Lögberg - 17.05.1934, Qupperneq 4
4
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 17. MAI, 1934
Högberg
0«fl8 út hvern flmtudag aí
T M M COLVMBIA PRB8B L I MI T t D
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans;
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGBNT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verfl 62 00 um árlð—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Colum-
bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
T óbaksverzlunin
------------------------------------------i
Stevens-nefndin hefir verið að rannsaka
tóViaksverzlunina í Canada, síðustu vikur.
Rannsókn þessi befir leitt raargt í ljós, sem
ótrúlegt má heita.
Stærsta tóbaksfélag hér í landi er Im-
perial Tobacco. Það félag framleiðir um
70% af öllum vindlingum, sem hér eru seldir.
Síðastliðin fimm ár hefir þetta félag grætt
38 miljónir dollara og borgað sex starfsmönn-
um sínum $1,861,000 í kaup. Á sama tíma
liafði verð á tobakslaufi lækkað um 50%, og
kaup verkamanna færst niður, þó að nokkrir
vfirmennirnir hafi fengið um 60 þúsund doll-
ara í ár.slaun, síðan kreppan byrjaði.
Þá þykir líklegt að félag þetta hafi feng-
ið mann nokkurn, T. L. Lea, frá British-
iLmerican Tobacco, til að koma hingað til
iandsins í þeim tilgangi að reyna að eyði-
leggja markaðinn fyrir bændum. Þetta var
árið 1931. Víst er um það, að verðið,sem
bændur fengu fyrir tóbakslaufið lækkaði fljótt
eftir þetta. Til að koma þeirri lækkun í gegn,
reyndi félagið ýmsar aðferðir. Ein var sú
að bíða í mánuð með innkaup, eftir að tóbaks-
laufið var tilbúið. Þetta varð til þess að
bændur urðu hræddir við útlitið og urðu fáan-
legri að taka lægra verð fyrir framleiðslu
sína, þegar loks var farið að kaupa.
Verð á sígarettum í Canada er, eins og við er
að búast, gífurlega hátt, eða 65% hærra en í
Bandaríkjunum. Þetta stafar af hinum háa
tolli, sem lagður er á tóbak að sunnan. Þessi
tollur er því sem næst 25c cent á hvern pakka
(20 sígarettur). Þessir pakkar seljast á 12
cent í Bandaríkjunum og verður því tollur-
inn um 200%.
Stjórnarskattur á canadiskum sígarettum
nemur $4.00 á þúsundið. 1 Bandaríkjunum
er þessi skattur $3.00 á þúsundið, svo mun-
urinn er ekki stór hvað það snertir.
Þetta er gott dæmi þess hvernig hérlend-
ur iðnaður notar sér tollverndun þá, sem
stjórnin veitir. Imdend félög féfletta alþýðu
manna, þegar þau þurfa ekki að mæta sam-
kepni.
Ekki er að furða þó að félög þessi stvrki
'þá stjórn, sem þannig ber hag þeirra fvrir
brjósti. t því sambandi er framburður W. H.
Stewart, eiganda Macdonald Tobacco félags-
ins, lærdómsríkur. Stewart segir að árið
1930 hafi háttstandandi maður í flokki Ben-
netts komið til sín og mælst til að hann
(Stewart) legði eitthvað af mörkum til kosn-
ingasjóðs Conservativa. Maðúr þessi heitir
Ward Pitfield og er vel þektur meðal verzl-
unarmanna í Montreal. Pitfield gaf í skyn
að fleiri tóbaksfélög befðu þegar lagt fram
sinn skerf og myndi það skilið þannig að þau
æsktu þess að stjórnarskatturinn á sígarett-
um yrði lækkaður. Stewart neitaði að borga.
Nokkru eftir að Bennett-stjórnin komst til
valda var stjórnarskatturinn lækkaður úr $6
á þúsundið og niður í $4. Tollurinn var auð-
vitað ekki lækkaður.
Steivart þessi segir að síðan hann hafi
neitað að leggja í kosningasjóð hafi sér verið
sýnd lítil virðing af stjórnarvöldunum. Til
dæmis var honum ekki gert aðvart fyrrr’fram
þegarstjórnarskatturinn var lækkaður. Aftur
á móti segir hann að starfsmönnum Tuckets
félagsins (eign Imperial Tobacco) hafi verið
kunnugt um breytinguna, og hafi lokað verk-
smiðjum sínum í nokkra daga og beðið eftir
la‘kkuninni. Ekki mun þó Stewart þessi vera
barnanna beztur og því óþarfi að vorkenna
honum mikið. En þannig er nú ástandið þaraa
austur frá.
Bennett stjórnarformaður reiddist þegar
hann frétti að Stewart hefði gefið í skyn að
ráðherrarnir hefðu ljóstað upp ráðagerðum
stjórnarinnar og tilkynt þær tóbaksfélögun-
um. Hann hefir nú heimtað að Stewart verði
aftur kallaður fyrir nefndina og látinn færa
sönnur á staðhæfingar sínar. Imperial fé-
lagið hefir einnig neitað því, að það hafi
nokkurn tíma greitt nokkuð fé í kosningasjóð
Conservativa.
Á meðan þetta er ekki fyllilega rannsakað
er ekki hægt að fella neinn dóm á stjórnina.
Kirkjufélag vort
og fjársöfnunar-aðferðir þess.
Snemma á árum kom það vandamál til
úrlausnar á kirkjuþingum, hværjar aðferðir
skyldi hafa og hverjar aðferðir ekki skyldi
hafa til að safna fé til kirkjulegra þarfa.
Á sjöunda ársþingi Kirkjufélagsins, sem
lialdið var í Winnipeg 1891, kom mál þetta
fyrir þing og var þar falið “standandi nefnd”
til íhugunar og umsagnar næsta ár. Nefndina
skipuðu þeir séra Friðrik J. Bergmann og
séra Ilafsteinn Pétursson.
Næsta ársþing, 1892, var haldið á Gardar
og lagði nefndin fyrir þingið svohljóðandi
skýrslu:
“Nefndin álítur þetta mál þýðingar-
mikið. Hún álítur að kirkjuþing þetta ætti
að brýna fyrir söfnuðunum að vera vandir
að meðulum til að afla fjár til .safnaðar-
þarfa, svo hið góða málefni verði ekki fyrir
lasti. Það er skoðun nefndarinnar, að eigi
sé rétt gð safna fé í þarfir safnaðanna með
dansleikum eða tombólum. A hinn bóginn
álítur nefndin, að söfnuðirnir ættu að taka
samskot (collection) við guðsþjónustur
sínar á helgidögum. 'Sú fjárheimtuaðferð
er talin sjálfsögð allstaðar þar sem kirkjan
er sjálfstæð og óháð ríkinu. Hún hefir og
revnst mjög vel, þar sem hún befir verið
viðhöfð í söfnuðum Kirkjufélagsins.”
Eftir allmiklar umræður á þinginu var
málinu vísað til þriggja manna þingnefndar.
1 nefndina voru kvaddir Jón A. Blöndal, séra
N. Steingr. Þorláksson og H. Hermann.
Á 6. fundi þingsins lagði þingnefndin
fram tillögu á þessa leið:
“Nefndin, sem tilnefnd var til að íhuga
tillögu standandi nefndar í málinu um með-
ul til að afla fjár til kirkjulegi-a þarfa, á-
samt þeim breytingartillögum, sem fram
hafa komið á þinginu í þessu máli, leyfir
sér að ráða þinginu til að samþykkja svo-
látandi viðauka við nefndarálitið, er bætt
sé við á eftir orðunum “með danssamkom-
um”: og fjjárhættuspilum (tombólum,
raffles, o. s. frv.)”
Nefndarálitið var samþykt á kirkjuþinginu
og gildir enn í dag.
Þessa ráðstöfun kirkjuþingsins áréttaði
forseti kirkjufélagsins, séra Jón Bjarnason,
með ítarlegri ritgjörð í “Samdiningunm”
skömmu síðar, október 1892. Fyrri hluti rit-
gjörðarinnar hljóðar um ólíkt viðhorf í lög-
bundinni þjóðkirkju og í fríkirkju-söfnuðum.
Er þeim kafla hér slept, en síðari kaflinn er
hér endurprentaður:
“RÖNG AÐFERÐ TIL AÐ SAFNA FÉ
í KIRKJULEGAR ÞARFIR
Eftir séra Jón Rjarnason.
.... En svo verða þá söfnuðirnir að koma sér
saman um heppilegustu aðferðina til að heimta sam-
an nægilegt fé á ári hverju. Bezta aðferðin og eðli-
legasta er sú, að láta gjöldin frá hverjum einstökum
safnaðarlim vera bein gjöld í sjóð safnaðarins. Þegar
söfnuðirnir halda ársfundi sína, gjöra þeir yfirlit
yfir öll væntanleg útgjöld á komandi ári. Og svo
lofar hver safnaðarlimur af frjálsum vilja að greiða
af hendi einhverja tiltekna upphæð. Þegar söfnuð-
urinn þarf á fé að halda, eru svo þau loforð heimþ
inn í safnaðarsjóðinn. Þá veit hver safnaðarlimur
hvað hann er að gjöra. Með tímanum segir reynsl-
an honum, hve hátt safnaðargjald hans þarf að vera.
Hann er ekki einlægt að spyrja sjálfan sig, hve mikið
hann ætti að greiða af hendi í hlutfalli við aðra
safnaðarlimi. Hann er ekki einlægt að deila upp-
hæð þeirri, er söfnuðurinn á að gjalda, með safnað-
arlima-tölunni, því hann veit, að ástæður mannæ í
efnalegu tilliti eru mjög svo ólíkar og að hjartalagið
er einnig næsta misjafnt. Enginn slíkur metningur
á að eiga sér stað. Hver einstakur safnaðarlimur
verður að hugsa með sér: það er skylda mín að taka
eins mikinn þátt í gjöldum safnaðarins og mér er
unnt og eg sé að þörf gjörist. Fyrir sumum kristn-
um mönnum virðist það vaka býsna sterklega, að
allir meðlimir eins safnaðar ættu að greiða nokkurn-
veginn jafnt eftir efnalegum hlutföllum. Svo mundi
það líka verða, ef öllum væri jafn-annt um málefni
safnaðarins,—með öðrum orðum, ef trúin væri jafn-
sterk í hjörtum allra. En því er nú ekki þannig
varið í nokkrum kristnum söfnuði. Og þess vegna
er það ekki unnt, að þessi jöfnuður í útgjaldalegu
tilliti geti átt sér stað. Hinn fátækari greiðir oft
meira af hendi en hinn ríkari bróðir hans. Hvers
vegna? Af því trú hans er þá meiri og hjartað ör-
látara. Eins ber það við í kristnum söfnuðum, að
hinir fátækari, sem þó eru vel sjálfbjarga, vilja láta
öll gjöldin hvíla á fáeinum efnuðum mönnum, sem
tilheyra söfnuðinum og ætíð eru fúsir til að gefa
höfðinglega til lúkningar öllum nauðsynlegum safn-
aðargjöldum. Slíkt er auðvitað rangt og má ekki
eiga sér stað. Enginn á að reyna að komast hjá að
bera byrðina, sem eitthvað er fær um að bera af
henni.
En eitt verða þeir að hafa hugfast, sem bera mest
af safnaðarbyrðinni, og það er þetta: í hverjum
einasta kristnum söfnuði hljóta einhverjir að leggja
meira á sig en aðrir; einhverjir viss-
ir menn hljóta í öllum frjálsum,
kristnum söfnuðum að bera meira
en tiltölulega skerf af gjöldum safn-
aðarins. Þeir eiga ekki að gera það
með harmkvælum, heldur af fúsum
vilja.. Það er drottinn sjálfur, sem
heimtar það af þeim. Að sönnu
mega þeir vinna að því, að hluttaka
safnaðarlimanna í gjöldunum verði
sem almennust. En það verður bezt
með því móti, að trúin verði sem
almennust í hjörtunum. En það er
um fram allt prédikun guðsorðs,
sem kemur því til leiðar, og um leið
það eftirdæmi, sem hinir trúuðu í
söfnuðinum gefa daglega með
breytni sinni. Það, að bera mestar
byrðarnar í einum söfnuði,. á að
skoðast sem einkaréttindi frá drottni.
Menn hafa verið að finna upp á
ýmsum öðrum meðulum en þessari
beinu gjalda-aðferð, til að heimta
saman fé til safnaðarþarfá. Söfn-
uðirnir eru að halda ýmsar arðber-
andi samkomur til að afla sér fjár.
Þegar samkomur þessar fara vel
fram og hafa eitthvert andlegt inni-
hald, sem að einhverju leyti er skylt
því verki, er söfnuðurinn hefir tek-
ið að sér að vinna, en öllu því hald-
ið í f jarlægð, sem ekki er i samræmi
við hið háleita og heilaga starf kirkj-
unnar,mælir i rauninni margt með
því, að slíkar samkomur séu hafðar
innan safnaðanna. Siðan hin kirkju-
lega starfsemi vor hófst hér, hefir
fjárþörf safnaðanna orðið tilefni
til þess, að býsna margir fyrirlestrar
hafa verið fluttir, sem annars
mundu að öllum likindum ekki hafa
verið samdir, og töluvert fé hefur
komið inn í þarfir safnaðanna á
þennan hátt. En það,sem vér vild-
um* hafa tekið fram í þessu sam-
bandi, er þetta, að söfnuðirnir mega
aldrei byggja mjög mikið á þess-
háttar tekjum. Að ætla sér að
heimta inn svo eða svo mikið upp í
árleg gjöld safnaðarins með arðber-
andi samkomum er mjög svo óheppi-
legt. Menn verða þreyttir af þeim,
ef þær eru mjög tíðar, en eru þá
orðnir afvanir þeirri aðferðinni, sem
ætíð verður lang-bezt og heilla-
drjúgust, að fara ofan í vasa sinn
og gjalda umsvifalaust og með glöðu
geði það, sem til þarf í hvert skifti.
Arðinum af slíkum samkomum ætti
aldrei að vera varið til lúkningar
hinum árlegu og fastákveðnu gjöld-
um safnaðarins, heldur til annara
útgjalda, sem fyrir kunna að koma,
eða þá i þarfir kirkjufélagsins.
Hlutaveltur eða tombólur til arðs
fyrir söfnuðina eru mjög óheppilegt
gjaldheimtumeðal. Þær eru alt of
skyldar f járhættuspilunum sem
hvervetna meðal kristinna manna
eru álitin mjög svo siðspillandi. Þar
er alls ekkert andlegt innihald, og
áhrifin, sem slíkar samkomur hafa,
draga fremur siðferðislega meðvit-
und manna niður en þær lyfti henni
upp. Lögin i Bandarikjunum banna
öll fjárhættuspil, hverju nafni sem
þau kunna að nefnast, og ætti það
eitt að vera nóg til þess að söfnuð-
irnir forðuðust slíkt. það er ótal
fleiri tegundir af arðberandi sam-
komum, sem menn hafa fundið upp
til að heimta saman fé i kirkjulegar
þarfir, svo sem matarveizlur, sjón-
leikir og jafnvel danzsamkomur. Vér
getum í sannleika margt lært af hinni
ötulu starfsemi innlendra safnaða
og kirkjufélaga, sem er mjög svo
heiðarlegt og lofsvert: en annað eins
og þetta skulum vér vandlega forð-
ast að taka eftir. Því sú f járheimta
í kirkjulegar þarfir, sem gjörð er á
jafn-ógöfugan og guðs-orði ósam-
boðinn hátt, er fremur sönnu, kristi-
legu safnaðarlífi til niðurdreps en
til eflingar.
Vér ætlum engar reglur að gefa
umfram bendingar þær, sem gefnar
voru á síðasta kirkjuþingi voru.
Kristileg meðvitund safnaðanna
sjálfra verður að segja þeim, hverja
aðferðina þeir mega við hafa. En
þetta biðjum vér alla að hafa hug-
fast, að beina gjaldheimtan er sú
lang-bezta og henni ætti hvervetna
að vera framfylgt. Og að því er
samkomurnar snertir, þá verða söfn-
uðirnir að vanda til þeirra eins og
bezt eru föng til, og forðast allt það,
er verða megi safnaðarlífinu til
hnekkis og hinu kristna nafni til
vansæmdar.”
i
PENINGAR MEÐ PÓSTI
Bankaávísanir eru hagkvæmasti miðillinn til
þess að sendast með pósti, því þær orsaka
engan drátt sendanda né viðtakanda. Þær
fást á öllum útibúum The Royal Bank of
Canada, og eru borganlegar í dollurum eða
pundum.
THE
ROYAL BANK
O F CANADA
Eins og árferðið er nú og
þröngt í búi safnaða og kirkju-
legra fyrirtækja, getur verið
allmikil freisting til að slaka á
klónni, gleyma hinum gömlu
fvrirskipunum og grípa til ör-
þrifaráða, eða taka á ný upp
fjárbrellur þær úr kaþólskum
sið, sem Mótmælendur í önd-
verðu tóku höndum .saman um
að (brjóta á bak. Meðan enn er
haldið uppi kirkjufélagi þeirra
Jóns og Friðriks, Hafsteins og
Steingríms, mætti hafa hugföst
orð postulans ÍHebr. 13, 7):
“Verið minnngir leiðtoga yð-
ar”; og nema svo að bent sé á
betri aðferðir og kirkju Drott-
ins samboðnari, að standa við
samþyktir kirkju sinnar og
“vinna það ei fyrir vinskap
manns, að víkja af brautum
sannleikans. ’ ’
R. R. J.
Skagfield að kveðja
Þegar hljóðbært varð um það, að
Sigurður söngvari Skagfield væri að
leggja af stað til Evrópu innan
skamms, alfarinn, og að lítil líkindi
væru til að Vestur-íslendingar ættu
kost á að hlýða á söng hans úr því,
vaknaði vissulega söknuður í brjóst-
um hinna mörgu vina hans og aðdá-
enda, er töframáttur söngs hans
hafði svo marga og ógleymanlega
unaðsstund fært þeim. Margir þess-
ara vina hans standa í Þjóðræknisfé-
laginu. Fóru þeir því fram á það
við stjórnarnefndina hvort ekki væri
kostur á að fá í eitt skifti enn tæki-
færi til að hlýða á söngvarann hér,
þó allnærri brottfararstundinni sé
komið, því hún mun verða upp úr
mánaðamótum. Og með því að
Þjóðræknisfélagið — auk þess sem
það veit að ósk þessi er almenn og
einlæg, telur Sigurð hafa með söng
sínum hér vakið og glætt aðdáun á
íslenzkri sönglist, sem í alla staði
er mikilsvert og þakkar og virðing-
arvert þjóðræknisstarf, hefir það
ráðstafað þvi svo að Sigurður hafi
hér kveðju söngskemtun, er félagið
að öðru leyti gengst fyrir. Er því
máli nú þar komið, að samkotnan
verður haldin í kirkju Sambands-
safnaðar í Winnipeg 31. maí.
Um þetta hefir Þjóðræknisfélag-
ið beðið að ^eta nú þegar, til þess
að þeir tslendingar er f jarri VVinni-
peg búa, viti um það, og vænta má,
að tækifærið notuðu til aðveita sér
þá ánægju og unun, sem því er sam-
fara að hlýða á þennan söngvara
íslenzku þjóðarinnar, sem segja má
um að af flestum beri í söng, sem
“geirlaukur af öðru grasi,” eins og
sagt var um nafna hans, Sigurð
Fáfnisbana, forðum.
Á samkomu þessari gefstþá einnig
tækifæri að kveðja Sigurð að skiln-
aði.
Skemtiskrá kvöldsins verður nán-
ar auglýst síðar.
V. E.
► Borgið LÖGBERG
“ THE SHOP THAT’S DIFFERENT”
Van Smith’s Shoe Shop
425 PORTAGE AVENUE
Try the Shoe Shop that’s different, and
you will be convinced that it is different,
BECAUSE we give extra values, for less
money. We refund money cheerfully,
and exchange shoes. Just remember
tliis: Your satisfaction is ours.
Van Smith’s Shoe Shop
425 PORTAGE AVENUE
(Opposite Power Bldg.)
Phone 80 729
VAN SMITH, Manager.