Lögberg - 08.02.1934, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR, 1934
+•—— --------------------—■— — --—t-
Ur bœnum og grendinni
+■------------—-------—--------------------
G. T. spil og dans á hverjum
þriöju- og föstudegi x I.O.G.T. hús-
inu, Sargent Ave. Byrjar stundvís-
lega kl. 8.30 aÖ kvöldinu, $25.00 og
$23.00 í verÖlaunum. Gowler’s Or-
chestra.
leiðrétting
við œfiminningu Herdísar
Jónsdóttur Bray.
í æfiminningu Mrs. Herdísar
ray, er birtist í siðasta blaði, láðist
að geta þess, er talin voru börn
hennar og fósturdóttir, að auk
þeirra, dvaldi hjá henni um allmörg
ár sem meðlimur fjölskyldunnar og
einkavinur, ungfrú Sigurlaug Sig-
urðardóttir, nú Mrs. Tom John-
ston. Er Sigurlaug kom að heim-
an fór hún strax til Hedisar sál, og
dvaldi hjá henni. Varð brátt mjög
kært með þeim svo að þær litu hver
á aðra sem mæðgur og skoðaði Sig-
urlaug Herdísi sem í sérstökum
skilningi fóstru sína og hinn ein-
lægasta vin. Hjá henni var Sigur-
laug þangað til hún giftist, og lét
Herdís hið sama yfir hana ganga.
sem dætur sínar. Minnist Sigurlaug
jafnan veru sinnar hjá þeim mæðg-
um með innilegu þakklæti.
Sá, er hefir að láni leikritið
“Apinn” og músikina, sem því fylg-
ir, geri svo vel og skili til eigandans
sem fyrst.—Ó. S. Th.
Gjafir til Betel
Vagn E. Lund, Gimli, Man. $70.00
Thordur Thordarson, Gimli, Man.,
5 íslenzkar hljómplötur.
Með þakklæti,
Jónas Jóhannesson.
Duglegur íslendingur getur feng-
ið atvinnu að hjálpa til viö fiski-
sölu. Sjáið J. Árnason, 1859 Port-
age Ave., St. St. James.
Mrs. S. Sigurgeirsson frá Hecla
Island kom til borgarinnar um helg-
ina. Með henni voru tvær systur
hennar, Miss Doll, sem báðar ætla
að nerra hjúkrunarfræði við Sel-
kirk spítalann.
Burn Coal or
Coke
For SatisfaElory Heating
DOMINION (Lignite)—
Lump S6.25 per ton
Cobble 6.25 ” ”
MURRAY (Drumheller)—
Sto. Lump $10.50 per ton
Stove 10.25 ” ”
FOOTHILLS—
Lump $12.75 per ton
Stove 12.25 ” ”
MICHEL KOPPERS COKE—
Stove..... $13.50 per ton
Nut 13.50 ” ”
McCurdy Supply
Company Limited
49 NOTRE DAME E.
Phones: 94 309—94 300
Skuldar-fundur í kvöld (fimtu-
dag)
Dr. Tweed verður staddur í Ár-
borg fimtudaginn 15 febrúar.
Gefin saman í kirkju Mikleyjar-
safnaðar þ. 28. janúar s. 1., voru
þau Mr. Joseph James De Laronde
og Miss Solveig Jóna Thordarson,
bæði til heimilis i Mikley. Séra Jó-
hann Bjarnason gifti. Brúðgum-
inn er af frakkneskum ættum, en
brúðurin er dóttir Eggerts bónda
Thordarsonar á Höfða í Mikley og
konu hans Sigríðar Vilhjálmsdóttur.
Á eftir hjónavígslunni var rausnar-
legt boð að heimili Mr. og Mrs.
Valdimar Johnson, er búa að Breiða-
bólsstöðum í Mikley. Var þar f jöldi
fólks saman kominn. Er húsfreyj-
an þar systir brúðarinnar, ein áf
dætrum þeirra Mr. og Mrs. Thord-
arsonar á Höfða. Fór veizlan fram
hið bezta.—
Miss Olavia Halldorson frá
Lundar, var stödd i borginni um
helgina.
Hr. Guðmundur Jónsson frá Oak
View, Man., var í bænum um helg-
ina. Hefir hann verið í kynnisför
hjá frændum og vinum í Nýja ís-
landi síðan fyrir jól, og biður Lög- :
berg að skila kærri kveðju til,
þeirra alra, fyrir.hlýlegar viðtökur. j
Guðmundur sagði líðan manna;
allgóða á þessum slóðum, þrátt fyr-
ir kreppuna og óhagstætt tiðarfar.
—
Mr. Kári Bardal og frú hans
lögðu af stað til Toronto 28. jan.,
þar sem þau búast við að dvelja í
framtíðinni. — Mr. Bardal er
starfsmaður hjá “Canadian Hard-
ware Implement Underwriters” sem
nú hafa flutt skrifstofur sínar til
'Poronto.
Lögberg óskar þessum efnilega
manni allra heilla í framtíðinni.
Hin árlega “Hockey” samkepni
fyrir “Horn” (bikar) Þjóðræknis-
félagsins verður hafin um mánaða-
mótin febrúar og marz, og eru því
allir, sem vilja taka þátt í þessari
samkepni beðnir um að gefa sig
fram skriflega fyrir 20 febr. 1934,
til forseta nefndarinnar, sem einnig
gefur fullkomnar skýringar viðvíkj-
andi reglum og samspilum. Úr-
slitaleikurinn verður háður sem að
undanförnu í Olympic skautaskál-
anum í Winnipeg.
28. jan. 1934.
Jack Snœdal,
590 Cathedral Ave., Wpg.
Messuboð
Sunnudaginn 11. febrú messar
séra H. Sigmar í Gardar kl. 2 e. h.
Allir velkomnir.
Séra Jóhann Bjarnason býst við
að messa næsta sunnudag, þ. 11.
febr., á þessum stöðum í Gimli
prestakalli og á þeim tíma dags er
hér segir: í gamalmennaheimilinu
Fetel kl. 9.30 f.h.; í kirkju Víðines-
safnaðar kl. 2 e. h., og í kirkju
Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi. Mælst
er til, að fólk fjölmenni. — Árs-
fundur Víðinessafnaðar eftir messu.
BRING YOUR RADIO UP-TO-DATEi
S2.00 Oovers Cost of Installa-
tion and Xevv I'ittings Required
Phone 24 851 - 24 852
and have our servic-e man give
you an estimate on installing
Rogers Spray shield tubes in
your machine. We now have
the attachments to fit these
new tubes in most any make of
radio. They cost no more than
ordinary tubes and the installa-
tion cost is only $2.00, includ-
ing new fittings.
l’P-TO-DATE PERFORMAXCE
ON YOl’R OLD RADIO
NATIONAL
ELECTRIC SHOP
447 Portage Ave.
Tho above lllustration depicts the
difference between the old-fashioned
type can shield with its disturbing
vibration as compared with the new
Roarers Seal-Shielding.
THE BEST KADIO
SERVICE IX WIXXIPEG
Með augura annarar
konu
Eftir Luigi Pirandello
Húmið var upphiiið og þjón-
ustustúlkan beið eftir henni. “Þú
ert þreytt,” sagði hún við stúlk-
una í vingjarnlegum róm. “Þú
þarft ekki að hugsa um mig. Eg
get komizt af án þín núna'. Góða
nótt.” t
Stúlkan fór og hún afklæddi
sig í hægðuum sínuin, hún starði
niður fyrir sig á gólfið. Hún
smeygði sér úr skikkjunni og
braut fötin sín saman og lagði
þau snyrtilega frá sér á stól, tók
töskuna sína og lagði hana á
borðið við rúmið —■ og mundi
allt í einu eftir myndinni. Hjarta
hennar tók kipp af reiði við hugs-
unina um það, að augu þessa
kvenmanns kynnu að horfa á
hana með meðaumkun. Hún tók
töskuna og fleygði henni af hendi
í sófa, sem stóð nálægt rúminu.
Leðrið í töskunni, sem skildi
milli hennar og inyndarinnar,
kynni -— já það varð að fela fyr-
ir henni andlit þessarar dauðu
konu.
Hún hallaði sér út af og slökti
ljósið. Með einbeitingu vilja síns
knúði hún sjálfa sig til þess að
fylgjast í huganuin með manni
sínuin skref fyrir skref, á leið-
inni til járnbrautarstöðarinnar.
Það gerði hún til þess að bæla
niður tilfinningu, sem frá því
snemma um morguninn hafði
knúið hana til þess að gagnrýna,
athuga og grandskoða hann.
Hún vissi vel, af hyerju þessi til-
finning var sprottin og hún vildi
losna við hana, hrekja hana úr
hjarta sér.
Þessi áreynsla viljans tók á
hana, æsti geð hennar. En henni
tókst afburða vel að leiða sér
fyrir sjónir allan þennan langa
veg sem nú var fáfarinn undir
nóttina, upplýstur reikulum
lampaljósum, sem endurköstuð-
ust frá steinstéttinni, flöktu og
titruðu. Kring um hvern ljósa-
staur var hringmyndaður
skuggi; búðirnar voru lokaðar og
ljóslausar um þetta leyti sólar-
hringsins. Hún sá vagn manns-
ins síns á leið með hann á járn-
brautarstöðina. Hún sá sjálfa
sig bíða hans við innganginn,
hún fann hvernig hún fylgdi
honum með augunum—þar sem
hann geklý eftjr vagnpallinum.
Hún sá dapurlega vagnlestina
undir glerþaki stöðvarinnar. Hún
heyrði glamrið og hvæsið og
ískrið sem bergmálaði drunga-
lega. Þarna! . . . Nú var blásið
til brottferðar . . . lestin er far-
in . . . mynd Vittorios máist út
í sortann—máist út . . . er horfin.
Myndin var horfin. Og í ein-
um rykk kom hún aftur til
sjálfrar sín, opnaði augun og lit-
aðist um í litla herberginu sínu,
eins og eitthvað vantaði, eins og
hún væri alein, í einhverju ógn-
atómi. Og yfir hana kom sú
hugsun, að ef til vill hafði hún
altaf verið ein í þessu tómi síð-
an á sjálfan brúðkaupsdaginn
sinn—og væri nú fyrst að byrja
að vera sér þess meðvitandi. Og
ef hún hafði ekki veitt því at-
hygli fyrr, þá var það af þvi, að
hún hafði fylt þetta tóm upp með
sjálfri sér, með ást sinni, með
ofurást sinni á eiginmanni sín-
um. Og ef hún tók eftir því nú,
þá var það af því, að í allan dag
hafði hún bælt ást sína niður—
til að sjá, athuga, til að dæma.
“Hann kvaddi mig ekki einu
sinni,” hugsaði hún og byrjaði
að gráta, rétt eins og þessi stað-
reynd, að hann hefði ekki kvatt
hana, væri rétta ástæðan til þess,
að hún var að gráta. Hún seildist
eftir töskunni sinni og fálmaði
eftir vasaklútnum. og fingur
hennar snertu við myndinni.
Hún átti ekkert undanfæri nú,
húixvar hreint og beint neydd til
þess að virða hana fyrir sér á
ný. Hún kveikti, tók myndina
gætilega í hönd sér og athugaði
hana á nýjan leik.
Undarlegt var það, hvað hún
hafði gert sér ranga hugmynd um
þessa konu. Hún fann næstum
því til iðrunar, er hún horfði á
hina sönnu mynd hennar. Hún
hafði einhvernveginn hugsað sér,
að hún hefði verið stór og frem-
ur þrekin, með skær ögrandi
augu, ómerkileg, heldur gróf
manneskja, hláturmild og gefin
fyrir bjánalega fyndni. Og i
staðinn -4- þessi — þessi unga
grannvaxna kona, þessi unga
stúlka! Hver dráttur í svip henn-
ar gaf til kynna djúpúðga, þjáða
sál. ólik, að visu, já, ólík sjálfri
henni—tn ekki á þann hátt, sem
hún hafði ímyndað sér. í raun
réttri þvert á móti. Það var eins
og þessi sorgbitni munnur hefði
aldrei brosað, þar sem aftur á
móti hún sjálf hafði lilegið oft
og dátt. Og sannarlega var
þetta olífu-lita andlit (eins og
virtist á myndinni) miklu dapr-
ara að sjá en hennar eigið and-
lit, sein var bjart og blómlegt.
En hversvegna . . . hversvegna
. . . svo sorgmædd?
Viðbjóðslegri hugsun skaut
upp hjá henni og hún leit óðara
af myndinni, hún fann, að þessi
mynd ógnaði ekki aðeins sálar-
friði hennar, ást hennar — ást-
inni, sem á þessum degi hafði
fengið fleiri en einn áverka, ógn-
aði hennar stoltu vegsemd, þeirri,
að hafa verið trú eiginkona, sem
aldrei hafði alið i brjósti minstu
hugsun gegn eiginmanni sínum.
En eftir á að hyggja! — Þessi
kona á myndinni hafði átt elsk-
huga og auðvitað var þáð ekki
Vittorio, heldur elskhuginn, elsk-
huginn, sem hafði gert hana
svona sorgbitna . . .
“Ekki Vittorio, heldur elsk-
huginn, elskhuginn, elskhuginn,”
endurtók hún aftur og al'tur með
æðisgenginni þrákelkni, eins og
hún vonaði að geta losnað við á-
hrif hennar, með því að móðga
hana nógu freklega. En hvernig
sem hún reyndi, sá hún hana
fyrir sér, hún fann þessi augu
hvíla á sér.
Sofið gat hún ekki, og nú
reyndi hún að beina huganum
sem fastast að þessum elskhuga,
reyndi að rifja upp fyrir sér alt,
sem hún vissi um hann — í óaf-
vitandi viðleitni að snúa hrygð-
inni í þessurn augum að honum
og burtu frá sér sjálfri. En hún
vissi svo lítið um hann annað en
það að hann hét Arturo Valli.
Hún vissi, að hann hafði með
fyrirlitningu vísað frá sér ákær-
unni og tekið samstundis saman
við stúlku, sem þau þektu, hafði
neitað að heyja einvígi við Vitt-
orio og farið burtu úr borginni.
En komið hafði hann aftur
seinna, þegar Vittorio var giftur
á ný og hættur að skifta sér af
honum.
Hún braut heilann um þessa
ólánsatburði; um þennan ræfil,
Valli, sem nú lifði í velgengni og
ánægður; um eiginmanninn, sem
hafði getað fengið af sér að gift-
ast aftur og njóta lífsins með á-
nægju, eins og ekkert hefði gerst;
um takmarkalausa ánægju sjálfr-
ar sín yfir því að vera nú konan
hans; um þessi þrjú hjónabands-
ár sín, er henni hafði aldrei ver-
ið hugsað til þessarar látnu konu,
nema með hatri. Og alt í einu
fyltist hjarta hennar heitri sam-
úð. Enn einu sinni sá hún hana
fyrir sér, en nú var hún lifandi
og langt, langt burtu, óralangt
fjarri. Og þessi djúpu harm-
þrungnu augu, svo þrungin af
þjáningu og kvöl horfðust i augu
við sjálfa hana, og með veiku
meðaumkunarhrosi og agnarlít-
illi bendingu með höfðinu fanst
henni hún vera að tala við sig,
segja sér eitthvað. . . .
* * *
Anna var hrædd. f fyrsta
skifti síðan hún gifti sig sá hún
og fann, að hún var ein, einstæð-
ingur. Síðan brúðkaupsdaginn
sinn hafði hún aldrei, ekki einu
sinni litla stund séð föður sinn,
móður sina eða systur — hún,
sem hafði tilbeðið þau. Hún,
sem hlýðnust var allra dætra,
hafði haft hörku í sér til þess að
brjótast á móti vilja foreldra
sinna, vegna ástar sinnar til
Vittorio. Af ást til Vittorio lagð-
ist hún hættulega veik og myndi
vissulega hafa dáið, ef faðir
hennar hefði ekki gefið sam-
þykki til þess, að þau giftust.
Hann gaf samþykki sitt, ójá,
xægna þess, að læknirinn neyddi
hann til þess. En hann hét þvi,
að úr því hún væri (gift vildi
hvorki hann né hans fólk vita af
henni, fremur en hún væri ekki
til.
Maðurinn hennar hafði búið
henni þægindi, auk heldur alls-
nægtir. Og að þvi er snerti ald-
ursmuninn, sem móðir hennar
var svo hrædd við, þá hafði
aldrei nokkur maður tekið eftir
honum, sízt af öllu hún sjálf.
Það voru engin ellimörk á Vitt-
orio, hvorki á sál né líkama. Á
líkamanum var hann enn upp á
sitt bezta, með óþreytandi krafta
og þrek. Því síður var hann
gamall í anda. Árvekni hans og
framtak, lífsgleði og áhugi fyrir
nýju og nýju, sýndist ótæmandi.
ó, nei! Það var af alt annari á-
stæðu að Anna kvartaði nú, er
hún leit hann í fyrsta skifti (án
þess að vita það sjálf) með aug-
um annarar konu: Skeytingar-
leysi hans um hana, svo stappaði
nærri fyrirlitningu, það hafði
sært hana fyr, en aldrei, aldrei
eins og í dag. Fólkið hennar
hafði snúið baki við henni, eins
og hún hefði gert þvi einhverja
skömm með því að ganga að eiga
Látið hár vaxa
með McGregor aðferðinni.
Stöðvar hárlos og nemur á
brott nyt.
3 mánaða forði fyrir $5.00
Sendið iiantanir yðar til
Dr. FLORENCE McGREGOR
39 STEELE BLOCK, Winnipeg, Man.
After
NOTIOE
IN THE MATTER OF THE ESTATE
OF SIGURDUR JONSSON VIDAL,
late of the Post Office of Hnausa,
Manitoba, farmer, deceased.
All claims against the aþove estate
must be sent to the undersigned at
801 Great West Permanent Building,
Winnipeg, Manitoba, on or before the
12th day of March, A.D. 1934.
Dated at Winnipeg in Manitoba, this
31st day of January, A.D., 1934.
Gestur S. Vidal,
Administrator with will annexed.
Per J. T. Thorson, his solicitor.
Vittorio, og væri nú ekki lengur
þess verðug að vera í þeirra hóp.
Og eiginmaðurinn, sem hefði átt
að bæta úr þessu, virtist líta svo
á, að í rauninni hefði hún engu
fórnað, og þetta væri aðeins það,
sem hann ætti fulla heimting á.—
Heimting á? — Já. Því að hún
var svo voðalega ástfangin af
honum. Auðvitað hefði hann
einmitt þess vegna átt að taka
þátt í kjörum hennar, bæta
henni það, sem hún hafði mist
. . . En í þess stað . . .
Sá sami . . . sá sami . . . altaf
sá sami . . . henni fanst hún
heyra þessi orð af harmþrungn-
um vörum dánu konunnar.
Svo hún hafði líka þjáðst,
hafði þjáðst hans vegna. Einnig
hún hafði fundið þennan ótta-
lega tómleika, þegar hún vissi, að
hann elskaði hana ekki. “Var
það ekki svo? var það ekki svo?”
spurði hún myndina. Röddin var
hálfkæfð af ekka. Og þessi ljúfu,
ástiiku augu, svo djúp, svo ein-
læg, virtust aumka hana á móti,
kenna til með henni vegna ein-
stæðingsskaparins, vegna fórn-
arinnar, sem engu var launuð,
vegna ástarinnar, sem var byrgð
inni í hjarta hennar, eins og fjár-
sjóður í Iokaðri hirzlu. Eigin-
maður hennar hafði lylcilinn.
Hann lauk aldrei upp hirzlunni,
til þess að njóta fjársjóða sinna,
eins og nirfill, svíðingur, svíð-
ingur.
—Dvöl.
AUÐVIT' ERU
giftinga leyfisbréf, hringir og
gimsteinar íarsælastir I gull og
Orsmlða verzlun
CARL THORLAKSON
699 SARGENT AVE., WPG.
Sími 25 406 . Heimas. 24 141
Phone 28 683
WALKER
Canada’s Finest Theatre
FEBIRUARY 8-9-10
at 8.30 p.m.
Matinee, Sat. 2.30 p.m.
“THE BELLE
ot
NEW Y0RK”
Wprld Famous Mucial Comedy
under auspices of Back-to-the-Land
Assistance Association
POPULAR PRICES
Main Floor 75c
First Balcony 75c
Balcony 50c
Gallery 25c
Box Office Now Open
University of Manitoba
Glee Club
presents
“THE MIKAD0”
AUDITORIUM CONCERT HALL
Feb. 7th, 8th, 9th and lOth.
Admission: 50c, 75c and $1.00.
Viking Billiards
OG HÁRSKURÐARSTOFA
696 SARGENT AVE.
Knattstofa, ferskt tóbak, vindlar
og vindlingar.—Soft Drinks.
OUÐM. EIRtKGON, Elgandl
Jakob F, Bjarnason
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, »»m afl
flutningum lýtur, smáum efla atdr-
um. Hvergi sanngjarnora varfl.
Heimili: 762 VICTOR STREET
Slml: 24 500
Distinguished Gitizens
Judges, Former Mayors, Noted Educationists, Editors, Leadlng
La~,cyers, Doctors, and many 1‘rominent Men of Affairs—send their
Sons and Daughters to the
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
When men and women of keen discernment and sound judgement,
after full and painstaking enquiry and investigation, select the
Dominion Business College as the school in which their own sons
and daughters are to receive their training for a business career,
it can be taken for granted that they considered the many ad-
vantages offered by the Dominion were too important to be over-
looked.
The DOMINION BUSINI5SS COLLEGE
today offers you the best business courses money can buy, and that
at a cost that brings it easily within your reach.
An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It
is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do-
minion Training that singles one out for promotion in any modern
business office.
It has always been a good investment to secure a Dominion Train-
—but today, more than ever, it is important that you secure
the best obtainable in order to compete worthily in the years to
come.
Oar Schools are Located
1. ON THE MAIjD.
2. ST. JAMES—Oorner
Collcge and Portage.
3. ST. JOHNS—1308 Main St.
4. ELMWOOD—Coraer
Kelvin and Mclntosh.
JOIN NOW
Day and Evening Glasses
You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect
Confidence.
t