Lögberg - 19.04.1934, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1934
Högberg
GeflS fit hvern fimtudag af
THE COLUMBIA. PRE88 LIMITKD
695 Sargent Avenue
Winnípeg, Manitoba
Utanáskrift ritatjórans.
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um áriö—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Colum-
bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Tímarit Þjóðrœknisfélagsins
Hinn fimtándi árgangur Tímarits Þjóð-
ræknisfélagsins er fyrir nokkru kominn út.
Tímaritið er að þessu sinni og eins og
ávalt hefir verið, fjölbreytt að efni og hið
skemtilegasta aflestrar.
Fremst í ritinu er mynd af séra Jónasi
heitnum Sigurðssyni, og fyrsta greinin er
kveðja sú, er séra Rögnvaldur Pétursson
flutti við útför þessa merka manns.
Næst er kvæði eftir Mrs. Jakobínu John-
son, sem nefnist “Harpa,” nijög fallegt
kvæði. Fyrsta erindið er svona:
Hvaðan kom mér harpa,
—Helzt til forn í sniðum,
Helzt til strengja stutt.
Hún er eflaust arfur
Einhvers liðins tíma,
Lengst úr fortíð flutt.
“Hvað geta Vestur-Islendingar gert fyr-
ir íslenzka tunguf” Svo heitir markverð
grein eftir fræðimanninn Dr. Stefán Einars-
son. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu
að ungir og ötulir mentamenn hér vestra gætu
unnið 'þarf verk með því að safna þeim orð-
um, sem vér höfum tekið úr enskri tungu og
gefið íslenzkar beygingar. Nefnir höf. til
dæmis orðið “car,” sem við höfum gert að
“kar,” í fleirtölu “kör.” Enska orðið
“yard” verður að “jarð,” yrði þá fleirtalan
“jörð,” þótt algengt sé að tákna hana með
endingunni s “jarðs. ” Þá nefnir höf. fleiri
orð,’ svo sem “stríta” af stréet of “rót” af
road. Þessar síðastnefndu orðmyndir munu
svo sjaldan notaðar, að vafasamt er hvort
rétt væri að telja þær til vestur-íslenzks máls.
Nú geta verið skiftar skoðanir um það
hvort vert sé að safna þessum orðum, sem í
flestum tilfellum eru stór lýti á málinu. Höf.
finst að þrátt fyrir það sé það mjög fróðlegt
að eiga safn yfir öll þessi orð og orðatiltæki,
og bendir hann á það, að Norðmenn hér í álfu
séu að rannsaka sitt norsk-ameríska mál.
Smákvæði, “Haustljóð,” eftir prófessor
Richard Beck, er vel samið og blæfallegt.
Heiðarrósin “heyrir yfir höfði sér, haustsins
vængjaþyt”—; hér er fallega að orði komist
og skáldlega.
Steinn Dofri yrkir þróttmikið kvæði til
Þorskabíts. Hér er tekið síðasta stefið:
Því mun þögn
þulu betri,
ókunns ýts
óðarstarfa.
Björn mun bezt
braga sinna
lýsa list
Ijóði sjálfs.
Tvær sögur eftir J. Magnús Bjarnason
birtast í ritinu að þessu sinni, og eru þær báð-
ar skemtilegar og skrifaðar af þeirri snild,
sem höfundi er lagin. Fyrri sagan, “Boy
Burns,” gerist í Nýja Skotlandi, en hin nefn-
ist ‘‘ Vófréttin,” og er skrifuð í æfintýrastíl.
* Þá er kvæði eftir Huldu skáldkonu, sem
heitir “Landnámskonan” og er það tileinkað
íslenzkum landnámskonum í Vesturheimi.
Kvæðið er veigamikið og vel ort.
“Minningar frá Möðruvöllum, ” heitir
skemtileg grein eftir Guðmund Friðjónsson
á Sandi. Höf. lýsir vel þeim Jóni Hjaltalín,
skólastjóra á Möðruvöllum og Stefáni kenn-
ara Stefánssyni. Einnig segir hann vel frá
ýmsum atriðum skólalífsins.
Ritstjóri Tímaritsins hefir komist yfir
nokkrar af vísum Páls ólafssonar, sem ekki
hafa áður verið birtar. Efru sumar þeirra
ágætar; t. d. þessi:
Veslings stráin veik og mjó
veina á glugga mínum;
kvíða fyrir kulda og snjó—
kvíða dauða sínum.
Steingrímur Matthíasson, læknir, ritar
mjög skemtilega grein “ósköp liggur á!”
Honum finst að allur þessi hraði, sem fylgir
vélamenningu nútímans sé óþarfur og jafn-
vel skaðlegur.
P. S. Pálsson á í ritinu ágætt kvæði,
“Hvurt?”
Jón J. Bíldfell ritar ítarlega um séra
' Jónas A. Sigoirðsson. '
“Skáldið Þorbjörn Bjatliason” er frgíð-
leg og fræðimannleg ritgérð íftir prófessor
?Richard Beck. Dr. Béck skrifár af sanngimi
og þekkingu urn þeunaja merkisxaaiui, ng er
auðséð að höf. hefir kynt sér vel skáldskap
“Þorskabíts.”
Síðasta ritgerðin er erindi það, er séra
Rögnvaldur Pétursson flutti á þingi Þjóð-
ræknisfélagsins í vetur. Greinin heitir ‘ ‘ Upp-
haf vesturferða og þjóðminningarhátíðin, ”
og er hún fróðleg og vel samin. Nú mun
margt gleymt frá fyrstu tíð Islendinga hér í
álfu, og er það nauðsynlegt og þarft að forða
frá glötun því, sem enn er í minnum elztu
manna.
Flestir munu geta lesið Tímarit Þjóð-
ræknisfélagsins sér til ánægju og fróðleiks,
og margt hefir þar birst, sem mikill fengur
hefir verið í.
Frá Bretlandi
Það hefir vakið eftirtekt manna í seinni
tíð hvað Bretar virðast nú á góðri leið með
að losna úr viðskiftakreppunni. Eins og minst
hefir verið á hér í blaðinu er útlit fyrir að
tekjur ríkissjóðs nemi, í ár, 160 miljón doll-
urum meira en útgjöld. Slíkt eru fágætar
fréttir nú á dögum, og gleðiefni þeim, sem
mætur hafa á hinni ensku þjóð.
Bretar hafa í mörg ár, borið þyngri
skattabyrði en nokkur önnur þjóð og hafa
þeir nú von um að henni verði létt eitthvað á
komandi ári.
Því miður er samt útlit fyrir að Bretum
verði ekki að ósk sinni í þessu efni, og stafar
það að nokkru leyti af því að hræðslan við
vígbúnað Þýskalands fer nú stöðugt vaxandi
í'Evrópu, og kveður svo rammt að þeirri
hræðslu að komið hefir til tals að útgjöld til
hers og flota Englendinga verði hækkuð til
muna. Þýsku f járlögin síðustu gera ráð fyrir
100 miljón dollara fjárveitingu t.il landvam-
arhersins.
Þá var það áskilið að framlag með at-
vinnulausum mönnum yrði strax hækkað aft-
ur, þegar batnaði í ári. (Framlagið var lækk-
að fyrir nokkmm árum og mæltist sú ráð-
stöfun misjafnt fyrir). Atvinna er eitthvað
að aukast, t. d. fengu 117 þúsund manns vinnu
í marzmánuði s. 1. Samt sem áður myndi
umrædd hækkun kosta ríkissjóð um 65 miljón
dollara. Af þessu sézt að skattar lækka varla
mikið, þrátt fyrir tekjuafganginn.
Mjög em nú skiftar skoðanir manna á
stjórn MacDonalds. Ihaldsflokkurinn ræður
nú lögum og lofum í stjórninni, en helstu
menn hinna tveggja flokkanna eru búnir að
segja sig úr ráðuneytinu að undanskildum
Sir John Simon, utanríkismálaráðgjafa.
Blöðin skýrðu frá því á dögunum að Lady
Fanny Houston, kona vellauðug, hefði boðið
stjóminni að gefa miljón dollara tíl hersins
og flotans. Þessu boði hafnaði MacDonald.
Þá bauðst frúin að gefa sömu upphæð til að
koma upp loftvarnartækjum fyrir Lundúna-
borg. Sú borg er talin varnarlaus gegn árás-
um óvinaliðs, sem sæktu að úr loftinu. Þessu
boði var einnig hafnað. Þá reiddist frúin og
skrifaði MacDonald skammarbréf. Hún fór
óvirðulegum orðum um stjórnarformanninn
og kallaði hann hvers kjrns ónöfnurn.
Stjórnin hefir nú lagt fram fé svo að hægt
sé að lúka við hafskip Cunard-White Star
línunnar. Það skip verður hið stærsta í
heimi, eða 75 þúsund smálestir að burðar-
magni. Það er þekt undir nafninu Nr. 534.
Skipsskrokkurinn hefir staðið í skipakvínni
við Clyde ána í tvö ár, en nú fá fleiri þúsund
manns atvinnu við smíðina. Ibúar Clydebank
(svo heitir bærinn þar sem verið er að smíða
skipið) urðu frá sér numdir af gleði þegar
fregn þessi barst út. Verkamenn gengu í
fvlkingu að skipakvínni, með lúðraflokk í
fararbroddi.
Brezka þjóðin er að sigrast á kreppunni
og kemur þar glögt í ljós dugnaður hennar
og þrek. Af Bretum getum vér margt lært
enn í dag.
Mormónar í Bandaríkjunum héldu sitt
104. árþing í hinni frægu tjaldbúð sinni í
Salt Lake City, Utah. Tólf þúsundir manna
voru þarna samnkomnar. 'Trúarflokkur þessi
nefnir sig “Latter-Day Saints,” og telur um
700 þúsund meðlimi. '
Arið 1830 stofnaði Joseph Smith kirkju
þessa í Fayette í New York ríki. Kirkjan á
viðburðaríka sögu að baki og er á margan
hátt merkileg. Aðal aðsetur hennar er í Utah
og ræður hún lofum og lögum í því ríki.
Formaður Mormóna, síðan 1918, hefir
verið Heber J. Grant. Hann er auðugur mað-
ur og býr í Salt Lake borg. Meðráðendur
hans eru tveir og var annar þeirra kosinn á
þessu síðasta þingi. Uann heitir Joshua Reu-
ibefl (plárk, og var um eitt skeið sendiherra
Baridaríkjftnria í'vMexico. Reed Smoot, sena-
tor, er ''binriig háttsettur embættismaður
Mormóna-kixkjuniuir. - - - -r —........
Leifur hepni og
Mr. Myres
I langri grein, sem birtist fyrir
skömmu í “Lögbergi” tók Mr. J. J.
Myres til athugunar grein mína um
Leifsmálið, sem kom út i Tímariti
Þjóðræknisfélagsins í fyrra. Hann
hefir gerst æði margorður, án þess
þó að leiðrétta neitt af því sem eg
sagði eða auka þekkinguna á þessu
máli. En mér finst réttast að víkja
nokkrum orðum að athugunum
hans.
Mr. Myres þykir eg vilja gefa
Norðmönnum dýrðina. Eftir gögn-
um þeim, sem eg hafði, gat eg ekki
annað en lagt áhersluna á starfsemi
þeirra i þessu máli. Hvað Vestur-
íslendingar hafa unnið að þvi, er
mér, því miður, lítt kunnugt, þar
sem, mér vitanlega, aldrei hefir ver-
ið skj'rt frá því á prenti. Og það
er einmitt þetta, sem Mr. Myres
hefði átt að gera, ef honum fanst
eg ekki gefa þeim þann heiður, sem
þeir áttu. Fyrir það hefði 'bæði eg
og aðrir verið honum þakklátir. Það
sem hann nefnir um kosningar og
atkvæði íslendinga er á huldu, svo
að ekki er hægt að fá neitt tangar-
hald á því. Hitt er víst, að aldrei
hefði Leifsmálið komist á það stig,
sem nú er orðið, án afskifta Norð-
manna af því.
Þjóðerni Leifs getur verið álita-
mál. Við íslendingar viljum gjarna
eigna okkur Albert Thorvaldsen og
Niels Finsen, af þvi að feður þeirra
voru íslenzkir. Þó var Thorvald-
sen fæddur í Danmörku og sá aldrei
ísland, og Finsen var fæddur á Fær-
eyjum og gekk nokkur ár á Reykja-
víkurskóla. Ef við getum eignað
okkur þessa menn, þá geta víst
Norðmenn, með sama rétti, eignað
sér Leif Eiríksson, þar sem faðir
hans var norskur. Það er því sann-
arlega hæpið að gera slíkt að deilu-
máli, og síst verður úr því skorið
með atkvæðum þinga eða þjóða.
Þegar svo er ástatt finst mér óhyggi-
legt að eyða fé og tíma í slíkar deil-
ur • heldur eiga menn að taka hönd-
um saman um það að halda uppi
minningu þess mannS, sem þeir eiga
jöfn tök í. Og það var þetta, sem
eg vildi benda á með grein minni,
enda er gleðilegt að sjá, að nú ætla
Skandinavar hér vestra að taka
höndum saman um að reisa Leifi
minnismerki í Chicago.
ITm afrek Leifs er nokkuð erfitt
að dæma. Mr. Myres veit sjálfsagt
að til er gömul, íslenzk heimild
(Grænlendingaþáttur) fyrir því, að
Leifur sé ekki sá, sem fyrst fann
Ameríku, heldur Bjarni Herjólfs-
son. Og ef Mr. Myres hefir fylgst
með því sem ritað hefir verið um
fund Vínlands, ætti hann að vita,
að það eru margir rithöfundar, sem
taka þá heimild fram yfir hina
(Eiríks sögu). Sjálfur er eg á ann-
ari skoðun, en það er ómögulegt að
sanna að þessir menn kunni ekki að
hafa rétt fyrir sér.
Þegar talað er um samband milli
Leifs og Columbusar, þá er gengið
á svo þunnum ís sem mest má verða.
Það er vert að hafa það í huga, að
Columbus var ekki að leita nýrra
landa; hann vildi komast sjóleið til
Austurlanda, með því að sigla i
vestur. Og sú hugmynd hans var
ekki bygð á sögnum um eldri landa-
fundi, heldur aðallega á vísindaleg-
um skoðunum um lögun jarðarinn-
ar. Ef hann hefði ætlað að feta i
fótspor Leifs, hefði hann varla leit-
að þúsund mílum sunnar en Leifur.
Hér vantar því ekki einungis gögn
fyrir nokkru sambandi milli þeirra,
heldur virðast jafnvel verk Colum-
busar tala á móti þvi. Það sem um
það hefir verið sagt er þvi tilgátur
einar, hvort sem það hefir komið
frá Finni Magnússyni eða prófessor
Beazley.
Þá finnur Mr. Myres að því, að
eg bafi minst á Leifsmálið sem
deiluatriði milli trúarflokka hér
vestra. En það gerði eg af ásettu
ráði, því að eg vildi vara menn við
að gera slíkt, því ekkert gæti orðið
leiðara fyrir minningu Leifs. Með
því gæti saga hans orðið skopleg í
augum almennings.
Eitt er það í grein Mr. Myres,
sem.gladdi mig’ og það er áhugi
hans á því, sem er íslenzkt, og urii-
í melr en þriSjung aldar hafa Dodd’s
Kidney Pills verið viðurkendar rétta
meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum öðrum sjtikdómum. Fást hjá
öllum iyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
hyggja fyrir að varðveita það. Þar
getum við verið sammála, þótt okk-
ur greini á um ýms smáatriði. En
nú er til enskur málsháttur, sem
segir að “charity begins at home.”
Eyrst nú Mr. Myres er svo ant um
það íslenzka, hvað hefir þá komið
honum til að breyta nafni sínu svo,
að engan mundi gruna, eftir því að
dæma, að honum rynni íslenzkt blóð
í æðum ? Ef margir gerðu slíkt hér
í álfu—og þeir eru víst ekki svo fáir,
sem gera það—er hætt við að ætt-
erni og uppruni manna muni bráð-
'lega gleymast, og það er sist æski-
legt frá íslenzku sjónarmiði.
Halldór Hermannsson.
Fréttabréf
Vogar 8. apríl.
Veturinn fer nú að segja af sér;
aðeins rúm vika til sumars. Allir
munu fagna því, því þessi vetur er
orðinn langur og þreytandi. Þó má
kalla að vortíð hafi verið siðastliðna
viku, því leysing hefir verið á degi
hverjum; enda er nú snjór tekinn
af sléttlendi að kalla má, en feykna
skefli er í buskabrúnum og við mis-
hæðir. Þetta má kalla í fyrsta sinni
á vetrinum. sem sama veður hefir
haldist heila viku, og spáir það góðu
með sumarkomuna.
Hann hefir verið örðugur bænd-
ur og fiskimönnum, þessi vetur, og
ber margt til þess; en lika sögu
munu flestir hafa að segja.
Héðan er fátt að frétta, sem tíð-
indum sætir. Heilsufar rpanna yfir-
leitt í góðu lagi. Ein kona er ný-
lega dáin hér í bygðinni, Karólína
Guðrún Ásgrímsdóttir, 62 ára
gömul. Maður hennar er Finnbogi
Þorkelsson bóndi við Hayland P.O.
Þau hjón voru bæði ættuð úr Snæ-
fellsnessýslu á íslandi. Höfðu búið
hér í bygðinni nær 20 ár, og verið
vel látin. Hún var heilsutæp á síð-
ari árum, og dó í svefni. Jóhann
prestur Friðriksson flutti húskveðju
að heimili hinnar látnu 31. f. m. að
viðstöddum flestum nágrönnum. Var
líkið síðan flutt til Winnipeg og
jarðsungið af Dr. Birni B. Jóns-
syni, 3. þ. m.
Fiskiveiðum er nú lokið hér í
Manitobavatni. Fiskimenn dreifast
nú víðsvegar í atvinnuleit, með létt-
ar pyngjur, því laun þeirra hafa ver-
ið lág í vetur. Þó munu sjóðir
bænda og útgerðarmanna vera enn-
þá rýrari, þeirra, sem ekki hafa
staðið á gömlum merg—en þeir eru
fáir hér í bygð. Munu fáir hafa
gert betur en að mæta kostnaði við
útgerðina, og margir, sem hafa tap-
að á henni. Útkoman af fiski veið-
um hefir því verið með versta móti
í vetur, og ber margt til þess: Tíð-
arfarið hefir verið óhagstætt, fiskur
nfeð tregasta móti og verðið lágt.
Aftur á móti hefir aflast allvel á
suðurhluta Manitobavatns, og verð-
lag á fiski verið drjiigum mun hærra
þar, sem að líkindum stafar af meiri
samkepni meðal kaupmanna.
Gripahöld hafa verið með betra
móti hér í vetur, engin vanhöld eða
kvillar, sem teljandi séu. Hey-
byrgðir nægar hjá flestum, enda
margir aflagsfærir með hey, ef aðra
kynni að skorta. Fóðurkorn mun
fremur skorta handa mjólkurkúm,
því fáir hafa peninga til að kaupa
það. Þá lítur nú öllu betur út en
áður með gripaverð. Gripakaup-
menn eru nú á ferðinni, og bjóða nú
rúma 20 dollara fyrir 2. ára gripi,
sem varla seldust fyrir 10 dollara i
haust. Að sönnu er þetta verð ekki
öllu hærra en fyrir kostnaði við að
ala gripina upp, en varla er hægt að
búast .yjð. meiri. hækkun -á einu
misseri. Það vekur þó vonir um að
betri tímar séu í vændum, enda væri
þess þörf.
Hagur Siglunessveitar er í það
heila tekið fremur erfiður. Skattar
borgast illa, því peningar eru lítt
fáanlegir, þótt næg landvara væri í
boði. Um framkvæmdir er þvi ekki
að tala að svo stöddu, því fé fæst
ekki til að halda við vegum þeim,
sem þegar eru lagðir. Styrks frá
fylkisstjórninni þarf varla að vænta
i ár. Þó skuldar sveitin ekki að
mun ennþá, en ekki þykir ráðlegt
að taka lán til framkvæmda, í þessu
árferði. “Við bíðum og sjáum hvað
setur.”
Guðm. Júnsson,
frá Húsey.
VERKAMANN ABOSTAÐIR
Ákveðið hefir verið að byggja 54
verkamannabústaði í sumar. Verða
þeir i sambyggingu meðfram Ás-
vallagötu, Hofsvallagötu og Hring-
braut og áfastir við Verkamanna-
bústaðina, sem búið er að byggja.
Heimild hefir verið fengin til að
taka 400 þús. kr. lán til þessarar
byggingar.
Meira en 150,000 ánægðir við-
skiftavinir sönnuðu aftur, árið
sem leið, að McFayden fræið er
það bezta. Margir höfðu áður
borgað 5 til 10 cents fyrir pakk-
ann og héldu að minna mætti ekki
borga til að fá gotf útsæði. Nú
er öþarfi að borga meira en 2%,
3, eða 4 cents fyrir flestar teg-
undir af fræi.
Lágt verð eru þö ekki beztu
meðmælin með McFayden fræinu,
heldur gæði þess.
Frækornið er lifandi, og því
fyr sem það kemst til þeirra, sem
það nota, þess betur vex það og
dafnar.
Breytingar á útsæðislögum
heimta nú að útsæði sé merkt
með ártali og mánaðardegi. petta
gerði okkur ekkert. Alt okkar
útsæði er nýtt. . ,
Ef að McFayden fræið væri
sent til kaupmanna I störum
kössum, þá ættum vér jafnan
mikið af því fyrirliggjandi á
hverju sumri.
Ef svo þessu fræi væri hent,
myndum við skaðast og yrðum
því að hækka verðið á útsæðisfræi
okkar.
Ef við aftur á möti geymdum
það, yrði þaö orðið gamalt næsta
vor, en gamalt fræ viljum vér
ekki selja.
pess vegna seljum vér fræið
beint til ykkar.
jSr&llíSk Tíu pakkar af fullri
Kstærð, frá 5 tll 10 centa
* g virði, fást fyrir 25 cents,
og þér fáið 2 5 centin til baka með
fyrstu pöntun gegn “refund cou-
pon,” sem hægt er að borga með
næstu pöntun, hún sendist með
þessu safni. Sendið peninga, þö
má senda frimerki. Safn þetta er
falleg gjöf; kostar lítið, en gefur
mikla uppskeru. Pantið garð-
fræ yðar strax; þér þurfið þeirra
með hvort sem er. McFayden
hefir verið bezta félagið siðan
1910.
NEW-TESTED SEED
Every Packet Dated
BEETS—Detroit Dark Red % oc.
Sows 23 ft. of row.
CARROTS—Chantenay Half Long
% oz. Sows 25 ft. of row.
CUCUMBER—Early Fortune, %
oz. sufficient for 100 plants.
LETTUCE—Grand Rapids, % oz.
Sows 60 ft. of row.
ONION—White Portugals Silver
Skin % oz. Sows 15 ft. of row
ONION—Yellow Globe Danvers,
% oz. Sows 15 ft. of row.
PARSNIP—Sarly hort Round, %
oz. Sows 40 ft. of row.
RADISH—Frenoh Breakfast, *4
oz. Sows 25. ft. of row.
SWEDE TURNIP — Canadian
Gem„ % oz. Sows 75 ft. of row.
TURNIP—Wihte Summer Table,
% oz. Sows 50 ft. of row.
paO nýjasta og bezta. peir, sem
vilja það nýjasta og bezta vilja
eflaust kynna sér nýjustu teg-
undir af Sweet Corn, Early Beans
og Stringless Beans, sem búnað-
arskóli Manitoba hefir ræktað og
reynst hefir oss ágætlega.
GEFINS—Klippið út þessa aug-
lýsingu og fáið stóran pakka af
fallegasta blómafræl gefins.
Mlkill sparnaOur í því aO senda
sameiginlegar pantanir,
McFayden Seed Co. Winnipeg