Lögberg - 29.03.1934, Page 6

Lögberg - 29.03.1934, Page 6
6 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 29. MARZ 1934 —------——♦ Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTH TARKJNGTON MPÍMMMflMBMNfllléMM nmm+o^m+<bmm<*mmm*> ■— i bmmommm mm< — n%» Ríkisstjórnin tók þá málið í sínar hendur og voru átta menn dæmdir í fangelsi, eftir fram- burði Harkless, sem þekt hafði illvirkjana frá viðureigninni. Eftir þetta voru ‘hvítu húfurnar ’ hrædd- ar lengi fyrst, en nú voru þær aftur að fá kjarkinn og hugðu til hefnda. Harkléss hræddist þá ekki hið minsta og birti hótanir þeirra í sérstökum dálki í blaði sínu, sem aúlaður var fyrir skrítlur. “Harkless skilur ekki hugsunarhátt Krossgötumarina, ” sagði dómarinn. “Það er með hann, eins og okkur flest, að hann grunar ekki að nokkuð geti komið fyrir sig, en hann er nógu smeykur um aðra—” ]\Iiss Sherwood tók fram í fyrir dómar- anum, og snerti um leið við öxl hans: “Sástu ekki litla stúlku á brautinni fram undan okk- urf ’ , “Jú, eg sá eitthvað á veginum, fyrir stundarkorni síðan, en nú er það horfið,” svaraði Briscoe. “Það var áreiðanlega barn á gangi þarna, en það sneri út af veginum þegar það sá okkur koma. Það var eins og það hefði fal- ið sig í illgresinu meðfram veginum. ” Dómarinn stöðvaði hestana þegar þeir komu að staðnum þar sem barnið hafði sést. Þar var engin vera sjáanleg. Samt var ill- gresið lávaxið með fram veginum og maísinn í ökrunum þeggja megin ekki orðinn nema svo sem fet á hæð. “Þetta hlýtur að 'hafa verið álfur. Eg er svo skelfilega hjátrúarfull, ” sagði Miss Sherwood. “Annað hvort álfur eða stór eðla, því skepnan var alveg eins á litinn og veg- urinn. “Krossgötu álfur 'hefir það verið, og þá er ekki til neins að leita lengur,” sagði dómarinn. “Það er óskiljanlegt hvað klókir þeir eru að fela sig.” Þegar kerran var komin svo Sem sextíu faðma lengra reis lítil telpa, í rifnum og ó- hreinum kjól upp úr ofurlítihin lægð rétt við veginn. Hún hélt áfram í áttina til Plattville og hljóp við fót af og til. * * • Tveimur klukkustundum síðar, þegar Martin gamli var að laga til í fatabúð sinni, hnaut hann um eitthvað mjúkt, er lá bak við búðarborðið. Þetta var einhver lifandi vera, og reis nú á fætur og hefði ef til vill sloppið, ef Martin hefði ekki náð til hennar með hönd- unum og dregið hana fram að glugganum. Þetta reyndist að vera lítil telpa um f jórtán ára gömul, klædd í þunnan og óhrein- an bómullarkjól. Yið daufa birtuna úr glugg- anum sá Martin að andlitið var fölt og mag- urt, en augun bæði flóttaleg og villidýrsleg. Telpan öskraði og barðist um í höndunum á Martin gamla, og var ekki laust við að hann yrði dálítið smeykur, þótt fanginn væri hvorki stór né sterkur. “Þú átt ekki heima í Plattville,’’ sagði Martin, byrstur. “Þú lýgur því,” hrópaði stúlkan. “Þú lýgur því, eg er víst héðan. Sleptu mér strax, eg var bara að leita að pabba mínum. ” “Þú skreiðst hingað inn til sofa, eftir sjo mílna göngu. Skyldi það ekki nær sanni ? ’ ’ sagði Martin. “Þú ert lygari. ” “Hlustaðu nú á mig,” sagði Martin með festu, “farðu nú heim til þín og segðu Kross- götu hysldnu að ef það snerti eitt hár á höfði Harkless, þá verði hver einasti kofi í ykkar bæ brendur til ösku, og afi þinn, faðir þinn, bræður þínir og frændur, hver einasti einn stejndrepnir. Heldurðu þú munir nú ekki þessi skilaboð, kindin mín? En áður en þú ferð, er best að þú fáirmér bréfsnepilinn, sem þú áttir að fara með til Harkless.” Telpan varð óð af reiði þegar hún heyrði þetta og sló til Martins. “Eg skal láta pabba minn drepa þig,” öskraði hún. “Eg veit ekkert um þetta Krossgötufólk, eða um nein bréf eða nokkurn f jandans Harkless, eða um þig, bölvuð hrygg- lengjan þín. Pabbi drepur þig, vertu viss um það. ” Alt í einu hætti hún að brjótast um og féll nú máttlaus niður. Martin slepti tökum á handlegg hennar og ætlaði að taka utan um hana, svo hún dytti ekki á gólfið. Á sama augnabliki tók hún snögt viðbragð, og var um leið sloppin úr greipum hans. “Þarna lék eg á þig,” sagði telpan hlæj- andi. “Pabbi drepur |þig á sunnudaginn'. Þú verður farinn að æpa í horngrýti eftir viku, og þá sláum við upp veizlu og drekkum brennivín.” Meðan á þessu gekk, var Martin gamli að elta telpuna um búðina, en hún var eld- fljót og liðug og komst auðveldlega undan honum. Loks fór henni að leiðast þessi elt- ingaleikur og hljóp út um ólæstar dyrnar og út á götu. Karl fór á eftir, en um það leyti að hann komst út, var telpan á brott og sást bvergi. Martin varð litið yfir að Palace gisti- húsinu. Þar sat ritstjórinn á pallinum fram- an við bygginguna og horfði til vesturs, þar sem síðustu geislar kvöldsóíarinnar vörpuðu rauðum bjarga á skýjaflókana. “Það er víst til lítils að segja honum frá þessu,” ihugsaði Tom gamli. “Hann myndi bara hlæja að því öllu saman.” Hann tók eftir því að WiUiam Todd sat á pallinum ná- lægt Harkless, og tálgaði spýtu. “William á eflaust að gæta hans í kvöld, það er víst komið að honum núna,” sagði Tom við sjálfan sig. Hann lokaði dyrunum á fatabúð sinni og stakk lyklinum í vasann. Tom gekk í hægðum sínum yfir götuna, í áttina til lyfjabúðarinnar, þar sem kunn- ingjarnir biðu hans. Honum varð aftur litið til rifcstjórans, sem enn sat í þungum hugsun- um á pallinum. ‘ ‘ Eg vildi óska að hann færi og heimsækti dómarann,” sagði Tom og hristi höfuðið. Ekki trúi eg að honum þyki svo skemtilegt hér í Plattville. Hann er nú búinn að vera hér í fimm ár, og víst er það okkar gróði, en leiðinlegt má það vera fyrir svo gáfaðan mann, að húka hér. Tom spark- aði hranalega við f jalarstúf, sem varð í vegi hans. ‘ ‘ Hvert skyldi nú telpu skrattinn hafa f arið f ’ ’ En telpu skrattinn lá undir tröppunum á ráðhúsinu. Þegar fótatak Martins heyrðist ekki lengur, þá skreið hún úr felustað sínum og upp að girðingunni móti gistihúsinu. Hér lagðist hún flöt í grasið og tók úr hári sínu bréfmiða, samanbrotinn. Með bréf þetta milli fingranna lá hún hreyfingarlaus undir girðingunni og einblíndi á Harkless og unga manriinn, er hjá honum sat. Gatan lá slétt og rykug framundan gisti- húsinu, eins langt vestur og augað eygði. Hún virtist liggja alla leið vestur að rauð- leitum sólseturskýjunum. Eikartrén og alm trén risavöxnu stóðu eins og hermenn á verði, grafkyr og þolinmóð. Á bak við þau sást í gulrauða blæju rökkursins. Harkless hafði oft ásett sér að horfa aldrei framar á sólsetrið í Plattville. Hann fann ætíð til óyndis á þessum stundum. Hér hafði hann verið í fimm ár. Honum fanst að þessum tíma hefði verið eytt fcil einskis, þrátt fyrir vinsædir blaðsins hans. Eftir því sem hann sat þarna lengur því þungbúnari varð hann á svipinn. William sagði ekki orð. íbúar Plattville höfðu oft orð á því hve þögull Harkless væri alla jafnan. Tom Martin hélt það stafaði af því að enginn í bænum væri nógu greindur til að tala við hann. Þessa skoðun gátu bæjarbúar hreint ekki fallist á, því Plattville var miklu stærri og merkari en flestir aðrir bæir þar í grend. Samt kom öllum saman um það að þögn Hark- less stafaði ekki af neinni stórmensku. Hitt þótti líklegra að maður, sem shrifaði svona mikið, fyndi enga þörf á að vera sítalandi. Maður nokkur lotinn í herðum kom eftir götunni, og William kallaði til hans glað- lega: “Gott kvöld Mr. Fisbee!” “Gott kvöld, hr. Todd,” svaraði gamli maðurinn. “Svo þarna ert þú, hr. Harkless. Eg var að leita að þér.” Fisbee dró nokkur blöð upp úr vasa sínum og fékk ritstjóranum. ‘ ‘ Eg er búinn með laugardagsfréttimar. Það var enginn vandi að safna þeim. Það gengur mikið á þessa dagana.” “Það er ágætt,” sagði Harkless og tók við blöðunum. “Hefir þú lokið við skrif þín um helgisiði fornkristninnar? Eg vona að Carlow Herald hlotnist sá heiður að fá að prenta þau.” Þannig töluðu þeir ætíð saman. “Mér væri heiður sýndur, ef þú vildir birta þau,” svaraði Fisbee, “það gerir mér auðveldara að halda áfram starfi mínu, að þú skulir fara um það vingjamlegum orðum. Samt veit eg að þú gerir þetta aðeins af góð- mensku, því ekki eru skrif mín líkleg til að auka sölu blaðsins. Fólk vill ekki lesa rit- gerðir mínar, svona alment, jafnvel þótt Tom Martin segist aldrei raða svo til í búðar- gluggum sínum, að hann ekki hafi hliðsjón af grein minni um húsapiýði forn-Kaldea. Eiinnig sá eg smágrein í blaði frá Rouen, sem dáist að því hvað Carlow Herald sé fróðlegt og fræðimannlegt blað. Síðastliðin fimtán ár hefi eg reynt að bæta smekkvísi fólks hér í bæ, þrátt fyrir mótspyrnu og kæruleysi þess. Það var ekki fyr en þú komst hingað að nokk- ur hefir kunnað að meta það starf mitt. Þín uppörfun hvatti mig til nýrra tilrauna á þessu sviði. Samt skortir mikið á það að byggingarstíll hér í bæ sé orðinn viðunan- legur eða húsmunir og veggjaskraut sé orðið nokkru fallegra en áður.” Fisbee talaði með ákafa og tilfinningu. Honum var þetta við- kvæmt mál. “Svo vildi eg segja, að þér er velkomið að breyta því sem þér sýnist í þess- um fréttum, sem eg skil eftir. Eg skil það vel að blaðamenskan heimtar að alt sé sem greinilegast og auðskilið. Góða nótt hr. rit- stjóri, góða nótt hr. Todd. Fisbee gekk nokk- ur skref, en sneri sér svo við aftur, hálf vand- ræðalegur. “Vildir þú segja nokkuð, Fisbee,” sagði Harkless. Fisbee stóð í sömu sporum nokkra stund, eins og hann ætlaði að svara, svo brosti hann ofurlítið, hristi höfuðið og hélt aftur af stað. Harkless horfði undrandi eftir honum. Alt í einu dátt honum í hug að Fisbee hefði eflaust ætlað að segja sér að heimsækja dómarann. Honum gramdist sú hugsun, að allir virtust þurfa að minna hann á þetta atriði. Harkless tók nú ritblý og bók upp úr vasa sínum og fór að blaða í fréttunum, sem Fisbee hafði skilið eftir. Þessar fréttir komu í þeirri deild blaðsins sem nefnd var “Fréttir úr borginni. ” Þessi fyrirsögn hafði ætíð staðið þarna og ritstjórinn vissi að íbúar Plattville tækju það ekki í mál að henni yrði breytt. Neðan við aðal fyrirsögnina stóð'með smærra letri: “Umbætur og framfarir á verslunarsviðinu,” þar. fyrir neðan stóðu þessi orð: “Vaggan,” “Altarið” og “Gröf- in. ” Fæðingar, giftingar og dánarfregnir lúrtust í þessum dálkum. Fisbee hafði byrjað með þessari umsögn: “Þess ber að geta að hið nýja auglýsinga- spjald yfir verzlun H. Millers kaupmanns, er nú komið á sinn stað. Vér hljótum að segja, að betur hefði farið, ef málarinn hefði látið sér nægja smærra og fallegra letur.” “Ó, vesaling's Fisbee,” stundi ritstjórinn. “Þetta nýja spjald er það eina, sem hægt er að nefna á ‘ verzlunarsviðinu, ’ síðastliðið ár. Hversu oft hafði ekki verið minst á þetta fyrirtæki Herve Millers, í blaðinu. “Sá orð- rómur hefir borist úr verzluna rheimiuum, að Herve Miller, stórkaupmaður, hafi í hyggju — o. s. frv. ” Nokkru seinna kom þetta: “Verk er þegar hafið á hinu nýja-------o. s. frv.” “Æ, vesalings hvíti riddarinn minn hefir þá ekkert lært um nútíðar blaðamensku, á þessum fimm árum.” Svo byrjaði ritstjórinn að skrifa upp fréttina. Hann skrifaði langa umsögn, og hyrjaði á því að segja það, sem allir vissu, að nýja auglýsingaspjaldið hans Millers væri nú komið á sinn stað. Hann endaði með þess- um orðum: “Herve Miller er einn af fram- takssömustu verzlunarmönnum þessarar borgar. Hér er vel af stað farið. Ámaðar- óskir til kaupmannsins. ” Harldess leit sem snöggvast á hinar frétt- irnar og breytti þeim lítilsháttar, þar sem honum fanst nauðsyn til. Síðasta fréttin var á þessa leið: “Miss Sherwood frá Rouen, vinkona Miss Briscoe, er í heimsókn hjá Briscoe dómara.” Fisbee hafði skrifað með bleki og neðst á blaðinu var eyða. Þar liafði eitthvað verið hripaði með ritblýi. Harkless reyndi að lesa það, en þar sem birtan var nú mjög dauf, gat hann ekki séð stafaskil. Hann kveikti því á eldspýtu og athugaði þetta betur. Þarna stóð skrifuð gömul vísa. Harkless hrökk við. Vúsan var skrifuð með fallegri kvenmannshönd, sem hann hafði ekki séð í mörg ár. Vísan var um “rostunginn í álög- um, ” sem óskaði þess að einhver vildi tala við sig um fyrri tíð. Harkless skildi bendinguna. Hann braut saman bréfmiðann og stakk hon- um í vasann og gekk hratt af stað niður eftir götunni. Um leið og ritstjórinn var farinn, stóð William Todd á fætur og gekk á eftir honum. William var á skyrtunni með fráhnept vestið. Um leið og hann gekk fram hjá girð- ingunni hjá gistihúsinu stóð litla telpan í ó- hreina kjólnum á fætur og fylgdi honum eftir nokkurn spöl. Þegar William kom að næsta götuhorni, mætti hann manni, sem stóð fram- an við hús sitt með krakka í fanginu. Maður þessi liafði séð Harkless fara eftir veginum, og horfði nú á eftir honum. “Hvert er liann að fara,” spurði mað- urinn. “Líklega til dómarans,” svaraði Wil- liam. • “Já, eg þóttist vita það.” Maðurinn sneri sér að konu sinni, sem sat á húströpp- unum. “Eg þóttist vita það, þegar eg sá ókunnu stúlkuna á fyrirlestrinum hans Hal- loways.” Konan stóð á fætur og kallaði: “Heyrðu, Bill Todd— ” Hann var lagður á stað niður eftir veginum. “Hvað er þetta, sem hangir á vestinu þínu.” William staðnæmdist og brá ihendinni aftur fyrir bakið. Bréfsnepill hafði verið nældur á lausan vestissprotann. William tók miðann upp að húsinu og las hann við birt- una, sem skein út um opnar dymar. Bréfið var illa skrifað og varla mögulegt að lesa það. “Kæru herrar! Eltið Harkless og verjið hann eins og þið getið. Það gerir ekkert gott. Hann verð- ur dauður eftir þrjá daga. Við komum hvítklæddir. ” “Hvernig lýst þér á það, William,” spurði maðurinn vandræðalega, en konan ýtti hrana- lega viö William og sagði: “Þeir þora aldrei að drepa liann, en farðu nú strax og hafðu aldrei augun af honum, hvert sem hann fer.” 5. KAPÍTULI. Þar sem rósin grœr. Gatan, sem lá fram hjá gistihúsinu mynd- aði suðurhliðina á ferhyringi þeim, sem bær- inn var bygður á. Gatan lá út úr bænum. Þar beygði hún suður svo sem f jórðung úr mílu, og lá svo aftur í vestur. Nokkurn spöl frá þessari beygju, skamt frá veginum stóð stærsta húsið í Carlow sveit. Það var bygt úr rauðleitum steini og þakið vafningsviði, sem liuldi veggi þess og umkringdi hvern glugga. Framan við húsið var stór grasi- vaxin flötur og mörg stór og fögur tré stóðu þar vörð. Með fram stéttinni, sem lá upp að húsinu frá veginum, voru ótal blómabeð. Bak við húsið var stór aldingarður og meðfram honum var rósagarðurinn, sem nú var allur í blóma. Harkless hafði ekki farið eftir aðal veg- inum, lieldur eftir götustíg, sem lá þvert yfir akrana og endaði við girðinguna, sem um- kringdi rósagarðinn bak við steinhúsið. Við þessa girðingu stóð Harkless. Loftið var heiðríkt, en stjörnurnar glömpuðu dauflega því tunglið var í fyllingu og kastaði gulum bjarma á akra og engi. 1 kvöld virtist öll veröldin sofa. Þegar litið var til baka, sást sléttan eins langt og augað eygði. Þarna á sléttunum finst manni stundum að öll veröld- in liggi við fætur manns. Þannig lá hún í kvöld, þögul, kyrlát og dreymandi. Ef þú hlustaðir, heyrðirðu andardrátt hennar, þung- ann og reglubundinn. Harkless stóð hreyf- ingarlaus og horfði yfir girðinguna til húss- ins. Alt í einu heyrðisit hljóðfærasláttur frá einum opnum glugganum, og nokkru seinna barst skær kvenmannsrödd út í kvöldkyrðina. Harkless mintist þess að Drottinn hafði sent manna af himnum, til lýðs Israels í eyði- mörkinni. 1 fimm ár hafði Harkless búið á evðimörk, og nú söng einhver unaðsleg rödd ástarsöngva Schuberts þarna. Það var hon- um eins og manna af himnum. Hvað var það nú langt frá því hann hafði heýrt annan hljóðfæraslátt, en þann, sem lúðrasveitin í Plattville hafði að bjóða? Ekki svo að skilja, að hann kynni ekki að meta lúðrasveitina. En falleg hljómlist vakti ætíð gamlar endurminningar í huga hans. Nú mundi hann eftir einum júnídag fyrir sjö árum síðan. Það var um morgun að þau fóru af lystisnekkjunni og upp í lítinn hvítan bát, sem tók hópinn á land. Hann hafði farið með nokkrum vinum í þessa skemtiferð upp til Maine. Þangað fara allir ásumrin, til að sigla. Þarna var líka háskólinn, sem Harkless til- hevrði, og honum liafði verið boðið í þessa skemtisiglingu. Nú var hópurinn að koma til baka. Harkless mundi alt þetta glögt, hvert andlit, hvert atvik. Næst honum í livíta bátn- um, sat frú Van Skuyt. Hún var mjög falleg. Hún og rósirnar bennar. Hvað skyldi hafa orðið um hana? Nú kom báturinn upp að bryggjunni. Fjöldi vina biðu komu hans. Flestir skólabræður hans. Hann mundi bezt eftir Tom Meredith, hann var líka bezti vinur hans. Rauðhærður, glettinn og mesti æringi var Tom Meredith, og það var liann, sem hrópaði hæst, þegar Harkless steig á land. Annars hrópuðu allir fagnaðaróp fyrir Hakless. Á þeim dögum þóttust allir vita, sérstaklega bekkjarbræður hans, að hann myndi bráðlega gerður að sendiherra til Bng- lands. Mjnna mátti það ekki vera, fanst þeim. í hópnum voru margar fallegar stúlkur, aðrar en frú Van Skuyt, en enginn gaf þeim nokkurn gaum. Allir þyrptust utan um Hark- less. Nokkrir stúdentar gripu hann, settu hann á axlir sér og báru hann um göturnar, eins og sigurvegara. “>Skál víkingsinsf” hrópuðu þeir. Hann heyrði menn hvísla álengdar: “þetta er Harkless, þessi frægi, ungi maður, sem allir tala um. ” Honum þótti reyndar gaman að heyra þetta, en ekki gat hann varist því að brosa og jafnvel skelli- hlæja, þegar svona var talað um hann.. Hann vissi aldrei hvers vegna hann var svona vin- sæll. Ritstjóri skólablaðsins hafði liann verið, og var talinn mikill íþróttamaður. Önnur em- bætti átti hann skólabræðrum sínum að þakka, því ekki hafði hann sóst eftir neinni virðingu. Menn höfðu talið honum trú um að hann hlyti að verða frægur og mikill maður, undir eins og hann færi úr skóla. Nú voru þeir að bera hann á öxlum sér með hávaða og látum, en þegar þeir komu með hann að samkomuhöll- inni sá hann litla stúlku taka til fótanna eins hratt og hún komst. “Þarna hafið þið hrætt einhvern með þessum látum,” hafði liann sagt við skóla- bræður sína, og Tom Meredith hafði svarað: ‘ ‘ Þetta var hún frænka mín. Hún hefir heyrt mig og aðra tala um þig og hefir talið dagana þangað til hún fengi að sjá þig. Nú hefir hún flúið þegar á hólminn kom. Hún er ekki nema fimtán ára og nafn hins mikla Harkless hefir hrætt hana. ”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.