Lögberg - 24.05.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.05.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBBKG, FIMTUDAGINN 24. MAÍ, 1934 ----------------------------------■» Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTH TARKJNGTON ——-----———■——-——------------g. Býst við eg sé meiri þjófur en þú, að eiga allan þennan eldivið og þú allslaus,’ segir hann og tekur mig heim til sín og borgar mér kaup. Þetta er maðurinn sem þeir skutu í gær- kveldi.” Svertinginn rétti úr sér og horfði til bimins og augnaráðið varð dularfult og starandi. ‘‘Eg heyrði kallað,” hrópaði hann. “‘Eg heyri kallað. Blóðið hrópar!” “Það voru ekki Krossgötumenn, sem drápu hann, frændi,” sagði Warren Smitli og lagði hendina á öxl gamla mannsins. Xe- nophon stóð upp og teygði æðabera handlegg- ina í áttina að Krossgötunum. Hann stóð grafkyr eins og varðmaður. Mennirnir, sem drápu Harkless liggja þarna og fela sig fyrir ljósinu. Og hann— hann ligur þar líka. Þið finnið hann ekki hér. Þeir náðu honum úti á sléttunni og drógu liann hingað en héðan er hann farinn. Eg heyrði blóð lians kaila til mín. Allir stóðu á öndinni, því gamli maður- inn talaði eins og sé sem vald hefir. Svo sneri hann sér við og benti á dómarann. ‘ ‘ Og þarna er maðurinn. Þarna er mað- urinn, sem veit að eg segi sannleikann. ” Áður en nokkur svaraði, leit Eph Watts með rannsakndi augnaráði á Briscoe, svó sneri hann sér að Lige Willetts og hvíslaði: “Farðu á bak og ríddu inn í þorpið og hringdu ráðhúsklukkumii — flvttu þér og gerðu eins og eg segi.” Dómarinn stóð með tárin í augunum. ‘ ‘ Það er satt, ’ ’ sagði hann alvarlega. ‘ ‘ Hann segir sannleikann. Eg ætlaði ekki að segja frá því í dag—en einhvemveginn—” Hann þagnaði. “Óþokkarair. Þeir eiga það skil- ið. Dóttir mín sá þá úti á sléttunni í nótt sem leið—sá j>á klifra yfir girðinguna. Þeir vom allir hvítklæddir, stór hópur af þeim. Hún og stúlkan, sem er hjá okkur, sáu þá. Þeir hafa dregið hann burt með sér. Hann hefir hlotið að vera varnarlaus á móti svo mörgum. Gerið þið það sem ykkur sýnist—hann er ef til vill í einhverjum kofanum þeirra nú. Ef að þess er nokkur kostur þá fáið liann dauðan eða lifandi.” Rödd eins manns heyrðist greinilega upp yfir allan hávaðann, sem að orð dómarans höfðu vakið. “Ná honum! Hver getur náð honum ? En eg er að fara. Hver vill vera samferða ? ’ ’ Hartley Bowlder var kominn á bak brúna liestinum sínum og hafði súnið honum í vest- ur. Mannfjöldinn rak upp reiði-öskur, lög- sóknarinn reyndi að stilla til friðar og aðstoð- armaður lögreglustjórans hafði orð á því að hann væri til með að taka með sér flokk manna til að ná Harkless. Eph Watts tókst loks að láta heyra til sín. “Farið öll heim til bæjarins aftur. Við skulum leggja upp frá ferhyrningnum. Við þurfum ykkur alla—-hvern mann. Við þurf- um allir að eiga hér hlut að máli. ’ ’ “Það verður,” hrópaði bóndi einn í hópnum, “ekki þarf að kvíða því. ” “Við megum til að fylkja okkur vel,” sagði Watts. “Fjandinn hafi það,” grenjaði Hartley Bowlder. . Það heyrðist skrölt og ískur aftan við hann og svo hvein í gufupípu. Fólkið skifti sér og Hartley hafði naumast tíma til að kom- ast úr veginum. Lestin að austan þaut fram hjá á leið til Rouen. Aftast á lestinni stóð Horner yfirlögreglumaður og veifaði hönd- unum og hrópaði eitthvað,—enginn heyrði hvað hann var að segja, og enginn kærði sig liið minsta um það. Hitt fanst mönnum skrít- ið að þessi háttsetti lagavörður skyldi einmitt vera að fara úr bænum við þetta tækifæri. Þegar lestin var komin í talsverða fjarlægð heyrðist rúðhús-klukkunni hringt og allur mannfjöldinn þyrptist aftur til bæjarins. Dómarinn stóð einn eftir. “Þá er ekki meir um það,” sagði hann við sjálfan sig. Hann tók hattinn af höfðinu og strauk fingrunum í gegnum hvítt hárið. “Nú er ekkert nema að bíða. Eg ætti líklega að halda heim. Ejn eg treysti mér varla til 'þess að segja aumingja stúlkunni frá því. Hefði hún ekki komið fyr en næstu viku, hefði hún aldrei heyrt getið um John Harkless.” 9. KAPÍTULI. “John Brown’s Body.” Ríðandi menn höfðu verið á ferð um Krossgöturnar allan morguninn, stundum einn en oftast nokkrir í hóp. Klukkan eitt um daginn hafði síðasti hópurinn farið þar í gegn á heimleið, og eftir það sást engina lif- andi vera þar á ferli. Ekki svo mikið sem hundur eða hæna sáust nokkursstaðar. Aðeins hjá Wimby-heimilinu sáust nokk- ur merki þess að sléttan væri bygð mönnum. Gamla konan, sem sent haíði Harkless rósirn- ar daginn áður, hafði staðið við gluggann, sem sneri að veginum og horft á leitarmenn- ina, sem riðu fram hjá. Stundum kölluðu þeir til liennar og sögðu að enn væri Harkless ófundinn. Þá þurkaði gamla konan tárin af augunum. Um klukkan tvö kom maður henn- ar heim í kerrugarminum sínum. Hann tók upp byssu fyrirrennara síns, makaði hana í olíu og fægði vandlega, þótt bæði bógurinn og gikkurinn væru brotnir af og byssan ónýt. Á meðan liann fægði morðvopn sitt, sat karl- fauskurinn við gluggann andspænis konu sinni og bað þeim bölbæna. En Krossgötumenn vissu hvað til stóð. Hræddir og æstir í skapi biðu þeir átekta. Svo leið fram yfir hádegi og skuggarnir lengdust. Hvergi sást maður á ferli og dauða- kyrð ríkti yfir sléttunni. Vegurinn lá hvít- ur og sólbakaður með fram grænum ökrunum. I-tækurinn hringaði sig með fram skógarbelt- um. Langt til austurs sást svolítill, hvítur mökkur rísa upp frá veginum. Mökkurinn stækkaði smátt og smátt og á bak við hann fór að greina í svartan hópinn, sem nú var á leið vestur eftir brautinni. Svo fóru að heyr- ast dynkir og hávaði. Það var sem sléttan væri að vakna eftir miðdegishvíldina. Vegurinn lá til vesturs, upp að Kross- götunum, eftir all-langri hæð. Þar sem hall- inn dvínaði var ofurlítið kjarr. 1 kjarrinu sást magurt og harðlegt andlit lítillar telpu. Hún horfði nákvæmlega eftir hópnum, sem var á leiðinni. Andlit hennar varð náfölt. Þeir voru að koma. Stúlkan flýtti sér út úr kjarrinu og tók á rás eftir brautinni. Hún opnaði ekki varirn- ar, en hélt báðum höndunum yfir höfði sér. Það dugði. Loks var komið að því. Úr ill- gresinu með fram girðingunni sáust nokkrir menn teygja upp hausinn. Gulu andlitin urðu snjóhvít, þegar stúlkan hljóp fram hjá. Hópurinn, sem kom, var vel útbúinn. Mennirnir höfðu farið að öllu skipulega og rólega. Þeir vissu að ekkert gat varnað þeim að koma áætlunum sínum í framkvæmd. Bngum datt í hug að fara með felum, alt átti að gerast í dagsljósinu. Ekki var neitt á- kveðið um það hvað gera ætti þegar að Kross- götunum kæmi, nema það, að bústaðir þess óþjóðalýðs skyldu nú algerlega upprætast og afmást af jörðinni. Svo mikið var víst. Allir voru fótgangandi og héldu fylking. Fyrstur gekk Efph Watts, maðurinn, sem Harkless hafði rekið úr Plattville, en sýnt þó vináttu. í dag var hann foringi og hetja. Kaldur og rólegur, að því er séð varð, og óvopnaður þrammaði hann eftir veginum í brúnum frakkafötum sínum og silkiskyrtunni, með buxnaskálmarnar brettar upp, svo þær ryk- uðust ekki. Öðrum meginn við hann gengu þeir Bowlder feðgarnir en hinum meginn Lige Willett. Watt var ekki í neinum vandræðum með að halda þeim í skef jum. Þannig gekk allur hópurinn nokkra stund, með reglu og í kyrþey, nema hvað Wilkerson gamli, með gulan hund í eftirdragi, hafði frá því lagt var af stað, stöðugt verið að syngja “John Brown’s Body. ” Sólin var komin í vestrið þegar flokkur- inn kom svo nærri að Krossgöturnar sáust. Gamlir húskofarnir stóðu á nokkrum smá- hæðum og glömpuðu í rauðum geislum kveld- sólarinnar. Þegar mennirnir sáu bústaði óvina sinna fór að koma ókyrð á flokkinn. Margir gerðu sig líklega til að skilja við hópinn og þjóta af stað hver í sínu lagi. Þó nokkrir fóru að hlaupa af stað í áttina að kofunum. Watts kallaði til þeirra: “Til hvers er að hlaupa eins og flón, og láta drepa sig? ” “Því ekki það,” svaraði Lige, sem einn- ig var farinn að hlaupa upp hæðina þegar Wimby gamli reis alt í einu upp úr grasinu framan við þá. “Þeir hafa falið sig í grasinu og bíða eftir ykkur,” hrópaði hann. “Farið þið strax af brautinni og felið ykkur. 1 öllum bænum dreifið 'þið úr hópnum.” Svo hvarf hann aftur eins og jörðin befði gleypt hann. Lige og aðrir staðnæmdust og allur flokk- urinn beið meðan foringjarnir ráðfærðu sig hver við arman.— Það glamraði í stáli þegar byssurnar voru teknar úr hylkjunum. Lengst aftan úr hópnum heyrðist rödd Wilkersons. Hann var að syngja “John Brown’s Body.” Aðrir tóku undir og söngurinn magnaðist. Þessi voldugi hersöngur hljómaði nú eins og útfar- arsálmur, þungur og tilkomumikill. Allir tóku ofan höfuðfötin og stóðu berhöfðaðir. Sólin var að renna til viðar og varpaði gullnum ljóma yfir jörðina, meðan hljómar stríðslagsins rufu kyrðina. Lagið var öflugt og 'hreif söngmennina. Það var lag, sem ’hafði í sér fólginn þann kraft, sem fylgir sönnum málstað. Ef til vill höfðu forfeður þessara manna sungið þetta lag í hersveitum Hampdens, framan við múra víggirtrar borg- ar. Tónarnir voru sem stál og eldur. Menn- irnir, sem lágu með riffla sína í grasinu fram undan, heyrðu sönginn og skulfu af hræðslu. Einn þeirra, sem miðað hafði byssu sinni á Lige Willetts, sem gnæfði yfir hina, sneri sér við og sagði við félaga sinn. ‘ ‘ Það verða víst nokkrir okkar í víti í kveld.” Söngurinn varð æ sterkari og hljómbylgj- urnar bárust sem þrumugnýr út yfir sléttuna. Ofan af hæðinni sást eldblossi og Wil- letts datt til jarðar, en stóð strax á fætur aftur með blóðrák yfir ennið, þar sem kúlan hafði strokist við höfuð honum. Þá tvístrað- ist hópurinn og fleiri liundruð manns klifr- uðu yfir girðingarnar og slóu hring um ó- vinina. Watts, sem óð í djúpu grasinu öðrum megin við veginn, sá glam]>a á riffilhlaup í einum grávíðisrunnanum. Samstundis, þó hann befði sýnst vopnlaus augnabliki fyr, hafði hann skotið úr marghleypunni sinni í runnann. Um leið stukku einir tíu menn út úr runnanum og hlupu af stað áleiðis að kofunum, þar sem samherjar þeirra Ijiðu. Þeir skutu nokkrum skotum um leið, en þau hittu engann því nú höfðu Plattville menn dreift sér. Krossgötumenn voru nú um- kringdir á alla vegu, og áttu þann kost bezt- ann að leita til húsanna. Flestir þeirra ósk- uðu þess mest að verða ekki teknir lifandi. Plattville-menn æptu nú heróp og þutu á eftir. Sá kofinn sem næstur þeim stóð var drykkjukráin. Næst henni, en í dálítilli fjar- lægð stóð húsgarmur Skilletts. Báðar þess- ar byggingar voru harðlæstar, eftir því sem frekarst var hægt. Samt reyndu flóttamenn- irnir ekki að fara þar inn, heldur hurfu þeir á bik við Skilletts húsið. Þeir voru allir fót- hvatir menn og komust því hæglega undan og inn í sín eigin hús. Hvert hús varð nú að vígi og skotin dundu úr öllum áttum. Ein kona tók til að hljóða, og öskraði látlaust. Mennirnir frá Plattville og bændurnir fylgdu fast eftir. Þeir tóku drvkkjukrána á svipstundu, brutu dyrnar með lurkum og þustu inn eins og bíflugur. Þeir fundu eng- ann inni, en tóku þá til að br jóta alt það sem hendi varð á fest. A augnabliki var bygging- in gereyðilögð og var svo kveikt í öllu saman. Á sömu stundu réðist Willetts með nokkra menn á næsta hús. Þar urðu viðtök- urnar öðru vísi. Skothríðin dundi á þeim, og þeir staðnæmdust samistimdis. Hattur Homer Tibb var í tætlum og frakkalöfin líans Watts sundurskotin. Hús þetta stóð fast við veginn og árásin stöðvaðist í bráðina. Þó leið ekki á löngu þar til menn fundu ráð við þessu. Skýli var bygt við drykkjukrána og náði það yfir að húsi Silletts. Lige Willetts komst upp á krána, sem þó var tekin að brenna. Hann stökk úr efsta glugganum og niður á skýlið. Þaðan klifraði ‘hann upp á hús Skilletts, og fór Ross Schofield rétt á eftir honum. Ross var með kút fullan af brennivíni, og helti hann úr honum, (auðsjáanlega með talsverðri eftirsjá) yfir þafcið á húsinu. Þar næst lögðu þeir eld í þakið. Um leið og eldstrókurinn gaus upp úr þakinu, tóku Plattville-menn til að skjóta á húsið að aftan. Kúlurnar fóru auð>veldlega í gegnum fúin borðin í veggjunum og heyrð- ust þá ógurleg óhljóð að innan. Framliurðin var opnuð í þessu og mögur og ilskuleg telpa hljóp út með hníf í hendinni. Hartley Bowl- der var næst húsinu þeim megin og réðist telpan á hann eins og trylt tígrisdýr. Hvað eftir annað reyndi hún að leggja til lians með hnífnum, og störðu menn sem stoini lostnir á þessar aðfarir. Á meðan tókst þeim, sem inni voru að komast út úr húsinu og tóku menn ekki eftir því fyr en of seint. Þeir hlupu út á sléttuna og sá Willett þá fvrst frá þak- inu. “Sleppjð þeim ekki,” hrópaði hann. “Látið þá ekki komast undan,” Krossgötumenn hlupu alt livað af tók. Það voru Bob Skillett og yngri bróðir hans. Bob virtist særður og hélt báðum höndum um kjálkana. Telpan sneri nú undan og ‘hljóp á eftir þeim. Hún var svo fljót á sprettinum að hún komst að girðingunni jafnsnemma karlmönnunum. Svo héldu þau áfram þrjú, eins hratt og þeim var auðið. Tel]>an hefir annað hvort verið mjög fórnfús og gersam- lega óhrædd, ellegar hún liefir treyst því að hinir myndu ekki vilja eiga á liættu að drepa kvenmann, því hún hagaði því svo til að hún var alt af á milli Jieirra bræðranna og Platt- ville-manna. Þannig skýldi hún þessum tveim með líkama sínum. “Skjóttu á þá, Lige!” grenjaði Watts. “Ef við skjótum héðan, hittum við stúlk- una. ” Willetts og Ross Schofields stóðu báðir á þakbrúninni, og lagði reykinn frá þeim. Þeir skutu báðir um leið. Flóttamennirnir stað- næradust eigi að heldur. Þeir hlupu alt hvað af tók, en þegar þeir áttu skamt eftir til að komast yfir akurinn, þá datt Skilletts kylli- klatur. Krossgötumenn voru samhentir að þessu sinni, því fjórir eða fimm menn hlupu út úr þeim kofanum, sem næstur var, lyftu manninum af jörðinni og tóku til að drasla honum til baka með sér. En Skillett var ekki dauður; blótsyrði hans og bölbænir heyrðust langar leiðir. Lige og Söhofields skutu aftur og einn af liinum sást falla til jarðar. Um leið og Lige og Schofields undu sér niður af þakinu, tóku liinir á rás. Gall þá við óp úr Plaftville hópnum og snerist allur flokkurinn í eftirför. Gamli Wilkerson heyrði hrópið. Hann var orðinn talsvert á eftir með gula hundinn í hálsbandi. Wilkerson liafði ekki tekið þátt í atrennunni, en var einn síns liðs að leika sér við hundinn. Leikur sá var þannig að karl- inn hljóp frá einum runna til annars og lést þaðan miða rifli á hundinn, svo tók karl undir sig stökk og fleygði sér ofan á dauðlirætt kvikindið. Eftir eina þessa atrennu var Wilkerson að staulast eftir veginum jiegar maður kom ríðandi á fleygiferð og stefndi að Krossgötum. Hann var á stórum, svört- um hesti og rann svitinn að reiðskjótanum. Þetta var Warren Smith, og hélt hann á gul- um miða í hendinni og veifaði honum í loft- inu. Hann reið upp á hæðina, handan við hús- in, sem kveikt liafði verið í, og fram fvrir þá í hópnum, sem fremstir voru. Smith stóð upp í ístöðunum og sneri hestinum þvert fyrir götuna, svo enginn færi fram hjá. Hann veif- aði miðanum og hrópaði: “Bíðið þið ofur- lítið. Eg þarf að segja fáein orð.” Warren Smith hafði þunga rödd og sterka. Margir þar í ríkinu könnuðust vel við þessa rödd. Nokkrum sinnum hafði hann beitt henni til að snúa kviðdómendur á sitt band, í ýmsum málum. “Hlustið þið á mig!” grenjaði liann aftur. Svo sem til að svara þessu skaut einn af Krossgötumönnum í áttina til hans og kúlan þaut hjá liöfði hans. Lögsóknarinn hneigði sig kusteislega, eins og til að þakka kveðjuna. Svo hélt hann áfram að tala. “Þetta er alt vitleysa. Eg hefi fréttir að segja ykkur. Horner er búinn að ná í glæpamennina! ’ ’ Það gekk kraftaverki næst að hann skvldi geta. látið til sín heyra yfir allan hávaðann og lætin, ekki sízt þar sem þessir sömu menn liöfðu nokkru áður lagt upp í þessa ferð þrátt fyrir mótmæli lians. Eln nú fóru allir að hlusta. Þeir vissu að Smith var ekki að revna að bjarga Krossgötumönnum sjálfs sín vegna, jafnvel þótt hann ætti, stöðu sinnar vegna, að afstýra lagabrotum eins og hér liöfðu orðið. Ekki myndi saka að bíða svolítið og heyra livað lögsóknarinn befði að segja, hugsuðu þeir. Alt af var liægt að ná í Krossgötumenn, iþótt þeir fengju aftur tíma til að búa um sig. Hópurinn fór nú smám saman að skipa sér í kringum hann. Hartley Bowlder, sem fengið hafði meira álit á Lige, fór nú að búa um sár hans. Lige var sá eini sem særður var. “Hvað hefir þú þá að segja,” kölluðu nokkrir úr liópnum. “ Vertu fljótur !” Nú kom önnur sending frá Krossgötumönnum, on sak- aði þó engann. Eftir það hættu ]>eir að skjóta því þá grunaði að eitthvað hefði skeð þeim í vil. A meðan á þessu stóð voru húsin tvö að brenna. Hvað sem öðru leið þá var þó búið að evðilegg.ja þessar byggingar, og Bob Skil- lett og einhver annar voru svo særðir að ólík- legt var að þeir mvndu ónáða friðsama menn í bráðina. “Hlustið þið nú á,” sagði Warren Smith og tók til að lesa skeytið. Það var svona: “Mennirnir tveir fundnir. Lögreglan þekkir báða og hefir áður leitað þeirra. Ann- ar tekinn um hádegið, í ruslahúsi, mcð hatt Harkless. Reyndi að selja rifinn kjólfrakka, þann sem Harkless var í á sýningardaginn. Blóðblettir á fóðrinu. Hinn fundinn seinna, í tómum járnbrautarvagni, kl. 1 e. li., mikið meiddur og meðvitundarlaus. Deyr eflaust. Reynum að komast eftir hvar lík Harkless er falið. Hinn neitar að tala, ennþá. Varnið árásum á Krossgöturnar. Skillett saklaus. Komdu með lestinni 9.15.” Undir skeytið höfðu sett nöfn sín þeir Horner og Barrett, ljögreglustjóri í Rouen. “Þið hafið liaft þessa menn hér fyrir rangri sök,”’ sagði Smitli, um leið og liann fékk Watts og Parker skeytið. “Stúlkurnar og dómarinn liafa séð ofsjónir, þetta sannar . það. Svo er það ekkert undarlegt. Þau voru hrædd í ofviðrinu í nótt, sem leið, og ímvnd- uðu sér þetta. Það var ekki frítt við að eg trvði sögu þeirra fvrst í stað, og það veit eg að Krossgötu-hyskið er ekki neitt sómafólk, en hér hefir verið nóg að gert og þið megið vera mér þakklátir fyrir að afstýra meiri vandræðum. Þetta er nú alt gleymt. Horner fékk skeyti í dag þegar fvrri þjófurinn fanst og ])á brá hann við eins og þið vitið og fór með lestinni til Rouen.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.