Lögberg


Lögberg - 08.11.1934, Qupperneq 6

Lögberg - 08.11.1934, Qupperneq 6
6 LÖGBEŒtG, FIMTUDAGINN 8. NÓYEMBEK, 1934 Heitnkomni hermaðurinn Jamie Ibar hita og þunga dagsins með jafnaðargeði; hann reyndist húsbónda sín- um býflugnameistaranum trúr þjónn, er leysti störf sín samvizkusamlega af hendi; vitaskuld hljóp Margaret Cameron oft undir bagga með honum og rétti honum hjálpar- hönd. Löngu áður en Jamie hafði gert sér í hugarlund að til slíks gæti komið, var hann kominn inn að fjallsrótinni, eða í námunda við hið langþreyða hásæti sitt; brattinn var hvergi nærri eins ískyggilegur og hanil hafði gért sér hugmynd um í fyrstu. Það gat held- ur ekki hjá því farið, að hásætið ætti við að rými til, og þá var það heldur eng-um vanda bupdið, að mýkja það með trevju býflugna- meistarans. EJkki margt að því að baða sig þar í sólinni og teyga hið salta sjávarloft! Ilann hafði ekki náð þangað enn, er hann hafð'i ákveðið með sjálfum sér að þreýta lokaglímuna; hugur hans flaug frá einu í annað, frá einum óímöguleikanum til annars. Ef einhver hefði spurt hann að því, hver rétt- inn ætti fvrst og fremst á því að spyrja, myndi ekki hafa staðið á svari. Jamie myndi hafa svarað á þá leið að sex mánuðir væri það allra mesta, er hugsanlegt værl að hann fengi haldið út. Heilt ár við þá beztu og ná- kvæmustu aðbúð, er stjórnin gat látið í té, hafði í raun og veru ekki gert honum minstu lifandi vitund gagn, nema síður væri; hann taldi víst, að innan sex mánaða eða svo, hlvti að verða úti um sig. Stundum fann hann til hálfgerðrar óeirðar yfir því, að liafa ekki verið þá og þegar kvaddur til sjúkrahússins. Hann svaraði símanum á reglubundnum tíma, þegar hringt var upp klukkan sex á kvöldin, og voru fréttirnar þá ávalt þær sömu, að heita mætti að býflugnameistarinn væri við þetta sama; liann gæti sama sem engum sam- ræðum lialdið uppi, og vildi helzt ekkert láta ónáða sig í sambandi við viðskiftalífið. í hvert skifti t>g Jamie fékk fregnir af sjúkrahúsinu, kallaði hann smávöxnu per- sónuna, eða litla skátann í símann til þess að láta vita um líðan býflugnameistarans. Að- eins tvisvar hafði þessi dularfulla per.sóna gert vart sið sig í garðinum upp á síðkastið; var það eftir skólatíma. 1 hvert skifti er hún fór, fann Jamie til saknaðarkendar; það var ditthvað undarlega taðandi við þessa 'fín- gerðu, smávöxnu persónu; eitthvað, er til skiftis heillaði huga hans eða olli honum ótta; um hraðfara þroska hennar varð samt sem áður ekki vilst; engu fróðari var hann þó um það, hvort þar væri heldur um pilt eða stúlku að i-æða. Að loknum kveldverði, staul- aðist Jamie einu sinni enn niður að strönd- inni; nú var ekki um annað að gera en duga eða drepast; til hásætisins á gnýpunni yrði hann að ná, hvað"sem það kostaði; á höfði bar 'hann gamlan, barðastóran hatt, en hélt þykkum yfirfrakka á handleggnum; er upp að hásætinu kom, setti hann sig í skorður þar sem útsýni var bezt og helgidómar hafs og himins blöstu skýrast við; það var engu líkara en himinhvelfingin væri að nálægjast meir og meir. Öldumar mjúkfextu bárust hver á eftir annari dansandi inn að strönd- inni, en í fjarlægð, mætti.auganu daufrauð glóð lýsihnattarins sjóffs,— sólarinnar, er helti ljósi sínu á veröldina,—veröld, er þó virtist vera að fjarlægjast hana jafnt og þétt. Jamie hafði um margt að hugsa þessa dagana; hann hugsaði um dauðann, og komst að þeirri niðurstöðu með sjálfum sér, að ó- umflýjanlegt yrði að mæta honum eins og maður. Yið umhugsunina um straumhvörf lífsins, gleymdi hann sjálfum sér, særðum meðbræðrum og þar fram eftir götunum; glevmdi því nær aðstöðu sinni hér á jörð; en hugsanirnar um það þyrptust að honum úr öllum áttum hvernig hann fengi réttlætt fyrir skapara sínum breytni sma upp á síðkastið. 7. KAPITULI.. Það hafði verið mollulegt um daginn, mistur og ómælileg kyrð; svo tók hann alt í einu að hvessa. Jamie sat á baksvölum húss- ins og það var komið fram á kvöld; það var engu líkara en draumur hans um snögga veð- urbreytingu ætlaði að koma fram í vetfangi; blikandi eldtungur rufu kyrðina og mistrið í vestri, en norðurhvel himins sýndist alt vera að hlaupa í bólstra. Jamie rétti úr sér. Um það varð ekki vilst að stormur væri í aðsigi. “Eg ætla að íáta storminn leika um mig í hásætinu og grandskoða þaðan tign himinsins; liásætinu eða gnýpunni verð ég að ná, hvað sem það kann að kosta; þó það verði mitt síðasta á- tak skal ekki verða í það horft.” Hann svipaðist stundarkorn um í garð- inum og kom þeim hlutum einkanlega í hlé, er mestar líkur voru á að eigi fengi .staðist storminn óskaddaðir. Svo lokaði hann vand- lega öllum gluggum, fór að því búnu upj) ó baksvalirnar á ný og litaðist um stund um í fataskáp býflugnameistarans; urðu þar fyrst fyrir honum þeir búningar, er húsbóndi hans venjulegasta bar við býflugnahirðinguna; lok.s kom bann auga á regnkápu, og það var einmitt fatið, er hann hafði verið að huga að. Hann fór nú í hina gömlu býflugnatreyju húsbónda síns, en bar á handlegg sér yfir- frakkann og regnkápuna. Brynjaður þannig þóttist hann öruggur hvað sem að höndum bæri; hann staulaðist niður að ströndinni, kleif í liægðum sfnum bergið og nam eigi fyr staðar, en komið var á efsta tind; þar tók hann sér sæti; fór hann nú fyrst í yfirfrakk- ann, en breiddi þannig úr regnkápunni að hann gæti auðveldlega vafið henni að sér, ef á þvrfti að halda og kuldinn syrfi að. Frá þessum stað ætlaði liann að horfast í augu við fárviðrið og allan þess ógna trylling. Hann hafði ekki gert sér þess Ijósa grein að hólmganga væri í aðsigi milli tveggja ná- skyldra afla; ofsans og ógnanna úti fyrir og brimsins í han.s eigin hjarta og sál; hann bafði aldrei gert sér það í hugarlund liversu misjafnt væri á komið með þes.sum tvoimur frændöflum, hversu baráttan gæti orðið, eða jafnvel hlyti að verða, ómælilega vonlaus á sína 'hlið; hann gat ekki undir nokkrum hug.sanlegum kringumstæðum gert sér þess grein, hvernig í dauðanum því var farið, að hann skyldi fá jafn óstjómlega löngun til þess að verða sjónarvottur að hinum ægileg- asta hrikaleik hafs og himins, er nokkru sinni gat háður verið; hann átti ofur erfitt með að gera sér grein fyrir því, hvernig á því stæði að hann hefði ómótstæðilega löngun til þess að jafna saman stormi mannlegra til- finninga við þann storm, er þráfaldlega léti jörðina leika á reiðiskjálfi; hann einsetti sér að halda uppi hraustri vörn, hvað svo sem framtíðin geymdi í skauti sínu; hann varð að fullnægja skyldum sínum við býflugnameist- arann, eins og hann frekast hafði vit til, og standa eins vel í stöðu sinni og framast mátti værða; hann hafði þó engan veginn gert sér þe.ss jafn ljósa grein og vera bar, að eftir því sem skýflókamir þéttust og fylktu liði sínu og eldingarnar sýndust nærgöngulli, þeim mun ákafari urðu þau öfl innra með honum sjálfum, er skoruðu storminn á hólm, einmitt um það leyti, er líklegast var að hann kæmist í algleyming rétt á undan logn- inu. Jamie sat grafkyr í þessu einmanalega hásæti sínu, er reist var á bjargi, og velti því fyrir sér hve hátt brimið myndi ná; hon- um hafði aldrei verið frá því skýrt, hvort dæmi hefðu verið til þess að gnýpan færi í kaf; hann var samt ekki í neinum vafa um það, að sá stormur, er í aðsigi væri, hlyti að skara fram úr öllum þeim aftaka rosum, er sögur færi af; um það að 'hann ætti mikið á hættu, gat ekki undir nokkrum kringumstæð- um orðið vilst; hann hálfpartinn ásakaði sig fyrir að hafa ekki ’spurt Margaret Cameron eitthvað um þetta og fræðst af henni um það, hvernig tilhagaði í ofviðri á þessum slóðum; klettinn bar nú samt sem áður það hátt, að ætla mátti að þar væri í raun og veru örugt vígi hvernig sem nátúruölfin kynnu að ham- ast. Rétt einmitt í þessari andránni, er öldur bugsananna risu hvað hæst í sálu Jamie, svipað því, er hann sem skozkur hálending- ur í fertugustu og annari herdeildinni hafði "engið hvað rösklegast fram og hrópað hvað ofan í annað: Fram, fram í nafni Skotans, barst að vitum hans einkennileg angan. Eins og leiftri brá því fyrir í huga hans hversu .nörgum Þjóðverjum Iiann hefði orðið að bana í styrjöldinni miklu; tala þeirra var víst legíó. Nú komst hann til fullrar sjálfs- vitundar á ný, og horfðist í augu við hlutina eins og þeir í raun og veru voru; hann varð þess áskynja að dagur var að kveldi kominn; hann fann í blænum að nóttin hafði læðst að honum á svipaðan hátt og hann sjálfur hafði læðst að þýzkum hermönnum meðan á styrj- öldinni stóð, þar sem manna var þó sízt von. Jamie fann nýja angan leggja að vitum .sér; hún var að sjálfsögðu frá blómum niður við ströndina; um það varð ekki vilst. Rétt um þær mundir, er þrumunjar létu sem hæzt, og eldingunum laust hvað þéttast niður, barst Jamie til eyrna undarlegt hljóð, líkast grátekka eða andvarpi; þarna sat hann um hríð hljóður og hugsi; eftir stundarkorn komst hann að þeirri niðurstöðu, að þetta há.sæti, er hann nú skipaðþ þar sem hann hafði ásett sér að gera full reikningsskil við skapara sinn og herra, væri í raun og veru ekki sitt eigið; hann væri þar aðeins í eins konar millibilsástandi; hann væri ekki eini maðurinn, er þekti einstiginn, er þangað leiddi; hann var ekki eini maðurinn, er guð hafði ví.sað á brattann, til styrkingar í bar- áttu fyrir lífinu. Nú fanst honum einhver vera í nánd við sig; vitaskuld var hann ekki eini maðurinn, er notið gat anganarinnar af blómunum margvíslegu niðri við ströndina; honum fanst til eyrna sér berast kvenrödd einhversstaðar úr nágrenninu; rödd gamall- ar konu var það ekki; til þess var hún of skýr. Guð vissi að Jamie hafði hlustað á grát fjölda kvenna meðan á styrjöldinni stóð; ekki aðeins á Frakklandi og í Belgíu, heldur á Englandi líka; honum var engan veginn ó- kunnugt um ekkann, þó fram kæmi í mismun- andi hljóðbrigðum, hjá móður, eiginkonu og unnustu. Jamie litaðist undur hljóðlega um til þess að veita konunni athygli; liún hafði tek- ið sér sæti þar sem hann hafði setið áður; lienni hefir sennilega ekki komið til hugar að annað sæti væri að finna, eða hefði nokkru sinni verið búið til, því að öðrum kosti myndi hún tæpast liafa getað fundið það í slíku fár- viðri og niðamyrkri; hún hlaut að hafa kynst stormunum á þessum slóðum fyr; annars hefði hún ekki hætt sér út í þá þegar þeir voru sem tryllingslegastir. Um þær mundir, er hin æstu öfl náttúr- unnar voru tekin að slaka til við sjálf sig, og veðrinu farið að slota, kom nýr atburður fyrir Jamie. Veðurstaðan hafði snögglega breyst frá vestri til norðurs; það var eins og eittbvað undurmjúkt hríslaðist um andlit hans, döggvað í brimúða; hann greip liendi til hpfuðs; það var ekki um að villast, að um andlit hans straukst silkimjúkt kvenhár; honum flaug það óðar í hug, að jafnskjótt og kona þessi kæmist á snoðir um að karlmaður væri þarna svo að segja við hlið hennar, þá gæti auðveldlega svo farið, að hún í ofboði kastaði sér fram af berginu og niður í hyl- dýpo sjávarins; liann þorði ekki að mæla; hann þorði heldur ekki að hreyfa sig, en hitt kom honum þó ekki í hug, að við hlið hans k\Tini að vera lyktna*m vera, er á þann hátt hefði ef til vill orðið hans vör hingu áður en hún gat komið auga á hann; liann var um hríð eins og í leiðslu; þó reyndi hann að strjúka burt hina mjúku hárlokka, er vöfðust um andlit lians, og varnað höfðu hon- um sjónar. Nú stóð hann andspænis mjall- hvítu andliti og stórum, starandi kvenmanns- augum; augum og andliti, er ekki var nokkr- um manni unt að gleymg. Undrun sú, er í ljós kom á andliti hennar yfir því að hér skyldi vera maður, þar sem manns hafði aldrei verið áður von, var að vísu mikil, en bar þó vott um fullkomið og tamið sjálfsvald; hún hafði ekki gefið frá sér hljóð, og þaðan af síður rokið á fætur, andardráttur hennar var engu líkara en Jamie 'hefði að minsta það engu líkara en Jamie he'fði að minsta kosti að einhverju leyti, verið við þessu bú- inn, án þess þó að hann gæti gert sér þess fulla grein á hvern hátt það var; víst var um það, að samfundirnir komu honum ekki eins að óvörum og henni; þó lét 'hann það ósagt, er hann helzt hafði hugsað sér að segja. Hann hafði með öðrum orðum hugsað sér að á- varpa hana eitthvað á þessa leið: “Láttu ])ér ekki bylt við verða. Geti eg á einhvern Iiátt orðið þér til aðstoðar, er mér Ijúft að gera það. Nú barst honum til eyrna djúp, en mild rödd, er óafvitandi greip hann heljar- tökum; rödd, sem ekki var viðlit að glevma; andlit og augu, sem ekki var heldur hugsan- legt að gleyma, og nú var kallað til hans í hljómauðgum og hreimblíðum málróm, er honum fanst hann bera full kensl á, eða greinilega kannast við. “ Hvernig er því varið, að þú ert hingað kominn?,> “Ekki ó- sennilega af sömu ástæðu og þú,” var svarið. “Einmitt það.” Jamie gerði til þess eina tilraunina enn, að losa sig úr lokkaflækjunni, hvort sem hon- um var ant um það, eða ekki; hann hafði ver- ið að bera sjálfan sig saman við náttúruöfl- in; líkja baráttu sálar sinnar við hamfarir náttúrunnar, þegar hún komst í algleyming. “Ekki nema það þó! Hefirðu aldrei heyrt það sagt áður, að hluttekning í kjörum ann- ara létti að 'hálfu leyti þinni eigin byrði? ” Og nú hló hann skozkan hálendings hlátur; bann baðaði út hægri handleggnum og fálm- aði með honum norður fyrir sig, og nú vafð- ist hann um axlirnar á konunni, er við hlið hans sat. Þér hlýtur að vera kalt í þessum fötum; komdu hingað og hjúfraðu þig inn undir kápuna mína. Nóttin er komin. Þú ert döpur og áhyggjufull, og ef til vill líður þú líkamlega líka; segðu mér sannleikann, ekkert nema sannleikann. Eg dreg ekki i efa að eg geti greitt eitthvað götu þína. Það er ávalt einhver úrlausnarvegur til, er þræða má eftir.” Jamie leið það aldroi úr minni hvað kona þessi var viljaföst. og einbeitt; ekki nokkurr- ar minstu geðshræringar varð vart þó faðmur hans lyktist um axlir henni; enginn vottur um þakklæti, enginn vottur þess að henni misfélli það heldur. Leiftrið frá eldingunum færði honum heim sanninn um það, að kona þessi var ung; hún var ekki beinlínis fríð, en hafði þó mikið aðdráttarafl. Eins og ástatt var fyrir henni, sorgbitin og döpur eins og hún var í náttregninu, gat ekki komið til mála að kveða upp yfir henni nokkurn fullnaðar- dóm. “Mér er full alvara,” sagði Jamie. “Viljir þú á annað borð segja mér hvernig höglum þínum er háttað, þó ekki sé nema jafnvel að litlu leyti, skal eg hjálpa þér á einhvern veg.” “Hvernig í dauðanum ættir þú að geta hjálpað mér,” heyrði liann sagrí þessum.ein- kennilega tón, er náð hafði valdi á lionum með æfintýralegum dultöfrum. “Til ])ess að vera viss í minni sök, ” sagði Jamie, “þyrfti eg fyrst að fá sem allra nákvæmasta vitn- eskju um það, hvers þú einkum og sérílagi ])arfnast; það er á þínu valdi hvort þú vilt verða hjálpar minnar aðnjótandi, eða ekki.” Nú varð löng þögn. Jamie liagræddi á sér yfirfrakkanum sem bezt hann mátti, til þess að verjast kuli. Veðrinu var að slota; öldurnar óðum að lægja. Til eyrna hans barst ómur af þeirri rödd, er hann þráði um þessar mundir að heyra. “Eg kem mér undir engum kringumstæð- um að ])ví að opinbera þér levndarmál mín”; brjóst konunnar bifaðist af geðshræringu. “Hvernig í ósköpunum á eg að geta trúað ókunnugum manni fyrir því í öðru eins helj- armyrkri og rosa hvers eg þarfnast helzt?” “Það ætti að vera þér innan handar,” svaraði Jamie; auðveldara en nokkru sinni fyr. Sé það eitthvað ógeðfelt, eitthvað, sem þú ert síður en svó upp með þér af, þá hylur rökkrið það í slæðum sínum. En sé það á hinn bóginn eitthvað er þú sérstaklega eða öðru fremur óttast, getur þú treyst styrk- leika míns hægri handleggs; eg vil þér skilj- ist, að virðing mín fyrir konu, systur og móð- ur, er slík, að hættulaust er með öllu að eiga mig að trúnaðarmanni; drengskap minn legg eg við og honum bregst eg ekki; eg mun enga tilraun gera til þess að veita þér eftirför, og ekki heldur krefjast upplýsinga um j)að hver ])ú sért og hvaðan þú sért komin. Hafir þú hin’gað komið til þess að stevpa þér fram af klettinum og fleygja þér í faðm Ránardætra, þá er ]>að engan veginn óhugsandi, 'að aðra hafi borið hingað með svipað í huga; mér hefir jafnvel oftar en einu sinni flogið það í hug sjálfum; það æðir stundum aftaka veður í mínu eigin sálarlífi, mínu eigin hjarta; eg er maður sjálfur í sárum; undir mínar eru opnar og úr þeim fossar blóð. Það er ekkert það til í fari mínu, er þér þarf að standa stuggur af; rödd þín ber á sér blæ æskunnar; andlit þitt, l>ó fölt sé, ljómar af æsku og lík- amsbygging þín öll ber vott um lireysti og þrek; áhyggjum þínum verður aðieins létt með samúð, sár hjarta þíns grædd með utan- aðkomandi hlutdeild í kjörum þ(num. Segðu mér hvað þér liggur þyngst á hjarta?” Jamie fanst hann finna til þess glögt liið innra með sjálfum sér, hvað það nú helzt væri, er ylli konu þessari hugsýki; þessari einkennilegu og aðlaðándi veru, er hann af veikum mætti var að reyna að skýla fyrir þrá- látum atlögum storms og stríðs. Saga mín er lengri en það, að hún verði útskýrð í fáum dráttum,” sagði konan í ein- kennilega töfrandi róm; fólk hefir rétt til ]>ess að áfella mig; eg fyrirverð mig í raun- inni sjálf. Eg gæti ekki með nokkru móti setið hér í sólskini og sagt þér frá öllu, er eg bý yfir; eg get einungis gert það í náttmvrkr- inu, eins og ástatt er fyrir mér, og þó er eng- vi veginn víst, að þú getir á nokkurn hátt rreitt götu mína hvað velviljaður sem þú ert. En svo mikið get eg sagt þér, hetjunni, sem berst til þrautar, þrátt fyrir opna und í brjósti, að eg skal hvorki steypa mér fyrir '’amrana, né aðhafast nokkuð það, er þér megi til vandræða verða; eg skal vitja á fund ina minna, þeirra, er eg hefi snúið baki við; eg skal hverfa heim, taka upp störf mín að nýju, og láta einskis þess ófreistað, er komið geti mér aftur á kjöl.” “Þetta er nú alt saman gott og blessað,” sagði Jamie, “ eins langt og það nær, en það er þó engan veginn fullnægjandi; lífið á á- kveðinn tilgang; við öðlumst það ekki af sjálfsdáðum, og við höfum engan rétt til að svifta oss því; oss ber skylda til þess að bíða þangað til kallið kemur, — þangað til guð kveður oss til heimferðar. Eg finn hjá mér ástríðu til þess að eiga um stund hlutdeild í kjörum þínum, þó ekki væri nema að örlitlu leyti; bvrði þín er auðsjáanlega þung; mér yrði ]>að ósegjanlegt ánægjuefni að geta dreg- ið lir þunga hennar á einhvern 'hátt. Finn- urðu ekki vitund til hlýju undan handlegg mínum, þar sem hann vefst um lierðar þér? Finnurðu ekki til einlægninnar í málróm mínum. Eg hefi engu að leyna fyrir þér; mér er það ekkert launugarmál hver eg er, hvaðan eg er eða hvert eg fer héðan af gnýp- unni. Eg hefi staðhæft að eg muni ekki veita þér eftirför; alt sem eg fer fram á er það, að þú treystir mér að fullu. J'amie var ekki myrkur í máli; þetta var ef til vill líka frekar djarflega til orða tekið af heilsulitlnm manni, er átti ekki nema sex mánuði ólifað, og hafði ekki grænan túskild- ing í vasanum. Hann fann til hitatöfranna í andardrætti konunnar. Segðu mér nú alla sögu þína og dragðu ekkert undan. Eg sver ]>að við allar helgar vættir að reynast þér trúr. ’ ’

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.