Lögberg - 14.06.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. JÚNÍ 1934
NÚMER 24
FRÁ ÍSLANDI
ALFTIRNAR A
TJÖRNINNI
í fyrra sumar urpu tvenn álfta-
hjón hér við Tjörnina, sem kunnugt
er. Átti önnur 3 unga, en hin tvo.
Auk þess voru á Tjörninni 3 vetur-
gamlar álftir.
í fyrrahaust voru álftir þessar
ekki vængstýfðar eins og áður hafÖi
verið gert og hafa því verið fleyg-
ar og frjálsar siðan.
í vetur hafa álftir þessar, tólf að
tölu, oft komið hingað á Tjörnina,
og hafa brunaverðir þá jafnan ann-
ast um að gefa þeim.
Annars hafa þær haldið sig oft í
Kópavogi, Elliðaárvogi ellegar inni
á Elliðavatnsengjum. Þegar þær
hafa komið hingað hafa ungarnir
frá í fyrra jafnan haft forystu, en
fjölskyldurnar hafa haldið saman.
Þangað til leið að sumarmálum, þá
sleit samvistum milli foreldra og
unga. Um það leyti varð þess vart,
að ein fullorðna álftin var horfin úr
hópnutn er álftirnar komu til bæj-
arins. Var það annað hjónanna er
hreiður átti í fyrra í syðsta hólman-
um, sem umkringdur er á Tjarnar-
síkinu. 'Hefir sú álft sennilega far-
ist, verið skotin, eða annað orðið
henni að aldurtila.
Tveir smáhólmar hafa yerið gerð-
ir í vetur í syðri tjörninni, sunnan
við Tjarnarbrúna, en álftirnar eru
mestmegnis á suðurtjörninni á sumr-
in, haldast ekki við á nyrðri tjörn-
inni, því þar er krían þeim of ráð-
rík.
Nú fer að líða að þeim tíma, er
álftir búa sig til varps. Er nú eftir
að vita, hvort nokkuð af þessum
fleygu, fögru fuglum taka sér ból-
festu hér við Tjörnina í sumar. Ef
ekkert af þeim kemur munu margir
bæjarbúar sakna þeirra mjög.
—Mbl.
I'RA BLÖNDUÓSI 14. MAI
Aðalsýslufundur Austur-Húna-
vatnssýslu stóð yfir hér á Blönduósi
dagana 4.—9. þ. m. Rúmlega 40
erindi lágu fyrir fundinum auk
venjulegra reikninga. Tekjur og
gjöld sýslusjóðs voru áætluð kr.
19,362.77. Niðurjöfnuð sýslusjóðs-
gjöld voru 16,300 kr. Særsti gjalda-
liður áætlunarinnar er til heilbrigðis-
mála, 7,150 kr. og næsti skulda-af-
borgun 3,500 kr. Tekjur og gjöld
sýslusjóðs voru áætluð kr. 25,645.74.
Q sambandi við þá áætlun var sam-
þykt að ef verkamenn ekki fengjust
fyrir 60 til 65 aura kaup um klt. í
vor, skuli ekkert unnið að vegagerð,
en fénu þá varið til greiðslu á skuld-
um sýsluvegasjóðs við ýms vegafé-
lög.—Vísir.
AFENGISBRUGGUN
1 KEFLAVIK
Nýlega fékk Björn Blöndal bréf
þess efnis, að bruggun mundi hafa
átt sér stað í ^llan vetur í fiskimjöls-
verksmiðju í Keflavik. Einnig var
þess getið að þar mundi nú áfengi
í gerjun og ætti að vinna úr því fyr-
ir hvítasunnu. Björn fór því í
fyrradag suður í Keflavík og hafði
með sér 4 lögregluþjóna. Fyrst er
þeir komu inn í verksmiðjuna, sáu
þeir ekkert er stutt gæti grun þeirra.
En brátt fundu þeir palla tvo uppi
undir þaki. Þar fundu þeir olíu-
tunnu fulla af áfengi í gerjun. Einn-
ig fundu þeir suðupott 30 lítra. Á
öðrum stað í verksmiðjunni fundu
þeir olíuvél, sem notuð hafði verið
við suðuna. Seinast fanst tunna sú,
er notuð var við kælingu. Alt var
þetta vandlega falið með pokum og
leit í fyrstu út sem pokahrúgur
væru. Afhenti Björn málið í hend-
ur sýslumannsins i Hafnarfirði.—
Mbl. 13. maí.
FAGURT ISLENZKT
HANDBRAGÐ
Fátt íslenzkrar framleiðslu, þeirr-
ar er sýnd var í gluggum “íslenzku
vikunnar,” mun að fegurð hafa
jaínast við heimilisiðnaðinn frá
Svalbarði, er sýndur var i gluggum
Gudmann’ Efterfölgers hér á Akur-
eyri, þótt færri munu því miður hafa
tekið eftir en skyldu. Unnið höfðu
þær mæðgur frú Bertha Eíndal og
frú Helena dóttir hennar. Sérstak-
lega er vert að geta um gólfdúk
mikinn og fagran, 2^x3!/^ metrar
að stærð, al-handflosaðan, þar sem
gerð og litum var stilt í hið fegursta
samræmi. Sömuleiðis glitofna á-
breiðu eða veggtjald, skínandi fag-
urt, ofið í sama stíl og gömlu, ís-
lenzku glitáklæðin, sem einmitt um
siðustu aldamót voru að hverfa úr
sögunni, fyrir skilningsleysi lands-
manna á eigin ágæti og gleypifýsn
þeirra við mörgu útlendu fánýti.
Ennfremur var þarna ýmis smærri
flosvefnaður, en alt með sama snild-
ar handbragðinu.—Á hin útlenda
heiðurskona hinar mestu þakkir skil-
ið fyrir þessi afrek sín í þágu einn-
ar hinnar elstu og fegurstu íslenzkra
listgreina.—Dagur.
SIRA GUÐM. EINARSSON
að Mosfelli er nýlega farinh til
Hafnar til þess að sitja þar fund er
“Folkekirkeligt Filantropisk For-
bund’’ gengst fyrir. Þar koma sam-
an fulltrúar frá ýmsum löndum, til
að ræða um líknarstarfsemi allskon-
ar.
SIRA JÖSEP JÓNSSON
að Setbergi hefir nýlega verið skip-
aður prófastur í Snæfellsnesspró-
fastsdæmi.
BARNASKÓLANUM
er nú lokið að þessu sinni. 1 Mið-
bæjarskólanum voru 1,359 börn í
vetur, þar með talin börn i Skild-
inganesi (kent á tveimur stöðum) en
þau voru 80. í Austurbæjarskólan-
um var rúmlega 100 börnum fleira,
og eru þá talin með börn í skólun-
um í Sogamýri og Lauganeshverfi.
í Landakotsskólanum voru milli 150
og 160 börn. í æfingadeildum
Kennaraskólans voru um 100 börn. ,
Skólinn var.haldinn í Grænuborg og
voru þar 4 deildir, tvær undir stjórn
Steingrims Arasonar og tvær undir
stjórn ísaks Jónssonar.—Mbl. 16.
maí.
SÝSL UFUNDUR
BORGARFJARÐARSÝSLU
haldinn á Akranesi samþykti að
sýslan taki 60 þús. kr. lán erlendis
og Iáni ríkissjóði féð til þess að gera
brú á Andakílsá neðan Fossa og
leggja veg frá Skeljabrekku að Bá-
reksstöðum. Enn fremur var sam-
þykt að sýslusjóður borgi verka-
mönnum í vinnu er sýslan leggur fé
til, 60 aura kaup á klukkustund.
—Mbl. 16. maí.
TIL FORNAHVAMMS
fór Páll Sigurðsson bílstjóri með
farþegabíl nú í vikutíni. Hann segir
bílfært upp á Holtavörðuheiði svo
langt sem nýi vegurinn nær. Far-
þegar fengu hesta yfir heiðina. Ferð-
um verður haldið áfram.
KVEÐJUSAMSÆTI
Söngfélagið Geysir á Akureyri
hélt hjónunum Sigtryggi Benedkits-
syni og konu hans Margréti Jóns-
dóttur, kveðjusamsæti síðastliðinn
laugardag, með því að þau hjón
flytja nú til Siglufjarðar, og gerði
söngfélagið Sigtrygg að heiðursfé-
lagavsínum.
Mbl. 16. maí.
Verkfall í Flin Flon
námunum
Á laugardaginn var hófst verkfall
í námunum við Flin Flon, Man.
Um tólf hundruð manns hættu allri
vinnu, þegar Hudson Bay Mining
and Smelting félagið neitaði að við-
urkenna rétt Mine Workers’ Union
til að semja, fyrir hönd verkamanna,
við félagið.
Mine Workers’ Union er nýstofn-
að og segja vinnuveitendur í Flin
Flon að því sé stjórnað af komm-
únistum.
Sendinefnd frá verkamannafélag-
inu lagði fram þessar kröfur á laug-
ardagsmorguninn:
1. Að eigendur námanna viður-
kenni Mine Workers’ Union.
2. Að enginn verkamaður, sem
tilheyrir Mine Workers’ Union,
verði rekinn frá vinnu.
3. Að öllum verkamönnum, hvort
sem þeir eru vinnulausir eða ekki,
sé heimilt að ganga í verkamanna-
félög.
4. Að allir, sem mist hafi vinnu
við nátnurnar síðustu daga, séu aft-
ur teknir í þjónustu félagsins.
5. Að kaup sé ekki lækkað en sú
lækkun sem þegar hafi verið gerð,
sé numin úr gildi.
6. Að ef að slys verði í námunni,
megi ekki snerta við neinu fyr en
leiðtogar verkamannafélaganna hafi
rannsakað allar kringumstæður.
7. Að átta stunda vinnutími sé á-
kveðinn, en aukavinna betur borguð.
Mr. Green, formaður við námurn-
ar neitaði að viðurkenna Mine
'vVorkers’ Union eða að taka til
greina tillögur þess. Þá var verk-
fallið hafið.
Á sunnudaginn, þegar fréttin kom
hingað til Winnipeg lögðu nokkrir
embættismenn námufélagsins af stað
til Flin Flon, með hraðlest. Með
þeim fóru 19 menn úr riddara-lög-
reglunni.
Nokkrir menn eru enn í námun-
um til að varna skemdum á verk-
færum. Verkfallsmenn vildu ekki
leyfa að matur væri fluttur til þeirra,
og mun lögreglan eiga að sjá um, að
ekki hljótist vandræði af þessurn
deilum.
Nokkrir foringjar verkamanna-
flokksins hér í borginni hafa skorað
á Bracken forsætisráðherra að jafna
deiluna, með því að kref jast þess, að
vinnuveitendur viðurkenni tafar-
laust rétt verkamannafélagsins til að
semja fyrir hönd meðlima sinna, um
kaupgjaTd og vinnukjör. Hvað fylk-
isstjórnin gerir er enn óvíst.
Námufélagið segist reiðubúið að
semja við verkamenn sína hvern í
sínu lagi, eða jafnvel við erindreka
þeirra, séu þeir löglega kosnir af
verkamönnum sjálfum. Við Mine
Wlorkers’ Union vilja þeir ekkert
eiga.
Admiral Togo
Japanski sjóforinginn Togo lést
fyrir nokkrum dögum. Hann varð
heimsfrægur þegar. japanski flotinn
vann sinn fræga sigur á Rússum 27.
maí 1905. Togo var þá aðmíráll
japanska flotans og stjórnaði hon-
um af mestu snild, í orustunni, sem
kend er við Tsushima. Orusta þessi
er réttilega talin ein sú merkasta,
sem nokkurntíma hefir háð verið á
sjó. Upp frá þeim degi varð Japan
stórveldi. Ávalt síðan hefir Togo
verið þjóðhetja Japana og verið
næstum tilbeðinn af alþýðu þar í
landi. Síðustu árin lá hann rúm-
fastur. Krabbamein í tungunni dró
hann til dauða. Ríkið sá um út-
förina og er það sérstakt virðingar-
merki, sem sýnt er aðeins mætustu
mönnum þjóðarinnar.
Nýr flokksforingi
Framkvæmdarnefnd samveldis-
manna (Republicana) í Bandaríkj-
unum héldu fund í Chicago á dög-
unum, til að kjósa nýjan formann í
stað Everett Sanders, er sagt hefir
af sér. Fundurinn kaus Henry P.
Fletcher til leiðtoga.
Fundur þessi vakti afar mikla
eftirtekt í Bandaríkjunum, því að
framtíð flokksins þótti að miklu
leyti undir því komin að hægt væri
að sameina hin ýmsu brot og koma á
samvinnu fyrir næstu kosningar.
Innati flokksins eru mjög skift-
ar skoðanir um það hvernig beri að
skoða stefnu Roosevelts forseta.
Hinir afturhaldssamari vilja að
þingmenn flokksins beiti sér á móti
öllum ráðstöfunum forsetans. Þeir
vilja engu láta breyta frá því, sem
var, áður en Roosevelt náði völdum.
Aðrir vilja að flokkurinn styðji alla
þá löggjöf, sem skvnsamleg sýnist
vera og hjálpi þannig til að rétta við
hag landsins.
Hvorugur flokksparturinn fékk
að ráða algerlega á fundinum og
varð það að sættum að Henry P.
Fletcher var kosinn formaður nefnd-
arinnar.
Fletcher hefir fengist allmikið við
stjórnmál, og hefir skipað margar
vandasamar stöður. Hann hefir
verið sendiherra Bandaríkjanna í
Chile, Mexico og ítaliu. Fyrsta em-
bætti hans í þjónustu ríkisins var
skrifara embætti við hendiherra-
deildina í Cuba, árið 1902. Hann
hefir jafnan verið talinn leiðitamur
flokksmaður. Hér fyr á árum, þeg-
ar Boies Penrose, senator, réði lof-
um og lögum í Pennsylvania ríki,
sótti Fletcher jafnan leyfi til hans,
áður en hann gerði nokkrar ákveðn-
ar ákvarðanir i stjórnmálum eða tók
við nokkrum embættum, eftir þvi
sem hann sjálfur segir. Fletcher er
fæddur í Pennsylvania og ólst þar
upp.
Vinstri menn innan flokksins eru
fremur óánægðir með valið og álíta
Fletcher of hlyntan auðvaldinu. Þeir
hefðu fremur kosið einhvern rót-
tækari mann úr Vesturríkjunum.
Samt eru flestir republikanar á-
nægðir og vænta hins bezta af hin-
um nýja leiðtoga, sem er glæsimenni
í framkomu og góðum gáfum gædd-
ur.
Jarðskálftar á íslandi
Skeyti frá Reykjavík til blaðsins
Chicago Tribune, dagsett 4. júní,
gerir meira úr jarðskjálftununi við
Eyjafjörð, heldur en Associated
Press, sem fréttina sendi til Winni-
peg blaðanna um daginn.
Eftir Tribune fréttinni að dæma
hefir þegar orðið stórtjón af jarð-
skjálftunum, alt að því miljón króna
skaði og fleiri hundruð hús hafa
hrunið eða skekst. í einu þorpi voru
kðeitis 4 hús af 50, sem ekki hrundu,
og kirkjan færðist af grunni, nokk-
ur fet.
Engir menn hafa rneiðst, því allir
á þessu svæði hafa flutt sig úr hús-
um og búa nú í tjöldum.
Mestur skaði hefir orðið í þorp-
inu Dalvik og þar í grenditíni.
Bretar auka loftflotann
Bretar hafa lengi verið smeykir
við hinn öfluga flugher Frakka og
Þjóðverja. Nú er í ráði að bæta
600 loftskipum við breska flugliðið,
og verða þá Englendingar jafn
sterkir Frökkum á þessu sviði. Það
verða um fimm ár þangað til allar
þessar flugvélar verða fullgerðar.
Nú er vonlaust um að stórveldin
fáist til þess að minka herútbúnað
og liggur því ekki annað fyrir en að
hver þjóð sjái um sig, eftir því sem
efni leyfa.
Kosningar
Næsta þriðjudag, 19. júni, verð-
ur gengið til kosninga í Saskatche-
wan og Ontario. Kosningabardag-
inn hefir verið bitur og er ómögulegt
að segja hver úrslitin verða.
Þrír flokkar sækjast nú eftir völd-
unum. Tala þingmanna í Saskat-
chewan hefir verið lækkuð úr 63
ofan í 55. Frjálslyndi flokkurinn
hefir menn í kjöri í öllum kjördæm-
unum og C.C.F. flokkurinn að lík-
ingum einnig. Sama er að segja
um íhaldsflokkinn. Kosningar í
Athabasca kjördæminu fara fram
24. júlí.
í Ontario er baráttan á milli
gömlu flokkanna tveggja. C.C.F.
kemur varla nema örfáum mönnum
á þing, eftir þvi sem kunnugir menn
segja.
Atkvæðagreiðsla Literary
Digeát
Eins og minst var á hér í blaðinu
fyrir nokkrum vikurn b;i hefir stór-
blaðið Literary Digest rekist á hend-
ur að komast eftir því hvað vin-
sældir Roosevelts forseta séu mikl-
ar þar i landi. Þetta er gert með
því að senda atkvæðaseðla út um alt
lancl og eru þeir, sem seðlana fá,
beðnir að svara tveimur spurning-
um. 1. Hvort þeir séu hlyntir stefnu
Roosevelts og, 2. með hverjum þeir
hafi greitt atkvæði 1932.
Nú eru komnir aftur til blaðsins
625,920 miðar, frá 25 ríkjum. Af
þessari tölu eru 370,491 með Roose-
velt og 255,429 á móti. Öll rikin,
jienia tvö, \’ermont og Maine, gefa
Roosevelt meirihluta atkvæða. Mest-
um vinsældum á hann að fagna í
Texas, eftir þessari atkvæðagreiðslu
að dæma. Þar fær hann 5,187 at-
kvæði af 6,583. I Pennsylvania,
Ohio o£ öðrum iðnaðarríkjum hefir
fylgi Roosevelts aukist talsvert frá
þvi 1932. í Nebraska og Iowa, þar
sem ókyrð er á bændum, hafa vin-
sældir hans minkað töluvert.
Enn eru engin atkvæði komin frá
Dakotarikjunum, en í Minnesota
hefir Roosevelt þegar fengið 4,365
atkvæði með sér, en 2,343 á móti.
Ekki er nema lítill hluti allra at-
kvæðaseðla, sem sendir voru, komn-
ir til baka og eiga þessar tölur ef til
vill eftir að breytast eitthvað. Þá
þarf ekki að taka það fram að at-
kvæðagreiðsla þessi hefir ekkert
gildi annað en það að sýna all-glögg-
lega hvernig hugur fólks er yfirleitt
til Roosevelts.
Fróðlegt er í þessu sambandi að
geta þess að nemendum við stærstu
háskóla Bandaríkjanna voru einnig
sendir atkvæðaseðlar. Flestir nem-
endur við Harvard og Yale háskól-
ana mörkuðu þá og sendu aftur um
hæl. Við Harvard eru 1,083 me®
stefnu Roosevelts og 639 á móti.
Við Yale eru 973 með, en 640 á
móti. Þetta er mjög eftirtektarvert
þvi að svipuð atkvæðagreiðsla 1932
leiddi í ljós að yfirgnæfandi meiri-
hluti námsmanna við þessa háskóla
voru þá með Hoover. Þannig féllu
atkvæði 1932: Við Harvard: Hover
1,741; Roosevelt 620; Thomas
(sósíalisti) 484. Við Yale: Hoover
1,416) Roosevelt 370; Thomas 347.
Yirtist þetta benda til þess að
yngri mentamenn séu að fallast á
stefnu forsetans.
Alsherjar atkvæðagreiðslan sýnir,
nú sem stendur, að næstum 20% af
þeim, sem Roosevelt kusu 1932 hafa
nú snúist á móti honum. Aftur á
móti hafa 34.52% af þeim, sem þá
greiddu atkvæði með Hoover, nú
skift um skoðun.
Skýrslur eru nýkomnar út um út-
flutning Japana og hefir útflutning-
ur verið 20% meiri en á sama tíma
í fyrra. — Innflutningur Japana á
sama tima hafði aukist um 8%.
Cuba sjálfstætt ríki
Öldungaráð Bandaríkjanna hefir
nýlega numið úr gildi Platt-Iögin
svonefndu, sem veittu Bandaríkjun-
jum vald til að skera úr öllum deilu-
málum eyjarskekkja, ef þeim bauð
svo við að horfa. Platt-lögin hafa
verið í gildi síðan árið 1902. Þegar
þingið í Cuba hefir formlega sam-
þykt breytingu þessa, verður þjóðin
algerlega frjáls.
I mörg ár hefir eyjarskekkjum
verið meinlega við afskifti Banda-
ríkjanna af sérmálum sínum. All- ,
oft hafa herskip verið send til eyj-
anna, til að bæla niður uppreisnir,
og álita margir að bandaríska stjórn-
in hafi stundum styrkt þá forseta
cil valda á eyjunum, sem bezt hefir
verið trúað til að gæta hagsmuna
stærri þjóðarinnar.
Nú er Bandaríkjunum ekki leng-
ur heimilt að senda herskip til Cuba,
né heldur að skifta sér af fjármál-
um hennar.
Kunnugir menn ætla að stjórn
Mendieta forseta sé nú orðin föst í
sessi og muni í framtíðinni takast að
koma á reglu í landinu, þótt enn séu
miklir erfiðleikar framundan.
Nikkel
Nikkelnámurnar í Sudbury og
Falconbridge eru nú óðum að auka
framleiðslu sína til að mæta eftir-
spurn, sem stöðugt fer vaxandi.
Stjórnarskýrslur sýna að í apríl-
mánuði var nikkel framleiðsla í
Canada 12,924,418 pund, og er það
meira en nokkurntíma hefir verið
framleitt hér í landi, á einum mán-
uði, að undanskildum nóvember
1929. ,
Allir vita að eftirspurnin eftir
málmi þessum stafar aðallega af því
að allar stórþjóðirnar eru nú að
hervæðast, en nikkel er rnikið notað
við framleiðslu skotfæra og vopna.
Þingmenn í Ottawa skilja þetta
mjög vel en geta ekki aðgert. Jafn-
vel þótt bannað væri að selja nikkel
út úr landinu, myndi það ekki koma
í veg fyrir aukna vopnaframleiðslu.
I stað nikkels má nota ýmsa málm-
blendinga aðra, þótt slíkt yrði kostn-
aðarmeira.
, Vinnur nýtt met
Karl Guðmundson frá Engle-
wood, Calif., setti nýtt met í fót-
knattleik sinum í Berkeley, Cal.,
laugardaginn hinn 26. maí s. 1., með
þvi að kasta hnettinum 203 fet jyí
þuml. Að þessum mikla vinning af
stöðnum var hann sæmdur stórri
gull-medalíu og meira af þar við-
eigandi heiðri.
Þessi ungi, efnilegi maður er að-
eins 18 ára, yngsti sonur Bjarna
smiðs Guðmunssonar og konu hans
Inigbjargar Jónsdóttur, er áður fyr
bjuggu í Winnipeg og síðar í Foam
Lake, Sask., Canada. Þau búa nú
í stórum bæ, er nefnist Englewood,
rétt utan til við Los Angeles, Cal.
Eg sendi hér með Lögbergi úrklippu
úr einu af dagblöðunum hér, og færi
gjarnan betur á að þýða hana, ef rit-
stjórinn vildi heldur gera það, en
að birta mína frásögn. Þá má geta
þess til skýringar að unglingur þessi
er 6 fet 2 þuml. á hæð, kraftagóður
og snar, með góðmannlegan og
traustverðan svip. Hann er nýút-
skrifaður af miðskóla, en hefir nú
þegar fengið tilboð um frítt nám-
skeið á “university”, og ef til vill
fleiri tækifæri til auðs og frama.
Karl fer heldur ekkert dult með
að hann sé íslendingur, frekar en
foreldrar hans, og er það því meiri
ástæða fyrir alla íslendinga að sam-
gieðjast yfir þessum markverða sigri
þessa unga manns.
Erl. Johnson.