Lögberg - 09.08.1934, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.08.1934, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1934 3 \ SÓLSKIN Sérstök deild í blaðinu fyrir börn og unglinga Hættulegt ferðalag Mary, hin unga dóttir Jones kap- teins stóð i dyrunum á fallega gamla húsinu sínu, sem lá í brekku niður að sjónum. Þetta var fagurt sum- arkvöld, sólin var nýlega horfin bak við gullroðið ský og vindurinn suð- aði hægt í greinum stóra álmviðar- trésins, sem hlífði húsinu við næð- ingunum. En Mary hafði ekki sinnu á að taka eftir þessari fegurð. Hugs- anir hennar voru hjá föður hennar og bróður, sem höfðu farið að heim- an um morguninn, eitthvað norður á bóginn, til þess að sameinast hern- um, er var að búa sig til varnar gegn óvinaliðinu. Hún horfði kvíðandi út á hafið. Alveg rétt. Orðrómurinn hafði sagt satt. Þrjú af skipum óvin- anna höfðu tekið stefnu á litla frið- sæla þorpið, sem sist átti þeirra von, og tilgangurinn var auðvitað sá, að setja þar her á land. Allur bær- inn var í uppnámi og allir bjuggust við þvi versta. Fólkið keptist við að koma reitum sínum og f jármun- um á sem óhultastan stað. Mary sá hópa af því á veginum, með hand- kerrur í eftirdragi, hlaðnar húsmun- um Og þvílíku, en á undan sér rak það kvikfénaðinn sinn i stórhópum. Alt í einu datt Mary í hug hann Hvítingur hennar, blessaður reið- hesturinn góði, sem hún hafði átt síðan hann var folald. Hug^um okkur ef óvinirnir tækju hann frá henni. Hún hljóp eins og örskot inn í húsið til Nancy gömlu, sem gengið hafði henni í móðurstað í mörg ár. “Eg má til að fela Hvit- ing minn í skógarkofanum, svo ó- vinirnir finni hann ekki og ræni honum,” kallaði hún og hljóp svo út i hesthús, lagði á hestinn í flýti, fleygði heypoka á hann og teymdi hann út. Og það var ekki að á- stæðulausu að Mary datt í hug, að einhver af liðsforingjum óvinanna mundi ágirnast hestinn, því að fáir voru hans líkar. Mjallhvítur, fall- ega og spengilega vaxinn, fljótur eins og elding og vitur. Enda var Arabablóð í æðum hans. Þegar Mary kom heim aftur, skömmu síðar, sá hún- að tveir liðs- foringjar sátu inni í stofu, en Nancy stóð úti í eldhúsi að baka og brasa til að verða við mataróskum þessara óboðnu gesta. Mary gekk um beina og notaði bæði augu sín og eyru eins og hún gat best. ITún helti oft í drykkjarglösin og smátt og smátt fór að losna um málband- ið á liðsforingjunum og þeir tóku að verða háværari. Voru þeir að ræða um árásartilhögun sína, og mátti heyra að þeir ætluðu að komast að baki andstæðingum sinum. Og til þess að tryggja sér að enginn úr þorpinu kæmist á burt og gæti sagt óvinum þeirra frá ráðagerðinni, höfðu þeir sett varðmenn alt um- hverfis þorpið. Mary hafði heyrt nóg 0g hún læddist hljóðlega up'p í herbergið sitt og fór að hátta. Henni kom ekki dúr á auga alla nóttina, en í aftureldingu um morg- uninn hafði hún ráðið ráðum sín- um. Fyrsta verk hennar var að laumast út til Hvítings til að gefa honum morgungjöfina, þvi að strangt dagsverk var fyrir hendi. I bakaleiðinni þaðan heyrði hún há- reysti mikla og þegar hún kom nær, voru »þetta liðsforingjarnir, sem heimtuðu að sjá hvíta arabiska hest- inn, sem þeir höfðu heyrt talað um niðri i bænum. Nú var engum tíma að spilla, svo að Marv hljóp sem skjótast aftur ut ? skógarkofann. Á leiðinni kallaði varðmaður til hennar, en hún hélt áfram án þess að gegna. Hún reif upp hurðina að kofanum og lagði á hestinn í flýti. Hún hikaði við sem snöggvast, og hjalaði við hestinn og bað hann duga vel, því að lif hennar og frelsi ættjarðarinnar væri í veði. Svo vatt hún sér á bak og reið á fleygiferð út í skóginn. Innan skamms heyrði hún hófaglamm ekki langt undan, og þegar hún leit við sá hún hvar þeir komu hrópandi og bendandi á eftir henni. Hún þekti tuanninn, sem var í fararbroddi, það var annar þeirra, sem bjó hjá henni. Og liklega geklc hann þess ekki dul- inn, hvaða ferðalagi hún var í, og vildi ekki aðeins ná í hestinn heldur hana líka. Mary lá bókstaflega talað á hest- inum, hárið hafði losnað og flagsaði eins og blásvart ský á höfðinu. Alt í einu hvein í byssukúlu rétt við eyr- að á henni en hesturinn hrökk við, við þessa kveðju og herti á sér, svo að bilið óx á milli. Bráðum heyrði hún ekki lengur til eltingarmann- anna og óx hugur. En bráðum sá hún varðmenn á ný, og meira en það. Yfir veginn fram undan var feldur trjábolur í axlarhæð. Varðmennirnir stóðu og gláptu þegar þeir sáu til Hvítings, sem kom eins og elding til þeirra, með útflentar nasir, flaxandi fax og löðr- andi í svita. Þeir hörfuðu ósjálfrátt til hliðar bæði hræddir og hissa á þessari sjón. Hvitingur lyfti sér yfir torfæruna eins og hann væri borinn uppi af vængjum, og þá fyrst tóku varðmennirnir eftir litlu stúlk- unni, sem á honum sat. Hófu þeir þá skothríð á hestinn og tókst að særa hann. Með blóðið lagandi úr sárinu hljóp Hvítingur enn í tvo tíina og komst í herbúðir Jones kapteins. Hvitingur hné niður með blóð- strokuna úr sárinu, en Mary kast- aði sér kjökrandi um hálsinn á hest- inum. í andarslitrunum rendi hest- urinn hálfbrostnum augunum til hennar, eins og hann vildi segja: “Eg komst með þig að markinu.” Svo bærðist hann ekki meir. Kapteinninn frétti um komu dótt- ur sinnar og heyrði erindi hennar. Og þeirri fregn var það að þakka, að honum tókst að verjast árás ó- vina sinna. Mary er komin heim. Nú er aftur kyrt í litla þorpinu, stríðið er úti í þetta sinn. En söknuðurinn eftir Hviting er mikill, og eina huggunin sú, að hann féll fyrir ættjörðina, En fólkið dáðist að Marv fyrir hetjudáð hennar og í þakklætisskyni hefir það reist Hvíting fallegt minn- ismerki úr marmara á torginu: Hvítan hest með litla stúlku á bak- inu.—Tóta frænka.—Fálkinn. Skuggi vanraekslunnar (Framh.J í Gerði hafði töluverð breyting átt sér stað. í nærri hálft ár var Sigga búin að vera við rúmið. Þó að hún væri rekin áfram til að vinna, þá hafði hún aldrei kvartað. En loks tók móðir hennar eftir tæringarútliti hennar, en gaf því samt lítinn gaum, þar til eitt sinn er Sigga var við verk sitt, að hún féll í yfirlið og raknaði ekki við fyr en eftir tvo klukkutíma. Þegar læknirinn var sóttur, sagði hann strax að’ það væri blóð-tæring 0g hjartabilun, sem að henni gengi, og gaf helst enga von um bata. Það var erfitt fyrir móður Siggu að missa hana frá verkum og þurfa svo að stunda hana líka, með köfl- um, en samt varð það til að breyta framkomu hennar við dóttur sína svo mikið að nú sýndi hún henni dálitla alúð og meðlíðan. Það var eitt sinn er Ingibjörg ( svo hét móð- ir Siggu) kom að rrtáli við mann sinn, og áttu þau tal um ásigkomu- ,a£ Siggu. “Hún talar svo undarlega, krakk- mn,” sagði Ingibjörg. “Eg skil ekkert í því, dg hún grætur svo mik- ið, og þá heyri eg hana stundum stynja upp orðunum: ‘Það er of seint, mamma, eg er á förum.’ ” Faðir Siggu snytti sér og tók svo í nefið um leið og hann sagði hálf ráðaleysislega: “Hún hefir alt af verið svo mikil væla, telju-greyið en kanske við höfum heldur ekki skil- ið hana rétt. Eg' vona að henni batni bráðum, því nógar eru ann- irnar, sem kalla að, en þó henni batni nú, þá er líklegt að hún verði hálfgerður ónytjungur til vinnu, æði lengi.” Stuttu eftir þetta samtal kom Ingibjörg að Siggu grátandi, með bréf frá Ljótunni í hendinni. Sagði hún móður sinni bréfsefnið og að henni liði hálf illa þar sem hún væri. “Það er slæint, Sigga mín. en þú mátt ekki taka þér þetta svona nærri,” sagði móðir Siggu, dálítið blíðlega. “Þér hefir alt af þótt vænt um Ljótunnl. Setjum nú svo að við gætum tekið Ljótunni fyrir vinnukonu, heldurðu þá að þú gæt- ir ekki látið þér batna, og þætti þér ekki vænt um það?” “Jú, mamijia, mér þætti sannar- lega vænt um það, en eg er hrædd um að mér batni ekki, enda þarftu mín ekki með, og eg hefi verið ó- nýt og ístöðulítil, og þessvegna hefir engum þótt vænt um mig.” “Ó-jú,” sagði móðir Siggu dræmt. “Mér þykir vænt um þig, auðvitað, af því að þú ert dóttir min.” Og í fyrsta sinni klappaði Ingibjörg Siggu á kinnina. En þá fekk Sigga aftur grátkast, og hvíslaði: “Það er of seint, móð- ir mín, eg hefi líklega verið fædd með veikri sál, og nú er hún ólækn- andi.” Móðir hennar gekk út, og lá við að henni hrykkju tár af aug- um, útaf vonleysis ástandi Siggu. Máske að hún hafi fundið að henn- ar eigin tilfinningar orsökuðu hana. Aftur var kominn krossmessudag- urinn og kom þá Ljótunn að Gerði, sem létta-unglingur, en átti nú samt von á kaupi, og hún var ánægð, því nú gat hún verið með SiggO og var það fagnaðarfundur þegar þær hejlsuðust, en nú gat Sigga ekki farið úr rúminu, og hrygði það Ljót- unni ekki lítið ; samt sýndist hráa af Siggu um tíma. En svo þyngdi yfir henni hrátt aftur, og sást, að alt mundi draga að þvi sama. Það var stuttu eftir komu Ljót- unnar að Gerði, að hún heyrði á samtal hjónanna, foreldra Siggu, og heyrði hún þá Ingibjörgu segja við mann sinn: “Eg þoli ekki að heyra hana Siggu litlu tala, heyrðu pabbi, heldurðu að við höfum breytt ranglega við hana? Hún talar um ólæknandi sál, og að öll hluttekning sé orðin of sein. Guð minn góður, ætli við séum þá orsök í veikindum hennar? Máske við höfum ekki verið nógu nærgætin við hana, vesl- inginn, hún talar svo undarlega.” “Eg heyrði óviljandi á tal ykkar,” sagði Ljótunn um leið og hún vatt sér snögglega fyrir bæjar-hornið þar sem hjónin stóðu. “Og þó að þið rekið mig burt af heimilinu fyrir, þá ætla egað segja það sem að mér býr í skapi, en það sem að þið sýn- ist aldrei hafa skilið sjálf.” “Var ekki Sigga eina dóttirin ykk- ar, og þið fyrirlituð hana. Þegar þið hafið hælt drengjunum fyrir dugnað, hafið þið aldrei nefnt hana. Þið hafið rekið hana áfram við vinnuna eins og hún væri elsti son- ur, en ekki veiklað stúlkubarn. Þið hafið aldrei litið blíðlega til hennar eða sagt eitt vinarorð við hana, þetta einmana barn ykkar. Þið hafið aldrei reynt að skilja hana, í einu orði sagt, hafið þið reynst henni lé- legir húsbændur, en hreint ekki for- eldrar. Og nú er hún að deyja. Guð fyrirgefi ykkur og hjálpi mér, þá á eg engan vin framar.” Og nú féll Ljótunn grátandi á kné við hlið Ingibjargar, og bað um fyrirgefn- ingu, ef hún gæti veitt hana. “Eg ætlaði ekki að vera svona vond, að segja svona mikið. Æ,, viltu lofa mér að vera hjá Siggu þangað til hún deyr, þá skal eg fara.” En Ingibjörg strauk um höfuð Ljótunnar og leit grátþrungnum augum til manns síns. “Krakkinn segir hvert orð satt; hún er ásök- unar engill. /Etli að Guð fyrirgefi okkur nokkurntíma aðra eins synd? Farðu, Ljótunn min, til hennar, eg kem bráðum, þú hefir verið sú eina sem hefir skilið og elskað barnið okkar. Vertu hjá henni.” PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. J. STEFANSSON Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phono 403 288 ‘ Winnipeg, Manitoba 216-220 Medical Arts Bldg. Talslmi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 ,til 5.30 e. h. Heimili: 6 38 McMILLAX AVE. Talslmi 42 691 20 5 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phonee 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834-Office tímar 4.30-6 Viðtalstlmi 3—5 e. h. 109 Medical Arts Bldg. Phone 87 293 Office tlmar: 12-1 og 4-6 e.h. Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba 218 SherburmSt.—Simi 30877 Heimili: 102 Home St. Phone 72 409 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur , J. T. THORSON, K.C. W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkur lögfrœOingur tslenzkir lögfraeöingar Skrifstofa: Room 811 McArthur 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 801 GREAT WEST PERM. BLD. PHONE 97 621 Phone 92 755 Er að hitta að Gimli fyrsta PHONES 95 052 og 39 043 þriðjudag I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. E. G. Baldwinson, LL.B. Svanhvit Johannesson LL.B. tslenzkur lögfrœOingur tsienzkur lögfrœöingur tslenzkur "lögmaöur" Viðtalsst.: 609 Mc ARTHUR BG. Skrifst. 702 CONFEDERATION Phone 9 8 013 Portage Ave. LIFE BUILDING (I skrifstofum McMurray & Main St., gegnt City Hall 504 McINTYRE BLK. Greschuk) Slmi 95 030 Phone 97 024 Heimili: 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PUESCItlPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir • 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthflsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED . Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Phone Yonr Orders Dr. Cecil D. McLeod DR. T. GREENBERG Roberts Drug Stores Dentist Dentist Limited Royal Bank Building Hours 10 a. m. to 9 p.m. Sargent and Sherbrooke Sts. PHONES: Dependable Druggists Pliones 3-6994. Res. 4034-72 Office 36 196 Res. 61 455 Prompt Belivery. Nino Stores Winnipag, Man. Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg OPTOMETRISTS MASSEUR “Optical Aathorities of tlie West” STRAIN’S LIMITED Optometrists 318 Smith Street (Toronto General Trusts Building) Tel. 24 552 Winnipeg PHONE 28 200 Res. 35 719 ( PIS ^^VoiAJífO (aUMINOf 1 FITTIO \ 306 KENNEDY BLDG. (Opp. Eaton’s) G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstima BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST- Selur llkkistur ,og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 662 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize in Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curling nnd Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sór að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skrlflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 qORE’s t4 ' LTD. 28 333 LOWESX RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rcntals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL 1 WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Touyn Hotel" 220 Roöms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffec Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Ouests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G, Hutchison, Prop. PHONE 2 8 411 THE WINDSOR HOTEL HOTEL ST.'CHARLES M c L A R E N HOTEL J. B. GRAY, Mgr. & Prop. Jn the Heart of Evergthlng Enjoy the Comforts of a First European Plan WINNIPEO Class Hotel, at Reduced Rates. Rooms $1.00 and up Rooms from $1.00 Up $1.00 per Day, Up Hot and cold running water Special Rates by Week or Month Dining Room in Connection Parlor in connection. Excellent Meals from 30c up 197 GARRY ST. Phone 91 037 It Pays to Advertise in the “Lögberg” Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.