Lögberg - 12.07.1934, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JírLl 1934
7
ŒFIMINNING
Mrs. Jakobína Jónasdóttir Jónsson andaÖist ab heimili sinu
Straumnesi í grend vi?5 Riverton, Man., árdegis þann ti. júní
s. 1. Hafði hún legiö rúmföst og þjáÖst í meir en fjögur ár;
en um meirihluta æfinnar—einkum siðari árin allmörg—hafði
hún veriÖ veil að heilsu og stundum legið rúmföst unt Iengri
tíma.—
Jakobina heitin var fædd 22. apríl 1855; heiti bæjarins þar
sem hún fæddist er því ntiÖur ekki kunnugt. Foreldrar hennar
voru Jónas Jónsson og Þórný Þorsteinsdóttir; var móÖurætt
Jakobínu hin velkunna ReykjahliÖarætt. Hún ólst upp í Mý-
vatnssveit. Ung aÖ aldri fluttist hún til Vesturheims áriÖ 1877,
og mun hún nærri strax hafa sest aÖ við íslendingafljót. Þann
21. desember sama ár giftist hún unnusta sínum Birni Jónssyni
ættuðum úr Borgarfiröi eystra. Fyrst voru þau á landi austan
og sunnan við Riverton, er Akrahóll nefndist. En nokkru síðar
námu þau land og nefndu þau landnám sitt Straumnes. Þar
bjuggu þau unz Bijörn dó, árið 1912.
Börn þeirra hjóna eru sem hér segir, upptalin eftir aldurs-
röð: Jónina Solveig, gift Wj. G. Rockett, Riverton, Man.;
Þórunn, dó ung, um 13 ára að aldri; Kristján Jóhannes, býr á
Straumnesi; Emil Karl, einnig heima; Sigríður Stefanía, kona
Guðjóns Johnson, Riverton, Man.; Jakob Alexander, til heimilis
með bræðrum sínum á Straumnesi.—
Tvær fósturdætur ólust upp á Straumnesi alt frá barn-
æsku, þær Guðbjörg Björnsson, nú í Winnipeg og Emily Soffía
Helgason, sem enn er á Straumnesi og sem annaðist fóstru sína
og hjúkraði henni, með aðstoð barna hennar, í hinni löngu
sjúkdómslegu hennar. Eftir dauða Björns heitins á
Straumnesi bjuggu systkinin áfram með móður sinni, og farn-
aðist mjög vel,—Oft var hún heilsuveil og það um lengri tíma,
en átti þó mikinn lífsþrótt og þrek. Síðasta baráttan var bæði
löng og ströng, en af fremsta megni tóku ástvinir hennar hönd-
um saman um að láta henni líða eins vel og unt var í hinum
langa sjúkdómi hennar. Hafði hun skýra og ljósa hugsun til
hinstu stundar fram. Hún andaðist kl. 6.30 að morgni þess
11. júní s. 1.
Jakoþina heitin hafði verið þrekkona að upplagi til, skýr
talin og bókelsk; olli það henni mikillar. ánægju að synir henn-
ar og fósturdóttir lásu oft fyrir hana í þjáningum hennar. Hún
var trúuð kona, og unni trú feðra sinna af heilum hug.
Sárt er hennar saknað af börnum og fósturdætrum hennar,
tengdasonuni og tryggum vinum frá fyrri og síðari tíð. Börnum
sínum og fósturdætrum og dótturbörnum er hún með öllu ó-
gleymanleg. Jarðarförin, sem var mjög fjölmenn, fór fram
þann 13. júní, fyrst á heimilinu og svo frá lútersku kirkjunni,
andlega heimilinu hinnar látnu konu. Minningin um góða móð-
ur lifir í þakklátum hjörtum barna hennar—og allra ástvina og
kunningja.—Sóknarprestur jarðsöng.—.S'. Ó.
Gaman og alvara
BROT.
I.
Minnast mega
móðUrjarðar
fljóðin, firðar,
farand-synir,
þegar þúsund
þýðir ómar
kljúfa kögruð
kólgu böndin.
Hugar hýsin
helgum straumum
fyllast, fagna
fögrum óði.
iSöngelsk sálin
sólu ofar,
berst á bylgjum
blíðra tóna.
Minnist muni
mærra daga,
hýrra, hlýrra
heima’ á Fróni.
Sali sveita
sólin gylti,
vermdi vota
vanga mína.
Svásir syngja
söngva börkum,
fuglar fleygir,
frjálsir, glaðir.
Yfir elfur,
engi, tinda,
þeysast þeir i
þúsund sveigum.
Blærinn blundar,
blómin ungu
foldar faðminn
fagra skreyta.
Daggir drjúpa,
dagur lyftist.
Gyllir grundir
geisli sólar.
Hugur heillast.
Hulinn máttur
alheims afla
æðar fyllir
dýrri dygð og
drenglund, göfgi,
■megni, móði,
mildi, hreysti.
Firðar frjálsir,
frama gjarnir,
muna myndir
mála, skreyta.
Markið móta,
miða, sigta;
hefjast handa,
hugum stórir.
Eldur, orka,
iðni, gætni,
móta mannsins
megin gjörðir.
Heilla hörgar
hugann örfa,
gáfna gróður,
gullinn þroska.
Vakið, vinnið,
vösku sveinar!
Trygða tengsla
treystið böndin.
Norrænn niðji
Niflungs ætta,
hugsar, heggur,
hörfar ekki.
II.
Vitið vinnur,
veitir ráðin.
Mögnuð mundin
möndul stýrir.
Þungur þeysist
þúfnabaninn
yfir órutt
akurlendið.
Bændur byggja
býlin smáu;
ryðja, rækta
rima blásna.
Völlinn væna
víkka, stækka;
greiðir girða
grösug túnin.
Vatnaveitur
víðar breiðast
yfir iðgræn
engja flæmin.
Stíflur styrkar
strauminn hefta.
Starar-stráin
stöðugt lengjast.
Bændur, búfólk,
börnin smáu,
líta lónin
lygnu, fögru.
Blóma breiður
blunda kringum,
sveipuð svásum
sólarljóma.
Foldar faðminn
fagra skreytir
fjölær fylking
fegri blóma.
Minni mínu
mun eg treysta
til að telja
tugi þeirra.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASlT& DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WLNNIPEG, MAN. PHONE »5 551.
III.
Fífill, fjóla,
fifa, smári,
gullbrá, geitla,
grájurt, einir,
Holurt, hæra,
humall, gríta,
blástör, bleikja,
blájurt, reynir.
Krækill, kúmen,
krossjurt, netla,
lójurt, línstör,
liðgras, ilmreyr,
mjaðurt, mósef,
mura, súra,
melur, marstör,
maðra, skurfa.
Augnfró, alurt,
arfi, burkni,
fergin, flækja
faxgras, hreðka,
dýrgras, dökksef,
dúnurt, eski,
blómkál, broddstör,
blóðberg, nykra.
Skriðstör, skúfgras,
skrautstör, puntur,
sóldögg, sænál,
sólber, limur,
steinjurt, stjúpblóm,
strandkál, jafni,
sveifgras, sæhvönn,
svartstör, knollsef.
Þistill, þráðsef,
þyrnir, tvitönn,
þefjurt, þursi,
þrílaufungur.
vallnál, vingull,
vatnsnál, trefja,
vorblóm, vallkorn,
vetrarlilja.
Bjúgstör, blástör,
bjöllulilja,
dvergstör, draumrós,
dílaburkni,
elfing, einir,
engjavöndur,
flagsef, flóstör,
f jallanóra.
Grænkál, gullstör,
græðisúra,
hnappastör, hjartgras,
hélunjóli,
hvítkál, kollstör,
kattartunga,
melgras, móstör,
músareyra.
IV.
Álftakólfur,
ástagras,
aronsvöndur,
blásveifgras,
arfanóra,
eyrarrós,
engjafifill,
þyrnirós.
B.rekkuf ífill,
brjóstagras,
brenninetla,
lyfjagras,
biðukolla,
blöðrujurt
brekkusóley,
lúsajurt.
Bugðu-puntur,
brönugras,
blöndustrokkur,
hásveifgras,
f jallabrúða,
f jörukál,
fálkapungur,
hrossanál.
Fugla-ertur,
fryggjargras,
f jallasmári,
köldugras,
garðabrúða,
geitnalauf,
gullintoppa,
rjúpnalauf.
Fjandafæla,
fagurblóm,
f jalla-dúnurt,
grá-vorblóm,
hliðafífill,
hnappastör,
hraknaklukka,
flóastör.
Hélu-vorblóm,
hjónagras,
hjartafífill,
lambagras,
heluhnoðri,
hávingull,
holtasóley,
sauðvingull.
Hundasúra,
hofsóley,
Heiðadúnurt,
dvergsóley,
lakasjóður,
laugasef,
laugabrúða,
mýrasef.
Meyjarauga,
munablóm,
maríuvöndur,
tún-vorblóm,
ljósalykkja,
loðvíðir
liðasóley,
rauðvíðir.
Mýra-elfting,
mýrastör,
mýrasóley,
ljósastör,
skollafingur,
skollaber,
skollakambur,
krækiber.
Músareyra,
mosalyng,
móa-nóra,
sortulyng,
lónasóley,
lambablóm,
linda-dúnurt,
skriðnablóm.
Skari fífill,
skógviður,
skollareipi,
skrautpuntur,
mýraf jóla,
munkahetta,
týsf jóla.
• Vallar-foxgras,
vorbrúða,
vallarsveifgras,
haustbrúða,
tröllastakkur,
trippanál,
trjónubrúsi,
skarfakál.
Varpasveifgras,
vetrarblóm,
vatnamari,
klukkublóm,
þursafingur,
þyrnirós,
þráðanykra,
engjarós.
Davíd Björnsson.
Ávarpsorð
til Sigurðar Skagfield söngvara,
flutt í Arborg 18. júni s. I.
Beai ín )ílmcl
CLEANLINES5 OF PLANT AND PRODUCT
Drewry’s
Standard Iager
ESTABLISHED IÖ77
PHONE 57 QQI
, Hafið í huga hreinindi ölsins og ölgerðarinnar
Inst i sálum margra Is’endtrga bvi
listræni og draumkend þrá. Hver
og einn af okkur býr yfir óskalandi
hugsana og tilfinningalífs, sem ekki
er numið nema að litlu leyti. Marg-
ir eru í álögum, sem að hversdags-
kjör, annir og ábyrgð hafa hnept
okkur í. — Þessvegna er það, að
kygni og skilningur islenzkra skálda
hefir jafnan verið þjóð vorri svo
undur kær, — hefir opnað nýjan
heim, utan og ofan við hversdagslif-
ið og baráttu þess, lýst upp einstigi
reyslunnar og leyst úr álögum.—
Listhæfni þín, Sigurður söngvari,
samfara fágætri söngrödd er þú
héfir að vöggugjöf hlotið, er að
hrifningarmagni til, náskyld skálds-
ins fögru list. Þú hefir nú dvalið
meðal Vestur-lslendinga hátt á
fjórða ár og sungið viðsvegar vor á
meðal, áheyrendum þinum til óþrot-
legrar ánægju. Fyrir okkur full-
orðna fólkinu hefir þú opnað nýja
heima eftirlangana og innibyrgðrar
útþrár, er við áður gerðum okkur ó-
ljósa grein fyrir, en sem i hillingum
hafa blánað fyrir sjónum okkar við
áhrifamátt og töframagn li^tar þinn-
ar, skilnings og meðferðar á orðum
og efni. Aldrei hefir islenzkan átt
slíka hljómdýpt eða tónahæð i eyr-
um voru sem þá, er hún hefir öðlast
fyrir meðferð þina. Tign málsins
og fallþunga þess, en einnig ljúfari
og léttari tóna auðnast þér að túlka
á ógleymanlegan hátt.—Sjaldan hef-
ir mér virst meiri tign því fylgjandi
að vera íslendingur, en þegar eg hefi
hlustað á söngva þína.
Tónar þínir hafa fundið leið að
sálum vorum og lifa í minni þjóðar-
brotsins hér vestra. Vér þökkum ó-
blandnar ánægjustundir er þú hefir
oss veitt. Þú hefir þrifið oss heim
í anda,—heim til landsins helga, þú
hefir túlkað tóna úr djúpi þjóðar
og sögu—frá hjarta landsins sjálfs.
Vorblæ og aftansvala, sólhita sum-
arsins og helkulda vetrar — vald
storma og brimgný—og blíðan blæ
bergmál af klukkum álfanna hefir
þú látið enduróma í eyrum vorum—
er vesturslóðir byggjum, f jærri ást-
kærri feðrajörð. Þú hefir tengt
nýjum böndum við ísland, íslend-
inga er vestan hafs dvelja.
Vér árnum þér góðs gengis er þú
nú snýrð áleiðis til átthaga þinna.
Mætti hvert spor þitt leiða þig nær
hátindi listarinnar, er þú stöðugt
sækir fram til sigurhæða. Viðkynn-
ingin við þig, göfgi anda þíns, lúf-
leiki þinn, listræni sálar þinnar er
ættmennum þínum og untiendum
ógleymanleg þó leiðir skilji.
S. Ó.
Mr. Ragnar H. Ragnar spilaði
undir af venjulegri list og spilaði
sóló, meðan söngvarinn tók sér
hvild. Hrifning og þakklæti áheyr-
enda lýsti sér í allri afstöðu gagn-
vart þessum listrænu mönnum, er
veittu öllum viðstöddum ógleyman-
lega unaðsstund.
Nærri allir viðstaddir þökkuðu
söngvaranum, kvöddu hann með
handabandi og árnuðu honum far-
sældar og fararheilla.
Hugheilar þakkir og liamingju-
óskir!
Sigurður Ólafsson.
Oxford hreyfingin
Framh, frá hls. 5
Qxford Group hefir fyrir mark-
mið að lárta veröldina þreifa á krafti
Heilags Anda til andlegrar og efna-
legrar umstillingar og' betrunar; að
vekja oss, hvern fvrir sig, til með-
vitundar um að vér erum að sóa
vorum andlega arfi, og að synd er
það að hafna og hafa að engu þau
ráð, sem Guð hefir gert fyrir oss
öllum.
Framh.
Sigurður Skagfield söngvari hélt
kveðju “konsert” sinn í Árhorg, eins
og auglýst hafði verið, mánudags-
kvöldið 18. júní s. I.; aðsóknin var
ágæt og var lúterska kirkjan, þar
sem söngsamkoman fór fram, full
af fólki.—
í upphafi samkonutnnar ávarpaði
sóknarprestur söngv'arann nokkrum
orðum. Síðar mælti hr. Ásm. P.
Jóhansson frá Winnipeg, er þar var
staddur ásamt frú sinni, hlý og vin-
gjarnleg orð til söngvarans fvrir
liönd Þjóðræknisfélagsins og mint-
ist þess hve þarft verk að hann hefði
af hendi leyst með listrænum söng
sinum, Vestur-íslendingum til handa.
í samkomulok flutti Guttormur
skáld Guttormsson frá Riverton
söngvaranum kvæði, einkar fagurt,
sérkennilegt og skáldlegt.
Sá er línur þessar ritar hefir heyrt
hr. Skagfield syngja átta sinnum, á
dvalartíma hans hér vestra, og þyk-
ist þess fullviss að aldrei hafi hann
sungið af meiri list en að þessu sinni.
Tekníska þekkingu hefi eg að
sönnu, því miður, ekki til að bera,
en tilfinning mín er sú, óg eg hvgg
flestra, er við voru staddir, að þar
hafi haldist í hendur undursamlegt
hljómmagn söngvarans, næmleiki
skilnings í meðferð, sem jafnan,
samfara fágætu aðdráttarafli, er
hann laðaði hjörtu áheyrenda sinna
að sér með.
Mikill meirihluti söngvanna voru
islenzkir, ýmsir áður kunnir og kær-
ir, en nú með öllu ógleymanlegir,
fyrir tign þá, er söngur Sigurðar
sveipaði þá i.—Lengst mun mér i
minni lifa “Vor,” er lagið eftir Jón
tónskáld Friðfinnsson, en ljóðið er
ort af Jóhanni skáldi Sigurjónssvni,
undur fagurt og tignarlegt, þar sem
að lagið sjálft, efni þess og listhæfni
söngvarans hélst i hendur. Lagið
við ljúfa Ijóðið “Danny Boy," í þýð-
ingu Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar var
einkar fagurt—og eltir mann með
yndislegum blæbrigðum er í því búa.
Timinn leið fljótt, og þótt að
söngvarinn héldi áfram i fulla tvo
klukkutíma, þráði fólk að lengur
hefði unaðsstundin varað.
VERNDUN SAUÐNAUTA A
GRÆNLANDI
t seinasta hefti af danska tíma-
ritinu “Naturens Vidundere,” er
grein eftir Jennow, forstjóra veiði-
félagsins “Nanok.” Brýtur hann þar
upp á því efni, að byrjaðar sé há-
karlaveiðar og laxveiðar í stórum
stíl hjá Austur-Grænlandi til þess
að afla fóðurs handa hundum þeirra
leiðangra, sem þar eru. Að tindan-
förnu hafa sauðnaut verið brytjuð
þar niður til hundafóðurs og þykir
sýnt, ef þessu heldur áfram, að sauð-
nautin verði aldauða, áður langt um
líður, í ýmsum héruðum Austur-
Grænlands.
Þessari uppástungu Jennows hefir
verið vel tekið í Danmörku. Hefir
Tuborg-sjóðurinn heitið “Nanok”-
félaginu 2,000 króna styrk ef það
vill byrja á hákarla- og laxveiðum
þar vestra, og á næstu f járlögum er
5,000 króna f járveiting til félagsins.
Berlingske Tidende hafa átt tal
við Oldendow skrifstofustjóra
Græfilandsverzlunarinnar um þessa
fyrirætlun og lét hann svo um mælt:
—Mér list mjög vel á þessa hug-
mynd og vona að hún verði til þess
að sauðnautunum í Grænlandi verði
hlíft meira en verið hefir. Hákarl
og lax er fyrirtaks hundafóður, en
gæta verður þess að gefa hundun-
um ekki hákarlinn nýjan, því að
hann er þá áfengur, en af hvaða
ástæðu það er veit eg ekki. Senni-
lega er eitthvert eitur í honum. Eg
hefi með eigin augum horft á hunda
sem átu nýveiddan hákarl og það var
hörmung að sjá hvernig þeim varð
af honum. Þeir urðu blátt áfram ó-
sjálfbjarga, gátu varla staðið á fót-
unum, slefuðu og stundu af áhrif-
unum, alveg eins og þeir væri
dauðadruknir.—Lesb. Mbl.
Pabbi: Pétur minn, nú höfum við
eignast litla systur.
Pétur: Já, þið hafið ráð á þvi,
en að eg geti fengið reiðhjól, það
er alveg ómögulegt.
STYRKIR TAUGAR OG VEITIR
NÝJA HEILSU
N U G A-T O N E styrldr taugarnar,
skerpir matarlyst, hressir upp á melt-
in^arfæri, stuðlar a5 værum svefni. og
bætir heilsuna yfirieitt.
NUGA-TONE hefir gengið manna á
meSal í 45 ár, og hefir reynst konum
sem körlum sönn hjálparhella. Notið
NUGA-TONE. pað fæst t öllum lyfja-
bóðum. Kaupið hið hreina NUGA-
TONE, því fá meðöl bera slfkan árang-
ur.