Lögberg - 04.10.1934, Side 1

Lögberg - 04.10.1934, Side 1
47. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1934 NÚMER 40 t FRÁ ÍSLANDI Dýralœknafélag Islands stofnað. —Dtýralæknar landsins komu saman til fundar í síSastl. vikunni og hafa setiÖ á ráðstefnu undanfarna daga. Eru nú starfandi sex dýralæknar á landinu, þeir Hannes Jónsson og Bragi Steingrímsson hér í Reykja- vík, Sigurður Hlíðar á Akureyri, Ásgeir Ólafsson í Bórgarnesi, Jón Pálsson við ÖLfusárbrú og Ásgeir Einarsson, sem verfiur dýraTæknir í AustfirÖingaf jórðungi. Allir þessir menn sátu, fundinn. —Það sem merkilegast gerðist á fundinum var það, að ákveðið var að stofna nýtt félag, Dýralækna- félag íslands. Voru kosnir í stjórn þess: Sig- urður Hlíðar form., Hannes Jóns- son og Jón Pálsson. Þá var kosin sérstök fram- kvæmdánefnd, sem á að annast um ýmsar framkvæmdir félagsins. 1 hana voru kosnir rHannes Jónsson, Ásgeir Ólafsson og Jón Pálsson. Samþykt var að gefa út fjölrit- að blað, sem á að ræða um sérmál dýralækna. Ritstjóri þess verður Ásgeir Ólafsson. Hannes Jónsson og Sigurður Hlíðar voru kosnir til að semja frv. um ráðstafanir gegn næmum ali- dýrasj úkdómum. í gær fóru 'allir dýralæknarnir á fund forsætisráðherra, og ræddu við hann mál sin.—N. dgbl. 9. sept. * * * Verslunarskýrslur fyrir árið 1932 eru komnar frá Hagstofunni. Þetta ár hefir verðupphæð innflutnings numið 37.4 milj. króna og er það ekki nema J4 á móts við innflutn- inginn næsta ár á undan. Hefir verðmagn innflutningsins aldrei ver- ið svo lágt síðan 1915, Stafar það sennilega af innflutningshömlum, sem settar voru hausrið 1931, en komu ekki verulega til framkvæmda fyr en 1932. Aftur á móti varð út- flutningur 47.7 milj. krótia eða svipaður að verðmagni, og næsta ár á undan. Hefir því verðmagn útflutnings þetta ár farið 10,434,000 krónum fram úr verðmagni inn- flutningsins. En næstu þrjú árin á undan, var innflutningur meiri en útflutningur og skakkaði alt að 12 milj. króna 1930. Innflutningshöft- in drógu aðeins úr innflutningnum meðan vörubirgðir í landinu voru að seljast. Nú horfir alt öðru vísi við um utanríkisverzlunina.—Mbl. * * * Rafmagnsstraumur drepur liest. —í gær, 7. sept., vildi það slys til, að hestur, er Eyjólfur Kolbeins, Bygg-garði átti, steig á rafmagns- þráð, sem slitnað hafði frá götu- ljóskeri og slegist yfir háspennu- þræðina, vestur hjá verkamannabú- stöðunum. Hesturinn datt þegar niður og var dauður eftir rúmar 5 minútur.—Mbl. * * * Skipulagsnefnd atznnnuveganna hefir f>egar hafið starf sitt. Við- fangsefni sinu hefir hún skift í sex aðalflokka: 1. Landbúnað, 2. Sjáv- arútveg, 3. Iðnað, 4. Verzlun, 5. Flutningar og 6. Húsabyggingar. Hafa verið gerðar ráðstafanir til að afla nauðsynlegra upplýsinga, við- komandi hverri grein. Auk þess mun hún taka til meðferðar ýms smærri mál og er sennilegt að hún muni leggja fram frv. um sum þeirra á næsta þingi.—N. dagbl. 9. sept. * * * fsfiskssala.—Kári seldi í gær í Cuxhafen fyrir 13. þús. ríkismörk. Hannes ráðherra seldi í gær i Wes- ermunde fyrir 21 þús. ríkismörk.— N. dagbl. 7. sept. Aldarminning brauðgerðarinnar á íslandi. — Um þessar mundir eru 100 ár liðin síðan fyrsta brauðgerð- arhúsið var sett á stofn hér #i Reykjavik, og var það fyrsta brauð- gerðin hér á lafidi. 1834, um sumarið, kom Daníel Bernhöft hingað frá Danmörku, og hafði hann þá nýlokið meistara- prófi i bakaraiðn. í fylgd með hon- um var annar bakari, Heilmann að nafni. Þeir settu á fót brauðgerðarhús, Bernhöftsbakari, þar sem nú er Brauðgerð Kaupfélags Reykjavík- ur. Bakarasveinafélag íslands og Bakarameistarafélag Reykjavikur hafa kosið nefndir til að undirbúa hátiðahöld af þessu tilefni, og fara þau fram á morgun. Nefndirnar hafa fengið Guðbrand Jónsson rithöfund til að semja minningarrit um bakaraiðnina, og kemur það út nú um helgina. Á morgun verður öllum brauð- sölubúðum lokað kl. 1 Kl. 1.30 verður blómsveigur lagður á leiði Bernhöfts og Heilmanns og þar fluttar ræður. Kl. 2 — 3 verður gestum veitt móttaka á Hótel Borg, í herbergi nr. 103. En kl. 6.30 hefst aðalhátíðin á Hótel Borg. Ér þang- að boðið atvinnumálaráðherra, danska sendiherranum fyrir hönd danskra brauð- og köku-gerðar- manna, borgarstjóra, blaðamönnum og mörgum fleirum.—Alþýðublaðið 24. ágúst. * * * Nýr skattstjóri. í gær setti fjár- málaráðherra Halldór Sigfússon endurskoðanda til að vera skatt- stjóra í Reykjavík. Halldór hefir áður gegnt varaskattstjórastörfum. * * * Skipulagsnefnd hefir ráðið sér starfsmann, sr. Ragnar Kvaran, og leigt skrifstofu fyrst um sinn í húsi Jóns Þorlákssonar við Austurstræti. * * * Valdimar Björrisson ritstjóri í Minneota, sem verið hefir á ferða- lagi hér í sumar, flytur erindi í út- varpið kl. 9 á sunnudagskvöldið 9. sept., er hann nefnir: Austan hafs og vestan.—N. dagbl. - * * >K Enskur togari kom til Vestmanna- eyja síðdegis í gær með annan ensk- an togara í eftirdragi, er hafði botn- vörpuna flækta í skrúfunni, en í gærmorgun þegar togarinn ætlaði að leggja af stað, lenti skrúfan á keðju, að menn ætla, og brotnuðu 3 skrúfublöðin. Er því búist við að togarann þurfi að draga til Reykja- víkur til viðgerðar.—N. dagbl. 7. sept. * * * Ríkarður Jónsson myndhöggvari var í Færeyjum í ágústmánuði og var þar kennari í tréskurði á kenn- aranámskeiði í Þórshöfn. Hófst það 1. ágúst og stóð í hálfan mánuð. 30 kennarar sóttu námskeiðið og 6 aðrir sóttu sérstaklega kenslu Rik- arðs.—Mbl. * * * Brúarsmíðinrii á Kerlingadalsá er nú lokið, og hókst umferð um brúna i síðastl. viku. Brúin er 150 metra löng, staurabrú, með járnbitum.— Ánni Klifanda hefir nú verið veitt í sinn gamla farveg. Hún hefir valdið allmiklum skemdum á þjóð- veginum hjá Pétursey, og var hyrj- að áendurbótum þar í gær. * * * Síldarverksmiðjan á Þórshöfn er hætt störfum. Hún hefir brætt í sumar 50 þúsund hl. Á Raufarhöfn hafa verið saltaðar 1300 tunnur af síld og er söltun þar lokið. N. dagbl Brezki Verkamannaflokk- nrinn heldur þing Þing verkamannaflokksins brezka kom saman í Southpoift á Englandi á mánudaginn 1. október. Blaðafréttir herma að strax hafi komið upp ágreiningur á milli hæg- fara umbótamanna og þeirra rót- tæku. Þeir fyrnefndu unnu nokk- urn sigur þegar samþykt var að heimila framkv'æmdarráðinu að beita aga við tvo meðlimi flokks- ins. Þessir meðlimir eru Lord Mar- ley, einn færasti maður flokksins í lávarðadeildinni, og Ellen Wilkin- son, fyrrum þingmaður. Báðum er gert að sök að þau hafi starfað með kommúnistum. Sagt er að fram- kvæmdarráðið muni mæla með því að þeim sé vikið úr flokknum, ef þau sjái ekki að sér. Marley lávarður neitaði þvi harð- lega að hann starfaði með kommún- istum, en hann hefir verið starfandi í nef nd, sem mynduö var til þess að liðsinna þýskum og austurrískum verkamönnum, sem orðið hafa land- flótta. Formaður verkamannaflokksins, W. R. Smith, hélt langa tölu, og gekk hún út á það aðallega að vara menn við hættunni, sem stafaði af fascismanum. Þeirri ræðu var vel tekið. Þá var rætt um það á þinginu hvað bezt yrði að gera, ef að lá- varöadeildin skyldi í framtíðinni reyna að koma í veg fyrir nauðsyn- legar umbætur á stjórnarskránni, eða aðra löggjöf, sem verkamanna- flokkurinn myndi vilja innleiða þeg- ar hann fengi aftur stjórnarvöld. Þetta er mjög þýðingarmikið at- riði þar sem margir telja líklegt að sósíalistar nái aftur völdum í Eng- landi áður langt um líður. Og þar sem leiðtogar þeirra eru yfirleitt miklu róttækari en hinir gömlu, svo sem MacDonald og Henderson, þá má gera ráð fyrir öflugri mótspyrnu í efri deild. Einhver lét í ljós þá skoðun að konungur yrði beðinn að veita svo mörgum lávarðstign úr flokki verkamanna, að meirihluti fengist í þeirri deild. Þetta kom til tals á dögum Asquiths, þegar lá- , varðadeildin tafði fyrir fjárlaga- frumvörpum hans. Kappsiglingar Um miðjan síðasta mánuð hófust kappsiglingar á milli Englendings- ins T. O. M. Sopwith og Ameriku- mannsins Harold Vanderbilt, um bikarinn fræga, America’s Cup, sem kept hefir verið um af og til í síð- astliðin 83 ár og sem Bandaríkja- menn hafa haldið síðan 1859. Að þessu sinni fór siglingin frarn nokkrum mílum utan við Newport, R.I. Reglugjörð mælir svo fyrir að sú skútan, sem fyrst vinnur fjórar kappsiglingar skuli teljast sigur- vegarinn. Vegalengdin er 30 mílur, og er ýmist siglt fimtán mílur út og að markinu eða eftir þríhyrn- ingi, tíu mílur á hvern kant. Fyrsta siglingin fór fram á laug- ardaginn 15. sept. og varð þá skúta \ anderbilts, Rainbow, nokkuð á undan að marki, en þar sem byr var lítill, tókst Rainbow ekki að sigla vegalengdina innan 5J-2 klukku- stundar og var því kappsigling þessi dæmd ógild, þar sem lögin ákveöa að skúturnar megi ekki vera lengur en 5V2 klukkustund á leiðinni. Á mánudaginn var aftur siglt og varð þá skúta Sopwiths, Endeavor, nokkuð á undan. Fór alt á sömu leið daginn eftir, sem var þriðju- dagur. Þegar hér var komið urðu menn vongóðir um að. Sopwith myndi s*Rra. þar sem skúta hans virtist dá- lítið hraðskreiðari en Rainbow, enda Frú Sigríður Jóhannsson látin Síðastliðið mánudagskveld lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, frú Sigríður Jóhannsson, kona Asmundar P. Jóhannssonar byggingameistara að 910 Palmerston Ave., eftir langa og stranga legu. Innvortis meinsemd varð henni að bana. Frú Sigríður var fædd á Huki í Miðfirði í Húnaþingi þann 17. dag septembermánaðar árið 1878. Voru foreldrar hennar þau Jónas Guðmundsson og Helga Stefánsdóttir, er þar bjuggu. Þann 9. júní 1899 giftist Sigríður eftirlifandi eiginmanni sin- um, Ásmundi P. Jóhannssyni, og fluttist með honum vestur um haf; komu þau hjón til Winnipeg 2. ágúst árið 1900, og þar stóð heimfli þeirra upp frá því. Auk eiginmanns síns, lætur frú Sigríður eftir sig þrjá mannvænlega ' sorn^, Jónas Valdimar, kvæntan Kristínu Þor- vardson, Kára Vilhelm, kvæntan Maríu Matthews og Gretti I.eo, kvæntan Leilah Dovvers, af amerískum stofni. Þrjú syst- kyni frú Sigriðar eru á lífi á tslandi: Jónas í Reykjavík, Stefán bondi á föðurleifð hennar, Húki, og Arndís, gift Jónasi Þor- steinssyni, bónda á Oddsstöðum i Hrútafirði. Frú Sigríður Jóhannsson hafði átt við langvarandi van- heilsu að búa; jafnvel svo tugum ára skifti; höfðu þó allar hugsanlegar tilraunir, er í mannlegu valdi stóðu, verið gerðar heima og erlendis, til að afla henni heilsubótar; var það áköf höfuðveiki, cr aö henni svarf um langt skeið og olli h^nni nokkurrar sjóndepru;‘hún var tápgeðjuð kona með fágætum, og bar þrautir sínar sem sönn, norræn hetja. Jafnóðum og af henni bráði, eða höfuðverkjaflogunum linti, tók hún upp sína meðfæddu gleði og varð umhverfi hennar þá sólbjart og unaðs- rikt; hún var húsmóðir í þess orðs fylztu og sönnustu merk- ingu, manni sínum hollráður og trúr förunautur og sonum sin- um innileg móðir; um hana má svipað segja og Bergþóru konu Njáls, að hún var drengur góður. Verksvið frú Sigríðar lá að langmestu leyti innan vébanda heimilisins; þar elskaði hún mest og þar undi hún bezt; hún var listræn kona að eðlisfari, næm á fegurð íslenzkra ljóða og naut ósegjanlegs yndis af söng. Vinfastari manneskju en frú Sigríði, get eg tæpast hugsað mér; um það get eg dæmt af reynd, eftir frekra tuttugu ára umgengi við hana og heimili hennar; sömu sögu munu þeir aðrir hafa að segja, er nokkur veruleg kynni höfðu af henni. Með fráfalli frú Sigriðar er eigi aðeins heitur og þungur harmur kveðinn að eiginmanni hennar, sonum og öðru sifja- liði, heldur og þeim öðrum, er því láni áttu að fagna að eiga hana að vini. Um minningu hennar verður bjart, eins og þeirra annara, er einlægir voru við málstað samferöafólksins —og lífsins. Jarðarför frú Sigríðar fer fram á fimtudaginn 4. þ. m., hefst með húskveðju á heimilinu, 910 Palmerston, kl. 1.45 e. h., flytur séra Rúnólfur'Marteinsson þar kveðjuorð, en frá Fyrstu lútersku kirkju klukkan hálf þrjú. Stýrir sóknarpresturinn, Dr. ■B. B. Jónsson kveðjuathöfninni í kirkjunni, sem og í Brook- side grafreit. Jarðarförin fer fram undir umsjón A. S. Bardal. Einar P. Jórisson. setti hún nýtt met á þriðjudaginn, þegar hún fór 30 mílurnar á 3 klst., 10 mín. og 13 sek. Samt tóku góðii sjómenn eftir því að skipshöfnin enska var mun seinni og klaufalegri í öllum snúningum, og átti oft bágt meö að höndla seglin. Einnig var auðséð að Sopwith kunni ekki að stjórna skútu sinni eins vel og Van- derbilt, sem er siglingagarpur. Á miðvikudaginn 19. sept. var siglt í fjórða sinn. Þá vann Van- derbilt. Daginn eftir varð hlé, til að Sopwith gæti fengið nýtt stórsegl. Á föstudaginn var svo kept í fimta sinn og Vanderbilt varð hlutskarp- ari. Sopwith mótmælti úrskurðinum og sagði að Vanderbilt hefði hrotið reglugerðina meö því að neita að víkja þegar Endeavor, sem þá var á undan, sneri í veg fyrir Rainbow, til að draga -wnd úr seglum hennar. En það er áskilið í lögum að það skipið, sem á undan er, megi sigla eins og því þykir bezt, og skuli þá hitt ætíð víkja úr vegi svo að ekki verði árekstur. Dótnnefnd neitaði að taka mótmæli Sopwith til greina, þar sem hann hefði ekki dregið upp rauða flaggið, sem táknar mótmæli, í tæka tiö. Út af atviki þessu urðu snarpar umræður, og mun Sopwith hafa reiðst mjög. Á laugardaginn 22. sept. og á mánudaginn þ. 24. var siglt og vann VTanderbilt í bæði skifti. Hafði hann þá unnið f jórum sinnum, Sop- with tvisvar, en fyrsta siglingin var dæmd ógild, eins og áður er sagt. Verður því America’s Cup í vörsl- um Bandaríkjanna fyrst um sinn. Skúturnar, sem ætlaðar eru til þessara kappsiglinga eru hin mestu dvergasmíði. Þær eru um hundrað fet á lengd, en mjóar og lágar i sjó. Möstin eru yfir 160 fet á hæð og seglin afarstór. í kjölnum eru um 12 tonn af blýi, en reglugerðin á- kveður hvað seglfesta skuli vera mikil. Sagt er að hvor þessi skúta kosti um hálfa miljón dollara. Bandaríkjaskipið Rainbow eiga nokkrir auðkýfingar í New York, þar á meðal Morgan og Vanderbilt- arnir. Harold Vanderbilt, stýrimað- ur á Rainbow er einn af ættinni. Endeavor lét T. O. M. Sopwith byggja sjálfur, en hann er enskur miljónamæringur. Gii'æddi fé sitt á flugvélasmíði. Á stríðsárunum keypti stjórn Breta ógrynnin öll af Sopwith flugvélum og þóttu þær góðar. Nú er félag hans hið stærsta af þeirri tegund i Englandi. Að kappsiglingunni lokinni var það dómur flestra að Endeavor væri hraðskreiðari, sérstaklega í góðum byr, en aö Vanderbilt væri miklu færari sjómaður, og skipshöfn hans mun betri en sú enska. Allir skip- verjar Vanderbilts voru af skandi- naviskum ættum. Legion of Decency Kaþólskir prélátar í Bandaríkj- unum tóku upp á því síðastliðið vor að banna sóknarbörnum sínum að sækja* þau kvikmyndahús, sem, að þeirra dómi, sýndu ljótar og sið- spillandi myndir. Til að boð þetta kæmi að tilætluðum notum var stofnaður félagsskapur meðal ka- þólskra manna, sem nefndi sig Legion of Decency. Nú hafa tvær miljónir manna skuldbundið sig til þess að taka úrskurð biskupa sinna til greina í þessu efni, og aö sækja ekki þær myndir, sem settar hafa verið á “svarta listann.” Mundelein kardínáli frá Chicago var staddur í Róm á dögunum, til þess að halda upp á 25 ára biskups- afmæli sitt. Hann lét svo ummælt þar, að Legion of Decency heföi miklu góðu til leiðar komið nú þeg- ar og að banninu myndi nú lyft i bráðina, svo að framleiðendur kvik- mynda gætu áttað sig og gert nauð- synlegar ráðstafanir til þess að bæta vörur sínar. Síðan Legion of Decency var stofnað hefir aðsókn að kvikmynd- um, miðað við sama tímabil árið sem leið, aukist um 10% til 30%. Kaþólskir halda því fram að fyr- ir sinn atbeina hafi myndirnar batn- ~að ^ð mun og séu því betur sóttar. Óvinir félagsins segja aftur á móti að það hafi aukið aðsókn að lé- legum myndum, með því að vekja á þeim eftirtekt. Övilhallir menn ætla að orsökin sé sú að myndir séu skemtilegri en áður og að fólk hafi nú meiri pen- inga og meira tóm til þess að sækja leikhúsin. Dougherty kardínáli í Philadel- phia sagði, þegar hann frétti orð Mundeleins, að skoðanir hans væru ekki bindandi á kaþólskt fólk í öðr- um biskupsumdæmum, og ef að Vatikanið gæfi engar gagngerðar skipanir, þá myndi Ivegion of De- cencv halda áfram starfi sínu. Lindbergh-málið Böndin berast nú stöðugt að Bruno Hauptman, og þykir mörg- um fullsannað aö hann sé maður- inn, sem stal barni þeirra Lind- berghs hjónanna, og tók við lausn- argjaldinu af Dr. John Condon. Eitthvað meira af péningum þeim hefir fundist á heimili Hauptmans og ýmislegt annað hefir komið í Ijós, sem bendir á sekt hans. Þrátt fyrir þetta neitar Haupt- inan því staðfast\ega að hann sé sekur. Lögreglan hefir spurt hann í þaula dögum saman og viðhaft aðrar algengar aðferðir til þess að fá hann til að játa á sig glæpinn. Á dögunum fluttu blöðin þá frétt að helzt væri í ráði aö fá hann til að meðganga með því að setja grát- andi barn í næsta klefa. Þetta þótti -*kki allskostar heppilegt og var þá stungið upp á því að gera hljóm- plötu af barnsgráti og spila hana. Hvorugt hefir verið gert ennþá og verður eflaust vikið frá svo ótil- hlýðilegum áformum. Heyrst hefir að eitthvað af pen- ingum hafi fundist, sem ekki verða raktir til Hauptmans. Ef það reyn- 'st rétt hafa einhverjir veriö í vit- orði með honum.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.