. : Það stendur hér í blaðinu, að enskur vísindamaður hafi farið suður í Afríku til að athuga risa- vaxna menn. B. : ÞaS finst mér langsótt. Þegar eg fer á kvikmyndasýningar koma þeir æfinlega og setjast fyrir fram- an mig. “Sjáðu mamma,” sagði barnið, sem sá zebradýr í dýragarði, “þama er hestur i baðfötum.” Frúin: Þú ættir bara að vita hvað leiðinlegt er aS vera einn heima á kvöldin. Bóndinn: Eg veit það—þessvegna fer eg að heiman. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..................... B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..................B. S. Thorvardson Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man...................................... G. Sölvason Baldur, Man...........................O. Anderson Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...........................Thorgeir Símonarson Belmont, Man.....................................O. Anderson Blaine, Wash...................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask........................ S. Loptson Brown, Man.............................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota..............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask......................S. Loptson Cypress River, Man......................O. Anderson Dafoe, Sask .......................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota...............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask................Goodmundson, Mrs. J. H. GarCar, N. Dakota.................Jónas S. Bergmann Gerald, Sask............................C. Paulson Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man...........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...........................O. Anderson Hallson, N. Dakota......................J. J. Myres Hecla, Man.........................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.....................John Norman Hnausa, Man............................ G. Sölvason Húsavík, Man...........................G. Sölvason Ivanhoe, Minn.............................B. Jones Kandahar, Sask................. J. G. Stephanson Langruth, Man....................John Valdimarson Leslie, Sask...........................Jón Ólafson Lundar, Man............................S. Einarson Markerville, Alta......................O. Sigurdson Minneota, Minn.............................B. Jones Mountain, N. Dakota.....................J. J. Myres Mozart, Sask...................................Jens Eliason Oak Point, Man.......................A. J. Skagfeld Oakview, Man..........................Búi Thorlacius Otto, Man...............................S. Einarson Point Roberts, Wash.........J..........S. J. Mýrdal Red Deer, Alta........................O. Sigurdson Reykjavik, Man........................Arni Paulson Riverton, Man..........................G. Sölvason Seattle, Wash..........................J. J. Middal Selkirk, Man........................... W. Nordal Silver Bay, Man.......................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Swan River, Man.........................A. J. Vopni Tantallon, Sask................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð Vancouver, B.C.....................Mrs. A. Harvey Víðir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man.....................Guðmundur Jónsson Westbourne, Man..................................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man....................G. Sölvason Winnipegosis, Man............Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask.....................J. G. Ste'phanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.