Lögberg - 09.08.1934, Page 7
LÖGBBiRG, FIMTUDAGINN 9. AGÚST, 1934
7
ŒFIMINNING
Jóhannes Thórdarson
1846 —1934
Jóhannes Thórdarson bóndi í grend við Svold, N. Dak.,
lést á heimili sínu 21. apríl J>essa árs. Hann var fæddur i
Presthvammi í S.-Þingeyjarsýslu 15. júlí 1846. Foreldrar hans
voru Þór'ður Jóhannesson og Rósa Jónsdóttir, af Grænavatns-
ættinni.
Jóhannes giftist eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Sigurlínu
Friðbjörnsdóttur frá Skálanesi við Seyðisfjörð 23. júní 1883,
og sama ár fluttust j?au til Ameriku. Ári síðar nam Jóhannes
sál. land það í Akra-sveit, sem upp frá því var heimili hans til
dauðadags.
Þeim hjónum Jóhannesi og Jóhönnu varð 9 barna auðið.
En af þeim eru nú 4 dætur látnar. Ein þeirra dó í æsku, hinar
þrjár á fullorðinsaldri: Hildur Sigrún dó 1924. Margrét Ingi-
björg dó 1930 og Guðrún Friðbjörg, kona Wm. McMurchie
lögmanns í Cavalier, N. D., dó 1933. En börn þeirra, sem lifa
eru þessi: Hannibal Ágúst, bóndi við Svold, N. Dak., Jónína
Ólína, gift E. A. Eiríkssyni, bónda í grend við Gardar, N. Dak.;
Sigurður, Lárus Tryggvi og Óskar Victor, allir bændur í grend
við Svold, N. Dak. Og 17 barnabörn átti hann er hann lézt.
Jóhannes ‘sál. var mesti dugnaðarmaður og mjög áreiðan-
legur í öllum viðskiftum. Hann var fremur fáskiftinn út á við,
en góður borgari, er rækti í því efni vel skyldur sínar, svo sem
og á öðrum sviðum. Hann var raungóður maður og hafði
ánægju af því að rétta þeim hjálparhönd, er voru þurfandi.
Ekki var hann ríkur, en farnaðist vel og bjó góðu búi. Hann
var góður eiginmaður og faðir.
Heilsa Jóhannesar bilaði mjög árið 1920. Að sönnu hafði
hann fótavist þó heilsan væri tæp, þar til árið 1928. En síðan
var hann rúmfastur. Var hann þá líka orðinn blindur, og
heyrnin mikið farin að bila. Má því með sanni segja að hann
bar mjög þungan kross síðustu árin. En mótlæti sitt bar hann
ávalt með stakri þolinmæði og möglaði ekki. Enda stundaði
hin trúfasta eiginkona hans hann með stakri nákvæmm og af
mikhtm kærleika.
Jóhannes sál. var jarðsunginn frá heimili sinu i grafreit
Péturssafnaðar við Svold, N. Dak. 23. april. Fylgdi honum
stór hópur ættingja og vina til grafar. Hans er sárt saknað af
ástmennahópnum og ýmsurn vinum, þó þau hinsvegar fagni
yfir því að hinum þunga krossi hefir nú verið varpað af hans
þreyttu herðum.
H. S.
ZIGZAG
CIGARETTE PAPERS
“Ftiillkomna bókin”
NÝ—þægilega SJÁLFVIRK vasabók — Betri kaup. Enginn
afgangur—Síðasta blaðið jafngott því fyrsta. Hefir jafn-
mörg blöð eins og stóru tvöföldu bækurnar.
Beztu sigarettu blöð, sem búin eru til
KAUFQ) AVAX.T
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551.
Kominn heim aftur
Það þykir víst ekki umtalsmál,
þótt menn leggi land undir fót nú
á dögum, þó langar mig til þess að
minnast lítið eitt á hið siðasta ferða-
lag mitt á kirkjuþingið og áfram-
hald að því loknu.
Kominn er eg nú heim þreyttur,
en innilega glaður og þakklátur yfir
því marga og góða, sem fyrir bar á
ferðinni.
Um kirkjuþingið héldum við
til hjá Þórði Bjarnasyni og hans á-
gætu konu Vigdísi. Hafa þau hjón
átt heima í Selkirkbæ og eiga þar
snoturt og þægilegt heimili. Létu
þau ekkert ógert til þess að gera
manni dvölina með allri ánægju. Ó-
gleymanleg verður mér kvöldstund-
in, sem eg átti með vinum þeirra
hjóna að kvöldi þingloka dagsins og
sessunaut þeim, sem eg átti þá og
orðum þeim, sem bárust mér; betur
að fleiri ættu innræti og hugarfar
það, sem orð hins prýðilega sessu-
nautar báru vott um. Munu þau
seint gleymast.
Daginn eftir fylgdi Þórður mér
til vina og forn-kunningja í bænum,
var það óskift ánægja.
Næsta sunnudag, þ. i. s. 1. mán-
aðar, messaði eg hjá Betelsöfnuði í
Silver Bay. Kirkja safnaðarins,
snoturt hús, en ekki fullgerð að öllu,
var full af fólki. Fekk eg að sjá
marga vini mína og fermingarbörn
innan safnaðarins. En söknuður
bjó mér þó í huga, er eg leit yfir
söfnuðinn og mintist þeirra, sem
höfðu verið kallaðir burt, síðan að
eg veik af þeim slóðum. En eg
huggaði sjálfan mig og söfnuðinn
með þeirri fullvissu, að þeir væru
fluttir í hinn dýrlega aldingarð
Guðs, þar sem að Guð sjálfur
græddi þá og hlúði að þeim.
Aðra messu flutti eg hjá söfnuð-
inum tveim vikum seinna. Ekki
vanst tími til þess að koma á nærri
öll heimilin innan bygðarinnar.
Gisti eg tvær nætur á heimili Ólafs
Thorlaciusar. Er Ólafur nú hnig-
,nn á efri aldur og kona hans Guð-
run. £>ar piefi eg oft notið góðrar
hvíldar og mikils beina. Er hús og
heimili rneð því allra fullkomnasta
innan bygðar.
Ujá Sigurði Sigurðssyni átti eg
tvær nætur ágætar, eins og eg væri
heimamaður þar. Býr Sigurður í
prýðilegu húsi, nýju, og er vel
efnum búinn. Dvaldi eg eitt sinn
við barnakenslu hjá þeim hjónum
Sigurði og konu hans Jónu. Gekk
eg út á balann, með dóttur Sigurðar,
Þórönnu, þar sem börnin áttu sér
barnaleiki á þeim árum. Gat eg þess
við hana, að nú væri barnaleikjun-
um lokið og leikir lifsins komnir í
staði nn. Kvað hún það satt vera.
Við brugðum okkur til Ólafs
Daða, sem er^ sonur Ólafs Thor-
, laciusar, er hann giftur Sigurveigu
| dóttur Sigurðar Sigurðssonar. Ól-
afur er byrjaður að búa fyrir stuttu;
búa þau hjón í litlu, snotru húsi.
Gefur heimilið von um bjarta fram-
tíð.
\ el báðu þau hjón fyrir mér, og
við hvort fyrir öðru að endingu, og
skildum með hlýleika.
Hjá Birni Jónassyni og konu hans
Kristjönu var eg nætursakir aftur og
aftur, og naut sama beina. og hlý-
leika eins og ávalt áður, og eins á
heimili Hermanns Helgasonar í
Ashern.
Erá Ashern brá eg mér til Ár-
borgar, en næsta sunnudag var eg
hjá íslendingunum við Beckville, og
messaði í húsi Björns Þórðarsonar;
voru bygðarmenn nálega allir við-
staddir; skírði eg þá tvö býrn.
Móðir annars barnsins er af inn-
lendum ættum og hafði dvalið á
\ msum stöðum 1 uppvextinum;
reyndar eru mæður beggja barn-
anna af innlendu fólki. Þessi um-
rædda kona hafði ekki notið skírnar
þegar hún var barn; lét hún í ljós
þá ósk sína, að hún fengi líka að
skírast á heimili sínu daginn eftir;
varð það að framkvæmdum. Ekki
minnist eg þess að hafa unnið fagn-
aðarríkara verk, en að veita þessari
góðu og geðþekku konu skrínar-
sakramentið. Mun eg minnast
þeirrar stundar lengi. í atviki þessu
var Guð sjálfur áþreifanlega starf-
andi.
í bygð þessari er innlend stúlka,
sem er búin að liggjá rúmföst tutt-
ugu og fimm ár. Slasaðist hún og
er afllaus og án tilfinningar upp
fyrir mitti. Hefir hún til að bera
nálega alla þá kosti, sem mega prýða
eina konu. Hefir hún gáfnafar
mikið og breytilegt og glaðlyndi,
eins og ekkert hafi í skorist. Höfum
við bréfaviðskifti með köflum.
Glaðlyndi þessa göfuga krossbera
og hugprýði er ljós vottur þess, hve
máttur Guðs er mikill i veikleikan-
um. Heimsótti eg tvisvar þessa
vinkonu mína, meðan eg hélt til á
þessum slóðum. Eignaðist miklar
og geðþekkar endurminningar á
þann hátt.
1 Wíinnipeg fann eg að máli ýmsa
þá, sem eg hafði fyrrum kynst utan
bæjarins, var það ánægjulegur tími.
Suma þeirra hafði eg ekki séð um
lengri tíma. Meðal þessa fólks er
f jölskylda allstór, sem til þessa dags
hefir haldið við mig óskiftum hlý-
leika og velvild; margt og mikið
hefir hún gert mér gott, fyr og síðar.
Mun eg, ef Guð lofar, minnast þess
i öðru sambandi innan skamms, þó
get eg naumast varist að minnast
þess, að þegar eg var að yfirgefa
fólk þetta um kvöldið, áður en eg
steig upp i lestina heimleiðis, að
yngstu börnin kvöddu mig og buðu
mér góða nótt með kossi. Nokkrir
úr f jölskyldunni fylgdu mér á stöð-
ina, sem átti að flytja mig heim-
leiðis. Datt mér þá 1 hug, að gott
:r að eiga hlut í með þeim, sem eru
hreinir og heilir innanbrjósts.
Það má ef til vill kalla þessa hluti
«mámuni. Eg fyrir mitt leyti kýs
heldur að eiga óskiftan hlýleika
vandaðra manna, en öll áuðæfi heims
)g gull.
Og þegar eg er nú í næði að hug-
leiða alt það góða, sem mér barst úr
brjóstum þeirra, sem eg umgekst á
þessu ferðalagi, býst eg við að ýmsir
kunni að njóta meiri vinsælda en eg,
svo mikinn skerf hefi eg þó þegið,
að maður hlýtur að komast við af
þakklæti, því virkilega er það besti
auðurinn.
%
Svo kveð eg ykkur öll í anda og
bið Guð að blessa ykkur öll.
N. N. C.
Á málverkasýningu
Eftir scra Jakob Jónsson
Eg kem inn á málverkasýningu,
þar sem stórir veggir eru þaktir með
ótal myndum. Gestirnir streyma út
og inn um dyrnar, bugfangnir og
glaðir. Eg nem staðar frammi fyr-
ir mynd einni og virði hana fyrir
mér. Einhver kemur upp að hliðinni
á mér og horfir eins og eg.«
“Eftir hvern er þessi mynd ?” spyr
eg-
“Eftir hvern?” étur maðurinn
eftir mér.
“Já, hvað heitir málarinn, sem
hefir gert hana,” held eg áfram.
Þá hlær maðurinn, dátt og inni-
lega. Hann leggur hendina á öxlina
á mér og segir með mesta lítillæti,
eins og þegar menn tala við ein-
feldninga:
“Þú heldur þó víst ekki, lags-
maður, að það séu til málarar?”
En þetta er nú einmitt það, sem
eg hefi haldið, og þegar maðurinn
gengur burtu, hnakkakertur, eins og
sigurvegari, er eg enn að brjóta heil-
ann um, hvernig hægt sé að sam-
rýma það heilbrigðri skynsemi, að
málverk geti orðið til án málara.
Eg geng um göturnar að kvöld-
lagi. Það sindrar á lygnan fjörð-
inn. Fjöllin gnæfa yfir höfði mér
eins og risar í hvítavoðum. tJti i
geimnum blikar á stjörnur. Það eru
hnettir, sólir, sem lúta hárf ínum, ná-
kvæmum lögmálum eins og jörðin,
sem eg geng utan á. Menn ganga
fram og aftur, hugfangnir og glaðir.
Eg nem staðar og virði fyrir mér
hinn mikilfenglega yndisleik nátt-
úrunnar. Einhver kemur upp að
hliðinni á mér og horfir eins og eg.—
“Hver hefir skapað alt þetta:”
“Ha—skapað ?” étur maðurinn
eftir mér.
“Já, hvílíkur er sá guð, sem hef-
ir gert heiminn?” held eg áfram.
Þá hlær maðurinn dátt dg inni->
lega. Hann leggur hendina á öxlina
á mér, með mesta lítillæti, eins og
þegar menn tala við einfeldninga:
“Þú heldur þó víst ekki, lags-
maður, að það sé til guð?”
En þetta er nú einmitt það, sem
eg hefi haldið, og þegar maðurinn
gengur burtu, hnakkakertur, eins og
sigurvegari, er eg enn að brjóta
heilann um það, hvernig hægt sé
að samríma það heilbrigðri skyn-
semi, að heimurinn hafi orðið til án
anda, sem hugsi, viti og vilji—án
guðs.
Eg kem aftur á málverkasýningu,
þar sem stórir veggir eru þaktir með
ótal myndum. Þarna eru margir
menn staddir í þeim tilgangi að njóta
listaverkanna og öðlast þekkingu á
þeim. Einn þeirra nemur staðar rétt
hjá mér, framundan stórri og mikil-
fenglegri mynd.
“Þessa mynd verð eg að athuga,”
segir hann og gengur fast að hentii.
LTpp úr tösku sinni dregur hann ná-
kvæmt stækkunargler, mælikvarða,
vasahníf og einhver efnarannsókn-
aráhöld, sem eg veit engin deili á.
Svo hefst rannsóknin. Hann mælir
með stakri umhyggju, hve mikið er
af rauðum og bláum eða grænum
lit að flatarmáli. Hann skrifar hjá
sér, hvar myndin er hrufótt, og hvar
hún er slétt; hann skefur upp ei-
lítið af málningunni og rannsakar
efnasetning hennar, og um leið
reynir hann að sjá, hvaða tegund
af striga hefir verið notaður til að
mála á. í mesta sakleysi fer eg
til mannsins og spyr, hvort hann sé
genginn af vitinu. Eg reyni a??leiða
honum fyrir sjónir, að þótt að þetta
sé alt saman til að auka þekkingu
hans á málverkinu, þá sé aðalatriðið
eftir enn. Eg vil fá hann til að
nema staðar, með ró og stillingu
andspænis myndinni og láta hana
verka á huga sinn, svo að hann finni
anda snillingsins, sem skóp hana,
iinna þær hræringar í lifandi sál höf-
undarins, sem urðu undirrót hins
dásamlega verks.
Maðurinn horfir á mig, og mér
finst eg hafa séð hann áður. Þá
hlær hann dátt og innilega. Hann
leggur hendina á öxlina á mér og
segir með mesta lítillæti, eins og
þegar menn tala við einfeldninga:
“Eg skal segja þér, góðurinn
minn, við hérna viðurkennum ekki
aðra þekkingu en þá, sem náttúru-
vísindin veita, hvort sem um er að
ræða eitt málverk eða alla tilveruna.”
Naumast er það.—
Rétt á eftir fer eg út. Hver veit
nema eg átti mig betur á þessum
sannleika undir beru lofti. Margt
fólk er á götunni. Ungur maður og
ung stúlka leiðast. Hvílík hrifning í
! augum þeirra. Þau hljóta að sjá og
finna eitthvað stórkostlegt, þegar
þau líta hvort á annað. En “hvað
segir sá heilagi Sírak hér um?”
Hvað segja náttúruvísindin unga
manninum um unnustu sína? Þau
segja frá líkama, sem er samansett-
ur af ýmsum tegundum fruma, er
skipa sér í vefi. Þau segja frá önd-
un bg meltingu, hringrás blóðsins,
hreyfingum hjartans, starfsemi
tauganna o. s. frv. Er ekki von, að
maðurinn verði ástfanginn? En er
nú vist, að hann finni ekki líka eitt-
hvað, sem ekki verður mælt eða
vegið? Finnur hann ekki leggja á
móti sér yl heitra, ástúðlegra til-
finninga: Sér hann ekki inn í djúp
sálar, sem er hafin upp yfir öll
stækkunargler, mælikvarða og efna-
rannsóknaráhöld ?
Eg nem staðar við stóra götuaug-
lýsingu. Frægur fiðluleikari ætlar
að halda fiðluhljómleika kl. 8 í
kvöld. Það er útlagt á máli náttúru-
vísindanna: Kjötskrokkur með dá-
litlu af beinum og innýflum ætlar
að nudda saman hrosshári og katta-
görnum kl. 8 i kvöld.
Sancta simplicitas!
Loks er eg einn míns liðs. Eg
stend á götutroðningi, sem liggur
eftir gráum mel. Þá kemur þetta
dásamlega, setn ekki er hægt að lýsa
á mannlegu tungumáli. Fjöllin sjást
álengdar og hafið fellur út að sjón-
deildarhringnum eins og sléttur,
sindrandi dúkur. Hvernig á eg að
segja frá þessu? Ef eg horfi á
hendina á mér, sé eg hana, eins og
hvern annan hlut. En auk þess finn
eg, að hún er partur af sjálfum mér,
líf hennar er þáttur úr mínu eigin
lífi. í þetta sinn nær tilfinning mín
lengra. Eg finn, að sami andinn,
sem er að verki innst og dýpst í
sjálfum mér, hann er lika í fjöllun-
tim, steinunum, sjónum, jörðinni,
loftinu. Annaðhvort víkkar með-
vitund mín út yfir alt, eða hún
hverfur inn i hina dularfullu og dá-
samlegu sál alls heimsins, andann,
sem alt lifir og hrærist í. Eg finn
hvernig allifið ólgar og svellur, svo
að hræringar þess ná út í smæstu
agnir efnisins. Á þessu augnabliki
skil eg og veit, að eg er tengdur ó-
rofa böndum sérh'verri lifandi veru
og jafnvel dauðri náttúrunni. Óum-
ræðileg sæla gagntekur mig; það er
ekki venjuleg gleði. En alt er þetta
þó raunverulegt og blátt áfram—
það er insti kjarni veruleikans.
Eg veit, að sá, sem ekki viður-
kennir aðra þekkingu en þá, sem
náttúruvísindin veita, vita notkun
allskonar mælitækja, hvort sem um
er að ræða eitt málverk, mann eða
alla tilveruna, hann lítur á orð mín
sem einskisvert hjal. En allir þeir,
sem einhverntíma hafa fundið anda
guðs snerta sig, munu kannast við
dásemd þeirrar reynslu. Og þeir
munu kannast við það, að í tilver-
unni sem heild, ekki síður en í einu
málverki eða manni, er starfandi
andi, sem ekki verður mældur eða
veginn, heldur fundinn'
—Kirkjublað.
SKRIÐREIÐAR NÚTMANS
Eg minnist ekki að hafa heyrt
þetta nafn á þessum ferðatækjum
nútímans og má vel vera að nafn-
ið, sé upp úr mér, og læt eg mig það
þá litlu skifta. Nafnið kom undir
þegar mér datt þessi visa í hug:
Skrölta á brautum skriðreiðar,
skrækja, smella og veina;
mörgum oft til meinsemdar,
má ei slíku leyna.
Ó-jú, þær verða nú stundum helst
til oft til fneinsemda skriðreiðarnar
nútímans, þar sem þær standa úti
fyrir dyrum manna með bugspjótið
hálft inni i dyrum, og eru þær skrið-
reiðarnar að líkindum hafðar þar til
prýðis, því ekkert elskar nútíma
þjóðin eins og þessi fljúgandi
brauta-tól, sem fólk þó daglega
drepur sig á. En það er nú ekki
skriðreiðinni að kenna. En ekkert
af öllu, sem nútíminn hefir að bjóða,
hefir sett fólk eins hryllilega á haus-
Fyrir þá, sem altaf
eru þreyttir
pessir stöSugu þreytuverkir og sú til-
finning, að altaf gangi eitthvað að
manni, á rót sína að rekja til hæða-
leysis. Notaðu Nuga-Tone og fáðu
lkningu á þessum kvilla áður en hann
leiðir til annars verra og verður ólækn-
andi. Nuga-Tone hreinsar þessi eitruðu
efni úr líkamanum, sem eyðileggja
heilsuna ofS gera lífið óánægjulegt.
Matarlystin verður betri og meltingin,
og þú ferð að sofa vel og verður eins
og þér er eðlilegt.
Stundum verður heilsan miklu betri,
eftir að þú hefir tekið Nuga-Tone bara
fáeina daga, svo fljótar eru verkanir
þess. Og ef heilsa þín er ekki alveg
eins gðð eins og hún ætti að vera, þá
láttu ekki bregðast að reyna Nuga-
Tone. pú gátur fengið það alstaðar
þar sem meðul eru seld. Hafi lyfsalinn
það ekki við hendina, þá láttu hann út-
vega það frá heildsöluhúsinu.
inn efnalega, eins og skriðreiðarn-
ar. Ýmislegt hefi eg fengiS aÖ
hugsa þegar eg hefi komiÖ á heim-
ili, þar sem máske hafa veriÖ frá
tveir og alt upp í fimm drengir full-
vaxnir synir bónda, í hnapp utan
um þetta brautartól og oftast nær
tveir til þrír af þessum hóp liggj-
andi á bakinu undir þessu ferlíki,
eins og köttur undir grimmum
hundi. En vel getur nú komiÖ fyr-
ir aÖ ekkert af þessum drengja-hóp
bónda taki heimilinu handtak allan
daginn. AÖ þettá eigi sér víÖa staÖ,
er eg hræddur um, en þetta er auð-
vitað eitt af þessari geÖslegu menn-
ingu nútímans.
G. Th. Oddson.
Allir ungir ókvongaðir menn í
Ramleh í nánd viÖ Jaffa hafa gert
“verkfall.” Segjast panta sér kon-
ur frá Cyprus, ef foreldrar ekki
lækki verðið á dætrum sínum!
í Rennes í Frakklandi er ung
stúlka, sem hefir sofiÖ látlaust i
heilt ár. Læknar hafa ekki getaÖ
vakið stúlkuna. Hún vaknar einu
sinni á dag, aðeins nokkrar mínútur
er hún meÖ meðvitund, hallar sér
svo út af aftur og steirisofnar.
EATON’S
vilja nota þetta tækifæri til þess að óska Islendingpm
í Vestur-Canada alls góÖs á þessu 6o ára afmæli komu
þeirra til þessara stranda.
EATON’S eru einnig að minnast afmælis þetta
ár. Fyrir fimtíu árum—1884—var fyrsta Eaton’s
Mail Order Catalogue prentuð, og átti það að verða
stór viðburður i sögu hinna canadisku sveita. Eins og
að hin íslenzka bygð hefir stöðugt vaxið, þar til hún
skipar nú sinn virðulega sess í canadisku þjóðlifi,
þannig hefir Eaton’s Mail Order þroskast, þar til hún
er nú viðurkend bæði eystra og vestra, sem mikil og
sterk canadisk stofnun.
Voldugt verzlunarfélag heilsar tiginni þjóð!
<*T. EATON C9«™