Lögberg - 05.04.1934, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APBIL 1934
Leiðtogar og menning
Eitt af aÖalsmerkjum mannanna
er það, hversu minnugir þeir eru á
leiðtoga sína. í minningum leiÖ-
toganna eiga menn ekki aÖeins end-
urminninguna um þá sjálfa, heldur
lífsstarf þeirra alt og ávexti þess.
Flestar þjóÖir hafa átt ágæta leiÖ-
toga á ýmsum tímabilum, menn, sem
hafa vakað yfir velferð samferða-
manna sinna, menn, sem hafa barist
hlífðarlaust fyrir rétti þeirlra og
með stakri ósíngirni leitt þá í gegn-
um erfiðleika og torfærur til full-
komnara lífs og meiri þroska.
Vér íslendingar höfum átt slíka
menn. Ekki aðeins átt þá, heldur er
hin afskekkta, litla, íslenzka þjóð
tiltölulega auðug af þeim.
Vestur-íslendingar! eruð þér
nhnnugir Hallgríms Péturssonar,
sveitaprestsins íslenzka, sem við
erfið lífskjör og ægilegan sjúkdóms-
kross var ljós á vegum íslenzku
þjóðarinnar og lampi fóta hennar;
—skáldið guðlega, er svo vel söng,
“að sólin skein í gegnum dauðans
göng,’’ sem með ljóðum sínum færði
frið, hugrekki, trú og von inn í
hvert hús og hrevsi þjóðarinnar á
rauna- og erfiðleikatimum hennar,
og ávalt siðan, ungum jafnt sem
gömlum, lærðum sem ólærðum, fá-
tækum jafnt sem ríkum, heilbrigðum
jafnt sem sjúkum og að “vertu, Guð
faðir, faðir minn,” voru síðustu orð-
in, sem æsku-sveinninn eða æsku-
meyjan sofnaði með á vörum sér, og
það voru og eru líka Ijóðin hans,
sem síðast hljóma til eyrna íslend-
inga er þeir í hinsta sinn kveðja ást-
vini sína við gröfina og hafa gjört
það sífelt nálega í 300 ár. Ekki veit
eg hvers virði, í aurum eða krónum,
eða dollurum eða centum, að leið-
sögn Hallgríms Péturssonar hefir
verið Vestur-Islendingum og hinni
islenzku þjóð, og það dæmi getur
vist enginn reiknað. Hitt veit eg
fyrir víst að það er hverjum einum
af oss holt, og öllum íslendingum 5
heild, að vera minnugir á slíkan
leiðtoga.
Annar leiðtoginn, íslenzki, var
Jón Sigurðsson, glæsimenni eitt það
mesta, er íslenzka þjóðin hefir átt,
bæði hvað gáfur, vallarsýn og þekk-
ingu snerti, en glæsilegastur að göfgi
og réttsýni. Á unga aldri hafnar
hann öllum hefðar- og hálaunastöð-
um, til þess eins að geta unnið ætt-
þjóð sinni og ættlandi sem mest
gagn. Að geta greitt fram úr erfið-
leikum þjóðar sinnar var hans glæsi-
legasta von,—að knýta íslendinga
saman til þróttmeiri framsóknar, var
metnaður hans, og að fá lyft þióð
sinni upp úr kvíðafullu sinnuleysi
og fákunnáttu, upp í fjallsvala nor-
rænnar karlmensku og þroska, voru
honum laun nóg. Sjálfur fór hann
alls á mis til þess að því takmarki
væri hægt að ná, og krafta sina alla
og líf helgaði hann því starfi, að þú
og eg mættum ráð.a okkur sjálfir eða
sjálf, og þroskast samkvæmt gáfna-
fari og eðlisuppruna, óháð af annar-
legu valdi. Jón Sigurðsson var
nefndur sómi íslands sverð þess og
skjöldur; en hann var meira en
þetta, hann var kennifaðir og fyrir
mynd hinnar íslenzku þjóðar, og
þegar eg segi hinnar íslenzku þjóðar,
þá á eg við alla hina eldri íslendinga,
sem í Ameriku eru búsettir, sem
beinlínis hafa komið undir áhrif áf
verkum þessa manns og notið ávaxt-
anna af lífi hans.
Eitt af aðal áhugamálum Jóns
Sigurðssonar voru mentamálin, að
þau væru sem heilbrigðust og ís-
lenzkust, þrátt fyrir ósjálfstæði og
fátækt þjóðarinnar. Ef að Jón væri
kominn hér á meðal Vestur íslend-
inga og sæi aðstöðu okkar gagnvart
þjóðræknismálum vorum og sínum
yfirleitt, og það hve efitt að þessi
eina, íslenzka mentastofnun—menta-
stofnun, sem bygð er á ávöxtum
þeim, sem hann með lífi sínu sáði
til—á uppdráttar. Hvað haldið þið
að hann mundi segja, eða hugsa?
Eg veit það ekki, en hitt veit eg, og
það fyrir víst, að það margborgar
sig fyrir alla Vestur-íslendinga að
vera minnugir annars eins leiðtoga
og Jón Sigurðsson var, og á fyrir-
mynd þá, sem hann með starfi sínu
og lífi gaf.
Árið 1883 kom til Ameríku glæsi-
legur maður frá Islandi, sem í
mörgu svipaði til Tóns Sigurðssonar
og sem Þörhallur biskup sagði um,
að mesta leiðtoga hæfileika hefði
haft, allra íslendinga á síðari öldum,
að Jóni Sigurðssyni einum undan-
skildum; það var séra Jón Bjarna-
son. Hann var óvanalega miklum
gáfum gæddur, mentaður vel og
glæsilegur að vallarsýn, en glæsileg-
astur, eins og nafni hans, fyrir ó-
síngirni, fórnfýsi og andans göfgi
Séra Jón, eins og Jón Sigurðsson,
átti kost á vellaunuðum hefðarstöð-
um og lífsþægindum, en hann hafn-
aði því öllu til þess að veita fólki
sínu forystu og umönnun í frum-
skógunum við Winnipegvatn,—líða
þar með því súrt og sætt og leið-
beina því og aðstoða í erfiðleikum
þess. En sú saga er öllum ógleym-
anleg, og ekki sízt þeim, sem
báru með honum hita og þunga dag-
anna þar, og fóru með honum um
vegleysurnar á milli litlu bjálka-
kofanna. Teningunum var nú kast-
að. Þörfin auðsæ; skyldubrautin
skýr og út af henni víkur hann ekki
til dauðadags. Lifsstarf séra Jóns
Bjarnasonar vár nálega óslitin þjón-
usta í þarfir menningarþroska Vest-
ur-íslendinga, og hann gaf þeim alt
sem hann átti bezt, án þess að hugsa
um endurborgun eða laun. Hvers
virði er yður, Vestur-lslendingar,
starf og fórnfýsi þess manns? Er
hún ekki þess virði, að þið látið
nokkur cent af hendi rakna til þess
að Halda við skólanum, sem ber hans
nafn, sem hann sjálfur var frum-
kvöðull að og unni ? Því eina var-
anlega minnismerki, sem við íslend-
ingar getum, ef við viljum, skilið
eftir okkur sem tákn þess er allir
leiðtogarnir, sem eg hefi minst á,
unnu fyrir og lifðu fyrir, — tákn
menningarþroska sjálfra vor og
þjóðar vorrar. Finst yður að það
mundi vera ofborgað ?
Þessa dagana, sem eg er að
leitast við að fá yður, landar mínir,
til að sinna fjárþörf Jóns Bjarna-
sonar skóla — leggja honum til
$3,000.00, sem hann þarf nauðsyn-
lega á að halda, þá eru Þjóðverjar
að gjöra hið sama: að leita til sinna
manna hér í Winnipeg, og annars-
staðar, bæði í Canada og Bandaríkj-
unum. Þeir fylgja þeirri aðferð,
að taka samskot á meðal landa sinna,
ECZEMA, KAUN
og aðrir skinnsjúkdómar
læknast og græðast af
Zam-Buk
er kirkjur þeirra sækja á föstudag-
inn langa, og nam skólaoffur þeirra
hér í Winnipeg, sem telur 45 full-
orðna safnaðar meðlimi, $64.00, og
þar var ekki um neina auðmenn að
ræða. Þetta eru öll skandinavisku
þjóðarbrotin að gjöra hér í álfu, á
einn eða annan hátt, þau eru öll
minnug leiðtoga sinna og menning-
arþroska þjóða sinna. Hví skyldum
við Vestur-íslendingar ekki vera
það lika? Eigum við að vera einu
eftirbátarnir, eina úrhrakið úr öllum
hópnum? Það má aldrei verða.
Vestur-Islendingar! einu sinni
enn, og ef til vill i síðasta sinni, bið
eg yður að vernda Jóns Bjarnason-
ar skóla frá falli og eyðilegging.
Sendið honum þessa upphæð, sem
hann þarf á að halda, ef nógu marg
ir leggja hönd á plóginn, þá er upp-
hæðin smá, sem hver og einn þarf
að leggja til. Nokkur cent, , eða
dollar frá hverjum dugar, ef marg-
ir taka þátt. En gjörið það strax,
eða eins fljótt og yður er unt, og
sýnið með því, að þér eruð ekki
síður minnugir leiðtoga yðar og
menningarþroska þjóðar yðar, en
aðrir frændur yðar frá skandinav-
isku löndunum.
J. J. Bíldfell.
Sendið gjafir yðar til S. W. Mel-
sted, 673 Bannatyne Ave., Winni-
peg, féhirði skólans.
Bók Hitlers “Mein Kampf” hefir
nú verið bönnuð í Tjekkóslóvakíu.
En í Þýskalandi koma í sífellu nýjar
útgáfur af bókinni og hafa nú verið
prentuð miljón eintök af henni en
höfundurinn fengið 2 miljón mörk
ritlaun. Hitler er talinn ríkasti
maður af forustumönnum nazista
og eiga 15 miljón mörk. Fyrir 12
árum átti hann ekkert, en lifði af
35 marka hermannastyrk á mánuði.
Halldór Halldórson
(Fæddur 2. ágúst 1866—Dáinn 7. marz 1933)
Það hefir dregist að geta þess, að 7. marz 1933, lézt að
Ericksdale sjúkrahúsi Halldór Halldórsson, bóndi úr Sigiunes-
bygð. Halldór heitinn var sonur þeirra hjóna Halldórs Jóns-
sonar frá Álfgeirsvöllum í Skagafirði og Ingibjargar Jónatans-
dóttur frá Minna Árskógi við Eyjafjörð, bæði dáin; Halldór dó
28. apríl 1911, en Ingibjörg 15. maí 1922.
Halldór heitinn var tekinn til fósturs af Guðnnindi Jóns-
syni og Steinunni Hallgrímsdóttur, sem bjuggu á Mörk i Lax-
árdal í Húnavatnssýslu. Til Manitoba kom hann árið 1900,
og fór til foreldra sinna sem fluttu vestur um haf 1876 og
bjuggu á Halldórsstöðum við íslendingafljót. Árið 1910 tók
hann land við Pebble Beach, Man., og bjó þar, þar til hann
flutti til Sigluness, Man., 1925, og bjó hann þar til æfiloka.
13. september 1014 gekk hann að eiga Stefaníu Baldvins-
dóttur, og lifir hún mann sinn. Tíu -börn þeirra eru á lífi:
Ingibjörg, Haraldur, Margrét, Karl, Anna, Halldór, Arnold,
Svanhildur, Daníel og Gislína.
Átta systkini Halldórs heitins eru á lifi: Páll, Geysir, Man.;
Margrét Stefánsson, Pebble Beach, Man.; María Sigurdson,
Geysir, Man.; Jón, Víðir, Man.; Þorbergur, Foam Lake, Sask.;
Indiana, British Columbia og Tístran, Edmonton, Alta. Tveir
bræður eru dánir: Tryggi, er bjó að Víðir, Man. og Jóhann, er
hafði kaffisölu í mörg ár í Winnipeg og dó þar.
Halldór heitinn var duglegur á meðan heilsan leyfði, var
hann ágætis heimilisfaðir, svo langt sem að kraftar hans náðu.
Hann var mjög hjálpsamur og lundstiltur. Greindur var hann
og gleðimaður—hafði sérlega gaman af söng og skáldskap.
Hann var vel heima í fornsögunum og var skemtilegur viðtals
og ræðinn. A.
Fimtánda ársþing þjóðræknisfélagsins
Wynyard, 10. febr. 1934.
Vér undirrítaCir félagar þjóðræknisdeild-
arinnar “Fjallkonan” I Wynyard, felum hér
með frú Mathildi FriSriksson fult umboð á
atkvæði okkar á þingi pjððræknisfélagsins,
er haida skal í Winnipeg í þessum mánuði:
S. S. Anderson, H. S. Asdal, G. G. Gíslason,
Mrs. Th. Jðnasson, Jakóbína Johnson, J. A.
Reykdal, Waldimar Johnson, Friða Pálson,
Sigga Björnsson, Árni Sigurðsson, Mrs.
Frlða Sigurðsson, Ingvar Magnússon, A. S.
Hall, Halldðra Gíslason, Gunnlaugur Gísla-
son, Mrs. Ragnheiður Kristjánsson, I. Lin-
dal, M. Ingimarsson, ólafur Hall.
Hér með vottast að ofanskráðir eru full-
giidir félagar þjððræknisfélagsdeildarinnar
“Fjallkonan” í Wynyard.
Jðn Jðhannesson, forseti
G. Goodman, skrifari.
Hér með heimilum vér Mrs. Ástu Eyrik_
son að fara með atkvæði vor á þingi pjðð-
ræknisfélags Vestur-lslendinga er hefst 1
Winnipeg, 20. febr. 1934:
Mr. J. J. Henry, Mrs. J. J. Henry, J. Th.
C. Henry, J. G. Henry, J. S. Einarsson, T.
G. Goodman, Mrs. J. A. Sigurðsson, Mr. B.
Theodore Sigurðsson, Mr. Jðn O. S. Sigurðs-
son, Miss Elín G. G. Sigurðsson, Mrs. Björg
Thorsteinsson, Kristinn Goodman, Sveinn A.
Skaftfeld, H. Gilsson, I. C. Jðhannsson, Mrs.
Guðrún Isfeld, Klemens Jðnasson, Kristján
Bessason, Dóra Jðhannesson.
Hér með vottum við að þessi heimilda
skjöl séu rétt.
Th. Thorsteinsson, skrifari
Jðn Sigurðsson.
Hér með heimilum vér Bjarna Skagfjörð
að fara með atkvæði vor á þingi pjóðrækn-
isfélags Vestur-íslendinea, er hefst I Win-
nipeg 20. febr. 1934.
Kristján Pálsson, Hávarður Elíasson,
Ingibjörg Pálsson, Th. Skagfjörð, Mrs.
Jafeta Skagfjörð, Einar Jðn Hinrikson,
Theodðr Thordarson, H. Sturlaugson, G. F.
Jðhannsson, Mrs. L. Benson, Mrs. K. J.
Ólafsson, Guðmundur Guðmundsson, Grða
Mentin, Ágúst Sæmundsson, Th. S. Thor-
steinsson, B. Dalman.
Hér með vottast að þessi heimilda skjöl
séu rétt.
Th. S. Thorsteinsson, skrifari.
Jðn Sigurðsson.
Hér með heimilum vér Th. Bjarnason að
fara með atkvæði vor á þingi Pjððræknis-
félags Vestur-íslendinga, er hefst I Winni-
peg 20. febr. 1934.
Einar Magnússon, Rakel Maxon, Arndís
Ólafson, Jðn Ólafson, Sigurbjörg Johnson,
Gestur Jðhannsson, J. Reykjalín, N. Dal-
man, Jðhann Peterson, Magnús Johnson,
Margrét Anderson, Jðhann Benson, Jðn
Sigurðsson, Dora Benson.
Hér með vottum vér að þessi heimilda
skjöl séu rétt.
Th. Thorsteinsson, skrifari.
Jðn Sigurðsson.
Vér undiritaðir meðlimir pjððræknisdeild-
arinnar “Iðunn” að Leslie, Sask., felum hér
með Páli Guðmundssyni umboð vort og at.
kvæði á ársþingi pjððræknisfélags Islend-
inga í Winnipeg, er haldið verður 20., 21.
og 22 febr. 1934.
R. Árnason, Th. Guðmundsson, W. H.
Paulson, G. Gabríelsson, M. Kristjánson, H.
Thorsteinson, J. Sigbjörnsson, S. Anderson,
Mrs. S. Anderson, Paul F. Magnússon, Mrs.
Anna Sigbjörnsson, Sigbjörn Sigbjörnsson,
Mrs. Helgi Steinberg, Helgi Steinberg, Mrs.
L. B. Nordal, L. B. Nordal, Bjarni Davlðs-
son.
Hér með vottast að ofanritaðir eru gildir
og gððir meðlimir deildarinnar “Iðunn.”
R. Árnason, ritari
Paul Guðmundsson, forseti.
Voru eigi komin heimildaskýírteini frá
öllum deildum og gat þvl nefndin ekki lok-
ið starfi að svo stöddu. Árni Eggertson
gerði tillögu og Eirikur Sigurðsson studdi
að þessi bráðabirgðar skýrsla kjörbréfa-
nefndar sé viðtekin og nefndinni falið að
halda áfram ðloknu starfi.
Samþykt.
Lagði þá dagskrárnefnd fram svohljðð-
andi skýrslu um þingstörf:
Dapskrárnefnd leggur til að þingmál séu
tekin fyrir I eftirfarandi röð, jafnframt þvl,
sem nefndin áskilur sér rétt til að auka við
dagskrána, ef þörf gerist.
1. pingsetning
2. Skýrsla forseta
3. Kosning kjörbréfa'nefndar
4. Kosning dagskrárnefndar
5. Skýrslur embættismanna
6. Skýrslur deilda
7. Skýrsla milliþinganefndar
8. Fjármál
9. Útbeiðslumál ,
10. Fræðslumál
11. Samvinnumál við Island
12. Útgáfa Tlmaritsins
13. Bðkasafn félagsins
14. Minjasafn
15. Sextugs afmæli þjððræknishreyfingar-
innar.
16. Lagabrey tingar
17. Kosning embættismanna
18. Ný mál
a) Kirkjulegt samband við ísland
b) Söfnun sögugagna um vesturflutn-
inga
19. ólokin störf
20. Pingslit.
Ásmundur P. Jðhannseon gerði tillögu og
Margrét Byron studdi að skýrslan sé við-
tekin. Samþykt.
Var þá komið fram yfir hádegi og gerði
dr. Rögnv. Pétursson tillögu studda af Mar-
gréti Byron að fundi sé frestað til kl. 1.30.
Fundur var settur kl. 2 e. h. Fundarbók
lesin og samþykt.
Fjármál
Tillaga frá dr. Rögnv. Péturssyni studd
af S. B. Benediktssyni að forseti skipi 3
manna fjármálanefnd, er starfi yfir þingið.
Samþykt.
Forseti tilnefndi þessa: Á. P. Jðhannsson,
Loft Matthews og Jðn Janusson, Foam Lake.
pá var lesin skýrsla Rithöjundasjóðsnefnd-
ar, er sýndi að safnast hefði á árinu $145.27.
Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og
Asm. P. Jóhannsson studdi að skýrslan sé
viðtekin og þeim Jðnasi Jðnassyni og G. J.
Oleson, Glenboro og Jðni Kernested, Winni-
peg Beach, sérstaklega þakkað starf þeirra.
Samþykt.
Páll Guðmundsson, Wynyard, mintist á
ýmsa erfiðleika, er deildir hefðu við að
stríða. Flestar þessar deildir sagði hann
hefðu bókasöfn og væri æskilégt, ef hægt
væri, að kaupa bækur I stórum stll frá ein-
hverri miðstöð og skifta svo upp á milli
deilda, og hafa bðkaskifti. Einnig kvað
Hann heppilegt, ef mögulegt væri, að senda
mann einu sinni á ári til deildanna, til þess
að hjálpa til við samkomuhöld.
Jðn Jðhannson, Wynyard, sagði að æski_
legt mundi einnig að stjðrnarnefndin hefði
alt af við og við bréfaviðskifti við deildirn-
ai', jafnvel þð það yki á verk nefndarinnar.
Séra Guðm. Árnason lagði áherzlu á að fá
lestrarfélög þar sem þau væru út um bygð-
ir til að ganga I pjððræknisfélagið sem deild-
ir svo strykur yrði fyrir hvortveggja.
J. P. Sðlmundsson fanst stjðrnarnefndin
hafa verið lintæk á síðustu árum I störfum
sínum gagnvart útbreiðslumálum.
Páll Guðmundsson gerði tillögu og Jðn
Jðhannsson studdi, að forseti skipi 5 manna
nefnd I þetta mál. Samþykt.
pessir voru skipaðir: Jðn Jðhannsson,
Wynyard, Jðhann P. Sðlmundsson, Páll
Guðmundsson, Wynyard, Guðm. Árnason og
Matthildur Friðriksson, Kandahar.
Frœdslumál
Tillaga frá S. B. Benediktssyni studd af
séra Guðm. Árnasyni að 3 manna nefnd sé
skipuð I þetta mál. Samþykt.
Útnefndi forseti: Prðf. Richard Beck, Jðn
Asgeirsson og Hjálmar Glslason.
Samvinnumál við fsland
Gerði prðf. Richard Beck tillögu og Jðn
Ásgeirsson studdi að forseti skipi 5 manna
nefnd. Samþykt.
Skipaði forseti I nefndina: Dr. Rögnv. Pét-
ursson, Mrs. Eirlksson, Selkirk, próf. Richard
Beck, Bjarna Skagfjörð, Selkirk og Friðrik
Sveinsson.
Pá gat forseti þess að bendingar hefðu
komið um hvert æskilegra væri að erindi
það, er dr. Rögnv. Pétursson ætlaði að flytja
á þinginu, yrði flutt að kvöldinu ki. 8 og
annar staður fenginn, þar eð Goodtemplara-
húsið fengist aðeins til kl. 6 þenna dag.
Sagði hann að Sambandskirkja væri fáan-
leg og ef þingheimur æskti þess mætti breyta
tlmanum.
Urðu um þetta nokkrar umræður og gerði
J. P. Sðlmundsson tillögu studda af Sig.
Vilhjálmssyni að fyrirlesturinn sé hafður
I Sambandskirkju kl. 8 að kveldinu.
Breytingartillögu gerði Á. P. Jðhannsson,
studda af S. B. Benediktssyni að byrja fyr-
irlesturinn kl. 4 og 45 mínútur, svo að fyrir-
lesari hafi nægan tlma fyrir erindi sitt. Var
þá gengið til atkvæða og breytingatillagan
samþykt með 43 atkvæðum gegn 30.
Var þá lesin skýrsla milliþinganefndar I
íþrðttamálum. Var hún lesin af Jðnasi W.
Jðhannssyni og er sem fylgir:
Skýrsla Milliþinganefndar í íþróttamálum
Verkahringur' þessarar milliþinganefnd-
ar er kosin var á síðasta þingi var eingöngu
sá, að stjðrna hockey samkepni um “Horn”
Pjððræknisfélagsins, sem gefið var hinni
uppvaxandi, íslenzku kynslðð og þeirra
ieikbræðrum til minnis um púsund ára af-
mælishátíð Islands 1930. Samkepninni var
stýrt af Mr. J. Snydal, er skipaðl forsæti I
nefnd þessari. Með honum eru I ráði J.
Walter Jóhannsson og Karl Thorláksson.
Hockey samkepni þessi fðr fram dagana
25. og 27. febrúar 1933.
Skautaflokkar þeir eru þðtt tðku I sam-
kepninni voru 6. Utanbæjar frá Selkirk,
Gimli og Árborg og frá Winnipeg: Pla_mors,
Morning Glory og Falcons. Sigurvegarar
urðu Falcons og hlutu þeir “Hornið” fyrir
árið 1933.
Fyrir sérstaka velvild Mr. Fred Hutchi-
son’s, forráðamanns Olympic skautaskál-
ans, komst nefndín að gððum samningum
við þann skautaskála og fðru leikarnir þar
fram. Nefnd þessi hafði engu fé yfir að
ráða og varð þessvegna að bera slna eigin
byrði.
pessi sama nefnd hefir einnig séð um
undirbúning að samskonar skautasamkepni
þetta ár, 1934, er haldin verður snemma I
marz I Olympic skautahringnum. par sem
útlit er fyrir elns gðða þátttöku að þessu
sinni og I fyrra, viljum vér biðja alla gðða
íslendinga að styðja þetta málefni eins og
þeim er mögulegt.
Febr. 20. 1934. Á þingi ppððræknisfélags-
ísl. I Vesturheimi.
Jack Snydal
J. Walter Jðhannsson
C. Thorlaksson.
' Gerði Ásm. P. Jðhannsson tillögu og S. B.
Benediktsson studdi, að skýrslan sé viðtekin.
Samþykt.
Útgáfa Tímaritsins
Tillaga frá Ásgeir Bjarnason, Selkirk,
Studd af S. B. Benediktsson, að forseti skipi
3 manna nefnd I málið. Samþykt.
Skipaði forseti I nefndina: Séra Guðm.
Árnason, pðrð Bjarnason, Guðm. Eyford.
Bókasafn félagsins
Séra Guðm. Árnason gerði tillögu og S. B.
Benediktsson studdi að 3 manna nefnd sé
sett í málið. Samþykt.
Útnefndi forseti þessa: G. P. Magnússon,
Jðnas Jðnasson, Halldðr Gíslason.
Minjasafnið
Síg. Vilhjálmsson gerði tillögu og B. E.
Johnson studdi, að 3 mar.na nefnd sé skipuð
1 málið. Samþykt.
Tiinefndi forseti: Friðrik Sveinsson,
Guðman Levi og Gretti L. Jðhannsson.
Sextugs afmœli pjóðrœknishreyfingarinnar
i Vesturheimi
Ásgeir Bjarnason, Selkirk, gerði tillögu
og séra Gúðm. Árnason studdi, að 5 manna
nefnd sé skipuð af forseta I þetta mál. Sam-
þykt. Voru þessir tilnefndir: Á. P. Jðhanns-
son, séra Guðm. Árnason, Elln Hall, Jðn
Jóhannsson, Jðn Janusson.
Lagahreytingarnefnd
Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og
Margrét Byron studdi að þessi liður sé lagð-
ur yfir þar til stjórnarnefndin hafi gert.
grein fyrir tillögum slnum I málinu.
Samþykt. ,
D. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og
Margrét Byron studdi, að þessi liður sé
lagður yfir þar til stjðrnarnefndin hafl gert
grein fyrir tillögum sinum I málinu.
Samþykt.
Ný mál
Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og
Guðmann Levi studdi, að þriggja manna
nefnd sé skipuð til að athuga og taka við
tillögum um ný mál, að undanteknum A. lið
á dagskránni. Samþykt.