Lögberg


Lögberg - 27.09.1934, Qupperneq 4

Lögberg - 27.09.1934, Qupperneq 4
4 Heimkomni hermaðurinn Jamie var líkari Skota en Ameríkumanni iþar sem hann sat þarna á steininum, súr á svip. Því hafði 'hann ekki geymt veskið í brjóstvasanum og hnept að sér sloppnum. Þetta fékk maður fyrir að nota ekki skyn- semina. Svo fór hann að hugsa um það hvað fólk var yfirleitt orðið óheiðarlegt. Þessir ræningjar höfðu talað eins og að eignir Brun- sons tilhevrðu sér með réttu. Jamie mundi líka að hann sjálfur hafði tekið peningana, sem hann fann, án þess að finna til nokkurs samvizkubits. Nú voru þeir farnir og Jamie myndi þurfa að liggja úti fyrst um sinn, og það myndi eflaust gera út af við hann fljót- lega. Eftir nokkra stund reis Jamie á fætur og lagði leið sína í suðaustur. Aður hafði hann fundið til hungurs, en nú var hann búinn að tapa allri matarlyst. Ekki leið á löngu þar til hahn fór að svitna, samt forðaðist hann að ganga í skuggum trjánna, því ef að hann ætti að liggja undir beru lofti um nóttina þá myndi honum ekki veita af öllum þeim yl, sem hægt væri að fá. Á síðasta hvíldarstaðnum tók hann pen- inga sína úr vasanum og skifti þeim. f næsta þorpi gæti hann kanske fengið rúm að sofa í fyrir fjörutíu cent, en það sem eftir væri nægði f'yrir kveldverð og morgunmat. Að því loknu myndi hann algerlega upp á aðra kom- inn. Og nú fanst honum sem alt hefði lagst á móti .sér. Það var þó bót í máli að ihinn nýi klæðnaður myndi gera hann óþekkjanlegan, jafnvel þótt stjórnin hefði sent lýsingu af honum til allra bæja í ríkinu. Jamie fylgdi nú ákvörðun sinni til næsta morguns og lagði svo aftifr af stað með fáein cent í vasanum. Stöðugt hélt hann í sömu átt. Brátt komst hann að því að kraftarnir voru að þrotum komnir. Hann var orðinn sár á fótum af þessu göngulagi og skómir voru farnir að kreppa að honum. Hann fékk höfuðverk af hitanum og augun kvöldust af ofbirtu sólarinnar. Þannig leið meiripartur dagsins. Jamie hélt áfram, en vissi tæpast hvað híann var að fara. Smám saman varð hann að hvíla sig til að geta komist nokkuð áfram. Ekki vissi hann íhvernig það orsakaðist að hann var kominn á göngustíg, sem leiddi hann inn í gil nokkurt. Nú kom hann fyrir bugðu á stígnum og sá fram undan sér afarstórt gil og heyrði um leið lækjarnið við fætur sér. Lækurinn kom ofan fjallshlíðina og hoppaði klett af kletti alla leið niður í gilið. Jamie staðnæmdist og leit í kringum sig. Til hægri sá hann gilið opnast. Veggir þess gnæfðu himinháir og þverhníptir, fleiri þús- und fet. Svo lengi höfðu kletttar þessir stað- ið þarna, að sprungur og gjár voru fullar af alskonar gróðri. Sumstaðar stóðu eikur og grenitré, sumstaðar berjarunnar og lyng, og þar sem vatnið seitlaði úr berginu hjengu burknar fram yfir klettasnasimar. Til vinstri var sömu sjón að sjá, og við fætur hans lá vel troðinn stígur og mátti sjá hófaför hér og þar í moldinni. Lækjarvatnið var tært og kalt hlaut það að vera þar sem það kom ofan úr fjöllunum. Jamie settist niður á einn klettinn, þar sem sólin var heitust og hugsaði sig um. Svo fekk hann sér að drekka úr læknum, hristi rykið af fötunum sínum og hélt áfram eftir stígnum. Það var auðvelt, því gatan lá niður í móti alla leið og áður en langt leið hevrði hann raddir í fjarska. Honum datt í hug að margir ferðamenn hlytu að iieimsækja þenn- an fagra stað og hér væra ef til vill einhverjir aðkomumenn. Jamie var nú kominn á þá skoðun að hann hefði gert skakt í því að fara úr einkennisbúningnum, því síðan hann skifti um föt hafði enginn bílstjóri boðið honum að forðast með sér, og höfðu þó margir farið framhjá honum á veginum. Þeir dagar voru liðnir að sá, sem ætti þess kost, teldi það skyldu sína að greiða ferð þeirra, er fótgang- andi voru. Bn nú var ekki um annað að gera en að ganga og Jamie var orðinn svo fótsár að til- hugsunin um það vakti kvíða í brjósti hans. Þá datt honum í hug að taka af sér skó og sokka og baða fætur sína í læknum, en um leið kom hann auða á stórt spjald, sem fest var á staur meðfram veginum. Á spjaldinu stóð að bærinn Clifton notaði vatnið úr lækn- um, og að hver sá, sem á nokkurn hátt ó- hreinkaði það, myndi sæta refsingum. Jamie brosti þegar hann rak augun í þetta og afréði að setja upp skóna aftur. Jamie hélt nú áfram eftir gilinu. Hann gekk liægt, en eftir nokkra stund sá hann fólk og vissi þá að sér hefði ekki misheyrst. Reyk- ur liðaðist upp af eldum, sem kveiktir höfðu verið. Jamie ákvað að bíða þar til fólkið væri farið og þá fyndi hann máske einbverjar mat- arleifar. Svo Jamie beið þar til fólkið var farið, fuglarnir sofnaðir og ekkert heyrðist LÖGBERH, FIMTUDAGINN nema lækjarniðurinn. Þá safnaði hann sprek- um og sinu og lagði á glóðirnar, sem ekki voru enn kulnaðar, þar til að eldurinn blossaði og Jamie gat vermt sig, þegar svöl kveldgolan setti hroll að honum. Hann gekk svo yfir lækinn og á harðbala undir slútandi klettum fann hann talsverðar matarleifar. Hann át sig saddan, en-tók svo brauðskorpurnar og muldi þær niður svo að fuglarnir og íkornarnir hefðu eitthvað að borða um morguninn. Foreldrar hans höfðu hent honum að gera þetta. Svo tók Jamie með sér fult fang af sprek- um og lagði á eldinn. Síðan lagði hann sig út af og sofnaði. Litlu eðlurnar komu út úr klettasprungunum og skriðu yfir fætur hans og rottan, sem átti fylg3ni sitt í lækjarbakk- anum, kom og stóð upp á afturfótunum og horfði með spekingssvip. Jamie vaknaði áður en eldurinn dó og bætti sprekum á glóðirnar. Hann sofnaði aftur og svaf til morguns. Þegar hann vaknaði þvoði hann andlit sitt og hendur með því að bleyta vasaklútinn sinn í læknum. Hann vatt úr honum og lét vatnið renna í öskuna svo að vindur feykti ekki neistunum. Að því búnu tók hann sig upp aftur. Klukkan tíu um morguninn mætti Jamie eftirlitsmanninum. Þessi maður var ekki eins einmana og þeir, sem gæta skóganna uppi á fjöllunum. Samt var hann skrafhreyfinn. Þeir töluðust við nokkra stund og skóg- arvörðurinn t ók eftir ihvað Jamie var mag- ur og veiklulegur. Hann bauð Jamie að taka hest sinn, en sagðist ætla að ganga sjálfur dálítinn spöl sér til hressingar. Jamie þáði iboðið en fann strax að hann þoldi ekki að hristast á hestinum vegna opna sársins á brjóstinu. Hann steig því af baki fljótlega og fór að ganga aftur. Samt var bann skógar- verðinum þakklátur og nú fór sú skoðun að myndast í huga hans að íbúar jarðarinnar væru bæði vondir og góðir, eigingjarnir og óeigingjarnir, geðvondir og glaðlyndir. Loks skildu þeir og Jamie hélt áfram, alt af í suðvestur. Hann fór upp úr gilinu og komst bráðlega af stígnum og á akbraut, ekki f jölfarna, en sæmilega greiðfæra. Um klukkan fjögur var Jamie orðinn svo lúinn að hann gat varla dregið fæturnar. Eft- ir útlitinu að dæma var þess tæplega von að hann næði til húsa um kvöldið. Hann var að fram kominn og fór að hugsa um það hvort að nú væri of seint að snúa við og reyna að komast einhvernveginn á sjúkrahúsið aftur. En þá kom umhugsunin um hælið og berkla- veiku sjúklingana, og þá beit hann saman varirnar og setti sér að halda áfram. Svona dróst bann áfram nokkurn spöl og tók ekki eftir bugðunni á veginum framundan, fyr en hann var kominn að henni og þá leit hann upp og augu hans fyltust fögnuði. Nokkra faðma framundan sá liann lítið hús, og af öllum þeim húsum, sem hann hafði séð um æfina, og langað til að eignast, var þetta það fallegasta. Það stóð rétt við veginn. Framan við það var hvítmáluð rimlagirðing. Hvítt snoturt lilið skýldi því frá veginum. Svona voru hús- in í Nýja Englandi. Yafningsviðurinn klifr- aði upp með húsinu og yfir litlu svalirnar að framan. Utan við hliðið sá hann hringmyiid- aða röð af muldum skeljum, og hann hélt að gangstígurinn heim að húsinu væri úr muldum skeljum líka. Meðfram húsinu beggja megin var lítill garður fullur af ilmandi blómum. Það voru blóm, sem Jamie þekti, fjólur og gleym-mér-ey og ótal aðrar tegundir. Jamie riðaði á fótunum og starði á húsið. Honum varð litið í kringum sig, og sá þá að þarna voru ótal mörg hús af ýmsri stærð og um leið heyrði hann þungan nið í fjarska, sem vel gat verið öldusog sjávarins. Vegna þreytunnar hafði Jamie gengið allan daginn án þess að taka mikið eftir um- liverfinu en nú þegar bann var kominn til bygða og farinn að vona að hjálp væri í nánd, þá vaknaði hann aftur til meiri meðvitundar og saug að sér loftið. Gat það verið að hann væri kominn að Kyrrahafinu? I þessu opnuðust dyrnar á hvíta húsinu og hár og grannur maður kom fram á svalirn- ar; höfðinglegur maður með langa hvíta lokka, sem náðu niður á axlir. Skeggið var stutt og snjóhvítt, nefið langt og þunt, augun stór og lágu djúpt, og varirnar fölar. Ilann var óstyrkur og greip höndunum um dyru- stafinn til að detta ekki. Svo náði hann sér og komst með naumindum út að hliðinu. Hann hallaði sér yfir hliðið og leit eftir veginum og sá Jamie. Hann lyfti annari hendinni og benti honum að koma. Jamie stóð kyr og horfði undrandi á gamla manninn, en gekk svo af stað, hægt og með þungum skrefum. Ilann staðnæmist aft- ur fljótlega og horfði á manninn. Föt hans voru hrein og þokkaleg, andlitið göfugmann- legt en dregið saman af kvölum, líkaminn hékk hálf máttlaus yfir rimlana á hliðinu. Jamie herti sig upp og komst svo langt að 27. SEPTEMBER, 1934 hann heyrði rödd hins. Gamli maðurinn hrópaði. ‘ ‘ Hjálp! Hjálpaðu mér drengur, í öllum bænum! ’ ’ Nokkrum mínútum áður befði Jamie ekki dottið í hug að hann væri fær um að hjálpa nokkurri manneskju. Hann hafði álitið að kraftar sínir væru að þrotum komnir og að hann myndi þurfa hjálpar við mjög fljótlega. Það var eitthvað við hvíta hárið á höfði mannsins, eitthvað við breiðu axlirnar og holdgranna Mkamann, ^em miriti Jamie á föður sinn. Hann lyfti augunum til himins og sagði: “Nú verður þú að hjálpa mér, drottinn. Þú verður að hjálpa mér.” Svo krepti hann hnefana og tók þrjú spor áfram þar til hann komst að hliðinu. Hann opnaði það, lagði handlegginn um ^amla manninn og sagði: “Já, auðvitað. Eg skal hjálpa þér,” en vissi þó ekki hvort hann ætti þess nokkurn kost. að komast að húsinu. íín þangað komst hann að lokum og náði opinni hurðinni. Þegar inn kom lagði bann sjúklinginn á legubekkinn og bagræddi hon- um sem bezt hann gat. “Hvað á eg nú að gera?” sagði Jamie. Maðurinn hafði ósjálfrátt tekið höndun- um fyrir hjartað og Jamie ságði við sjálfan sig: “Hann er veikur eins og eg,” og svo endurtók hann spurninguna: “Hvað á eg nú að gera?” Hinn svaraði: “Símaðu, símaðu lækn- inum mínum. Þú verður að koma mér á spí- tala. ” Jamie rétti úr sér og horfði í kringum sig. Hann sá síma á veggnum og símaskrá á litlu borði þar nærri. Hann settist á stól og dró andann djúpt. Svo sneri hann sér að sjúklingnum og spurði: “Getur þú sagt mér númerið?” Gamli maðurinn átti erfitt með að svara. Hann náfölnaði og greip andann á lofti og kvalirnar virtust ætla að gera út af við hann. Þó náði hann sér aftur og sagði í veikum róm. “Þú finnur númerið á blaði hjá símanum. Það er Grayson læknir.” Jamie fór að leita og fann nafnið og hringdi eins og númerið sagði til. Á meðan hann beið eftir svari snéri bann sér aftur að gamla manninum og spurði. “Hvað á eg að segja honum?” Hinn svaraði: “Býflugna meistarinn.” Bráðlega fékk Jamie svar og spurði þá eftir Grayson lækni. Þegar hann kom að sím- anum sagði Jamie: “Býflugnameistarinn hefir fengið slag. Hann vill að þú komir með sjúkravagn og flytjir sig á spítalann.” “Undir eins,” svaraði læknirinn. “Eg verð kominn eftir svo sem eina klukkustund. ” “En hvað á eg að gera þangað til þú kemur ? ”hrópaði Jamie. “Hvað get eg gert 'fvrir hann á meðan?” Læknirinn sagði honum að ná í hjarta- styrkjandi meðal, sem geymt myndi í húsinu og að láta gamla manninn sitja uppréttan, ef mögulegt væri. Annars sagðist hann skyldi flýta sér sem mest. Jamie fór að leita að meðalinu og fann það í litlu herbergi baka til í húsinu. Honum varð litið út um eldhúsdyrnar og hrópaði af fögnuði: “Guð minn góður! Eg er kominn að sjónum. ” Hann flýtti sér til baka og gerði alt, sem læknirinn hafði skipað. Hann baðaði andlit og hendur sjúklingsins í köldu vatni og fekk liann til að sitja uppréttan í legubekknum, með því að setja kodda við bak hans. Að því búnu fór Jamie fram í eldhúsið aftur og opn- aði mjólkurflösku, sem stóð þar á borði og drakk vænan teig. Við það hrestist hann svo mikið að hann gat fundið ferðatösku, sem stóð í fataskáp í svefnherberginu, honum tókst að opna kistu og að taka úr henni skjala- böggul og setja í töskuna og fá svo gamla manninum lykilinn að kistunni. Þá fann hann yfirhöfn og kveldskó og ýmislegt annað, sem honum var sagt að taka til, og þegar alt var tilbúið, þá settist hann niður og beið læknis- ins. Svo heyrði hann að gamli maðurinn var að biðja sig að vera eftir í húsinu og gæta býflugnanna þar til útséð væri um það hve- nær cigandinn gæti aftur tekið við starfi sínu. “Eg veit ekki nokkuð um býflugur,” sagði Jamie. Eg kann ekkert að fara með þær. Getur þú ekki vísað mér á einhvern, sem getur litið eftir þeim?” “Það er enginn vandi,” sagði býflugna- meistarinn. Sjáðu um að nóg vatn sé í pönn- unni. Næsti nágranni minn færir mér mat á hverjum degi. Þú sefur í rúminu mínu. Þú virðist sjálfur lúinn og veikur. Eg er óh rædd- ur að trúa manni með þína nákvæmni og þinn svip, fyrir iheimili mínu. Lofaðu mér því að fara ekki héðan fyr en eg kem aftur. Svo Jamie tók medalíurnar sínar og sýndi þær gamla manninum. Hann sagði hon- mn sögu sína og að hann væri nú heimilislaus og væri fús til að búa á þessu góða heimili og gera það sem hann gæti, bara ef hann fengi allar nauðsynlegar bendingar viðvíkjandi bý- flugunum og hirðingu þeirra. Býflugnameistarinn brosti góðlátlega og liallaði sér aftur á bak á koddana, eins og honum liði nú miklu betur og' sagði: “Litli skátinn getur komið hingað hvenær sem er, og þú getur spurt hann um alt, sem þú þarft að vita og liann mun gefa þér allar upplýsing- ar. Hún Margaret Cameron, í næsta húsi, getur líka sagt þér ýmislegt, og hún er af- burða matreiðslukona. Segðu henni hvers þú þarfnast og notaðu svo fötin mín og rúmið.” Svo lokaði hann augunum og féll í mók. Nokkru s'einna kom læknirinn og aðstoð- armenn hans og báru gamla manninn út í sjúkravagninn. Jamie fékk utanáskrift spí- talans hjá lækninum og loforð um að sér yrði símað þegar búið væri að skoða sjúklinginn. Jamie féll læknirinn vel í geð. Hann var svo nákvæmur og góður. “Býflugnameistarinn hefir frestað þessu alt, of lengi. Hann verður nii að ganga undir uppskurð og það strax. Eg vona að þú sért fær um að líta ’eftir heimilinu, ef hann hefir valið þig til þess, að minsta kosti í nokkra mánuði. Jamie bar fingurna upp að þunnum vör- unum og sagði aftur og aftur: ‘ ‘ Eg veit ekk- ert um býflugur! Ekki nokkurn f jandann um býflugur! ’ ’ Þegar sjúkravagninn var farinn, þá staulaðist Jamie aftur að húsinu og rakleitt inn í eldhúsið, þar sem hann lauk við mjólk- ina. Síðan gekk hann að bakdyrunum og horfði niður eftir fjallshlíðinni, sem var öll skreytt blómum, en rétt neðan við húsið stóðu ótal hvítir kassar, flugnabúin, og a-ð þeim streymdu flugurnar suðandi, með hunangs- byrðar sínar. Neðan við fjallið lágu hvítir sandarnir og handan við þá sást út á blátt Kyrrahafið. Þarna stóð hann þangað til hann gat ekki staðið lengur. Þá lokaði hann dyrunum og fór inn í setustofuna og að legubekknum. Hann tók af sér skóna og sloppinn, lagðist svo niður og breiddi ofan á sig hlýja ábreiðu og sofnaði um leið. 4. KAPITULI. BýflngnagarStirinn Það var komið fram yfir hádegi næsta dag þegar James Mací'larlane vaknaði og lion- um leið lítið betur eftir þennan langa svefn, en honum hafði liðið daginn áður. Þegar hann settist upp í legubekknum fann hann að limir sínir voru svo sárir og stirðir, að óvíst var hvort hann gæti hreyfti sig. Honum varð litið á fætur sína og sá að þeir höfðu bólgnað svo um nóttina að ó>gemingur var að setja upp skóna. Þá mundi hann að Ibýflugnameistarinn hafði boðið honum föt sín og reyndi.Jamie nú að komast í svefnherbergið. Hann hróp- aði af fögnuði þegar hann sá baðherbergið, sem var áfast við svefnklefann. Eftir að hafa baðað sig úr volgu vatni og nuddað sig, leið honum mikið betur. Hann fann hrein nærföt í einni kommóðuskúffunni og mjúka leðurskó í annari. Þegar hann kom fram kom sterk matar- lykt á móti honum og í eldhúsdyrunum sá hann Margaret Cameron í fyrsta sinn. Margaret Cameron var ekkert lík því sem móðir Jamie hafði verið, en þó gat liún vel verið tákn þeirrar móður, sem flestir myndu lielzt óska sér. Andlitið var fallegt og allir drættir fastir og reglulegir, sem er mark óbil- andi staðfestu. Maður sá það fljótt að Mar- garet Cameron var ein þeirra, sem ekki myndi hiða við að láta lífið fyrir sannfæringu sína. Hún var há og beinvaxin og alls ekki holdug. Hárið var snjóhvítt og augun blá. Varirnar og kinnarnar voru rjóðar. Jamie fanst hún sérlega falleg, þegar Ihún brosti til hans. “Grayson læknir símaði í morgun,” sagði hún. “Hann hélt að þú myndir vera sofandi og vildi ekki vekja þig. Hann sagði mér að þú ættir að líta eftir heimilinu á meðan bý- flugnameistarinn væri í burtu. Mér hefir ekki fallið neitt eins illa og að hafa verið í burtu þegar að hann veiktist. En frænka mín þurfti mín með. Einn úr hennar fjölskyldu var að deyja, og eg varð að fara þangað.” “Eg held,” svaraði Jamie, “að eg liafi fundið alt sem hann þurfti með, og að alt liafi gengið eins vel úr hendi og mögulegt var. ” Margaret Cameron ypti öxlum. “Það þykist eg vita,” sagði hún þurlega, “en býflugnameistarinn hafði alt sem hann þurfti, og svo er ekki sú manneskja til, að hún gerði ekki það sem Michael Worthington bæði hana að gera. En það þykir mér verst að hann skyldi þurfa að biðja óviðkomandi mann um þá hjálp, sem að eg, gamall vinur hans, hefði helzt viljað veita sjálf.” “Eg skil það,” sagði Jamie hæglát.lega. “Mér þvkir slæmt að þú skyldir ekki vera hér. Eg held að það sé satt sem þú sagðir að enginn myndi dirfast 'að neita lionum um nokkuð, því hér er eg kominn og enginn gæti verið ómögulegri til þess starfs, sem hann bað mig að vinna. En eg ætla að reyna það, fyrst hann óskaði þess.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.