Lögberg - 03.05.1934, Blaðsíða 6
6
LÖGBMRÖ, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1934
»,---------------------------------->
Maðurinn frá Indiana
Eftir BOOTH TARKINGTON
*■------------------------------—•—>
“Eg hefi oft séS svona sólsetur,” svar-
aði John, “og nokkrar sólaruppkomur líka.
En það er nú orðið nokkuð síðan. sá það
oft vorið sem eg útskrifaðist af háskóianum.
Við piltarnir vöktum oft alla nóttina til morg-
uns, við samræður. Við vissum að bráðum
myndum við skilja, og hver samverusundin
varð okkur dýrmæt.”
Hún sneri sér að honum og sagði:
“Hversvegna léstu þú ekki Tom Meredith
vita að þú værir hér í Plattville; aðeins hundr-
að mílur frá Rouen. Hann, sem dáir þig
meira en nokkurn annan mann. Eg veit að
hann hefir alt af verið að reyna að komast
eftir hvar þú værir, en allir skólabræður þín-
ir höfðu einnig mist sjónar af þér. Þeir liéldu
flestir að þú hefðir siglt til útlanda. Eg hafði
heyrt þín getið og hann hefir hlotið að sjá
nafn þitt í blöðum Rouen, í sambandi við
stjórnmál og “hvítu húfurnar,” og hitt og
þetta. En honum datt víst aldrei í hug að
þú værir sá Harkless, sem hann þekti í skóla.
Eg var ekki viss um það heldur, fyr en ^g
sá þig hérna í Plattville. Bn því hefir þú
ekki skrifað Tom?”
“Rouen sýnist svo langt héðan,” sagði
Harkless rólega. “Eg hefi aðeins komið
þangað einu sinni eða tvisvar, síðan eg kom
hingað. Annars fer eg varla nokkum tíma
úr úr sveitinni. ”
‘ ‘ Það er ekki rétt gert af þér að loka þig
svona inni hér úti í strjálbýlinu. Það er gott
að komast úr stórborgunum, en það er illa
gert, að glevma gömlum vinum. Þú hefðir þó
getað komið til Rouen þegar einhver frægur
li.stamaður kom þangað, ekki hefði það sakað.
Þetta var líka óréttlátt gagnvart Tom; ekki
hefir hann gleymt þér.”
“Eg átti nú ekki beinlínis við það, að
hann eða aðrir hefðu gleymt mér,” svaraði
Harkless. Hann tók laufblað milli fingranna
og Jiorfði á það, eins og viðutan. “Eg er ekki
lengur í þeirra heimi, eins og þú veist. Lengi
vel skrifaðist eg á við flesta kunningjana, en
alt fyrnist og gleymist smám saman. Menn
væntu mikils af mér, en eg brást vonum
flestra, eins og þú veist. Eg vildi komast
burt. Mig langaði ætíð að fást við ritstörf
eða blaðamensku, svo eg fór til New York, og
fékk þar vinnu við blað. Það hefir líklega
ekki verið gott blað, að minsta kosti gat eg
ekki unað mér við það starf. Eg sá hitt og
þetta, sem mér ekki geðjaðist að. Ýmsir
gamlir skólabræður mínir lentu í sömu hring-
iðunni og mér fanst þeir fjarlægjast mig meir
og meir. 1 stórborgunum er flest miðað við
það hvort hagnaður sé í því. Ekki svo að
skilja að eg hafi mætt nokknrri óvináttu. Það
var þvert á móti. Eín þessi misknnnarlausa
samkepni um atvinnuna, þessi harðlegu and-
lit, sem maður sér á götunum,—eg þoldi það
illa. Eg vildi aftur komast á brott, en þó ekki
hingað. Það var aðedns tilviljun. Annar
maður keypti blaðið, sem eg starfaði fyrir,
og 'þá breyttist stefna þess. Margir af rit-
stjórunum skiftu þá einnig um skoðun og
héldu áfram við blaðið.”
Harkless var orðinn æstur í skapi, en
áttaði sig fljótlega. Hann óttaðist að Helen
findist hann farinn að tala í prédikunar róm
og breytti nú um: “Eg komst upphaflega
að New York blaðinu fyrir milligöngTi eins
vinar míns og eftir nokkra mánuði var mér
falið að skrifa stuttar ritstjórnargreinar og
það gerði eg í næstum því tvö ár. Þú urðu
eigendaskiftin, en nýi eigandinn vildi að eg
héldi áfram og breytti skoðunum mínum. Það
vildi eg ekki og varð því að hætta, og þá skild-
ist mér að eg myndi aldrei komast langt í
þeirri grein.”
“Um þetta leyti dó frændi minn í Chi-
cago, eini ættinginn, sem eg átti. Eg fór að
jarðarförinni og í þeirri ferð var mér sagt
frá Carlow Herald. Maðurinn, sem sagði
mér frá því var sá mælskasti maður, sem eg
hefi hitt fyrir um dagana. Honum tókst að
selja mér blaðið. Eg var þá ungur og langaði
til að eiga blað og stjórna því. Svo var eg
fæddur hér í Indiana, þótt eg væri alinn upp í
Austurríkjunum, og mér fanst það skemtileg
tilhugsun að mega nú starfa á æskustöðvun-
um. Eg hafði ætíð óljóst hugbeð um það, að
fólkið hér á sléttunum væri betra og skyn-
samara en annað fólk, og þá skoðun hefi eg
enn. Umhoðsmaðurinn sagði mér að eg
myndi geta gefið út dagblað hér í sveitinni,
og grætt mikið fé. Svo kom eg hingað og varð
náttúrlega fyrir miklum vonbrigðum. Þess-
vegna skrifaði eg ekki Tom. Hann ætlaðist
til svo mikils af mér. Samt veit <eg að hann
tæki ekki síður vel á móti mér, þótt eg hafi
orðið undir í baráttunni—hanrner brjóstgóð-
ur maður.”
‘ ‘ Þú orðið undir, ’ ’ hún hló og sló saman
lófunum.
“Eg kenni nú minna í brjósti um sjálfan
mig, en ætla mætti af því, sem eg hefi sagt.
Það er bara þetta, að eg hefi orðið út undan,
en Tom er orðinn maður með mönnum.”
“Það er einmitt þú, sem einhverju hefir
afkastað.”
Þau ræddu þetta málefni fram og aftur.
Harkless gat ekki varist því að finnast hún
alt of alvörugefin og fullorðinsleg. Hún, sem
var svo lítil vexti og unglingsleg.
“Eg skil það vel að þú skulir hafa á-
nægju af ritstjórastöðunni. 1% get ekki hugs-
að mér skemtilegra starf. Maður getur elíki
unnið fyrir sér á skemtilegri hátt, og eg veit
að þú getur gert Carlow Herald að dag-
blaði. ”
Það var kynlegt að heyra hana tala um
að “vinna fyrir sér.” Hún \úrtist hafa auð
og alsnægtir. Hún klæddist svo vel og hegð-
aðí sér eins og prinzessa. Hann fór nú að
hugsa um það hvers vegna hún væri að eyða
tímanum hér í Plattville, jafnvel þótt hún
væri vinkona Minnie Briscoe.
“Carlow Herald verður ef til vill dag-
blað svona með tímanum,” sagði Harkless
brosandi. Svo rak hann upp sbellihlátur.
“Eg hefði mátt vita að þú gerðir l)ara
grín að mér,” svaraði Helen, alvörugefin.
“Eg er vön !því. Það er víst af því eg er ekki
hávaxin. Menn taka alt af meira tillit til
stórra kvenmanna. Allir hlusta á stóru mann-
eskjurnar.”
“Allir hlusta—■” Hann endurtók orðin.
“Þú ættir að þalíka fyrir að vera falleg
og smávaxin, allir vilja hlusta á faJlegar
stúlkur.”
Helen spratt á fætur og augu hennar
leiftruðu. “Finst þér viðeigandi að tala um
útlit manna við þá sjálfa.” hrópaði hún.
Harkless varð svo bylt við að hann næstum
því datt af bekknum. “Ef það er nokkuð,
sem eg þoli ekki, þá er það að menn kalli mig
litla. Allir, sem ekki eru risar eru litlir. Eg
er mikið yfir fimm fet—mikið, mikið yfir
fimm fet. Eg—”
“I öllum bænum!” sagði Harkless. “Eg
ætlaði hreint elíki—”
“Vertu ekki að biðja fyrirgefningar,”
tók hún fram í. “Reyndu ekki að segja að
'þér hafi ekki verið alvara. Bg veit þér var
alvara.” Hún tók höndunum fyrir andlitið
og settist aftur niður. “Eg skal ekki fara
að gráta,” sagði hún, en þó ekki eins eintæitn-
islega og hún hefði kosið.
‘‘Blessað barnið. Hvað hefi eg gert,”
stundi Harkless.
“Þú mátt kalla mig litla, ef þú vilt. Mér
er alveg sama. Það var ekki þess vegna. Þú
mátt eldci halda að eg sé sá fábjáni.” Hún
krepti hnefana og reyndi að stilla sig. “Eg
skal ekki gráta,” bætti hún við í lágum róm.
“Eg ætti skilið að vera myrtur fyrir
að segja þessa vitleysu.”
“Nei, nei. Það gerði elckert til.”
‘ ‘ Eg ætti að vera skotinn. ’ ’
“Þetta máttu ekki segja,” sagði hún og
hrollur fór um hana. “ Jafnvel elcki að gamni
þínu, eftir það sem kom fyrir í gærkveldi.”
Hún hló hálf mæðulega. “Mér er alveg
sama hvort þú kallar mig litla. Eg er lítil.
Þú mátt til að fyrirgefa barnaskapinn. Eg
hefi ekki hefðað mér svona illa síðan eg var
lítil telpa.”
“Það var alt mér að kenna. Þú varst
orðin lúin. Og svo lentum við í þessa þvögu
í sýningartjaldinu.”
“Bn eg hefði ekki viljað missa af sýn-
ingunni fyrir nokkra muni.” Hann var að
vona að hún ætti við stundina, sem þau stóðu
hjá bláu tjaldstönginni. Hún virtist eiga við
það, en Harkless þorði tæpast að vona að svo
væri.
“Nei,” hélt hann áfram, “það var alt
mér að kenna. Eg hefi gert þig lúna á þessu
göngulagi í allan dag.”
“Það var ekki orsökin,” svaraði hún
stillilega.
“Rétt eftir að þú fórst fekk eg skeyti að
Jieiman, um að fólkið mitt væri að fara skemti-
ferð til Þýzkalands, og nú verð eg að fara
héðan á morgun. Eg fór næstum að gráta,
þegar eg frétti þetta.”
Það var eins og hann væri stunginn í
lijartað. Hann varð svo steinilostinn að hann
undraðist ekki hvað sárt henni virtist taka að
skilja við Plattville, þar sem hún hafði aðeins
dvalið nokkra daga. Hann stóð upp, studdi
liandleggnum upp við eplatréð hjá bekknum
og hortði þungbúinn niður fyrir sig.
Hún sat hreyfingarlaus. Svo varð löng
þögu.
Harkless hafði vaknað snögglega. Hann
hafði gengið í draumi frá því kveldið áður—
nú var eins og draumslæðum hefði verið svift
frá veruleikanum. Nú lá ömurlegt lífið fram-
undan. Það fór hrollur um hann, þtegar hann
hugsaði um óhreina skrifstofuna, rykugar
göturnar og ljótu húsin í Plattville. 1 dag
hafði alt þetta -birst í eins konar töfraljóma—
lionum liafði fundist að hér gæti liann lifað og
starfað það sem eftir væri æfinnar. Nú myndi
liann áreiðanlega deyja úr hungri og þorsta
á þessari eyðimörk. Hann gat aðeins vonað
að örlaganornimar yrðu miskunnsamar og
Jétu hann ekki kveljast lengi—hann vissi þó
með sjálfum sér að þetta var alt hugarburð-
ur; hann myndi ganga einmana og yfirgefinn
eftir grýttri braut lífsins ár eftir ár.
Þrumur heyrðust í fjarska. Þær komu úr
skýjunum í vestri. Svalur gustur straukst
um enni hans og dreifði næturmollunni; skýin
liðu fyrir tunglið og myrkrið lagðist yfir
jörðina. Maðurinn og stúlkan voru þögul
eins og varðmenn, sem stara út í myrkrið. Af
og til heyrðust þrumu-dynkir og eldingarnar
slóu grænum bjarma á þungbúinn himininn.
Þrumurnar voru að færast nær. Þrumuguð-
inn keyrði reið sína yfir Bifröst svo hratt að
brakaði í hverju tré. Gusturinn leið hjá og
loftið varð á ný heitt og mollulegt.
“Eg vildi ekki fara,” sagði Helen með
grátstaf í kverkunum. ‘ ‘ Eg vildi vera kvr, en
hann—þau vildu það ekki, eg verð að fara.”
“Vildir þú ekki fara, ” endurtók Hark-
less, “vildir þú vera kyr?”
“ Já.”
“1 Rouen, áttu viðf”
“Nei, hérna í Plattville. ”
“1 Plattville?” Harkless stóð sem þrumu
lostinn.
“Já, hefðir þú ekki viljað liafa mig við
blaðið þitt?” Hún stóð á fætur og gekk til
hans. ‘Eg hefði getað unnið fyrir mér, ef þú
lofaðir mér að hjálpa þér—eg veit dálítið um
blaðaútgáfu. Við hefðum getað gert Herald
að dagblaði. ” Harkless reyndi að finna háð-
hreim í röddinni, en tókst það ekki. Hún virt-
ist tala í fullri alvöru.
‘ ‘ Eg skil þetta ekki, ’ ’ sagði hann. ‘ ‘ Hvað
áttuvið?”
“Eg á við það, að eg hefði gjarnan vilj-
að vera hér kyr. Mér finst eg hefði átt að
vera kyr héma—en mér er það ómögulegt, eg
verð að fara, þess vegna hegðaði eg mér svona
illa.”
“Finst þér að þú ættir ekki að fara?”
“ Já. Eg veit að þú skilur þetta ekki, þú
veist ekki ástæðurnar.”
‘ ‘ Eg veit aðeins að þú ferð á morgun, og
að eg sé þig líklega aldrei aftur.”
Það var orðið koldimt. Þau gátu ekki
séð hvort til annars, en við eldingarbjarma
sá hann til hennar sem snöggvast. Hún stóð
svolítið álengdar með hönd undir kinn, geðs-
hræringin var augljós í augum bennar og
höndin skalf ofurlítið. Falleg liafði hún ver-
ið þegar hún var hlæjandi, en nú var hún enn
ymdislegri. Þessi vera hafði alt í einu komið
og lýst upp myrkrið í sálu hans, nú var hún
að fara—hverfa gersæmlega. Með henni tap-
aði hann öllu—hann kom ekki upp neinu orði.
Það var svo margt, sem hann þurfti að segja.
Hann reyndi að tala, en orðin köfnuðu.
Stór regndropi féll á bert liöfuð hans. Ilvor-
ugt þeirra tók nokkuð veðrinu. Þau stóðu
þögul í myrkrinu, sem hékk eins og þungt
tjald á milli þeirra.
‘ ‘ Getur þú sagt mér hvers vegna þér finst
þú elcki mega fara héðan,” sagði Harkless.
Hann átti bágt með að koma upp orðunum.
“Ned, elcki sem stendur. En eg veit að
þér myndi finnast eg hafa á réttu að standa,”
hrópaði hún.
“Eg veit það, bara ef þú vissir hver á-
stæðan er. En eg má ekki segja þér liana. Eg
verð að fara á morgun.”
“Eg veit að þú hefir alt af rétt fyrir þér
—alt af,” svaraði Harkless. Hann gekk yfir
að bekknum, þreifaði eftir liattinum sínum
og tók hann upp.
“Komdu,” sagði hann blíðlega. “Eg
verð að fara.”
Hún stóð hreyfingarlaus nokkra stund,
svo, án þess að segja orð, gekk hún af stað
áleiðis til hússins. Hann gekk til hennar,
fingur lians snertu ermi hennar. Þau gengu
samhliða eftir stígnum. Hún staðnæmdist
þegar þau voru komin upp að húsinu. Viltu
segja mér hvers vegna þú vilt skilja við mig?
Það er ekki framorðið. Því viltu fara, þegar
þú veit að eg get ekki séð þig framar?” Orð-
in komu hratt. Rödd hennar var óstvrk og
veik.
“Guð minn góður,” lirópaði Harkless.
Hann gat ekki lengur ráðið við tilfinningar
sínar. “Veiztu ekki hvers vegna eg vil fara.
Veiztu ekki að eg ekki þolað þá umhugsun, að
þú sért að fara frá sér. Eg vil vera einn til
að geta hugsað í naíði. Eg vil ekki tala eins
og fáviti, en eg get ekki að því gert. Eg vil
ekki heyra rödd þína, svo að minningin um
hana kvelji mig ekki í einverunni, sem liggur
framundan. Bn það er til einskis. Eg heyri
hana alt af—hvert sem eg fer—eg get ekki
gleymt andliti þínu, ekki frekar en eg gat
gleymt ]>ví þessi sjö ár, ætíð síðan eg sá þig
svolítið barn við Winter Harbor. Eg liélt eg
hefði gleymt þér—eg hélt það væri einhver
draumvera, en það varst þú—alt af þú. Auð-
vitað má eg ekki tala svona. Eg hefi engan
rétt til að tala svona við ókunna stúlku, en eg
hefi þelct þig svo lengi—þekt þig alt af.”
Hann sá hana aftur greinilega við eld-
glæringarnar í loftinu. Hún stóð nokkur
skerf frá honum og sneri að honum bakinu.
“Já,” hrópaði Harkless. “Nú viltu
gjarnan að eg fari. Eg vissi það, eg vildi
ekki niðurlægja mig með að segja alt þetta,
en eg gat ekki við það ráðið. Eg vil ekki að þú
haldir mig brjálaðann. ” Hann varð rólegri
aftur og mælti stillilega: “Guð hjálpi mér.
Ilvernig á eg að hafast hér við lengur.”
Það var farið að hvessa; vindurinn jókst
óðum. Það var svalur vindur og það hvein í
sléttunni, þegar hann æddi yfir. Nokkrir
regndropar féllu úr loftinu.
‘ ‘ Þú mátt ekki lialda að nokkur bón liafi
verið innifalin í þessum barnalegu orðum
mínum,” sagði Harkless rólega, en hló vand-
ræðalega. Þú ætlar mig vonandi ekki svo
framhleypinn að fara að spyT’ja þig hvort,
hvort þú—”
“Nei,” svaraði Helen. “Eg—eg elska
þig ekki. ”
“Já, það var spurningin. Þú last huga
minn betur en eg hélt þú myndir gera. En
ef eg spurði þá vissi eg líka hvað svarið
mvndi vera.”
Hún virtist ætla að segja eitthvað, en orð-
in komu ekki. Eftir stundar þögn sagði hann
í föstum róm: “Vertu sæl; eg er þér þakk-
látur fyrir samveruna—hún var mér dýrmæt,
eg gleymi henni aldrei. Eíg' verð ætíð vinur
þinn.” Röddin varð óstyrk aftur. “Vertu
sæl.”
Ilún gekk nokkur skref í áttina til hans,
en ^taðnæmdist aftur. Hún svaraði engu, en
rétti fram hendina og dró hana svo til baka.
‘ ‘ Vertu sæl, ’ ’ sagði hann aftur. ‘ ‘ Eg fer
út um hliðið hérna fyrir aftan. Heilsaðu
heim frá mér. Viltu ekki svara mér?”
Hann stóð kyr nokkur augnablik. Vind-
urinn þaut í skóginum. Hún studdi sig upp
við húsvegginn.
“Viltu ekki kveðja mig og segja að þú
getir fyrirgefið mér og gleymt þessu?”
Hún svaraði engu.
“Nei,” hrópaði hann æstur. “Fyrst þú
vil't ekki fyrirgefa mér, þá hefi eg eyðilagt
það, sem annars hefði getað verið ])ér aðeins
ánægjuleg endurminning um fund okkar. Eg
veit það. Þér leið illa, og eg gerði þig enn þá
hryggari. Þú getur ekki gleymt því, og eg
ekici heldur. Nei ekki eg. Nú verð eg að
kveðja þig. Guð glessi þig. Vertu sæl —
vertu sæl. ”
Hann þrýsti hattinum ofan á ennið og
þaut af stað. Elding ljómaði upp garðinn
og hún sá hann hverfa út um liliðið, svo varð
aftur koldimt. Hann hljóp yfir akurinn og
út á veginn. Af og til varð albjart af leiftr-
unum. Allnr himninn var þakinn stórum,
hvítum skýjum. Þau ruddust eins og her-
fylking frá vestri til austurs. Helen hljóp upp
á svolítinn hól skamt frá húsinu og sá þar
sem hann gekk rösklega á móti storminum.
Ilún hrópaði af öllum kröftum og hefði farið
á eftir honum, en stormurinn kæfði hljóð
hennar og rak hana til baka upp að húsveggn-
um.
A veginum þyrlaðist rykið í andlit 'hans.
Hann bar handleggnum fyrir augun, svo liann
yrði ekki blindaður. Hann beitti öxlinni á
móti storminum og hélt áfram í vestur. Hon-
um var eama hvert hann fór, bara að hann
kæmist eithvað burt. Regndroparnir hættu
að falla, en vindurinn æddi um sléttuna og
lagði grænan maísinn að jörðu. Það var þó
betra að hafa vindana sér til fylgdar. Hann *
liafði svo lengi verið einmana. Hann gat ekki
munað eftir neinu heimili síðan hann var
barn, né eftir föður eða móður, engum ætt-
ingja, nema einum gömlum frænda, sem nú
var dáinn. Aðeins þennan eina dag liafði
hann fundið í augum þessarar stúlku, það sem
hann hafði þráð í ótalmörg ár. Þvílík fá-
sinna. Hann hló ofsahlátur.
Þeim hlátri var svarað í skýjunum. Það
var eins og leiftrandi eldtungur kæmu úr hvít-
um bólstrum, og þrumurnar dundu og hristu
jörðina eins og stórskotalið, sem situr um
borg þar til hún er hrunin til grunna.
Harkless áttaði sig við þetta og fór að
svipast eftir hvar hann væri staddur. Hann
var næstum tvær mílur frá bænum og næsta
hús var hás dómarans. Hann vissi að regn-
ið kauni bráðlega. Það stóð risavaxið eikar-
trá við veginn. Harkless gekk ])angað og
leitaði sér skjóls undir greinum þess. Hann
'þurkaði svitann og rykið af enninu og beið
átekta. Þrumurnar hættu og alt varð lcyrt í
nokkur augnablik. Svo komu eldingarnar
aftur og lýstu upp sléttuna. 1 glampanum sá
Harkless mann standa hjá girðingunni nokk-
ur fet í burtu, og stara á sig.