Lögberg - 24.05.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEÖRG, FIMTUDAGINN 24. MAÍ, 1934
7
KAUFIÐ AVAXiT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRT AVENUE AND ARGYLE STREET.
WLNNIPEG, MAN. PHONE 95 551.
Á andatrúin nokkurn
rétt á sér?~Hvað held-
ur þú?
Eftir Jón Einarsson
(Framh.)
Eina nýjustu söguna um drauga-
gang í húsi hafa blöSin nú síSustu
dagana, verið að fræða menn um.
Er það ekki á lélegu, ómerku bænda-
býli samt, í þetta sinn, heldur hvorki
meira né minna en á höfuðbóli Al-
þjóðanefndarinnar (League of Na-
tions) í Geneva, í Svisslandi. Aðal-
stöðvar friðarnefndarinnar eru í
60 ára gamalli byggingu, Hotel Na-
tional (Þjóðarhótelið). Er hygging
þessi fræg mjög vegna þess hve
mörg konungleg stórmenni og ann-
að frægt fólk höfðu þar langdvalir,
fyrir “stríðið mikla.” Þegar er
sendiherrar þjóðanna og verkafólk
annað hverfur heim til sín daglega,
að loknum störfum, sýnist bygging-
in dimm og óhugguleg í mesta máta.
Svalir hráslaga vindgustir næða yfir
Geneva-vatnið og valda ónotalegum,
ópkendum hljóðum í byggingunni.
Það er nálega ómögulegt að fá
gæzlumenn (caretakers) til að líta
eftir byggingunni. Þeir segja upp
vinnunni eftir stutta hríð, fáir tolla
þar lengur en örfáar vikur, í hið
mesta. Einn næturvörður hætti eft-
ir fyrstu nóttina.
Enn mætti drepa á það, að anda-
trúin hefir tekið allmiklum eftirlík-
inga breytingum í áttina til guð-
spekinnar svo kölluðu (theosophy)
á síðari árum. Eiginlega eru þessar
tvær hugsjónastefnur upprunalega
óskyldar hver hvor annari, en veru-
fyrirbrigðin á anda- tilraunafundum
virðast boða sælutilbreytingastig ei-
lífðarinnar, samræmislega við kenn-
ingu guðspekinga. Er hér enn all-
skýr bending þess, að slíkar sann-
anir frá öðrum heimi kunni að vera
endurmynd hugmynda viðtekta
þeirra, er fundinai sitja, eða stjórna
þeim.
Eins og eg hefi áður getið um,
ætti andatrúin ekki að teljast með
trúarstefnum, heldur rannsóknar-
tilraunum, óháð öllum hvötum öðr-
um en þeim, að leita sannverulegra
úrlausna, án tillits til þess hvers eða
hverskyns hugsjónir væru með þeim
sannaðar eða hrundið með öllu. Það
var eini tilgangur sálarrannsóknar-
félagsins enska, sem allar slíkar til-
raunir, í seinni tíð, eiga ætt til að
rekja.
Á meðan hin dularfullu atvik ekki
verða fyllilega sönnuð, sem stafandi
frá sálum framliðinna, eða frá öðr-
um heimi, á nokkurn áreiðanlegan
hátt, ættu auðvitað allir andatrúar-
menn að láta í því sambandi trúar-
skoðanir annara flokka óáreittar.
Allar siðprúðar trúarstefnur ættu að
hafa sama tilverurétt, þar sem hug-
myndalífið er þeirra aðal sönnun.
Það hygg eg að megi með fullri
vissu segja að ádeilu staðhœfingar,
sem fram hafa komið í gegnum
“töfraborðið” í stöðinni, og sem
hafa ásakað framliðna, velþekta,
kristna kennimenn um að hafa pré-
dikað, þvert um betri vitund, kristin-
dómsatriðin, meðan þeir dvöldu hér
í heimi, hefðu aldrei átt að vera
prentaðar. Eru sumar þeirra og
þannig stílaþar, að hlutaðeigendur
hefðu í lifanda lífi naumast látið
sér sæma slík framsetning. Væri
sönnun algengt viðtekin þess, að
slík skeyti væru áreiðanlega “komin
að ofan,” þá samt er enginn efi á,
að margir enn lifandi ættingjar og
ástvinir, fyndu tilfinningar sínar
mjög svo særðar við lestur þeirra
eða meðvitu-nd um útbreiðslu jafn
lítilækkandi umsagna. En . orðið
hefi eg þess margsinnis var, að all-
margir þeirra, sem hæla sér af því,
að þeir séu hyggnari en svo, að þeir
trúi kristnum kenningum nota þessi
skeyti sem hvert annað hálmstrá til
að fleyta sér á frá druknun í sjálís-
álits skoðunum sínum, þegar önnur
gildari sannanagögn þrýtur.
Enn, sem áður, læt eg óhikað í
ljós þá eigin skoðun mina, að spill-
ing sú, sem margir andstæðingar
sálarrannsóknafélagsins telja þessa
stefnu að valda, sé algerlega ástæðu-
laus. I4annsóknarstefnan sjálf hef-
ir ekkert það við sig, sem ósæmilegt
er. Auðvitað finst mörgum hún
koma í bága við ýmsar kristnar
kenningar—en það gera og margar
aðrar trúarbragðastefnur, og þrátt
fyrir það er það öllum kunnugt, að
margir af svo nefndum “vel kristn-
um” prestum, hafa orðið sterkir
starfsmenn, og eru enn, þessara til-
rauna og finst þ;yr sanna, öllu öðru
fremur, líf eftir þetta líf. Það er
því naumast sanngjarnt að álasa ó-
guðfróðu almúgafólki, þótt það falli
inn með stefnunni.
Ef minnast mætti hér á “Bréf frá
Ingu,” sem allmörgum eru nú vel
kunn orðin, þá skyldi þess skýrt
getið að þrátt fyrir það, hve bréf
hennar að handan eru ólíkrar skoð-
unar í sumum greinum, þeim, er
fram komu í bréfum hennar héðan,
hefi eg hvergi komið niður á neina
ósvinnlega setningu né ákurteis orð.
Eg er sannfærður um að þeir, sem
trúa því að þessi betri og fegri
“annars heims skeyti” séu virkilega
mannsálar eðlis, eru, hljóta blátt á-
fram að vera, miklu sælli og rórri
í huga, en þeir, sem alt efa og alt
rengja; og um leið hlýtur þá þessi
trú að gera þá að mun betri mönn-
um en ella væru þeir.
Þrátt fyrir þessa ályktun mína
finst mér að af andatrúar-káki ýmsu
meðal íslendinga stafi talsverð
hætta, vegna þess, hve litil og stund-
um alls engin varkárni er á sumum
stöðum viðhöfð á fundum þessara
flokka, en sem auðveldlega gæti
komið i veg fyrir mörg fölsk fyrir-
brigði. Reynslan hefir enda sýnt
með köflum, að lítt hefir verið hirt
um það, hvort miðillinn hefir sjálf-
ur verið kunnur sem trúverðug per-
sóna eða blátt áfram sem sviksamur
trúður. Þessi atriði eru það', sem
hættan býr í og hún ef til vill ekki
smávægileg.
Allir bóklesnir menn kannast við
Vitrun Karls elleftcu. Þykir hún
sérstaklega merkileg vera jafnt Is-
lendingum sem öðrum þjóðum. En
þegar alt kemur til alls getur sálar-
rannsóknarfélagið fært fram marg-
sönnuð fyrirbrigði, engu þýðingar-
minni. Aðalkjarninn í vitrun Karls
ellefta var spádómur, sem fram hef-
ir komið, og verða menn hér, sem
víðar, að lúta trúnni á sanngildi frá-
sögunnar eða hafna henni, ef trúna
skortir.
Þeir, sem temja sér nautn hamp-
safans, Hasheesh* verða þrásæki-
lega fyrir vitrunum, fyllilega eins
fögrum, hrylljlegum og undrafull-
um, sem vitrun Karls ellefta, án þess
að þau undur boði nokkuð ilt eða
gott.
Það virðist því allsendis ekki ó-
hugsandi að ýms fyrirbrigði stafi
beinlínis frá áhrifum efnisgervra
hluta á vitundarkerfi mannsins og
öldungis ekki frá neinum annars
heims verum.
Eitt hinna stórmerkilegu, dular-
fullu fyrirbrigða eða atvika, má
telja vitrun Leo Bachs, tónfræðings,
árið 1865. N. G. Bach, faðir Leons
var sonar-sonar-sonur hins fræga
tónsnillings Sebastian Bachs. Er sú
draumvitrun enn nokkurs konar ráð-
gáta og þó um leið ein hin líklegasta
*Hasheesh er safinn eða gúmmíið
úr indversku hamp-plöntunni, Cann-
abis Indica. Er þetta algerlega sama
plantan og sú, er vex á Norðurlönd-
um og nefnist Cannabis Sativa. En
í norðlægum löndum er vöxtur
plöntunnar með öðrum hætti. Hér
vex hún sem trénaðar taugar, safa-
litlar eða jafnvel safalausar á stund-
um og er ræktuð til fóðurs. fyrir
kaðla-gerð og dúka, o. s. frv.
Cannabis Indica aftur á móti er
miklu safameiri og hefir vökv-
inn stórvægileg áhrif á tauga-
kerfi mannsins, sé hans neytt. Veld-
ur inntakan alls konar stórkostleg-
um missýningum og margs konar
undarlegum og undraverðum i-
myndunum og tilfinningum frábær-
lega f jálglegum og einnig undursam-
lega kveljandi. Fer hér sem við
ópium-reykingar og morfín notkun,
að ávalt verður að stækka inntök-
I
una til þess að framleiða dýrðina,
sem græðgin í þetta efni krefst.
Safi þessi hefir og lengi verið brúk-
aður sem læknislyf og er enn, að
minsta kosti á meðal Hómópata.
—Höf.
sönnun þess, að ýms dulkend fyrir-
brigði séu eða geti verið algerlega
sérstæð og óháð nokkurri eftirvænt-
ingu eða hugarburði (thought trans-
ference) þeirra er fyrir slíkum dul-
ar-atvikum verða. Þessi vitran
hafði lika svo verklega afleiðingu og
áþreifanlega að eiginlega þurfti eng-
ar aðrar sannanir fyrir veruleika
hennar. Sönnunin, sem lýsti sér í
rituðu tónverki er til óbreytt þann
dag í dag.
Ef til vill gæfist mér síðar tæki-
færi til að segja ljósar frá þessu
dulræna og stórmerkilega atviki
frekar en hér er rúm til.
Eg hefi hér að framan drepið
lauslega á samræmi spiritismans
(andatrúarinnar) við ýms atriði
guðspekinnar (theosophy), sem ættu
að vera og þykjast vera með öllu ó-
skildar. En einhvern veginn hafa
þessar tvær ólíku stefnur blandast
á vissum sviðum eilífðarmálanna.
Báðar hafa þær ákveðin þróunar-
stig annars heims, lá í byrjun, en
fara sihækkandi eftir því sem sálin
kemst nær fyllingu sinni. Telur
t. d. Sir Oliver Lodge að frá lægstu
sviðunum aðeins, leyfist sálinni að
vitja eftirlifanda á jörðunni. En á
hinn bóginn ber varla á að siholdg-
unin, sem guðspekin kennir, sé við-
tekin af andatrúnni.
Þá er enn eitt atriði, sem fjöld-
inn allur af þeim, er guðspekinni
trúa, virðist ekki hafa gætt eða mun-
að eftir, það er sálnafjöldi mannsins.
Flestir tala um sál mannsins sem
einingu. En það er ekki samkvæmt
kenningu guðspekinga. Guðspekin
kennir að maðurinn hafi þrjár eða
jafnvel 7 sálir. Skal hér til sönn-
unar vitnað til bókarinnar The
Ocean of Theosophy by William Q.
Judge (The Theosophical Pub. Co.,
New York), þar sem höf. styður
mál sitt og skýringar með stig-
gjörvun (classification) Mr. A. P.
Sinnets, tekinni eftir bók hans
Esoteric Buddhism, en hann þar á
móti hafði numið fræði þau af
Madame H. P. Blavatski. Þessi
“classification” fylgir hér með orð-
rétt og hljóðar þannig:
(1) The Body, or Rupa.
(2) Vitality, or Prana-Jiva.
(3) Astral Body, or Linga-Sarira.
(4) Animal Sour, or Kanta-Rupa.
(5) Human Soul, or Manas.
(6) Spiritual Soul, or Buddhi.*
(7) Spirit, or Atma.
Ekki gerist þörf á að fara hér út
í fræði þessi frekar, enda væri það
hentara öðrum en höf. þessara lína,
sem nauða litla sálfræðilega þekk-
ingu hefir enn öðlast, og hefir þar
að auki aldrei orðið var nema lítil-
lega einnar sálar sér sjálfum tilheyr-
andi!
í bókinni “Bréf frá Ingu o. fl.
handan,” í skeytinu frá Guðmundi
biskupi Arasyni (bls. 84—94) seg-
ir frá fylgisálum manna, sem lítt
verði þó vart í einstaklings lífinu.
Það er torvelt að skilja fyrir víst,
hvort þessar sálir eru ættskyldar
“aðal-sál” mannsins eða hvaðan þær
eru uprunnar. En ekkert er Ijótt
við neina af þessum skoðunum, þótt
þær séu ekki alra trú.
Þegar nú ]iess er gætt, hve hin
íslenzka svo kallaða (úterska trú
nútíðarinnar er kend í margvíslegri
mynd, blönduð guðspeki, andatrú,
hærri krítík, Darwinisma o. fl. vís-
indalegum “ismum” svo yfirgnæf-
andi, að lúterskan sjálf veit varla
hvar í röðinni hún má sæti eiga, þá
virðist það naumast sanngjarnt frá
neinu sjónarmiði, að efast um að
spiritisminn (andatrúin) eigi fylli-
lega eins mikinn rétt á sér “sem
skoðun,” og nokkrar aðrar trúar-
stefnur. Eg hygg að vel megi leggja
þakkarorð þess, að menn hylli anda-
trúna alvarlega, heldur en að nienn
hælist um af algerðu trúleysi. Og
eg er sjálfur persónulega sannfærð-
ur um, að hver alvarlega hugsandi
maður er miklu sælli fyrir spirit-
isma trú sína, en hann væri án allr-
ar trúar. Gildissönnun trúarskoð-
unar haggast ekki við það, þótt eg
sjálfur geti ekki talið hana mina
eigin eign, eða einhver annar for-
dæmi hana eða göfgi.
Molar úr fingrafrœði
“Fornaldar (fyrn held eg)
fleins runnar eins kunnu
kænt þreyta ment mæta,
(nfargt svinnir þarft vinna) :
um fjall hauka fullvakrir
fundu tíð og stund lýðir;
tiðt klókir trauðt skeika
tíma’—á hnúum rím búa.”
E. I. S.
Þessi vísa er fyrsta erindi úr
kvæði, prentuðu framan við Fingra-
rím Jóns biskups Árnasonar, ort til
hans af þessum E. I. S.
Eg hefi stundum verið spurður
viðvíkjandi sumar-páskum, hvað
oft þeir eigi sér stað á hverri öld.
Svo mér datt í hug að gefa lesend-
um Lögbergs skýrslu yfir sum-
ar-páska yfir tvær aldir—19. og 20.
aldirnar, ef einhver kynni að hafa
gaman af því.
19. ÖLDIN
páskar komu
1810 22. apríl—sumar kom 19.
1821 22. » >> >> 19.
1848 23- >> » >> 20.
1850 24. >> >> » 21.
1886 25- >> >> >> 20. ÖLDIN. 22.
1905 23- >> >> >> 20.
1916 23- >> >> >> 20.
1943 25- >> >> >> 22.
1962 22. >> >> >> 19.
1973 22. >> >> >> 19.
2000 23- >> >> » 20.
Sumarpáskar koma þegar gullna
talan er 17 eða 6. Og þegar sunnu-
dags bókstafur er G, A. B. C.
* * *
Fyrsta Alþingi íslands var hald-
ið 22. júní, á fimtudag, 930.
Þá kom tunglið 8. júní og var
fult þann 22.
Fardagar byrjuðu 1. júni.
Sumar kom 20 april.
Vetur kom 21. október.
Páskar komu 2. apríl.
Níuvikna fasta kom 29 janúar.
Hvitasunna kom 21. maí.
Þorri kom 20. janúar.
Jóladaginn bar upp á mánudag.
Gullna tala 19.—Sdb. A.
* * *
Alþingishátíð íslands var haldin
26. júní.
Þá kom tungl 15. júní.
Fardagar 5. júní.
Sumar 24. april.
Vetur 25. október.
Páskar 13. apríl.
Níuvikna fasta 9. febrúar.
Hvítasunna 1. júní.
Þorri 24. janúar.
Jóladaginn bar upp á fimtudag.
Gullna tala 12.—Sdb. E.
Y. B. Bcnedictsson.
Vor
Hugann seiðir sunnan blær,
sól og heiðið bjarta.
Kuldinn eyðist, ástin fær
opna leið að hjarta.
Bráðuin vaka vorsins ljóð,
völdin klaka dvína.
Fuglar kvaka ástar óð
enn við maka sina.
Viðkvæm blómin vaxa úr "mold,
völlinn tómann prýða.
Sólarljóminn signir fold;
söngvar hljóma víða.
Hjörðin spræk fer húsum frá.
Hreiðrið rækir lóa.
Laxinn sækir up í á.
Ár og lækir flóa:
Bændur sá, en svanni hver
salina dável prýða.
Lífin smáu leika sér,
lífinu þá ei kviða.
Vorið blessað vekur hug;
vorið blessar, nærir.
Vorið hvessir von og dug.
Vorið blessun færir.
* * *
Já vorið er komið með vorljóðin öll
og vorblómin unaðarriku,
að prýða með litskrúði laufgróinn
völl,
svo listin sjálf dáist að sliku.
En heilladís vorsins svo brosmild og
blíð,
hún bendir, er stöndum vér
hljóðir:
“Alt ris upp að þroskast á þessari
tíð,
og þá er eg jarðlífsins móðir.”
B. Thorbergson.
Ljós í gluggamim
Eftir John Torrance.
í náttmyrkri’ og óveðri’ ef er eg á
ferð,
mig örfað og styrkt getur það,
ef veit eg að ljós er að ljóranum
þar,
sett,
að lýsa mér þreyttum í hlað.
Og hvað sem eg starfa, mér hug-
relcki fær,
hvort daufí eða glóbjart það er,
ljósið sem elskan og góðvildin gaf,
í gluggann, að leiðbeina mér.
Ef ber mig um hánótt að híbýlum
sem hreyfing né birta nein er.
Eg veit hér er enginn, sem hugsar
til mín,
né hirðir um ljós handa mér.
VEITIR HltEYSTI OG
HUGREKKI ÞEIM SJÚlvU
Fólk. sem vegna aldurs, eða annara
orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða
heilsu við að nota NUGA-TONB.
NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið
fðlk. Meðalið eykur vinnuþrekið til
muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða,
þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra
daga munið þðr finna til bata.
NUGA TONE fæst í lyfjabúðum.
Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við
NUGA-TONE.
Þó vandræðin aukist svo virðist mér
dimm
og vonlítil framtíðin hér;
eg gefst ekki upp meðan geymi’
eg þá von,
við gluggann sé ljós handa mér.
Þó hætturnar alstaðar umkringi mig,
og ógni að fella mig hér;
eg get ekki hugast, ef greini eg þá
í glugganum ljós handa mér.
Svo þegar að líður að lífsenda hér,
og Iúinn eg kveð þenna heim,
þá gleður mig ljósið, sem Guð
hefir sett
í gluggann, að lýsa mér heim.
B. Thorbergson þýddi.
Radium-rannsóknir hafa öðrum
vísindum fremur verið bundnar við
eina ætt. Prófessor Curie var braut-
ryðjandi í þeim, en eftir að hann
dó—það var ekið yfir hann á götu
i París fyrir nálægt aldarfjórðungi
—hélt kona hans rannsóknunum á-
fram og bar þær fram til sigurs.
Dóttir þeirra hjónanna, Irene Curie
hefir nýlega gert mikilsverðar upp-
götvanir á endurgeislún radium og
tekist að láta aluminium endurgeisla
radiumgeislum í þrjár mínútur, og
maður hennar, Francois Jolliet er
nafnkunnur radiumfræðingur.
ítalíukonungur hefir nýlega til-
nefnt ýmsa nýja félaga í vísinda-
félagið í Róm, en til forseta þess
fyrir næstu fimm ár hefir hann
kjörið Guigliemo Marconi.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Arras, B. C
Amaranth, Man B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota
Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota
Bellingham, Wash
Belmont, Man
# Blaine, Wash
Bredenbury, Sask
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota....
Churchbridge, Sask
Cypress River, Man
Dafoe, Sask ..... J. G. Stephanson !
Darwin, P.O., Man. ...
Edinburg, N. Dakota...
Elfros, Sask ... Goodmundson, Mrs. J. H;
Garðar, N. Dakota
Gerald, Sask
Geysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota....
Hayland, P.O., Man. ..
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota
Hnausa, Man
Húsavík, Man
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta
Minneota, Minn
Mountain, N. Dakota..
Mozart. Sask
Oak Point, Man
Oakview, Man
Otto, Man
Point Roberts, Wash.. ..
Red Deer, Alta
Revkjavík, Man
Riverton, Man
Seattle. Wash J. T. Middal
Selkirk, Man
Siglunes, P.O., Man. .
Silver Bay, Man
Svold, N. Dakota
Swan River, Man
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota
Vancouver, B.C
Víðir, Man
Vogar, Man
Westbourne, Man
Winnipeg Beach, Man..
Winnipegosis, Man
Wynyard, Sask