Lögberg - 29.03.1934, Side 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 29. MARZ 1934
7
ŒFIMINNING
Guðmundur Arnason
Hann er fæddur að Skóg-
um í Axarfirði 28. maí
1872. Foreldrar hans voru
þau góSkunnu hjón, Árni
Árnason, bóndi og hepp-
stjóri í Skógum, Árnasonar
bónda að Staðarlóni í sömu
sveit, og áður bónda á
Þjófsstöðum í Núpasveit.
Móðir Guðmundar var Sig-
urveig Árnadóttir Brynj-
ólfssonar bónda á Hóli á
Hólsfjöllum. í fardögum
þetta sama ár, 1872, flutt-
ust þau Árni og Sigurveig
búferlum frá Skógum að
Gunnarsstöðum í Þistilfirði,
og þar ólst Guðmundur upp
þangað til hann var 17 ára
gamall, vorið 1889 að hann fluttist austur i Norðfjörð, til
frænda síns, ^séra Jóns Guðmundssonar á Skorrastað. Þar
var hann í 4 ár, þangað til sumarið 1893, að hann, ásamt f jórum
öðrum systkinum sínum, fór til Canada. Fyrstu 8 árin í þessu
landi, vann hann við sveitabúskap hjá íslenzkum bændum í
Argylebygð, árið 1901 flutti hann sig til Winnipeg og hefir
átt þar heimili síðan, nema um nokkurra ára skeið, sem hann
hafði verzlun fyrir eigin reikning norður á Ashern í Manitoba.
Sumarið 1908 giftist Guðmundur eftirlifandi eiginkonu
sinni, Láru Björnsdóttur, gullsmiðs Pálssonar, Sigurðssonar,
albróður séra Vigfúsar á Sauðanesi. Kona Bjöi;ns og móðir
Láru, var Margrét Björnsdóttir Skúlasonar umboðsmanns á
Eyjólfsstöðum á Völlum í Suður-Múlasýslu. Bergljót móðir
Margrétar, kona.Björns Skúlasonar var alsystir séra Vigfúsar
á Sauðanesi. Þrjú börn eignuðust þau Guðmundur og Lára,
eina dóttur og tvo sonu, öll eru þau uppkomin og mannvænleg,
eins og þau eiga kyn til að rekja. Heitir stúlkan Margrét, en
drengirnir Björn Arnold og Laurence Guðmundur. Systkini
Guðmundar eru öll dáin á undan honum, nema. Brynjólfur
Árnason, kaupmaður í Mozart, Sask. Við Mundi Árnason, svo
var hann oftast kallaður, vorúm bræðrasynir. Hann var af
barnsaldrinu, 11 ára gamall, þegar eg fluttist í nágrenni við
hann, en eftir það og ávalt síðan, kyntist eg honum meira og
minna, æfina út, að undanteknum fáum árum, sem hann fór
fyr en eg til Ameríku, og fjörður einn mikill því hamlaði fund-
um okkar og frændrækni. Hann var framan af æfi sinni frábær
fjörmaður, og þegar fjörið er samfara skyldurækni, nærgætni
útsjón og hlýju, eins og honum var meðeiginlegt, þá er það
mikill kostur. Eg kom oft til frænda minna að Gunnarsstöðum,
þar var mér svo innilega fagnað, að mér þótti stór krókur beinni
leið styttri, ef Gunnarsstaðir voru á götunni; en þar fyrir utan
varð ekki fram hjá því heimili farið, þegar vatnavöxtur var í
Hafralónsá, því hún var ferjuð frá Gunnarsstöðum. I eitthvert
skifti beið'eg dálitla stund við ána eftir ferju, það var sólskin
og hiti, og mér leið vel. Eg horfði aðdáunaraugum yfir sveit-
ina og fegurð náttúrunnar, en þá vakti það eftirtekt mína að
hvirfilvindur fór um sandbörðin austan við Gunnarsstaði. Þessi
moldarstólpi fór með jafnri ferð og stefndi heim á túnið, en
þegar á grasið kom og moldin féll niður, sá eg að þetta var ríð-
andi maður, og vissi eg strax að þetta hefði verið Mundi. Þeg-
ar eg litlu seinna kom heim á hlaðið og heilsaði honum, sagði
eg við hann : “Þú riður hart og langa spretti.” Hann var sjálf-
ur ekki til að svara mér, þegar faðir hans, sem stóð til hliðar
sagði: “Hann er alt af sendur, þegar þarf að flýta sér, og hann
er svo léttur að hestana munar ekkert um að halda á honum, þeir
eru eins og að æfa sig með hann á bakinu. Hann hlífir sér held-
ur ekki þó hann sé sendur gangandi.”
Eg kom til Jóns bróður rníns að sumarlagi og hafði ekki
lengi staðið við, þegar eg spurði hann hvar Mundi væri, sem eg
hélt að ætti þar heima, en Jón svaraði: “Eg léði Sveini kaup-
manni hann í dag; hann fullnægir okkur báðum, þó margar séu
sendiferðirnar, og hann leysir öll erindi svo vel af hendi; og eg
er aldrei hræddur um Munda, hann fer svo hyggilega að öllu.”
Jón bróðir minn var lengi lítill og léttur, og hafður til sendiferða
í föðurgarði, og var ekki laust við að eg öfundaði hann af því.
Fleiri vofu eðliskostir Guðmundar en f jörið. Hann var einn sá
jafnlyndasti og gleðiríkasti maður, sem eg hefi kynst um mína
daga. Hann gjörði ljómandi fallega að gamni sínu, og var bráð-
fyndinn, sem alt stjórnaðist af nærgætni, mannúð og kurteisi.
Öll þau ár, sem Guðmundur var í Winnipeg, þá stundaði
hann verzlun fyrir sjálfan sig eða aðra, og þótti ávalt hið mesta
lipurmenni. Aldrei var hann ríkur, en með fyrirhyggju og á-
stundun, hafði hann ætið nóg til að uppfylla sínar heimilisþarfir,
og til að fullnægja gestrisni þeirra hjóna. Hann var mikill
herra sinnis sins, og mikið þurfti að gjöra á liluta hans, til þess
að vingirnin hyrfi af andliti hans, eða að hann gleymdi umburð-
arlyndisskyldunni, en hann var líka gagnorður, þegar honum
þótti mál til komið að ávíta. Eg þykist ekki hafa hælt Guð-
mundi um skör fram, eða fyrir frændsemissakir, en eg hefi þó
viljað minnast á hans miklu kosti, ekki sem meðmæli yfir á
annað tilverustig, því hann, sem þar við tekur þekkir hjarta-
lagið, en vegna þess að mannkostirnir eru okkur, sem eftir stönd-
um æfinlega fyrirmynd, ef við reynuin að taka eftir og ástund-
um dygðaveginn.
Fyrir 30 árum síðan lá Guðmundur í næstum ár í liðagigt
og var ætíð eftir það heilsutæpur og þoldi ekki áreynsluvinnu.
Hugrekki brást honum aldrei, og meðeiginlega gleðin og nær-
gætnin til ástvinanna yfirgaf hann aldrei, öðrum til huggunar
og kjarks, gerði hann fallega að gamni sinu til hinztu stundar.
Hann andaðist að heimili sinu 10. febrúar næstliðinn.
Himnaríkið með öflin sín,
mannsandann stöðugt mentar.
Fr. Guðmundsson.
/f /x
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WINNLPEG, MAN. PHONE 95 551.
Bylting á Parísargötum
FJtir Knut Hamsun
Það var einn morgun sumarið
1894, að rithöfundurinn danski Sven
Lange, kom inn í herbergið mitt í
Rue de Vaugirard í París, vakti mig
og sagði, að bylting væri hafin í
borginni.
—Biylting ?
—Stúdentarnir hafa tekið málið
i sínar hendur og hefja nú bylting
á götunum.
Eg var syf jaður og illur og sagði:
—Það er réttast að slöngva á þá
vatni og skola þeim af götunum.
En þá þyknaði í Sven Lange, því
að hann var með stúdentunum, svo
að hann varð fúll og svo fór hann.
“Málið,” sem stúdcntarnir höfðu
tekið að sér, var þannig vaxið:
Félagið “Hinar fjórar fögru list-
ir” efndi til dansleiks á skemtistaðn-
um Rauða myllnan. Og þær f jór-
ar konur, sem áttu á dansleiknum að
koma fram í persónugerfi hinna
f jögurra fögru lista, voru þarna eig-
inlega allsnaktar, það átti að heita,
að þær væri með silkiband um mitt-
ið. Nú er Parísarlögreglan sein-
þreytt til vandræða og vön við sitt
af hverju. En hér réðst hún til
inngöngu. Dansleiknum var slitið
og skemtistaðnum lokað. Listamenn-
irnir mótmæltu þessum aðförum.
Stúdentarnir í gjörvöllu Latínu-
hverfinu tóku málstað listamann-
anna og mótmæltu líka.
Fáum dögum síðar gekk fámenn
sveit lögreglumanna niður St.
Michel boulevardann. Úti fyrir
einni knæpunni þarna sitja nokkrir
stúdentar og senda lögreglusveitinni
tóninn, um leið og hún fer hjá. Nú
er Parísarlögreglan seinþreytt til
vandræða og ýmsu vön ; en það fýk-
ur samt í einn lögregluþjóninn, hann
þrífur þungt eldspýtnahykli úr
steini, sem liggur þarna á einu borð-
inu á gangstéttinni, og sendir af
hendi i áttina til óróaseggjanna. En
skeytið geigaði heldur en ekki og
lenti inn um glugga á knæpunni og
í hausinn á alsaklausum stúdent og
þarna dettur mannauminginn dauð-
ur til jarðar.
Og þá var það, að stúdentarnir
tóku málið í sínar hendur......
Þegar Sven Lange var farinn,
klæddi eg mig og fór út. Mesta
æsing á götunum, sægur af fólki,
ríðandi og fótgangandi lögreglulið.
Eg tróð mér áfram gegnum þvög-
una, þangað sem eg var vanur að
borða, fékk miér morgunverð,
kveikti í sigarettu og bjóst svo til
heimferðar. Þegar eg kom út úr
matsöluhúsinu, var æsingin enn
meiri og enn þá meiri mannf jöldi á
götunum. Þjóðvarnarliðið, ríðandi
og á fæti, var nú komið á vettvang,
til þess að halda uppi reglu. En
ekki sást fyrri til þess á St. Ger-
main-boulevardanum en mannfjöld-
inn byrjaði að æpa að þvi og kasta
grjóti. Hestarnir prjónuðu, frís-
uðu og hlupu út undan sér; múg-
urinn liraut upp asfaltið á götunni
og hafði molana að skotvopni.
Maður nokkur sneri sér að mér,
gróflega hneikslaður, og spurði,
hvort mér fyndist það viðeigandi á
þessari stundu að reykja sígarettu.
Eg hafði ekki minstu hugmynd um,
að þetta væri svo geysihættulegt at-
hæfi, og svo var eg nú talsvert af-
sakaður með því, að eg skildi lítið
sem ekkert í frönsku. En maður-
inn bar sig agalega til og hrópaði:
—Bylting, Bylting!
Og eg fleygði sígarettunni.
En nú voru það ekki lengur stú-
! dentarnir einir og listamennirnir,
sem hér voru á ferðum; dreggjar
Parísarborgar streymdu hingað,
tugir þúsunda, letimagar, slæpingj-
ar, ræflar. Þeir komu allsstaðar áð,
skaut upp i hliðargötunum og dreifð-
ust innan um mannf jöldann. Fleiri
en ein heiðarleg manneskja misti
þarna af úrinu sínu.
Eg lét berast með straumnum.
Miðstöð ólátanna var á krossgöt-
unum, þar sem St. Michel-boule-
vardinn skerst, og svo virtist, sem
það væri í meira lagi örðugt að halda
hér reglu. Múgurinn fór hér góða
stund sínu fram, alveg eins og hon-
um þóknaðist. Strætisvagn kom yfir
brúna, handan yfir Signu. Þegar
hann nam staðar á St. Michel-torg-
inu gekk maður fram úr hópnufn,
tók ofan hattinn og mælti: Herrar
mínir og frúr, gerið svo vel að fara
út úr vagninum. Og farþegarnir
fóru út úr vagninum. Siðan voru
hestarnir spentir frá og vagninum
velt um koll á miðri götu, með af-
skaplegum fagnaðarlátum.
Næsti strætisvagn fékk sömu för.
Sporvagnar, sem ?ð komu, urðu að
nema staðar og svo var þeim líka
velt um koll og brátt var komin há
þvergirðing yfir götuna, gangstétt-
anna á milli. Hér tók fyrir alla um
ferð. Þeir, sem eitthvað þurftu að
komast áfram, gátu ekki brotið sér
leið gegnum þvöguna, heldur bárust
þeir með straumnum, sem ólgaði
sitt á hvað, lentu afvega, þrúguðust
inn í hliðargötur, langar leiðir, auk
heldur inn í gegnum lokaðar hurð-
ir, inn í húsin.
Sjálfur barst eg með þvögunni
aftur til baka að veitingaliúsinu,
sem eg kom frá, og barst lengra,
alt af lengra og lengra til baka. Eg
kom að háum, svörtum járngrind-
um við safnhús eitt—þar þreif eg
dauðahaldi. Það lá við, að af mér
litnuðu handleggirnir, en takinu hélt
eg. Alt í einu heyrðist skot, tvö
skot. Felmtri miklum sló á mann-
þröngina, sem ruddist nú inn í hlið-
argöturnar með feykna öskrutn og
óhljóðum. Og nú notaði lögreglan
tækifærið og þeysti á hælana á
múgnum, sem dreifðist, og lét
sverðshöggin óspart dynja.
í þessu augnabliki fann maður
ekki betur en regluleg styrjöld væri
skollin á.
Eg var svo lánsamur að fá að
standa kyr við járngrindurnar, en
þar var nú enginn verulegur troðn-
ingur lengur. Þá kom maður ask-
vaðandi til mín, másandi og blás-
andi, hafði orðið tæpt fyrir og var
frá sér af hræðslu. Hann hélt á
nafnspjaldinu sínu, þrýsti því í lófa
mér og bað sér griða, hélt víst, að
eg ætlaði að drepa sig. Á spjaldinu
stóð: dr. Hjohannes. Þarna stóð
hann frammi fyrir mér og titraði
allur. Hann sagði mér frá, að hann
væri Armeníumaður og staddur í
París í námserindum, en annars var
hann læknir í Konstantinopel. Eg
gat’ honum grið, drap hann ekki.
Eg man enn þá mjög vel eftir þess-
úm manni, einkanlega andlitinu,
sem var ógn kvalræðislegt, með
svart, rytjulegt skegg, og svo voru
tennurnar í efra skoltinum á hon-
um svo gisnar, og hélt hann þeim
þó öllum.
Nú kvisaðist það, að skotin hefði
komið úr skóbúð einni, eða þó öllu
heldur úr verkstæðinu uppi yfir búð-
inni. Það voru “italskir” verka-
menn, sem skotið höfðu á lögregl-
una—auðvitað var sökinni komið á
ftali. Tók nú hugrekkið heldur að
vaxa hjá múgnum og streymdi hann
nú aftur inn á boulevardann. Ridd-
arasveit lögreglunnar, reyndi nú við
gatnamótin hjá Cordon að stemma
stigu fyrir meiri aðsókn manna,
hvarvetna að úr borginni. En óðar
og múgurinn varð var við þetta
bragð, tók hann að brjóta rúðurnar
í blaðsöluskýlunum, grýta gaslukt-
irnar á ljósastaurunum og rífa upp
járnstengurnar, sem hafðar eru til
að hlífa kastaníutrjánum á boule-
vördunum—alt þetta í því skyni að
leiða athygli lögreglunnar frá því
að halda vörð við gatnamótin. En
þegar þetta reyndist árangurslaust,
þá var um að gera að prata þessa
prjónandi lögregluliðshesta eins og
frekast var unt, og var nú kveikt
í strætisvagnahrúgaldinu. Svo var
haldið áfram að brjóta upp asfaltið
á götunum og grýta með því, en með
því að þetta var mesta erfiði og
fullnægði þar að auki hvergi nærri
þörfinni, þá var gripið til nýrra
ráða. Járnstengurnar frá kastaníu-
trjánum voru nú kubbaðar niður i
smátt, girðingar og handrið fóru
sömu leið og loks kom röðin að mín-
um eigin stóru og ágætu járngrind-
um. Og svo köstuðu menn og ráku
upp öskur, eyðilögðu, flýðu og
komu aftur.
Á þessu gekk tímunum saman.
Loks kom lögreglunni liðstyrkur,
herflokkur frá Versölum. Múgn-
um brá'nú heldur en ekki. Lögregl-
una og þjóðvarnarliðið höfðu menn
spottað og gert þeim alt ilt, sem
unt var. En þegar herliðið kom,
hrópaði mannfjöldinn: Herinn lifi!
Herinn lifi! Og liðsforingjarnir
heilsuðu og þökkuðu fyrir heilla-
óskirnar. En óðara og foringjarnir
og hennennirnir voru riðnir hjá,
byrjuðu gletturnar við lögreglu-
mennina, rúðurnar og handriðin á
nýjan leik, og alt sat í sama þófi.
Framh.
GEFINS
Blóma og matjurta fræ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
FræiÖ er nákvœmlega rannsalcaö
og ábyrgst að öllu leyti.
TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blafSið fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. jandar, 1935, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2, og 3. (I hverju safni eru 6tal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér). '
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur nr. 1. 2. og 3 og fær nr. 4
þar að auki. \
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1. 2. og 3., og fær nr. 4. þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2.
og 3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu.
NO. 1—ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Long Blood
(Large Packet)
CÁBBAGE, Emkliuizen (Large
Packet)
C A R R O T, Chantenay Half
Long (Large Packet).
ONION, Yellow Globe Danvers,
(Large Packet).
LETTUCE, Grand Rapids. This
packet will sow 20 to 25 feet
of row.
PARSNIP, Early Short Round
(Large Packet).
RADISH, Erench Breakfast
(Large Packet).
TURNIP, Purple Top Strap
Leaf. (Large Packet). The
early white summer table
turnip.
rURNIP, Swede Canadian Gem
(Large Packet).
ONION, White Pickling (Large
Packet).
NO. 2.—ANNUAL FLOWER COLLECTION
Large Size Packets
ASTERS, Queen of the Market.
BACHELOR S BUTTON, Fine
Mixed.
COSMOS, New Early Crowned.
CLIMBERS, Fine Mixed.
EVERLASTINGS, Fine Mixed.
CALIFORNIA POPPY, Fine
Mixed.
MIGNONETTE, Fine Mixed.
MATHIOLA, Evening Scented.
Stock.
POPPY, Shirley Mixed.
PETUNIIA, Choice Hybrids.
SURPRISE FLOWER
GARDEN.
SNAPDRAGONS, New Giant
Flowered.
SPENCER SWEET PEAS —
Mixed.
NO. 3—SPENCER SWEET PEA COLLECTION
6 — Big Packets — 6
Here are six splcndid Spencer Sweet Peas that will hold their
own either in the garden or on the show bench. Conceded.by
experts to be six of the best in their respective color class.
DEEP PINK, Pinkie — SALMON, Barbzara — CRIMSON Crim-
son King — LAVENDER, Austen Frederick Improved—BLUE,
Heavenly Blue — MAROON, Warrior.
NO. 4 — WINTER VEGETABLE COLLECTION
BEETS, Detroit Dark Red (Ounce). The best round red Beet.
Ounce will sow 100 fet of drill.
CABBAGE, Danish Ball Head (Large Packet). This packet will
grow 1,000 lbs. of as good cabbage as you ever tasted.
CABBAGE, Red Rock Pickling (Large Packet). This packet will
easily produce over 300 heads,-
CARROT, Chantenay Half Long (Ounce). Ounce will sow 250
feet of drill.
PUMPKIN, Sweet or Sugar (Large Packet). Packet will sow
10 to 15 hills.
ONION, Yellow Globe Danvers (Large Packet). Will sow 25
to 30 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guernsey (Ounce). Ounce enough for
250 feet of drill.
SQUASH, Imported True Hubbard (Large Packet). Sufficient
seed for 12 to 20 hills.
VEGETABLE MARROW, Long White Vining (Large Packet).
Packet will sow 20 to 25 hills.
TURNIP, Purple Top Swede (Ounce). Will sow 300 feet of row.
Sendið áskriftargjöld yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $............sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos. :
Nafn
Heimilisfang
Fylki .......