Lögberg


Lögberg - 05.04.1934, Qupperneq 3

Lögberg - 05.04.1934, Qupperneq 3
LÖGBEIRG, EIMTUDAGINN 5. APRIL 1934 3 SOLSKIN Sérstök deild í blaðinu fyrir börn og unglinga Sjóhrakningar fyrir fjörutíu árum Skráð hcfir Sigurjón Gíslason, Kringlu, eftir frásögn Guðjóns bónda Einarssonar á Stœrribæ í Grímsnesi. Guðjón er nú sennilcga einn á lífi af skipyerjunum, sem voru á “Ellen” í þessum hrakning- um. Hann var bá 17 ára að aldri og átti heima að Apavatni. ÞaÖ var snemma í marz-mánuði árið 1894 að skútan “Ellen”, 36 smálestir að stærð, lagði út frá Hafnarfirði til fiskveiða. Eigandi skútunnar var Magnús Th. S. Blön- dahl, sem þá var búsettur í Hafnar- firði. Skipstjóri var Bjargmundur Sveinsson úr Hafnarfirði. Veður var gott, þegar lagt var af stað, og var siglt í góðu leiði út fló- ann og suður í Miðnessjó. Þar voru segl feld og færum rent. Drógum við þar nokkra fiska. En ráð var fyrir því gert að sigla suður fyrir land morguninn eftir, en það fór nú á aðra leið, eins og frá skal skýrt. Um nóttina skall á það foraðsveð- ur með roki og fannkomu, að ekki varð við neitt ráðið. Vindstaða var á norðvestan. Var nú lagt í rétt og látið reka í þrjá sólarhringa sam- fleytt. Vorum við þá “komnir út úr kortinu,” 64 sjómílur undan Snæ- fellsnesi. Sá skipstjóri þá, að svo búið mátti ekki lengur standa, ef okkur átti ekki að hrekja inn í Grænlandsísinn, því að þarna urðum við varir við jaka og jaka á stangli. Var þá látið ýkva og slagað suður 'á bóginn og gekk á því í 3 sólar- hringa. Aldrei slotaði veðrinu hið minsta allan þennan tima. Var hríð- in svo sótsvört, að sjaldan sá út fyrir borðstokkinn. Á hverri vöku var dýpi mæjt og drif skipsins. Við og við voru tveir menn vaðbundn- ir, sendir upp á þilfar til þess að dæla skipið, því að það hriplak, og Var það þó aðallega þilfarsleki. Oft fengum vér stór áföll, svo að vér vissum ógjörla hvort skipið var komið í kaf eða flaut ofan sjávar. Þess má geta hér, að þegar farið var að beita skipinu, kom í ljós að það var rifið að aftan og fell þar inri sjór kolblár, svo að skipstjóri og stýrimaður gátu ekki haldist við í káetunni, en urðu að flýja fram í til vor háseta og hýrast þar allan tímann. Vegna lekans skemdist öll mat- björg í skipinu. Brauðin voru kom- in í kássu og saltið í leðju. Aðal- fæðan, sem við höfðum, var horað beljukjöt, svonefnt “skútukjöt”, brimsalt. Urðum við að eta það hálfhrátt, því að vegna veltunnar á skipinu, var varla unt að sjóða neitt, því að illa toldi í pottinum. Var því hvað eftir öðru og verður varla sagt að vér hefðum lystugt fæði meðan vér vorum að hrekjast þannig ó- sjálfbjarga með dauðann fyrir aug- um. Eftir sex sólarhringa hrakning birti að lokum upp. En þá sáum vér ekkert nema haf og himin. Hvergi var land að eygja. Gerði nú bærilegt veður og var þá gengið að því að tjasla saman þeim segldrusl- um, sem til voru, því að öll höfðu seglin rifnað í tætlur í rokinu. Voru ]’au nú rimpuð saman og síðan sett upp. Siglum við nú dágóðan byr í 5 sólarhringa og komum að landi undan Mýrdal. Nú sigldum vér grunt vestur með landi. Var þar fyrir stór floti af írönskum skútum, um f jörutíu tals- ins, og varð að gæta allrar varúðar, að ekki yrði árekstur. Á þessum slóðum var kyrrað (þ. e. feld segl) og færum rent. Drógum við nokkra fiska og var nú ekki biðið boðanna að fá sér ærlega máltíð. Pottur var settur á hlóðir og fiskinum svo að segja lifandi fleygt í hann. Tókum vér síðan ærlega til matar og fanst þetta sannkölluð hátíð að fá nýja soðningu, eftir að hafa dregið fram lífið á beljukjötinu óæta. Næst lá nú fyrir að leita hafnar og fá gert við skipið. Sigldum vér því til Vestmannaeyja og fengum þangað gott veður. Þegar þangað kom, var verið að róa inn á höfn- ina franska skútu, sem hafði bilað eitthvað. Vér höfðum tal af Eyja- mönnum, sem voru að draga skút- una inn, og mun Hjalti Jónsson, síðar skipstjóri, hafa verið formað- ur þeirra. Spurðum vér þá hvort óhætt mundi að leggjast við festar úti fyrir og sýndist það ráðlegast, því að kvöld var komið. En ákveð- ið var að “Ellen” skyldi róin inn í höfnina morguninn eftir. Vér köstuðum nú festum fyrir utan höfnina og ætluðum að bíða rólegir til morguns, en um miðnætti rauk hann upp á austan og tók skútuna að reka. Drógum vér þá upp neyðarmerki, því að ekki var annað sýnna, en skútuna mundi hrekja í strand. Þó fór betur en á horfðist, því að akkerin festust i hrauni og skútan reið storminn af. Klukkan fjögur um morguninn Var þó ekki árennilegt að fara á milli á bátum, því að bæði var rok og nrikið brim. Með Fljalta var hafnsögumaður úr Vestmannaeyj- um, Gísli að nafni, roskinn maður. Ekki var viðlit að leggja bátnum að skútunni vegna sjávargangs. Var þá tekið það fangaráð, að vér fleygðum út kaðli og náðu bátverjar í hann. Þessum kaðli batt nú Gísli um sig og kastaði sér útbyrðis, en vér drógum hann upp í skútuna. Tók hann nú við stjórn um borð. Var það hans fyrsta verk að sleppa festum og binda áður dufl við þær og lét svo skútuna reka til lands. Var þá lágsjávað, svo að tvisvar tók niðri á leiðinni, en varð ekki að sök. Þegar skútuna hafði rekið inn á leguna, komu menn úr landi með festar og var nú skútunni lagt rétt hjá frönsku skútunni, sem dregin var inn á höfnina kvöldið áður. Erönsku skútuna átti nú að draga á land, svo að hægt væri að gera við hana, en svo slysalega tókst þá til, að pallurinn aftan á henni slóst yfir “Ellen” og braut mest alt ofan af henni, því að hún var miklu minna skip. tJt úr þessu slysi urðu yfirheyrslur og málaferli, en þeim lyktaði svo, að sá franski var dæmd- ur til að borga skemdirnar. Nú var “Ellen” ekki sjófær og þurfti að gera við hana. Stóð sú viðgerð í fimm daga, og á meðan vorum vér í landi. Voru Eyjamenn hinir gestrisnustu, og lifðum vér í vellystingum praktuglega, og var drukkið allfast. Veitti mönnum ekki af þvi að hressa sig eftir alt volkið og vosbúðina. En hræddur er eg um að útgerðarmanni hafi ekki þótt fallegir reikningarnir frá Vest- mannaeyjum, þegar þeir komu. Nú var búist til heimferðar, og gekk heimferðin vel. Höfðum vér þá verið úti 33 daga svo að ekkert hafði frést um oss til Hafnarfjarð- ar. Var skútan því talin af. Hafði aðstandendum verið tilkynt það og nokkuru samskotafé safnað handa þeim. Sá, sem fyrstur sá til skútunnar þegar hún var utarlega á Hafnar- firði, var Þórarinn prófastur Böð- varsson i Görðum. Hann brá þegar við og fór inn til Hafnarfjarðar til þess að segja fréttirnar. Varð þá heldur en ekki fögnuður í bænum, því að flestir skipverjar voru þaðan, en alls vorum vér 12 á. Nú voru tveir bátar mannaðir og róið út á fjörðinn á móti oss, og var Magnús Th. S. Blöndahl útgerðarmaður á öðrum bátnum. Þetta var á annan dag páska. Var nú skútan róin inn fjörðinn og sett í skipalægi. Það voru 40 fiskar, sem vér lögðum á land, og var það allur aflinn þá vertíðina, því að ekki var hugsað til þess að leggja aftur út á “Ellen.” Þess má geta að lokum, að önnur skúta lagði út frá Hafnarfirði sam- tímis “Ellen,” en sigldi þegar suður fyrir land og komst i landvar þegar veðrið skall á. Sakaði hana því ekki.—Lesb. Mbl. Kirkjulandið Spánn er land kirkjunnar. Hvergi í Norðurálfu er tiltölulega jafn- mikið af kirkjum eins og þar. Frá engu landi hafa komið jafnmargir trúboðar, píslarvottar fyrir trú sína, eins og frá Spáni. Þar er fæddur og uppalinn sá maður, sem stofnaði Kristmunkaregluna og skapaði um leið landvarnarlið kaþólsku kirkj- unnar, einmitt þann her, sem stöðv- aði framgang siðabótarinnar í álf- unni sunnanverðri. Byltingarmennirnir spánversku fóru fremur mildum höndum um andstæðinga sína 1931, en þó brendu þeir 17 kirkjur. En það var af miklu að taka. Landið var svo að segja þakið kirkjum og klaustrum. Síð- an snema á miðöldum og fram á þennan dag hefir þjóðin lagt megin- orku sína í að byggja musteri til guðsdýrkunar. Megnið af fegurstu kirkjum Spánverja eru í gotneskum stíl, og bygðar á miðöldunum. Þjóðin var betur sett í þeim efnum en íslend- ingar. Hér vantaði varanlegt bygg- ingarefni, og veðráttan eyddi fljótt þollitlu efni húsanna. Á Spáni var gnægð af haldgóðum steini, mild veðrátta og litlar úrkomur, öll skil- yrði sameinuð til að byggingar end- ist lengi. Gotnesku kirkjurnar í Frakkalndi, Englandi og Italíu eru þó ennþá fegurri en á Spáni. 1 kirkjum Spánverja er einhver nýr og ömurlegur blær, sem hvergi þekkist annarsstaðar. Það er eins og súlur og hvelfingar þessara vold- ugu mustera séu fullar af inni- byrgðum harmi. Þeir, sem hafa bygt þessi guðshús, hafa ekki litið á kristindóminn sem fagnaðarerindi, heldur eins og boðskap um breiðan veg til glötunar, og þröngt einstigi til frelsunar. Af þessum ástæðum eru gluggar kirknanna tiltölulega litlir, og glerið svo þakið sterklituð- um málverkum, að sólarljósið á erfitt með að brjótast inn. Skrifta- stólarnir standa í löngum röðum meðfram veggjum og í hliðarkapell- unum. Kertaljós kasta daufu bliki frá ölturum og í nálægð við dýrl- ingamyndir. Dökk-klæddir prestar og munkar svífa um hin víðáttu- miklu steingólf, frá altari að skrifta- stól. Þeir, sem komu úr sterkri sól- arbirtunni inn í þetta hátíðlega rökkur, sjá í fyrstu varla yfir alla kirkjuna. Enn síður heyra þeir svo mikið sem óminn af játningu þeirra, sem tjá presti sínum duldustu hugs- anir sínar gegnum lítið op, eða málmgrind, sem aðskilur skriftastól og klefa skriftaföður. Höfuðdýrl- ingar kirkjunnar standa oft á háum stöllum, klæddir gullsaumuðum föt- | um, oft með sigurkrans á höfði. Á hátiðisdögum eru sumar helztu dýrlingamyndirnar bornar eftir strætum borganna í fararbroddi fyrir fjölmennum skrúðgöngum. Söfnuðurinn trúir fastlega á mátt þeirra og forgöngu. í mörg hundr- uð ár hefir kirkjan boðið þjóðinni forustu sína og leiðsögn. En um leið hefir kirkjan heimtað og feng- ið insta sætið t sál fólksins. Baráttan fyrir trúnni hefir verið löng og hörð og blóðug við Mára, Gyðinga og mótmælendur. Sigur spánversku kirkjunnar hefir verið borinn heim á sverðseggjum. Bar- áttan hefir mótað trúarlífið. Þess- vegna er lítil sól í kirkjum Spán- verja. Þessvegna skapaði þjóðin rannsóknarréttinn og marga píslar- votta.—J. J. — Dvöl. Frakkar hafa srníðað nýja teg- und af brynreiðum, stærri en nokkr- ar brynreiðar, sem þekst hafa hing- að til. Eru þær í rauninni eins og hreyfanleg vígi. Hver brynreið hefir einn höfuðsmann og 25 manna áhöfn, eina 75 mm. fallbyssu, tvær 37 mm., fjórar vélbyssur og tvær háskeytlur. Brynreiðar þessar geta komist um 70 km. á klukkustund á greiðfæru jafnlendi og farið yfir 8 metra breiða skotgröf. PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 4 0 3,2 8 8 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834--Office tímar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON Dr. P. H. T„ Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. Talslmi 2 6 688 205 Medlcal Arts Bldg. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að ’hitta Cor. Gr&ham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson DR. L. A. SIGURDSON 729 SHERBROOKE ST. Viðtalstími 3—5 e. h. Phone 24 206 . Office tímar: 3-6 og 7-8 e. h. 532 SHERBURN St.-Sími 30 877 Heimili: 102 Home St. Phone 72 409 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. fslenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. fslenzkur lögfroiðingur Slcrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. fslenzkui lögfrœðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 E. G. Baldwinson, LL.B. fslenzkur lögfrœðingur Phone 2 4 206 729 SHERBROOKE ST. W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON fslenzklr lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á öSru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta þriðjudag I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag William W. Kennedy, K.C., LL.B. Fred C. Kennedy, B.A., LL.B. Kenneth R. Kennedy, LL.B. Kennedy, Kennedy & Kennedy Barristers, Solícitors, Etc. Offices: 505 Union Trust Bldg. Phone 93 126 WINNIPEG, CANADA DRUGGISTS DENTISTS WINNIPEG DRUG COMPANY, LTD. H. D. CAMPBELL Prescription Specialists Cor. PORTAGE AVE. and KENNEDY ST. Winnipeg, Man. Telephone 21621 DR. A. V. JOHNSON fsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Take Your Prescrlption to BRATHWAITES LTD. PORTAGE & VAUGHAN Opp. “The Bay” Dr. A. B. Ingimundson Tar.nlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Telephone 23 351 We Deliver Sími 22 296 Heimilis 46 054 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg OPTOMETRISTS MASSEUR Harry S. NOWLAN Tel. 28 833 Res. 35 719 G. W. MAGNUSSON Optometrist .~UM J- , OPTOMETRIST Nuddlœknir 804 TORONTO GENERAL TRUSTS BLDG. ( *vi$ ^Vgiasjej'i (CXAMIMDf 1 EITTiO í 41 FURBY STREET Phone 36 137 Portage and Smith 305 KENNEDY BLDG. Phone 22 133 (Opp. Eaton’s) Slmið og semjið um samtalstlma BUSINESS CARDS t It Pays to Advertise in the “Lögberg” THE M c L A R E N HOTEL Enjoy the Comforts of a First Class Hotel, at Reduced Rates. $1.00 per Day, Up Dining Room in Gonnection THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG ‘•Winnipeg’s Doum Totcm Hotel’’ 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager IIÓTEL í WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITU ST„ WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yíir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágœtar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests ------------------1---------- WINDSOR HOTEL J. B. GRAY, Mgr. & Prop. European Plan Rooms $1.00 and up Hot and cold running water Parlor in connection. 197 GARRY ST. Phone 91 037 HOTEL CORONA 26 Rooms with Bath, Suites with Bath Hot and cold water in every room Monthly and Weekly Rates Upon Request Cor. Main St. and Notre Dame Ave. East. J. F. Barrieau, Manager HOTEL ST. CHARLES In the Heart of Everything WINNIPEG Rooms from $1.00 Up Special Rates by Week or Month Excellent Meals from 30c up A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur ötbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and J. J. SWANSON & CO. BARBER SHOP LIMITED 3 Doors West of St. Charles Hotel 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Expert Operators Fasteignasalar. Leigja hús. Út- We specialize in Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curling and vega peningalán og eldsábyrgð af Beauty Culture. öllu tægi. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 94 221 Phone 25 07 0 ^OBE'S ' LTD. J. SMITH Guaranteed Shoe Repairing. First Class Leather and 28 333 workmanship. LOWEST RATES IN THE Our prices always reasonable. CITY Cor. TORONTO and SARGENT Furniture and Piano Moving Phone 34 137

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.