Lögberg - 09.08.1934, Qupperneq 6
6
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 9. AGÚST, 1934
Maðurinn frá Indiana
Eftir BOOTII TARKINGTON
Aldrei haffii John sýnst maís-akrarnir
eins fallegir. Jörðin skilur þarfir mannanna
og uppfyllir þær. Sólin og sumarregnin flýta
fvrir uppskerunni. Þarna stóð brúnn hey-
stakkurinn, sem veitir hestunum fóður, þegar
veturinn kemur; þarna var skýlið, bygt til
þess að hlífa gripunum fyrir norðanvindun-
um. Greinar aldintríjánna bognuðu undir
þunga ávaxtanna. Stóru rauð-máluðu hlöð-
urnar voru fullar af hveiti, og handan við
beitilöndin stóðu hávaxin tré, sem gnæfðu við
himin. Moldin dökk og gljáandi lá í strengj-
um, þar sem búið var að plægja. Bændabýlin
voru traustlega bygð og hlý, svo að vetrar-
næðingarnir gátu engum gert mein, eða blás-
ið bnrt glóðum arineldanna. Þetta var Car-
low-sveitin, þar sem Ilarkless átti heima.
Þeir fóru yfir eina hliðarbrautina enn.
Gamall maður með grátt og úfið hökuskegg
sat á vagni sínum á heypoka, og beið þess
að lestin rynni fram hjá. Harkless greip í
öxl vinar síns.
“Tommy,” hrópaði hann, '‘það er Kim
Fentriss—sjáðu! Sástu gamla manninn?”
“Eg sá einhvern ljótan og leiðinlegan
karl sitjandi á poka,” svaraði hinn.
“Nú, þetta var Kimball Fentriss. Hann
er að fara í bæinn. Hann býr utarlega í sveit-
inni.”
‘ ‘ Er það mögulegt ? ’ ’ sagði Meredith með
mikilli alvöru.
“Hversvegna skyléji hann — ” sagði
Harkless nokkru seinna. “Hvervegna skyldi
hann hafa breytt þeim. ”
“Breytt hverju!”
“Hestunum,” svaraði John. “Hann var
vanur að keyra þann brúna vinstra meginn
og þann jarpa hægra meginn. ”
“Er það svo að skilja að sá brúni sé nú
röngu meginn?” spurði Meredith.
“ Já, hann hlýtur að hafa keyrt þá svona
nokuð lengi; þeir sýnast orðnir vanir þessú.
Þeir eru ekki hræddir við lestina heldur, þess-
ir klárar. Eg hefi séð þá standa krafkyrra
rétt hjá teinunum, þegar flutningslestin þaut
fram hjá. ’ ’ Hann benti á hvítmálað hús með
grænum gluggahlerum. “Þarna býr Win
Hibbard. Nú erum við næstum því komnir
til Beaver. ”
“Beaver? Gerðu þig skiljanlegan, dreng-
ur minn.
“Ó-já, svo þú veist ekki hvað það táknar.
Þú þekkir víst ekki mikið til í þessu ríki, ef
að þú veist ekkti hvað ‘Beavter’ er. Það1
er sú borgin í Carlow, sem gengur næst Platt-
ville að stærð.”
Tom leit út um gluggann. “Þetta er
eflaust satt, eg er þegar búinn að sjá einar
fimm manneskjur. ”
Meredith hafði tekið eftir þeiri brevt-
ingu, sem orðin var á Harkless. Hann hafði
veitt honum nákvæma eftirtekt frá því um
morguninn og var nú orðinn sannfærður um
það, að John var orðinn sem annar tnaður.
öll þrevta var horfin og í stað þess var kom-
in kæti og lífsþróttur, sem jókst eftir því sem
nær dró Plattville. Meredith vissi hvað þar
var að gerast og fór einnig að finna til á-
nægjublandinnar tilhlökkunar. Eins og hann
hafði sagt. þá voru fimm manneskjur sjáan-
legar við Beaver, og hann fór að hugsa um
hvaðan þær gætu verið, því að ekkert hús
sást nokkurstaðar í grendinni, nema járn-
brautarstöðin. Til þess að forvitnast um
þetta gekk hann aftur í lestina. Litla stöðin '
var umkringd þéttum skógi og visin laufblöð
beyttust eftir pallinum, fyrir golunni. Ein
af þessum fimm var gömul kona. Hitt voru
karlmenn. Einn þeirra fekk lestarstjóran-
um símskeyti.
Meredith heyrði lestarstjórann segja
“Jæja, þið megið skreyta vagninn eins og
þið viljið. Eg skal bíða í einar fimm mínút-
ur. ” Einn maðurinn stökk upp í aftasta
vagninn og horfði í kringum sig. Hann sneri
sér að Meredith: “ Veistu hvort þessi maður
í gráu yfirhöfninni er Mr. Harkless? Hann
snýr bakinu að mér og eg vil ekki fara lengra.
Eg þoli ekki loftið í reykingarklefanum.”
“Já, það er Mr. Harkless.”
Maðurinn fór aftur niður á stöðvarpall-
inn.
“Rétt er það, drengir. Komið þið með
þá.”
Dyrnar á vörugeymslu klefanum voru
opnaðar og stór böggull af marglitum papp-
írsborðum kom í ljós. Böggullinn var rifinn
upp og mennirnir tóku að hengja upp borð-
ana eftir vagninum endilöngum. Að því
loknu festu þeir upp flögg hér og þar. Þetta
var alt gert í mesta flýti.
Merdith stai;ði á þetta athæfi. “Hvað á
alt þetta að þýða?” spurði hann mennina.
“Skemtidagur niður með línunni,” svör-
uðu þeir. Svo gáfu þeir lestarstjóranum
bendingu og lestin skreið af stað, en þeir stóðu
á pallinum, en Meredith sá að þeir biðu eftir
aftasta vagninum og stukku á hann um leið
og hann fór fram hjá.
“Hvað gengur á,” spurði Harkless.
“Eitthvað um að vera niður með lín-
unni.”
“Heldur svalt fyrir útiskemtanir nú,
finst þér það ekki? Einn af þessum mönnum
var talsvert líkur vini mínum, Homer Tibbs,
eða líkur því sem hann er, þegar hann hefir
gert eitthvað skammarstryk. Hann hafði
hattinn dreginn niður fyrir augun og sneri
sér alt af frá mér.” Harkless hélt áfram að
benda vini sínum á hin og þessi bændabýli,
sem sáust úr lestargluggunum, og þegar nær
dró Plattville, gat hann varla ráðið sér fyrir
kæti. “Sjáðul Horfðu þarna handan við
skóginn. Sérðu húsið?”
“ Já, eg sé húsið.”
“Þarna býr Bowlder. Þú verður að
kynast þeirri fjölskyldu.”
“Það væri gaman. ”
“Agætis fólk, Bowlder og f jölskylda hans.
Hús Briscoe sjárnn við ekki. Það er um-
kringt háum tr jám, svo er það um mílu héðan.
Við borðum þar í kveld. Leist þér ekki vel
á Briscoe? Briscoe er afbragð. Við keyrum
frá stöðinni með Judd Benett; Sá getur nú
komist yfir jörðina. Eg verð að líta inn á
skrifstofu ‘Herald’fyrst,” bætti hann við og
hnyklaði brýrnar.
“Þetta getur nú alt saman verið mis-
skilningur,” sagði Meredith rólega. “H.
Fisbee er kannske ekki eins mikill svikari og
þú heldur.”
Harkless rétti lír sér og rak upp lilátur.
Meredith hafði ekki heyrt hann hlæja síðan
þeir mættu Helen á dansleiknum í Rouen.
‘ ‘ Svikari! Maður, sem lætur McCune kaupa
sig. Jæja, það má bíða þangað til við kom-
um. Heyrðu! Lestin er að blása. Þá er
ekki langt eftir. Nei, þarna er olíubrunnur!”
“Svo er það.”
“Og annar, þrír, fimm, sjö, hver lijá
öðrum. Þeir byrjuðu þrem mílum sunnar, en
Eph Watts veit hvað liann er að gera; góður
strákur Watts. Hann verður þú að sjá.”
Þeir voru nú komnir í útjaðar bæjarins
og Harkless þekti hvert hús og íbúa þess.
Allir voru mestu ágætismenn og Tom átti að
fá að kvnnast þeim öllum.
“Er þetta hljóðfærasláttur ? ” spurði
hann snögglega. Eða syngjur svona í tein-
ifnum?”
“Eg held að það sé hljóðfærasláttur,”
svaraði Tom. ‘‘Eg heyrði þetta áðan. Þarna!
Nei—jú— Það er hornaflokkur, sem eg er
lifandi.”
“ Nei; hvað gæti það átt að þýða ? ’ ’
Lestin hægði á sér og staðnæmdist við
vatnsgeyminn, eina hundrað faðma frá stöð-
inni. Þá var ekki lengur neinn vafi á því
að eitthvað mikið var að gerast.
Fyrst heyrðist fallbyssuskot í lítilli fjar-
lægð. Svo tók lúðrasveitin aftur til. Hún
var að spila “Marching Through Georgia.”
Meredith lagði hendina á öxl vinar síns.
“John,” sagði hann, “John—” Annað skot
heyrðist, svo dundu við gleðióp þrjú þúsund
manna, sem enn voru ósýnilegir.
Lestin skrölti aftur af stað og staðnæmd-
ist nokkru seinna við stöðina. Þar var feikna
mannfjöldi samankominn. Allir veifuðu
flöggum eða vasaklútum, eða fleygðu höfuð-
fötum sínum upp í loftið og hrópuðu af gleði.
Lúðrasveitin spilaði, en hávaðinn frá mann-
þrönginni var svo mikill að ekkert heyrðist
til hennar. Um leið og lestin staðnæmdist,
ruddist hópur manna að vögnunum. Þeir
Warren Smith, Briscoe, Keating og Mr.
Bence frá Gainer voru í broddi fylkingar, og
urðu fyrstir til þess að komast inn í lestina.
Harkless stóð á fætur og gekk á móti
þeim. Hann staðnæmdist.
“Hvað á þetta að þýða?” sagði hann og
fölnaði. “En Halloway—komst McCune—
hafið þið—”
“Warren Smith tók í aðra hönd hans og
Briscoe í hina. “Hvað þetta á að þýða?”
hrópaði Smith; “það þýðir það, að þú varst
útnefndur sem þingmannsefni til Washing-
ton, klukkan eitt í dag. Við aðra atkvæða-
greiðslu, alveg éins og yngri Fisbee hafði
spáð, fyrir mörgum vikum.”
Sjaldan í sögu Carlow-sveitar höfðu
svona margir menn verið samankomnir á
þessum slóðum. Frá því um morguninn höfðu
menn vitað að Harkless ætlaði að koma þenn-
an dag, og móttökunefndin hafði ekki verið
aðgerðarlaus. Löngu áður en lestin kom, var
alt tilbúið. Homer Tibbs hafði rekið erindi
sitt vel í Beaver, og gráhærðir uppgjafa her-
menn frá dögum þrælastríðsins höffeu komið
gömlu fallbvssunni í skorður. Klukkan eitt,
skömmu eftir útnefninguna, höfðu hinar
ýmsu deildir fylgjenda Harkless undirbúið
skrúðgöngu frá ferhyrningnum til járnbraut-
arstöðvarinnar. Til að vera til taks þegar
lestin kæmi, hafði skrúðgangan verið komin
á stöðina tveimur tímum of snemma. Við
þennan hóp bættist svo f jöldi annara, um leið
og fréttin barst út um sveitina. Allir voru í
besta skapi og sigrihrósandi yfir úrslitunum.
Mr. Bence frá Gaines hélt þrumandi ræðu,
án þess að nauðsynlegt væri að leggja mikið
að honum. Honum mæltist þannig: “Óska-
barn þessa héraðs kemur nú aftur til híbýla
sinna, eins og annar Cincinnatus, sem kall-
aður hefir verið af fólki sínu til að sinna liin-
um vandamestu störfum. 1 fyrsta sinn í sex-
tán ár verður það íbúi þessa héraðs, sem ber
merki kjördæmis okkar. Merki framsóknay
og framfara prýtt logagyltum stöfum, ber
liann nú á þing. Eins og hinar tignarlegu
galeiður, sem höfín sigldu til forna, fóru
íeiðar sinnar, þrátt fyrir storma og öldugang,
þannig mun hann ótrauðlega fylgja áhuga-
málum sínum og okkar. Vinir hans eru hing-
að komnir til þess að taka í hönd honum, til
j>ess að fagna honum og þessir vinir hans eru
eins margir og þau nöfn, sem fundin verða í
manntalsskýrslum þessa umdæmis. ”
Þessi síðasta staðhæfing virtist nærri
sanni. Stöðugur straumur af fólki, fótgang-
andi og keyrandi, streymdi til Plattville.
Allar kerrurnar og vagnamir voru skreyttar
marglitum borðum og smá-flöggum. Hávað-
inn og gleðin jókst stöðugt eftir því sem leið
á daginn. Þeir, sem gangandi voru reyndu
með öllu móti að komast sem næst stöðinni.
Hinir klifruðu upp í sætin á kerrunum, til að
geta séð alt sem best. Allir vildu fá að sjá
hann. Þegar blístran gaf til kynna að lestin
væri að nálgast, þá byrjaði lúðrasveitin, fall-
byssuskotin dundu, hornin blésu og mann-
f jöldinn hrópaði. Alt var í uppnámi.
Helen var í mikilli geðshræringu. Hún
stóð í fremra sætinu í kerru Briscoes, og
Minnie við hlið hennar. Þegar hávaðinn
byrjaði urðu hestamir hræddir og tóku að
ólmast. Lige Willetts hljóp til og stilti þá,
en Helen tók ekki eftir neinu, vissi ekki einu
sinni að Minnie hafði gripið um mitti henn-
ar, svo að hún félli ekki úr kerrunni. Helen
starði á reykjarmökkinn, sem lagði upp úr
eimkatlinum, sem var í nokkurri fjarlægð.
Hún hélt hendinni yfir augunum eins og hún
hafði gert daginn, sem þau stóðu við bláu
tjaldstöngina, undir tjaldinu forðum.
Þegar lestin staðnæmdist sá hún Briscoe
og aðra stökkva upp í einn lestarvagninn.
Svo leið nokkur stund, að englnn kom, en
fólkið, sem næst var klifraði upp í gluggana
og teygði sig til að geta fengið að sjá hann.
Briscoe og ókunnugur maður, rauður í and-
liti, komu út, báðir hlæjandi. Svo komu Keat-
ing og Bence og Warren Smith. Þegar lög-
maðurinn steig niður á pallinn, sneri hann sér
að dyrum vagnsins og veifaði hendinni, eins
og til að bjóða einhvern velkominn.
“Hér kemur hann, velkominn heim!”
Hávaðinn, sem verið hafði margfaldaðist nú.
Eftir þessu augnabliki höfðu menn beðið.
Ótal horn tóku að blása; blístran á mylnunni
hans Hibbards skrækti ógurlega og blístran
á eimkatlinum tók undir; ráðhúsklukkunni var
Iiringt í ákafa og kirkjuklukkunni einnig;
gamla, ryðgaða fallbyssan var aftur hlaðin,
og hvellirnir úr henni ætluðu alla að æra. Við
þetta bættist svo gleði-óp fólksins, þegar John
Harkless steig ofan úr vagninum og niður á
pallinn.
Þegar Helen sá hann innan um allan
þennan mannfjölda og öll þessi flögg og fagn-
aðarlæti, þá leit hún í kringum sig óttaslegin,
stökk niður og settist í aftara sætið í kerr-
unni. Hún sneri sér frá stöðinni og byrgði
andlitið Lhöndunum. Hún vildi helst hlaupa
burt eins og hiin hafði gert þegar hún var
miklu yngri, og sá Harkless í fyrsta sinn. Þá
sem nú hafði honum verið tekið sem hetju.
Menn höfðu safnast utan um hann, og nú
einnig voru þeir að bera hann á öxlum sér.
Minnie kallaði til hennar og sagði henni að
líta við. Hún sá hann aðeins sem snöggvast,
áður en hann hvarf inn í mannþröngina, sem
nú. þóttist hafa heimt hann úr helju, en það
sá hún að hann var fölur og alvarlegur á
svipinn.
Briscoe og Tom Meredith ruddu sér braut
í gegnum þvöguna og stigu upp í kerruna.
‘Agætt, Lige,” sagði dómarinn Við Willetts,
sem gætt hafði hestanna. “Farðu með pilt-
unum, þeir vilja hafa þig með. Við keyrum
yfir að Aðalstræti til þess að sjá skrúðgöng-
una,” sagði hann við stúlkurnar, og tók við
aktaumunum.
Hann gat með naumindum komið hest-
unum úr þvögunni, en þegar á veginn var
komið, ók hann greitt í áttina til Aðalstrætis.
Dómarinn kallaði til tryppanna, og herti á
þeim. Hann var í besta skapi. “Þetta er
stór dagur fyrir Carlow,” sagði hann. “Betra
dagsverk en þetta hefir ekki verið unnið hér
í tuttugu ár.”
“Sagðirðu honum um Mr. Halloway?”
spurði Helen og beygði sig nær honum.
“Warren sagði lionum það áður en hann
kom af lestinni,” svaraði Briscoe. “Hann
hefði neitað útnefningunni strax, geri eg ráð
fyrir, ef að við hefðum ekki fullvissað hann
um það að Kedge væri liæstánægður. ”
“Ef að eg hefi skilið Mr. Smith rétt, þá
hefir framkoma Kedge verið honum mjög til
sóma,” sagði Meredith.
Dómarinn hló. “Hann sá að það var
eina ráðið til þess að sigra McCune, og hann
hefði fórnað lífi sínu og Johns líka, til að
McCune kæmist ekki að.”
“Því varstu ekki eftir hjá honum, Tom? ”
sagði Helen.
“Hjá Halloway? Eg þekki hann ekki.”
“Maður fyrirgefur nú marga gletni og
jafnvel svona útúrsnúning, þegar vel liggur
á manni,” sagði Helen. “En því skildir þú
við Mr. Harkless?”
“Þú ert ósköp vingjarnleg við aðkomu-
mann, þykir mér. Eg hefi þó ánægjuna af
því að sitja hjá þér. Briscoe dómari var svo
góður að bjóða mér til kveldverðar með öðr-
uin merkum mönnum. Eánnig bauð hann mér
að keyra með sér, til þess að sjá skrúðgöng-
una. Eg þáði hvorttveggja. ’ ’
“En vildi hann ekki að þú værir með
sér ?”
“Eg hélt eg hefði sagt þér rétt áðan, að
hann hefði boðið mér að vera með sér.”
“Ser ?”
“Já, sér. Briscoe dómari, Miss Sher-
wood vili ekki trúa því að þú hafir boðið mér
að verða ykkur samferða. Ef eg er einhverj-
um til ama, þá—” Hann lét sem hann ætlaði
að stökkva úr kerrunni.
“Þú ert aumkunarverður æringi!” hróp-
aði Helen, og einhverra hluta vegna komu
þessi orð honum til þess að horfa á hana al-
varlega. Hún leit undan. Þá greip hann
hönd hennar og kysti hana.
“Nei, nei,” sagði hún með sjálfandi
röddu. “Þú mátt ekki halda það. Það er—
eins og þú veist, eg—eg átti ekki við það.”
“ Jæja, þú getur ekki komið mér í ilt skap
sérstaklega þar sem þú sagðist geta fyrir-
gefið mér alla mína gletni í dag.”
“Því skyldir þú við Mr. Harkless?”
spurði hún aftur án þess að líta upp.
“Góða besta,” svaraði Tom. “Það var
vegna þess að mín elskulega 'frænka hefir
einhverra hluta vegna ekki látið útnefna mig
til þings, en hefir veitt þann heiður öðrum
manni, og, ef eg má segja það, óverðugri og
óhæfari manni en onér. Og þar að auki hefir
fólkinu hér ekki sýnst að hylla mig og hrópa
gleði-óp, þótt það sæi mitt fríða andlit. Ekki
var skotið stórskotum mér til heiðurs. Ekki
spilaði lúðrasveitin, þó að eg kæmi, því ætti
eg þá að ganga í miðri prósessíu, þar sem eg
er alveg óþektur. Eða því ætti eg að keyra í
skrautlegum vagni, dregnum af f jórum hvít-
um gæðingum, — vagni prýddum með silki-
flöggum og öðru útflúri. Eg á engan hlut
; að máli, þessvegna flúði eg til þín. ’ ’
“Hver er þá hjá honum?”
“Allir íbúar þessarar sveitar, ef eg hefi
tekið rétt eftir.”
“Ó, sei, sei,” sagði dómarinn og sneri
sér að Helen. “Keating, Smith og faðiú
þinn eiga að sitja í kerrunni hjá honum. Þú
' l>arft ekki að óttast að nokkur fari að segja
honum að H. Fisbee sé ung stúlka. Það skilja
allir hvernig í því liggur; menn vita að þér
hefir verið falið að segja honum þá sögu—
hvað vel þessari ungu stúlku hefir tekist að
líta eftir blaðinu fyrir hann. ’ ’ Gamli maður-
inn hló og horfði útundan sér til dóttur sinn-
ar.
“Eg!” lirópaði Helen. “Eg að segja
honum! Það má enginn segja honum. Hann
þarf aldrei að vita það.”
Briscoe klappaði henni á kinnina. “Hvað
heldurðu að þess verði lengi að bíða að ein-
hver segi honum það?”
“En þeir litu eftir honum í fleiri mán-
uði, og enginn sagði honum neitt.”
“ Já, sagði Briscoe, “þá var nú öðru máli
að gegna.”
‘ ‘ Nei, nei, hann má aldrei fá að vita það. ’ ’
“Hann víerður búinn að frétta það á
morgun, svo að þér er best að segja honum
alt saman í kveld.”
“íkveld.”
“Já, þú munt eiga kost á því. ”
“Eg?”
‘ ‘ Hann ætlar að borða hjá okkur í kveld.
Ilann og faðir þinn auðvitað, og Keating og
Bence og Boswell og Smith og Tom Martin
og Lige. Við ætlum að skemta okkur vel, og
þið Minnie eigið að sjá um veitingarnar. Svo
förum við öll til bæjarins á eftir og horfum
á flugeldana og alla gleðina. Eg skal lofa
lionum að keyra þig í litlu kerrunni. Þá haf-
ið þið nógan tíma til þess að tala um þetta alt
saman.
Helen hrökk við. “Nei, aldrei,” lirópaði
hún, “aldrei!”