Lögberg - 05.04.1934, Síða 6

Lögberg - 05.04.1934, Síða 6
6 LÖGBERG-, FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1934 »-------—---———--------------------—> Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTIl TABKJNGTON »—•—---------------------—----------—> Harkless mundi eftir mörgu öðru, sem skeð hafði á þeim dögum, og nú fanst honum það flest vera mjög broslegt. og barnalegt. Samt fanst honum ekki líklegt að hann hefði, jafnvel þá, verið stærilátur eða hreykinn, því ef svo hefði verið, þá hefði hann ekki átt þeim vinsældum að fagna sem raun varð á. En hvað sem því leið, þá hafði þessi dagur verið ánægjulegur og honum myndi hann aldrei gleyma. Alt þetta flaug hinum unga manni í hug er hann hlustaði á sönginn frá opnum glugg- anum. Söngurinn snerti hann. Röddin, sem söng, var fögur og blíð. Hún söng lagið með tilfinningu, en Harkless gat ekki varist því að hugsa meira um söngvarann en sönginn sjálfan. Undir áhrifum tunglsgeislanna verða hugsanirnar draumkendar, og nú dreymdi Harkless um stúlkuna, sem ritað hafði stefið á blöðin hans P'lisboe. Þegar laginu lauk, sló hanri með flötum lófanum á trégirðinguna, sem hann stóð hjá. Hann varð gagntekinn af þeirri hugsun að þarna hefði hann staðið fyrir þúsund árum, einmitt á þessum stað, og á svona kvöldi. Þá hafði sama röddin borist honum til eyrna og snert hann, eins og hann varð nú snortinn. Harkless hafði lengi þóttst vita að ihann væri draumóramaður, og oft hafði hann reynt að venja sig af þeim galla. Hann vissi einnig að hann var fljótur til ásta; oftast nær hafði hann verið ástfanginn af einhverri stúlku. Á yngri árum voru tilfinningar hans stöðugt á reiki og loks fanst honum að þetta hlyti að stafa af því eingöngu, að hann elskaði ætíð sömu stúlkuna, sem ætíð birtist honum í mis- munandi gerfi. Hann elskaði þessa stúlku, hún varð honum hugsjón, sem hann tilbað. Einhversstaðar hlaut þessi kvenmaður að vera. Ef til vill gæti hann fundið hana um síðir. En á meðan hún var enn ófundin, var ekki nema eðlilegt að ungur maður feldi hug til þeirra, sem að einhverju leyti líktust frummyndinni, höfðu brúnt hár eða varir eins og róisarblöð, og há varð hún að vera og beinvaxin. Þannig hugsaði Harkless, sem vonlegt var, því að máninn hékk í trjánum rétt fyrir ofan hann, og ómar frá slaghörpu liðu út um opinn gluggann, og ilmur rós- anna fylti svalt næturloftið. Nei, öðruvísi gat það ekki verið. Söngnum var nú lokið en Harkless stóð enn í sömu sporum. Eftir stígnum á bak við hann leið einhver vera og frá gamla epla- trénu, sem staðið hafði í ótalmörg ár í miðj- um akrinum, vestan við brautina, barst ámát- legt væl náttuglunnar. Því var svarað tvisvar sinnum úr berjarunna einum með fram girð- ingunni, um 30 faðma frá þeim stað, sem Harkless stóð á. Þá sást á riffilshlaup, er lyft var upp úr runnanum og lagt upp við einn girðingarstaurinn. Harkless sá nú hvar tvær stúlkur í hvítum kjólum komu fram á neðri svalir hússins. “Það verður svalara hérna,M heyrði hann stúlkuna, sem sungið hafði, segja. Joihn Harkless vatt sér yfir girðinguna og gekk upp að húsinu. Báðar stúlkurnar sáu hann koma, og ungfrú Brisooe kallaði til hans vingjarnlega til að bjóða hann vel- kominn. Um leið og hann kom fram á ber-' svæðið hjá húsinu sást hann glögglega af birtunni frá stofugluggunum, og á sömu stundu sást rauður blossi frá berjarunnanum og auknabliki síðar heyrðist skothvellurinn. Báðar stúlkurnar ráku upp hljóð. Önnur þeirra hljóp aftur inn í húsið, en hin beina leið niður tröppumar og þangað sem Hark- less var. 1 því heyrðist annað skot og var því svarað með skammbyssu. William Todd var staðinn á fætur og var engu líkara en að hann risi upp úr jörðinni. Hann fór nú á annað knéð og miðaði vandlega á runnann, sem skotin komu frá. “Komstu í skuggann, maður,’' hrópaði Todd, “hann er þaraa í berjarunnanum.’’ Harkless var rokinn á stað, þótt vopnlaus væri, í áttina að runnanum, en ekki var hann kominn nema fáein skref, þegar einhver greip í treyjuermi hans og kvenmannsrödd mælti: “Hlauptu ekki svona hratt, herra minn, eg get ómögulega fylgt þér. “ Harkless sneri sér við og sá smávaxna stúlku, sérstaklega fallega, standa við hlið sér. Hún var móð af hlaupunum, og föt henn- ar í óreiðu. Harkless tók samt lítið eftir þessu, en stappaði niður fótunum af vonsku: “Reyndu að komast inn í húsið, ” hrópaði hann. “Þú mátt ekki fara”, stundi hún, “þetta er eina ráðið til að varna því. ” “Farðu strax inn í húsið,” hrópaði Harkless enn reiðari. “Ætlarðu að verða mér samferða?” Hún spurði ósköp blíðlega. “Hvern fjandann eruð þið að gera þarna á bersvæði! Farið þið í skuggann. ” William Todd var nú orðinn æstur. Hann skaut með ákafa úr marghleypunni sinni. “Helen! Helen!” var hrópað frá svölun- um. John Harkless greip fast um úlflið stúlk- unnar og horfði á hana með einbeitni. “Ætlarðu að fara?” “Nei.” Hann slepti þá takinu, en tók hana í fang sér og hljóp með hana eins og hún væri svo- lítill ketlingur; hann hljóp undir skugga trjánna og heim að húsinu. Enn kom blossi úr runnanum og kúlan hvein fram hjá höfði þeirra. Lokkur úr hári hennar straukst við vanga hans, og í tunglsljósinu sló gulum bjarma á fléttumar. Hún hafði Ijótsbrúnt hár, grá augu og varimar voru eins og rósarblöð, þannig áttu þær að vera. Harkless slepti stúlkunni, þegar þau komu að húsdyrunum, og þau hlóu bæði dátt. “En við urðum þó samferða. ” “Eg hélt alt af að þú værir hærri,” svar- aði hann. Seinna varð hann að játa að þetta svar hefði verið nokkuð torskilið. 6. KAPITULI. Júní. Briseoe dómari hallaðist fram á byssu sína og glotti við. Hann og William Todd voru búnir að marg leita í öllum runnunum í kringum húsið, en urðu einskis varir. Þegar þeir komu aftur, mættu þeir Minnie. Hún var einsömul. “Þeim er óhætt núna, býst egvið,” sagði dómarinn. “Líklega hefði eg ekki átt að sleppa þeim,” svaraði dóttir hans. “Hvaða vitleysa. Óþokkinn er nú ef- laust kominn langt á leið heim til sín. Held- urðu það ekki William?” “Hann hljóp eins og héri, þegar við kom- um, ” svaraði William, og starði í hatt sinn, svo hann þyrfti ekki að mæta augnaráði stúlk- unnar. “Hann gat, svei mér, hlaupið. Það var líka einhver með honum, einhver krakki, að eg held.” “Tók ungfrú Helen oft í hendina á þér?” spurði dómarinn brosandi. “Nei. Því heldur þú það?” “Ó, af því Harkless gerði það. Eg finn enn til í handleggnum, og William líka. Hark- less varð ákafur þegar við sögðum honum að hann hefði verið heimskingi að hlaupa svona út í opinn dauðann. Jæja, þetta gerði hon- um gott. Eg var að segja honum að fá ein- hvern til að skjóta á sig á hverjum morgni, áður en hann borðar morgunverðinn; ekki svo að skilja að þetta sé nokkuð spaugilegt,” bætti dómarinn við. “Eg held nú síður,” sagði William.” Hann hlær bara að öllu saman. Ekki fæst hann einu sinni til að bera vopn. Segist ekki kunna að fara með byssu. Þetta er nú í þriðja skiftið, sem reynt er að drepa hann.” “1 hin skiftin var það nú á lengra færi, sem skotið var, ” sagði Brisooe og fékk Wil- liam stóran vindil. “Þér er best að hafa þig inn, og fara að lesa, nema þú ætlir niður að læknum til þeirra.” “Eg held nú síður. Þau víst kæra sig ekki um það.” “Það er líklegt,” sagði Briscoe og kveikti í vindlinum. “Þeim er líka alveg ó- hæt't, samt held eg að við Todd sitjum hérna og reykjum á meðan þau eru niður við læk- inn. Þau höfðu gengið frá húsi dómarans, í gegnum aldingarðinn og niður á lækjarbakk- ann. Hvorugt sagði orð, en þeim fanst eins og þau hefðu þekst í mörg ár. Gamall bekk- ur stóð undir einu eplatrénu á bakkanum. Harkless dustaði af sætinu með hattræflinum sínum og tók þá fyrst eftir því hve gamall og ljótur hann var. Hún settist niður og Hark- less fór að virða hana fyrir sér nákvæmlega. Hann sá að hárið liðaðist yfir enninu. Það liafði hann ekki dreymt um áður, en nú sá hann að þetta var miklu fallegra. Þá sá hann strax að smávaxnar stúlkur voru miklu fall- egri en þær háu. Undarlegt var það að draumadísin hans skyldi ávalt hafa birst í gerfi hávaxinnar konu. Nú fanst honum það fjarstæða. Bæði sátu þögul nokkra stund. Loks sá Harkless varir hennar bærast ofur- lítið, eins og hún ætlaði eitthvað að segja: “Hvað vildirðu segja?” Hann hvíslaði eins og hann væri við banabeð vinar síns. Það er óvíst hvort honum hefði fundist það nokkuð hlægilegt þó hann hefði tekið eftir tóninum. En hann færði sig nær stúlkunni á bekknum, eflaust til að geta heyrt betur hvað hún ætlaði að segja. “Veist þú að við þekkjumst ekki Mr. Harkless. Ættum við ekki að kynna hvort annað?” “Eg bið afsökunar, ungfrú Sherwood, eg gleymdi því í skrípaleiknum. ” “Það var næstum orðinn sorgarleikur, ” sagði hún. Harkless hló. ‘ ‘ Bara skrípaleikur, alt, nema framkoma þín, sem var samt ekki beinlínis viturleg. Annars máttu ekki halda að eg hafi útbúið skrípaleikinn. Það gerðu vinir mínir við Krossgöturnar. ” “Mér þótti alveg nóg um. Eg þekki dá- lítið til þessara Krossgötumanna. Segðú mér hvað þú hefir hugsað þér að gera í framtíð- inni.” “Ekkert. Hreint ekkert. Hvað get eg gert.” “Ætlar þú að lofa þeim að skjóta á þig þar til þeim tekst að —1 að—” Hún barði litla hnefanum í bekkinn. ‘ ‘ Þeir hafa ekki margt sér til skemtunar þarna við Krossgöturnar, ekki einu sinni leikhús eða kirkju, Þeim er víst ekki of gott að koma hingað einstöku sinnum og skjóta á mig. Svo er það góð æfing fvrir þá að lilaupa aftur heim til sín á sprettinum.” ‘ ‘ Ó, það er eins og mér var sagt, þú tek- ur þetta aklrei neitt alvarlega.” “ Já, en þú sérð að mér hefir ekkert mein verið gert. Eg er vel frískur enn. Samt skammast eg mín stundum fyrir það, að ekki- skuli vera betri skyttur hér í sveit. Þó er það ekki vel að marka, því sumar þær beztu hírast nií í fangelsi.” “Það eru rnargar þeirra eftir enn þá. Getur þér ekki skilist að þeir koma einhvern- tíma í stórum hóp, ef þeir vita að þú ert einn á ferð, eða næstum því. Og þá verður þú á- reiðanlega í hættu.” “Þetta stafar af vanþekkingu þinni á lifnaðariháttum þessara bófa,” sagði Hark- less. “Það eru um 20 karlmenn þar núna, og þeim kemur svo illa saman, að það er óhugs- andi að þeir kæmust sjö mílur vegar án þess að reiðast sín á milli og drepa hver annan.” “ Já, en þeir fóru í hópum hér áður fyr.” “Aldrei lengra en svo sem fjórar mílur. Til Plattville k:emust þeir aldrei. ’ ’ “En hvað þú ert kærulaus. Þú hugsar ekkert um þitt eigið líf. Hefir þú ekkert lært þessi fimm ár, sem þú hefir dvalið í Platt- ville? Þú bara hlærð að því, sem eg segi. ” “Eg lilæ bara að því, að þú segir að Krossgötumennirnir séu hættulegir. Hitt finst mér ekki hlægilegt að þú skyldir leggja líf þitt í hættu til að bjarga öðrúm.” “Eg vissi.að það var engin hætta. Hann varð að hlaða riffilinn áður en hann gæti skotið í annað sinn.” ‘ ‘ Það gerði hann nú samt, og næstum því drap okkur. ’ ’ Harkless varð alvarlegri. ‘ ‘ Eg get ekki nema dáðst að hugrekki þínu. Það er svo miklu göfugra að leggja líf sitt í hættu fyrir einhvem alókunnugan, heldur en fyrir vin sinn.” ' / ‘ ‘ Svona hugsa víst allir karlmenn, ” sagði hún. “Þú hættir lífi þínu fyrir mann, sem þú hafðir aldrei séð áður. ” “Nei. Eg sá þig þegar Halloway flutti ræðuna um daginn, og eg ihevrði þig tala. ’ ’ “Þess merkilegra að þú skyldir vilja bjarga mér. ” Hún gat/ ekki varist því að brosa, og leit á hann með gráum augunum, svp vingjarn- lega að Harkless sá strax að sér myndi hætta búin, ef hann ekki varaði sig. Hann hafði reyndar lifað mjög sómasamlegu lífi í öll þessi ár, en honum var nú farið sem flestum karlmönnum að oft þurfti ekki mikið til að æsa tilfinningar hans. Stúlkan hélt áfram að virða hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. Harkless sá að skórnir sínir voru ljótir og rykugir og hann faldi þá undir bekknum. Hann, sem vanalega gekk með sígnar axlir, rétti nú úr sér og sat tein- réttur. Hún tók eftir þessu og rak upp hlát- ur. “Nú veit eg hvers .vegna þú ert svona kærulaus og hlærð að öllu,” sagði hún. “Þér er farið eins og Frökkum. Það er sagt að þeir hlæi, svo þeir fari ekki að gráta. Eg hefi ekki dvalið hér í eyðimörkinni eins lengi og þú.” “Það er óþarfi að vorkenna mér,” svar- aði Harkless. “Við í Plattville lifum góðu lífi. Horfðu á mánann; hann eigum við alveg eins og þeir, sem búa í stórborgunum. Him- inhvolfið og stjörnurnar sjáum við eins og aðrir. Alt, sem fagurt er í náttúrunni, sjáum við og fáum að njóta þess, jafnvel betur en flestir aðrir. Þú sagðir að eg væri eins og Frakki. . Mér þykir gaman að fjarstæðum. Hversvegna skrifaðir þú vísuna um rostung- inn á blöðin hans Fisbee?” I>ví heldur þú að eg liafi skrifað hana?” “Það gat enginn annar gert hér í Car- low-sveit. ’ ’ “Fisbee getur hafa skrifað hana sjálf- ur.” “Nei. Fisbee hefir aldrei lesið annað en strembnar fræðibækur. ” “En ungfrú Briscoe?” “Hún hefir aldrei lesið “Alice í Undra- landinu,” það er eg viss um. En hvers vegna skrifaðir þú þetta stef á blaðið?” “Fisbee var hjá okkur þennan dag og eg var að stríða honum á fyrirsögninni um ‘Altarið’, ‘Gröfina’ og ‘Vögguna.’ Hann sagði að sér hefði ávalt fundist hún ósmekk- leg, en að þú myndir ekki vilja láta breyta henni. Við vorum að tala um þetta, og hann spurði mig hvort eg vildi ráðleggja ykkur nokkuð og þá tók eg blaðið og hripaði þetta í gáleysi, bara til að skrifa eitthvað. Fisbee var mjög kurteis, en sagðist óttast að ekki væri hægt að taka það í blaðið. Eg tók ekkert eftir því að eg liafði skrifað á fréttablöð hans og- hann vissi það ekki sjálfur, að eg Ireld. Þetta var ekki ætlað sem skilaboð til þín.” “Eg hefi grun um að Fisbee hafi vitað hvað hann var að gera. Hann er vitur maður. Einhvern veginn finst mér að hann hafi vilj- að að eg fengi að kynnast þér.” “Það var vel gert af honum,” sagði Helen, með tilfinningu. Henni var full al- vrara. “ Já,” sagði Harkless. “Hann vissi hvað mér var nauðsynlegt að kynnast einhverri manneskju eins—eins og þér.” “Nei, það var mín vegna. Hann var að hugsa um mig, en ekki þig. ’ ’ Harkless datt ekki í hug að álíta að verið væri að tala neitt rósamál, enda var það ekki. “En við höfum mæst áður,” sagði liann, “fyrir löngu síðan.” “Hvað! manst þú eftir mér.” Augu hennar Ijómuðu. “Já, eg man það enn. Áðan stóð eg þarna fyrir handan og heyrði þig syngja. Þá mundi eg að eg hafði heyrt þig syngja fyrir löngu síðan.” Henni virtist finnast lítið til um þetta. “Þú manst þá ekki eftir neinu öðru en söngnum?” sagði liún. “Nei, eg man ekki eftir fleiru. Þú verð- ur að fvrirgefa, ef eg tala eins og ástfanginn unglingur. Það er svo langt síðan eg hefi getað talað við nokkurn kvenmann.” Þau sátu kyr nokkra stund, án þess að talast við. Rósailmurinn angaði í loftinu og lækurinn niðaði við fætur þeirra. Smáfugl, sem ekki gat sofið fyrir birtu mánans, tók til að kvaka í greinum álm-trésins á bakkanum. Helen horfði niður fyrir sig á tært vatnið, sem glampaði í tunglsskininu. “Fegurðin er svo breytileg og hverful, þess vegna tilbiðjum við hana. Finst þér ekki að þetta hljóti að vera draumur. Þetta er ekki raunveruleikinn. Það er ómögulegt?” Rödd hennar var þýð og mjúk. “Því heldur þú það?” spurði Harkless. “Eg veit það. Finst þér eg vera ósköp barnaleg?” “Nei. Eg er alt af að hugsa um söng- inn. Mér fanst, þegar eg hevrði þig syngja, að þessi rödd hefði hljómað fyrir eyrum mér í öll þessi ár. Eg vissi að það varst þú, sem ávalt hafðir sungið þessa söngva frá upp- hafi.” “Ó, svona hefir það verið.” Hún hló. “Þetta var mjög fallega sagt.” Hún stóð upp af bekknum og hneigði sig djúpt fyrir honum. “Eg er þér mjög þakklát, en mér hefir áður verið hælt. Þakka þér samt fyrir. ” Harkless gat engu svarað. Þau gengu aftur lieim að húsinu. Briscoe gamli og Todd höfðu allan þenn- an tíma legið undir trjánum, þaðan sem vel var hægt að sjá niður að lækjarbakkanum. Dpmarinn hélt enn á byssu sinni. Nú stóðu þeir á fætur og gengu á móti hinum. Hark- less tók í hendur beggja, þegar þeir mættust. “Við ætluðum rétt að fara að leita að ykkur,” sagði dómarinn. William er hrædd- ur að fara einn heim. Hann óttast að einhver ætli sig vera ritstjórann, og reyni að vinna á sér. Þú kemur í fyrramálið, Harkless, og verður okkur samferða á sýninguna. Svo vill Minnie að þú borðir með okkur miðdags- verð.” Harkless varð glaður í bragði og þakk- aði fyrir boðið. Þau voru nú komin að ldið- inu framan við 'húsið. Ungfrú Sherwood rétti Harkless höndina og sagði, að því hon- um fanst, hálf háðslega: “Góða nótt herra ritstjóri. Eg býst ekki viÖ að fara burt á morgun. Það hefir verið mér mikil ánægja að kvnnast þér. ” “Við reynum að halda í hana eins lengi og mögulegt er,” sagði Minnie. “Þú kemur í fyrramálið, herra Harkless.” Harkless tók í hendina á ungfrú Sher- wood. ‘ ‘ Góða nótt. Þetta hefir verið skemti- leg kveldstund. Svo er eg þér þakklátur fyr- ir að bjarga lífi mínu. Eg sé ykkur öll í fyrramálið.” Hann kvaddi þau öll með handa- bandi enn einu sinni, jafnvel Todd, sem þó ætlaði heim með bonum. Á leiðinni lieim hló hann næstum alt af og William Todd starði á hann eins og tröll á heiðríkju.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.