Lögberg - 08.11.1934, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.11.1934, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1934 Ur bœnum og grendinni G. T. spil og dans, verÖur hald- iÖ á föstudaginn í þessari viku og þriÖjudaginn i næstu viku í I.O.G.T. húsinu á Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu. 1. verðlaun $15.00 og átta verð- laun veitt, þar að auki. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dans- inum.—Lofthreinsunartæki af allra nýjustu gerð eru í byggingunni. — Inngangur 25C.—Allir velkomnir. Heklufundur í kvöld (fimtudag). Mr. F. O. Lyngdal, kaupmaður á Gimli, kom til borgarinnar sið- astliðinn sunnudag, ásamt frú sinni; þau héldu heimleiðis daginn eftir. Mr. Th. J. Gíslason frá Brown P.O., Man., dvaldi í borginni nokkra daga í fyrri viku, ásamt frú sinni og Lárusi syni þeirra hjóna. The Alumni Association of the Jón Bjarnason Academy will hold their annual Dinner and Dance at the St. Regis Hotel on Friday, November i6th, at 7 p.m. Mr. Elías Elíasson frá Árborg, var staddur í borginni fyrri part yfirstandandi viku. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur i Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag þ. 11. nóv., verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. 11 að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Sunnudaginn 11. nóvember mess. ar séra Guðm. P. Johnson í West- side skólanum kl. 2 e. h. og kl. 8 að kvcVldinu verður ungmennafélags- fundur í Bertdale skólanum. Allir velkomnir! Messur eru ákveðnar næsta sunnudag þ. 11. þ. m. í kirkju Lög- bergs safnaðar kl. eitt eftir mið- dag og kl. þrjú eftir hádegi í kirkju Konkordia safnaðar—S. S. C. Messur í Gimli prestakalli næst- komandi sunnudag, þ. 11. nóv. eru áætlaðar þannig, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tíma, síðdegismessa kl. 2 í kirkju Víði- nessafnaðar, og kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. — Mælst er til, að fólk, ef mögulegt er, fjöl- ntenni við messu,— Mannalát Á sunnudaginn þann 28. október síðastliðinn, lézt að heimili sínu i grend við Wynyard, Sask., Björg- vin bóndi Einarsson, freklega 49 ára að aldri, vinsæll atorkumaður; lætur hann eftir sig ekkju. Jarðar- förin fór fram þann 31. 'október. Séra G. P. Johnson flutti húskveðj- una á heimilinu og stýrði kveðju- athöfn í kirkju þeirri í Wynyard, er hinn framliðni taldist til. Á miðvikudaginn þann 31. októ- ber s. 1., lézt í Torontoborg í Ont- ariofylki, Mrs. F. B. Vopni (Fríða P.yron), 35 ára að aldri. Uún læt- ur eftir sig, auk ekkjumannsins, tvo sonu, Raymond og Arthur, móður búsetta í Winnipeg, Mrs. B. Byron og þrjár systur, Mrs. B. J. Hallson, Mrs. B. E. Johnson hér í borginni og Mrs. Keith í Swan River. Bróður á hún og á lífi, J. W. (Wally) Byron, er heima á í Prince Albert, Sask. 260 Balmoral Street, hér í borginni, eftir þungt og langt sjúkdómsstríð, 15 ára að aldri. Hinn látni piltur var frábærlega vel gefinn og hvers manns hugljúfi. Er þungur harmur kveðinn að foreldrunum við fráfall hans. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á miðviku • daginn. Dr. B. B. Jónsson jarð- söng. VEITIÐ ATHYGLI ! Kæru landar. Komið og skemtið yður með Jóns Sigurðsonar félaginu að kveldi þess 12. nóvember kl. 8, í Goodtemplarahúsinu, Sargent og McGee St. Góð verðlaun verða veitt fyrir Bridge og ágætur hljóðfæra- sláttur við dansinn. Arðinum af þessari samkomu verður varið til þess að gleðja bág- stadda um jólin. Skrifari félagsins. Mrs. Oskar CHslason frá Leslie, Sask., kom til Sorgarinnar i fyrri viku, til þess að leita sér lækninga. Mr. Steingrímur Johnson frá Kandahar, Sask., kom til borgar- innar á laugardaginn var, ásamt frú sinni, í heimsókn til ættingja og vina. Þau hjón héldu heimleiðis á mánudagskvöldið. Séra Haraldur Sigmar prédikar sunnudaginn þann 11. nóv., í Ví- dalins kirkju kl. 11 f. h., en á Moun- tain kl. 2 síðdegis. ^ Sunnudaginn 11. nóvember n. k. verður ensk messa í Grundarkirkju í Argyle. Byrjar kl. 2.30. Minst verður þar vopnahlésdagsins. Allir i miðparti Argyleprestakalls eru innilega beðnir að koma og taka þátt í guðsþjónustunni. Sunnudaginn þann 11. nóv. mess- ar séra Sigurður Ólafsson i Árborg kl. 2 siðdegis. Safnaðarfundur eft- Þann 25. október s. 1., lézt í i Hcnsel, North Dakota, Mr. Fred | Johnson, er gegnt hafði póstmeist- j ara sýslan þar i bænum í 32 ár, hinn mesti dugnaðar og merkismað- ur. Jarðarförin fór fram frá Hen- j sel Community Hall og Vidalíns- kirkju. Var hann jarðaður við hlið móður sinnar, Elínborgar, systur Samsons Bjarnasonar, er um langt skeið bjó í grend við Akra. Mr. Johnson var fæddur á ís- landi þann 2. dag ágústmánaðar árið 1873, og fluttist með foreldr- um sínum til Akra, er hann var 8 ára að aldri, og ólst þar upp. Árið I 1897 kvæntist hann og gekk að eiga ungfrú Önnu Halldórsson; fluttust ungu hjónin til Hensel árið ^901, j og áttu þar heimili upp frá því. Atik ekkjunnar lætur Mr. Tohnson | eftir sig fósturson )*eirra hjóna, I Eric, og eina systur, Mrs. Christine ■ Levie. ir messu. Athygli skal hér með leidd að þvi, að Karlakór íslendinga í Winnipeg heldur söngæfingu í Sambands- kirkjunni á miðvikudagskvöldið þ. 14. þ. m. kl. 8. Áríðandi er að með- limir mæti stundvíslega og enginn láti sig vanta í hópinn. Síðastliðið sunnudagskveld lézt á Betel, Guðmundtrr Ólafsson frá Haga í Húnaþingi á öðru ári yfir nírætt. Jarðarför hans fer fram i dag, fimtudag, þann 8. þ. m. Þann 2. nóvember lézt að heim- ili sínu í Glenboro, ekkjan Sigríð- ur Sigurðsson, frekra 72 ára að aldri, eftir langvarandi vanheilsu. Jarðarförin fór fram frá heimilinu og kirkju Glenborosafnaðar þann 4. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. Hjónavígslur Þann 31. október, s. I., voru gef- in saman í hjónaband að Mac- gregor, Man., þau Sigurveig Elías- son, dóttir Mr. og Mrs. Elías Elías- son frá Katrime og Charles Lam- bert, Orangeville. Rev. R. Smalley prestur Sameinuðu kirkjunnar þar i þorpinu framkvæmdi hjónavígsl- una. Eramtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Beauver pósthéraði. Siðastliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband þau Ármann Alexander Storm, sonur Árna Storm, fyrrum bónda við Glenboro, og Iva Gladys Gowanlock úr því bygðarlagi. Rev. C. B. Lawson, prestur Greenwood Sameinuðu kirkjunnar gifti. Brúðkaupsveizla var haldin á St. Regis hótelinu. Heimili ungu hjónanna verður 581 Valour Road hér í borg. Hinn 2. þessa mánaðar voru gef- in saman í hjónaband þau Francis Pearson Doherty frá Riverton og Ingibjörg Sigríður Snæfeld frá Hnausa, af Dr. B. B;. Jónssvni að heimili hans 774 Victor Street. Islenzkar samkomur Eftirfylgjandi samkomur verða haldnar á neðangreindum stöðum: Wynyard, Sask., föstudagskveldið 9. þ. m. kl. 8 Leslie, Sask., laugardagskvöldið 10. þ. m. kl. 8 Á samkomunum verður meðal annars til skemtunar: Fyrirlestur um íslandsferö: Séra Rögnv. Pétursson Ræða, Samband Islendinga austanhafs og vestan: séra Jakob Jónsson. Ræða, Starf og stefna Þjóræknisíél.: Ásm. P. Jóhannsson Samkomur þessar verða nánar auglýstar á stöðunum. Sam- komuarðurinn gengur á liverjum stað til heimadeilda. FJÖLMENNIÐ! Stjórnarnefnd Þjóörceknisfélagsins. YOUR UNEMPLOYMENT PROBLEM Simply waiting for a “break” is not solving YOUR unemployment problem. Then why wait? We Can Help You Solve It We offer Secretarial, Stenographic, and Accounting Courses. Special Subjects may be selected, if preferred. We Locate Office Positions We have calls for our graduates. The assistance of our free Employment Service with more than 700 place- ments to its credit to its credit in 1934, is at your service. We Co-operate With Employers To employers, “Success-trained” and “Success-minded” Graduates are available. Our Employment Department can be reached by telephoning 25 843. COLLEGE BUSINESS SUCCESS Portage at Edmonton Winnipeg, Manitoba Á laugardaginn var, lézt á St. Boniface spitalanum, Thomas A. Johnson, 15 ára, sonur Mr. og Mrs. Ingólfur Johnson að 280 Langside Street hér í borginni. Jarðarför hans fór fram á útfararstofu A. S. Batdal á þriðjudaginn. Rev. Rich- mond Craig jarðsöng. Faðir pilts þessa er islenzkur, en móðir af skozkum ættum. Síðastliðinn laugardag lézt að Oak Point, Man., Árni Halldórson, 76 ára að aldri. Bjó hann um langt skeið í Argylebvgð. Hann lætur eftir sig, auk ekkju, tvær dætur hér vestra, Mrs. G. Sveinson og Mrs. I. R. Cuddy, og tvo sonu, Lárus og Arnold. Einnig lifa hann tvær dætur á íslandi. Jarðarför- in fór fram á þriðjudaginn frá út- fararstofu A. S. Bardal. Séra K. K. Ólafson jarðsöng. Gjafir í ‘Jubilee’ sjóðinn Á næsta kirkjuþingi verður minst fimtíu ára afmælis Hins. ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi. Aðal hlutverk kirkjufélags- ins er viðhald og efling kristnihalds í bygðum vorum. Það er vort heimatrúboð. Að borin sé fram frjáls afmælisgjöf til þess, auk hinna venjulegu árlegu tillaga til starfseminnar, á að vera einn þátt- ur í hátiðahaldinu næsta ár. Engin gjöf í sjóðinn má fara fram úr ein- um dollar frá hverjum einstaklingi, þó allar minni gjafir séu vel þegn- ar. Þar sem ástæður leyfa gætu margir eða allir meðlimir í fjöl- skyldu tekið þátt og væri það æski- Áður auglýst ...............$98.60 Mr. og Mrs. J. G. Thorgeir- son, Winnipeg.............. 1.00 Mr. J. K. Olafson, Garðar.. 1.00 Mrs. K. H. Olafson, Garðar 1.00 Alls ..................$101.60 5. nóv. 1934. Meðtekið með þakklæti. S. O. Bjerring. Aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags, lézt Lloyd Johnson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Alex. Johnson, "EySiO ekki samúO yOar d þd menn, sem vinna af kappi; þeir eru hamingjusamir í sjdlfu sér.” ptr getið ekki gengið fram hjá Firth Bros., er til þess kemur að velja alfatnaði eða frakka. Hverjir nema Firth Bros., bjðða svona vildarkjör? Firth Bros. föt og yfirfrakkar eftir máli á $18.50 og $21.50 Hverjir nema Firth Bros. bjðða fram alfatnaði og yfirfrakka úr fyrsta flokks efni og sniðin eftir máli, fyrir aðeins $25.00. Einstöku fatnaðir á $30.00 til $42.50, er borist hafa verzluninni beint frá Trust félagi. I iverjir nema Firth Bros. hafa á boðstðlum nýtízku fatnaði og frakka á $19.50 til $35.00. Hverjir nema Firth Bros. hafa vetrarfrakka, Top Coats og ai- fatnaði, sem eru $30.00 virði, fyrir 310.00 og $15.00. Firth Bros. Ltd. 417% PORTAGE AVE. (Beint á mðti ^Power Bldg.) ROY TOBEY, Manager. *'íiS5í5®~22 282 Kostaboð Sameining- arinnar Verð Sameiningarinnar er einn dollar um árið. En nú bjóðast eft- irfylgjandi kostaboð: Sameiningin eitt ár (borguð fyr- irfram) og Minningarrit dr. Jóns Bjarnasonar ($1.00) hvorttveggja $1.00. Saineiningin tvö ár (borguð fyr- irfram) og Minningarritið í vönd- uðu léreftsbandi ($2.00), hvort- tveggja $2.00. Sameiningin, þjjú ár, (borguð fyrirfram) og Minningarritið í moraco með gyltu sniði ($3.00), hvorttveggja $3.00. Minningarritið er ein hin vand- aðasta bók að öllum frágangi, sem gefin hefir verið út meðal Vestur- fslendinga. Bæði gamlir og nýir kaupendur geta notið þessa kosta- boðs. Þurfi að senda ritið með pósti, greiðir áskrifandi iqc fyrir burðargjald. Sendið pantanir til Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winni- peg, eða snúið yðtir að umboðs- mönnuiji blaðsins. •: Oviðjafnanlegt eldsneyti hvernig sem viðrar Við höfum ávalt á takteinum kol og við, er fullnægir þörfum hvaða heimilis, sem er. Fljót og ábyggileg afgreiðsla. WOOD’S COAL Co. Ltd. 49 t 92 - Símar - 45 262 Brennið Souris kolum og sparið DOMINION Lump or Cobble $6.50 per ton Stove 6.00 per ton PREMIER Lump or Cobble $5.90 per ton Stove 5.50 per ton Phones: 94 309 — 94 300 McCurdy Supply Co. Ltd. Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E. Mr. Thor. Ellison frá Gimli, um- sjónarmaður fiskiveiða fyrir Arm- strong-Gimli útgerðarfélagið, fór suður til Chicago, 111., á fimtudag- inn í vikunni sem leið, ásamt frú sinni. Fór Mr. Ellison ferð þessa í erindum þess félags, er hann starf- ar fyrir. Mr. Gísli Johnson, hótelstjóri að Gypsumville, Man., var staddur í borginni um miðja fyrri viku. Mrs. John J. Gíslason frá Brown P.O. Man., var staddur í borginni í fyrri viku ásamt frú sinni og syni, Andrew að nafni. Mr. P. N. Johnson, gripakaup- maður frá Elfros, Sask., kom til borgarinnar um síðustu helgi í við- skiftaerindum. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Anneust grelðlegu um alt, uom &( Hutningum lýtur, smáum eð& stör- um. Hvergri sanngjam&ra verfl. Heimiii: 762 VICTOR STRBKT Slml: 24 500 89 402 PHONE 89 502 B. A. BJORNSON RADIO SERVICE TUBES TESTED 67 9 BEVERLEY STREET We carry a complete stock of Tubes The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba BUSINESS TRAINING BUILDS* GONFIDENGE The business world todhy needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINION BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in business. A consultation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The D0M1NI0N BUSINESS GOLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Day or Evening Mail Instruction With Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.