Lögberg - 27.09.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.09.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER, 1934 Högberg OeflB út hvern flmtudag aí T B E COljJJMBlA P R E 8 8 L l M I T X D 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrtft ritstjörans: EDiTOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNTPEG, MAN. Verfl $3.00 um áriS—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PIION'E 80 327 Ritstióri: HEIMIR THORGRlMSSON Eimreiðin XL. árg., 2. hefti Þetta hefti EimreiÖarinnar er bæði fróð- legt og skemtilegt sem vænta mátti. Nokkur kvæði eftir Griðmuncl Kamban eru fremst í ritinu. Öll Ihafa þau áður komið á prenti, en mörgum mun þykja gaman að .sjá “Spunakonuna,” þótt ekki væri annað, enda er það kvæði sérkennilegt og fallegt. Hin öll eru miklu síðri, þó eru vísurnar “Gling-gling-glo” einnig skemtilegar og skáldlegar. Ekki er ólíklegt að Davíð skáld frá Fagraskógi hafi tekið þessi kvæði Kamb- ans sér til fyrirmyndar á yngri árum. í ritstjórnarbálkinum “Yið þjóðveginn” er ýmsan fróðleik að finna um ástandið í landinu. “Galdrabrenna” lieitir smásaga eftir Gnðmund Kamban, Er það þáttur úr \r bindi skáldverksins “Skálholt” og skemti- legt aflestrar. Prófessor Guðmundur Hannesson ritar grein með fvrirsögninni “íslenzkt skipulag.” Það er þriðji þátturinn í hinni merku ritgerð prófessorsins, “A tímamótum.” I þessum síðasta kafla gerir höf. grein f jrrir því stjórn- skipulagi, sem hann álítur íslandi hentugast, en það er nokkurs konar “goðastjórn,” snið- in að mestu eftir hinu forna skipulagi. iMargt telur höf. þessu fyrirkomulagi til ágætis. Honum er meinlega við stjórnmálaflokka og almennar kosningar, sem nú eru orðnar tíð- ar síðan flokkum fjölgaði og stéttaskifting fór að myndast fyrir alvöru á Islandi. Hann segir að engir stjómmálaflokkar hafi þekst á tslandi, í sínu ungdæmi, og má það rétt vera. Á meðan svo var “var ríkið skuldlaust og átti jafnvel nokkurn viðlagasjóð.” Þetta er ef- laust satt, enda var lítið um framkvæmdir og lífskjör allrar alþýðu mun verri en nú gerist. Þær stórkostlegu framfarir, sem orðið hafa á íslandi í seinni tíð hefðu ekki orðið nema fyrir það að tekin voru stór lán. Þar sem komandi kynslóðir njóta góðs af þessum um- bótum, er ekki nema réttmætt að kostnaður- inn, sem þeim var samfara, falli að einhverju leyti á herðar þeim, sem á eftir koma. Ef að litið er á málið frá þessu sjónarmiði, verður ekki annað séð en að framfaraöld íslands byrji með myndun stjórnmálaflokkanna. En þó að menn fallist ekki á skoðanir höf. í öllum atriðum, er ómögulegt annað en að dást að þeirri skarpskygni, sem alstaðar kemur fram í grein þessari. Valdemar Erlendsson, íslenzkur læknir búsettur í Danmörku, skrifar um ferð sína um ísland 1933; en hann hafði þá ekki séð landið í fjöldamörg ár.. Ást hans til íslands ljómar af hverri setningu. Ritstjóri Eimreiðarinnar, Sveinn Sig- urðsson, þýðir söguna ‘‘Maðurinn frá San Francisco,” eftir Ivan Bunin, rússneska skáldið, sem í fyrra hlaut Nobelsverðlaunin. Næst er ítarleg grein um selaveiðar við ísland í gamla daga, eftir Björn Guðmunds- son. “Ylur í bænum, ” heitir stutt kvæði eftir Ragnar Jóhannesson; þá kemur ferðasögu- brot eftir ritstjórann, “1 hjarta Bretlands”; svo smásaga úr safninu “A Dælamýrum,” eftir Bjarna Sveinsson. Síðast er ritsjá. Mánaðarrit kennarasambands Alberta- fylkis hefir nýlega borist oss í hendur. í ritinu eru nokkrar góðar ritgerðir, en einna mest kveður að stuttri grein eftir landa vorn, E. J. Thorlakson, forseta kennarasam- bandsins. Greinin heitir “Whither Educa- tion?” og fjallar um skyldur kennara gagn- vart æskunni og þjóðfélaginu. Á þessum síðustu og verstu tímum, þeg- ar leiðtogar þjóðarinnar standa uppi ráða- lausir og sjá ekki önnur úrræði en þau að láta forsjónina ráða fram úr vandamálunum, þá hafa risið upp leiðtogar í hópi kennara, sem skilja hlntverk sitt og eru reiðubúnir að hefja baráttu gegn þeirri kyrstöðu, sem lamað hefir kraftinn til gagnlegra framkvæmda. Þessir kennarar og mentamenn eru nú farnir að taka ákveðnar afstöður til þjóð- félagsmálanna. Þeir horfast óhræddir í augu við þá örðugleika, sem samtíð vor þarf að sigrast á. Friðarmálunum liðsinna þeir af öllum mætti og bræðralagshugsjónin á hvergi öruggari talsmenn en í þeirra flokki. Grein hr. Thorlakson ber það með sér, að hann er einn þeirra, sem mikils má af vænta. Landnemar og arfþegar Eftir prófessor Richard Beck (Ræða fyrir minni Vestur-lslendinga flutt á íslendingadegi að Silver Lake, Washington, 5. ágúst, 1934.) Mér hefir verið það hlutverk falið, að minnast Islendinga í Vesturheimi á þessum þjóðminningardegi. Geri eg það með glöðu geði, því að, eins og mörgum öðrum löndum mínum hér í álfu, verður mér oft um það hugsað, hverrverða muni framtíðarhlutskifti okkar og hlutdeild okkar og niðja okkar í hér- lendri menningu. -Skal það strax tekið fram, að þetta verður þó ekki “minni okkar,” nema óbeinlínis og aðeins að sumu leyti. Eg hefi •ekki farið gandreið yfir fjöll og firnindi liálfrar þessarar álfu til að slá sjálfum okkur gullhamra; miklu sæmra er og áhrifameira, að þeir komi frá öðrum. Hitt býr mér miklu ríkar í hug, að glæða, ef verða mætti, skiln- ing og áhuga á sögu okkar í landi hér og á íslenzkum erfðum okkar, og hvetja til fram- haldandi og vaxandi framsóknar. Það vill svo vel til, að umtalsefnið er mér lagt upp í hendurnar. Annar ágúst í sumar markar éinkar eftirtektarverð tímamót í sögu Íslendinga í Vesturheimi. Á þeim degi, fyrir réttum sextíu árum síðan, var haldin í borg- inni Mihvaukee fyrsta íslenzk þjóðminningar- hátíð—fyrsti íslendingadagur—hér í álfu, til minningar um þúsund ára afmæli íslands- bygðar. Var það hátíðarhald vísir þeirrar þ.jóðræknishreyfingar, sem síðan hefir lifað og þroskast meðal Vestur-lslendinga og bor- ið margvíslega ávexti, þó ekki hafi hún hlotið eins eindreginn stuðning og skylt hefði verið. Bins og vera ber, er fyrstu vestur-íslenzku þjóðhátíðarinnar í Milwaukee einmitt minst þar í borg í dag, með hátíðahöldum, sem Is- lendingar í Chicago gangast fyrir. En þegar íslendingar þar og annarsstaðar, og við hér, minnast fyrsta þjóðminningardags okkar hér í landi, þá minnumst við jafnframt íslenzkra landnema í Vesturheimi. Því er það vel til fallið, og miklu meir en ómaksins vert, að rekja í nokkrum dráttum sögu þeirra, en margt má af henni íæra. Verður þá ekki held- ur g'engið fram hjá því atriðinu, sem mestu máli skiftir, hvernig þeir, sem á eftir hafa komið, hafa fetað í fótspor íslenzkra land- nema vestur hér. Það skín ljós yfir gröfum allra braut- ryðjenda í menningarbaráttu þjóðanna. Áf minningu þeirra stafar Ibjartur ljómi, því að þeir eru vorsins menn, sækja fram undir merkjum hækkandi sólar, — framtíðarinnar menn, því að þeir unna morgundeginum meir en líðandi stund. Slíkt má með sanni segja um fjölda frumbýlinganna íslenzku vestan hafs. Við 'marga þeirra eiga ummæli skálds- ins um forfeður þeirra og fyrirmyndir, forn- íslenzka landnámsmenn: “Þér landnemar, hetjur af konungakyni, sem komuð með eldinn um brimhvít höf, sem stýrðuð eftir stjarnanna skini og stormana 'hlutuð í vöggugjöf— synir og farmenn hins frjálsborna anda, þér leituðuð landa. 1 særoki klufuð þér kólguna þungu, komuð og sáuð til stranda. í fjalldölum fossarnir sungu. Að björgunum brimskaflar sprungu. Þér blessuðuð Island á norræna tungu. Fossarnir sungu, og fjöllin bergmála enn: Heill vður, norrænu hetjur. Heill yður, íslenzku landnámsmenn.” Satt er það að vísu, að íslenzkir land- nemar í Vesturheimi sigldu ekki, eins og nor- rænir feður þefirra, eigjn skipi að strönd. Eigi komu þeir heldur “með eldinn um brim- hvít höf” í bókstaflegri merkingu þeirra orða; en þeir fluttu með sér eld þess áhuga og þeirra atorku, þá andans glóð, sem verið hefir og verður íkveikja glæsilegra og frjó- samra verka. Þeir stýrðu ekki “eftir stjarn- anna skini” í sömu merkingu og norrænir forfeður þeirra sigldu úthöfin áttavita- og landabréfalaust með (hliðsjón af gangi liimin- tungla og stjarna. En íslenzkir landnáms- menn, sem hingað vestur fluttust, stýrðu eft- ir skini stjarna, sem vísað hafa framsæknum mönnum veg um aldaraðir, lfkt og skýstólpi um daga og eldstólpi um nætur; íslenzkir landnemar stýrðu í áttiria til þessa lands, eft- ir stjörnu-.skini göfugra hugsjóna, drengilegr- ar frelsis- og umbótaþrár. Þeir voru meir en að nafni til “synir og farmenn hins frjáls- borna anda,” afkomendur og arfþegar for- feðra, sem nefndir hafa verið “frumherjar frelsis,” og ekki að ástæðulausu. Eigi er hér fími til, að ræða að nokkru ráði orsakirnar til vesturfara af Islandi. Það eitt er víst, að þær áttu sér miklu dýpri rætur í ríkjandi hugsunarhætti landsmanna og aldarfari heldur en margan hefir grunað. Gyllingar og loforS vestur- fara-agenta eru þar langt frá eina eða aðal skýringin. Ekki heldur á- hrifin af bréfum vesturfluttra skyldmenna og vina. Æfintýra- og útþráin, svo rík í eðli Islendingsins, kemur hér auðvitað til greina. Svo hlaut að fara, að seiðmagn þessarar auðugu og víðlendu álfu, sem var á blómatímum vesturferðanna “vona- land hins unga, sterka manns”, næði norður til íslands eigi síður en til annara landa Noröurálfu og heillaði hugi manna. Mun það einnig rétt athugað, að sú staðreynd, að ís- lenzkir menn höfðu fyrstir hvítra manna stigið fæti á land í Vestur- heimi, hafi aukið á töframátt þeirr- ar álfu í hugum íslendinga. Söguleg rannsókn leiðir þó fljótt í ljós, að það voru einkurn knýjandi menningarlegar hugsjónir, vakn- andi framkvæmda og umbótahugur íslendinga og frelsisþrá, sem b^indu hugum þeirra út fyrir landsteinana í vesturátt; en á þeim timum, sem vesturferðir hófust, voru kjör is- lenzks almennings yfirleitt næsta bágborin. Þjóðin var nýbyrjuð að rétta sig úr bóndabeygju aldalangr- ar kúgunar. Þá gengu einnig hin mestu harðindaár yfir landið. Fyr- ir 60-70 árum var ísland hvergi nærri það vonanna—framtíðarinnar land, og það er í dag. Jafnvel hina allra langsýnustu gat ekki dreymt um stórstígar framfarir síðari ára. Sannast þar orð skáldsins: “Lítt sjáum aftur, en ekki fram, skyggir Skuld fyrir sjón.” Ódrengileg og harðúðug er sú á- sökun, sem viðgengist hefir fram á síðustu ár, að bregða ísl. vestur- förum um föðurlandssvik eða lið- hlaup; enda hefir meiri hluti þeirra sýnt í orði eSa verki, og oft hvoru- tveggja, ræktarsemi og ást til heima- þjóðar þeirra. Það er hreint engin tilviljun, að hér vestan hafs hafa, að dómi dr. Guðmundar Finnboga- sonar, verið orkt sum hin fegurstu, innilegustu og sönnustu kvæði, sem til íslands hafa verið kveðin. Þau éru miklu meir en árangur augna- bliks hrifningar á hátiðisdögum eins og þessum. Þau eru knúin fram af innri þörfum, undan hjartarótum skáldsins. Og skáldin tala hér auð- vitað máli fjölda margra, sem hafa iðulega fundið sömu hugsanirnar bærast í brjósti sér, en ekki átt hæfi- leikann til að lyfta þeim til flugs á ljóðavængjum. Réttilega og kröftuglega lýsir séra Jónas A. Sigurðsson höfuðástæðun- um til vesturflutninganna og brott- fararhvötum íslenzkra landnema i ræðu fyrir minni þeirra á fimtíu ára afmæli íslenzks landnáms i Norður Dakota, en honum fórust svo orð: “För Islendinga vestur um haf •var sízt ger í léttúð né byltingar- anda. Hinar helgustu hvatir knúðu f jölmarga þeirra landnema, sem hér er minst. Vesturfarir hófust á harð- indaárum ættjarðarinnar. Og hing- að var flúið til að forða yður, af- komendum útfaranna, frá þeim hættum, er ógnuðu heima, og öllum virtust óumflýjanlegar. Vesturför- in var ger til að vernda ættina og sæmdina íslenzku. Framtíð barn- anna eggjaði flesta farar. Því var brotist að heiman. Því voru æsku- stöðvar og ástvinir kvaddir. Því lögðu alvarlegir menn og óttaslegn- ar konur út á veglaust hafið, á lítt færum hafskipum, til ókunnugra landa og þjóðflokka, harla vankunn- andi og flestir án nestis og nýrra skóa. Og því var lagt inn til eyði- landa og óbygða, með öreiga hendur og ómálga börn,—þrátt fyrir trölla- sögur af rauðskinnum og útilegu- mönnum, þrátt fyrir ógnir ofurhita og kulda, og ótal aðrar hættur og hindranir.” Þau orð ættu að brennast inn í hugskot yngri kynslóðar okkar hér vestan hafs. Afkomendur og arf- þegar landnemanna eru margir hverjir alt of gleymnir á það, að þeirra vegna, fremst og helzt, með framtíðarveiferð þeirra í huga, rifu feður þeirra og mæður, eða afar þeirra og ömmur, sig upp með rót- um úr jarðvegi átthaga sinna og ættjarðar, og lögðu á haf óvissunn- ar, “með stuttan vonastaf, en stónyi poka af hrakspák á baki,” eins og ZICZAO CIGARETTE PAPERS “FuJlkomna bókin” NV—þægilega SJÁLFVIRK vasabók — Betri kaup. Enginn afgangur—Síðasta blaðið jafngott því fyrsta. Hefir jafn- mörg bliið eins og stóru tvöföldu bækurnar. Beztu sigarettu blöð, sem búin eru til eitt skáldið okkar kvað. Frásögnin og minningarnar um þá fórnfærslu þurfa að þrýstast sem fastast inn í meðvitund ungra Vestur-Islendinga; því að sú fræðsla gerir tvent: — heldur yngri kynslóð okkar í þjóð- ernislegum tengslum og vekur henni framahug, sé Islendingurinn í þeim ungmennum ekki dauður úr öllum æðum, en þvi neita eg að trúa; hann er miklu lifseigari en svo að eðlisfari. Heimanförin — koman til þessa lands — var samt einungis fyrsti kapítulinn i örlagaríkri og glæsi- legri sögu íslenzikra landnema i Vesturheimi, og hún var æíintýra- rík sagan sú, þó hún sé jafnframt rituð letri tára og hjartasorga. Menn rífa sig ekki upp með rótum úr aldagömlu umhverfi sínu sárs- aukalaust. Og enn sem komið er hefir sagan þessi eigi verið í letur færð nema að litlu leyti, hvað helst í kvæðum skálda okkar, áhrifamest og snjallast í landnemaljóðum Gutt- orms skálds Guttormssonar, svo sem í hinu stórfelda og hreimmikla kvæði hans “Sandy Bar.” I söguformi veit eg djúpsæasta og máttugasta lýsing á baráttu og sigr- um norrænna frumbyggja í Vestur- heimi í skáldsögunni Giants in the Earth, eftir Norðmanninn, góðvin minn og fyrrum samverkamann í St. Olaf College, prófessor O. E. Rölvaag, sem lézt fyrir nokkrum. árnm. Með regindjúpum skilningi og máttarvaldi afburða ritsnillings, sem sjálfur hafði verið hluthafi í kjörum frumbyggjanna, er þar lýst þáttamörgum gleði- og harmleik landnemalífsins, örðugleikum og sigurvinningum frumbýlingsáranna, glímunni löngu og ströngu við rækt- un fangvíðrar sléttunnar; en saga þessi gerist í Suður-Dakota. Harms- efni er það, að enginn íslendingur hefir, enn sem komið er, int af hendi, með sambærilegri ritsnild, samskonar hlutverk i þágu þjóð- systkina sinna, eins og Rölvaag vann frændum okkar Norðmönnum í hag með nefndu afbragðsriti. Þess er þó að minnast, að frú Laura Goodman Salverson steig í þá átt með skáldsögunni The Viking lleart. Engu að síður, bíður íslenzkt landnemalíf i Vesturheimi enn, i álögum, síns konungssonar, sagna- skáldsins, sem hefji það upp í æðra veldi ódauðlegrar snildar máls og mynda. Fyrst svo standa sakir, vil eg eindregið hvetja unga Vestur- Islendinga til að lesa gaumgæfilegá umrædda skáldsögu Rölvaags, hafi þeir ekki þegar gert það. Fyrst er það, að margt er líkt með skyldum, íslendingum og Norðmönnum; og annað hitt, að líf frumbyggjanna vestan hafs var mikið til samskonar stríðs og sigursaga, hvort sem var austur á Dakota-sléttunum eða vest- ur við Kyrrahaf, og hver kynstofn, sem í hlut átti. Aðalatriðið er, að ungir Vestur- Islendingar fái sem gleggsta og réttasta fræðslu, eigi aðeins um upp- runa sinn og ástæðurnar til þess, að feður þeirra og mæður fluttust hingl að til lands, heldur einnig um ís- lenskt frumbyggjalíf hér í álfu, því að það var svo merkilegt um margt, svo auðugt að því, sem hitar nianni um hjartarætur og hleypir kappi í kinn, að minningin um það má ekki glatast hjá afkomendunum. Annars verða þeir fortíðarlausir,. rótlausir kvistir í mold þessa lands; því að úr frumbyggjalifinu íslenzka hér- lendis liggja þræðirnir beint til ætt- jarðarinnar og til sérkennilegrar menningar, sem lifað hefir og blómgast á landi okkar frá land- námstið. Það er alvarlegt umhugsunarefni, ef það er satt, eins og látið hefir verið í ljósi af ýmsum, aö frum- byggjasaga Vestur-Islendinga, og þá einnig ræktarsemin við íslenzkar erfðir, sé hraðförum að falla í gleymsku hjá yngri knyslóðinni, að þurkast út úr meðvitund hennar. \Tið það verður yngri kynslóð Is- lendinga hér í álfu eigi aðeins snauð- ari að sjálfsþekkingu, heldur snýr hún jafnframt bakinu við þeim lífs- lindum, sem feður hennar og mæð- ur og þeirra forfeður, hafa nærst af og þroskast við, í blíðu og stríðu, öldum saman. Allir eru sammála um að frum- byggjarnir islenzku vestan hafs hafi yfirleitt gengið sigrandi af hólmi í brautryðjendabaráttu sinni, verið löngum hvorutveggja i senn, góðir ^ynir ættjarðarinnar og trúir fóst- ursynir kjörlands sins, Bandarikj- anna og Kanada; og landnámskon- urnar islenzku eiga engu minna hrós skilið fyrir þeirra framgöngu og trúleik í starfi á erfiðum landnáms- árunum. Landnámsmennirnir og landnámskonurnar islenzku hafa látið niðjum sínum i arf eftirdæmi, sem verðugt og gagnlegt er að hyggja að oftar en á þjóðhátíðar- dögum. Þá verður manni óðar og fljótar á að spyrja:—Með hvaða vopnum unnu frumbyggjarnir íslenzku hér í álfu svo glæsilegan sigur í viður- eigninni við hinar andvígustu að- stæður. Alkunnugt er, að þeir riðu ekki feitum hesti í hlað hvað fjár- hag snertir, að minsta kosti ekki allur þorri þeirra. Afli auðsins var því ekki til að dreifa; né heldur mannaflanum. Það, sem bar þá fram til sigurs, var veganestið frá ættjörðinni, islenzkur manndóms og menningararfur. Þaðan höföu þeir hitann úr þegar naprast næddi og hvassast blés í fangið. Þetta er samhljóða vitnisburður þeirra, sem kunnugastir eru af eigin revnd ís- lensku frumbýlingslífi í Vesturheimi og sögu landnemanna. Hollra áhrifa andlegs islenzks umhverfis, íslenzkra manndóms- hugsjóna og menningarlegra erfða, gætir einnig sterklega í lífi og afrek- um margra af fyrstu kynslóðinni, sem ólust upp við íslenzkar menn- ingarlindir í bygðum íslendinga hér vestan hafs. Ýmsir af þeirri kyn- slóð hafa, eins og viðkunnugt er orðið, borið fána okkar fram til sig- urs á skeiðvelli alþjóða samkeppni, varðveitt þrautreynd íslenzk skap- einkenni — hreysti, dáð og dreng skap—reynst trúir hinu göfugasta í ættarerfðum sínum. Lögeggjanin hljómar því í eyrum hinna, sem á eftir hafa komið, sér i lagi til ýngri knyslóðarinnar: Hvað er orðið okkar starf ? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Fara áhrif og orðstír ís- lendinga í landi hér minkandi eða vaxandi ? Tala ekki til okkar vestan hafs þessar ljóðlínur Davíðs Stef- ánssonar, sem beint er til heima- þjóðar okkar: “Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenzkri jörð, veggi og vörður hlóðu, og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum, og höfðu sér ungir það takmark sett: að bjargast af sínum búum og breyta i öllu rétt.” Fullviss er eg þess, að Vestur- íslendingar (og eg segi það einkum með hina yngri í huga) eiga enn líkamlegt og andlegt atgjörvi fylli-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.