Lögberg - 03.05.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.05.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 3. MAt, 1934 m QlP Stefán Pétursson Hann var fæddur að Miklhóli í Viðvíkursveit í SkagafirÖi, ár og dag sjem a8 ofan e^ greint. Foreldrar hans voru Pét- ur bóndi Guðlaugsson, Jóns- sonar prests Sveinssonar, frá Barði í Fljótum, og Jó- hanna Ólafsdóttir, Þorleifs- sonar frá Stórhóli í Fljót- um. Móðir hennar var GuS- rún Jónsdóttir frá Brúna- stöðum í sömu sveit.— Bróðir séra Jóns Sveins- sonár, langafa Stefáns, var Torfi Sveinsson, nafnkunn- ur fræðimaður á Norður- landi á sinni tíð. Móðir Péturs, föður Ste- fáns, var Sesselja dóttir séra Einars Grímssonar á Hnappstað í Stíflu, og Ól- afar konu hans. Systur Sesselju Einarsdóttur prests, voru Herdis móðir Bessa Steinssonar í Kýlholti og Ólafar Steinsdóttur frá Vík í Héðinsfirði; Guð- rún, kona séra Stefáns á Kvíabekk i Ólafsfirði, föður Stefáns bónda og fyrrum alþingismanns í Fagraskógi, föður Davíðs skálds Stefánsson- ar; og Hallfríður, skáldkona, á Brúarlandi. Þau Jóhanna ólafsdóttir, móðir Stefáns, og Kristján Bessason í Selkirk, voru bræðrabörr, Maður Ólafar Steinsdóttur. frá \uk i Héð- insfirði, var Steinn Jónsson, sjógarpúr og for- maður mikill. Þeirra dóttir, Sigurlaug, kona Sveins aktýgjasmiðs Thompson í Selkirk; eru þau foreldrar dr. S. O. Thompson, i Riverton, og þeirra systkina. Hafa þau þá verið þremenningar að frænd- semi Stefán Pétursson, Mrs. Sigurlaug Thomp- son og Davíð skáld Stefánsson. Ömmur þeirra, Sesselja, Herdis og Guðrún, allar systur, dætur séra Einars Grímssonar. En fjórða systirin, Hallfríður skáldkona Einarsdóttir á Brúar- landi. Er þetta fróðlegt til íhugunar fyrir þá, er leitast við að rekja það vandamál, hvernig skáldgáfa og aðrar tegundir gáfna ganga i ættir. Virðist þá sem skáldskapargáfan sé i báðum ættum Davíðs í Fagraskógi. Hallfríður skáldkona, systir Guðrúnar ömmu hans, i föð- urætt, en Sigríður amma hans, i móðurætt, syst- ir þeirra skáldmæltu Briema, Valdimars bisk- ups, Jóhanns Briem í Riverton og þeirra syst- kina-, er öll voru gáfuð og meira eða minna skáldmælt. Eins og oft hefir viljað verða með sjógarpa íslands, urðu það örlög Steins Jónsonar að far- ast, í ofsaroki, með allri áhöfn. Annar vel þektur sjógarpur á þeirri tið var Þorsteinn Jónsson á Grýtubakka, faðir Sigurlaugar konu Jóhannesar bónda Einarssonar i Lögbergs- bygð. Voru þeir Steinn og Þorsteinn allskamt hvor frá öðrum, á sjó, áður en ofviðrið skall á. Mun djúpt hafa verið róið og bæði skipin langt frá landi. Fiskur var víst tregur. Leitaði Steinn þá dýpra, í þeirri von að betur gengi. Þorsteinn, er var frálega veðurglöggur og leizt illa á útlitið, færði sig grynnra. Þar skilcfi með þeim nafnkunnu formönnum. Þegar ofviðrið skall á var Þorsteinn kominn langa leið áleiðis til lands, en Steinn var enn djúpt undan landi. Báðir formenn höfðu mannval innanborðs. En munurinn á afstöðu skipanna var nógur til þess, að Þorsteinn komst af, en Steinn og sjógarpar hans komu aldrei aftur. Þótti það, sem var, hinn mesti mannskaði.— Systkini Stefáns sál. Péturssonar eru þrjú á lífi. Elzt þeirra er Mrs. Elín Thidriksson, hálfsystir hinna; hefir hún um mörg ár verið formaður Víðinessafnaðar, frábær merkis- kona. Hin systkinin eru Mrs. Guðlaug Frið- riksson, ekkja Friðriks bónda Friðrikssonar, i Cypress River, og Sveinn Pétursson, i Port- land, Oregon, er á fyrir konu Guðrúnu Bjarna- dóttur, ættaða úr Skagafirði. Eru Guðlaug og Sveinn bæði alsystkini Stefáns. Eins og algengt var með unga menn á ís- landi, á þeirri tið er Stefán var að alast upp, vandist hann bæði við sveitavinnu og sjóróðra, þar til að hann fluttist af landi burt, árið 1886, einn síns liðs, þá tuttugu og fjögurra ára gamall. Árið eftir, 1887, komu foreldrar hans og öll börn þeirra er eftir voru; settist hópurinn að i Winnipeg. Fjölskyldan þá alls tíu manns. Það sama sumar bar þann harm að hönd- um, að móðir Stefáns og systir hans, rétt tví- tug, önduðust báðar í sömu vikunni.—Faðir hans andaðist sex árum síðar.— Fæddur 9. janúar 1862, Dáinn 29. nóvember 1933. Stefán sál. var tvígiftur. Var fyrri kona hans Helga Magnúsdóttir, væn kona og vel að sér. Misti hann hana eftir eins árs sambúð,— Seinni kona hans, er hann giftist árið 1893, er Rann- veig Jónsdóttirí hreppstjóra Gíslasonar frá Miklabæ í Óslandshlið, og Guðrúnar Eiríksdóttur Hjálmssonar. Börn þeirra hjóna eru fjögur. Þau eru þessi: (1) Jóhanna Sveinrós Beatrice, kona Frank Frede- ricksonar, flugmanns og Hockeyleikkappa, er allir Islendingar kannast vel við. (2) John Allan Peterson, yfirskoðunarmaður reikn- inga hjá Brackman Ker mylnufélaginu í New West- minster, B;.C. (3) Dr. Frank Herbert Peterson, læknir í flugliði Breta á Egyptalandi. (4) Harald Thomas Norman Peterson, skrifstofumaður hjá Sun Life Assurance félag- inu í Montreal.— Öll eru þau börn Stefáns sál. og Rannveigar konu hans ágætlega gefin og myndarleg. Eins og við er að búast, í ensku landi og hjá enskumælandi fólki, þá skrifa allir drengirnir sig Peterson, en ekki Pétursson. Hjá þeirri breyting er naumast hægt að sneiða, né heldur virðist það standa á miklu. Býst eg og við, að á lögformlegum skjölum sé nafn Stefáns sál. einnig i þeirri mynd. Þó læt eg hina fyrri mynd nafnsins halda sér hér, því allir forn- vinir Stefáns Péturssonar mintust jafnan á hann með því nafni. Er mér þetta býsna vel kunnugt, fram til þess tíma er eg flutti alfar- inn burtu úr Winnipeg, skömmu eftir síðast- liðin aldamót. Stefán Pétursson var stór maður vexti, mað- ur talsvert í hærra lagi, mikill um herðar og hraustlega bygður. Hann var hægur maður í fasi, góðmannlegur á svip og vingjarnlegur i viðmóti. Fyrir f jörutíu árum síðan, er eg jnan bezt eftir honum, stundaði hann vinnu hjá Ogilvie mylnufélaginu. Síðar lagði hann fyrir sig múraraiðn, á þeirri tíð er vöxtur Winnipeg- borgar var sem mestur. Þegar húsabýgginga- vinnan mikið til hætti, fór hann aftur að gefa sig við mylnuvinnu og þá hjá Western Canada hveitimylnufélaginu, Var Stefán sál. í þjón- ustu þess félags hin síðustu ár æfi sinnar. Stefán Pétursson átti hlýhug þeirra manna, er honum kyntust. Vænn maður og vandaður. Hafði hann ánægju af heimsókn góðvina sinna, en fór lítið að jafnaði frá heimili sínu. Var þar oftast þær stúndir er hann ekki var bundinn við störf sín. Heimilið, konan og börnin áttu hjarta hans. í því samfélagi undi hann hag sínum bezt. Heimilið og ástvinahópurinn voru hinar dýru gjafir, er hann kunni manna bezt að meta.— Heilablóðfall var það, sem batt enda á æfi Stefáns. Ekki var þó sá sjúkdómur eins hrað- virkur og hann stundum er. í sjö vikur var sjúkdómurinn að vinna á honum. Lá hann fjórar af þeim vikum á spítala.— Jarðarförin fór fram frá útfararstofu Bardals, undir stjórn prests Fyrsta lút. safnað- ar. Veðrið var hið inndælasta, mildur og hlýr haustdagur. Gröfin í Brookside grafreitnum, vestan við Winnipegborg. Þar hvíla jarðnesk- ar leifar margra mætra íslendinga, þeirra er vestur hafa flutt. í líkfylgdinni var fluglistar kennarinn ís- lenzki Konnie Jóhannesson. Var hann þar á þann hátt, að hann leið í loftvél sinni yfir reit- inn helga, rétt í því að kista Stefáns var i þann veginn að koma að gröfinni. Var það nokkurs konar samúðartákn fluglistarmanna, í tilefni af þvi, að bæði sonur og tengdasonur hins látna höfðu verið og voru samherjar þeirra í þessari nútíðarinnar merkilegu íþrótt. Ekkjan og ástvinirnir allir þakka af hjarta samúð mikla og vinsemd, er þeim var sýnd. Sömuleiðis blómskrúð fagurt og mikið, er skreytti kistu ástvinarins látna.— Kona og börn Stefáns sál. Péturssonar syrgja hann auðvitað mest. Svo og systkini hans. En auk þeirra eru og margir fleiri, er sakna einlæglega hins mæta látna manns.— Jóhann Bjarnason. Kaflar ur sogu Framh. “Það er miklu skemtilegra að fylgjast að, en að þú sért ein á ferð.” Borghildur brosti til hans aftur, en vissi ekki vel hvað hún átti að segja. Ásgeir steig á bak og þau héldu áfram ferðinni. “Hvernig lízt þér á þig, hér hjá okkur ?” “Ágætlega.” “Kantu vel við þig?” “Já, allir eru mér góðir, og þá kann maður vel við sig.” “Eruð þið komin á dalinn ?’’ “Ekki enn.” “Hann er erfiður.” “Eg hefi heyrt talsvert um það,” sagði Borghildur. “V^rstu engjarnar í sveitinni,” sagði Ásgeir. “Það verður að taka því eins og það leggur sig,” sagði Borghildur. En henni endurnýjaðist engja- skelkurinn við orð hans. Móttaka húsbóndans kom í huga hennar, og mörg umyrði annara um Nesdal; þar á meðal að Guðrún húsfreyja andvarpaði i hvert skifti og talað var um að fara þangað, og sagðist taka það nærri sér, að láta unglings- stúlku raka á honum Nesdal, þvílíku feni. “Það er ekki til neins að æðrast um það,” sagði Borghildur. “Eg er nú hingað komin í vinnu, og eg verð að raka á þessum engj- um, hvernig sem þær eru.” “Það er rétt,” anzaði Ásgeir og brosti aftur. “Húsbændur geta ekki gert að þvi, þó engjar þeirra séu votar.” “Þú ert þá ekki hrædd við það ?” sagði hann með hispurslausri aðdá- un. “Eg ætla að minsta kosti ekki að láta þá hræðslu ráða yfir mér. Stundum er eg hálf smeyk um að eg vinni ekki fyrir kaupinu, sem eg á að fá; það þykir mér verst, en eg er að vona að Nesdalur reynist mér ekki eins afleitur og spárnar segja.” “Þú ert hraustleg, og það er þess vegna liklegt þú komist vel i gegnum það,” sagði Ásgeir, með fullorðin- látbragði. “Heldurðu þú komir aftur næsta sumar ?” “Það hefi eg ekki minstu hug- mynd um. Ef eg reynist nú liðlétt við raksturinn, þá líklega kærir hús - bóndinn sig ekki um mig aftur.” “Þá eru fleiri staðir til hér en Nes, sem taka kaupakonur,” sagði Ásgeir og horfði upp i f jallið. “Hefirðu tekið eftir því hvar dag- málin eru i Nesi?” spurði hann. “Já.” “Skamt fyrir innan “Vefstólinn” sem kallaður er.” “Já. Dagmálin hjá okkur eru rétt í ‘Vefstólnum.’ ” “Sérðu hvað tindarnir þarna eru líkir vefstól ?” Hann benti með svipunni og hún kinkaði kolli. “Svo er hádegið á “Revnitind”. Skrítið hvernig það nafn er til kom- ið. Varla hefir þó skógur vaxið svo liátt uppi.” “Líklega er það ekki, en samt er sagt að landið hafi verið skógivav- ið í fornöld,” sagði hún. “Já, en það er ekki átt við það, með þessu nafni,” sagði hann. “Hvernig er það þá til komið?” “Það var tröll, sem átti að hafa flúið fyrir dverg, af því að tröllið drap bróður dvergsins, en áður hafði það lært það af dvergunum, að ef hann næði .í reynivið á flótt- anum, þá kæmist hann frá þeim lif- andi upp á fjallsbrúnina. Hann náði í viðinn og komst upp fjallið, en þá, eins og oftar, þegar slætn tröll voru í vanda, kom sólin upp og skein á fjallið, var þá tröllkarlinn að steini og er miðuð við hann sól síðan.” Biorghildur veitti tindinum enn meiri athygli, er hún heyrði þessa sögu. En Ásgeir hélt áfram að benda henni á sólarmiðin á f jöllun- um. “Það er alveg oins og klukka,” sagði hann, “maður getur les'ð f jallatindana eins og bók alt í kring, eftir miðunum á hverjum bæ.” “Það er satt,” sagði Borghildur, athyglisfull. “Eg hafði ekki hugs- að út í það fyr.” “Svo er fornmannadys í okkar landareign. Það er nú svo skrítið, að alt af þegar kýrnar koma þar, þá láta þær illa.”— Borghildur kannaðist við það, en hann hélt áfram lengi, að segja henni eitt og annað um annes og landamerki alt úm kring. “Hefirðu gaman af að lesa?” spurði hún. “Töluvert,” anzaði hann. “Þykir þér gaman að lesa?” “Já, fjarska.” “Hafið þið bókafélag hér?” “Nei, ekki núna,” sagði hann. Framh. Frá Vancouver Finnur Stefánsson, Toronto St., Winnipeg, er nýkominn úr kynnis- ferð til Vancouver, B.C. Hann lagði af stað héðan 27. marz, og kom til baka 17. apríl. Sonur Finns, Stefán, býr i Van- couver-borg og hefir verið þar í rúmlega túttugu ár. Hann hefir þar góða stöðu og líður vel. Föður sínum tók hann tveim höndum, sem vænta mátti, og fór með honum víða um borgina og nágrennið. Finnur gerði sér strax ferð til að sjá hinn merka landa sinn, Árna Friðriksson, sem flestir eldri íslend- ingar hér í borg munu kannast við. Árni hefir í mörg ár legið þungt haldinn, og dvelur nú á spítala i Vncouver. Árni hafði eftir mörgu að spyrja, því hann mundi enn greinilega eftir liðnum atburðum úr æfi sinni hér eystra, þrátt fyrir langvarandi sjúkdómsstríð. Þá hitti Finnur vin sinn Guðjón Hjaltalín og var með honum heilan dag. Þeir fóru upp á þakið á Van- couver Hotel, cn þaðan má sjá öll riki veraldar og þeirra dýrð. Þakið er sérstaklega ætlað þeim, sem sitja vilja í næði yfir staupum sínum og njóta útsýnisins. Stór tré hafa ver- ið gróðursett þarna uppi, og er þar fagurt um að litast. Þjónar spurðu þá vinina, hvort þeir vildu ekki taka upp með sér eina flösku, en Hjalta- lín tók því dræmt og fékk hann að ráða. Einnig hitti Finnur þá Sölva Sölvason og elinedikt Clemenson og leið þeim báðum vel. Þá heimsótti hann Hinrik Eiríkson á Point Rob- erts og Halldór Friðleifsson í Van- couver. Báðir tóku honum með mestu virktum. Áður en Finnur hélt heimleiðis kom hann um borð i hafskipið “Em- press of Russia,” sem þá var ný- komið frá Austurlöndum. Þar sá hann æfintýramanninn Trebitsch Lincoln og Buddhista flokk hans. Kynlegri sjón hafði Finnur aldrei séð ; allir í flokknum, karlar og kon- ur, með nauðrakað höfuðið og í skó- síðum hempum. Finnur biður Lögberg að flytja öllum kunningjum sínum þar vestra alúðarkveðju fyrir góðar viðtökur og fádæma gestrisni. Einnig viíi hann biðja afsökunar á því að hon- una vanst ekki tími til að heimsækja líkt því alla, sem þess höfðu óskað. H. Th. Skóla uppsögn Laugardaga skóla kenslu þeirri, sem Þjóðræknisfélag Islendinga i Vesturheimi hefir staðið fyrir í vet- ur í Winnipeg, var sagt upp á laug ardaginn þann 14. þ. m., eftir mjög ánægjulegt og að öllu leyti farsælt starfsár. Aðsóknin að íslenzku kenslunni reyndist m'eiri og jafnari, en bjartsýnustu menn gjörðu sér vonir um, áður en skólinn byrjaði, og áhugi nemendanna og árangur kenslunnar í bezta lagi, enda voru kennararnir allir æfðir og lærðir. Þeir, sem kensluna höfðu á hendi voru J. G. Jóhannsson, sem stjórn kenslunnar hafði á hendi, séra Rún- ólfur Marteinsson, skólastjóri Tcns Bjarnasonar skóla, Salóme Hall- dórsson, Ingibjörg Bjarnason, Guð- rún Bíldfell, Vala Jónasson og Vil- borg Eyjólfsson. Öllum þessum kennurum, sem lögðu tíma sinn og krafta í kensluna, endurgjaldslaust, þakka eg i nafni Þjóðræknisfélags- ins fyrir hið óeigingjarna og vel unna verk þeirra í þarfir menning- arlegs þroska æskulýðsins íslenzka vor á meðal. Ennfremur þakka eg útgefendum íslenzku vikublaðanna, Lögbergs og Heimskringlu, fyrir það höfðing- lyndi, sem þeir hafa sýnt þessu kenslu-fyrirtæki, með því að leggja til mörg eintök af hvoru blaðinu fyrir sig, til notkunar við kensluna vikulega, endurgjaldslaust, og er sú rausn, þeim mun drengilegri, sem efnahagur blaðanna mun nú þrengri en nokkru sinni fyr. Þakka vil eg og hr. Ásmundi P. Jóhannssyni, sem með mikilli elju og alkunnum dugnaði hefir lagt mikinn tíma, endurgjaldslaust, máli þessu til stuðnings og framgangs, og þeim öðrum, sem á einn, eða annar, hátt hafa stutt að framgang þess. I sambandi við þetta mál mætti geta þess, að Islendingar í Chicago hafa undanfarandi haldið uppi ís- lenzku kenslu með svipuðu fyrir- komulagi og gjört var hér i Winni- peg í vetur. Mismunurinn aðallega sá, að þar lagði einn maður til bæði húsnæði og kensluna, endurgjalds- laust, J. S. Bljörnson, kennari, og á hann heiður og þakkir skilið fyrir rausnina. Báðar þessar tilraunir til íslenzku kenslu—það er, að fá æfða menn eða konur, til kenslunnar, og að hún fari fram samkvæmt vanalegum og fastákveðnum skólareglum, hefir reynst svo vel, að æskilegt væri að sem flestar bygðir íslendinga í þess- ari álfu vildu taka þær upp, og á þann hátt tengja æskulýðinn við ætt sína og uppruna. Jón. J. BílJfcll, Forseti Þjóðræknisfélags Isl. í Vesturheimi. VlGAHNÖTTUR með stórum hala sást að Teigar- horni hinn 13. febr. Rosaljós sáust í Reykjavík að kvöldi þess 9. og 17- Seinni daginn voru þrumur að Lambavatni og Kvígindisdal vestra. —M'bl. 8. apríl. KANADASJÓÐUR Ársvöxtum þess sjóðs, 1250 kana- diskum dollurum, verður úthlutað til styrktar íslenzkum námsmönnum og fræðimönnum, sem vilja stunda nám við háskóla í Kanada. Þeir, sem leggja stund á fræðigreinir, er snert geta atvinnulíf á Islandi, ganga að öðru jöfnu fyrir. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendar for- sætisráðherra fyrir 1. júlí n. k.— Mbl. 8. apríl. HaLea GOOD GARDEN PlenUjcfEmijthmq A tcEat-Fresh- a/ndib'L, WirntHA,! Meira en 150,000 ánægöir við- skiftavinir sönnuðu aftur, árið sem leið, að McFayden fræið er það bezta. Margir höfðu áður borgað 5 til 10 cents fyrir pakk- ann og héldu að minna mætti ekki borga til að fá gott útsæði. Nú er óþarfl að borga meira en 2%, 3, eða 4 cents fyrir flestar teg- mndir af fræi. Lágt verð eru þó eljki beztu meðmælin með McFayden fræinu, heldur gæði þess. Frækornið er lifandi, og þvt fyr sem það kemst til þeirra, sem það nota, þess betur vex það og dafnar. Breytingar 4 útsæðislögum heimta nú að útsæði sé merkt * með ártali og mánaðardegi. petta gerði okkur ekkert. Alt okkar útsæði er nýtt. Ef að McFayden fræið værl sent til kaupmanna I stórum kössum, þá ættum vér jafnan mikið af þvt fyrirliggjandi á hverju sumri. Ef svo þessu fræi væri hent, myndum við skaðast og yrðum því að hækka verðið á útsæðisfræi okkar. Ef við aftur á móti geymdum það, yrði það orðið gamalt næsta vor, en gamalt fræ viljum vér ekki selja. pess vegna seljum vér fræið beint til ykkar. BIG 25c Seed Speclal I Tíu pakkar af fullri stærð, frá 5 til 10 centa virði, fást fyrir 25 cents, og þér fáið 2 5 centin til baka með fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon,” sem hægt er að borga með næstu pöntun, hún sendist með þessu safni. Sendið peninga, þó má senda frimerki. Safn þetta er falleg gjöf; kostar lítið, en gefur mikla uppskeru. Pantið garð- fræ yðar strax; þér þurfið þeirra með hvort sem er. McFayden hefir verið bezta félagið siðan 1910. NEW-TESTED SEED Evcry Packpt Dated BEETS—Detroit Dark Red % oc. Sows 23 ft. of row. CARROTS--Chantenay Half Long % oz. Sows 25 ft. of row. CUCUMBER—Early Fortune, % oz. sufficient for 100 plants. LETTUCE—Grand Rapids, % oz. Sows 50 ft. of row. ONION—White Portugals Silver Skin % oz. Sows 15 ft. of row ONION—Yellow Globe Danvers, % oz. Sows 15 ft. of row. PARSNIP—Sarly hort Round, % oz. Sows 40 ft. of row. RADISH—French Breakfast, Vl oz. Sows 25 ft. of row. SWEDE TURNIP — Canadian Gem„ % oz. Sows 75 ft. of row. TURNIP—Wihte Summer Table, % oz. Sows 50 ft. of row. pað nýjasta og bezta. peir, sem vilja það nýjasta og bezta vilja eflaust kynna sér nýjustu teg- undir af Sweet Corn, Early Beans og Stringless Beans, sem búnað- arskðli Manitoba hefir ræktað og reynst hefir oss ágætlega. GEFINS—Kiippið út þessa aug- lýsingu og fáið stóran pakka af fallegasta blómafræi gefins. Mikill spamaOur i þvi aO senda sameiginlegar pantanlr. McFayden Seed Co. Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.