Lögberg - 12.07.1934, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLl 1934
Fimtugaála ársþing
Hins evangeliska lúterska kirkjufélags
íslendinga í Veáturheimi
Haldið í Selkirk, Manitoba, 22. til 26. júní 1934
Sumum eru auðveldar þær léttu vonir, sem alt af gera sér í
hugarlund að þetta eða hitt ráðið, sem mælt er með eða reyna á,
muni færa skyndilegan bata, svipað og skrumauglýsingar um
margan lífs-elexírinn lofa allra meina bót eftir nokkrar inntökur.
Stundum verður trúin á þessi ráð mjög ofstækiskend og óþolin-
móð gagnvart öllu, sem henni hefir samþýðst. Ekki sízt leiðir til
vandkvæða þegar það tefst að eitthvert ráðið megi reyna, eða þau
rekast hvort á annað. Verða þá herbrestir og hamfarir miklar, en
sjaldnast hefir sá gnýr, sem þannig myndast, eins örfandi áhrif á
hugsun eins og á tilfinningar. Er þar sú íkveikja, sem oft verður
óviðráðanleg og getur auðveldlega haft í för með sér að síðari
villan verði verri en sú fyrri, því meir sem þjakar að fólki, þvi
meiri hætta að gripið verði til örþrifaráða. Veita þau þóoft ekki
annan léttir í bili en að veita framrás gremju og heift, er hvorki
stjórnast af hvggindum eða heilbrigði. Getur þannig orðið skamt
öfganna milli—öfga, vonar og vægðarleysis.
Öðrum er ekki töm auðveld von; þeir sjá of glögt, eða finst þeir
sjá, hve margþætt er það böl, sem við er að stríða; þeir geta ekki
verið auðtrúa á að nokkuð, sem í hasti verður að gleipa, reynist
einhlitt. Þegar verst fer fyrir þeim, er á þessa sveif hallast, lenda
þeir í örvinglan og vonleysi, þeim finst gjarnan lífið eina og lifið
alt hvíla einvörðungu á ytri kjörum. Hallist þau að mun er ekk-
ert framundan nema ægi-myrkur og ekkert inni fyrir er veiti frið.
Á þessu hefir ekki litið borið í þeim ástæðum, sem eru fyrir hendi.
Þegar betur fer fyrir þeim, sefn ekki hallast að auðveldri
bjartsýni, getur afstaða þeirra leitt til ítarlegrar yfirvegunar og
orsakaleitar, sem veitir bæði jafnvægi og styrk. Þeim er ljóst að
góðar hvatir og_ góður tilgangur nægir ekki til að ráða fram úr
öngþveiti mannlegs lifs. Samfara því þurfi að vera djúpsæ þekk-
ing, róttæk hugsun og vizka. Stundum leiðir þetta til svo hæg-
látrar ihaldssemi, að erfitt er að greina það frá því að sætta sig
við alt eins og það er. En það er dauð kyrstaða, sem mjög fær
á þá, að vonum, er umbætur þrá og þeirra er þörf. Aftur á móti
getur varkárni þeirra er seinir eru til að gína við fljótri og auð-
veldri úrlausn, leitt til þess að glöggva verulega leiðina er ein getur-
verulega gefið vonir um bót.
Á milli þessara hneigða er svo að finna óteljandi afstöður,
sem ýmist hallast á aðra sveifina eða hina. Ástæður lífsins setja
mót sitt all-ákveðið á viðhorf manna og skoðun. Það er sitthvað
um að tala eða í að komast. Þegar að kreppir fyrir mönnum
sjálfum, sjá menn gjarnan margt i öðru ljósi, en þegar alt lék í
lyndi. Við mennirnir virðumst þeim annmörkum háðir, að geta
sjaldan þekt það, sem aðra áhrærir jafn glögt og það, er beint
snertir okkur sjálfa. Sú margvíslega reynsla er menn nú hafa
orðið fyrir er líka að setja mót sitt mjög ákveðið á líf margra,
bæði til gæfu og ógæfu. Til ógæfu þegar menn verða bitrir og
harðir, til gæfu, þegar þeir eignast meiri samhygð með hinum
bágstöddu, meðfram vegna þess þeir hafa færst nær þeim sjálfir.
Og þessi samhygð lætur sér meir og meir ekki nægja það eitt að
mýkja meinin, heldur líka að leitast við að ryðja úr vegi orsökum
þeirra, eftir því sem frekast má.
1 þessu andrúmslofti hefir kristin kirkja þurft að reka starf
sitt. Án efa hefir það haft mikil áhrif á líf hennar og viðleitni
bæði til hins lakara og til hins betra. Að niörgu leyti hefir hún
orðið fyrir sömu áhrifum og lífið alment. Hún hefir orðið fyrir
bylgjum bjartsýni og svartsýni, verið heilluð af von um fljóttekinn
bata, er ekki hefir ræst; horfst í augu við hyldýpi þeirra róttæku
erfiðleika og úrlausnarefna er virðast fléttuð saman i óuppleysan-
lega bendu í nútíðarlífi, svo vonlaust kann að virðast að á nokkurn
hátt sé hægt að greiða úr flækjunni. Mikið af ytri starfsemi
hennar er í þeim erfiðleikum að tvísýnt kann að virðast hvað muni
standa og hvað muni falla. Frá hendi f jölda verður hún fyrir því
að það er talið litlu skifta hver sé framtíð hennar eða einstakra
atriða í starfi hennar og kenningu. Meðvitundin um að þetta sé
að nokkru leyti verðskuldað þrýstir sér að, og hættan vofir yfir
að kirkjan og lýður hennar tapi móð. Aftur á móti hefir yfir-
standandi neyðartíð orðið mörgum af börnum kirkjunnar til and-
legrar vakningar og aukins áhuga. Hún hefir leitt í ljós víða hve
bjargföst ítök kristileg hugsun á í lífi margra. Það hefir komið i
ljós kristilegur andi, hugsunarháttur og lif, sem miklu lofar fyrir
nútíð og framtíð. Af heilbrigðum áhrifum er kirkjan hefir orðið
fyrir i umróti samtíðarinnar má einkum nefna (1) það, sem hefir
áuðmýkt hana, (2) það, sem vakið hefir aukna ábyrgðartilfinn-
ingu og alvöru, (3) það, sem kent hefir mönnum að þreifa ákveðn-
ar á guðlegri hjálp og fulltingi, og (4) þau áhrif, sem bæði þetta
og annað hefir haft i þá átt yfirleitt að leiða í ljós skirar. bæði
heilbrigðiog veilur í reit kirkjunnar.
Andspænis óförum mannlegs lífs og vandkvæðurfi hefir kirkj-
an og kristnir menn ástæðu til að kannast við vanmátt sinn og
vanrækslu, og'sönn auðmýkt er einskær gróði. Kirkjan hefir gott
af þvi og lýður hennar, að þora að kannast við yfirsjónir og van-
mátt. Hún minkar, en höfundur, hugsjón og hjálpræði þess fagn-
aðarerindis, er hún flytur, vex. Auðmjúk kirkja er hæfara verk-
færi í Guðs hendi.
Að mikið af neyð mannanna og óförum eru ekki ásköpuð ör-
lög, heldur sjálfskaparvíti, sök mannanna sjálfra og misgjörða
þeirra hvers í annars garð, hefir verið þrýst að samvizku manna á
þessari tið. Það skapar ábyrgðartilfinningu og það einnig hjá
kirkjunni. En ábyrgðartilfinningin eða skortur hennar ræður
miklu. Svo mjög er undir þvi komið að menn finni til þess hve
mikið er í húfi. Meðan alt leikur í lyndi getur alt flotið án þess
menn geri sér grein fyrir hve mikið er komið undir afstöðu hvers
eins og allra sameiginlega. Hjá ýmsum hafa erfiðleikarnir útrýmt
allri ábyrgð, en hjá öðrum hefir ábyrgðartilfinningin glæðst og
dýpkað. Þeim skilst betur en áður að kristnir menn og kristin
kirkja eiga að skoða sig sem lífvörð hinna kristilegu áhrifa og
verðmæta. Þessi heilbrigði andi lýsir nú áveðnar en áður hjá
þeim, sem er alvara.
Mannleg hjálp einvörðungu er greinilega ófullnægjandi í
mestu vandkvæðum lífsins. En þá er sérstakt tækifæri að höndla
guðlega hjálp og finna til þess og reyna í hve ríkum mæli hún
sífelt stendur til boða. En guðlega hjálpin er fyrir öllu í kristilegu
tilliti. Ekki að nein guðs gjöf sé lítilsvirt eða fjögur dregin yfir
það að mennirnir þurfa og eiga að leggja fram alt sitt pund. En
að því öllu teknu til greina, er mannlegt lif greinilega þurfandi
þess að njóta þeirrar hjálpar, sem samband við guð lífsins eitt
getur veitt.
En ef til vill hafa yfirstandandi erfiðleikar átt íivað ríkastan
þátt í því að leiða í ljós bæði veilur og heilbrigði i lífi kirkjunnar.
Húsið, sem ekki er bygt á kletti, stendur óhaggað meðan flóðið
ekki kemur og kann að teljast fullkomlega óhult. En þegar flóðið
kemur og stormarnir belja og skella á því, verður ekki um það
deilt hvort það hafi verulega þýðingu að byggja á kletti. Húsið
á kletti stendur, en húsið á sandi fellur. Kirkjan er að ganga
i gegnum hreinsunareld. Hún hefir nú tækifæri til að sjá í sannara
ljósi en áður hvað verulega skiftir máli. Margt, sem hún treystir
á, hefir hrunið. Sumt af því var stórt og hátt upp hafið eftir ytri
mælikvarða, en af öðrum rótum runnið og óskylt anda kistin-
dómsins. En það sem stendur og veitir styrk er margt ekki áber-
andi, því það áhrærir undirstöðu lífsins, þar til heyrir kyrlátt sam-
% félag við Guð, trygð við hann og hans ríki, þær hugsjónir og hlut-
verk, sem honum eru helguð, samfara ákveðinni viðleitni að leggja
í þjónustu þeirra- trygðar alla þekkingu og krafta. Það stendur
þegar annað hrynur. Og þó eitthvað hrynji eða virðist hrynja er
á heilbrigðum grundvelli er bygt—og það getur borið við—eru
það aðeins stundar ófarir; það sem virðist ósigur getur orðið að
sigri. Þá rís upp aftur í nýrri mynd, endurskapað og frjóvgað,
það er virtist falla. Um það ber upphaf og öll saga kristninnar
glöggan vott.
Vér stöndum þvi sem kristnir menn og þáttur kristinnar kirkju
á þessari tíð í skæru ljósi þeirra erfiðleika, er yfir hafa dunið.
Margt hafa þeir leitt í ljós og margt fleira geta þeir kent oss, sem
ekki verður i skýrslum talið, ef vér erum móttækilegir. Slik áhrif
eiga að veita oss yfirlit yfir lif vort og starf, er á annan ekki fæst.
Og yfirlit það, er þessi ársskýrsla á að veita, þarf að vera gefið og
skoðað í ljósi þess hiklaust er harðfengin kristileg reynsla leggur
til.
Ein kirkja hefir verið vígð á árinu. Sunnudaginn 2. júlí vígði
séra Haraldur Sigmar, vara-forseti kirkjufélagsins, kirkju Betel-
safnaðar í Silver Bay, Man. Kirkjuna keypti söfnuðurinn af
þýsk-lúterskum söfnuði þar í grend. Er kirkjan fremur lítil en
smekkleg og snotur.
Mikleyjarsöfnuður hefir komið sér upp vandaðri kirkju, sem
enn þá er ekki vigð. Samgleðst kirkjufélagið þessum söfnuðum,
sem þannig hafa séð sér fyrir kirkjuheimilum, er fullnægja þörf
þeirra.
Á þessu ári hefir einn söfnuður kirkjufélagsins, Erikirkju-
söfnuður í Argylebygð, orðið fimtugur. Hann var stofnaður á
nýári 1884, svo á nýári í vetur var júbíl-afmæli hans. Þann 1.
júní stofnaði söfnuðurinn til minningarhátíðar í tilefni af þessu
merkisafmæli. Mjög tilhlýðilega flut.tu tveir merkir synir safn-
aðarins, Dr. Björn B. Jónsson og Dr. Jón Stefánsson, aðalerindin
við þetta tækifæri. Munu erindi þeirra mjög greinilega hafa
túlkað merkingu hátíðarinnar og flutt tímabæran boðskap. Þvi
miður gat eg ekki sótt hátíðina. Sendi því bréflega kveðju og
heillaóskir fyrir hönd kirkjufélagsins. Hátíðin mun í alla staði
hafa verið hin virðulegasta og söfnuðinum og presti hans, séra
Agli H. Fáfnis, til sóma og gleði. Var hún fyrirrennari og forboði
hálfrar aldar afmælis kirkjufélagsins á næsta ári.
Snemma í septembermánuði komu þau Dr. Björn B. Jónsson
og frú Ingiríður kona hans til baka úr íslandsferð sinni, eftir mjög
ánægjulega sumardvöl á ættjörðinni. Slíkar heimfarir merkra
manna eru stór þýðingarmiklar. Þær tengja nánari böndum aðal
stofn þjóðarinnar á ættjörðinni og þjóðarbrotið hér, og bera áhrif
á milli. Prestafélag íslands heiðraði Dr. Björn á liðnu ári með
því að taka að sér útgáfu prédikana-safns eftir hann, er ber
nafnið “Guðsríki.” Er þetta þeim mun meiri heiður vegna þess
hve vandlátt Prestafélagið hefir verið með útgáfu rita. Ekki
heldur um að villast að góðvild í garð vestur-íslenzkrar kristni
kemur í þessu ákveðið fram. — Síðan þau Dr. Björn og frú Ingi-
ríður komu til baka hafa þau flutt erindi allvíða um ferð sína.
Hefir það flutt íslenzk áhrif til vor i ríkum mæli. Enn á^þessu
kirkjuþingi flytur Dr. Björn erindi, sem er ávöxtur þessarar ferð-
ar.
Séra N. S. Thorláksson fór skömmu eftir síðasta kirkjuþing
til Edmonton. Flutti hann þar guðsþjónustu og framkvæmdi
prestsverk. Plann heimsótti einnig tvívegis Islendinga við Mark-
erville meðan hann dvaldi í Alberta og flutti guðsþjónustur. Er
þar verkssvið og þörf. Hinn ágæti bróðir vor, séra Pétur Hjálms-
son, sem þar er búsettur og um langt skeið hefir flutt þar guðs-
þjónustur við og við, uppfrætt og fermt ungmenni og unnið önnur
prestsverk, er nú orðinn blindur. Nýtur hann samhygðar vorrar
í rikum mæli, í þvi mótlæti, og líka þakklætis fyrir trúmensku hans
og kærleika til málefna vorra. — Var séra Steingrími mjög vel
tekið á báðum þessum stöðum. Frá Al'berta hélt hann áleiðis til
Seattle. Kom þangað i lok ágúst og dvaldi þar í fimm mánuði.
Flutti hann þar guðsþjónustur nokkrum sinnum i Hallgrímssöfn-
uði. I Seattle gekk séra Steingrímur tvisvar undir uppskurð, en
fekk skjótan bata. Hefir hann siðan dvalið í Suður Dakota,
Minnesota, Norkur Dakota og hér í Manitoba. Hefir frú Erika,
hin ágæta kona hans, vérið með honum á þessu ferðalagi. Eru þau
mjög kærkomnir gestir alstaðar. Gleður það mjög hina mörgu vini
þeirra hve vel þau bera árin og halda áfram góðri hluttöku í lífi
og starfi.
Forseti kirkjufélagsins fór að loknu síðasta kirkjuþingi, og
samkvæmt ráðstöfun þess til Vatnábygðanna í Saskatchewan.
Dvaldi hann þar í sex vikur. Flutti hann aðallega guðsþjónustur
á f jórum stöðum: Kandahar, Wynyard, Mozart og Elfros. Hann
uppfræddi og fermdi 48 ungmenni og framkvæmdi önnur prests-
verk. Eftir beiðni safnaðanna og samkvæmt ráðstöfun fram-
kvæmdarnefndar kirkjufélagsins hefir hann aftur nú á undan
kirkjuþingi varið mánuði í þessum bygðum. Mun hann einnig
verða þar þrjá mánuði eftir þing. Söfnuður hans í Seattle hefir
ekki getað staðið straum af fullri þjónustu. Þessvegna hefir verið
hægt að koma þannig að liði hinu stóra sviði í Saskatchewan.—
Forseti hefir alls heimsótt um tuttugu af söfnuðum kirkjufélagsins
á árinu, flutt guðsþjónustur eða erindi hjá þeim öllum.
Þeir B. Theodore Sigurðsson og Bjarni A. Bjarnason hafa
báðir á þessu vori lokið námi við Northwestern prestaskólann lút-
erska i Minneapolis, með ágætis vitnisburði. Var þetta þriðji
vetur þeirra við guðfræðisnám. Hvorugur þeirra hafði lokið
College námi áður en þeir byrjuðu að lesa guðfræði, en hafa getið
sér þann orðstír að standa ekki einungis jafnfætis, heldur framar.
mörgum er Baccalaureus Artium lærdómsstigi hafa náð. Ber það
vott um þroska þeirra og hæfileika. Theodore Sigurðsson hefir
tekið köllun frá Selkirksöfnuði sem eftirmaður föður síns, og
verður vígður til prests á þessu þingi. Framkvæmdarnefnd kirkju-
félagsins leggur fyrir þingið tillögu um að Bjarni A. Bjarnason
sé kvaddur til starfs í þjónustu kirkjufélagsins eftir því sem á-
stæður leyfa á árinu. Yrði hann þá einnig vígður á þessu þingi.
Verður hann einn mánuð hjá Melanktonssöfnuði við Upham eftir
þing, en svo er ætlast til að hann fari til Markerville í Alberta fyrir
óákveðinn tíma. Tæki kirkjufélagið mjög litla ábyrgð á sig f jár-
hagslega með þessu, en gæfi þó þessum unga manni tækifæri til
starfs. Kæmi einnig að liði prestslausum sviðum. Tíðkast slík
umboð til starfs án ákveðinna launa nú mjög innan kirkiunnar,
einkum þegar ókvæntir gufræðingar eiga hlut að máli. Virðist það
eina mögulega aðferðin á erfiðum tímum og mjög í samræmi við
dæmi frumkristninnar.
Aftur á liðnum vetri las hr. G. P. Johnson guðfræði við lút-
erska prestaskólann í Saskatoon. í fyrra sumar og samfara námi
í vetur hefir hann starfað í tveimur söfnuðum kirkjufélagsins í
austurhluta Vatnabygðanna (Foam Lake og Hallgrímssöfnuði),
auk þess að koma á guðsþjónustum á tveimur stöðum þar sem ekki
eru skipulagsbundnir söfnuðir (Leslie og Kristnes). Hefir hr.
Johnson nú starfað meðal þessa fólks nokkuð á annað ár. Söfn-
uðurnir tveir senda honum nú köllun til framtíðarþjónustu. Einn-
ig nefnd manna, er stendur fyrir að halda uppi guðsþjónustum að
Westside skóla fyrir austan Leslie. Ber þetta vott um þá tiltrú
er hann hefir áunnið sér og um dugnað er hann hefir sýnt. Meðal
annars uppfræddi hann og fermdi um 40 ungmenni á liðnu ári.
Með því hr. Johnson er miðaldra maður og hefir f jölskyldu, mælir
margt með því að ekki sé krafist af honum frekara skólanáms.
Söfnuðirnir og hann sjálfur fara fram á að hann verði vígður á
þessu þingi.
Þá er að greina frá nokkrum málum og viðfangsefnum kirkju-
félagsins.
Samband kirkjufclagsins við önnur lútersk kirkjufélóg. Með-
ferð síðasta kirkjuþings á þessu máli var félagi voru áþreifanlegur
vottur þess að vandamál þurfa ekki að verða vandræðamál, ef
allir vilja lúta sönnum félagsanda í meðferð þeirra. Það gerir
ekki þá kröfu að neinn láti af sannfæringu sinni, heldur að menn
temji sér biðlund og umburðarlyndi lika þegar þeim finst að betur
hefði mátt ráða fram úr. En á því hvílir allur félagsandi, og ekki
sízt í kristilegum málum. Það er eitt af því dýrmætasta, sem
reynsla því nær hálfrar aldar i félagsskap vorum hefir fært oss
sönnun um.
Þetta mál hefir fallið af dagskrá í þeirri mynd, sem um það
hefir verið fjallað á síðustu árum. Það kom í ljós að fólk vort
er enn fráhverft því að félag vort gangi inn í stærri heild. En þó
formlegt samband sé ekki um að ræða, er þess þörf að vér stöndum
í sem mest lifandi sambandi við trúbræður vora og lærum af þeim,
eins og lika að vér njótum vekjandi og uppörfandi áhrifa frá
öllu voru kristilega umhverfi, frá ættjörð vorri og kirkjunni þar,
og frá lífrænum stefnum og mönnum samtíðarinnar. Helzt því
mál þetta til meðferðar i víðtækari merkingu, þó vér ekki finnum
ástæðu til að skipa því formlega á dagskrá, nema þá við og við.
Hcimatrúboð. Auk þess sem þegar er greint frá, má geta
þess að séra Johann Friðriksson hefir samhliða starfi sínu á
Lundar og Langruth, ynt af hendi nokkra þjónustu norður með
Manitoba vatni á þvi sviði sem svo mjög hefir orðið útundan.
Aðrir prestar hafa heimsótt prestslaus svið, svo sem séra S. S.
Christopherson, séra E. H. Fáfnis og fl. Forseti kirkjuíélagsins
hefir flutt eina guðsþjónustu í Vancouver á þessu ári. Væri þess
, þörf að þar kæmust á reglubundnar guðsþjónustur—að minsta
kosti einu sinni í mánuði. Tillögur koma frá framkvæmdar-
nefndinni í þessu máli hvað þau atriði snertir, er henni finst að
þurfi að koma fyrir þing. Engin ráðstöfun hefir verið gerð á
kirkju Pembinasafnaðar, vegna þess að ekki kann að vera von-
laust um að þar mætti halda við einhverju starfi framvegis. Cand.
theol. Theodore Sigurðsson, væntanlegur prestur Selkirksafnaðar,
hefir tekið að sér að verja þar nokkrum tíma af frii sínu í sumar
og kynnast ástæðmn kirkjufélaginu að kostnaðarlausu. Verður
svo framkvæmdarnefndin að ráða fram úr. Mun hr. Sigurðsson
einnig heimsækja söfnuðinn í Winnipegosis á þessu sumri eftir
beiðni þaðan.
Merkilegan þátt i heimatrúboðsstarfi hefir einn söfnuður
kirkjufélagsins rekið nú í nokkur ár. Er það Fyrsti lút. söfnuður
í Winnipeg, sem með útvarpi á guðsþjónustum við og við hefir
náð til fjölda af fólki voru, er ekki hefir önnur tækifæri til að
hlýða á íslenzkar guðsþjónustur. Auk þess njóta vitanlega ótal-
margir þessa í viðbót við guðsþjónustur í söfnuðum sínum heima
fyrir. Mun þetta metið mjög mikils af fólki, og ber söfnuðinum
og presti hans, Dr. Birni B. Jónssyni, þakkir kirkjufélagsins fyrir
þessa þörfu framtakssemi. Bætir hún mjög upp fyrir vanrækslu
kirkjufélagsins að gera eitthvað í þessa átt. Þó útvarpið geti
enganveginn fullnægt í stað prestsþjónustu, er það mjög þýðingar-
mikill þáttur í því að boða fagnaðarerindið i samtíð vorri.
Erlent trúboð. Skýrslur trúboðanna segja frá þeirri hlið máls-
ins er að starfssviði þeirra snýr. Skýrsla féhirðis frá innsöfnun
til starfsins. Fi;emur er það athugavert að meira (nun koma inn
til erlends trúboðs en til heimatrúboðs. Eins nauðsynleg og heil-
brigð eins og sú starfsemi er að flytja fagnaðarerindið til endi-
marka jarðar, væri það þó fráleitt að setja skör lægra útbreiðslu
guðs ríkis heima fyrir, einkum þegar þörfin þar er afar brýn.
Þetta ber að gera, en hitt ekki að láta ógert. Vil eg benda þinginu
á að athuga þetta eins og’ það kemur fyrir i skýrslu féhirðis.
Mikið lið er það hugsjón trúboðsins út á við vor á meðal að heimta
á ættjörð vorri er hún að njóta vaxandi hyllis og stvrks. Ritgerð
Dr. Jóns biskups Helgasonar í síðasta Prestafélagsritinu um Albert
Schweitzer er glögt dæmi. Þessi merki, þýski prestur og menta-
skörungur fer að lesa læknisfræði 32 ára gamall og gerist lækn-
ingatrúboði á meðal ömurlegustu skrælingja í Suður-Afríku. Hefir
hann þar unnið postullegt verk. í ljósi slíkrar þjónustu getur
tæpast nokkur efast um að réttilega rekið trúboð sprettur undan
hjartarótum kristinnar triiar.
Bctel. Af starfinu á elliheimilinu berast sifelt góðar fréttir.
Aftur hefir orðið breytt viðhorf þar hvað umsóknir snertir. Er
nú langur biðlisti af umsækjendum. Skýrsla nefndarinnar gefur
fullar upplýsingar.
Jóns Bjarnasonar skóli. Ilann er nú tutugu og eins árs. Hann
er að ná myndugleika aldri. Enda fer hann ekki á mis við þá
erfiðleika er margur myndugur unglingurinn nú jiarf að horfast í
augu við. Útbúinn til starfs betur en áður, á hann í þeim erfið-
leikum er því eru samfara að sjá sér farborða. Áframhaldandi
og vaxandi fjárhagserfiðleikar á liðnu ári hafa haft það í för með
sér að aðsóknin að skólanum hefir stórum minkað frá hámarki þvi
er var náð i fyrra. Þrátt fyrir fórnfærslu kennaranna og ötula
veiðleitni skólaráðsins er kunnugt að ástæður skólans eru nú mjög
alvarlegar—svo alvarlegar að vart verður séð hvort fram úr megi
ráða. Merkilega góðar hafa undirtektir verið hjá mörgum um
fjártillög á þessu ári, en ekki nógu almennar. Hefir skólinn þó
sifelt eignast fleiri vini, og væri það hið mesta harmsefni, ef hann
ekki gæti haldið áfram. Kirkjuskólar hafa ekki síður hlutverk
nú en áður. Því miður hefir ekki aðsókn íslendinga að skólanum
verið eins mikil og vel hefði verið. Ekki heldur sú hluttaka í ís-
lenzkunámi er við hefði mátt búast. Skvrslur skólanum viðvikj-
andi verða lagðar fyrir þingið.
Sameiningin, Fjárhagur blaðsins mun eitthvað nærri því að
það hafi borið sig á árinu. Er það að þakka ötulleik Mrs. B. S.
Benson, sem er féhirðir þess. Vegna þess að ritstjórn blaðsins er
f jærri prentsmiðjunni, hefir séra Rúnólfur Marteinsson góðfúslega
lesið prófarkir, þrátt fyrir umfangsmikið starf við skólann. Ber
honum hina mestu þakkir fyrir hans óeigingjarna starf.
Pjármál. Eg hygg að sú frjálsa aðferð við fjársöfnun til
kristilegra fyrirtækja, er tíðkast hefir í kirkjufélagi voru, einkum
upp á síðkastið, hafi réttlætt sig hvað góðan árangur snertir, auk
þess að hvíla á heilbrigðum grundvelli kristilegra hugsjóna, En
vitanlega gerir þessi aðferð hinar hæstu kröfur til siðferðisþroska
hjá einstaklingum og til þeirra, er standa fyrir málum, að vekja
og glæða áhuga. Eins og oftar kann þetta að virðast seinfarnasta
og erfiðasta leiðin, en líka sú affarasælasta. Vona eg að við hana
verði haidið. Sérstaklega þyrfti að leggja áherzlu á fjársöfnun
til heimatrúboðs, þó vitanlega þurfi að halda við áhuga fyrir öllum
okkar málum. En grundvöllur þeirra allra er aukinn áhugi fyrir
starfsemi heima fyrir. (Framh.)