Lögberg - 05.07.1934, Side 1
47. ARGANGUR , • WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. JÚLl 1934
NÚMER 27
FRÁ ÍSLANDI
ÁAKUREYRI
voru bygS 38 hús á síðastliÖnu ári,
fyrir 540 þús. kr. Af þeim voru 28
ætlwð til íbúSar. Á fsafirði voru
bygð 10 hús fyrir um 170 þús. kr.
HOSABYGGINGAR
I REYKJAVlK
Á síðastliðnu ári voru bygÖ 146
hús i Reykjavík fyrir samtals 5 milj.
kr. og er það 11/2 milj. kr. meira en
1932. Eftir notkun flokkast húsin
þannig: 107 íbúðarhús, 6 skrifstofu-
og verzlunarhús, 12 verksmiðjur og
vinnustofur, 1 sjúkrahús og 20
gripahús, geymsluhús o. þvl. f hús-
um þessum eru alls 204 íbúÖir.—
N. dagbl. 12. júní.
ÞÓRIR IAKOBSSON frá Hólum í
Reykjadal í Þingeyjarsýslu, hafÖi
um 12 ára skeið dvalið í Ameríku
og kynt sér þar nýjustu framfarir
og nýjungar í byggingarlist. Kom
hann hingað heim aftur fyrir ári.
f félagi við Hallgrím Benediktsson
og Co., hefir hann gerst frumkvöð-
ull að því, að firmað hefir látið
steypa hellur, sem sýna hvernig nýj-
ustu og vönduðustu hús vestan hafs
eru gerð að utan. Er þetta nýjung,
sem húsasmiðir hér ættu að athuga.
—Mbl. 31. maí.
NÝ SILDAROLIUVERK-
SMIÐJA A NORÐEIRÐI
Norðfirði 9. júní.
Síldaroliuverksmiðja er nú í bygg-
ingu hér á Norðfirði, í sambandi við
mjölverksmiðju bæjarins. Verk-
smiðjubyggingin sjálf er gerð úr
járni, en sildarþróin, sem tekur þrjú
þúsund mál, úr járnbentri stein-
steypu. Er nú lokið byggingu verk-
smiðjuhússins, en þróin verður bráð-
um fullgerð. Nú er verið að setja
vélarnar niður, og verður verk-
smiðjan tilbúin í byrjun júlímánað-
ar. Umsjón með verkinu hefir Árni
Daníelsson verkfræðingur, sem
einnig hefir teiknað þróna, og gert
áætlanir.—N. dagbl.
DANARFREGN
Sigurbjörn Einarsson, faðir
Björns gjaldkera á Selfossi og
þeirra systkina, andaðist á Selfossi
3. þ. m. Sigurbjörn bjó á yngri ár-
um í Þingeyjarsýslu og fluttist það-
an til Akureyrar til að eiga hægra
með að veita börnum sínum skóla-
göngu. Sigurbjörn heitinn var
myndarmáður hinn mesti, þrekmik-
ill og vinsæll. Lík hans verður flutt
norður til Akureyrar og jarðsett þar.
—N. dagbl. 7. júní.
AFLABRÖGÐ eru litil á Akur-
eyri um þessar mundir og mun valda
skortur á beitu. Sunnienskir togar-
ar hafa lagt afla sinn þar á land
undanfarna daga og hafa þeir Páll
Einarsson og Sverrir Ragnars tekið
fiskinn til verkunar.
DRENGUR DRUKNAR
Akureyri, 5. júní.
Síðastliðinn sunnudag var bónd-
inn á Björk í Sölvadal, Kári Guð-
mundsson, á leið til næsta bæjar,
ríðandi. Reiddi hann fyrir framan
sig dreng sinn, 9 ára. Leið þeirra lá
yfir Hlífá, sem venjulega er sem
lækur, en nú er í vexti. f ánni reis
hesturinn upp og prjónaði og runnu
þá feðgarnir aftur af og féllu í ána.
Rotaðist Kári í ánni og varð við-
skila við drenginn. Hann kom þó
brátt til sjálfs sín aftur, og hafði
þá stöðvast á steini í ánni, en dreng-
urinn var horfinn.
Kári var nokkuð meiddur á höfði,
og var fluttur á sjúkrahús Akur-
eyrar.—Steingrímur læknir telur þó
meiðslið ekki hættulegt.
Lík drengsins fanst í gær i Núpá,
sem Hlífá rennur í.
LEIÐANGUR DR. NIELSENS
Eftir heimkomu dr. Niels Nielsen
eru dönsku blöðin full af frásögn-
um'um Vatnajökulsleiðangur hans.
Dr. Nielsen segir þar, að hvergi í
heimi muni hægt að rannsaka sér-
kenni eldgosa eins og þar. Hann
tekur það og sérstaklega fram, að í
þessum merkilega leiðangri hafi þá
leiðangursmenn aldrei skort neitt,
og að bæði Danir og íslendingar hafi
veitt alla þá hjálp, sem hægt var að
veita og sýnt hinn fylsta skilning á
tilgangi leiðangursins.
HROÐAVÖXTUR I AM
1 SKAGAFIRÐI Mbl. 6. júní.
Hitabylgja hefir gengið yfir
Norðurland undanfarna daga og
valdið gríðarmiklum vatnavöxtum,
sérstaklega í Skagafirði. Byrjuðu
þessir vatnavextir í fyrramorgun og
kom þá svo mikið hlaup i Héraðs-
vötn að annað eins hefir ekki komið
síðan árið 1925. Er þetta hlaup þó
talið heldur minna en þá og byrjaði
að fjara nokkuð um hádegi í gær.
Héraðsvötnin flæddu yfir alt lág-
lendi og var frá Sauðárkróki að sjá
í gær eins og einn f jörð yfir Hólm-
inn og láglendið alt niður á Borgar-
sand. Byrjuðu hlaupin yfir lág-
lendið nokkru fyrir framan Héraðs-
vatnabrúna hjá Völlum. Hafa þau
sumsstaðar brotið skarð í þjóðveg-
inn.
Dalsá í Djúpadal yfirgaf farveg
sinn og flæðir nú yfir viðlendar eyr-
ar þar sem hún kemur fram úr
gljúfrafarveg sínum um dalinn.
f fyrrakvöld var flokkur vega-
gerðamanna fluttur til Hegraness,
og átti að hefja vinnu við veg fyrir
austan nesið. En það reyndist ó-
gerningur vegna flóðsins.
Hofsá hljóp í skurð rafveitunnar
á Hofsósi og olli þar talsverðum
skemdum á rafveitunni. Um aðrar
eða meiri skemdir af völdum vatna-
vaxtanna er enn ekki vitað.—
DÓMUR var upp kveðinn í Hæsta-
rétti í gær í máli því, er réttvísin og
valdstjórnin höfðaði gegn Einari M.
Einarssyni, fyrrum skipherra á Ægi.
Mál þetta var, sem kunnugt er, höfð-
að vegna margvíslegra misfellna,
sem urðu hjá Einari í sambandi við
töku togarans Belgaum um árið.
Dómur Hæstaréttar var á þá leið, að
öll málsmeðferð fyrir undirrétti var
ónýtt, þar eð rannsókn málsins þótti
ekki nægilega ítarleg.—Mbl. 7. júní.
FISKAFLINN A ÖLLU
LANDINU 1. JÖNI
Samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins
hefir fiskaflinn á öllu landinu hinn
1. júní verið 53,619,920 kg. miðað
við fullverkaðan fisk. Er það rúm-
lega 4 milj. kg. minna en á sama tíma
í fyrra. en talsvert meira en næstu
tvö árin þar á undan.
f öllum landsfjórðungum hefir
aflinn orðið minni á þessu ári heldur
en í fyrra, en á nokkrum veiðistöðv-
um talsvert meiri, einkum í Vest-
mannaeyjum. Þar er aflinn nú 2
milj. kg. meiri en í fyrra.
í öðrum verstöðvum hér sunnan-
lands hefir afli orðið meiri nú en í
fyrra á Stokkseyri, Eyrarbakka,
Höfnum, Sandgerði, Garði og Leiru.
Hafnarfirði, Akranesi. í verstöðv-
unum á Snæfellsnesi hefir afli orðið
minni en í fyrra, sérstaklega á Stapa.
Þar munar um nær helming. —
Mbl. 6. júní.
MANNSLAT. Nýlátinn er Kristján
Jónsson fvrrum bóndi á Krumshól-
um í Mýrasýslu, faðir Sigurjóns,
sem þar býr nú. Hann var fæddur
1842 og var því kominn á 10. áratug-
inn. Kristján var hraustur dugnað-
armaður, en hafði verið rúmfastur
nú á annað ár og var þá farin að
förlast heyrn og sjón.—N. dagbl.
15. júni.
SVANHVIT JÓHANNESSON,
LL.B.
Hún er dóttir Dr. Sig. Júl. Jó-
hannessonar og konu hans. Hún út-
skrifaðist í lögfræði síðastliðið ár
með heiðurseinkunn og var henni
veitt málaflutningsleyfi (called to
the Bar) 26. júní.
Meðan hún stundaði lögfræðis-
nám var hún stöðugt hjá Hon. E. J.
McMurray and C. T. Greschuk;
hefir hún nú byrjað lögfræðisstörf í
skrifstofu þeirra.
Brownlee segir af sér
Hon. J. E. Brownlee, stjórnar-
formaður Albertafylkis hefir sagt
lausu embætti sínu. Talið er líklegt
að Hon. George’Hoadley, heilbrigð-
ismálaráðgjafi, verði eftirmaður
hans.
Á laugardaginn var kveðinn upp
dómur í máli því, sem ung stúlka.
Vivian MacMillan frá Edson, Alta..
höfðaði gegn stjórnarformanninum.
Hún bar það fyrir rétti að Brown-
leé hefði dregið sig á tálar, og krafð-
ist skaðabóta. Stúlka þessi vann i
tvö ár á skrifstofu dómsmálaráðu-
neytis Alberta í Edmonton, og kvað
hún Brownlee hafa gint sig að
heiman, og útvegað sér þetta starf,
svo að hann ætti hægar með að koma
fram áformi sínu. Brownlec neitaði
þessu, en kviðdómurinn dæmdi
stúlkunni $10.000 í skaðabætur og
föður hennar, sem einnig lögsótti
Brownlee, $5:000. Ives, yfirréttar-
dómari, neitaði að staðfesta dóminn
og er það sjaldgæft að úrskurðut
kviðdóms sé ekki tekinn gildur í
svona málum. Eflaust verður mál-
inu skotið til áfríjunarréttar.
Brownlee hefir gegnt stjórnarfor-
mannsstöðu í Alberta síðan I925> °&
hefir jafnan þótt hinn ágætasti mað-
ur og miklum gáfum gæddur.
Hneykslismál þetta hefir valdið
miklu umtali.
Doktors-nafnbót
Eftirfylgjandi bréf var oss sent af
Th. Thorvaldson, prófesor við Sas-
katchewan háskólann. Blaðið kann
honum beztu þakkir fyrir.
Herra ritstjóri Lögbergs:
Mér datt í hug að Lögberg myndi
máske vilja geta þess að 18. þ. m.
veitti Wisconsin háskóli landa okk-
ar Thomas Jóhann Árnason, syni
Thordar Árnasonar og Sigurrósar
konu hans að Mozart, Saskatchewan,
doktorsstig í heimspeki (Ph. D.)
Dr. Árnason útskrifaðist frá Sas-
katchewan háskóla sem sérfræðing-
ur í líffræði (Biology) vorið 1931,
og var veitt meistarastig (M. Sc.)
af sama skóla vorið 1932. Sama ár
veitti Wisconsin háskóli honum
námsstyrk (Fellowship) og eftir
tveggja ára starf þar var honum
veitt doktorsstigið. Sérfag Dr.
Árnasonar er Gctietics og doktors-
ritgerð hans fjallaði um: Cyto-
genetics of hybrids betzveen Zco
mays and Euchlaena mexicana.
Vinsamlegast,
Thorbergur Thorvaldson.
Newton lögregluáljóri faer
lausn frá embætti
VandrœSi í Þýskalandi
Chris. H. Newton, lögreglustjóri
í Winnipeg, sagði lausu embætti
sínu á miðvikudaginn í fyrri viku.
Hann hafði þá verið í þjónustu lög-
reglunnar hér í 31 ár og lögreglu-
stjóri í 15 ár. Hann þótti duglegur
maður og var mikils metinn jafnt
utan lands sem innan. Undir stjórn
hans hefir lögreglulið þessarar borg-
ar fengið á sig afbragðs orð.
Úrsmiður nokkur hér í borg, Jo-
seph Erlicky að nafni, höfðaði mál
á móti lögreglustjóranum fyrir
skömmu; átti lögreglustjórinn að
hafa barið úrsmiðinn, er þeim varð
sundurorða á götum borgarinnar
seint á laugardagskveldið 2. júní s. 1.
Málið hefir ekki verið útkljáð enn.
G. St. L. Stubbs, fyrrum dómari,
sótti málið fyrir Erlicky, en nú hef-
ir hann fengið annan lögmann. Lík-
lega verður sáttum komið á i mál-
inu, og kemur þá ekki til réttar-
rannsóknar.
Mál þeta mún hafa orsakað það,
að einhverju leyti, að Newton sagði
af sér.
Eftirmaður hans hefir ekki verið
útnefndur en á meðan gegnir George
Smith, yfirmaður leynilögreglu-
deildarinnar, embættinu.
EftirlaunNewtons verða um $250
til $275 á mánuði, en fult kaup fær
hann til 1. janúar 1935, því uppsögn
hans er miðuð við þann dag. Hann
gegnir samt ekki neinum embættis-
störfum lengur.
Sambandsþingi slitið
Sambandsþinginu var slitið á
þriðjudagskveldið; það hefir setið
Sl/2 mánuð og mikið starfað.
Helstu mál, sem afgreidd hafa
verið eru lögin um stofnun söluráðs,
nýju bankalögin (stofnun mið-
banka), lögin um látveitingar til
bænda og lögin um hveitiflutninga
á Stórvötnunum, og breytingar á
kosningalögunum.
Reynt var á síðustu stundu að fá
stjórnina til að skipa konunglega
rannsóknarnefnd. til að komast fyrir
orsakir vandræðanna í Kingston
fangelsinu. Það fékst ekki. Stevens-
nefndin mun halda áfram sem kon-
unglcg neínd því verki hennar er
enn ekki lokið.
Nýmæli þótti það, að stjórnin
svifti Doukhobors kosningarrétti.
Talsmenn stjómarinnar segja að
Doukhobors hafi viljað þetta sjálfir,
en aðrir segja að þeir hafi það helzt
til saka unnið að greiða jafnan at-
kvæði með þingmönnum frjálslynda
flokksins.
Verkfallið í Flin Flon
Ekki er verkfallinu í Flin Elon
námunum enn lokið, og verður út-
litið stöðugt ískyggilegra. Á laug-
ardaginn var urðu slagsmál, þegar
nokkrir verkfallsmenn géngu úr
verkamannafélaginu og vildu fá að
byrja á vinnu sinni aftur. Þetta
tókst ekki, þvi að hinir munu vera
í meirihluta, enn sem komið er.
Riddaralögreglan réði ekki við neitt,
enda var hún þar liðfá. Bæjarráð-
ið hefir nú skorað á fylkisstjórnina,
að senda fleiri lögreglumenn þang-
að, og á þriðjudag voru 14 menn
sendir í flugvél þangað norður. Um
sama leyti fóru 34 lögreglumenn frá
Regina. Alls eru þar nú um 100
lögreglumenn.
Mr. Jónas Pálsson hefir nýlega
fengið yfirkennara embætti við
hljómfræðadeild Columbian háskól-
ans í New Westminster, B.*'C. Blöð
þaðan að vestan fara lofsamlegum
orðum um hæfileika þessa landa
vors. Jónas Pálson var i mörg ár
hljómlistarkennari hér í borg.
Um síðustu helgi var róstusamt í
Þýskalandi. I nokkrar vikur hefir
borið talsvert á mótþróa þar i landi,
gegn stjórn Hitlers, og gerðusf
nokkrir menn svo djarfir að láta
óánægju sina i ljós opinberlega. Sá
sem reið á vaðið var vísi-kanzlari
von Papen. Hann hélt ræðu þann
17. júni s. 1., þar sem hann ávítaði
Hitler og þá liðsmenn hans, sem
mest ofstæki hafa sýnt í því að kæfa
allar mótbárur andstæðinga, hvað
skynsamlegar sem þær hafa verið.
Þótti mörgum von Papen djarf-
mæltur og óttuðust um f ramtið hans,
en Hitler lét sér nægja. að leggja
bann við því að ræða þessi væri birt
í þýskum blöðum.
Svo liðu nokkrir dagar og varð
skjótt sýnilegt að skoðanir manna
innan Nazista-flokksins voru orðn-
ar mjög skiftar. Hægri armur
flokksins með von Papen og
Schleicher í broddi fylkingar, heimt-
uðu meiri réttindi fyrir trúmála-
flokka, sérstaklega kaþólska, innan
ríkisins. Einnig gáfu þeir í skyn,
að þjóðin myndi taka því vel ef að
einhver prinsinn af Hohenzollern
ættinni væri tekinn til keisara.
Vinstri mönnum, aftur á móti, fanst
að Hitler vera af fylgitamur auð-
valdinu og gerði lítið til að hnekkja
valdi þess. Svo mikið kvað að þess-
ari óánægju að ýmsir spáðu því að
stór breyting yrði á stefnu flokksins
og að Hitler yrði jafnvel vikið frá.
Á laugardaginn var ákvað þvska
stjórnin að hreinsa til innan f’okks-
ins. Nokkrar deildir rikishersins
voru kallaðar út og einnig lögregl-
an í Berlín. Eftir nokkrar klukku-
stundir var búið að handsama helztu
forsprakka stormliða og þá aðra,
sem grunur var á. Foringi storm-
sveitanna, Ernst Roehm kafteinn,
var sviftur embætti og framdi sjálfs-
morð nokkru seinna. (Síðustu frétt-
ir telja líklegra að hann hafi verið
drepinn). Roehn var einn af hin-
Kirkjuþingið
í síðasta blaði var lítillega minst
á gerðir kirkjuþingsins, sem hald-
ið var í Selkirk dagana 22.-26. júní.
Embættismenn kirkjufélagsins
verða þeir sömu og verið hefir:
Séra K. K. Ólafson, forseti; séra
Jóhann Bjarnason, skrifari; og Mr.
S. O. Bijerring fáhirðir. Vara-
menn eru þeir sömu og áður.
Framkvæmdarnefnd var endurkosin
nema hvað séra Theodore Sigurðs-
son kemur í stað Árna Eggertsonar.
Helsta mál á dagskrá var skóla-
málið. Niðurstaðan í því máli varð
sú að skólanefndinni var falið að
sjá um starfrækslu skólans næsta
ár. Ef hún sér sér fært, á að halda
skólanum opnum næsta ár. Annars
á nefndin að selja eignina, svo fram-
arlega, sem hægt verður með því
móti að mæta öllum skuldum, sem
nú hvíla á eignum skólans. Skatt-
ar hafa ekki verið borgaðir í nokk-
ur ár og nemur sú upphæð nú $2400.
Til að hægt væri að bjarga eigninni,
fekk skólanefndin 600 dollara lán
úr heiðingjatrúboðssjóði, og skal
það lán borgað eins fljótt og mögu-
legt er. Á þinginu fengust loforð
til skólans, sem námu rúmlega
tveimur þriðju af þessari upphæð.
Þá var nefndinni leyft að veðsetja
skólaeignina í annað sinn, ef því yrði
við komið. Nú þegar mun hún veð-
sett á 5,000 dollara, eða þar um bil.
Mme. Marie Curie, sú sem fann
radium og tvisvar hlaut Nobelsverð-
launin fyrir vísindastarf sitt, dó á
miðvikudagsmorguninn 4. júli á
heilsuhæli í Valence á Frakklandi.
Hún var 67 ára að aldri, fædd í
Warsaw á Póllandi 7. nóv. 1867.
um róttækustu mönnum í Nazista-
flokknum og aldavinur Hitlers. Þá
var von Schleicher hershofðifigi,
fyrrum kanzlari, skotinn til dauðs
ásamt konu sinni. Hann á að hafa
sýnt mótþróa, þegar lögreglan í
Berlín ætlaði að handtaka hann.
Þessu hélt áfram allan laugardag-
inn og fram yfir helgina. Þá höfðu
fleiri hundruð menn verið teknir af
lífi, eftir því sem blöðin hér segja.
Flestir voru þeir liðsforingjar í
storm-sveitum Nazista, en þar segir
stjórnin að vandræðin hafi byrjað.
Allan mánudaginn voru herdeildir á
ferðinni í Berlín. Herskálar storm-
sveitanna voru umkringdir og grun-
aðir menn handteknir. Elestir voru
kallaðir fyrir herrétt og gefnar þrjár
mínútur til að færa fram vörn í mál-
um sínum. Siðan voru þeir teknir
og líflátnir, en bumbur barðar á
meðan, svo að skotin heyrðust ekki.
Von Papen var tekinn og settur í
gæzluvarðhald, en var fljótlega slept
aftur. Hindenburg forseti mun
hafa óttast um vin sinn og skipaði
svo fyrir að ríkisherinn bæri ábyrgð
á því að hann sakaði ekki. Annars
er sagt að forsetinn sé samþykkur
þeim ráðstöfunum, sem Hitler hefir
gert til að bæla niður allan mótþróa
í flokki Nazista.
Hermann Wilhelm Goering, for-
sætisráðherra Prússlands og hægri
hönd Hitlers, hefir gefið hernum og
lögreglunni allar skipanir, og ber því
ábyrgðina á gerðum þeirra.
Sagt er að von Papen missi vísi-
kanzlara embættið, og fer það þá til
Goerings. í stað Roehms hefir
Victor Lutze verið skipaður yfir-
foringi stormsveitanna.
Á þriðjudaginn var alt með kyrr-
um kjörum í Berlín og öðrum stór-
borgum Þýskalands og Hitler fast-
ari í sess en nokkurn tíma áður.
Samt halda margir að vandræði hans
séu nú fyrst að byrja, og spá því,
að borgarastríð sé fyrir dyrum.
Jarðskjálftarnir halda
áfram
Dalvík, sunnudag.
Jarðskálftarnir halda hér áfram.
Á laugardagskvöld komu hér tveir
kippir; á sunnudagsnótt einn, og
enn einn á sunudagsmorgun.
Gísli Jónsson fyrv. sýslunefndar-
maður að Hofi í Svarfaðardal er
hér staddur. Hann hefir verið við
skoðunargerð á jarðskjálftasvæðinu
í Svarfaðardal undanfarna daga.
Hann segir að allir bæir í Svarfað-
ardal, fram að Urðum að vestan-
verðu og Syðra-Hvarfi að austan-
verðu séu meira og minna skemdir.
En þó hafa peningshús og hlöður
yfirleitt orðið fyrir meiri skemdum
en sjálf bæjarhúsin. Á þessu svæði
eru um 35 bæir.
Sketndir á Litla-Árskógsandi.
Þá segir ennfremur í þessari Dal-
víkurfregn að nokkur býli við Litla-
Árskógsand hafi skemst mjög í
jarðskjálftunum.
Á Látrarströnd urðu og meiri
skemdir, en fréttist um í byrjun.
Og á Grenivík er sláturhús Kaup-
félags Eyfirðinga almikið skemt.
Snarpir kippir í gœrkvöldi.
í Svarfaðardal og á Dalvík var
fólk farið að vona að nú væri jarð-
skjálftunum lokið. Voru margir,
sem hingað til hafa sofið i tiöldum
farnir að hugsa um að flytja í húsin
aftur.
En í gærkvöld kl. 7 kom snarpur
kippur og annar kl. 10 mínútur yfir
8. Svo nú varð fólk óttaslegið að
nýju á jarðskjálftasvæðinu.—Mbl.
12. júní.