Lögberg - 19.04.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.04.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1934 Þankabrot Svo er því nú fariÖ meÖ mig, gamlan Þingeying, sem dvaliÖ hefi fjarri fósturjörÖ minni, íslandi, hátt á fimta tug ára, að síðan eg tók að eldast fast, dvelur hugur minn tim- um saman daglega við það, að rifja upp fyrir mér útsýnið yfir æsku- stöðvarnar þar heima. Hann byrj- ar jafnan á því að benda mér á næstu nágrannana, sem bygðu óðöl sin rétt við túngarðinn á æskuheim- ili mínu; hann gengur þess ekki dul- inn, að eg muni þá vel enn, mestu kjörvinina mina, þó Breiðavíkin og straumhvörf nær hálfrar aldar hafi bannað okkur persónulega samfundi. Hann veit vel þó vik skilji vini, þá geti eg þó, mér að bagalausu, kvak- að nokkrum þakkarorÖum til þess- ara æskuvina minna, sem hann veit að mér eru svo hugstæðir, síðan við vorum sveitungar og leik- systkin, Litli lækurinn, sem rann í bugðum rétt neðan við túnfótinn, tær sem krystall með faðm sinn full- 'an af svaladrykk, jafn gjöfull og gestrisinn við alt og alla, sem heim- sóttu hann. Bæjarásinn með grænu grasgeirana sína og berjamóinn sinn frá ristum til axla, á sumrin. En breytti svo búning með hausti og vetri, til þess að gefa okkur krökk- unum skiðafæri ofan af háhesti sín- um, í tunglsljósinu á kveldin. Grænahlíðin rétt við þjóðveginn, þessi brosandi vangi íslenzkrar nátt- úru, vafin ilmgresi og blómstrum frá brjóstum niður á tær, er rétt nefnd augna-yndi allra, sem fóru um veginn. Sjónarhóllinn hár og þrekinn, sem alt af var svo hugull og greiðvikinn aÖ ljá okkur smölun- um sjónauka sinn. Þegar við vor- um að leita að kvía-ánum, sem vant- aði úr hjásetunni. Þegar hugur manns er nú svo frændrækinn að vekja upp fornar minningar um það smæsta í útsýnisfaðmi islenzkrar náttúru, svo sem læk og hól, svo þeir gleymist ekki eða falli í fölskva hjá þeim sonum og dætrum íslands, sem hafa flutt burt frá þeim fyrir tugum ára, og sjá þau aldrei, aldrei framar, öðruvísi en i skuggsjá Mun- ans. Hve miklu fremur mun hann þá ætlast til þess að við geymum í minnum tignarsvip og vaxtarlag hinna stærri hnossanna, Fjalls og Foss, sem eru sterkustu þættirnir í taug þeirri, sem dregur huga og hjörtu sona og dætra hvers lands til sinna föðurtúna. Þegar eg frétti, síðastliðið sumar, að presturinn B. B. Jónsson ætlaði í kvnnisferð til Islands, sagði eg við hinn erilgjarna huga minn, að hann skyldi nú hvíla sig um stund, því nú væri á förum héðan heim í sýsl- una okkar Þingeyingur, sem eg treysti allra Þingeyinga best til þess, að gefa okkur glöggva og sanna lýs- ing af stærð og vegghæð þess tign- arlegasta ag nafnfrægasta náttúru- smíði, sem Þingeyjarsýsla á í faðmi sínum, Ásbirgi í Kelduhverfi. Þetta traust mitt setti eg á prestinn af þeirri ástæðu að mér er kunnugt um það, að hann er fæddur í bænum Ási í Kelduhverfi, örskamt frá rekkjustokkum Ásbirgis, og mátti því vel kallast vöggubarn þess fyr- ir rúmum sextíu árum. Þess vegna gekk eg út frá því sem sjálfsögðu, að nú við endurfundi þeirra eftir margra ára fjarveru, myndi hann meta sína eigin sjón og skoðun á þessu volduga náttúrusmíði meira en sögusögn annara, því sjón er sögu ríkari. Þegar eg var að bollaleggja þetta ferðalag prestsins við huga minn, hefi eg víst haft í minni sögu, sem eg hefi lengi kunnað, af bænda-öld- ungnum Þorsteini Danielssyni á Skipalóni við Eyjafjörð. Þegar hann var í Kaupmannahöfn skoðaði hann Frúarkirkjuna þar, ásamt fleirum, og spurði að því hvað stór hún væri, en enginn af þeim, sem hann spurði, gat sagt honum það með fullri vissu. Hann fór þá til og mældi hana í faðmi sínum hring- inn í kring, þvi hann gerði sig ekki ánægðan með neitt annað en sína eigin vissu um stærð kirkjunnar. Síðan er það i sögum haft að Þor- steinn Daníelsson á Skipalóni sé sá eini maður, sem faðmað hafi Frúar- kirkjuna í Kaupmannahöfn. Eg set þessa sögu hér aðeins af þeirri á- stæðu, að eg vildi að prestinum hefði verið eins ant um að vita með vissu ummál frúarkirkjunnar Ásbirgi, eins og Þorsteini gamla á Skipalóni var að vita stærð Frúarkirkjunnar i Kaupmannahöfn. Svo leið og beið til 26. október s. 1., þá birtist á ritstjórnarsíðu viku- blaðsins Lögberg, ræð’a eftir prest- inn B. B. Jónsson, með yfirskrift- inni “t Ásbirgi.” Ræðan er saman- fléttuð úr andlegum og veraldlegum þönkum, en hér verður þess aðeins minst, sem hann lýsir því, sem jarð - nesku furðuverki. / Asbirgi “Upp frá hafinu í Axarfirði ligg- itr lítil slétta upp að hárri hæð. Þar inn t hæðina gengur birgið. Það er opið að framan á tvo vegu, bcint af jafnsléttunni, en milli opanna tveggja er hamar, breiður og í lagi s?m tunga, og gengur nær ala leið inn i birgið, og skerst þar nokkuð í odda inst. Er því ekki unt að komast i birgið nema í opunum beggja vegna þcssarar hamar-tungu. Birgið sjálft er afarstórt, svo það er um þriggja klukkpstunda ganga meðfram veggj- um þess að innan, en birgið er i lagi sem skeifa. Veggirnir eru þráð- beinir upp eins og húsveggir og afarháir. Fróður rnaður sagði mér, að eftir mælingu Þorvalds Thor- oddsens væru veggirnir sex hundruð feta háir, en veggir tungunnar eða eyjarinnar, sem liggur inn í byrgið, 450 feta háir. Svo er lögun birgis- ins reglubundin, að ætla mætti að það væri gert éftir nákvæmri teikn- ingu. Jarðarflöturinn inn í birginu er grasivaxinn og með blettum vax- inn lágum og þvkkum skógi. Inst i birginu er lítil vatnstjörn.” Við þessa lýsing prestsins vil eg gera vinsamlega athugasemd. Þessi litla slétta, sem prestinum minnist að liggi upp frá hafinu i Axarfirði, liggur upp frá botni Ax- arfjarðarflóans og er vilt land; hún er rúmar 9 mílur enskar á lengd, frá því hún myndast við sjóinn, þar til hún mætir hraunvarpinu eða há- lendishallanum þar sem Ásbirgi ZAM-BUK læknar fljótt BLÖÐRUR og FÓTASÁR Ointmcnt 50c Mcdicinal Soap 25c skerst inn, skamt fyrir vestan bæinn Ás í Kelduhverfi. Um þessa sléttu rennur Jökulsá í þremur kvíslum, ■eftir að hún kemur skamt norður fyrir gamla ferjustaðinn, sem er ör- stutt norðaustan við bæinn Ás. Austasta kvíslin rennur rétt neðan við fót hlíðarbygðarinnar í Axar- firði, og heitir Sandá, hún fellur í sjóinn við Axarnúp. Norður slétt- una vestar og í miðið, rennur Jök- ulsá út í sjóinn; vestasta kvíslin heit- ir Stórá. Hún tilheyrir Kelduhverf- ishrepp, þar sem hún rennur um sléttuna út í fjörðinn, eftir sjávar- sandinum vestur frá Sandárós til Stóráróss, er vegalengdin um 9 míl. enskar, og frá Stórárósi til Ásbirgis röskar 9 mílur, en frá Ásbirgi norð- austur til áðurnefnds Sandáróss við Axarnúp 9 milur enskar. Verður því sléttan nálægt 28 enskar mílur ummáls hringinn í kring. Megin- hluti þessa víðáttumikla sléttlendis blasir við augum manna frá Ásbirgi, ef ekki er þoka eða eitthvert annað dimmviðri sem hylur það. Á slétt- unni milli Sandár og Jökulsár standa fjögur bændabýli sem tilheyra Ax- arfirði; þau eru þessi: Skógar næst Jökulsá, Ærlækjarsel, Akursel og Hróarsstaðir næst Sandá. Þessir bæir eru nefndir Austursandbæir. Á þeim flestum hefir jafnan verið góð- ur búskapur. Millum Jökulsár og Stórár standa tveir bæir, Árnanes og Þórunnarsél, ágætis bújarðir, til- hevra Kelduhverfi, nefndir Vestur- sandsbæir. Við ferjustaðinn er sléttan 100 fet yfir sjó. Norðan til er hún mjög grösug og ágætis hey- land; má heita Vitansgjafi Keldu- hverfis, því þangað sækja margir bændur úr (Uppsveit) austurparti Kelduhverfis, heyföng sín á sumrin. Hálendisröndin, sem Ásbirgi liggur inn í er 200 fetum hærri en sléttan fyrir norðan það, svo öll hæð birg- isins og sléttunnar er þar 300 fet yíir sjó. Næst vil eg gera litla athugasemd við það, sem presturinn segir um stærð birgisins, innan veggja. Hann segir svo: “Birgið sjálft er afar- stórt, svo það er um þriggja klukku- stunda ganga meðfram veggjum þess að innan.” Þessi yfirlýsing prestins af stærð birgisins er tæplega eins ljós og æski- legt hefði verið. Því enginn er neinu nær vissu um stærð þess, þó sagt sé frá því, að það sé þriggja klukku- stunda ganga innan veggja, alt svo lengi sem ekki er ákveðinn einhver viss hraði, sem ganga skal á klukku- stund. Það er álitinn meðal gang- hraði á manni, þegar hann gengur þrjár enskar mílur á klukkustund. Eftir þeim hraða, sem er 44 faðmar á mínútu, yrði birgið 9 enskar mílur hringinn í kring, innan veggja. Mér virðist nú samt við gleggri athugun, að eg vrði nær vissu um stærð þessa mikla náttúruundurs, ef eg drægi tvo þriðju parta frá ferðhraða göngumannsins míns, og léti hann bara rölta 15 faðma á mínútunni. Það er að vísu stafkarls staul, en með þeim hraða myndu honum kannske endast veggir byrgisins í 3 klukkustundir. Þá minnist eg þess, sem prestur- inn segir um vegghæð birgisins. Hann minnist þeirra þannig, eftir sögn einhvers manns á íslands: “Fróður maður á íslandi sagði mér að eftir mælingu Þorvalds Thorodd- sens væru veggirnir sex hundruð feta háir, en veggir tungunnar eða eyjarinnar, sem liggur inn í birgið 450 feta háir.” Ekki skal eg efast neitt um það, að þessi sögumaður prestsins sé fróður, þó mér að sönnu virðist það nú svona í fljótu bragði að hann byggi þessa birgisveggi sína úr fróð- leiksskorti. Er kannske einn af þessum fáu, sem málshátturinn okk- ar segir að ýki meira en um helm- ing. Til þess að stytta þessari vegg- hæðasögu fróða mannsins vöku í huga prestsins og þeirra, sem hafa heyrt hana og trúað henni, skal eg nú birta það, sem Þorvaldur Thor- oddsen segir um Ásbirgi. Lýsing Islands eftir Þorvald Thor- oddsen, annað bindi, 187, blad'síðu: “Frægast er þó Ásbirgi, nærri Ási í Kelduhverfi. Þar hefir landspilda sokkið og stendur kringum hana hamragirðing eins og skeifa inn í yztu röndina á hálendishallanum, en eyja er eftir miðjunni, eins og hún hafi verið hnífskorin úr, hún er þrí- hyrnd eins og saumhögg og þver- hnýptir hamrar á tvo vegu, en norð- ur að söndunum hallar henni niður að jafnsléttu. Hin skeifumyndaða slétturæma í jarðfallinu er marflöt og lukt 150—200 feta háum hömr- um, en opin eru tvö beggja megin eyjarinnar. Inn í botni jarðfallsins eru ennþá snotrar skógarleifar kring- um dálitla tjörn. Þess sjást mörg merki, að sjór hefir fyrrum náð upp í Ásbirgi.” Þetta segir nú Þor- valdur Thoroddsen um veggi Ás- birgis, sá sannfróðasti náttúrufræð- ingur, sem ísland hefir átt,—maður, sem varði meirihluta æfi sinnar til þess að rannsaka náttúruefni Is- lands, svip þess og lögun. Finnbogi Hjálmarsson. BLÁSTAKKAR irlands Símfregn hefir borist um það, að neðri deild írska þingsins hafi með mjög litlum atkvæðamun samþykt frumvarp stjórnarinnar, sem leggur bann við því að menn noti einkennis- búninga sérstakra flokka. Frumvarpi þessu er fyrst og fremst stefnt að “blástökkum” O’Duffys, en það er þó þannig orð- að, að sé þvi fylgt stranglega fram, á það einnig að ná til írska lýð- veldishersins (Irish Republican Army), sem stjórninni stendur enn meiri hætta af heldur en blástökk- um. En það er alment álitið, að De valera hafi ekkert bolmagn til þess að hnekkja þeim flokki, enda þótt hann vildi. Frumvarpið á nú eftir að fara i gegnum efri deild þingsins. Ef hún fellir það, má búast við nýjum kosn- ingum í írlandi. Sennilegt er að De Valera vilji þá um leið draga úr valdi efri deildarinnar, eða jafnvel leggja hana niður með öllu.—Mbl. Fimtánda ársþing þjóðræknisfélagsins 1. liður: Árni Eggertsson lagði til og Halldór Gíslason studdi að liðurinn sé sam. þyktur eins og lesinn. Samþykt. 2. liður: Tillögu gerði Halldör Gíslason studda of B. K. Johnson að þessi liður sé samþyktur eins og lesinn. Samþykt. 3. liður: Guðmundur Árnason lagði til og J. P. Sólmundsson studdi, að liðurinn sé samþyktur eins og lesinn. Samþykt. Asm. P. Jóhannsson bað nefndina, áðtir en álitið yrði samþykt t heild, að innhinda þakklæti félagsins til kennara á laugardags- skóla félagsins fyrir það fram úr skarandi starf, er þeir hefðu unnið I vetur. Séra Guðm. Árnason lagði til og Ásm. P. Jó- hannsson studdi að 1. liður sé aftur tekinn til athugunar af nefndinni, með þvt augna- miði að bæta við bendingu Ásm. P. Jóhanns- sonar. Samþykt. Gerði þá nefndin viðauka við 1. llð I sam- ræmi við þessa bendingu, og gerði þá Arni Eggertsson tillögu og Asm. P. Jóhannsson studdi að álitið sé nú viðtekið I heild. Sam- þykt. Eins og álitið fer fram á skal forseti skipa milliþinganefnd I málið og kvaðst hann ætla að gera það strax, og útnefndj. próf. Richard Beck til þess starfs á árinu. Samvinnumdl við Island. Nefndarálit Iesið af próf. Richard Beck. Með þvt að félagsmönnum er kunnugt um þetta mál frá undanfarandi þingum leyfir nefnd sú, er skipuð var til að ihuga sam- vinnumál við Island, að leggja fram eftir- farandi tillögur, án frekarl skýringa af sinni hálfu: 1. Að stjórnarnefnd félagsins sé falið að halda áfram viðleitni sinni I þá átt, að vinna að því, að komist geti á gagnkvæm verzlun- arviðskifti milli lsland3 annars vegar og Canada og Bandaríkja hinsvegar. 2. Stjórnarnefndinni sé falið framhald- andi starf 1 þá átt, að skipaðir verði fastir verzlunar erindsrekar á Islandi frá Canada og Bandarlkjunum. 3. Að stjórnarnefndinni sé falið, að fara þess á leit við útvarpsráðið á Islandi og rlkisútvarpið I Canada, að samkomulag fáist um það, að minsta kosti tvisvar á ári, verði endurútvarpað sérstöku útvarpl frá Islandi, sem ætlað sé Islenzkum mönnum hérlendis. 4. Ennfremur leggur nefndin til að þing- ið, fyrir hönd pjóðræknisfélagsins, tjái síg samþykt þvl, að komíst á sem nánust og vinsamlegust kirkjulega samvinna milli þjóðarinnar heima og íslendinga vestan hafs; þar sem slík samvinna yrði sjáanlega til eflingar viðhaldi íslenzks þjóðernis hér I álfu. 5. Jafnframt vill nefndin vekja athygli vestur-íslenzkra námsmanna, sem hafa I huga, að starfa sérstaklega meðal þjóð- flokks vors hér I álfu, eða stund ætla að leggja á íslenzkar fræðigreinar, að þeim myndi gagnlegt að verja að minsta kosti eins árs tíma til framhaldsnáms I þeim efn- um við Háskóla íslands. 21. febrúar, 1934. Rögnv. Pétursson Mrs. Ásta Erickson Friðrik Dalman Björg Skagfjörð Richard Beck. Séra Guðm. Árnason lagði til og Margrét Byron studdi að álitið sé tekið lið fyrir lið. Samþykt. 1. liður: Séra Guðm. Árnason lagði til og Margrét Byron studdi, að þessi liður sé .viðtekinn eins og lesinn. Samþykt. 2. liður: Árni Eggertsson gerði tillögu og Páll Guðmundsson studdi að liðurinn sé samþyktur eins og lesinn. Samþykt. 3. liður: Tillögu gerði séra Guðm. Árna- son studda af Margréti Byron að liðurinn sé samþyktur og lesinn. Samþykt. 4. liður: Um þennan lið álitsins urðu talsverðar umræður. Ásgeír Bjarnason gerði tillögu og Sig. Vllnjálmsson studdi að þessi liður sé feldur úr nefndarálitinu. Með tillögunni mæltu þeir Sig. Vilhjálms- son, J. J. Btldfell, Ásg. Bjarnason, Ásm. P. Jóhannsson og séra Guðm. Árnason, en á móti töluðu dr. Rögnv. Pétursson og J. P. Sólmundsson. Var þá gengið til atkvæða, og greiddu 32 atkvæði með tillögunni, að fella liðinn úr, en 15 á móti. 5. liður: S. B. Benediktsson lagði til og Páll Guðmundsson studdi að liðurinn sé sam- þyktur eins og lesinn. Samþykt. Ásm. P. Jóhannsson lagði til og A. Egg- ertson studdi að álitið sé samþykt I heild með gerðum breytingum. Samþykt. BóJcasafnsmdl Nefnd sú, sem skipuð var á ársþingi pjóðræknisfélags Islendinga I Vesturheimi þann 20. febrúar 1934, til að Ihuga bóka. safnsmálið, leyfir sér að leggja fram eftir- farandi tillögur í því máli. par sem það er álit vort, að bðkasöfn séu einn sterkasti og áhrifamesti hlekkurinn 1 þjóðrækniskeðjunni hér vestan hafs, . þá leggjum vér til: 1. Að pjóðræknisfélagið leggi alt mögu- legt kapp á, að mynda ný bókasöfn og auka þau söfn, sem nú eru félaginu tilheyrandt, með bókakaupum og að fá menn til að eftir- láta félaginu söfn sín, eftir þeirra dag eður fyn ef hægt er. 2. Að þar sem svo stendur á, að fleiri en ein bók af sömu tegund er I einhverju safni félagsins, þá verði séð svo um, að þeim sé dreift milli safnanna. 3. Að gerð sé gangskör að því, að hin ýmsu letrarfélög, sem nú þegar eru, eður kunni að verða I framtíðinni sambandsfélög pjóðræknisfélagsins fái tækifæri á að skift- ast á bókum, á þann hátt, að sendar séu bækur frá einum stað til annars til lesturs, undir eins konar miðstjórn, er hafi stöð slna I Winnipeg, samkvæmt þvl fyrirkomulagi sem stjórnarnefnd pjóðræknisfélagsins kann að álíta heppilegast. 4. Að stjórnarnefnd pjóðræknisfélagsins gangist fyrir þvl, að til arðs fyrir hvert bókæafn I hinum ýmsu bygðarlögum sé haldin ein arðberandi samkoma á ári hverju og að stjórnarnefndin aðstoði við þau sam- komuhöld eftir mætti. 5. Að þingið veiti stjórnarnefndinni heimild til að veifla fé árlega til viðhalds á bókum félagsins eftir þvl sem stjórnar- nefndin sér að við þarf. 6. Að netto andvirði Tlmarits pjóðrækn- isfélagsins sem kann að seljast á íslandi sé varið sem mest til nýrra bókakaupa. 7. Að bókasafn félagsins sé sem mest undir umsjón og gæzlu sérstakra nefnda, sem starfi I samráði við' stjórnarnefnd fé- lagsins eður deilda þeira, er þau kunna að heyra undir. 8. Að hverju bókasafni sé komið fyrir á sem heppilegastan stað, þar sem fólk, er þau vilja nota, á sem hægastan aðgang að þeim. G. P. Magnússon Halldór Gíslason Jónas Jónasson. Nefndarálitið lesið af G. P. Magnússon. Tillögu gerði Ari Magnússon og Sig. Vil- hjálmsson studdi að álitið sé tekið lið fyrir lið. Samþykt. 1. liður:—Ásg. Bjarnason lagði til og Stefán Jóhannsson studdi að þessum lið sé vísað tíl fjármálanefndar. Samþykt. 2. liður:—Sig. Vilhjálmsson lagði til og Ari Magnússon studdi að liðurinn sé við- tekinn eins og lesinn. Samþykt. 3. liður—Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Ari Magnússon studdi að þessi liður sé sam- þyktur eins og lesinn. Samþykt. 4. liður:—Sig. Vilhjálmsson lagði til og Jón Jóhannsson studdi að líðurinn sé við_ tekinn eins og lesinn. Samþykt. 5. liður:—Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Margrét Byron studdi að þessum lið sé vlsað til fjármálanefndar. Samþykt. 6. liður:—Jón Jóhannsson lagði til og Jónas Jónasson studdi að þessum lið sé vís- að til fjármálanefndar. Samþykt. 7. liður:—Ásm. P. Jóhannsson gerði til- lögu studda af Margréti Byron að þessi lið- ur sé feldur vegna þess hann sé óþarfur. Samþykt. 8. liður:—Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Sig. Vilhjálmsson studdi að liðurinn sé viðtekinn eins og lesinn. Samþykt. 9. liður:—Asru. P. Jóhannsson lagði til og Margrét Byron studdí að þessum lið sé vlsað til nefndarinnar aftur því hann eigi ekki við málið. Samþykt. Yfirvegaði nefndin álitið aftur og dró til baka 9. lið. Timarits útgdfa Nefnd sú er skipuð var á pjóðræknisþing- inu, til þess að gera tillögur um útgáfu Tímarits pjóðræknisfélagsins á komandi starfsári, leggur til að útgáfu Timaritsins sé hagað til á sama hátt og að undanförnu, og að stjórnarnefndinni sé falið á hendur að hafa framkvæmd I þvl máli, sem verið hefir. Nefndin sér sér ekki fært að leggja til að svo stöddu, að gera neinar breytingar frá því sem verið hefir. G. Árnason G. E. Eyford Th. Bjamason. Nefndarálitið lesið. Ásg. Bjarnason lagði til og J. P. Sólmunds- son studdi, að álitið sé viðtekið I heild eins og lesið. Samþykt. Bextíu ára minning þjóðrœknishreyfingar íslendinga í Vesturheimi. Nefndin, sem sett var til þess að íhuga þetta mál, leyfir sér að leggja fyrir þingið eftirfyigjandi ályktun: par sem að komið hefir I Ijós af fyrirlestri þeim, sem dr. Rögnv. Pétursson flutti hér 1 gær, að stjörnarnefnd pjóðræknisfélagsins hefir vandlega Ihugað þetta mál og komist að þeirri niðurstöðu, að félagið gæti ekki gengið fyrir sérstakri minningarhátíð og verði að láta sér nægja að minnast þessa merka atburðar hér á þinginu, þá leggjum við til, að stjórnarnefnd félagsins sé falið, að fara þess á leit við Islendingadagsnefnd- ir, hvarvetna þar sem Islendingadagshald á sér stað á komandi surnri, að taka málið á dagskrár slnar og minnast atburðarins á virðulegan og viðeigandi hátt. Á Pjóðræknisþingi 21. febrúar, 1934. A. P. Jóhannsson Guðm. Árnason Jón Jóhannsson Eltn Hall J. Janusson. Nefndarálitið lesið. B. E. Johnson lagði til og próf. Richard Beck studdi að álitið sé viðtekið I heild eins og lesið. Samþykt. Minjasafnsmdl. Minjanefndar skýrsla. pað er álit vort að það standi pjóðræknis- félaginu næst að starfa að þvl að verðmætir þjóðlegir munir I fórum Vestur-lslendinga. víðsvegar um bygðir vorar, svo sem bækur, handrit, og gripir er hafa fræðilegt, bók- mentalegt eða listrænt gildi, glatist ekki fyrir hirðuleysi eða kæruleysi. Oss skilst að stjórnarnefnd pjóðrknisfélagsins hafi á árinu sem leið hafist handa I þessu máli og falið tveimur mönnum, Dr. A. Blöndal og Mr. B. E. Johnson, úr nefndinni, að starfa að þessu máli. Leggjum vér til að þessu starfi sé haldið áfram á þessu ári undir umsjá stjórnar- nefndar félagsins, og að verðmætir, fágætir munir, er að áliti dómbærra manna eru boðlegir sem sýningar munir, sé komið fyr- ir á gripasafni því, er stofnað hefir verið I Winnipeg Auditorium. Winnipeg, Man. 21. febr. 1934. F. Sveinsson G. L. Jóhannsson Guðmann Levy. Nefndarálitið lesið af F. Sveinsson. J. P. Sólmundsson benti á að ekki væri æskilegt að gera neinar fastar ákvarðanir um sérstakan stað er munirnir séu geymdir á. Nefndin samþykti þessa breytingu, og gerði dr. Rögnv. Pétursson tillögu og Jón Jðhannsson studdi að álitið sé samþykt með þessari breytingu. Samþykt. pá gat forseti þess að þó nokkrir nýir meðlimir hefðu gengið I félagið á þinginu, og mintist hann sérstaklega á Öfeig læknl ófeigsson og Margréti konu hans. Dr. Rögnv. Pétursson gat þess að á þing- inu væri staddur séra Sveinbjörn Ólafsson frá Bandarikjunum. Sagði hann að séra Sveinbjörn hefði sérstaklega reynt að haga ferð sinni svo að hann gæti setið þingið. Mæltist hann til að þingið biði honum að taka þátt I þingstörfum og vottaði honum þakklæti sitt fyrir komuna á þingið. Var það gert með lófaklappi. Lagði þá dr. Rögnv. Pétursson til og Hall. dðr Glslason studdi, að þingi væri frestað til kl. 9.30 næsta morgun. Samþykt. Að kvöldi fór fram hið árlega Islendinga- mót Fróns og tókst prýðilega. Var það eitt fjölsóttasta mót deildarinnar og sýnir það þó hart sé I ári, vináttu til félagsskaparins og áhuga fyrir starfi þess. Aðal erindi á mótinu flutti Ófeigur Ófeigsson, læknir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.